18 research outputs found
Hypertension with hypokalemia: unusual presentation of pheochromocytoma - case report
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÞrjátíu og sjö ára gömul kona leitaði endurtekið til heimilislæknis á rúmu hálfu ári. Færslur í sjúkraskrá hennar frá þeim tíma einkennast af kvörtunum um höfuðverki, svima og brjóstverki. Þessi einkenni voru í fyrstu talin upprunnin í stoðkerfi og fékk hún meðal annars ávísað bólgueyðandi lyfjum (NSAID). Greiningin obs. pericarditis er nefnd. Blóðþrýstingur reyndist hækkaður á bilinu 140-200/70-110 mmHg þrátt fyrir að lyfjameðferð væri hafin með amlodipine 5 mg daglega (fimm árum áður hafði blóðþrýstingur í þungun mælst 125/75 mmHg). Endurteknar mælingar án lyfja staðfestu kalíumbrest í sermi (s-K+ 3,2 & 3,3 & 3,4 mmól/l) sem brugðist var við með ávísun á kalíum klóríð 750 mg tvisvar á dag. Hjartarafrit og lungnamynd voru eðlileg. Aldósterón var mælt í sermi í tvígang og talið eðlilegt (646 og 650 pmol/l). Þessu næst voru katekólamín í þvagi mæld (tafla I) og í fyrra skiptið án lyfja var um að ræða noradrenalín hækkun sem nam 2,4 sinnum efri vikmörkum en í seinna skiptið (nýhafin meðferð með amlodipine) nam noradrenalín hækkunin 5,3 földum efri vikmörkum. Heilsufarssaga var annars ómarkverð og konan neytti hvorki áfengis né reykti. Ættarsaga var jákvæð með tilliti til hjartasjúkdóma og háþrýstings
Elective splenectomy at Landspitali University Hospital 1993-2004 : efficacy and long-term outcome
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Objective: To evaluate the long-term outcome of elective splenectomy, with emphasis on the incidence of complications, vaccine immunization and patient´s knowledge about asplenia. Material and methods: Medical reports of all patients, who underwent elective splenectomy during the time period of 1993-2004, were reviewed. Questionnaire was sent to 96% (44/46) patients alive. Results: The average age was 50 (8-83) years. Thirty-five patients were male and 32 were female. Eighty percent responded to the questionnaire. Most of the patients (31) had idiopathic thrombocytopenic purpura (ITP). Complete response was obtained in 60% (18/30) and partial response in 23% (7/30). Five patients had spherocytosis and all of them had complete response. None of the three patients with autoimmune hemolytic anemia had any response to the splenectomy. Patients were vaccinated against pneumococci in 92% of the cases. In 44% of the cases revaccination was done. Only 41% of those who answered experienced that they had got a good education about the consequences of asplenia. Sixteen percent of the patients (10/64) had major postoperative complications. One patient with metastatic cancer and thrombocytopenia died within 30 days of surgery. Five patients had long-term complications. Two had pneumococcal sepsis, one of them was unvaccinated and the other had not been revaccinated. Conclusion: Splenectomy has a good long-term outcome for spherocytosis and ITP patients. The incidence of complications is high. It is possible that better guidelines and better patient´s education can lower the complication rate and improve the outcome.Tilgangur: Meta árangur valmiltistöku í meðferð blóðsjúkdóma. Meta tíðni fylgikvilla og kanna hvernig fræðslu og bólusetningum er háttað. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár þeirra 67 sjúklinga sem gengust undir valmiltistöku á árunum 1993-2004. Spurningalistar voru sendir til 96% (44/46) núlifandi sjúklinga, tveir fengu ekki spurningalista vegna búsetu erlendis. Niðurstöður: Meðalaldur við aðgerð var 50 (8-83) ár. Karlar voru 35 og konur 32. Svörun spurningalista var 80%. Flestir sjúklinganna (31) voru með sjálfvakta blóðflögufæð (idiopathic thrombocytopenic purpura). Sextíu prósent þeirra fengu fullan bata og 23% nokkurn bata. Fimm sjúklingar voru með hnattrauðkornablóðleysi (spherocytosis) og skilaði miltistaka fullum árangri hjá þeim öllum. Þrír sjúklingar voru