11 research outputs found

    Reduction of shoulder dislocation with the Cunningham method

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesInngangur: Í byrjun árs 2013 var læknum bráðamóttöku Landspítala kennd ný aðferð til réttingar á liðhlaupi í öxl - Cunningham-aðferðin. Byggir hún á þeirri kenningu að höfuð upphandleggs haldist utan liðskálar vegna spennu í löngu sin tvíhöfðavöðva.1,2 Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif innleiðslu aðferðarinnar á árangur réttinga, fjölda tilrauna, dvalartíma á bráðadeild, fjölda slævinga og verkjalyfjagjöf. Efniviður og aðferðir: Leitað var rafrænt að sjúklingum sem komu á bráðamóttöku og fengu greininguna liðhlaup í öxl og/eða meðferðarkóðann rétting liðhlaups í öxl fyrir árin 2012 og 2013. Skráður var aldur og kyn sjúklinga, inn- og útskriftartími, aðferðir við réttingu, verkja- og slævingarlyf gefin og hvort um var að ræða fyrsta liðhlaup. Beitt var lýsandi tölfræði og t-test eða chi-square notað til að reikna út p-gildi. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu var alls reynt að rétta axlarliðhlaup í 190 tilfellum og tókst rétting í 95% tilvika á bráðamóttöku. Hlutfall sjúklinga þar sem Cunningham-aðferðinni var beitt hækkaði úr 1% í 27% á milli ára. Meðalfjöldi tilrauna var 1,15 fyrra árið og 1,38 seinna árið (p=0,002). Hlutfall heppnaðra réttinga í fyrstu tilraun lækkaði úr 81,6% í 66% (p=0,016) en rétting tókst á bráðamóttöku í 93,1% og 97,1% tilfella (p=0,305). Meðferðartíminn var svipaður milli ára eða 226 og 219 mínútur (p=0,839). Hlutfall slævinga lækkaði úr 85,1% í 73,8% (p=0,024) en notkun verkjalyfja var svipuð milli ára eða 70,6% og 69,6% (p=0,843). Ályktun: Innleiðsla Cunningham-aðferðarinnar við réttingu axlarliðhlaupa leiddi til marktækrar fækkunar á slævingum en hafði engin áhrif á dvalartíma á bráðadeild eða heildarhlutfall heppnaðra réttinga.Inngangur: Í byrjun árs 2013 var læknum bráðamóttöku Landspítala kennd ný aðferð til réttingar á liðhlaupi í öxl - Cunningham-aðferðin. Byggir hún á þeirri kenningu að höfuð upphandleggs haldist utan liðskálar vegna spennu í löngu sin tvíhöfðavöðva.1,2 Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif innleiðslu aðferðarinnar á árangur réttinga, fjölda tilrauna, dvalartíma á bráðadeild, fjölda slævinga og verkjalyfjagjöf. Efniviður og aðferðir: Leitað var rafrænt að sjúklingum sem komu á bráðamóttöku og fengu greininguna liðhlaup í öxl og/eða meðferðarkóðann rétting liðhlaups í öxl fyrir árin 2012 og 2013. Skráður var aldur og kyn sjúklinga, inn- og útskriftartími, aðferðir við réttingu, verkja- og slævingarlyf gefin og hvort um var að ræða fyrsta liðhlaup. Beitt var lýsandi tölfræði og t-test eða chi-square notað til að reikna út p-gildi. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu var alls reynt að rétta axlarliðhlaup í 190 tilfellum og tókst rétting í 95% tilvika á bráðamóttöku. Hlutfall sjúklinga þar sem Cunningham-aðferðinni var beitt hækkaði úr 1% í 27% á milli ára. Meðalfjöldi tilrauna var 1,15 fyrra árið og 1,38 seinna árið (p=0,002). Hlutfall heppnaðra réttinga í fyrstu tilraun lækkaði úr 81,6% í 66% (p=0,016) en rétting tókst á bráðamóttöku í 93,1% og 97,1% tilfella (p=0,305). Meðferðartíminn var svipaður milli ára eða 226 og 219 mínútur (p=0,839). Hlutfall slævinga lækkaði úr 85,1% í 73,8% (p=0,024) en notkun verkjalyfja var svipuð milli ára eða 70,6% og 69,6% (p=0,843). Ályktun: Innleiðsla Cunningham-aðferðarinnar við réttingu axlarliðhlaupa leiddi til marktækrar fækkunar á slævingum en hafði engin áhrif á dvalartíma á bráðadeild eða heildarhlutfall heppnaðra réttinga

