34 research outputs found
Ástæður bjögunar, erfðaframför og breytingar á erfðafylgni fyrir kjötmat og ómmælingar í íslenska sauðfjárstofninum.
Genetic parameters for carcass conformation, carcass fat, ultrasound eye muscle depth and ultrasound fat depth over eye muscle were estimated with data from Icelandic farms during three periods, 2001-2003, 2006-2008 and 2011-2013. Heritability ranged from 0.30 to 0.42. Genetic correlation between carcass conformation and carcass fat was 0.41, 0.29 and 0.26 in 2001-2003, 2006-2008 and 2011-2013, respectively. Breeding values based on carcass scoring records of 5,796,474 lambs in 2000-2013 were estimated with a bivariate model and compared to the results of a multitrait model, including 715,771 ultrasound records. The genetic merit of rams for carcass conformation was underestimated in the bivariate analysis in the cases where many offspring were kept for replacement. Applying the multitrait model reduced this bias and gave more accurate results for both traits.The genetic trend was -0.05 and 0.08 genetic standard deviations per year for carcass fat and carcass conformation, respectively, in the period 2000-2013.Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort kynbótamat fyrir kjötmatseiginleika hjá íslensku sauðfé væri bjagað vegna vals á grundvelli dóma á lifandi lömbum. Einnig að athuga áhrif úrvals á erfðafylgni fitu og gerðar sláturlamba og erfðaframfarir í stofninum. Erfðastuðlar voru metnir með gögnum fyrir árin 2000-2013 frá Bændasamtökum Íslands aðskilið fyrir mismunandi tímabil. Niðurstöður kynbótamats með tvíbreytugreiningu á kjötmatseiginleikum voru bornar saman við kynbótamat einnig keyrt með ómmælinganiðurstöður. Erfðafylgni var metin 0,41 árin 2001-2003 en 0,29 og 0,26 fyrir 2006-2008 og 2011-2013. Kynbótamat fyrir gerð reyndist bjagað hjá hrútum sem mikið er sett á undan í tvíbreytugreiningunni en engin merki svipfarsvals sáust gagnvart fitunni. Erfðaframfarir voru metnar -0,05 staðalfrávik erfða á ári fyrir fitu og 0,08 staðalfrávik erfða á ári fyrir gerð. Fjölbreytu kynbótamat og minnkandi erfðafylgni getur stuðlað að enn meiri ræktunarframförum til framtíðarPeer Reviewe
Erfðastuðlar fyrir íslenskar mjólkurkýr með mælidagalíkani
A total of 480,495 test-day yield records of 33,052 cows were used to estimate the genetic parameters for daily milk yield (MY), fat yield (FY), protein yield (PY) and somatic cell score (SCS) of Icelandic dairy cows in the first three lactations with a random regression model. Heritability of all traits was lowest in early lactation in all lactations and highest in mid- or late lactation. Heritability of lactation yields for the first lactation was 0.43, 0.39 and 0.41 for MY, FY and PY, respectively, but was estimated as lower when using a lactation model. Heritability of SCS in the first lactation was 0.23 using the random regression model but 0.15 using the lactation model. Heritability of persistency of lactation MY, FY and PY were 0.14-0.24 in all lactations and genetic correlations to the whole lactation SCS were -0.08 to -0.13. Heritability of yields had increased from previous estimates for the breed. Genetic variation of persistency in the population makes change of the lactation curve possible through selection.Alls voru 480.495 mælingar á daglegri nyt 33.052 íslenskra kúa notaðar til að meta erfðastuðla fyrir mjólkur-magn, fitumagn, próteinmagn og frumutölu á fyrstu þremur mjaltaskeiðum með slembiaðhvarfslíkani. Arfgengi allra eiginleika var lægst í upphafi mjaltaskeiðs en hæst um eða eftir mitt mjaltaskeið. Arfgengi mjaltaskeiðsafurða á fyrsta mjaltaskeiði var 0,43, 0,39 and 0,41 fyrir mjólk, fitu og prótein í þessari röð, samkvæmt slembiaðhvarfslíkaninu en lægri miðað við mjaltaskeiðslíkan. Arfgengi frumutölu á fyrsta mjaltaskeiði var 0,23 samkvæmt slembiaðhvarfslíkaninu en 0,15 samkvæmt mjaltaskeiðslíkani. Arfgengi mjólkurþols var á bilinu 0,14 til 0,24 fyrir mjólk, prótein og fitu á öllu mjaltaskeiðum og hafði erfðafylgni á bilinu -0,08 til -0,13 við frumutölu á sama mjaltaskeiði. Arfgengi afurðaeiginleika var metið hærra í þessari rannsókn en í eldri rannsóknum á stofninum. Erfðabreytileiki á mjólkurúthaldi í stofninum gerir kleift að breyta lögun mjaltakúrfunnar fyrir íslenskar kýr með úrvali.Financial support from the Icelandic Cattle Productivity Fond is acknowledged.Peer Reviewe
Samanburður á notkun mælidagalíkans og mjaltaskeiðslíkana við kynbótamat fyrir afurðir og frumutölu íslenskra kúa