með sjálfnæmisblóðleysi (autoimmune hemolytic anemia) en enginn þeirra hlaut bata. Bólusett var gegn pneumókokkum í 92% tilvika. Endurbólusetning fór fram hjá 44%. Einungis 41% töldu sig hafa fengið góða fræðslu um fylgikvilla miltisleysis. Alvarlegir bráðir fylgikvillar komu fram hjá 16% (10/64) sjúklinga. Einn sjúklingur með útbreitt krabbamein og blóðflögufæð lést innan 30 daga eftir aðgerð. Fimm sjúklingar fengu síðkomna fylgikvilla. Tveir fengu pneumókokkasýklasótt, annar var ekki bólusettur og hinn hafði ekki fengið endurbólusetningu á tilskildum tíma. Ályktun: Miltistaka skilar góðum langtímaárangri hjá sjúklingum með blóðdílasótt og hnattrauðkornakvilla. Tíðni fylgikvilla er há. Vinnureglur um undirbúning, bólusetningar, eftirfylgd og fræðslu sjúklinga gætu fækkað fylgikvillum og bætt útkomu
One year follow-up of patients discharged from the emergency department with non-specific abdominal pain
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Objective: Non-specific abdominal pain (NSAP) is the most common diagnosis of patients presenting to emergency departments (ED) with abdominal pain. The aim of this retrospective study was to investigate how many NSAP patients were re-admitted within 1 year to the ED with abdominal pain. Material and methods: Included were all patients discharged with NSAP from adult EDs of Landspítali University Hospital (gynecology and pediatric EDs excluded), from January 1, 2005 to December 31, 2005. Hospital records for patients re-admitted within 12 months with abdominal pain were reviewed. Symptoms, pain location, blood tests and imaging results were registered, also the subsequent discharge diagnosis at re-admission. Results: Out of 62.116 patients attending the EDs in 2005, 1411 (2.3%) were diagnosed with NSAP. During 12 months, 112 of these 1411 patients (7.9%) were re-admitted to the ED with abdominal pain, most of them ≥2 times. Out of 112 patients, 27 (24.1%) were discharged with a more specific diagnosis; cholelithiasis (29.6%), appendicitis (18.5%) and gastrointestinal cancer (7.4%) being the most common diagnosis. The other 85 (76%) patients were diagnosed with NSAP again. Surgery was performed in 17 of the 27 (63%) cases and 8 received specific treatment, most often antibiotics. Conclusion: Almost 8% of discharged NSAP patients were re-admitted within a year for abdominal pain. At re-admission, one of four patients received a more specific diagnosis, most often cholelithiasis or appendicitis. Our results suggest that the diagnosis of patients with NSAP, at the first visit to the ED, could be improved.Tilgangur: Óútskýrðir kviðverkir er algengasta greining sjúklinga sem leita á bráðamóttöku vegna kviðverkja. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna afdrif þessara sjúklinga ári eftir útskrift af bráðamóttöku. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra sjúklinga sem útskrifaðir voru með óútskýrða kviðverki af bráðamóttökum Landspítala í Foss-vogi og við Hringbraut, 1. janúar til 31. desember 2005. Ekki voru teknir með sjúklingar á bráðamóttöku kvenna- eða barnadeildar. Skoðaðar voru sjúkraskrár sjúklinga sem leituðu aftur á bráðamóttöku vegna kviðverkja næstu 12 mánuði og skráð einkenni, staðsetning verkja, rannsóknaniðurstöður og útskriftargreining við endurkomu. Niðurstöður: Alls leituðu 62.116 sjúklingar á bráðamóttökur Landspítala árið 2005 og voru 1411 (2,3%) þeirra útskrifaðir með greininguna óútskýrðir kviðverkir. Á næstu 12 mánuðum leituðu 112 (7,9%) sjúklingar aftur á bráðmóttöku vegna kviðverkja, flestir tvisvar eða oftar. Við endurkomu fengu 27 (24,1%) af 112 sértæka greiningu, en 85 voru útskrifaðir aftur með óútskýrða kviðverki. Gallsteinar greindust hjá 8 (29,6%), botnlangabólga hjá 5 (18,5%) og krabbamein hjá tveimur (7,4%) sjúklingum. Skurðaðgerð var framkvæmd hjá 17 sjúklinganna (63%) við endurkomu. Ályktun: Tæp 8% sjúklinga með óútskýrða kviðverki leituðu aftur á bráðamóttöku innan árs vegna kviðverkja. Um fjórðungur fékk sértæka greiningu við endurkomu sem leiddi til skurðaðgerðar í rúmlega helmingi tilfella, oftast vegna gallsteinavandamála eða botnlangabólgu. Niðurstöður benda til að bæta megi greiningu sjúklinga með kviðverki þegar þeir koma fyrst á bráðamóttöku
