15 research outputs found

    Extremely Low Birthweight Infants in Iceland. Survival and Disability

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: In recent years advances in medical care and technology have increased newborn survival rate, both fullterm and preterm. This is reflected in a low Perinatal Mortality Rate in Iceland. Survival of extremely low birthweight infants (ELBW with BW<1000g) has also increased, especially since the availability of surfactant therapy for Respiratory Distress Syndrome of Prematurity. The purpose of this geographically defined national study was to evaluate survival and longterm outcome of ELBW children in Iceland. Material and methods: Information on all births in Iceland 1982-95 was collected from the National Birth Registry and Statistics Iceland with information on ELBW infants weighing 500-999g born in two periods 1982-90 and 1991-95, before and after the use of surfactant became routine therapy. Information on disability was obtained from records at the State Social Security Institute. Comparison was made between the two groups of ELBW infants. Results: In 1982-90 the proportion of ELBW infants was 0.3% of all births (116 of 38.378) and longterm survival at five years of age was 19 of 87 liveborn children or 22%. In 1991-95 ELBW infants were 0.5% of all births (102 of 22.261) and longterm survival was 35 of 67 liveborn children or 52%. Of the 19 ELBW children born in 1982-90 three are considered handicapped (16%) and 6 of 35 ELBW children born in 1991-95 (17%). Conclusions: The study shows that at the same time that proportionally more children are of extreme low birthweight, the survival of ELBW infants has increased from 22% in 1982-90 to 52% in 1991-95. The proportion of ELBW children with disability is not increased significantly between the two periods.Inngangur: Aukin þekking, reynsla og tækniframfarir seinni ára hafa bætt lífsmöguleika veikra nýbura, sem endurspeglast í lágum burðarmálsdauða á Íslandi. Lífslíkur lítilla fyrirbura með fæðingarþyngd <1000 g hafa aukist verulega, einkum eftir að notkun lungnablöðruseytis (surfactants) við glærhimnusjúkdómi (HMD/Hyaline Membrane Disease) varð almenn. Hluti þessara barna glímir við langvinn og alvarleg heilsuvandamál. Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á lífslíkur og fötlun lítilla fyrirbura á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um fæðingar á Íslandi á árabilinu 1982-95 fengust úr tölvuvæddri Fæðingarskráningu Ríkisspítala, nú Landspítala. Einnig var aflað upplýsinga hjá Hagstofu Íslands um litla fyrirbura sem vógu 500-999 g og fæddust á tveimur tímabilum 1982-90 og 1991-95, fyrir og eftir að notkun lungnablöðruseytis varð almenn. Upplýsingar um fötlunargreiningar fengust í gagnagrunni Tryggingastofnunar ríkisins. Við úrvinnslu var gerður samanburður á fyrirburahópunum. Niðurstöður: Á árunum 1982-90 var hlutfall lítilla fyrirbura 0,3% af öllum fæðingum (116 af 38.378) og lifðu 19 af 87 lifandi fæddum börnum við fimm ára aldur, eða 22%. Á seinna tímabilinu 1991-95 var hlutfall lítilla fyrirbura 0,5% af öllum fæðingum (102 af 22.261) og lifðu 35 af 67 lifandi fæddum börnum við fimm ára aldur, eða 52%. Af fyrirburum áranna 1982-90 eru þrjú (16%) af 19 börnum talin fötluð og 6 (17%) af 35 fyrirburum áranna 1991-95. Ályktanir: Rannsóknin sýnir að á sama tíma og hlutfallslega fleiri litlir fyrirburar fæðast í hverjum árgangi hafa lífslíkur þeirra aukist úr 22% á árunum 1982-90 í 52% 1991-95. Hlutfall lítilla fyrirbura með fötlunargreiningar hefur ekki aukist marktækt milli tímabila þrátt fyrir aukna lifun

    Extremely Low Birthweight Infants in Iceland. Neurodevelopmental profileatfiveyearsofage