Predicted genetic progress in production traits was compared using three different models for genetic evaluation of Icelandic dairy cows. The models were: a random regression (RR) test-day model, model using lactation yields until day 305 from calving (LAC1), and the model currently used for the national evaluation, based on lactation yield from calving to the end of lactation regardless of the length of the lactation (LAC2). Additionally, genetic evaluation for somatic cell score with RR and LAC1 were compared. Predicted genetic progress for protein yield was highest when using RR, or 0.170 σa/yr, compared with 0.167 σa/yr and 0.158 σa/yr for LAC1 and LAC2, respectively. Results for other production traits were similar. The main reason could be the shorter generation interval when records can be utilized before the end of lactation and reliable estimated breeding values thus obtained earlier. Application of an RR model will be beneficial for genetic evaluation for production traits and somatic cell score.Möguleg erfðaframför fyrir framleiðslueiginleika hjá íslenskum kúm var borin saman út frá þremur reiknilíkönum við útreikninga kynbótamats, þ.e. reiknað með slembiaðhvarfs mælidagalíkani, mjaltaskeiðslíkani fyrir afurðir að degi 305 frá burði og mjaltaskeiðslíkani sem hefur verið notað við opinbert kynbótamat og byggir á afurðum allt mjaltaskeiðið óháð lengd þess. Möguleg erfðaframför fyrir frumutölu var metin með tveimur fyrrnefndu líkönunum. Möguleg erfðaframför fyrir próteinafurðir var metin 0,170 staðalfrávik erfða á ári með því að byggja á niðurstöðum mælidagalíkansins, samanborið við 0,167 með mjaltaskeiðslíkani að degi 305 og 0,158 með mjaltaskeiðslíkani sem byggir á öllu mjaltaskeiðinu. Sambærilegar niðurstöður fengust fyrir aðra eiginleika. Munurinn skýrist einkum af mun á því hvenær naut í afkvæmaprófun fá nógu öruggt kynbótamat til þess að fara í framhaldsnotkun og þar með kynslóðabilinu. Innleiðing mælidagalíkans væri til bóta fyrir íslenska nautgriparækt.Financial support from the Cattle Productivity Fund is gratefully acknowledged.Peer Reviewe
Congenital heart defects in Iceland 1990-1999
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: About 1% of live born children have congenital heart defects (CHD). Knowledge of the true incidence of CHD is important because of the risk of bacterial endocarditis in patients with heart defects. This knowledge could also serve as a basis for research on the etiology of CHD. The aim of our study was to investigate the incidence of CHD in children born in Iceland during a ten year period, from 1990 to 1999. A similar study on CHD was carried out in Iceland for children born 1985-1989. The incidence of CHD in the present study was compared to the previous and to similar studies from other countries. Material and methods: Information about the patients were obtained from medical records from two hospitals covering the whole country, a private clinic of pediatric cardiologists, echocardiography database, autopsy reports and death certificates. Distribution of specific heart defects, age at diagnosis, symptoms leading to the diagnosis, referral pattern, treatment and quality of life was investigated. Other congenital defects, chromosomal defects and syndromes in the patients were studied. Premature children with patent ductus arteriosus (PDA) and children with patent foramen ovale (PFO) or atrial septal defect (ASD) smaller than four millimeters were excluded. We also studied the incidence of bicuspid aortic valve (BAV). All diagnoses were confirmed with echocardiography and in some cases cardiac catheterization. Results: Between 1990 and 1999 there were 44,013 live births in Iceland, 740 children were diagnosed with a CHD or 1.7% of live born children. Yearly incidence varied from 1.04% of live births in 1991 to 2.34% in 1997. Male/female ratio was 1/1. The distribution of the defects was following: ventricular septal defect (VSD) 338 (45.7%), ASD 90 (12.2%), PDA 85 (11.5%), valvar pulmonal stenosis 48 (6.5%), BAV 38 (5.1%), coarctation of the aorta 28 (3.8%), tetrology of Fallot 22 (3.0%), transposition of the great arteries 14 (1.9%), aortic stenosis 11 (1.5%), common atrioventricular septal defect 10 (1.4%), mitral valve regurgitation 9 (1.2%), sub-aortic stenosis 7 (0.9%) and hypoplastic left heart syndrome 5 (0.7%). Other defects were less frequent. About 47% of children with CHD were diagnosed either before birth or before discharge from the delivery institution. A cardiac murmur on examination was the most common symptom leading to the diagnosis of CHD, 631 patients (85.3%). Extracardiac anomalies were seen in 89 patients (12.0%). Chromosomal abnormalities were