Háþrýstingur með kalíumbresti : óvenjuleg sýnd litfíklaæxlis : sjúkratilfelli
Þrjátíu og sjö ára gömul kona leitaði endurtekið til heimilislæknis á rúmu hálfu ári. Færslur í sjúkraskrá hennar frá þeim tíma einkennast af kvörtunum um höfuðverki, svima og brjóstverki. Þessi einkenni voru í fyrstu talin upprunnin í stoðkerfi og fékk hún meðal annars ávísað bólgueyðandi lyfjum (NSAID). Greiningin obs. pericarditis er nefnd. Blóðþrýstingur reyndist hækkaður á bilinu 140-200/70-110 mmHg þrátt fyrir að lyfjameðferð væri hafin með amlodipine 5 mg daglega (fimm árum áður hafði blóðþrýstingur í þungun mælst 125/75 mmHg). Endurteknar mælingar án lyfja staðfestu kalíumbrest í sermi (s-K+ 3,2 & 3,3 & 3,4 mmól/l) sem brugðist var við með ávísun á kalíum klóríð 750 mg tvisvar á dag. Hjartarafrit og lungnamynd voru eðlileg. Aldósterón var mælt í sermi í tvígang og talið eðlilegt (646 og 650 pmol/l). Þessu næst voru katekólamín í þvagi mæld (tafla I) og í fyrra skiptið án lyfja var um að ræða noradrenalín hækkun sem nam 2,4 sinnum efri vikmörkum en í seinna skiptið (nýhafin meðferð með amlodipine) nam noradrenalín hækkunin 5,3 földum efri vikmörkum. Heilsufarssaga var annars ómarkverð og konan neytti hvorki áfengis né reykti. Ættarsaga var jákvæð með tilliti til hjartasjúkdóma og háþrýstings.Peer reviewe
Telemedicine consultations in Iceland
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: A Telemedicine project was initiated to evaluate the usefulness of medical teleconsultations in Iceland and to gain experience for further planning of Telemedicine in the country. MATERIAL AND METHODS: The consultations were based on videoconference and store and forward method. Electronic stethoscope, spirometry, otoendoscope and digital pictures were used along with conventional videoconsultations. Doctors in six specialties in Landspitali University Hospital and one in private practice and Primary Care Physicians from five Health Care Centers in Iceland participated in the project. RESULTS: The results show that the Telemedicine consultations is practical and can be very useful. The doctors were content with the use of Telemedicine and the patients were pleased with the technique and the consults in general. All patients for example said that the consultation was just as or even better as if the specialist was in the room in person. The use of Telemedicine was helpful in almost all of the cases. Attention must be paid to organization of the consultations, payment, technical details and knowledge. CONCLUSION: Telemedicine have a role for Icelandic healthcare and may prove to be very useful. There are a number of factors who need preparation before the implementation of a Telemedicine service.Tilgangur: Að meta hvernig nota megi fjarlækningar við samráð (consultation) lækna á Íslandi og safna reynslu fyrir framtíðarskipulagningu fjarlækninga í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Efniviður og aðferðir: Samráð voru tvíþætt, annars vegar með fjarfundabúnaði (videoconference) og hins vegar með rafrænum sendingum (store and forward) þar sem notuð voru gögn úr rafrænni hlustpípu, öndunarmæli (spírómetría) og stafrænni myndavél. Auk þess var notuð eyrnaholsjá (otoendóskóp) á fjarfundum. Sérgreinalæknar sex sérgreina, það er í barnalækningum, háls-, nef- og eyrnalækningum, hjartalækningum, húðlækningum, lungnalækningum og skurðlækningum, voru ráðgefandi fyrir heimilislækna á fimm heilsugæslustöðvum víðsvegar um landið. Læknarnir störfuðu á Landspítala, einkarekinni læknamóttöku og heilsugæslustöðvunum á Seyðisfirði, Egilsstöðum, Kópaskeri, Patreksfirði og í Reykjavík. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að fjarlækningaþjónusta eins og veitt var í verkefninu gegnir hlutverki sínu ágætlega og getur verið mjög gagnleg. Almenn ánægja var meðal sjúklinga og lækna með fjarlækningarnar. Til dæmis töldu allir sjúklingar sem tóku þátt í fjarlækningum með fjarfundabúnaði að læknisviðtalið gagnaðist svipað og jafnvel betur en ef sérgreinalæknirinn hefði verið til staðar í eigin persónu. Fram kom að til að ná fram hámarks gagnsemi fjarlækninga þarf skipulag samráða að vera gott, greiða þarf fyrir þessa vinnu og einnig þarf tækni og tækniþekking að vera til staðar. Ályktun: Fjarlækningar eiga erindi inn í íslenskt heilbrigðiskerfi og geta verið til mikils gagns. Að mörgum þáttum þarf að huga varðandi uppbyggingu og skipulagningu fjarlækningaþjónustu
Laparoscopic splenectomy
This thesis is based on a retrospective study which was done at the surgical department of Auguszta Hospital. The advantages and limitations of laparoscopic splenectomy are analysed, an overview of perioperative details is provided, and the clinical outcome of the procedure is compared with that of open splenectomy. Moreover, the indications, contraindications, and complications of laparoscopic splenectomy are reviewed.egységes, osztatlanáltalános orvosango
Sætir lagasetningarvald til skerðingar úthlutuðum aflaheimildum á grundvelli laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða takmörkunum með tilliti til eignarréttarákvæðis og atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrár
„Sætir lagasetningarvald til skerðingar úthlutuðum aflaheimildum á grundvelli laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (fsl) takmörkunum með tilliti til eignaréttarákvæðis og atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrár”. Segja má að megininntak ritgerðarinnar sé að skoða hvers eðlis fiskveiðiaðulind Íslendinga sé, einkum með tilliti til 1. mgr. 72. og 75. gr. stjskr. og þá fjárhagslegu hagsmuni sem fólgnir eru í auðlindinni og mikilvægi þess að skera úr um hvers konar eign auðlindin er og hver fari með eignarráð yfir henni. Álitaefnið er hvort og að hvaða marki löggjafanum er heimilt að takmarka þau fjárhagslegu verðmæti sem felast í handhöfn aflaheimilda. Hvers eðlis veiðiheimildir eru og hver staða þeirra er í skilningi stjórnarskrárinnar, einkum þau sem vernda eignarétt skv. 1. mgr. 72. gr. stjskr. og atvinnufrelsi skv. 75. gr. stjskr.. Inntak og eðli eignarréttar og atvinnuréttar eru skýrð svo varpa megi ljósi á réttarstöðu handhafa aflaheimilda í dag. Einnig kemur til skoðunar tilurð og markmið með setningu laga nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, þá nauðsyn að takmarka veiðar úr nytjastofnum Íslands með einhverjum hætti og hvers vegna það var gert með kvótakerfi. Fyrirvari 1. gr. fsl., er skoðaður og tilraun gerð til að greina hvað felist í ákvæðinu í reynd. Bæði hvað varðar ákvæði um sameign þjóðarinnar og að úthlutun aflaheimilda myndi ekki eignarrétt. Ákvæði 3. mgr. 8. gr. fsl. er skoðað sérstaklega, bæði tilurð og þróun ákæðisins, hvers eðlis slíkar skerðingar eru og hvernig þær samræmast ákvæðum og markmiði laganna. Leitað er svara við þeirri spurningu hvort og þá eftir atvikum hversu langt löggjafinn getur gengið í skerðingu á aflaheimildum á grundvelli ákvæðis 3. mgr. 8. gr. fsl. Hvort sú skerðing takmarki stjórnarskrárvarin réttindi skv. 1. mgr. 72. gr. stjskr. og 75. gr. stjskr..The main subject of this thesis is to look into the nature of fishing resources around Iceland, particularly with regards to the 1. paragraph to articles 72 and 75 of the constitution, the financial gains that are infused in these resources, the importance of evaluating the essence of the property and who holds ownership over it. The issue is whether and to what extent the legislature can limit the financial value inherent by quotas. The nature of fishing management and their status within the meaning of the Constitution, especially those that protect property rights under Paragraph 1, Article 72 of the