128 research outputs found

    Formaldehydkoncentrationen i nybyggede huse i Danmark

    Get PDF

    Individual dynamic lighting control in a daylit space

    Get PDF

    Formaldehyde in newly built dwellings

    Get PDF

    Grønne løsninger

    Get PDF

    Grøn vækst

    Get PDF

    Sigurstál í viljans vigri: Stjórnmálakonurnar Katrín Thoroddsen og Svava Jakobsdóttir

    Get PDF
    Í alþingiskosningunum árið 1946 var Katrín Thoroddsen kjörin á þing fyrir Sósíalistaflokkinn. Katrín var þriðja konan á þing hér á landi og fyrsta konan úr vinstri flokki. Þingseta Katrínar varði aðeins til ársins 1949, en svo áttu eftir að líða 22 ár þar til önnur kona var kjörin á þing fyrir vinstri flokk þegar Svava Jakobsdóttir var kjörin inn á þing árið 1971 fyrir Alþýðubandalagið. Vinstri konur áttu því engan málsvara á Alþingi á árunum 1949-1971. Í þessari ritgerð verður meðal annars reynt að svara því hvers vegna svona langur tími leið á milli fyrstu og annarrar konunnar á þingi fyrir vinstri flokk, hvaða þýðingu vera þeirra á þingi hafði fyrir íslenska kvenréttindabaráttu um og upp úr miðri 20. öld og hvað hafði breyst í samfélaginu á þeim tæpa aldarfjórðungi er leið á milli þess sem Katrín vék af þingi og Svava tók sitt sæti þar. Til þess að svara þessum spurningum eru þingferlar kvennanna skoðaðir, málin sem þær töluðu fyrir borin saman sem og móttökurnar sem þær fengu, bæði frá öðrum þingmönnum sem og íslensku samfélagi. Mikill skortur er á heimildum um íslenskar stjórnmálakonur á meðan flóra heimilda um íslenska stjórnmálamenn blómstrar með hverju árinu. Hefðbundnar kvennasögurannsóknir eiga það til að einblína frekar á þær konur sem voru hvað mest áberandi í sögunni, t.d. Ingibjörgu H. Bjarnason og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Þó fáar konur hafi verið eins áberandi í sögunni og þessar áðurnefndu þá er Íslandssagan uppfull af merkilegum stjórnmálakonum. Markmið þessarar ritgerðar er m.a. að bæta í þessa snauðu flóru heimilda um íslenskar stjórnmálakonur og vonandi gera ævistörfum Katrínar Thoroddsen og Svövu Jakobsdóttur góð skil
    corecore