seen in 36 patients of whom 28 had Down's syndrome. The majority or 499 patients have no symptoms but are still in follow-up, 20 patients have daily symptoms and/or receive medical treatment and 27 patients have died. Conslusions: Annual incidence of patients diagnosed with a CHD has increased during the study period. This is observed in minor CHD but the incidence of major defects does not alter. This yearly incidence (1.7%) is higher than in the previous study, where it was 1.1%. The difference can partly be explained by the BAVs, which were excluded in the 1985-1989 study. But the number of CHD diagnosed each year has increased, this being most pronounced in the last three years. The annual incidence in our study is also higher than in other population studies. The most likely explanation for the higher incidence in our study is the fact that access to pediatric cardiologists is very good in Iceland. Diagnosis, registration and follow-up is conducted by only a few cardiologists for the whole nation and takes place at a single pediatric cardiology center. Of 740 patients diagnosed with CHD in the study period 713 are alive. The outcome of the therapy is good and the majority of the patients has no symptoms.Inngangur: Talið er að eitt prósent lifandi fæddra barna hafi meðfædda hjartagalla. Þekking á nýgengi meðfæddra hjartagalla er mikilvæg vegna hættu á hjartaþelsbólgu hjá sjúklingum með hjartagalla og til að komast megi nær raunverulegum orsökum þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi og tegundir meðfæddra hjartagalla á Íslandi á árunum 1990-1999. Sambærileg rannsókn var gerð hérlendis á árunum 1985-1989. Nýgengi meðfæddra hjartagalla í þessari rannsókn var borið saman við þá fyrri og sambærilegar erlendar rannsóknir
Local breed proportions and local breed heterozygosity in genomic predictions for crossbred dairy cows
For genomic prediction of crossbred animals, models that account for the breed origin of alleles (BOA) in marker genotypes can allow the effects of marker alleles to differ depending on their ancestral breed. Previous studies have shown that genomic estimated breeding values for crossbred cows can be calculated using the marker effects that are estimated in the contributing pure breeds and combined based on estimated BOA in the genotypes of the crossbred cows. In the presented study, we further exploit the BOA information for improving the prediction of genomic breeding values of crossbred dairy cows. We investigated 2 types of BOA-derived breed proportions: global breed proportions, defined as the proportion of marker alleles assigned to each breed across the whole genome; and local breed proportions (LBP), defined as the proportions of alleles on chromosome segments which were assigned to each breed. Further, we investigated 2 BOA-derived measures of heterozygosity for the prediction of total genetic value. First, global breed heterozygosity, defined as the proportion of marker loci that have alleles originating in 2 different breeds over the whole genome. Second, local breed heterozygosity (LBH), defined as proportions of marker loci on chromosome segments that had alleles originating in 2 different breeds. We estimated variance related to LBP and LBH on the remaining variation after accounting for prediction with solutions from the genomic evaluations of the pure breeds and validated alternative models for production traits in 5,214 Danish crossbred dairy cows. The estimated LBP variances were 0.9, 1.2, and 1.0% of phenotypic variance for milk, fat, and protein yield, respectively. We observed no clear LBH effect. Cross-validation showed that models with LBP effects had a numerically small but statistically significantly higher predictive ability than models only including global breed proportions. We observed similar improvement in accuracy by the model having an across crossbred residual additive genetic effect, accounting for the additive genetic variation that was not accounted for by the solutions from purebred. For genomic predictions of crossbred animals, estimated BOA can give useful information on breed proportions, both globally in the genome and locally in genome regions, and on breed heterozygosity
Test day model for Icelandic dairy cattle
