65 research outputs found

    Efling eða niðurbrot : kenning um samskiptahætti og áhrif þeirra

    Get PDF
    Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÁ undanförnum árum hef ég reynt að átta mig á samskiptaháttum og áhrifum þeirra á fólk. Í rannsóknum mínum, samstarfskvenna minna og nemenda hefur glöggt komið fram hve samskipti eru mikið lykilatriði í lífi sjúklinga og hvernig hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn geta notað vald sitt á mismunandi vegu - ýmist byggt fólk upp eða brotið það niður í gegnum samskipti sín. Í þessari fyrri grein mun ég kynna nýja samskiptakenningu sem ég hef þróað út frá sjö birtum rannsóknum. Ég segi frá bakgrunni kenningarinnar, aðferðinni við þróun hennar og skilgreini helstu hugtök. Ég set kenninguna fram í yfirlitsmynd/líkani þar sem fram koma fimm grundvallarsamskiptahættir þeirra sem valdið hafa og áhrifum hvers samskiptaháttar á þá sem fyrir verða, einkum á ‘rödd’ þeirra og varnarleysi, í ljósi þess hvernig valdið er notað — til góðs eða ills. Þessi fyrri grein er nánari útfærsla á kenningunni. Í síðari greininni ræði ég um lykilþætti kenningarinnar í ljósi þess sem aðrir hafa skrifað og rannsakað. Ég leyfi mér síðan að velta því fyrir mér hvernig greina má mannlegt samfélag í ljósi hennar og lýsi slíkum samfélögum eins og ég sé þau fyrir mér.Fyrri grein: Kynning á kenningunni, bakgrunni hennar og aðferðinni við þróun henna

    Eflandi og niðurbrjótandi samskiptahættir og samfélög

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ grein minni í síðasta tölublaði kynnti ég nýja samskiptakenningu mína ásamt bakgrunni hennar og aðferðinni við þróun hennar. Í þessari grein mun ég fjalla um kenninguna í ljósi þess sem aðrir hafa rannsakað og skrifað. Í upphafi mun ég fjalla um „varnarleysi sjúklinga“,„vandamálið með valdið“ og um „rödd og raddleysi“ þar sem þessir þættir eru grunnur kenningarinnar og voru kynntir í fyrri greininni, einkum með tilvísun til sjúklinganna sjálfra. Þá mun ég fjalla um grundvallarsamskiptahættina, áhrif þeirra á þá sem fyrir verða og leyfi mér jafnframt að velta því fyrir mér hvernig greina má mannlegt samfélag í ljósi þess hvernig samskiptahættir ráða þar ríkjum. Í umræðum um samskiptahættina legg ég áherslu á að fjalla um eflandi samskiptahátt, hlutlausan og niðurbrjótandi samskiptahátt þar sem þetta eru meginpólarnir í kenningunni

    Reumatoid arthritis, stress and attribution after trauma

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe autoimmune disease Rheumatoid Arthritis (RA) causes great suffering for many people. The purpose of the study was to enrich knowledge and increase understanding on how people suffering from RA understand and experience what turned on their illness, how long-term stress impacts the symptoms of RA as well as their attributional style after trauma. The methodology of the study was based on the Vancouver school of doing phenomenology. Data was collected through 18 dialogues with 8 persons suffering from RA. Participants were seen as co-researchers and were consulted about the interpretation of data and conclusions to increase validity of the study. Findings revealed that according to the co-researchers extreme traumatic stress caused by physical or psychological trauma stimulated or turned on the disease. They felt the disease was aggravated by stress causing the disease to ‘flare upp’ under great or long-term stress. Some outer factors that were perceived to cause the development of long-term stress were e.g. studies-related or work-related pressure, marital problems, negative communicative mode of health professionals, lack of understanding from the environment, and worries. Inner factors included bottled-up anger and suffering in silence, which can initially be seen as an attributional style but have longterm negative effects. A dominating attributional style among co-researchers was stamina or “not to give up.“ Factors that were perceived to increase stamina were: faith and hope, self-knowledge and self-development, true friendship, empathy, expressive arts and creative writing. The study broadens the understanding of the need for a holistic view of treatment for people suffering from RA and serious psychological trauma