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: This study was part of a geographically definednationalstudyonsurvival,health,development,and longterm outcome of extremely low birthweight infants (ELBW; birthweight < 1000g) in Iceland focusing on development and neurodevelopmental measures in comparison to a reference group. Methods: All 35 ELBW longtime survivors born in 1991-95 and 55 children as matched reference group were enrolled in a prospective study on longterm health and development. The children underwent medical examinations and neurodevelopmental testing at fiveyearsofagein 1996-2001, and their parents answered a questionnaire on their behavior. Comparison was made between ELBW infants and the reference group. Results: Cognitive measures with the Wechsler Pre-school and Primary Scale of Intelligence-Revised (WPPSI-R) showed significantlylowerfullscaleIQscoresfor the ELBW group compared to the reference group (p<0.001). More difference was apparent between the groups for the performance IQ than the verbal IQ. Scores on Test of Language Development (TOLD-2P) showed differences between the ELBW group and the reference group on the total language quotient (p=0.025). Significantdifferenceswerenotobtainedbetweenthegroupson TOLD-2P´s individual subtests, languistic features nor linguistic systems. Total Scores on the Miller Assessment for Preschoolers (MAP) with emphasis on sensory motor development, were significantlylowerfortheELBWgroup compared to the reference group (p<0.001). Additionally, significantdifferenceswerefoundonthreeoffivesubscales of the MAP. Evaluation of finemotorskillswiththe Finmotorisk utvecklingsstatus 1-7år (FU) revealed significantdifferences(p<0.001),favoringthereferencegroup. Parental answers on the Child Behavior Checklist (CBCL) showed differences between the groups on three of eight factors in favor of the reference group (p<0.001). Conclusions: Developmental testing at fiveyearsofage indicates that the performance of 25% of the ELBW children in this study, is consistent with that of same age peers. However, as a group, the ELBW children performed significantlypoorerregardingcognitivedevelopment and sensory-motor skills when compared to the reference group. The most prominent neurodevelopmental difficultiesoftheELBWchildrenwerewithinperceptual organization, coordination, and executive skills. Behavior problems were not rated as significantaccording to parental answers, although there were some differences between the groups. Since a large portion of ELBW children experiences developmental problems, it is important to provide early intervention during preschool years and support services and special education during school years, to reduce the longterm effects of developmental deficits. Key words: extremely low birthweight infants, development, neurodevelopmental testing, longterm outcome.Tilgangur rannsóknarinnar: Fyrirburar – langtímaeftirlit með heilsu og þroska” var að varpa ljósi á lífslíkur, heilsufar, þroska og langtímahorfur lítilla íslenskra fyrirbura sem vógu minna en 1000g við fæðingu og bera saman við fullburða jafnaldra. Þessi hluti rannsóknarinnar fjallar um helstu niðurstöður þroskamælinga og niðurstöður á mati foreldra á hegðun barna sinna. Aðferðir: Allir 35 litlir fyrirburar áranna 1991-95 og 55 jafnaldra samanburðarbörn tóku þátt í framskyggnri rannsókn á heilsu og þroska. Börnin komu til læknisskoðunar við rúmlega fimm ára aldur á árunum 1996-2001 og gengust undir mælingar á vitsmunaþroska, málþroska, og skynhreyfiþroska. Auk þess svöruðu foreldrar barnanna spurningum um atferli þeirra. Við úrvinnslu var gerður samanburður á frammistöðu fyrirbura og samanburðarbarna. Niðurstöður: Mælingar á vitsmunaþroska samkvæmt Wechsler Preschool and Primary Scale of Intelligence–Revised (WPPSI-R) sýndu lægri heildarniðurstöðu hjá fyrirburum en samanburðarhópi (p<0,001). Þessi munur var meira afgerandi á verklegum hluta en málhluta. Mat á málþroska með Test of Language Development–2P (TOLD-2P) sýndi að málþroskatala var lægri hjá fyrirburum en samanburðarbörnum (p=0,025). Ekki kom fram munur á hópunum þegar frammistaða þeirra á einstökum undirprófum eða málkerfum og málþáttum var borin saman. Mælingar á þroska með megináherslu á skynjun og hreyfingar samkvæmt Miller Assessment for Preschoolers (MAP) sýndu að heildarskor fyrirbura var lægra en samanburðarbarna (p<0,001) og reyndist mestur munur á skynhreyfiþáttum og skynúrvinnslu. Marktækur munur kom í ljós á þremur af fimm kvörðum matstækisins þar sem frammistaða fyrirburanna var síðri. Niðurstöður mælinga á fínhreyfifærni með Finmotorisk Utvecklingsstatus 1-7år (FU) sýndu mun á öllum þáttum (p<0,001) og var um það bil árs munur á frammistöðu hópanna tveggja, samanburðar­börnunum í hag. Niðurstöður úr svörum foreldra við spurningalistanum Child Behavior Checklist (CBCL) sýndu mun á milli hópanna á þremur þáttum af átta, fyrirburum í óhag (p<0,001). Ályktun: Þroskamælingar við fimm ára aldur gefa til kynna að fjórðungur lítilla fyrirbura nær sama árangri og jafnaldra samanburðarbörn. Í heildina er frammistaða lítilla fyrirbura í þessari rannsókn þó marktækt slakari hvað varðar vitsmunaþroska og skynhreyfiþroska. Samkvæmt þeim þroskaprófum sem notuð voru birtist þroskavandi fyrirburanna einkum í flóknari skynúrvinnslu, samhæfingu og skipulagningu athafna. Hegðunarfrávik náðu ekki klínískum mörkum þótt munur væri á milli hópanna á einstaka þáttum. Meirihluti lítilla fyrirbura glímir við umtalsverð þroskafrávik og því er mikilvægt að tryggja þeim snemmtæka íhlutun á leikskólaárum og sérstakan stuðning og kennslu í grunnskóla til þess að draga úr langtímaáhrifum þroskavanda þeirra

    Extremely low birthweight infants in Iceland 1991-95. Risk factors for perinatal and neonatal death