Constitution and the right to work according to Article 75 of the Constitution. The capacity and nature of ownership and the right to work are explained to shed light on the legal status of holders of the quota. In addition, there will be examining of the motive and aim of enacting the Act. 38/1990 on fisheries management, the need for limitations in catching of Iceland’s exploitable stocks by any means and why that was done with the means of a quota system. An attempt is made to identify what constitutes this provision in practice, by examining the disclaimer to the 1. article of fsl.. Both in terms of common ownership of the Icelandic people of the fish stock around Iceland and allocations of quota and how it does not equal ownership. Paragraph 3 of the 8.th article is viewed separately, both origin and development of the provisions, the attributes of any such defects and how they comply with the provision and purposes of the Act. It seeks to answer the question of whether, and if so, how far the legislature can stretch in terms of reductions in fishing quotas based on Article 3 of paragraph 8 fsl., and if a reduction of that sort limits constitutional rights according to paragraph 1 of Article 72 and article 75.
Peptic ulcer perforations, University Hospital of Iceland 1989-1995
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: In this audit we looked at patients who came in to the University Hospital of Iceland, diagnosed to have perforated peptic ulcer, with the aim to gain information about the patients and the treatment. Material and methods: Information was from patients' notes, of 72 patients presenting with perforated peptic ulcer, from 1 January 1989 to 31 December 1995. Mean age of patients was 59 years. Male: female 1:1. Results: Twenty nine persent of the patients had history of previous peptic ulcer. One third of the patients were receiving NSAID at the time of perforation, 54% had gastric perforation and 45% duodenal perforation. Fourty four (64%) did undergo laparotomy and 25 (36%) laparoscopy. Of the 25, 11 operations were converted to laparotomy. Mortality was 13%. Patients, that had laparoscopic treatment, were discharged 2.3 days earlier on average, compared to those undergoing laparotomy. Thirty one (45%) patients had concomitant disease(s). Conclusions: A large proportion of patients coming to hospital with perforated peptic ulcers are older people, many with serious concomitant diseases. Laparoscopic treatment of perforated ulcers are equal to lapotomy, altough laporoscopic treatment shows a trent towards shortening of postoperative treatment in hospital.Inngangur: Tíðni bráðaaðgerða vegna sársjúkdóma í maga og skeifugörn virðist vaxa hjá eldri einstaklingum og minnka hjá yngri. Í þessari rannsókn er leitast við að skilgreina hvaða einstaklingar hafa fengið meðferð á Landspítalanum vegna rofsára á maga og skeifugörn (perforated peptic ulcer). Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám 72 sjúklinga sem komu á Landspítalann vegna rofsára á tímabilinu 1. janúar 1989 til 31. desember 1995. Meðalaldur var 59 ár. Kynjahlutfall 1:1. Niðurstöður: Tuttugu og níu present sjúklinganna höfðu sögu um magasár. Þriðjungur sjúklinganna voru á meðferð með bólgueyðandi lyfjum, 54% höfðu rofsár á maga og 45% á skeifugörn. Fjörutíu og fjórir (64%) gengust undir opna aðgerð og 25 (36%) undir kviðsjáraðgerð. Af þessum 25 kviðsjáraðgerðum var 11 aðgerðum breytt yfir í opna aðgerð. Dánartíðni var 13%. Sjúklingar sem gengust undir kviðsjáraðgerð voru að meðaltali útskrifaðir 2,3 dögum fyrr en þeir sem fóru í opna aðgerð. Þrjátíu og einn (45%) var með aðra sjúkdóma. Ályktanir: Stór hluti sjúklinga sem koma inn á sjúkrahús vegna rofsárs á maga eða skeifugörn er eldra fólk og margir með alvarlega sjúkdóma. Kviðsjáraðgerð er tækni sem gefur góð fyrirheit borið saman við opna aðgerð. Kviðsjáraðgerð virðist þó stytta meðferðartíma inni á spítala eftir aðgerð