    Constant stress, fear and anxiety : the experience of Icelandic women who have lived in domestic violence during pregnancy and at other times

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi hefur mjög mikil, víðtæk og langvinn áhrif á konur og börn þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að dýpka þekkingu og auka skilning á líðan íslenskra kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi á meðgöngu. Rannsóknaraðferðin var Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði sem hentar vel til að rannsaka mannleg fyrirbæri í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu eins og heilbrigðisþjónustuna. Tekin voru 15 viðtöl við 12 konur á aldrinum 18 - 72 ára, meðalaldur þeirra var 37½ ár. Niðurstöður lýsa mikilli streitu hjá konunum og börnum þeirra. Andlegt ofbeldi byrjaði strax í samböndum þeirra, oft án þess að þær áttuðu sig á því. Í kjölfarið sættu konurnar ýmist líkamlegu, kynferðislegu eða fjárhagslegu ofbeldi. Þegar konurnar urðu barnshafandi versnaði ástandið enn frekar því þær festust í sambandinu og upplifðu mikið tillitsleysi og jafnvel ofbeldisfullt kynlíf. Þær höfðu lítið sjálfsálit og voru hræddar um sig og börn sín, fædd og ófædd. Allar konurnar bjuggu við mikla lítilsvirðingu af hálfu maka en upplifðu mikla skömm tengda ofbeldinu. Konurnar fá enn þungbært endurlit og martraðir jafnvel mörgum árum eftir að ofbeldissambandinu er lokið. Börn þeirra urðu öll vitni að ofbeldinu og báru þess merki. Fagfólk verður að þekkja einkenni og úrræði heimilisofbeldis til að geta aðstoðað konur sem eru í slíkum aðstæðum og minnka þar með hættu á langvarandi áhrifum á móður og barn.Studies indicate that domestic abuse seriously impacts well-being and general health of women and their children. The purpose of this study was to increase the knowledge and deepen the understanding of domestic abuse during pregnancy and at other times. The research method is a qualitative, phenomenological method, known as the Vancouver School of doing Phenomenology. Twelve Icelandic women, aged 19 -72, mean age 37 ½, with a history of domestic abuse participated in the study and were interviewed once or twice, in all 15 interviews. Results of this study show that living in an abusive relationship involves a great deal of stress and does have serious consequences. The abuse started as soon as the relationship began, first emotionally then physically, sexually or financially. All the women felt they didn’t have any respect in their homes but felt ashamed because of the abuse. When they got pregnant the situation worsened and they felt that they were stuck in the relationship. They experienced lack of consideration sexually and even violent sex. The women still have traumatic flashbacks and nightmares even many years after the abusive relationship has ended and they have suffered from anxiety and depression as well as lack of self-confidence. All their children witnessed the abuse and were seriously affected. Increased knowledge and understanding of domestic violence during pregnancy is important for midwives and other health professionals so they can identify the symptoms and consequences of abusive relationships and help women in time to prevent long-term consequences for mother and child

    "I have never known well-being": Women’s perceptions of the consequences of repeated violence on wellbeing, physical and mental health