    Clinical guidelines from Landspitali University Hospital on the diagnosis and treatment of acute asthma exacerbation

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)janúar 2003 voru gefnar út á vegum Scottish Intercollegiate Guidelines (SIGN) og The British Thoracic Society vandaðar leiðbeiningar um grein-ingu og meðferð bráðrar versnunar á astma. Birt-ust leiðbeiningarnar í Thorax 2003; 58 (Suppl 1) og eru aðgengilegar á pdf-formi á slóðinni: www.sign.ac.uk/guidelines/fulltext/63/index.html Ástæða þess að talið var æskilegt að þýða og staðfæra hluta leiðbeininganna hér á landi var að um algengt bráðavandamál er að ræða sem læknar þurfa að vera færir um að bregðast við. Því er til mikilla bóta ef hægt er að nálgast einfaldar og skýrar leiðbeiningar um greiningu og meðferð þessara sjúklinga. Rétt er að benda á að heildarleiðbeiningarnar frá SIGN eru mjög ítarlegar og taka meðal annars til astma í börnum, astma á meðgöngu auk almenns fróðleiks um greiningu og meðferð sjúkdómsins. Vinnuhópurinn sem tók að sér að þýða og staðfæra þessar leiðbeiningar um bráðaversnun á astma var skipaður eftirtöldum: Hjalti Már Björnsson, deildarlæknir Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir Jón Steinar Jónsson, heilsugæslulæknir Unnur Steina Björnsdóttir, ofnæmislæknir Inga Sif Ólafsdóttir, deildarlæknir Ari J. Jóhannesson, formaður nefndar um klínískar leiðbeiningar á Landspítala. Þar sem um er að ræða gagnreynda (evidence based) ferla voru óverulegar breytingar gerðar á þeim við þýðingu. Nánari sundurliðun á öllum breytingum sem gerðar voru má finna á vefsvæði kínískra leiðbeininga á www.landspitali.is Uppsetning ferlanna miðast við að auðvelt sé að prenta þá út og hafa á veggspjöldum þar sem þeirra er þörf

    Samfélag fjölbreytileikans: Samskipti heimamanna og innflytjenda á Íslandi

    Get PDF
    Þessi ritrýnda útgáfa er afrakstur rannsóknaverkefnisins Inclusive Societies? The Integration of Immigrants in Iceland.Rannsóknin var styrkt af Rannsóknasjóði Rannís (styrkur nr. 184903-051).Peer Reviewe

    Reglugerð ESB nr. 1026/2012 með hliðsjón af Makríldeilunni : samrýmist beiting viðskiptaþvingana hennar reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar?

