6 research outputs found

    In the battlefield of politics - representation of female and male politicians in Icelandic news papers

    Get PDF
    This thesis is written within a master´s program in Gender studies, with media studies as a major. It offers a view of feminism, postfeminist media culture and gendered politics. In recent years and decades increasing pressure has been applied to looks and appearance in the media. The print media constantly publish images of celebrities and there is a certain preference for thin and beautiful bodies. Postfeminism that appeared in the last decades of the 20th century works as a resistance against the values of the second wave feminism in which women’s liberation was highly important. The ‘make-up paradigm’ has increased pressure on women and female politicians are no exception from that. The research focus is set on Iceland which has high gender equality standards. Newspaper photographs from two of the biggest newspapers are analyzed, focusing on female and male politicians in today’s political sphere

    One of those stories : Social control, migration, and gossip: Young women in small rural communities in Iceland

    Get PDF
    This PhD thesis focuses on young women in small rural communities in Iceland and different social factors that influence their residence and residential satisfaction in these locations. Special emphasis is placed on the social control of gossip and the effects it has on women. The research is based on quantitative and qualitative methods. Quantitative data was obtained by surveys conducted in Iceland in 2019-2020 in the project Residential Stability and Migration. The results show that the social control of gossip affects the migration intentions of both men and women. Those who perceive much gossip about their love life are twice as likely to have migration intentions than people who do not experience much gossip about their love- life. Of those who have already migrated to the Capital Region from rural areas, women who mention gossip as a reason for prior migration are statistically less likely to return than other migrants. Qualitative data comes from interviews conducted with women in small coastal communities in Iceland in 2019-2021. The interviews focused on gossip, and how the women perceive gossip in their community. The results show that there is gendered social control and slut-shaming in these small communities, where women’s freedom to enjoy privacy is restricted without being the subject of gossip. The women show avoidance behaviour whereby the fear of gossip and shaming affects their actions and behaviour. Single women especially experience strong social control when it comes to sexual activities and love life.This PhD thesis focuses on young women in small rural communities in Iceland and different social factors that influence their residence and residential satisfaction in these locations. Special emphasis is placed on the social control of gossip and the effects it has on women. The research is based on quantitative and qualitative methods. Quantitative data was obtained by surveys conducted in Iceland in 2019-2020 in the project Residential Stability and Migration. The results show that the social control of gossip affects the migration intentions of both men and women. Those who perceive much gossip about their love life are twice as likely to have migration intentions than people who do not experience much gossip about their love- life. Of those who have already migrated to the Capital Region from rural areas, women who mention gossip as a reason for prior migration are statistically less likely to return than other migrants. Qualitative data comes from interviews conducted with women in small coastal communities in Iceland in 2019-2021. The interviews focused on gossip, and how the women perceive gossip in their community. The results show that there is gendered social control and slut-shaming in these small communities, where women’s freedom to enjoy privacy is restricted without being the subject of gossip. The women show avoidance behaviour whereby the fear of gossip and shaming affects their actions and behaviour. Single women especially experience strong social control when it comes to sexual activities and love life

    Sá sem trúir á draug finnur draug : Svæðisútvarp Austurlands á tímum stóriðjuframkvæmda