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBakgrunnur rannsóknar: Rannsóknarniðurstöður benda til þess að meðferðaraðilar taki sjaldan eftir að um endurtekin áföll vegna ofbeldis er að ræða hjá konum með geðröskun. Þær fái því ekki viðeigandi meðferð, til dæmis tækifæri til tilfinningatjáningar og tilfinningaúrvinnslu, við áföllunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á áhrifum áfalla vegna endurtekins ofbeldis í bernsku og á fullorðinsárum á líðan, líkamsheilsu og geðheilbrigði kvenna sem greindar hafa verið með geðröskun. Aðferð: Í þessari fyrirbærafræðilegu rannsókn voru þátttakendur átta konur á aldrinum 35-55 ára. Tekin voru tvö viðtöl við allar konurnar nema eina, samtals 15 viðtöl. Allar konurnar voru greindar með þunglyndi og kvíða og sumar þeirra voru einnig með annars konar geðröskun Niðurstöður: Konurnar urðu margsinnis fyrir ofbeldi í bernsku og á unglingsaldri sem leiddi iðulega til sálrænna áfalla. Ofbeldið, sem þær urðu fyrir, var ýmist líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, vanræksla eða kynferðislegt ofbeldi. Þær urðu einnig margoft fyrir ofbeldi á fullorðinsaldri svo að sálræn sár þeirra náðu aldrei að gróa. Það leiddi síðan til tilvistarlegrar þjáningar sem þær sögðu raunar sjaldnast frá. Tengslanet og stuðningur í uppvexti kvennanna var af skornum skammti. Þær lýstu flestar umhyggjuleysi og að þeim hefði fundist þær óvelkomnar eða þeim hafnað af fjölskyldunni í barnæsku og á fullorðinsárum. Vegna þessa umhyggju- og stuðningsleysis vantaði sálrænan höggdeyfi gegn niðurbrjótandi áhrifum ofbeldisins. Þetta leiddi til að þær brotnuðu niður og vissu ekki hvað það var að líða vel. Afleiðing þessa alls var að þær glímdu allar við geðræn vandamál, einkum þunglyndi og kvíða. Konurnar lýstu uppgjöf við að finna út úr því hvað gæti hjálpað þeim til að líða betur. Tilfinning sumra þeirra var að þær gætu varla þolað meiri tilvistarlegan sársauka. Ályktun: Rannsóknin varpar ljósi á mikilvægi þess að spyrja um áfallasögu vegna endurtekins ofbeldis hjá konum með geðröskun og veita þeim viðeigandi meðferð. ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Background: Research results suggest that repeated traumas due to violence are greatly undetected in women who have been diagnosed with a mental disorder and they, therefore, do not get the appropriate treatment such as an opportunity for emotional expression and processing. The purpose of the study was to increase the knowledge and deepen the understanding of the effects of trauma because of repeated violence on the well-being, physical and mental health of women who have been diagnosed with a mental disorder. Method: In this phenomenological study, eight women in the age 35-55 participated. Two interviews were conducted with all the women, except one, at a total of 15 interviews. Results: The women experienced repeated violence in childhood – physical, psychological, sexual or neglect – which led to repeated traumas. They also experienced repeated violence in adulthood which meant that their psychological wounds never managed to heal. This led to existential suffering that was usually unexpressed. Social networks and support in their environment was scarce. Their existential pain was also connected with feeling unwanted or rejected by their family in childhood and adulthood. Since caring and support was missing from their environment they lacked the needed psychological buffer against the damaging effects of violence. This led to their breaking down and to the development of emotional problems and none of them had ever experienced well-being. The consequence of all this was that they all wrestled with mental health problems, especially depression and anxiety. The women expressed their mission to find out what might help them towards well-being. Some felt that they could not endure more existential pain. Conclusion: This study highlights the importance of asking women diagnosed with a mental disorder about trauma caused by violence and provide the appropriate treatment