Many countries utilize random regression (RR) models for genetic evaluation of dairy cows but in Iceland a lactation model is still used. The objective of this study was to investigate the genetics of lactation curves of Icelandic dairy cows and the possible benefits of implementing an RR model for genetic evaluation in the population. 480,495 test day yields of 33,052 cows were used to estimate genetic parameters for milk yield (MY), fat yield (FY), protein yield (PY) and somatic cell score (SCS) in first three lactations with a RR model based on Legendre polynomials. For comparison 305 day lactation yields (LAC1) were calculated from the same data and genetic parameters estimated with a multitrait model. Parameters for MY, FY and PY using the lactation model currently in use (LAC2) were additionally estimated, one trait, three lactations at a time. Breeding values were estimated using the three models with all available data from the years 1995-2016 and for 24 additional versions of that dataset by eliminating data from the last two to eight years, quarter of a year at a time. Correlation between results using the whole dataset and results using the sub-sets was used as a measure of accuracy of estimated breeding values for bulls in progeny testing with artificial insemination and cows in production.
Additive genetic variance was highest in the beginning of lactation for all traits in second and third lactation and FY and SCS in first. Permanent environment variance was highest in the beginning of lactation for all traits. Heritability of daily yields and SCS was lowest in early lactation in all lactations and highest in mid or late lactation. Heritability of first lactation 305 day yields was 0.43, 0.39 and 0.41 for MY, FY and PY, respectively, based on the RR model, 0.41, 0.32 and 0.39 based on LAC1 and 0.31, 0.27 and 0.27 based on LAC2. Heritability of SCS in first lactation was 0.23 according to the RR model but 0.15 using the lactation model. Heritability of persistency of lactation MY, FY and PY was 0.14-0.24 in all lactations and genetic correlation to whole lactation SCS -0.08 to -0.13.
Considerable difference was found between the models in the age of bulls in progeny testing when accuracy of their estimated breeding values increased fastest. The increase was for the youngest bulls when the RR model was used but oldest when the LAC2 model was used. Predicted genetic progress for PY was fastest by choosing bulls 68, 71 and 83 months old for the RR, LAC1 and LAC2 models, respectively. The predicted progress was more than 11% faster using the RR model than LAC2 and more than 6% faster using LAC1 compared to LAC2. Accuracy of estimated breeding values for cows in production is higher in the period from 3 to 18 months after first calving using the RR model and from 6 to 18 months of age for the LAC1 model, both compared to results of the LAC2 model.
Heritability of yields of Icelandic dairy cows has increased and improving the models that are used for evaluation can better isolate the genetic part of yield variation which can improve genetic evaluation. Genetic variation of persistency in the population makes change of the lactation curve possible through selection. Earlier use of records and thus shorter generation interval is the main reason for more predicted genetic progress using the RR model compared to LAC1 and LAC2, and LAC1 compared to LAC2. Application of RR presented here will be beneficial for selection for production traits and SCS of Icelandic cows but genetic evaluation for fertility needs improvement if progress there is not to be reduced.Helstu mjólkurframleiðsluþjóðir hafa tekið upp mælidagalíkan með slembiaðhvarfi (SA) til kynbótamatsútreikninga fyrir mjólkurkýr þannig að einstakar mælingar á dagsnyt eru notaðar til grundvallar í stað mjaltaskeiðsafurða eins og enn er gert hér á landi. Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka erfðaáhrif á daglega nyt og mjaltaferil í íslenska kúastofninum og að kanna mögulegan ávinning af upptöku mælidagalíkans við kynbótamat fyrir afurðir og frumutölu hjá íslenskum kúm. Notaðar voru 480.495 mælingar á daglegri nyt úr 33.052 kúm til að meta erfðastuðla fyrir mjólkurmagn, fitumagn, prótínmagn og frumutölu á fyrstu þremur mjaltaskeiðum með SA byggt á Legendre fjölliðum. Til samanburðar voru erfðastuðlar einnig metnir fyrir 305 daga mjaltaskeiðsafurðir (mjalt1) reiknaðar með sömu gögnum. Einnig voru erfðastuðlar fyrir mjólkur-, fitu- og prótínmagn með mjaltaskeiðslíkaninu (mjalt2) sem er notað í dag metnir. Kynbótamat var reiknað með öllum líkönunum með öllum nothæfum gögnum frá 1995 til 2016. Matið var svo reiknað 24 sinnum í viðbót með því að sleppa frá tveimur til átta árum aftan af gagnasafninu, ársfjórðungslega. Öryggi matsins á hverjum tíma fyrir naut í afkvæmaprófun og kýr í framleiðslu var metið sem fylgni þess við niðurstöður matsins með allt gagnasafnið.
