12 research outputs found

    Ferð til Galapagos eyja

    No full text
    Lokaverkefni þetta samanstendur af viðskiptaáætlun og skýrslu. Verkefnið fjallar um skipulagningu á ferð frá Íslandi til Galapagos eyja fyrir lítinn hóp ferðamanna. Viðskiptaáætlunin sjálf hefur að geyma viðskiptahugmyndina, greiningu á markaðnum og markhópnum ásamt kosntaðar- og áhættugreiningu ferðarinnar. Skýrslan greinir Galapagos eyjar sem áfangastað. Fjallað er um samkeppni og gæði áfangastaða, aðdráttarafl þeirra og líftíma. Náttúrutengd og vistvæn ferðaþjónusta verður skilgreind sérstaklega og verður rýnt í markhóp vistvænnar ferðaþjónustu. Fræðilegu heimildirnar um áfangastaði og ferðamenn eru svo tengdar við áfangastaðinn Galapagos eyjar og rökstuðningur gerður fyrir því hvers vegna ferðin ætti að ganga upp í kafla um hagnýtingu verkefnis. Lykilorð: Galapagos eyjar, áfangastaðir ferðamanna, vistvæn ferðaþjónusta, ferðaskipulagning, markhópur vistvænna ferða.This project consists of a business plan and a report. The aim of the project was to organise a trip from Iceland to the Galapagos Islands for a small group of tourists. The business idea, market and target group analysis and the cost and risk assessments are covered by the business plan. In the report it is determined what type of destination the Galapagos Islands are and concepts such as competition and destinations’ quality, attractions and life cycle are looked into in detail. Nature based tourism and ecotourism will be defined and special attention is given to target groups for ecotourism. Theories on destinations and tourists are compared to the characteristics of the Galapagos Islands. In the concluding chapter on practical use of the project, justifications for why the plan for this trip is reasonable are made. Key words: Galapagos Islands, tourist destinations, ecotourism, travel planning, ecotourism target group

    Skólahald í Húnaþingi vestra 1930-60 : samanburður á farskóla og heimangönguskóla í þremur hreppum í Húnaþingi vestra

    No full text
    GrunnskólakennarafræðiÍ verkefninu er skoðað hvort einhver munur hafi verið á farskóla og heimangönguskóla á árunum 1930-1960 í annars vegar Þorkelshóls- og Þverárhreppum og hinsvegar Barnaskólanum á Hvammstanga sem var heimangönguskóli. Tekin voru viðtöl við fjóra fyrrum nemendur skólanna og þeir spurðir út í skólahaldið. Niðurstöður eru þær meðal annars að farskólahald var mun lengur við lýði en lög kváðu á um, og enginn af ofangreindum skólum gat að fullu uppfyllt fræðsluskyldu sem lög frá 1946 kváðu á um, þ.e. um fræðsluskyldu 7-15 barna. Annað er það að munur á aðstöðu skólabarna var töluverður. Helsta niðurstaðan er þó sú að umtalsverður munur reyndist á skólahaldi milli þéttbýlis og dreifbýlis, einkum hvað varðar lengd kennsluársins, þ.e. hversu mikla kennslu börnin fengu á þessum árum

    „Við erum bara mannauðurinn.“ Áherslur og aðferðir fyrirmyndarfyrirtækja í mannauðsmálum

    No full text
    Í rannsókninni var leitast eftir að fá innsýn inn í þær leiðir sem fyrirmyndarfyrirtæki VR fara í mannauðsmálum til að ná góðum árangri. Á hverju ári tekur fjöldi fyrirtækja þátt í könnun VR á fyrirmyndarfyrirtæki ársins þar sem skoðuð er ánægja starfsmanna með ýmis atriði innan fyrirtækis síns. Í þessari rannsókn verða hins vegar mannauðsmálin skoðuð út frá sjónarhorni stjórnenda. Markmið rannsóknarinnar er að skoða áherslur og aðferðir fyrirtækja í mannauðsmálum sem hlotið hafa titilinn fyrirmyndarfyrirtæki VR 2013. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru níu hálfopin viðtöl við stjórnendur innan þessara fyrirtækja í flokki stærri fyrirtækja. Ákveðið var að skoða eingöngu fyrirmyndarfyrirtæki 2013 til að fá betri innsýn inn í hvernig staðið er að mannauðsmálum í dag. Helstu niðurstöður eru þær að fyrirmyndarfyrirtækin leggja áherslu á að hafa hæfa stjórnendur innan fyrirtækjanna. Einnig er lögð áhersla á að jafnræði ríki á meðal starfsmanna sama hvaða starfsheiti þeir bera. Umhyggja er borin fyrir starfsmönnum og samheldni einkennir andrúmsloft fyrirtækjanna þar sem starfsmönnum er meðal annars boðið upp á ýmiss konar hópefli. Áhersla er lögð á að hrósa starfsmönnum og hlusta á skoðanir þeirra til að vinna að umbótum. Þegar kemur að aðferðum fyrirmyndarfyrirtækjanna nýta fyrirtækin sömu aðferðir að einhverju leyti en samt er áherslumunur í mörgum tilfellum. Öll fyrirtækin eru með móttökuferli fyrir nýja starfsmenn sem og starfsmannasamtöl fyrir starfsmenn. Flest fyrirtækin nýta hvatningu og veita starfsmönnum endurgjöf, gefa starfsmönnum tækifæri til starfsþróunar, nýta þarfagreiningu til fræðslu, bjóða upp á starfslokasamtal og nota frammistöðumat. Mótaða starfsmannastefnu má finna hjá öllum fyrirtækjunum nema einu og starfsmannahandbók er til staðar hjá sex fyrirtækjum af níu

