research

Extremely Low Birthweight Infants in Iceland. Neurodevelopmental profileatfiveyearsofage

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: This study was part of a geographically definednationalstudyonsurvival,health,development,and longterm outcome of extremely low birthweight infants (ELBW; birthweight < 1000g) in Iceland focusing on development and neurodevelopmental measures in comparison to a reference group. Methods: All 35 ELBW longtime survivors born in 1991-95 and 55 children as matched reference group were enrolled in a prospective study on longterm health and development. The children underwent medical examinations and neurodevelopmental testing at fiveyearsofagein 1996-2001, and their parents answered a questionnaire on their behavior. Comparison was made between ELBW infants and the reference group. Results: Cognitive measures with the Wechsler Pre-school and Primary Scale of Intelligence-Revised (WPPSI-R) showed significantlylowerfullscaleIQscoresfor the ELBW group compared to the reference group (p<0.001). More difference was apparent between the groups for the performance IQ than the verbal IQ. Scores on Test of Language Development (TOLD-2P) showed differences between the ELBW group and the reference group on the total language quotient (p=0.025). Significantdifferenceswerenotobtainedbetweenthegroupson TOLD-2P´s individual subtests, languistic features nor linguistic systems. Total Scores on the Miller Assessment for Preschoolers (MAP) with emphasis on sensory motor development, were significantlylowerfortheELBWgroup compared to the reference group (p<0.001). Additionally, significantdifferenceswerefoundonthreeoffivesubscales of the MAP. Evaluation of finemotorskillswiththe Finmotorisk utvecklingsstatus 1-7år (FU) revealed significantdifferences(p<0.001),favoringthereferencegroup. Parental answers on the Child Behavior Checklist (CBCL) showed differences between the groups on three of eight factors in favor of the reference group (p<0.001). Conclusions: Developmental testing at fiveyearsofage indicates that the performance of 25% of the ELBW children in this study, is consistent with that of same age peers. However, as a group, the ELBW children performed significantlypoorerregardingcognitivedevelopment and sensory-motor skills when compared to the reference group. The most prominent neurodevelopmental difficultiesoftheELBWchildrenwerewithinperceptual organization, coordination, and executive skills. Behavior problems were not rated as significantaccording to parental answers, although there were some differences between the groups. Since a large portion of ELBW children experiences developmental problems, it is important to provide early intervention during preschool years and support services and special education during school years, to reduce the longterm effects of developmental deficits. Key words: extremely low birthweight infants, development, neurodevelopmental testing, longterm outcome.Tilgangur rannsóknarinnar: Fyrirburar – langtímaeftirlit með heilsu og þroska” var að varpa ljósi á lífslíkur, heilsufar, þroska og langtímahorfur lítilla íslenskra fyrirbura sem vógu minna en 1000g við fæðingu og bera saman við fullburða jafnaldra. Þessi hluti rannsóknarinnar fjallar um helstu niðurstöður þroskamælinga og niðurstöður á mati foreldra á hegðun barna sinna. Aðferðir: Allir 35 litlir fyrirburar áranna 1991-95 og 55 jafnaldra samanburðarbörn tóku þátt í framskyggnri rannsókn á heilsu og þroska. Börnin komu til læknisskoðunar við rúmlega fimm ára aldur á árunum 1996-2001 og gengust undir mælingar á vitsmunaþroska, málþroska, og skynhreyfiþroska. Auk þess svöruðu foreldrar barnanna spurningum um atferli þeirra. Við úrvinnslu var gerður samanburður á frammistöðu fyrirbura og samanburðarbarna. Niðurstöður: Mælingar á vitsmunaþroska samkvæmt Wechsler Preschool and Primary Scale of Intelligence–Revised (WPPSI-R) sýndu lægri heildarniðurstöðu hjá fyrirburum en samanburðarhópi (p<0,001). Þessi munur var meira afgerandi á verklegum hluta en málhluta. Mat á málþroska með Test of Language Development–2P (TOLD-2P) sýndi að málþroskatala var lægri hjá fyrirburum en samanburðarbörnum (p=0,025). Ekki kom fram munur á hópunum þegar frammistaða þeirra á einstökum undirprófum eða málkerfum og málþáttum var borin saman. Mælingar á þroska með megináherslu á skynjun og hreyfingar samkvæmt Miller Assessment for Preschoolers (MAP) sýndu að heildarskor fyrirbura var lægra en samanburðarbarna (p<0,001) og reyndist mestur munur á skynhreyfiþáttum og skynúrvinnslu. Marktækur munur kom í ljós á þremur af fimm kvörðum matstækisins þar sem frammistaða fyrirburanna var síðri. Niðurstöður mælinga á fínhreyfifærni með Finmotorisk Utvecklingsstatus 1-7år (FU) sýndu mun á öllum þáttum (p<0,001) og var um það bil árs munur á frammistöðu hópanna tveggja, samanburðar­börnunum í hag. Niðurstöður úr svörum foreldra við spurningalistanum Child Behavior Checklist (CBCL) sýndu mun á milli hópanna á þremur þáttum af átta, fyrirburum í óhag (p<0,001). Ályktun: Þroskamælingar við fimm ára aldur gefa til kynna að fjórðungur lítilla fyrirbura nær sama árangri og jafnaldra samanburðarbörn. Í heildina er frammistaða lítilla fyrirbura í þessari rannsókn þó marktækt slakari hvað varðar vitsmunaþroska og skynhreyfiþroska. Samkvæmt þeim þroskaprófum sem notuð voru birtist þroskavandi fyrirburanna einkum í flóknari skynúrvinnslu, samhæfingu og skipulagningu athafna. Hegðunarfrávik náðu ekki klínískum mörkum þótt munur væri á milli hópanna á einstaka þáttum. Meirihluti lítilla fyrirbura glímir við umtalsverð þroskafrávik og því er mikilvægt að tryggja þeim snemmtæka íhlutun á leikskólaárum og sérstakan stuðning og kennslu í grunnskóla til þess að draga úr langtímaáhrifum þroskavanda þeirra

    Similar works