Laparoscopic Cholecystectomy at Landspítalinn, University Hospital of Iceland. The first 353 cases
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Since the first laparoscopic cholecystectomy done at the Department of Surgery in November 1991, our aim has been to operate on all presenting patients by this method. Material and methods: From November 17th 1991 until September 30th 1994, 384 cholecystectomies were performed. Open cholecystectomy was performed in 31 patients. The most frequent causes for open operation were; suspected stones in the choledochus, acute cholecystitis or biliary sepsis. The objective of this study was to determine the frequency of procedure-related complications and the frequency of conversion to open surgery. Furthermore, the operation time, the length of post-operative hospital stay, mortality and morbidity were studied. Results: A retrospective analysis of patients undergoing cholecystectomy during this period was performed. Post-operatively patients were also contacted by telephone. There were 121 males and 263 females, ranging between three and 91 year of age. Mean age was 53.2 years. Urgent operations (operation performed after emergency admission) were 43.9%, being highest in the last period of the study. Conversion to open surgery was needed in 63 cases (17.8%). The reasons were; adhesions (39.7%), unclear anatomy (17%) and bleeding (15.9%). Conversion rate was 13% for elective operations but 24% for acute cases. Reoperation was needed in 11 cases (3.8%). Seven patients were reoperated during the same hospital admission but four later on. The reasons were; bleeding (four), bile leakage (three), common duct stone (two), subphrenic abscess (one) and injury to the common bile duct (one). One patient (83 years old male) died of pulmonary embolus after a converted operation. The mean operation time for laparoscopic cholecystectomy was 94.9 minutes (30-210 minutes). For the first 100 operations the mean operative time was 99.3 minutes but 85.5 minutes for the last 100. The mean hospital stay after laparoscopic cholecystectomy was 3.1 days (ranging from just few hours to 60 days). Data on 257 patients after laparoscopic cholecystectomy showed that the mean loss of work or preoperative activity level was 17.6 days (2-87 days). There was a statistically significant difference between preoperative activity level in the emergency versus the elective group (21.4 or 15 days, p<0.05). Conclusions: We conclude that laparoscopic cholecystectomy is a safe procedure and its safety will increase as surgeons gain more experience. Furthermore, this technique may be recommended for elective and emergency cases. Shorter hospital stay and fewer working days lost, followed by decreased expenses both for the patient as well as the community as a whole, must also be considered as a major advantage.Inngangur: Í nóvember 1991 voru fyrstu gallkaganirnar á Landspítalanum gerðar. Frá upphafi var tekin sú stefna að reyna gallkögun án tillits til bráðleika eða fyrri aðgerða ef um gallsjúkdóm var að ræða. Efniviður og aðferðir: Frá 17. nóvember 1991 til 30. September 1994 voru framkvæmdar 384 gallblöðruaðgerðir á Landspítalanum en í 31 tilfelli farið beint í opna aðgerð og var algengasta ástæða þess grunur um steina í gallpípu, en einnig mikið bólgin gallblaðra eða bráðveikir sjúklingar með gallvegasýkingu. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga tíðni fylgikvilla, athuga hversu oft snúa þurfti gallkögun í opna aðgerð, finna aðgerðar- og legutíma og hversu fljótt sjúklingar ná upp fyrri færni eftir aðgerð. Niðurstöður: Sjúkraskrár voru yfirfarnar og haft var samband við sjúklinga símleiðis. Karlar voru 121 og konur 263. Aldursdreifing var 3-91 ár en meðalaldur 53,2 ár. Meðalhlutfall bráðaaðgerða (aðgerð í kjölfar bráðainnlagnar) var 43,9% en jókst er leið á tímabilið. Snúið var yfir í opna aðgerð í 63 tilfellum (17,8%) af 353 sjúklingum sem gallkögun var reynd á. Orsakir voru margvíslegar en