    Dialogs on death

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: This study is done to examine the ideas of elderly individuals on life, death and end-of-life treatment in order to understand how they interact and influence choices of treatment. DESIGN: A phenomenological study. Eight Icelandic individuals 70 years old or more were interviewed in their homes. The interviews were open with two main questions. A special emphasis was on views toward life and death as studies have indicated their importance. RESULTS: All participants had a history of a good life despite experiences of death and loss. Enjoyment of life was evident along with an accepting attitude towards death. Everyone agreed on the necessity to limit life prolongation if there was no hope of recovery, much suffering, mental and physical ability compromised, no possibility of living a good life and being a burden to others. The participants based their attitudes toward end-of-life treatment on the likely outcome; evaluation of their own life; the impact on loved ones and experience of loss, grief and death. DISCUSSION: A model of end-of-life discussion between a physician and a patient is presented: The discussion takes place within an ethical and cultural framework, which is sometimes discussed. Physicians give information on diagnosis, prognosis, treatment options and the likely outcome. The patient evaluates the information in view of his/her own life based on age, health and views on life and death. The patient considers the impact of the decision made on loved ones and evaluates own experiences and that of others. Each factor has a negative and a positive side towards treatment. The decision on treatment is then made collectively. CONCLUSION: Discussion on end of life treatment involves following themes: Ethical, medical, the patients' evaluation of his/her own life, the impact of the decision on loved ones and experiences of loss, grief and death.Tilgangur: Þessi rannsókn var gerð til að auka þekkingu og dýpka skilning á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða, læknisfræðilegrar meðferðar við lífslok og hvernig þessar hugmyndir tengjast. Aðferðir: Fyrirbærafræðileg rannsókn. Rætt var við átta aldraða einstaklinga á heimilum þeirra. Viðtölin voru opin með tveimur aðalspurningum. Sérstök áhersla var lögð á viðhorf til lífs og dauða því rannsóknir benda til mikilvægis þeirra hugmynda í sambandi við viðhorf til meðferðar við lífslok. Niðurstöður: Allir einstaklingarnir töldu sig hafa lifað góðu lífi þrátt fyrir sorg og missi. Lífsgleði var mikil og almenn sátt við dauðann. Allir voru sáttir við tilhugsunina um að takmarka meðferð við lífslok ef ekki væri von um bata, þjáningar fyrirsjáanlegar, líkamleg og andleg geta léleg, enginn möguleiki á að lifa mannsæmandi lífi eða ef þeir yrðu byrði á öðrum. Viðmælendur byggðu viðhorf sín til meðferðar á horfum, mati á eigin lífi, áhrifum ákvörðunar á ástvini og reynslu af dauða, sorg og missi. Margir hugleiða siðferðilega afstöðu sína gagnvart slíkum ákvörðunum. Umræða: Líkan er sett fram í ljósi niðurstaðna þessarar rannsóknar og annarra, af umræðu læknis og aldraðs sjúklings um meðferð við lífslok. Siðferðileg álitamál eru oft rædd og móta umræðu um meðferð. Læknir gefur upplýsingar um sjúkdóm, horfur og meðferðarkosti. Sjúklingur metur þær upplýsingar í ljósi aldurs, heilsu og viðhorfa til lífs og dauða. Hann hugleiðir áhrif ákvörðunar sinnar á ástvini og skoðar reynslu sína og annarra. Hver þessara þátta hefur hlið sem getur verið ann­aðhvort jákvæð eða neikvæð gagnvart meðferð. Læknir og sjúklingur taka síðan ákvörðun í sameiningu. Ályktun: Umræða um meðferð við lífslok felur í sér eftirfarandi þætti: Siðferðilega, læknisfræðilega, mat sjúklings á eigin lífi, áhrif ákvörðunar á ástvini og reynslu af dauða, sorg og missi

    TIME DOES NOT HEAL ALL WOUNDS: A phenomenological study on the long-term consequences of childhood sexual abuse on Icelandic women‘s health and well-being

