research

Results of percutaneous coronary interventions in Iceland during 1987-1998

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenPurpose: To evaluate potential changes in clinical indications and the composition of the patient population undergoing percutaneous coronary intervention (PCI) in Iceland from 1987 to 1998. Furthermore, to assess changes in success rate and major complications for the procedure during the study interval in a small nation with one PCI centre. Material and methods: The first PCI was performed in Iceland in May 1987. A registry has been kept from the start that includes clinical and procedural data, and records of complications and mortality. During the study interval a total of 2440 PCIs were performed. The annual procedure rate was low at first, with a steep rise during the last years. Based on procedural changes over the years the study interval was divided into three periods: I. 1987-1992 (471 procedures); the learning years, II. 1993-1995 (796 procedures); increasing number of PCIs and the method established, III. 1996-1998 (1173 procedures); increasing use of stents and new antiplatelet regime used. Results: From period I to III, the rate of elective PCI declined from 82% to 52% (p<0.001), subacute procedures increased from 14% to 44% (p<0.001), acute PCI from 0.8% to 3% (p<0.05), and ad hoc procedures from 0.4% to 28% (p<0.001). This reflects an increase in PCI on patients with acute coronary syndromes, as the ratio of patiens with unstable angina increased from 15% to 36% (p<0.001). Also, 1-vessel PCI decreased proportionally from 93% to 83%, while 2 and 3 vessel procedures increased from 7% to 17% (p<0.001). The proportion of patients 70 years or older increased from 7% to 27% (p<0.001). Still, the success rate for PCI increased from 83% to 93% (p<0.001) and the use of stents rose sharply from 0% to 56%. The ratio of PCI due to restenosis declined somewhat between period II and III, from 15% to 12% (p=0.06). Simultaneously, the rate of acute coronary bypass surgery after PCI decreased from 4.2% to 0.2% (p<0.001) and significantly fewer patients had elevated creatinine kinase levels (4.0% vs 2.7%, respectively, p<0.05). However, clinical acute myocardial infarction after PCI remained similar at 1.3% and 0.9%, and the in hospital mortality was 0.6% and 0.4%. Conclusions: On a national basis the rate of PCI in Iceland is amongst the highest in Europe. Thus, in 1998, when the population in Iceland was 275,000, 453 PCIs were done (1647 procedures per million inhabitants). An increased number of subacute and acute PCIs is carried out, more complicated procedures are performed in patients with widespread disease, and the patient population is growing older. Still, the success rate is high and the frequency of complications and mortality relatively low.Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur kransæðavíkkana á Íslandi á tímabilinu 1987-1998. Ennfremur að kanna hugsanlegar breytingar á ábendingum fyrir kransæðavíkkunum og á sjúkdómsbakgrunni þeirra sjúklinga sem komu til aðgerðar og hvort breytingar hefðu orðið á árangri, tíðni fylgikvilla og aðgerðartengdum dauðsföllum. Efniviður og aðferðir: Frá því fyrsta kransæðavíkkunin var gerð hér á landi í maí 1987 hefur nákvæm skrá verið haldin yfir alla sjúklinga. Skráð voru aðalatriði úr sjúkrasögu, klínískt ástand sjúklings og aðalábending fyrir aðgerð, áættuþættir fyrir kransæðasjúkdómi, niðurstöður kransæðamyndatöku, tæknileg framkvæmd aðgerðarinnar, árangur, fylgikvillar og aðgerðartengd dauðsföll. Á árunum 1987-1998 voru alls gerðar 2440 kransæðavíkkanir. Rannsóknartímabilinu var skipt í þrjú tímaskeið: I. 1987-1992 (471 aðgerð); fyrstu lærdómsárin, II. 1993-1995 (796 aðgerðir); aukinn fjöldi aðgerða og aðferðin fest í sessi, III. 1996-1998 (1173 aðgerðir); vaxandi notkun stoðneta og ný blóðflöguhamlandi lyf notuð. Niðurstöður: Frá tímabili I til III minnkaði hlutfall valinna víkkunaraðgerða úr 82% í 52% (p<0,001), hálfbráðum víkkunum fjölgaði úr 14% í 44% (p<0,001), bráðum víkkunum úr 0,8% í 3% (p<0,05), og víkkunum í beinu framhaldi af kransæðamyndatöku fjölgaði úr 0,4% í 28% (p<0,001). Þessar breytingar endurspegla aukningu á víkkunaraðgerðum hjá sjúklingum með bráða kransæðasjúkdóma og hlutfall sjúklinga með hvikula hjartaöng jókst einnig úr 15% í 36% (p<0,001). Ennfremur lækkaði hlutfall víkkunaraðgerða á einni kransæð úr 93% í 83%, en jókst á tveimur og þremur æðum úr 7% í 17% (p<0,001). Sjúklingum 70 ára og eldri fjölgaði úr 7% í 27% (p<0,001). Samtímis jókst tíðni velheppnaðra víkkunaraðgerða úr 83% í 93% (p<0,001) og notkun stoðneta frá því að vera engin í 56%. Hlutfall sjúklinga sem komu til víkkunar vegna endurþrengsla lækkaði úr 15% í 12% (p=0,06). Jafnframt lækkaði tíðni bráðra hjáveituaðgerða vegna fylgikvilla við víkkun úr 4,2% í 0,2% (p<0,001), hækkun á hjartaensímum eftir víkkanir minnkaði úr 4,0% í 2,7% (p<0,05), en tíðni klínískt staðfests hjartadreps eftir víkkunaraðgerð hélst svipuð, 1,3% og 0,9%, svo og dánartíðni á sjúkrahúsi, sem var 0,6% og 0,4%. Ályktanir: Miðað við fólksfjölda er tíðni kransæðavíkkunaraðgerða á Íslandi með því hæsta í Evrópu. Árið 1998, þegar fólksfjöldi var 275.000, voru gerðar 453 aðgerðir, sem samsvarar staðlað 1647 aðgerðum á milljón íbúa. Á undanförnum árum hefur fjöldi hálfbráðra og bráðra víkkunaraðgerða aukist, fleiri æðar eru oftar víkkaðar í einu og hlutfall eldri sjúklinga fer vaxandi. Þrátt fyrir þetta er hlutfall velheppnaðra víkkunaraðgerða hátt og tíðni fylgikvilla og dauðsfalla eftir aðgerð lág

    Similar works