algengastar voru samvextir (39,7%), óljós líffæraskipan (17%) og blæðing (15,9%). Tíðni opnunar var 13% við valaðgerðir (operation of choice) en 24% við bráðaaðgerðir. Enduraðgerðar þurfti við í 3,8% tilfella, sjö voru framkvæmdar í sömu legu og fjórar síðar. Orsakir voru blæðing (n=4), gallleki (n=3), steinn í gallpípu (n=2), sýking undir þind (n=l), og skaði á gallpípu (n=l). Eitt dauðsfall (83 ára karl) varð, en gallkögun hafði verið snúið í opna aðgerð. Sjúklingur lést vegna blóðtappa í lungum. Meðalaðgerðartími fyrir þá sem tókst að ljúka gallkögun hjá var 94,9 mínútur (30-210 mín.). Fyrir fyrstu 100 sjúklingana var aðgerðartími 99,3 mín en 85,5 mínútur hjá síðustu 100 að meðaltali. Meðallegutími var 3,1 dagur eftir gallkögun (frá fáeinum klukkustundum upp í 60 daga). Fyrir liggja svör um vinnutap hjá 257 manns eftir kögun. Meðallengd fjarveru var 17,6 dagar (2-187 dagar). Marktækur munur er á lengd fjarvista eftir því hvort um bráða- eða valaðgerð er að ræða (21,4 á móti 15 dögum). Ályktanir: Niðurstaða okkar er sú að gallkaganir feli í sér litla hættu á stærri fylgikvillum og með aukinni færni skurðlækna minnki líkur á alvarlegum fylgikvillum enn frekar. Okkar mat er að þessi aðgerðartækni eigi fullan rétt á sér hvort sem um bráðaaðgerð eða valaðgerð er að ræða. Einnig er vert að benda á að með styttri legutíma og styttri fjarveru frá vinnu og daglegum athöfnum sparast gífurlegir fjármunir bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið
Subcutaneous metastasis after laparoscopic chole¬cystectomy in a patient with unsuspected adenocarcinoma of the pancreas
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenA 63 year old patient underwent uneventful laparoscopic cholecystectomy in 1994. The patient had a long history of biliary colic after fatty meals. The chief presenting symptom was pain localized in the epigastrium radiating to the back and later distributing to the whole abdomen. The patient also had a history of constipation, but no other symptoms were noted. An ultrasonogram of the liver, gall bladder and pancreas was reported to show calculi in the gall bladder but otherwise normal findings. The laparascopic cholecystectomy was uneventful with discharge the following day. The symptoms however did not disappear, changing in character, locating at the center of the abdomen. The patient began to lose appetite with bouts of diarrhea. The symptoms gradually increased and the patient was admitted to the hospital. Upon arrival the patient was found to have diffuse abdominal pain with a painful swelling of the umbilical trocar site. Incarcerated hernia was suspected, but proved to be a mass at exploration. Pathologic examination disclosed a metastatic adenocarcinoma. A similar but smaller mass was also discovered in the epigastric trocar site. CT scan showed a pancreatic carcinoma of the corpus with infiltration. The patient deteriorated rapidly and died four months after the diagnosis of pancreatic cancer.Árið 1994 var framkvæmd gallkögun á 63 ára gömlum sjúklingi vegna gallkveisu, aðgerðin gekk vel fyrir sig. Ómskoðun sem hafði verið framkvæmd fyrir aðgerð sýndi einungis gallsteina. Eftir aðgerð héldu verkir áfram en voru nú aðallega í miðjum kviði. Einum mánuði eftir aðgerð var sjúklingur lagður inn brátt vegna verkja um allt kviðarhol og auma fyrirferð í naflaörinu. Vegna gruns um innklemmt naflakviðslit var sjúklingur tekinn til aðgerðar. Fyrirferð var skorin burt og reyndist vera meinvarp frá kirtilkrabbameini. Svipuð fyrirferð fannst í öðru stunguöri. Tölvusneiðmynd sýndi krabbamein í brisi. Einkenni sjúklings versnuðu mjög hratt og lést hann fjórum mánuðum síðar. Fylgikvillar koma í stunguör eftir kaganir eins og önnur ör. Ymsar tilgátur eru uppi um orsakir þessara meinvarpa. Meinvörpum í stunguörum eftir gallkögum hefur ekki verið lýst í þremur stórum uppgjörum á gallkögunum. Þetta virðist því vera sjaldgæf hliðarverkun en þó hefur nokkrum tilfellum verið lýst