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Survival of extremely low birthweight infants with birthweight <1000 g (ELBW) has increased in recent years, parallel to decline in perinatal mortality rate. This study was part of a geographically defined national study on survival, health, development and longterm outcome of ELBW infants in Iceland 1991-95 focusing on infant and maternal health risk factors affecting infant survival. MATERIAL AND METHODS: Information was collected from the National Birth Registry on births and survival of ELBW infants weighing 500-999 g born in Iceland 1991-95. Information was obtained from hospital records of all liveborn ELBW infants and their mothers regarding maternal health, pregnancy, birth, diseases in the newborn period, lifespan and causes of death. Information on causes of death was collected from autopsy records of deceased infants. Comparison was made between the deceased ELBW infants and the control infants that survived. RESULTS: The study group consisted of 28 infants that died and a control group of 32 infants that survived. Most of the infants died in the first 24 hours after birth (47%). There was no significant difference in birthweight in the two groups nor regarding age of mothers, smoking, alcohol use and medication. Nearly all mothers of deceased infants (97%) had health problems during the pregnancy, compared to 66% mothers in the control group. Mothers of deceased infants had significantly more common infections (p=0.004). Significant difference was found regarding respiratory distress syndrome and intraventricular hemorrhage in infants that died (p=0.001). CONCLUSIONS: The results of the study support that short pregnancy, infection during pregnancy and intraventricular hemorrhage were the main risk factors causing death of ELBW infants in the perinatal and neonatal period in 1991-95.Inngangur: Lífslíkur lítilla fyrirbura með fæðingarþyngd <1000 g hafa aukist verulega undanfarin ár samhliða lækkun á burðarmálsdauða. Tilgangur rannsóknarinnar „Fyrirburar – langtímaeftirlit með heilsu og þroska“ var að varpa ljósi á lífslíkur, heilsufar, þroska og langtímahorfur lítilla fyrirbura á Íslandi 1991-95 og fjallar þessi hluti hennar um þá þætti í heilsufari fyrirburanna og mæðra þeirra sem höfðu áhrif á að börn lifðu ekki. Rannsóknaraðferðir og efniviður: Aflað var upplýsinga úr Fæðingaskráningunni um fæðingar og lifun lítilla fyrirbura sem vógu 500-999 g og fæddust á tímabilinu 1991-95. Leitað var eftir upplýsingum úr sjúkraskrám lifandi fæddra fyrirbura og mæðraskrám mæðra þeirra og skoðaðir þættir er vörðuðu heilsufar mæðranna á meðgöngu, meðgöngulengd, tegund fæðinga, sjúkdóma fyrirbura, lífslengd og dánarorsök. Skoðaðar voru krufningarskýrslur varðandi þau börn sem létust. Við úrvinnslu voru upplýsingar er vörðuðu látna fyrirbura bornar saman við upplýsingar um fyrirbura sem lifðu. Niðurstöður: Rannsóknarhópurinn samanstóð af 28 látnum fyrirburum og samanburðarhópurinn af 32 fyrirburum sem lifðu. Meirihluti fyrirburanna lést á fyrsta sólarhring (47%). Ekki var marktækur munur á fæðingarþyngd hópanna né hvað varðar aldur, reykingar, áfengis- og lyfjanotkun mæðra. Nær allar mæður látinna barna (96%) voru veikar á meðgöngu miðað við 66% mæðra í samanburðarhópi. Sýkingar voru marktækt algengari (p=0,004) hjá mæðrum látnu barnanna. Marktækur munur kom einnig fram varðandi öndunarörðugleika og heilablæðingu hjá fyrirburum sem létust (p<0,001). Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að stutt meðgöngulengd, sýking á meðgöngu og heilablæðing hjá barni eftir fæðingu voru megináhættuþættir fyrir burðarmáls- og nýburadauða lítilla fyrirbura á Íslandi á árunum 1991-95