    No full text
    Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á AkureyriSíðastliðin ár hafa verið mjög viðburðarík á Austurlandi. Umfangsmiklar framkvæmdir hófust árið 2003 þegar ákveðið var að reisa álver í Reyðarfirði og þar með einnig að byggja Kárahnjúkastíflu til að sjá álverinu fyrir rafmagni. Þessar framkvæmdir hafa verið mjög umdeildar frá upphafi og hafa umhverfisverndarsinnar þar mótmælt hvað harðast. Á svo athafnasömum tímum er einnig mikið að gera hjá fjölmiðlum við að upplýsa almenning um allt sem fram fer í samfélaginu, ekki einungis framkvæmdirnar sem slíkar heldur alls kyns fylgifiska þeirra. Svæðisútvarp Austurlands er með útsendingu fjóra daga í viku í 35 mínútur í senn en útsendingin heyrist á bylgju Rásar 2 um allt Austurland. Stöðin hefur þrjá fréttamenn starfandi sem sjá um að afla frétta í Svæðisútvarpið jafnframt því að sjá um mest alla efnisöflun af Austurlandi fyrir Ríkisútvarpið, bæði í útvarp og sjónvarp. Þessi rannsókn tekur til fjögurra ára af fréttum Svæðisútvarpsins til að sjá hvort fyllsta hlutleysis sé gætt í fréttaflutningi af stóriðjunni. Ákveðin tímabil voru tekin fyrir á hverju ári, frá byrjun maí fram í enda september, alls 40 vikur í heildina. Stóriðjufréttir voru greindar niður í tæknilegar-, virkjana-, og umhverfisfréttir þar sem tæknilegar fréttir eru einungis um tæknileg atriði stóriðjuframkvæmdanna í Reyðarfirði og við Kárahnjúka. Tíminn sem fór í virkjana- og umhverfisfréttir reyndist vera mjög svipaður og ekki marktækur munur miðað við 95% öryggismörk. Það sama gilti með þær fréttir sem voru skilgreindar sem jákvæðar eða neikvæðar gagnvart stóriðjunni, það var ekki marktækur munur þar á milli. Svæðisútvarpið hefur fengið á sig þá gagnrýni að vera hlutdrægt, ýmist með eða á móti stóriðjunni. Það virðist þó vera sem fréttaflutningurinn sé í jafnvægi og að íbúar Austurlands fái þannig að njóta þess að hafa nærmiðil sem tekur faglega á málefnum líðandi stundar

    Þjónustusókn og samfélagsábyrgð í dreifbýli

    No full text
    Árið 2014 gerði Þekkingarnet Þingeyinga samfélagsrannsókn á svæðinu frá Jökulsá að Bakkafirði og einnig meðal íbúa Húsavíkur. Í rannsókninni var spurt um ýmsa þætti þjónustusóknar, s.s. hvert íbúar sækja matvöruverslun og heilbrigðisþjónustu. Þá var einnig spurt um ábyrgð á heimilisstörfum, aðstoð við heimanám barna, foreldrastarf og samfélagsábyrgð. Þar voru kynjabreytur skoðaðar sérstaklega og hvernig þessi ábyrgð skiptist á milli kynjanna. Oft er rætt um að konur kjósi síður að búa á landsbyggðinni og því er forvitnilegt að skoða þessa þætti. Niðurstöður könnunarinnar voru mjög áhugaverðar. Meðal annars kom fram að íbúar á svæðinu austan Jökulsár sækja nánast enga þjónustu til Húsavíkur af því sem þó er til staðar heldur fara frekar til Akureyrar. Þá nefna margir að það vanti nýja lágvöruverslun á Húsavík og að slík þjónusta myndi auka viðskipti þeirra þar. Einnig gera margir íbúar Húsavíkur stórinnkaup utan heimabyggðar þó að lágvöruverslunin Kaskó sé á staðnum. Í rannsókninni kom skýrt fram að ábyrgð á foreldrastarfi og almennum heimilisstörfum hvílir enn meira á konum en körlum en svipuð ábyrgð hvíldi á kynjunum þegar kom að pólitískri þátttöku sem endurspeglar samt ekki hlutfall í sveitarstjórnum á svæðinu