    No full text
    Með reglugerð (ESB) nr. 1026/2012 er ESB veitt heimild til að beita þriðju lönd sem leyfa ósjálfbærar veiðar á fiskistofnum sem ESB hefur sameiginlega hagsmuni af viðskiptaþvingunum. Reglugerðina innleiddi ESB meðal annars vegna svokallaðrar Makríldeilu en hún stendur enn yfir. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á það hvenær ESB geti beitt viðskiptaþvingunum reglugerðarinnar og hvort beiting þeirra samrýmist reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Við úrlausn á spurningunum er Makríldeila ESB og Íslands höfð til hliðsjónar sem raundæmi. Í upphafi ritgerðarinnar er gerð grein fyrir meginákvæðum sem gilda um stjórn makrílveiða. Þar á eftir er í stórum dráttum fjallað um þróun Makríldeilunnar og vikið að því hver staðan sé í dag. Að því loknu er gerð ítarleg grein fyrir reglugerð nr. 1026/2012 og hvenær ESB sé heimilt að beita viðskiptaþvingunum á grundvelli hennar. Meginþungi ritgerðarinnar fer svo í skoðun á því hvort viðskiptaþvinganir reglugerðarinnar samrýmist reglum WTO. Í þeim efnum er í fyrsta lagi litið til þess hvort að ráðstafanirnar stangist á við efnisákvæði hins almenna samnings um tolla og viðskipti (GATT), í öðru lagi hvort mögulegt brot megi tímabundið réttlæta undir b- eða g-lið XX. gr. GATT og í þriðja lagi hvort kröfur inngangsorða XX. gr., gjarnan nefnd chapeau, yrðu taldar uppfylltar. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að ESB hafi víðtækt ákvörðunarvald um hvenær það geti beitt viðskiptaþvingunum reglugerðarinnar. Þá er komist að því að beiting ráðstafana hennar myndi að öllum líkindum stangast á við tiltekin efnisákvæði GATT en að þær gætu verið réttlætanlegar tímabundið undir annað hvort undanþáguákvæði b- eða g-liðar XX. gr. þess. Mestur vafi sé á því hvort beiting ráðstafananna myndi uppfylla kröfur chapeau en slíkt færi eftir atvikum hverju sinni, t.a.m. hvort að ESB hafi sinnt samstarfsskyldu sinni.Regulation (EU) No 1026/2012 lays down a framework for the European Union (EU) to adopt trade measures regarding third countries that allow non-sustainable fishing of stocks that are of common interest to the EU and those third countries. The regulation was enacted by the EU because of a particular dispute, the so-called Mackerel War, which is still ongoing. The aim of this thesis is to shed light on when the EU can apply the regulation’s trade measures and whether those measures are compatible with WTO rules. To resolve these questions, the Mackerel War dispute between the EU and Iceland is used as a case study. At the beginning of the thesis, the main provisions that govern mackerel fishing are explained. Subsequently, the Mackerel War is summarised. Following that, there is a detailed examination of Regulation (EU) No 1026/2012, which places special emphasis on answering when the EU is permitted to apply the regulation’s trade measures. The essence of the thesis then examines whether the trade measures of the regulation are compatible with WTO rules. First, it is considered whether the measures are in conflict with the General Agreement on Tariffs and Trade (GATT) substantive provisions; secondly, whether any possible GATT inconsistent measures could be provisionally justified under Article XX(b) or XX(g); and thirdly, whether the requirements of the introductory clause of Article XX, commonly referred to as the chapeau, could be met. The main conclusions of the thesis indicate that the EU enjoys broad discretionary powers in terms of when the regulation’s trade measures may be applied. It was also concluded that application of the regulation’s trade measures would in all likelihood be a breach of certain substantive provisions of the GATT, but that these could be provisionally justified under either Article XX(b) or XX(g). However, the greatest doubt lies in whether application of the measures would meet the chapeau requirements, which depend on the situation in each case, for instance on whether the EU has implemented its cooperation obligations

    Búnaður til rafmagnsframleiðslu í bauju

    No full text
    Verkefnið snýst um að hanna og smíða búnað á hvalabauju til rafmagnsframleiðslu svo að baujan sé sjálfbær um orku út á sjó. Hvalabaujan þarf að geta framleitt rafmagn fyrir búnaðinn um borð í henni. Um borð er Raspberry Pi tölva og 3G kort sem tengist tölvunni. Saman nota þau um 1 A á 5 V og þarf búnað á baujuna til að anna þessari aflnotkunn upp á 5 W. Skoðuð er tæknin sem er til staðar í dag. Hreyfing hafsins umhverfis Ísland greind tölfræðilega til að hægt sé að gera sér í hugarlund framleiðslugeta tækisins. Rafrásir sem eru líklegar til að henta í að meðhöndla spennuna í tækinu eru einnig skoðaðar. Mælingar á minimódelum sem voru smíðuð við gerð verkefnisins eru skoðaðar og greindar

    Greining á stjórnskipan umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og undirstofnunum þess

    No full text
    Markmið rannsóknarinnar er að greina stjórnskipan og stofnanauppbyggingu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Fagskrifræði einkennir skipulag ráðuneytisins sem skipulagsheild. Einnig ber núverandi skipulag ráðuneytisins helstu einkenni starfaskipulags en með ákveðna eiginleika fléttuskipulags sem samrýmist ágætlega kenningum um fagskrifræði. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur 14 formlegar undirstofnanir. Mikill munur er á umfangi þessara skipulagsheilda. Verkefnahópar undirstofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins má skipta í þrennt eftir greiningu á verkefnum og hlutverki þeirra samkvæmt lögum; í fyrsta lagi stjórnsýsluverkefni, í öðru lagi verkefni á sviði vísinda og miðlunar og í þriðja lagi verkefni á sviði framkvæmda og áætlanagerðar. Flestar stofnanir hafa hlutverk í fleiri en einum verkefnahópi og er því mikil skörun verkefna á milli stofnana. Til að skýra þessa skörun verkefna og tengsl milli stofnana er búið til greiningarlíkan, nefnt tengslalíkan, sem sýnir innbyrðis tengsl verkefna stofnananna. Niðurstöður, með hliðsjón af tengslalíkaninu, benda til þess að stærri, og jafnframt færri, stofnanir þar sem afmörkun verkefna og hlutverka er með skýrari hætti falla betur að núverandi skipulagi ráðuneytisins, verkefnum sem stofnanir eiga að leysa úr og markmiðum ríkisstjórnarinnar um hagræðingu og skilvirkni í ríkisrekstri

    Þorgrímur til hjálpar? : nýtast bækur Þorgríms Þráinssonar til þess að auka lestraráhuga unglinga?