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenErlendar rannsóknir hafa sýnt að kynferðislegt ofbeldi í bernsku getur haft mjög víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar og líðan kvenna. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna heilsufar og líðan íslenskra kvenna sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum í bernsku af völdum kynferðislegrar misnotkunar. Þátttakendur voru sjö íslenskar konur með slíka sögu. Ofbeldið byrjaði hjá þeim öllum um 4–5 ára aldur svo þær muni eftir en þær voru á aldrinum 30–65 ára þegar viðtölin áttu sér stað. Þær urðu fyrir margs konar áföllum og ofbeldi alla tíð eftir þetta og hjá sumum þeirra var það jafnvel enn til staðar þegar viðtölin fóru fram. Rannsóknaraðferðin var Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði sem ætlað er að auka þekkingu og dýpka skilning á tilteknum mannlegum fyrirbærum í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu eins og heilbrigðisþjónustuna. Tekin voru tvö viðtöl við hverja konu, samtals 14 viðtöl. Tíminn milli viðtals eitt og tvö var einn til sex mánuðir. Niðurstöðum var skipt í sex meginþemu: 1) Upplifun af áfallinu. 2) Slæm líðan sem barn og unglingur. 3) Líkamleg vandamál á fullorðinsárum. 4) Geðræn vandamál á fullorðinsárum. 5) Erfiðleikar með tengslamyndun, traust og snertingu við börn og maka og með kynlíf. 6) Staðan í dag og horft til framtíðar. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að ‘tíminn læknar ekki öll sár’. Konurnar lýstu allar mikilli þrautagöngu sem enn sér ekki fyrir endann á. Þjáning þeirra er djúp á öllum sviðum mannlegs lífs og hefur einnig áhrif á líf ástvina þeirra þótt þær hafi allar leitað sér faglegrar aðstoðar, sumar allt frá barnæsku. Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsfólk að þekkja einkenni og afleiðingar sálrænna áfalla í bernsku af völdum kynferðislegs ofbeldis til að geta brugðist við slíkum einstaklingum með stuðningi og umhyggju. Þróa þarf skilvirkari meðferðarúrræði til að minnka þjáningu þeirra sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi.Research results indicate that childhood sexual abuse can have enourmous consequences for women‘s health and well-being. The purpose of this study was to examine the health and well-being of Icelandic women who have suffered psychological trauma as children caused by sexual abuse. Seven women with a history of such violence, were interviewed twice at one to six months intervals. For all the women the abuse started when they were between 4–5 years old and they were 30–65 years old at the time of the interviews. All of them were repeatedly violated against and traumatized ever since then and some were even still being victimized at the time of the interviews. The research methodology was the Vancouver School of doing phenomenology which is used when the research purpose is to increase knowledge and deepen understanding of human phenomena with the ultimate aim of improving human services such as healthcare services. The results were constructed into six main themes: 1) Experiencing the trauma. 2) Lack of well-being as a child and as a teenager. 3) Adult physical problems. 4) Adult psychological problems. 5) Difficulties with bonding, trusting, touching children and spouses, and regarding sex life. 6) The situation today and future expectations. The main finding is that, contrary to the English idiom, time does indeed not heal all wounds. All the women described great suffering in all aspects of life and the violence is still seriously affecting them and their loved ones even though they have all sought professional help, some even since childhood. It is important for health professionals to know the symptoms and consequences of such violence to be better able to respond to them in a supportive and caring way. More effective therapeutic measures have to be developed to decrease the suffering of the victims of childhood sexual abuse