    Extremely Low Birthweight Infants in Iceland. Health and development

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Survival of extremely low birthweight infants (BW<1000g) in Iceland has increased in recent years, especially since the availability of surfactant therapy for Respiratory Distress Syndrome of Prematurity. This study was part of a geographically defined national study on survival, health, development and longterm outcome of extremely low birthweight (ELBW) infants in Iceland focusing on health, development and disabilities with reference to a control group. Material and methods: Information from the National Birth Registry on births in Iceland of ELBW infants weighing 500-999g was collected in two periods 1982-90 and 1991-95, before and after surfactant therapy became available. Information on pregnancy, birth, diseases in the newborn period and later health problems was collected from hospital records. The ELBW infants born in 1991-95 and matched control children were enrolled to a prospective study on longterm health and development. The children undervent medical examinations and developmental testing at 5 years of age in 1996-2001. Comparison was made between the two groups of ELBW infants and between ELBW infants and control children born in 1991-95. Results: In 1982-90 the longterm survival of ELBW infants at 5 years of age was 22% and 52% in 1991-95. In both periods 1982-90 and 1991-95 similar data was found on ELBW infants regarding mothers health, pregnancy, birth and neonatal period. Difference was found in maternal age being significantly higher (p=0.02) and significally more deliveries by cesarian section (p=0.02) in the latter period. The two groups of ELBW infants were similar regarding sex, birthweight and diseases in the newborn period. Comparison between 35 ELBW infants and 55 control children born 1991-95 showed that significantly more mothers of ELBW children smoked during pregnancy (p=0.003) and suffered from various diseases (p=0.001). More ELBW children were born by cesarian section (p=0.001) than control children and their parents reported more longterm health problems regarding astma (p=0.001), convulsions (p=0.001), difficulties in swallowing (p=0.001) and weight gaining (p=0.005). At five years of age significantly more ELBW children born in 1991-95 compared to control children had abnormal general physical examination (p=<0.001), neurological examination (p=<0.001) and motor skills (p=<0.001). Scores on developmental testing were significantly lower (p=0.002). The proportion of ELBW children with disabilities was 16% in 1982-90 and 14% in 1991-95. Conclusions: The two groups of ELBW infants born in 1982-90 and 1991-95 are similar regarding problems during pregnancy, birth and newborn period. The proportion of children with disabilities is similar in both periods although survival was significantly increased. When compared to matched control children, ELBW children born in 1991-95 suffer significantly more longterm health and developmental problems.Inngangur: Lífslíkur lítilla fyrirbura með fæðingarþyngd <1000 g hafa aukist verulega hin síðari ár einkum eftir að notkun lungnablöðruseytis (surfactants) við glærhimnusjúkdómi (Hyalin Membrane Disease/ HMD) varð almenn. Hluti þessara barna glímir við langvinn og alvarleg heilsuvandamál. Tilgangur rannsóknarinnar ,,Fyrirburar - langtímaeftirlit með heilsu og þroska" var að varpa ljósi á lífslíkur, heilsufar, þroska og langtímahorfur lítilla fyrirbura á Íslandi í samanburði við fullburða jafnaldra og fjallar þessi hluti hennar um heilsufar, þroska og fötlun. Efniviður og aðferðir: Aflað var upplýsinga úr tölvuskrá Fæðingarskráningar Ríkisspítala um fæðingar lítilla fyrirbura sem vógu 500-999 g og fæddust á tveimur tímabilum, 1982-90 og 1991-95, fyrir og eftir að notkun lungnablöðruseytis varð almenn. Leitað var að upplýsingum varðandi meðgöngu, fæðingu, sjúkdóma á nýburatíma og síðari heilsufarsvandamál í sjúkraskrám. Fyrirburar áranna 1991-95 og jafnaldra samanburðarbörn tóku þátt í framskyggnri rannsókn á heilsu og þroska. Börnin komu til skoðunar við rúmlega fimm ára aldur á árunum 1996-2001 og gengust undir þroskamælingar. Við úrvinnslu var annars vegar gerður samanburður á fyrirburahópunum tveimur og hins vegar samanburður á fyrirburum og samanburðarbörnum áranna 1991-95. Niðurstöður: Á árunum 1982-90 lifðu 22% af lifandi fæddum litlum fyrirburum við 5 ára aldur og 52% á seinna tímabilinu 1991-95. Á báðum tímabilum fengust svipaðar upplýsingar um fyrirburamæður, meðgöngu og fæðingu lítilla fyrirbura. Marktækur munur var hvað varðar hærri aldur mæðra (p=0,02) og fjölda fæðinga með keisaraskurði á seinna tímabilinu (p=0,02). Ekki var marktækur munur milli fyrirburahópanna hvað varðar kyn, fæðingarþyngd eða sjúkdóma á nýburatíma. Samanburður milli 35 fyrirbura og 55 samanburðarbarna áranna 1991-95 leiddi í ljós að fleiri mæður fyrirbura reyktu (p=0,003) og glímdu við sjúkdóma á meðgöngu (p=<0,001) og að fleiri fyrirburar fæddust með keisarskurði (p=0,001). Marktækur munur var á heilsufari fyrirbura og samanburðarbarna hvað varðar asma (p=<0,001), krampa (p=<0,001), kyngingarerfiðleika (p=0,001) og erfiðleika með að þyngjast (p=0,005). Athugun við fimm ára aldur leiddi í ljós að miðað við samanburðarbörn voru marktækt fleiri fyrirburar áranna 1991-95 með frávik við almenna skoðun (p=<0,001), taugalæknisfræðilega skoðun (p=<0,001) og við mat á hreyfifærni (p=<0,001). Niðurstöður þroskamælinga voru marktækt lægri (p=0,002). Svipað hlutfall fyrirbura var með fötlun á báðum tímabilum, 16% árin 1982-90 og 14% árin 1991-95. Ályktun: Fyrirburahópar áranna 1982-90 og 1991-95 voru svipaðir hvað varðar heilsufar á meðgöngu, fæðingu og sjúkdóma eftir fæðingu. Hlutfall barna með fötlun var svipað á báðum tímabilum þrátt fyrir marktækt aukna lifun. Samanburður lítilla fyrirbura áranna 1991-95 við jafnaldra samanburðarbörn sýndi að litlir fyrirburar voru með marktækt meiri heilsufarsvandamál og þroskafrávik

