10 research outputs found

    Sequences From First Settlers Reveal Rapid Evolution in Icelandic mtDNA Pool

    Get PDF
    A major task in human genetics is to understand the nature of the evolutionary processes that have shaped the gene pools of contemporary populations. Ancient DNA studies have great potential to shed light on the evolution of populations because they provide the opportunity to sample from the same population at different points in time. Here, we show that a sample of mitochondrial DNA (mtDNA) control region sequences from 68 early medieval Icelandic skeletal remains is more closely related to sequences from contemporary inhabitants of Scotland, Ireland, and Scandinavia than to those from the modern Icelandic population. Due to a faster rate of genetic drift in the Icelandic mtDNA pool during the last 1,100 years, the sequences carried by the first settlers were better preserved in their ancestral gene pools than among their descendants in Iceland. These results demonstrate the inferential power gained in ancient DNA studies through the application of population genetics analyses to relatively large samples

    Stuðningur við seinfæra foreldra og réttarstaða

    No full text
    Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA náms í Uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Leitast við svara því hvaða rétt seinfærir foreldrar hafa til að eignast börn og svo að hafa forsjá yfir þeim. Einnig er fjallað um það hvað sé gert til að stuðla að því að seinfær foreldi geti séð um uppeldi barna sinna. Helstu niðurstöður benda til þess að réttarstaða fatlaðra til barneigna í lögum er fyrir hendi en samfélagið geri í raun ekki ráð fyrir því. Til stuðnings má nefna fordóma í samfélaginu og vöntun aðstoðarkerfi sem seinfærir foreldrar hafi greiðan aðgang að, án þess þó að vera með áhyggjur af því að missa forsjá yfir börnum sínum

    Incidental teaching for infants and toddlers where ASD is suspected : program for caregivers

    No full text
    In recent years, there has been increased emphasis on developing better methods to find early indicators to diagnose Autism Spectrum Disorder (ASD). Early signs of ASD include difficulties with starting and maintaining social interaction, such as pointing, answering names, and social smiling. Incidental teaching (IT) is a widely known form of Naturalistic Developmental Behavioral Intervention (NDBI). Teaching parents to implement IT can maximize their child's developmental progress. However, such parenting programs are scarce, especially for parents of undiagnosed infants and toddlers. This study aimed to teach parents to implement IT for their young child suspected of having ASD using Behavior Skill Training (BST). Participants included six parents and four children. For each child, three social-related targets were selected based on the M-CHAT-R/F screening tool and parents' preferences. Parents were taught to create learning opportunities based on those targets. Multiple baseline across behaviors was used to assess the effects of BST on learning opportunities the parents created for their children. None of the parents identified enough learning opportunities for their children prior to the training. Not all participants went through the whole program, but learning opportunities increased for those who turned in videos after BST. These results indicate that these caregivers would benefit from receiving more instruction on IT and the subsequent learning advantages for their children. Keywords: Early signs of ASD, naturalistic developmental behavioral intervention, incidental teaching, learning opportunities, parent training, behavior skills trainin

    Þær eru kastalar okkar Íslendinga : um svæðistengdar Íslendingasögur og grenndarvitund barna

    No full text
    Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyr

    Golf Injuries, Flexibility and Swing Kinematics In Elite And Amateur Male Golfers.