    Neyð í óbyggðum á Íslandi. Slasaðir og veikir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar 2013-2015

    No full text
    Vegna tímamarka á skilum náðist ekki að færa inn alla þá þætti rannsóknarinnar.Neyð í óbyggðum á Íslandi: Flutningur veikra og slasaðra með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr óbyggðum Íslands árin 2013-2015 Sigrún Guðný Pétursdóttir, Brynjólfur Mogensen, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir Bakgrunnur: Fjöldi fólks sem staðsett er í óbyggðum Íslands hverju sinni hefur verið að aukast en tíðni þeirra sem veikjast eða slasast í þeim aðstæðum er lítt þekkt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna flutninga þyrlu Landhelgisgæslunnar á veikum og slösuðum úr óbyggðum í því skyni að greina þörf fyrir heilbrigðisþjónustu og sérhæfð viðbrögð í óbyggðum. Aðferðir: Um er að ræða afturskyggða rannsókn þar sem skoðuð voru öll tilvik er þyrla Landhelgisgæslunnar náði í slasaða eða veika í óbyggðum Íslands á árunum 2013-2015. Upplýsingar voru sóttar í sjúkraskrár til frekari greiningar og leitað eftir upplýsingum um kyn, aldur, þjóðerni, ástæðu flutnings (slys/veikindi), áverkastigun, staðarhætti, staðsetningu, afþreyingu, tímasetningu slyss, útkallstíma þyrlu, tíma þyrlu á vettvangi og tíma við komu á sjúkrahús. Niðurstöður: Alls voru 78 einstaklingar fluttir með þyrlunni í 70 flutningum á þessum þremur árum. Karlar voru 53 (68%) og konur 25 (32%). Meðalaldur einstaklinga var 44,7 ár (spönn 11-75 ár). Hlutfall erlendra ferðamanna var 37%. Flestir voru fluttir í júlí en enginn í október. Helmingur útkalla var af Suðurlandinu og miðhálendinu. Af heildinni voru 70% útkalla vegna slysa, í tilvikum erlendra ferðamanna var ástæða útkalls slys í 50% tilvika. Vélsleðaslys töldu 27% tilvika en þar var fall fram af hengju algengast. Fjallganga og ferðamennska með allt á bakinu taldi samtals 42% tilvika, algengasta orsökin var að einstaklingur hafi runnið af stað. Meðaltími frá ósk um aðstoð þar til þyrla kom á staðinn var 79 mínútur (spönn 4-259). Áverkaflokkun sýndi að 29,5% einstaklinga voru alvarlega slasaðir/veikir eða látnir. Ályktanir: Slys eru algengari flutningsástæða þyrlu Landhelgisgæslunnar úr óbyggðum en veikindi. Slys við vélsleðaiðkun leiddu til flestra flutninga. Höfða þarf á ólíkan hátt til Íslendinga og erlendra ferðamanna við skipulag á forvörnum. Bráðahjúkrunarfræðingar geta haft áhrif á áherslur í forvörnum til ferðamanna og stuðlað að viðeigandi viðbrögðum við bráðaaðstæður fjarri skipulagðri heilbrigðisþjónustu

    Hiti hjá börnum yngri en þriggja mánaða á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins

    No full text
    Inngangur: Hiti hjá ungum börnum er yfirleitt einkenni sýkingar. Hiti er krefjandi vandamál þar sem erfitt getur reynst að greina á milli ungra barna sem hafa alvarlegar sýkingar eins og heilahimnubólgu, blóðsýkingu og þvagfærasýkingu og þeirra sem hafa meinlausari sýkingar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna orsakir hita hjá börnum yngri en þriggja mánaða sem leitað var með á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins (BMB), kanna hvernig greiningu og meðferð var háttað og hver afdrif barnanna voru. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til barna yngri en þriggja mánaða sem komu á BMB á tímabilinu 1. janúar til 31. desember árið 2013 og voru með hita ≥ 38°C, annað hvort mældann á bráðamóttöku eða heima fyrir. Leitað var eftir sjúklingum sem voru með hita skráðann sem ástæðu komu í rafrænu sjúkrarskrárkerfi Landspítala. Niðurstöður: Alls voru 212 börn yngri en þriggja mánaða með 223 tilfelli veikinda með hita en börn með fleiri en eitt tilfelli veikinda voru skráðir sem aðskildir sjúklingar í þýðinu. Drengir voru 121 (54%) en stúlkur voru 102 (46%). Algengustu orsakir hita á tímabilinu voru ótilgreind veirusýking (31,4%), efri öndunarfærasýking (17,9%), neðri öndunarfærasýking (14,3%), hiti af óþekktri orsök, (11,2%) þvagfærasýking (10,8%) og miðeyrnabólga (6,7%). Sjúklingar með alvarlega bakteríusýkingu (þvagfærasýking, blóðsýking eða heilahimnubólga) voru 28 eða 12,6% sjúklinga, af þeim voru 24 með þvagfærasýkingu, sjö með blóðsýkingu og einn með heilahimnubólgu. Sjúklingar á aldrinum 0-1 mánaða voru marktækt oftar með alvarlegar bakteríusýkingar (24,3%, p=0,015) miðað við sjúklinga á aldrinum 2-3 mánaða (7,6%). Þvagfærasýkingar voru marktækt algengari hjá drengjum en stúlkum, (p=0.01). Algengasta rannsóknin sem var framkvæmd var mæling á C-reaktívu próteini (CRP) (91%) en 68% sjúklinga voru rannsakaðir frekar. Alls voru 40% sjúklinga lagðir inn og 45 % fengu sýklalyf. Ályktanir: Orsakir hita hjá börnum sem leita á bráðamóttöku voru margvíslegar. Veirusýkingar voru ríkjandi en allstór hópur var með alvarlegar bakteríusýkingar eða 12,6% sjúklinga. Börn í yngsta aldurshópnum voru oftar með alvarlegar bakteríusýkingar en eldri börn og algengasta alvarlega bakteríusýkingin, þvagfærasýking var marktækt algengari hjá drengjum

