9 research outputs found

    Sameining sveitarfélaga: Er mælanleg hagræðing í rekstri sameinaðra sveitarfélaga samanborið við önnur sveitarfélög?

    No full text
    Ísland er eitt strjálbýlasta land heims og því ekki skrítið að sameiningar sveitarfélaga séu oft í umræðunni hérlendis. Á síðustu 70 árum hefur sveitarfélögum fækkað um 157 talsins. Algengustu rök fyrir því að sameina sveitarfélög eru hagkvæmni og skilvirkni ásamt getu sveitarfélagsins til þess að þjónusta íbúa þess betur. Algengustu mótrök hafa aftur á móti verið að sameining auki á fjarlægð kjósenda við fulltrúa, bæði landfræðilega en einnig í fjölda atkvæða bakvið hvern fulltrúa. Þrátt fyrir að skilvirkni og hagkvæmni séu algengustu rök fyrir sameiningum sveitarfélaga er lítið um rannsóknir sem rannsakað hafa árangur í þeim liðum á Íslandi. Megin viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða ársreikninga og rekstrartölur fimm sveitarfélaga sem sameinuðust á árunum 2008-2013 og bera þá saman við rekstrartölur annarra sveitarfélaga á árunum 2006-2017. Tekjuliðirnir sem skoðaðir voru útsvarstekjur, tekjur frá jöfnunarsjóð, skattaígildi og fasteignaskattur. Gjaldaliðirnir eru fræðslu- og uppeldismál, félagsþjónusta, æsku- og íþróttamál og annar kostnaður. Tekjur hinna sameinuðu sveitarfélaga af útsvari og fasteignaskatti jukust í öllum tilfellum meira en meðalsveitarfélagið. Í skattaígildi var ekki að sjá neinn afgerandi mun á hinum sameinuðu sveitarfélögum og breytingar á tekjum frá jöfnunarsjóði voru ómarktækar vegna grundvallarbreytingar á greiðslum úr sjóðnum á tímabilinu. Útsvarstekjur er megin tekjuliður sveitarfélaga og því mikilvægt fyrir sveitarfélög að geta aukið tekjur sínar frekar í þeim flokki. Útgjöld hinna sameinuðu sveitarfélaga til fræðslu- og uppeldismála lækkuðu umfram meðal sveitarfélagið í öllum tilfellum. Hefðu útgjöldin þróast í takt við meðal sveitarfélagið þá hefðu þau verið 633 milljónum króna hærri árið 2017. Í æsku- og íþróttamálum og öðrum gjöldum hækkuðu útgjöld sameinuðu sveitarfélaganna í öllum tilfellum sem bendir annaðhvort til þess að sveitarfélögin geti lagt meira í þessi málefni eftir sameiningu eða að það sé kostnaðarsamara að reka þessar einingar eftir sameiningu. Greining gjalda vegna félagsþjónustu reyndust vera ómarktæk vegna grundvallarbreytingar í þeim málaflokki á tímabilinu. Niðurstaða rannsóknarinnar er því að þróun tekna og gjalda hjá hinum sameinuðu sveitarfélögum bendir til þess að mælanleg hagræðing hafi orðið í rekstri hinna sameinuðu sveitarfélaga ef miðað er við rekstur annarra sveitarfélaga á sama tímabili

    DIFFERENT STROKES : JUDICIAL VIOLENCE IN VIKING-AGE ENGLAND AND SCANDINAVIA

    Get PDF
    Abstract: This paper takes a fresh look at the use of judicial violence in the societies of Viking-Age England and Scandinavia. Using interdisciplinary methodologies, it considers legal, historical, literary, and archaeological evidence for judicially-prescribed maiming and execution. Using this evidence, it describes the English and Scandinavian systems of judicial violence in new detail, reflecting on important aspects of each in turn before turning to a more comparative approach to redirect debate and focus future work

    Enthronement in Early Rus: Between Byzantium and Scandinavia

    No full text
    corecore