    Decreased postural control in adolescents born with extremely low birth weight

    Get PDF
    The survival rates of infants born preterm with extremely low birth weight (ELBW ≤ 1000 g) have gradually improved over the last decades. However, these infants risk to sustain long‐term disorders related to poor neurodevelopment. The objective was to determine whether adolescents born with ELBW have decreased postural control and stability adaptation. Twenty‐nine ELBW subjects performed posturography with eyes open and closed under unperturbed and perturbed standing by repeated calf vibration. Their results were compared with twenty‐one age‐ and gender‐matched controls born after full‐term pregnancy. The ELBW group had significantly decreased stability compared with controls in anteroposterior direction, both during the easier quiet stance posturography (p = 0.007) and during balance perturbations (p = 0.007). The ELBW group had similar stability decrease in lateral direction during balance perturbations (p = 0.013). Statistically, the stability decreases were similar with eyes closed and open, but proportionally larger with eyes open in both directions. Both groups manifested significant adaptation (p ≤ 0.023) to the balance perturbations in anteroposterior direction, though this adaptation process could not compensate for the general stability deficits caused by ELBW on postural control. Hence, adolescent survivors of ELBW commonly suffer long‐term deficits in postural control, manifested as use of substantially more recorded energy on performing stability regulating high‐frequency movements and declined stability with closed and open eyes both in anteroposterior and lateral direction. The determined relationship between premature birth and long‐term functional deficits advocates that interventions should be developed to provide preventive care in neonatal care units and later on in life