    Færsla þjóðvega úr þéttbýli : samfélagsleg áhrif

    No full text
    Markmið þessarar rannsóknar var að skoða samfélagsleg áhrif af færslu þjóðvega úr þéttbýli. Stytting á Þjóðvegi 1 í Húnavatnssýslu er fyrirhuguð á þriðja tímabili núgildandi samgönguáætlunar og nefnist hún Svínavatnsleið. Svínavatnsleið er stytting upp á 12,6- 14,6 kílómetra og gerir það að verkum að Blönduós verður ekki lengur við Þjóðveg 1. Svipaðar hugmyndir eru uppi á öðrum stöðum eins og á Selfossi og í Borgarnesi. Aflað var bæði megindlegra og eigindlegra gagna. Í upphafi voru settir saman tveir ólíkir rýnihópar sem notaðir voru til að varpa ljósi á ferðahegðun bæði almennings og atvinnubílstjóra. Í framhaldi af því var gerð könnun í formi spurningalista í N1 skálanum á Blönduósi og var úrtakið 273 einstaklingar. Umferð um svæðið var metin sömu daga með talningu. Einnig voru notuð fyrirliggjandi gögn úr símakönnunum þar sem ferðahegðun fólks var skoðuð. Helstu niðurstöður eru þær að þeir sem eru einir í bíl stoppa oftar en þeir sem ferðast fleiri saman, einnig stoppa þeir sem ferðast með börn sjaldnar en þeir sem ekki eru með börn. Um 17% af umferðinni um svæðið nýtir sér þjónustu N1 skálans og er meðaleiðsla á mann 918 krónur. Flestir viðmælendur eða um 200 einstaklingar keyptu mat eða sælgæti þegar þeir stoppuðu á Blönduósi og um helmingur viðmælenda nýtti sér salernisaðstöðuna. Meirihluti viðmælenda taldi Blönduós góðan áningarstað út frá staðsetingu og þjónustu. Flestir töldu líklegt að þeir færu nýju leiðina án veggjalds en örlítið færri töldu líklegt að nýja leiðin yrði farin jafnvel þótt greiða þyrfti veggjald. Í rýnihópunum kom þó fram að skilvirka leið þyrfti til að taka veggjald af leiðinni. Höfundar telja áhrifin á Blönduós ekki vera eins mikil og haldið hefur verið fram og því eigi að ráðast í gerð styttingarinnar við Svínavatn. Abstract: The main objective of this research was to look at the social effect of moving a main highway from an urban town. Curtailment of Route 1 in Húnavatnssýsla is scheduled during the third term of the current transportation plan. It has been given the name Svínavatnsleið. Svínavatnsleið is a short cut of 12,6-14,6 kilometers and because of it Blönduós will no longer be on Route 1. Similar ideas are in the works for places such as Selfoss and Borgarnes. Both quantitative and qualitative data was obtained. At the start two different types of focus groups were put together to shed light on the travel behavior of both the general public and professional truck drivers. In continuation of this a questionnaire survey was conducted at the N1 shop in Blönduós and the sample was 273 individuals. Traffic in the area was also evaluated parallel to the questionnaire survey. Data from a phone survey on peoples travel behavior, that had already been done, was also used. The main conclusion is that individuals traveling alone are more likely to stop than people traveling together. People traveling with children also stop less frequently than people not traveling with children. About 17% of the traffic through the area use the service provided by N1 and the average amount spent is 918 ISK. Most of the participants (interlocutor) or 200 persons, bought food or sweets while they stopped in Blönduós and half of them used the rest rooms. The majority of the participants thought Blönduós was a good place to stop, both because of the location and the service provided. Most of them thought they would use the new route if it was free of charge, a little fewer thought they would use it if they would have to pay a toll. The focus group however revealed that it would have to be efficient if a toll were to be charged. The authors believe that the impact of moving Route 1 from Blönduós will not have as great an effect as has been suggested and therefore believe it to be viable to commence the curtailment at Svínavatn.Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA

    Hjúkrunarfræðingar geta líka þurft klapp á bakið : rannsókn um hvernig staðið er að tilfinningalegum aðbúnaði hjúkrunarfræðinga á Slysadeild FSA

    No full text
    Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á AkureyriTilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvernig staðið væri að tilfinningalegum stuðningi við hjúkrunarfræðinga á slysadeild FSA. Rannsóknir sýna að mikil streita getur verið á slysadeild. Hætta er á að við endurtekna upplifun af hjúkrun fórnarlamba slysa og áfalla þrói fólk með sér áfallahugsýki. Því er mikilvægt að vinna úr tilfinningum eftir erfið atvik í vinnunni. Rannsóknarspurningin var: Hvernig er staðið að tilfinningalegum aðbúnaði hjúkrunarfræðinga á Slysadeild FSA í tengslum við alvarleg slys og/eða áföll? 1. Hvernig er staðið að undirbúningi? 2. Hvernig er stuðningur á meðan? 3. Hvernig er úrvinnslan eftir á? Rannsóknaraðferðin sem notuð var, var tilfellarannsókn. Leitað var eftir gögnum frá slysadeildinni og sjúkrahúsinu um stefnu þess. Talað var við meðlimi stuðnings- og áfallahjálparteyma og tekin voru hálfstöðluð viðtöl við þrjá hjúkrunarfræðinga á deildinni til að fá viðhorf þeirra. Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar sem höfðu starfað í meira en eitt ár á deildinni og voru í meira en 50% starfi. Öllum var sent bréf og þeir sem svöruðu jákvætt tóku þátt. Helstu niðurstöður voru að ekki var veitt markviss fræðsla á deildinni um áhrif vinnunnar á andlega líðan. Ekki var heldur veitt fræðsla um stuðningsteymi starfsmanna á deildinni og var mismikið vitað um það. Allir viðmælendur þekktu vel til áfallahjálparteymisins. Algengast var að eftir erfið tilfelli væri sest niður og þau rædd á óformlegan hátt. Haldnir hafa verið úrvinnslufundir eftir stór mál og telja allir það nauðsynlegt fyrir þá sem það vilja. Rannsakendur telja það mikinn kost að starfsmenn deildarinnar séu samhentir og þurfi því lítinn utanaðkomandi stuðning. Ókost telja þeir hins vegar vera að stuðningur sé ekki boðinn heldur þurfi að leita eftir honum