Dreifniþáttur samleggjandi erfða var hæstur í upphafi mjaltaskeiðs á öðru og þriðja mjaltaskeiði fyrir alla eiginleika og einnig á fyrsta mjaltaskeiði fyrir fitumagn og frumutölu. Dreifniþáttur varanlegra umhverfisáhrifa var alltaf hæstur í upphafi mjaltaskeiðs. Arfgengi dagsnytar og frumutölu var lægst í upphafi mjaltaskeiðs á öllum mjaltaskeiðum og hæsta arfgengið um eða eftir mitt mjaltaskeið.
Arfgengi 305 daga mjaltaskeiðs mjólkur-, fitu- og prótínmagns á fyrsta mjaltaskeiði var 0,43, 0,39 og 0,41 í þessari röð samkvæmt SA líkaninu en 0,41, 0,32, og 0,39 samkvæmt mjalt1 og 0,31, 0,27 og 0,27 samkvæmt mjalt2. Arfgengi frumutölu yfir allt mjaltaskeiðið var 0,23 samkvæmt SA og 0,15 samkvæmta mjalt1. Arfgengi mjólkurþols, þ.e. hve vel kýrnar halda nytinni þegar líður á mjaltaskeiðið, var 0,14-0,24 fyrir afurðaeiginleikana á öllum mjaltaskeiðum. Erfðafylgni mjólkurþols við frumutölu á öllu mjaltaskeiðinu var neikvæð, frá -0,08 til -0,13.
Öryggi kynbótamats fyrir naut í afkvæmaprófun rís mis hratt eftir líkönum. Nautin eru yngst þegar öryggið rís hvað mest ef SA líkanið er notað en elst ef mjalt2 líkanið er notað. Erfðaframfarir fyrir prótínmagn voru metnar hæstar með því að velja naut til framhaldsnotkunar 68 mánaða gömul ef SA líkanið er notað, 71 mánaða með mjalt1 og 83 mánaða með mjalt2. Erfðaframfarir geta verið meira en 11% hraðari sé SA líkanið notað frekar en mjalt2 og meira en 6% hraðari sé mjalt1 notað í stað mjalt2. Öryggið á kynbótamatinu fyrir kýr var ofmetið með þeirri aðferð sem notuð var en var þó nothæft til samanburðar. Öryggi kynbótamats fyrir kýr er hærra sé SA líkanið notað frekar en mjalt2 frá 3 til 18 mánuðum eftir fyrsta burð. Öryggi matsins með mjalt1 er hærra en fyrir mjalt2 frá 6 til 18 mánuðum eftir fyrsta burð.
Arfgengi afurðaeiginleika hefur hækkað hjá íslenskum kúm. Betri líkön við kynbótaútreikninga geta einnig betur aðgreint erfðaþáttinn frá umhverfisþáttum.