    Work-related stress and workenvironment of Icelandic female head nurses

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBakgrunnur og tilgangur rannsóknar: Samkvæmt erlendum rannsóknum finna hjúkrunardeildarstjórar fyrir miklu vinnuálagi sem skapað getur vinnutengda streitu. Tilgangur þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að kanna hvort hjúkrunardeildarstjórar á Íslandi hafi einkenni um vinnutengda streitu, í öðru lagi hverju hún tengist og í þriðja lagi hvaða þættir stuðla að því að þeir séu sáttir eða ósáttir við starfsumhverfi sitt. Aðferðin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þýðið voru allir kvenhjúkrunardeildarstjórar á öllum sjúkrahúsum landsins. Þeir fjórir karlmenn, sem gegna því hlutverki, voru ekki með í þýðinu. Spurningalisti var sendur rafrænt á 136 kvenhjúkrunardeildarstjóra í gegnum Outcome­kannanakerfið og svöruðu 110 (81%). Niðurstöður leiddu í ljós að 45% hjúkrunardeildarstjóranna voru yfir streituviðmiðum PSS­streitukvarðans (The Perceived Stress Scale). Ungir hjúkrunardeildarstjórar, þeir sem höfðu litla stjórnunarreynslu og þeir sem unnu langan vinnudag voru líklegri en aðrir til að vera yfir streituviðmiðunarmörkum. Tæplega þriðjungur hjúkrunardeildarstjóranna (28%), sem ekki fundu fyrir streitu, reyndust yfir streituviðmiðunum. Fram komu sterk jákvæð tengsl milli vinnutengdrar streitu og þess að vera andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Það sem hjúkrunardeildarstjórarnir töldu geta minnkað vinnutengda streitu mest var fullnægjandi mönnun og að hafa aðstoðardeildarstjóra. Þeir nefndu einnig mikilvægi stuðnings, betra upplýsingaflæðis, að fækka þyrfti verkefnum og að tilgreina þyrfti betur starfssvið hjúkrunardeildarstjóra. Hjúkrunardeildarstjórarnir voru sáttir við margt, svo sem gott samstarfsfólk, góðan starfsanda, ánægjuleg samskipti og að starfið væri fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Ósáttastir voru þeir við starfsmannaeklu, tímaálag, stuðnings­ og skilningsleysi yfirstjórnar, fjárskort, eilífar sparnaðarkröfur og lág laun miðað við ábyrgð. Helstu ályktanir: Að vera hjúkrunardeildarstjóri er streitusamt starf sem sést á því að tæplega helmingur hjúkrunardeildarstjóranna var yfir viðurkenndum streituviðmiðum og nær þriðjungur hjúkrunardeildarstjóranna var yfir streituviðmiðunum án þess að gera sér grein fyrir því. Áhættuþættir vinnutengdrar streitu voru, samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar, meðal annars að vera ungur í starfi, hafa ekki langa stjórnunarreynslu og vinna langan vinnudag. Þrátt fyrir allt voru hjúkrunardeildarstjórar sáttir við margt í sínu starfsumhverfi, svo sem gott samstarfsfólk.Background and purpose. Head nurses work under great pressure and can therefore experience work­related stress. The purpose of this investigation was, firstly, to study whether head­nurses in Iceland have symptoms of work­related stress, secondly, what the underlying factors are and thirdly, what factors contribute to their contentment or discontentment with their work­environment. The method was descriptive cross­sectional. The population was all head nurses in all hospitals in Iceland. The four male head nurses were not included. A questionnaire was sent through Outcome web­ survey to 136 female head nurses of which 110 participated (81%). Results showed that 45% of the head nurses were over the stress benchmark on the The Perceived Stress Scale (PSS). Being a young head­nurse, having short administrative experience as well as long working hours were risk factors to exceed the stress limits. Nearly one­third of the head nurses (28%) were over the stress benchmark without realizing or acknowledging it. There was a strong positive relationship between work­related stress and being mentally exhausted at the end of the workday. What the head nurses felt were the most important factors in decreasing work­related stress was adequate number of personnel and having an assistant head nurse. They also mentioned support, decreased number and scope of tasks, and more accurate job description. The head nurses were content with many aspects of their jobs, such as good co­workers, work atmosphere, satisfying communication and found their work versatile, enjoyable and rewarding. They were discontent with lack of staff, time pressure, lack of support from superiors, lack of funds and constant requests to cut down costs as well as being paid low salaries compared to great responsibility. Conclusions: Being a head­nurse is stressful as can be seen by the fact that almost half of the head­nurses were over the stress benchmark and almost one third of the head nurses were over the stress benchmark without realizing it. The main risk­factors of work­ related stress are: being young, short administrative experience, and long working­hours. Despite all, the head­nurses were content with many factors in their work­environment such as good co­workers.Félagi íslenskra hjúkrunarfræðing