    No full text
    Golf er önnur fjölmennasta íþrótt sem stunduð er á Íslandi, en þó hafa engar faraldsfræðilegar athuganir verið gerðar á golftengdum meiðslum, eðli þeirra eða alvarleika hér á landi. Í sveifluþjálfun kylfinga er lögð áhersla á að hámarka snúning á bol um leið og snúningur mjaðma er lágmarkaður. Rannsóknir benda til að þessi aðferð auki högglengd en hafa ekki skýrt hvernig kylfingar ná þessu snúningshlutfalli, þ.e. hvernig liðleika í hreyfikeðjunni (mjaðmir, bak, axlir) er háttað og hvort tengsl eru við golftengd meiðsli. Markmið þessarar rannsóknar var því tvíþætt. 1. Að rannsaka tíðni og eðli golftengdra meiðsla meðal karlkylfinga með lág- og miðlungsforgjöf á Íslandi. 2. Að meta snúningsgetu í baki og mjöðmum og bera saman við bak- og mjaðmahreyfingar í golfsveiflunni og athuga hvort tengsl eru við golftengd meiðsli hjá kylfingum. Efni og aðferðir: Kylfingum var boðið að svara rafrænum spurningalista um golftengd meiðsli (hópur A; karlar með forgjöf <5 nA=200, hópur B; karlar með forgjöf 10-20 nB=200). Af þeim sem svöruðu var 80 boðin þátttaka í hreyfigreiningarþætti rannsóknar, þar sem liðferlar í bol voru mældir með liðmælum og hreyfingar í golfsveiflu voru skoðaðar með 8 myndavélum í þremur golfsveiflum með 5-6 járni. Visual3D hugbúnaður var notaður við útreikninga á snúningshreyfingum í bol og vinstri mjöðm. Niðurstöður: Svarhlutfall spurningalista var 40% (nA=77, nB=83). Meiðslahlutfall var 50,6%, óháð forgjöf, og meiðsli reyndust flest álagsmeiðsli en 12% vegna skyndilegs áverka. Meiðsli í mjóbaki voru algengust (56.8% meiddra) og ollu lengstri fjarveru frá íþróttinni. Í hreyfigreiningarþætti rannsóknar voru 57 kylfingar mældir og mældust meiddir kylfingar almennt með minni snúningsgetu í bol og þá sérstaklega til hægri í hópi B. Í golfsveiflunni hreyfðu kylfingar hlutfallslega meira í brjóstbaki en í mjóbaki í aftursveiflunni, en í framsveiflu sást meira jafnræði milli hrygghluta hvað hámarkshreyfiútslag varðar. Meiddir lágforgjafarkylfingar nýttu almennt minni bolsnúning í framsveiflu en ómeiddir. Fylgni var almennt nokkuð sterk milli útkomu tveggja ólíkra mæliaðferða á heildarsnúningi bols í golfsveiflu, þrátt fyrir marktækan mun milli þeirra. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að golftengd meiðsli séu algeng meðal íslenskra karlkylfinga, óháð getustigi, og að mjóbaksmeiðsli séu þeirra algengust og áhrifamest. Niðurstöður benda til þess að meiðsli kylfinga tengist skertum liðleika og minnkuðum snúning í bol í golfsveiflu en frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að auka skilning á hreyfingum í golfsveiflunni og tengslum við meiðsli hjá kylfingum.Golf is a popular sport in Iceland but still no epidemiologic studies on golf related injuries in Iceland are available. Golfers try to maximise the rotation between upper torso and pelvis while performing their backswing, as studies have shown that this may increase their driving distance. How this rotation is obtained has, however, not been sufficiently explained, that is where this movement occurs in the spine, or if there are associations with injuries. The purpose of this study therefore was twofold; 1. To conduct an epidemiologic survey of golf related injuries among Icelandic male golfers with low- vs. middle-handicap. 2. To examine torso and hip flexibility and swing kinematics and determine associations with golf related injuries. Methods: Male golfers were invited to answer an online questionnaire about golf related injuries (group A; golfers with handicap <5 nA=200, group B; golfers with handicap 10-20 nB=200). Of those who responded 80 were invited to participate in the second part of the study where flexibility was measured with a goniometer and kinematics of the golf-swing were examined using an 8 camera system. Visual3D software calculated rotations in the torso and leading hip from 3 swings with a 5-6 iron. Results: Response rate from the online questionnaire was 40% (nA=77, nB=83). The overall injury rate was 50,6%. Injuries were mainly overuse in nature, with the lumbar spine most frequently injured and resulting in the longest absence from golf. In the second part of the study, 57 golfers were examined. Injured golfers generally demonstrated less torso rotation during flexibility measures than uninjured, in particular to the right in group B. Motion analysis demonstrated greater movement in the thoracic vs. lumbar spine during backswing as compared to follow-through where maximal rotations of the segments were similar. Injured golfers in group A showed on the average less rotation in follow-through compared with uninjured golfers. Despite significant difference in outcome, correlations were moderate to strong between maximal trunk rotation angles when measured with markers tracking the spine vs bilateral acromion. Conclusions: The results of this study indicate that golf related injuries are common and not associated with handicap. Injuries to the lumbar spine were most frequently reported and seem to affect the golfer the most. Results indicate that flexibility and maximum torso rotation during the golf-swing may be related to golf related injuries but further research is needed to understand the kinematics of the golf-swing and its association with injuries