    No full text
    Í þessari ritgerð er aðal umfjöllunarefnið minnkandi áhugi unglinga á lestri og hvernig sporna megi við þeirri þróun með hjálp bóka Þorgríms Þráinssonar. Ekki er svo ýkja langt síðan farið var að skrifa unglingabækur hér á landi. Hér verður stiklað á stóru yfir þróun og sögu unglingabóka á Íslandi. Skoðaðar eru rannsóknir á lestri og lestaránægju á undanförnum árum og gefa þær til kynna að ánægja af lestri fari minnkandi. Komið er inn á hvaða gildi lestur hefur fyrir þroska barna og hversu mikilvægar barna og unglingabækur eru. Lagt er upp með að kanna hvernig bækur eftir Þorgrím Þráinsson geti nýst til þess að auka áhuga unglinga á lestri. Bækur hans eru metnar eftir ákveðnum leiðum og leitast er við að rökstyðja hvort og hvernig nýta megi bækurnar. Í lokin eru helstu niðurstöður kynntar

    Indications and outcomes of TAVI (transcatheter aortic valve implantation) in Iceland

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadINNGANGUR Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti lokusjúkdómurinn á Vesturlöndum. Hefðbundin meðferð við alvarlegum þrengslum hefur verið opin ósæðarlokuskipti en síðastliðin ár hefur ósæðarlokuísetning með þræðingartækni (TAVI) rutt sér til rúms hér á landi sem erlendis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur TAVI-aðgerða á Íslandi með áherslu á ábendingar, fylgikvilla og lifun. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra TAVI-aðgerða sem framkvæmdar hafa verið á Íslandi frá janúar 2012 til loka júní 2020. Skráðir voru bakgrunnsþættir sjúklinga, afdrif og fylgikvillar en einnig heildarlifun sem borin var saman við íslenskt viðmiðunarþýði af sama kyni og aldri. Meðal eftirfylgd var 2,4 ár. NIÐURSTÖÐUR Alls voru framkvæmdar 189 aðgerðir (meðalaldur 83 ± 6 ár, 41,8% konur), allar með sjálfþenjandi lífrænni gerviloku. Flestir sjúklingar (81,5%) höfðu alvarleg hjartabilunareinkenni (NYHA-flokkar III-IV) og miðgildi EuroSCORE-II var 4,9 (bil 0,9-32). Á hjartaómskoðun fyrir aðgerð var hámarks þrýstingsfallandi að meðaltali 78 mmHg og lokuflatarmál 0,67 cm2 . Rúmlega fjórðungur (26,5%) sjúklinga þurfti ísetningu varanlegs gangráðs í kjölfar TAVI-aðgerðar. Aðrir fylgikvillar voru oftast æðatengdir (13,8%), en hjartaþröng greindist í 3,2% tilfella og heilablóðfall í 2,6%. . Mikill randstæður leki við gerviloku sást hjá 0,5% sjúklinga. Dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð var 1,6% (n=3) og lifun einu ári frá aðgerðadegi 93,5% (95% ÖB: 89.8-97.3). Heildarlifun var sambærileg lifun viðmiðunarþýðis af sama kyni og sama aldri (p=0,23). ÁLYKTANIR Árangur TAVI-aðgerða hér á landi er mjög góður, ekki síst þegar litið er til lágrar 30 daga dánartíðni og heildarlifunar sem var sambærileg og hjá viðmiðunarþýði. Auk þess var tíðni alvarlegra fylgikvilla lág.INTRODUCTION: Surgical aortic valve replacement (SAVR) has been the standard of treatment for aortic stenosis but transcatheter aortic valve implantation (TAVI) is increasingly used as treatment in Iceland and elsewhere. Our objective was to assess the outcome of TAVI in Iceland, focusing on indications, complications and survival. MATERIAL AND METHODS: This retrospective study included all TAVI-procedures performed in Iceland between January 2012 and June 2020. Patient characteristics, outcome and complications were registered, and overall estimated survival compared to an age and sex matched Icelandic reference-population. The mean follow-up was 2.4 years. RESULTS: Altogether 189 TAVI procedures (mean age 83±6 years, 41.8% females), were performed, all with a self-expanding biological valve. Most patients (81.5%) had symptoms of severe heart failure (NYHA-class III-IV) and median EuroSCORE-II was 4.9 (range: 0.9-32). Echocardiography pre-TAVI showed a mean aortic-valve area of 0.67 cm2 and a max aorticvalve gradient of 78 mmHg. One out of four patients (26.5%) needed permanent pacemaker implantation following TAVI. Other complications were mostly vascular-related (13.8%) but cardiac cardiac temponade and stroke occurred in 3.2 and 2.6% of cases, respectively and severe paravalvular aortic valve regurgitation in 0.5% cases. Thirty-day mortality was 1.6% (n=3) with one-year survival of 93.5% (95% CI: 89.8-97.3). Finally long-term survival survival of TAVI-patients was similar to the matched reference population (p=0.23). CONCLUSIONS: The outcome of TAVI-procedures in Iceland is good, especially regarding 30-day mortality and long-term survival that was comparable to a reference population. Incidence of major complications was also low