    Musculoskeletal pain and its correlation to stress in Icelandic female head nurses

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBakgrunnur og tilgangur rannsóknar: Heilsa hjúkrunardeildarstjóra er ekki nægjanlega rannsökuð en vitað er að starfið er streitusamt. Engin rannsókn fannst þar sem rannsakaðir voru stoðkerfisverkir hjá hjúkrunardeildarstjórum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna stoðkerfisverki hjá hjúkrunardeildarstjórum sl. sex mánuði á þremur líkamssvæðum: hálsi/hnakka, herðum/öxlum og neðri hluta baks, og fylgni verkjanna við streitu. Aðferðin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þátttakendur í rannsókninni voru kvenhjúkrunardeildarstjórar á öllum sjúkrahúsum landsins. Spurningalisti var sendur rafrænt á 136 hjúkrunardeildarstjóra í gegnum Outcome-kannanakerfið, 110 svöruðu (81%). Spurningar, sem snúa að stoðkerfisverkjum, voru fengnar frá rannsóknar- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins og voru verkir metnir á kvarðanum 1-10. Streita var metin með tíu spurninga PSSstreitukvarðanum. Lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði var notuð við úrvinnslu gagna. Niðurstöður leiddu í ljós talsverða verki hjá hjúkrunardeildarstjórum en 83% þeirra höfðu haft verki í herðum/öxlum síðustu sex mánuði og um 81% höfðu haft verki í hálsi/hnakka á sama tímabili. Um 72% hjúkrunardeildarstjóranna höfðu haft verki í neðri hluta baks síðustu sex mánuði. Því lengur sem hjúkrunardeildarstjórarnir höfðu haft verki þeim mun meiri voru verkirnir í hálsi/hnakka (F(4, 92) = 29,45, p<0,001), herðum/öxlum (F(4, 97) = 30,0, p<0,001) og neðri hluta baks (F(4, 89) = 33,3, p<0,001). Einnig komu fram jákvæð tengsl milli styrkleika verkja og dagafjölda verkja síðastliðna sex mánuði á einu líkamssvæði við annað. Þeir hjúkrunardeildarstjórar, sem voru yfir streituviðmiði, höfðu verki í fleiri daga og höfðu að meðaltali meiri verki frá hálsi/hnakka og herðum/öxlum en þeir sem voru yfir streituviðmiði. Ekki kom fram fylgni milli verkja í neðri hluta baks og streitu. Helstu ályktanir: Skoða þarf leiðir til að minnka stoð- kerfisverki hjúkrunardeildarstjóra og einnig þarf að finna leiðir til að minnka streitu þeirra og vinna markvisst að heilsusamlegra vinnuumhverfi fyrir þá. Heilsa þeirra má ekki bera skaða af krefjandi vinnuumhverfi.Background and aim: The health of head nurses is not adequately studied. However, it is known that it is a stressful job. No research was found that studied their musculoskeletal pain and its correlation to stress. The aim of this study was to investigate musculoskeletal pain among Icelandic female head nurses in the last six months in three areas of the body: the neck area, shoulder area and the lower-back and the correlation of this pain to stress. The method was a descriptive cross-sectional survey. Participants in the study were female head nurses of the country's hospitals. A questionnaire was sent to 136 head nurses through Outcome web-survey, 110 responded (81%). The questions about musculoskeletal pain are from Vinnueftirlitið (Head Office of the Administration of Occupational Safety and Health) and the pain was evaluated on a scale of 1-10. Stress was measured with the ten questions PSS-scale. Participants were instructed that the study was about their work-environment. Exploratory statistics and descriptive statistics were used for statistical analysis. The results show that during the last six months 83% of the head nurses had experienced musculoskeletal pain in the shoulder area, 81% in the neck area and about 72% of them had had musculoskeletal pain in the lower back. The longer the time the head nurses had felt pain the greater the pain was (neck area: F(4, 92) = 29.45, p<0.001, shoulder area: F(4, 97) = 30.0, p<0.001, lower back: F(4, 89) = 33.3, p<0.001). A positive correlation was also found between the severity of pain and the number of days in pain in various sites of musculoskeletal pain in the last six months. The head nurses who suffered stress had pain longer and had more pain from the neck and shoulder area than those who did not suffer stress. No correlation was found between low-back pain and stress. Conclusions: Further studies regarding musculoskeletal pain of head nurses and how to reduce it are called for. A conscious effort must be made to make their work environment more health-enhancing. Their health must not bear the damage from a demanding work environmen