    Tengjast tímaáhrif valhegðunar meðferðarheldni í klínísku úrtaki?

    No full text
    Tímaáhrif valhegðunar er einn þáttur hvatvísi sem hefur verið notaður til þess að mæla hvatvíst val. Mikil tímaáhrif valhegðunar vísa til þeirrar tilhneigingar að gefa tafarlausum ávinningi, eða vellíðan, meira gildi heldur en stærri ávinningi sem þarf að bíða eftir. Margar rannsóknir hafa bent til þess að margs konar fíknisjúkdómar og ADHD tengist meiri tímaáhrifum valhegðunar. Einnig hafa sumar rannsóknir bent til tengsla á milli meiri tímaáhrifa valhegðunar og ýmissa geðraskana á borð við þunglyndi, geðklofa, jaðarpersónuleikaröskun, geðhvarfasýki og fleira. Meðferðarheldni hefur einnig verið skoðuð í tengslum við tímaáhrif valhegðunar, aðallega hjá fólki með fíknisjúkdóma. Í þessari rannsókn er athugað hvort meiri tímaáhrif valhegðunar tengist verri meðferðarheldni í klínísku úrtaki, verri mætingu og meiri líkum á brottfalli úr meðferð. Einnig hvort einstaklingar með ADHD sýni meiri tímaáhrif valhegðunar, verri meðferðarheldni og verri mætingu í sálfræðitíma en fólk sem ekki hefur ADHD. Þátttakendur rannsóknarinnar eru 32 einstaklingar sem voru í sálfræðimeðferð hjá sálfræðingi á Kvíðameðferðarstöðinni. Verkefni sem metur tímaáhrif valhegðunar var lagt fyrir þátttakendur. Meðferðarheldni var mæld með því að skoða mætingu í sálfræðitíma og hvort skjólstæðingar hættu í meðferð eða héldust í meðferð. Kannað var hvort þátttakendur hefðu ADHD greiningu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda ekki til neinna sérstakra tengsla á milli tímaáhrifa valhegðunar og meðferðarheldni, hvorki í tengslum við mætingarhlutfall né brottfall úr meðferð. Einstaklingar með ADHD sýndu meiri tímaáhrif valhegðunar eins og búist var við en vegna þess hve fáir höfðu ADHD greiningu var ekki framkvæmt marktektarpróf. Lítið úrtak kemur í veg fyrir að hægt sé að svara rannsóknarspurningum með afgerandi hætti. Þetta er samt sem áður í fyrsta skipti sem tímaáhrif valhegðunar eru mæld í íslensku úrtaki og niðurstöðurnar gefa mikilvægar upplýsingar um áframhaldandi rannsóknir

    Störf þroskaþjálfa í skóla margbreytileikans : sýn þroskaþjálfa og skólastjórnenda á störf þroskaþjálfa í leik- og grunnskólum