    Hjartastop hvað þá? : nýjar leiðbeiningar í endurlífgun

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÞú ert hjúkrunarfræðingur með þriggja ára starfsreynslu og hefur unnið á almennri skurðdeild í tvö ár. Ýmislegt hefur komið upp á á þessum tíma en þó hefur aldrei neinn farið í hjartastopp á þinni vakt. Þú veist að það getur komið að því og veltir fyrir þér hvort þú hafir næga þekkingu í endurlífgun. Hafa viðbrögð við hjartastoppi verið æfð á þinni deild? Hefur þú fengið fræðslu um nýjustu leiðbeiningarnar í endurlífgun? Ert þú sem hjúkrunarfræðingur örugg/ur þegar svona stendur á? Svarið við síðustu spurningunni er yfirleitt nei. Hjúkrunarfræðingum finnst þeir oft og tíðum ekki hafa nægilega þekkingu í endurlífgun og myndu gjarnan vilja fá meiri fræðslu og æfingu í þessum mikilvæga málaflokki þar sem mannslífin eru að veði

    Emergency department visits in Reykjavik for electric scooter related injuries during the summer of 2020

    No full text
    Publisher Copyright: © 2021 Laeknafelag Islands. All rights reserved.INNGANGUR Rafskútur eru orðnar vinsæll samgöngumáti á höfuðborgarsvæðinu. Erlendis hefur notkun þeirra fylgt nokkur slysatíðni en ekki er vitað um tíðni slíkra slysa á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að meta orsakir, eðli og afleiðingar rafskútuslysa á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Einstaklingar sem leituðu til bráðamóttöku Landspítala vegna rafskútu­slysa á tímabilinu frá 1. júní til 31. ágúst 2020 voru beðnir um að skrá hvar slysið átti sér stað, ástæður slyss og notkun á hlífum og áfengi. Upplýsingum um áverka og afdrif var safnað úr sjúkraskrám Landspítala. NIÐURSTÖÐUR Á rannsóknartímabilinu leituðu 149 einstaklingar aðstoðar vegna rafskútuslysa, að meðaltali 1,6 á dag. Aldursbilið var frá 8 árum upp í 77 ár; 45% voru yngri en 18 ára og 58% voru karlkyns. Í 60% tilvika reyndist orsök slyss vera að farið hafi verið of hratt, viðkomandi misst jafnvægi eða ójafna í götu. Reyndust 79% barna hafa notað hjálm en einungis 17% fullorðinna. Engin börn voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna en meðal 18 ára og eldri sögðust 40% hafa verið undir áhrifum þegar slysið átti sér stað. Voru 38% með beinbrot og 6% þurftu innlögn á sjúkrahúsið til eftirlits eða meðferðar en enginn flokkaðist sem alvarlega slasaður samkvæmt AIS-flokkun. ÁLYKTUN Sumarið 2020 slösuðust einn til tveir einstaklingar á dag á höfuðborgarsvæðinu vegna rafskúta en enginn hlaut alvarlega áverka. Reyna þarf að draga úr slysatíðni vegna rafskúta með því að bæta hjólastíga, hvetja til hjálmanotkunar og auka fræðslu um hættu af notkun rafskúta undir áhrifum áfengis og vímuefna.INTRODUCTION: Electric scooters have become popular in Iceland. The aim of the current study was to gather data on the incidence, causes, and severity of injuries due to the use of electric scooters in the Reykjavik area during the summer of 2020. MATERIAL AND METHODS: Individuals presenting to the Emergency Department (ED) at Landspitali between June 1 and August 31 were asked about the location and cause of accident, use of protective equipment, and use of recreational drugs and alcohol. Diagnosis and treatment data was gathered from hospital records. RESULTS: During the study period, 149 individuals presented with electric scooter injuries, on average 1.6/day. Patients‘age ranged between 8 and 77 years, and 45% were younger than 18 years of age. In 60% of cases the cause of accident was that the patient was riding too fast, lost balance, or uneven road surface. Seventy-nine percent of children reported using a helmet, compared to only 17% of adults. No children reported having been under the influence of alcohol or recreational drugs at the time of the accident, compared to 40% of adults who reported that they were intoxicated. Fractures were diagnosed in 38% of patients, 6% needed hospital admission, but no patient suffered serious injury. CONCLUSION: During the summer of 2020, one to two individuals were injured daily in the Reykjavík capital area while using electic scooters, but no serious injuries occurred. Preventive measures to decrease injury rate from the use of electric scooters should focus on infrastructure, encourage helmet use, and education on the risk of injury associated with operating electric scooters while intoxicated.Peer reviewe
    corecore