    Litlir fyrirburar. Lifun, heilsa og þroski

    No full text
    Markmið: Markmið rannsóknarinnar Litlir fyrirburar – lifun, heilsa og þroski var að meta lífslíkur og horfur lítilla fyrirbura á Íslandi. Einnig var markmiðið að skoða heilsu, þroska og hegðun barna og unglinga sem fæddust á árunum 1991-1995 og vógu minna en 1000g við fæðingu, og bera saman við fullburða jafnaldra. Aðferðir: Upplýsingum um lifun fyrirbura, heilsufar mæðra og fyrirbura var safnað fyrir árin 1982-1990, 1991-1995 og 2001-2005 og gerður saman¬burður milli tímabilanna þriggja. Dánarorsakir fyrirbura áranna 1991-1995 voru metnar í ljósi heilsufarsþátta. Fyrirburar áranna 1991-1995 tóku þátt í rannsóknum á heilsu, þroska og hegðun við 5 ára aldur barnanna (1996-2001) og á unglingsárum (2010). Við 5 ára aldur gengust 35 fyrirburar og 55 fullburða jafnaldrar undir læknisskoðun og þverfaglegar þroskamælingar og foreldrar svöruðu spurningalistum um hegðun. Á unglingsárum var upplýsingum safnað um hömlun, heilsufar, vöxt, þroska, skólagöngu, félagslega þátttöku og líðan fyrirbura áranna 1991-1995. Framkvæmd var læknisskoðun, blóðrannsóknir, lungnablásturspróf, augnskoðun, mæling á heyrn og jafnvægi. Upplýsingar fengust um árangur fyrirburanna á samræmdum prófum í 4., 7. og 10. bekk. Hegðun, félagsleg aðlögun og lífsgæði voru metin með spurningalistum sem unglingar og foreldrar svöruðu. Samanburðarunglingar og foreldrar svöruðu sömu spurningalistum auk spurninga um heilsufar og vöxt, en gengust ekki undir læknisskoðun eða rannsóknir. Upplýsingar fengust um árangur þeirra á samræmdum prófum í 4., 7. og 10. bekk. Unglingarannsóknin fór fram 2010 þegar þátttakendur voru 14-19 ára og tóku 30 fyrirburar og 30 samanburðarunglingar þátt í henni. Niðurstöður: Hlutfall lítilla fyrirbura var 0,3% fæðinga 1982-1990, 0,5% 1991-1995 og 0.3% 2001-2005. Lifun var 22%, 52% og 63% á tímabilunum þremur. Um marktækan mun var að ræða milli fyrstu tveggja tímabilanna. Meðalaldur fyrirburamæðra var 26 ár, 30 ár og 30 ár og meðgöngulengd var 27 vikur að meðaltali á tímabilunum þremur. Fæðingarþyngd var 804g, 832g og 826g að meðaltali. Helstu sjúkdómar mæðra voru blæðing fyrir fæðingu (42%, 23%, 19%), hækkaður blóðþrýstingur (11%, 23%, 42%) og staðfest sýking (11%, 14%, 13%). Hlutfall mæðra sem reykti á meðgöngu var 37%, 42% og 26%. Fæðingum með keisaraskurði fjölgaði milli tímabila (21%, 57%, 74%). Helstu sjúkdómar fyrirbura voru glærhimnusjúkdómur (100%, 97%, 81%), opin fósturæð (47%, 46%, 52%), sýkingar (47%, 46%, 68%), þarmadrepsbólga (11%, 3%, 10%) og heilablæðing (11%, 6%, 19%). Megin áhættuþættir fyrir burðarmáls- og nýburadauða lítilla fyrirbura á Íslandi á árunum 1991-1995 voru stutt meðgöngulengd, sýking á meðgöngu og heilablæðing. Við 5 ára aldur voru litlir fyrirburar áranna 1991-1995 með meiri heilsufarsvanda og slakari vöxt en samanburðarbörn. Frammistaða á þroskaprófum var slakari hvað varðar vitsmunaþroska og skynhreyfiþroska, en ekki málþroska. Þroskavandi fyrirburanna fólst einkum í erfiðleikum með flókna skynúrvinnslu, samhæfingu, stjórnun líkamsstöðu og skipulagningu athafna. Meiri hegðunarfrávik komu fram hjá fyrirburum en samanburðarbörnum samkvæmt svörum foreldra. Fjórðungur fyriburanna var óaðgreinanlegur frá fullburða jafnöldrum. Við 5 ára aldur var hlutfall fyrirbura með líkamlega eða andlega hömlun svipað á tímabilunum þremur. Árin 1982-1990 voru þrjú börn af 19 með staðfesta hömlun (16%), tvö voru með þroskahömlun og eitt með lögblindu. Af 35 fyrirburum áranna 1991-1995 voru sex börn með staðfesta hömlun (17%), þar af voru fimm með þroskahömlun og voru þrjú þeirra einnig með hreyfihömlun og eitt með blindu. Einn fyrirburi var með hreyfihömlun án vitsmunaskerðingar. Af 31 fyrirbura áranna 2001-2005 voru sex börn með staðfesta hömlun (19%), sex með hreyfihömlun og eitt einnig með þroskahömlun. Á unglingsárum voru átta (27%) af 30 fyrirburum áranna 1991-1995 með staðfesta hömlun. Þrír (10%) voru með alvarlega hömlun, þroskahömlun og hreyfihömlun auk sjónskerðingar, heyrnarskerð-ingar eða einhverfu. Fimm (17%) voru með væga hömlun, einn með hreyfihömlun án skerðingar á vitsmunaþroska, fjórir voru með væga þroskahömlun eða námserfiðleika og voru tveir þeirra einnig með heyrnarskerðingu eða sjónskerðingu. Langvinnur heilsuvandi hrjáði 17 (57%) fyrirbura áranna 1991-1995 sem komnir voru á unglingsár, einkum astma (20%), geðsjúkdómar (13%) og sjúkdómar í miðtaugakerfi (13%). Frávik komu fram við almenna skoðun hjá 18 (62%) fyrirburum og hjá 12 (41%) við taugalæknisfræðilega skoðun. Hæð, þyngd og höfuðummál flestra fyrirbura voru sambærileg og hjá samanburðarhópi. Lungnaþolpróf voru innan meðalmarka hjá 16 (55%) fyrirburum og 10 (35%) fyrirburar voru með lág gildi eða merki um berkjusamdrátt. Jafnvægi fyrirburahóps var verra en samanburðarhóps þegar hóparnir voru með opin augu en ekki var munur með lokuð augu. Frammistaða fyrirbura í samræmdum prófum í stærðfræði og íslensku var slakari en samanburðarbarna og var um marktækan mun að ræða í öllum prófum. Niðurstöður þroska (sjá frh. í ritgerðinni sjálfri)Aims: The aim of the study Outcome of Children Born with Extremely Low Birth Weight (ELBW) – survival, health and development, was to examine survival and outcome of ELBW children in Iceland. The aim was also to assess health, development and behaviour of children and adolescents who were born in 1991-1995 and weighed less than 1000g at birth, and compare with full term peers. Methods: Information on infant survival, maternal and infant perinatal health parameters was collected for the years 1982-1990, 1991-1995 and 2001-2005 and the three periods were compared. Causes of death of ELBW infants in 1991-1995 were evaluated in connection with perinatal health parameters. ELBW children of 1991-1995 participated in a study on health, development and behaviour at 5 years of age (1996-2001) and in adolescence (2010). At 5 years of age 35 ELBW children and 55 full term peers underwent medical examination and multidisciplinary developmental assessment and parents answered questionnaires on behaviour. In adolescence information was collected on disabilities, health, growth, development, school activities, social participation and emotional well-being. The ELBW teenagers underwent physical examination, blood tests, lung function tests, ophthalmologic examination and assessment of hearing and posture control. Information was obtained on ELBW results on national standardized tests in grades 4, 7 and 10. Behaviour, social adaptation and quality of life were assessed by self-report and proxy questionnaires. The control teenagers and parents answered the same questionnaires as well as questions on health and growth but were not examined medically. Information was obtained on their results on national standardized tests in grades 4, 7 and 10. The teenage study was conducted in 2010 when the adolescents were 14-19 years old, with participation of 30 ELBW teenagers and 30 full term peers. Results: The proportion of ELBW infants was 0.3% of all births in 1982-1990, 0.5% 1991-1995 and 0.3% 2001-2005. Survival was 22%, 52% and 63% in the three periods. Statistical difference was significant between the first two periods. Maternal mean age was 26 years, 30 years and 30 years and mean gestation age was 27 weeks in the three periods. Mean birthweight was 804g, 832g and 826g. Maternal perinatal health problems were antepartum haemorrhage (42%, 23%, 19%), hypertension (11%, 23%, 42%) and confirmed infection (11%, 14%, 13%). The proportion of mothers smoking during pregnancy was 37%, 42%, 26%. Deliveries by caesarean section increased between the three periods (21%, 57%, 74%). Neonatal health problems were respiratory distress of prematurity (100%, 97%, 81%), patent ductus arteriosus (47%, 46%, 52%), infections (47%, 46%, 68%), necrotizing enterocolitis (11%, 3%, 10%) and intra ventricular haemorrhage (11%, 6%, 19%). Main risk factors for death of ELBW infants in the perinatal and neonatal period in 1991-1995 were short gestational age, infection during pregnancy and intraventricular haemorrhage. At 5 years of age the ELBW children had more health problems and growth failure than control children. Results on developmental testing were lower regarding cognitive status and sensory motor skills, but not language skills. The ELBW developmental problems were most prominent within perceptual organization, coordination, motor planning and control. Behavioural problems were reported more often by ELBW parents. A quarter of the ELBW children were indistinguishable from fullterm children. At 5 years of age the proportion of ELBW children with physical or cognitive disabilities was similar in the three periods. In 1982-90 three of 19 ELBW children had confirmed disabilities (16%), two had intellectual disabilities and one was legally blind. Of 35 ELBW children born in 1991-1995 six children had confirmed disabilities (17%), thereof five with intellectual disabilities. Three of them also had physical disabilities and one was blind. One ELBW child had physical disability without cognitive deficits. Of the 31 ELBW children born in 2001-2005 six had confirmed disabilities (19%), six had physical disabilities and one also had intellectual disability. In adolescence eight (27%) of 30 ELBW teenagers from 1991-1995 had confirmed disabilities. Three (10%) had major disabilities, intellectual disability and physical disability with visual impairment, hearing impairment or autism. Five (17%) had mild disabilities, one with physical disability without cognitive deficits, four had intellectual disability or learning disorders and two of them also had hearing- or visual impairment. Chronic medical conditions affected 17 (57%) of ELBW teenagers of 1991-1995, especially asthma (20%), psychiatric disorders (13%), and neurological disorders (13%). General medical examination revealed abnormalities in 18 (62%) of ELBW teenagers, and neurological examination was abnormal for 12 (41%). Height, weight and head circumference measurements were similar to the (continued in thesis