    Indications and outcomes of TAVI (transcatheter aortic valve implantation) in Iceland

    No full text
    Publisher Copyright: © 2021 Laeknafelag Islands. All rights reserved.INNGANGUR Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti lokusjúkdómurinn á Vesturlöndum. Hefðbundin meðferð við alvarlegum þrengslum hefur verið opin ósæðarlokuskipti en síðastliðin ár hefur ósæðarlokuísetning með þræðingartækni (TAVI) rutt sér til rúms hér á landi sem erlendis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur TAVI-aðgerða á Íslandi með áherslu á ábendingar, fylgikvilla og lifun. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra TAVI-aðgerða sem framkvæmdar hafa verið á Íslandi frá janúar 2012 til loka júní 2020. Skráðir voru bakgrunnsþættir sjúklinga, afdrif og fylgikvillar en einnig heildarlifun sem borin var saman við íslenskt viðmiðunarþýði af sama kyni og aldri. Meðal eftirfylgd var 2,4 ár. NIÐURSTÖÐUR Alls voru framkvæmdar 189 aðgerðir (meðalaldur 83 ± 6 ár, 41,8% konur), allar með sjálfþenjandi lífrænni gerviloku. Flestir sjúklingar (81,5%) höfðu alvarleg hjartabilunareinkenni (NYHA-flokkar III-IV) og miðgildi EuroSCORE-II var 4,9 (bil 0,9-32). Á hjartaómskoðun fyrir aðgerð var hámarks þrýstingsfallandi að meðaltali 78 mmHg og lokuflatarmál 0,67 cm2. Rúmlega fjórðungur (26,5%) sjúklinga þurfti ísetningu varanlegs gangráðs í kjölfar TAVI-aðgerðar. Aðrir fylgikvillar voru oftast æðatengdir (13,8%), en hjartaþröng greindist í 3,2% tilfella og heilablóðfall í 2,6%. Mikill randstæður leki við gerviloku sást hjá 0,5% sjúklinga. Dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð var 1,6% (n=3) og lifun einu ári frá aðgerðadegi 93,5% (95% ÖB: 89.8-97.3). Heildarlifun var sambærileg lifun viðmiðunarþýðis af sama kyni og sama aldri (p=0,23). ÁLYKTANIR Árangur TAVI-aðgerða hér á landi er mjög góður, ekki síst þegar litið er til lágrar 30 daga dánartíðni og heildarlifunar sem var sambærileg og hjá viðmiðunarþýði. Auk þess var tíðni alvarlegra fylgikvilla lág. INTRODUCTION: Surgical aortic valve replacement (SAVR) has been the standard of treatment for aortic stenosis but transcatheter aortic valve implantation (TAVI) is increasingly used as treatment in Iceland and elsewhere. Our objective was to assess the outcome of TAVI in Iceland, focusing on indications, complications and survival. MATERIAL AND METHODS: This retrospective study included all TAVI-procedures performed in Iceland between January 2012 and June 2020. Patient characteristics, outcome and complications were registered, and overall estimated survival compared to an age and sex matched Icelandic reference-population. The mean follow-up was 2.4 years. RESULTS: Altogether 189 TAVI procedures (mean age 83±6 years, 41.8% females), were performed, all with a self-expanding biological valve. Most patients (81.5%) had symptoms of severe heart failure (NYHA-class III-IV) and median EuroSCORE-II was 4.9 (range: 0.9-32). Echocardiography pre-TAVI showed a mean aortic-valve area of 0.67 cm2 and a max aortic-valve gradient of 78 mmHg. One out of four patients (26.5%) needed permanent pacemaker implantation following TAVI. Other complications were mostly vascular-related (13.8%) but cardiac cardiac temponade and stroke occurred in 3.2 and 2.6% of cases, respectively and severe paravalvular aortic valve regurgitation in 0.5% cases. Thirty-day mortality was 1.6% (n=3) with one-year survival of 93.5% (95% CI: 89.8-97.3). Finally long-term survival survival of TAVI-patients was similar to the matched reference population (p=0.23). CONCLUSIONS: The outcome of TAVI-procedures in Iceland is good, especially regarding 30-day mortality and long-term survival that was comparable to a reference population. Incidence of major complications was also low.INTRODUCTION: Surgical aortic valve replacement (SAVR) has been the standard of treatment for aortic stenosis but transcatheter aortic valve implantation (TAVI) is increasingly used as treatment in Iceland and elsewhere. Our objective was to assess the outcome of TAVI in Iceland, focusing on indications, complications and survival. MATERIAL AND METHODS: This retrospective study included all TAVI-procedures performed in Iceland between January 2012 and June 2020. Patient characteristics, outcome and complications were registered, and overall estimated survival compared to an age and sex matched Icelandic reference-population. The mean follow-up was 2.4 years. RESULTS: Altogether 189 TAVI procedures (mean age 83?}6 years, 41.8% females), were performed, all with a self-expanding biological valve. Most patients (81.5%) had symptoms of severe heart failure (NYHA-class III-IV) and median EuroSCORE-II was 4.9 (range: 0.9-32). Echocardiography pre-TAVI showed a mean aortic-valve area of 0.67 cm2 and a max aorticvalve gradient of 78 mmHg. One out of four patients (26.5%) needed permanent pacemaker implantation following TAVI. Other complications were mostly vascular-related (13.8%) but cardiac cardiac temponade and stroke occurred in 3.2 and 2.6% of cases, respectively and severe paravalvular aortic valve regurgitation in 0.5% cases. Thirty-day mortality was 1.6% (n=3) with one-year survival of 93.5% (95% CI: 89.8-97.3). Finally long-term survival survival of TAVI-patients was similar to the matched reference population (p=0.23). CONCLUSIONS: The outcome of TAVI-procedures in Iceland is good, especially regarding 30-day mortality and long-term survival that was comparable to a reference population. Incidence of major complications was also low.Peer reviewe