    No full text
    Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-prófs í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um störf þroskaþjálfa innan leik- og grunnskóla. Greint verður frá eigindlegri rannsókn sem byggð er á svörum þroskaþjálfa og skólastjórnenda í leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Megináhersla rannsóknarinnar að greina mikilvægi þess að hafa starfandi þroskaþjálfa í menntakerfinu. Viðmælendur voru beðnir um að gera grein fyrir hlutverkum þroskaþjálfa í leik- og grunnskólum, áhrifum þeirra, áskorunum og ávinning þess að hafa þá í starfi. Markmið okkar var einnig að gera grein fyrir hugmyndafræðinni að baki skóla án aðgreiningar og þeirri þróun sem átt hefur sér stað síðustu ár í málefnum fatlaðra barna í menntakerfinu. Þroskaþjálfar eru farnir að starfa í auknum mæli á öllum skólastigum með börnum og unglingum með ýmsar skerðingar. Ásamt öðru sinna þroskaþjálfar sérkennslu þar sem einblínt er á þarfir barnanna og getu þeirra. Þroskaþjálfar hafa þurft að berjast fyrir því að störf þeirra séu virt innan menntakerfisins og þrátt fyrir miklar framfarir hvað það varðar sem og viðhorfsbreytingar er alltaf hægt að gera betur. Það hefur sýnt sig að sérþekking þeirra nýtist afar vel þegar kemur að vinnu með fötluðum einstaklingum. Viðmælendur rannsóknarinnar eru á einu máli um mikilvægi þess að hafa þroskaþjálfa í starfi þar sem þroskaþjálfar hafa breiðari þekkingu á að mæta börnum með sérþarfir. Mikil þörf er fyrir frekari aðkomu þroskaþjálfa í leik- og grunnskólum, þá sérstaklega á Austurlandi til að hægt sé að veita þeim börnum sem á þurfa að halda viðeigandi þjónustu og stuðning

    Draumasamfélagið : greinargerð með vefsíðu

    No full text
    Draumasamfélagið er lokaverkefni til B.A. gráðu í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Verkefni þetta er tvíþætt, annars vegar vefsíða með fræðsluefni um margbreytileikann sem að stuðla á að viðhorfsbreytingu og hins vegar er það fræðilegur grunnur verkefnisins sem settur er fram í greinargerð þessari. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að viðhorfsbreytingum innan samfélagsins í garð fatlaðs fólks, þar sem fatlað fólk er einn af jaðarhópum samfélagsins sem verður oft fyrir margvíslegum hindrunum. Samkvæmt 8. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2007) ber aðildaríkjum meðal annars að gera viðeigandi ráðstafanir sem stuðla að vitundarvakningu á öllum sviðum samfélagsins til þess að vinna gegn staðalímyndum og fordómum í garð fatlaðs fólks. Undirrituðum ríkjum ber að stuðla að eflingu fræðslu sem lýtur að vitundarvakningu um fatlað fólk og réttindi þess, hún skal fara fram á öllum skólastigum. Því var ákveðið að búa til fræðsluefni fyrir börn í fjórða bekk í grunnskólum landsins en þá byrja börn að bera sig saman hvert við annað. Fræðsluefnið er hugsað sem hluti af samfélagsfræðigreinum, sem viðbót við fræðslu um mannréttindi, jafnrétti og sjálfbærni sem eru grunnstoðir aðalnámskrár. Undir samfélagsgreinar fellur kennsla um jafnréttismál, þjóðfélagsfræði og siðfræði en fræðsluefnið snýr að þessum hlutum. Í verkefninu er lögð áhersla á samfélag fyrir alla og mannréttindi og er greinagerðin sá fræðilegi grunnur sem vefsíðan byggir á. Á vefsíðunni er umfjöllun um samskipti, aðgengi og fjölbreytileika sérstaklega dregin fram með hliðsjón af hugmyndafræðinni um samfélag fyrir alla. Fræðsluefnið á vefsíðunni er sett fram í formi mynda, texta, myndbands og myndasögu svo efnið sé aðgengilegt börnum og veki athygli og áhuga. Mikilvægt er að börn séu meðvituð um margbreytileika þess samfélags sem þau lifa og hrærast í. Verkefnið er gert til að stuðla að viðhorfsbreytingum til fatlaðs fólks og auka skilning á fjölbreytileika samfélagsins. Slóðin á vefsíðuna Draumasamfélagið er http://thordis17.wix.com/draumasamfelag og aðgangsorð að flipanum „Fyrir starfsfólk“ er kennari