    Sandfok á Íslandi 2002 - 2011. Tíðni, upptakasvæði og veðuraðstæður

    No full text
    Landeyðing er vaxandi vandamál í heiminum og er ein afleiðing þess aukin tíðni sandfoks. Þrátt fyrir milt og rakt veðurfar á Íslandi er nokkuð um sandfok sem getur valdið tjóni og miklum óþægindum. Í þessari rannsókn var könnuð tíðni sandfoks á árunum 2002-2011, upptakasvæði þess og ríkjandi veðuraðstæður. Notast var við gervihnattamyndir, veðurskeyti- og skrár, fréttir og svifryksmælingar. Þá voru gerð fyrstu drög af líkanareikningum með veðurgögn, og kom í ljós að með því hefði verið hægt að spá fyrir um 64% af því sandfoki sem kom frá Landeyjarsandi 2002-2011. Sandfok á Íslandi reyndist vera töluvert en á tíu árum greindust hið minnsta 863 sandfoksatburðir á 449 dögum. Flestir þeirra urðu árið 2010, vegna öskufalls frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Mesta sandfokið varð á vorin og haustin, líklega vegna breytileika í efnisframboði og veðuraðstæðum. Virku upptakasvæðin eru 26 talsins og voru 14 þeirra upptök tíu sandfoksatburða eða fleiri á tíu ára tímabili. Þessi svæði eru: Landeyjarsandur, Meðalsandur, Mýrdalssandur, Leirur, Núpsvötn, Skeiðarárssandur, Holuhraun, Gljá, Rangársandur, Mýrar, Klausturfjara, Skógarsandur, Meðallandsfjörur og Höfn; en upptök flestra atburðanna voru á Landeyjarsandi (97). Samtals urðu 492 sandfoksatburðir á þessum 14 svæðum en það eru 80% þess sandfoks þar sem upptakasvæði var þekkt. Öll svæðin, nema Holuhraun, eru á suður- eða suðausturströnd landsins. Virku upprunasvæðin eru öll við, eða nálægt, jökulám eða ósum þeirra. Það gefur til kynna hversu mikið jöklar stjórna efnisframboði sandfoks hér á landi, og þar með tíðni þess. Undantekningar verða eftir mikil öskugos en þá verður meiri dreifing á staðsetningu upprunasvæða. Meðalvindhraði sem þurfti til að koma sandfoki af stað var 10,4 m/s. Ef vindhraði var undir 7 m/s var yfirleitt frost nóttina áður sem bendir til þess að frost lækki rofþröskuldshraða. Meiri vindhraða þurfti yfirleitt eftir því sem styttra var frá síðustu úrkomu. Vindáttir við sandfok voru mjög afgerandi eftir svæðum