    Clinical guidelines from Landspitali University Hospital on the diagnosis and treatment of acute asthma exacerbation

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)janúar 2003 voru gefnar út á vegum Scottish Intercollegiate Guidelines (SIGN) og The British Thoracic Society vandaðar leiðbeiningar um grein-ingu og meðferð bráðrar versnunar á astma. Birt-ust leiðbeiningarnar í Thorax 2003; 58 (Suppl 1) og eru aðgengilegar á pdf-formi á slóðinni: www.sign.ac.uk/guidelines/fulltext/63/index.html Ástæða þess að talið var æskilegt að þýða og staðfæra hluta leiðbeininganna hér á landi var að um algengt bráðavandamál er að ræða sem læknar þurfa að vera færir um að bregðast við. Því er til mikilla bóta ef hægt er að nálgast einfaldar og skýrar leiðbeiningar um greiningu og meðferð þessara sjúklinga. Rétt er að benda á að heildarleiðbeiningarnar frá SIGN eru mjög ítarlegar og taka meðal annars til astma í börnum, astma á meðgöngu auk almenns fróðleiks um greiningu og meðferð sjúkdómsins. Vinnuhópurinn sem tók að sér að þýða og staðfæra þessar leiðbeiningar um bráðaversnun á astma var skipaður eftirtöldum: Hjalti Már Björnsson, deildarlæknir Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir Jón Steinar Jónsson, heilsugæslulæknir Unnur Steina Björnsdóttir, ofnæmislæknir Inga Sif Ólafsdóttir, deildarlæknir Ari J. Jóhannesson, formaður nefndar um klínískar leiðbeiningar á Landspítala. Þar sem um er að ræða gagnreynda (evidence based) ferla voru óverulegar breytingar gerðar á þeim við þýðingu. Nánari sundurliðun á öllum breytingum sem gerðar voru má finna á vefsvæði kínískra leiðbeininga á www.landspitali.is Uppsetning ferlanna miðast við að auðvelt sé að prenta þá út og hafa á veggspjöldum þar sem þeirra er þörf
    corecore