    Upplifun mæðra af þjónustu í kringum barneignarferlið : samanburður milli aldurshópa

    No full text
    Tilgangur rannsóknar var að kanna hvort munur sé á upplifun kvenna eftir aldri á þjónustu kringum barneignaferlið. Sú þjónusta sem konum er veitt kringum barneignarferlið er á vegum mæðra- og ungbarnaverndar. Áhersla og markmið þessarar þjónustu er að efla og gæta að heilsu, vexti og þroska móður, barns og fjölskyldu. Rannsóknin byggist á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem notast var við rýnihópa til að auka skilning og þekkingu á upplifun mæðra á áður nefndri þjónustu. Þýði rannsóknar eru konur sem eiga eitt barn og áttu það annað hvort á aldrinum 15 til 20 ára eða 25 ára til 30 ára og nýtt höfðu þá þjónustu sem veitt er í kringum barneignarferlið. Þátttakendum var skipt í hópa eftir aldri svo unnt væri að gera samanburð milli þessara tveggja aldurshópa. Notast var við snjóboltaúrtak og í úrtaki voru sjö einstaklingar sem uppfylltu skilyrði þýðisins, miðað var við að hafa átta í úrtaki. Gagnagreining fór fram samkvæmt reglum um gagnasöfnun í rannsóknum þar sem rýnihópar eru notaðir til að nálgast viðmælendur. Gögn voru greind í megin- og undirþemu og þau studd með beinum tilvitnunum úr viðtölum. Niðurstöður rannsóknar voru fjögur meginþemu sem eru; fræðsla, samskipti, stuðningur og eftirlit. Í báðum hópum kom fram að auka mætti almenna fræðslu varðandi umönnun barns og andlega líðan og jöfn áhersla hópanna var á fræðslunámskeið og einstaklingsmiðaða fræðslu. Varðandi samskipti við heilbrigðisstarfsfólk þótti eldri hópnum þau hafa verið betri í mæðravernd en ungbarnavernd, yngri mæður greindu ekki mun þar á. Munur reyndist vera á upplifun mæðra á því reglubundna eftirliti sem þeim stóð til boða, en báðir hópar lögðu áherslu á mikilvægi andlegs eftirlits. Mæður upplifðu almennt góðan stuðning frá heilbrigðisfólki en misjafnt var hvaðan mæður fengu mestan stuðning og fór það eftir aldri þeirra. Þekking á þeim þáttum sem hafa hvað mest áhrif á upplifun mæðra tengt aldri nýtist til að auka skilning heilbrigðisstarfsfólks á þörfum mæðra og endurskoða þá þjónustu sem þeim er veitt. Lykilhugtök: ungar mæður, ungbarnavernd, mæðravernd, eftirlit, stuðningur, fræðsla, samskipti, þjónusta

    Ancient genomes from Iceland reveal the making of a human population

    No full text
    The genomes of ancient humans can reveal patterns of early human migration (see the Perspective by Achilli et al.). Iceland has a genetically distinct population, despite relatively recent settlement (∼1100 years ago). Ebenesersdóttir et al. examined the genomes of ancient Icelandic people, dating to near the colonization of Iceland, and compared them with modernday Icelandic populations. The ancient DNA revealed that the founders had Gaelic and Norse origins. Genetic drift since the initial settlement has left modern Icelanders with allele frequencies that are distinctive, although still skewed toward those of their Norse founders. Scheib et al. sequenced ancient genomes from the Channel Islands of California, USA, and Ontario, Canada. The ancient Ontario population was similar to other ancient North Americans, as well as to modern Algonquian-speaking Native Americans. In contrast, the California individuals were more like groups that now live in Mexico and South America. It appears that a genetic split and population isolation likely occurred during the Ice Age, but the peoples remixed at a later date
    corecore