    Byggðafesta og búferlaflutningar : Bæir og þorp á Íslandi vorið 2019

    No full text
    Helstu niðurstöður • Mikill hreyfanleiki einkennir minni byggðarkjarna á Íslandi og langflestir íbúanna hafa búið annars staðar en í heimabyggð. Meirihluti íbúanna hefur einhvern tímann búið á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á Íslandi og mörg þeirra hafa einnig búið erlendis. • Margir íbúar ætla að flytja frá byggðarlaginu tímabundið eða fyrir fullt og allt og 14% ætla líklega eða örugglega að flytja á brott á næstu 2–3 árum. Þótt hlutfall þeirra sem ætla að flytja sé misjafnt eftir byggðarkjörnum er lítill munur eftir landshlutum eða stærð byggðarkjarna. Það er í samræmi við opinberar tölur sem sýna að 5-9% íbúa flytja almennt til og frá einstökum sveitarfélögum á hverju ári. • Yfirgnæfandi meirihluti íbúa í smærri byggðarkjörnum eru ánægð með búsetu sína. Flestir íbúar eiga fjölskyldu og vini í byggðarlaginu og flest þeirra tengjast samfélaginu, staðnum og náttúrunni sterkum böndum. • Íbúarnir eru almennt mjög jákvæðir gagnvart aðflutningi Íslendinga til byggðarlagsins, hvort sem aðfluttir eigi rætur að rekja til byggðarlagsins eða ekki. Minni stuðningur er við aðflutning fólks af erlendum uppruna eða aukinni frístundabúsetu fólks með aðalheimili annars staðar. • Svarhlutfall íbúa af erlendum uppruna er mun lægra en þeirra sem eru af íslenskum uppruna. Þau sem eiga báða foreldra af erlendum uppruna eru ívið líklegri til að ætla að flytja en þau sem eiga báða foreldra af íslenskum uppruna. • Þótt konur séu ólíklegri til að afskrifa það alveg að flytja á brott er ekki munur á hlutfalli karla og kvenna sem telja það mjög líklegt. Ójafnt kynjahlutfall í smærri byggðarlögum virðist ekki síður stafa af minni aðflutningi kvenna en meiri brottflutningi þeirra frá slíkum byggðarlögum. • Stór hluti yngsta aldurshópsins ætlar að flytja á brott á næstu árum en það er fátítt meðal þeirra sem komnir eru yfir sjötugt. Í samræmi við það eru svarendur sem búa í foreldrahúsum og námsmenn líklegastir til að ætla að flytja en fólk á eftirlaunum er ólíklegast til þess. • Þau sem lokið hafa stúdentsprófi eða háskólaprófi eru heldur líklegri til að ætla að flytja en þau sem hafa lokið grunnskóla eða iðnmenntun. Fleiri nefna þó tækifæri barna sinna til menntunar en eigin tækifæri sem mikilvæga ástæðu brottflutninga. • Atvinnutækifæri eru mikilvægasta einstaka ástæða þess að fólk segist ætla að flytja búferlum, en aðgengi að menningu og afþreyingu, heilbrigðisþjónustu og verslun og þjónustu skiptir einnig verulegu máli. • Hreint loft, kyrrð og ró, litla hættu á afbrotum og litla umferð skipta miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu í byggðarkjörnunum. Talsvert fleiri þátttakendur töldu þessa þætti skipta meira máli en atvinnumál, húsnæðismál eða nálægð við foreldra, börn eða barnabörn. • Um helmingur svarenda segja að húsið þar sem þau búa skipti þau miklu máli og sá hópur er mun ólíklegri til að flytja á brott. Þau sem eiga húsnæði í byggðarlaginu eru jafnframt mun ólíklegri til að hugsa sér til hreyfings en þau sem eru á leigumarkaði. • Tiltölulega fáir eiga hvorki fjölskyldu né vini í byggðarkjarnanum, en enn færri eiga þar alla fjölskyldu eða vini. Búseta fjölskyldu og þó sérstaklega vina hefur sterk tengsl við fyrirætlanir um að vera um kyrrt eða flytja þangað sem fjölskylda og vinir búa. • Þau sem búa með maka sínum eða uppkomnum börnum eru líklegust til að verða um kyrrt en þau sem búa ein eru ólíklegust til þess. Einstæðir foreldrar sem hafa börn alltaf eða stundum á heimilinu eru í meðallagi líkleg til að ætla að flytja á næstu árum. • Óþægileg félagsleg tengsl skipta einnig máli fyrir búsetuáform og nokkur hópur þeirra sem ætla að flytja á brott á næstu árum nefna umtal eða slúður, gamaldags kynjaviðhorf eða erfið samskipti við tiltekna einstaklinga sem mikilvæga ástæðu fyrir þeim fyrirætlunum. • Mat íbúanna á líklegri þróun lífskjara í byggðarkjarnanum á næstu árum hefur sterkari tengsl við búsetuáform en mat þeirra á þróun síðustu ára.Non peer reviewe
    corecore