Erfðabreytileiki mjólkurþols í íslenska kúastofninum gerir mögulegt að breyta mjaltaferli íslenskra kúa með kynbótum. Meginástæða meiri erfðaframfara með SA umfram mjalt1 og mjalt2 og mjalt1 umfram mjalt2 var sú að afurðamælingar eru nýttar fyrr. Upptaka mælidagalíkans væri framför fyrir kynbótaútreikninga fyrir afurðaeiginleika og frumutölu en hætta er á að framförum í frjósemi kúnna yrði fórnað nema kynbótamat fyrir frjósemi verði bætt
Aðbúnaður og aðstæður við sundkennslu í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu
Í þessu lokaverkefni er greint frá niðurstöðum úr vettvangskönnun sem framkvæmd var í mars 2009 á aðbúnaði og aðstæðum við sundkennslu á höfuðborgarsvæðinu, skoðun íþróttakennara á þeirri aðstöðu sem þeir hafa og tilfinningu þeirra gagnvart sundkunnáttu nemenda. Tilgangurinn með rannsókninni var að kanna hvort íþróttakennarar almennt deildu þeirri tilfinningu með höfundum þessa rits að sundkunnátta nemenda í efri bekkjum grunnskóla hafi farið versnandi og hvort þar gætu aðbúnaður og aðstæður sem kennurum er boðið upp á haft áhrif.
Farið var með lokaðan spurningalista á alla sundstaði á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram fór sundkennsla og hann lagður fyrir þá íþróttakennara sem voru að kenna. Þannig náðist til 65 íþróttakennara frá 61% allra grunnskóla á svæðinu.
Þó margt áhugavert hafi komið í ljós í þessari könnun var niðurstaðan sú að viðhorf íþróttakennara til aðbúnaðar og aðstæðna við sundkennslu í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu er mjög gott. Mikil og almenn ánægja ríkir meðal þeirra sem þátt tóku í könnuninni og eru þeir að meirihluta ekki sammála því að sundkunnátta í efri bekkjum grunnskóla hafi farið versnandi. Engu að síður kom í ljós að töluverð skerðing virðist eiga sér stað á sundnámi nemenda
Tengsl kjötmats og ómmælinga : bætt kynbótamat og erfðaframfarir
Athugað var hvort hægt er að bæta kynbótamat fyrir EUROP kjötmatseiginleika með því að taka bakvöðva og fitumælingar á lifandi lömbum (ómvöðva og ómfitu) með sem tengdan eiginleika og leiðrétta fyrir kyni. Sérstaklega voru áhrifin á mögulega bjögun vegna mismunandi ásetningshlutfalls og líflambasölu skoðuð.
Viðamikil gögn úr skýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands voru notuð til að meta erfðastuðla fyrir holdfyllingu og fitu samkvæmt kjötmati, ómvöðva og ómfitu. Notaðar voru REML aðferðir og einstaklingslíkan, bæði með kynleiðréttingu og án hennar. Alltaf var leiðrétt fyrir fallþunga, búum og árum. Arfgengi fitu með kynleiðréttingu reyndist 0,31, holdfyllingar 0,40, ómfitu 0,36 og ómvöðva 0,39. Erfðafylgni kjötmatseiginleikanna hefur minnkað frá eldra mati og minnkar með tímanum. Erfðafylgni fitu samkvæmt kjötmati og ómfitu er 0,59 og erfðafylgni holdfyllingar og ómvöðva 0,47.
Kynbótamat var reiknað annarsvegar fyrir kjötmat eingöngu og hinsvegar fyrir kjötmat og ómmælingar saman, hvort tveggja bæði með og án kynleiðréttingar. Matið var reiknað með öllum tiltækum gögnum frá 2000-2013 og með því að sleppa einu til þremur árum aftan af því. Kynbótamat hrúta fæddra 2010 og 2011 reiknað með mismunandi aðferðum og mis miklum upplýsingum var borið saman við matið með öllu gagnasafninu, ómmælingum og kynleiðréttingu. Hrútar með hátt ásetningshlutfall eða frá búum með mikla líflambasölu voru skoðaðir sérstaklega. Greinileg merki eru um svipfarsval fyrir holdfyllingu en ekki fyrir fitu. Fjölbreytukeyrsla með ómmælingum eykur öryggi kynbótamats hjá ungum hrútum. Hún lagar bjögun á holdfyllingarmati fyrir hrúta sem mikið er sett á undan en ekki eru merki um það fyrir hrúta frá sölubúum. Það að taka ómmælingar með veldur bjögun á mati fyrir fitu ef ekki er leiðrétt fyrir kyni.
Erfðaframfarir voru einnig metnar fyrir alla eiginleikana fjóra 2000-2013. Framfarir fyrir holdfyllingarmat og ómvöðva eru miklar allan tímann en hefjast ekki fyrr en um 2003 fyrir fitueiginleika og eru alltaf minni