    Outcome of extremely low birth weight children in Iceland 1988-2012

    No full text
    Publisher Copyright: © 2020 Laeknafelag Islands. All rights reserved.Introduction: Extremely low birth weight (ELBW) children (birth weight ≤1000 g) are at risk of adverse neurodevelopmental outcome. The objectives of this study were to determine the prevalence of developmental disorders and disabilities among ELBW children born in Iceland during a 25 year period and to assess which clinical factors predict disability among these children. Material and methods: A retrospective study of all ELBW children born in Iceland 1988-2012 and discharged alive. The study group was found in the Children's Hospital of Iceland NICU registry. Information was gathered from the NICU registry, the children's and their mothers' medical records and the State Diagnostic and Counselling Centre database. Results: Of 189 children 45 (24%) had developmental disorders, 13 (7%) had mild disorders and 32 (17%) had major disorders (disability) at 3-6 years. Risk factors for disability were multiple birth (RR 2.21; 95% CI: 1.19-4.09), Apgar < 5 after one minute (RR 2.40; 95% CI: 1.14-5.07), the initiation of enteral feeding more than four days after birth (RR 2.14; 95% CI: 1.11-4.11), full enteral feeding achieved after more then 21 days (RR 2.15; 95% CI: 1.11-4.15), neonatal pneumonia (RR 3.61; 95% CI: 1.98-6.57) and PVL (RR 4.84; 95% CI: 2.81-8.34). Conclusion: The majority of ELBW children do not have major developmental disorders. The rate of disability in this study is similar to other studies. The study probably underestimates the rate of mild developmental disorders in the Icelandic population. Risk factors for disability in this study are comparable to previous studies.Peer reviewe

    Outcome of Extremely Low Birth Weight Children in Iceland 1988-2012

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadINNGANGUR Vanþroski minnstu fyrirburanna (fæðingarþyngd ≤1000 g) veldur aukinni hættu á röskun í þroska miðtaugakerfis. Afleiðingarnar geta verið skertur hreyfi- og vitsmunaþroski, sjón- og heyrnarskerðing, námserfiðleikar, hegðunarvandi og einhverfurófsröskun. Markmið rannsóknarinnar voru að kanna algengi þroskafrávika og hömlunar hjá minnstu fyrirburunum á Íslandi á 25 ára tímabili og meta hvaða klínísku þættir spá fyrir um hömlun hjá þeim. EFNIVIÐUR OGAÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra barna sem fæddust á Íslandi 1988-2012, voru ≤1000 g við fæðingu og útskrifuðust á lífi. Rannsóknarhópurinn var sóttur í Vökuskrá Barnaspítala Hringsins. Upplýsingar voru fengnar úr Vökuskrá, sjúkraskrám barnanna og mæðra þeirra ásamt gagnagrunni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. NIÐURSTÖÐUR Af 189 börnum voru 45 (24%) með staðfest þroskafrávik, 13 (7%) með væg frávik og 32 (17%) alvarleg frávik (hömlun) við 3-6 ára aldur. Áhættuþættir fyrir hömlun voru fjölburafæðing (ÁH 2,21; 95% ÖB: 1,19-4,09), Apgar <5 eftir eina mínútu (ÁH 2,40; 95% ÖB: 1,14-5,07), ef fæðugjöf í sondu hófst meira en fjórum dögum eftir fæðingu (ÁH 2,14; 95% ÖB: 1,11-4,11), ef fullu fæði var náð eftir meira en 21 dag (ÁH 2,15; 95% ÖB: 1,11-4,15), lungnabólga á nýburaskeiði (ÁH 3,61; 95% ÖB: 1,98-6,57) og PVL (ÁH 4,84; 95% ÖB: 2,81-8,34). ÁLYKTUN Meirihluti minnstu fyrirburanna glímir ekki við alvarleg þroskafrávik. Hlutfall barna með hömlun í þessari rannsókn er sambærilegt við niðurstöður annarra íslenskra og erlendra rannsókna en hlutfall vægari þroskafrávika í þýðinu er líklega vanmetið. Áhættuþættir hömlunar í þessari rannsókn eiga sér hliðstæðu í erlendum rannsóknum.Introduction: Extremely low birth weight (ELBW) children (birth weight ≤1000 g) are at risk of adverse neurodevelopmental outcome. The objectives of this study were to determine the prevalence of developmental disorders and disabilities among ELBW children born in Iceland during a 25 year period and to assess which clinical factors predict disability among these children. Material and methods: A retrospective study of all ELBW children born in Iceland 1988-2012 and discharged alive. The study group was found in the Children´s Hospital of Iceland NICU registry. Information was gathered from the NICU registry, the children´s and their mothers´ medical records and the State Diagnostic and Counselling Centre database. Results: Of 189 children 45 (24%) had developmental disorders, 13 (7%) had mild disorders and 32 (17%) had major disorders (disability) at 3-6 years. Risk factors for disability were multiple birth (RR 2.21; 95% CI: 1.19-4.09), Apgar < 5 after one minute (RR 2.40; 95% CI: 1.14-5.07), the initiation of enteral feeding more than four days after birth (RR 2.14; 95% CI: 1.11-4.11), full enteral feeding achieved after more then 21 days (RR 2.15; 95% CI: 1.11-4.15), neonatal pneumonia (RR 3.61; 95% CI: 1.98-6.57) and PVL (RR 4.84; 95% CI: 2.81-8.34). Conclusion: The majority of ELBW children do not have major developmental disorders. The rate of disability in this study is similar to other studies. The study probably underestimates the rate of mild developmental disorders in the Icelandic population. Risk factors for disability in this study are comparable to previous studies.Vísindasjóður Landspítal
    corecore