    Experience of health and health promotion among older community living people

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBackground. Nurses and other health professionals need to know which factors can affect older people’s health as that can make analysis of their needs easier. Goal-directed work aimed at improving the health of older people requires an appreciation of their own perception of health and factors influencing health. Objective. The main objective of this study was to answer the research question: “How do older, community living people experience health and health maintaining and health promoting factors in old age?” Method. The methodology chosen for the study was the Vancouver-school of doing phenomenology and the results were constructed from 16 interviews with ten participants, five women and five men. Their age ranged from 69 to 87 years. The participants were community living and lived in urban as well as rural areas. Results. The findings describe the participants’ perception of health and their experience of factors that positively and negatively influenced their health and health promotion. The participants took responsibility for their own health and it was important to them to find purpose and joy in life. They emphasized maintaining their proficiency, both mentally and physically. It was important for them to be active in society and find fitting company. Finally, it was important for them to have a role, to contribute in a positive way and to keep their sense of dignity intact. Conclusions. Older community living people experience both positive and negative factors which influence their health. They should be given the opportunity to be responsible for their health. An instrument can be developed based on the data for use in health promoting visits to the elderly, when preparing discharge from hospitals and when older people visit primary health care. Thus individual strengths and challenges could be identified. If older clients would evaluate themselves using the instrument, a basis for dialogue is created and thus increased insight into their context realisedForsendur. Til að hægt sé að vinna að markvissri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða er mikilvægt að skilja reynslu þeirra af heilbrigði og jákvæðum og neikvæðum áhrifaþáttum heilbrigðis. Þá er mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk að þekkja hvernig aldraðir í heimahúsum viðhalda heilsu sinni og efla hana. Tilgangur. Að leita svara við rannsóknarspurningunni: „Hver er reynsla aldraðra, sem búsettir eru á eigin heimili, af heilbrigði og af því hvað viðheldur og eflir heilsu á efri árum?“ Aðferð. Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði var notaður til að taka og vinna úr 16 viðtölum við tíu einstaklinga á aldrinum 69 til 87 ára, fimm konur og fimm karla. Þátttakendur voru búsettir á eigin heimili ýmist í þéttbýli eða dreifbýli. Niðurstöður. Þátttakendur lýstu reynslu sinni af heilbrigði og af þáttum sem hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á heilsu þeirra og heilsueflingu. Fram kom hvernig þeir tóku ábyrgð á eigin heilsu og hvernig meðvitund um mikilvægi heilbrigðis jókst með aldrinum. Þeim var mikilvægt að finna tilgang og gleði í lífinu, viðhalda andlegri og líkamlegri færni sinni ásamt því að vera virkir í samfélaginu og halda reisn sinni. Ályktanir og notagildi. Aldraðir einstaklingar upplifa jákvæða og neikvæða þætti sem hafa áhrif á heilsuna og gæta þarf þess að gefa þeim tækifæri til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Hægt er að þróa matskvarða sem byggist á þeim áhrifaþáttum heilbrigðis sem fram komu í rannsókninni. Kvarðinn getur nýst hjúkrunarfræðingum í heilsueflandi heimsóknum, við undirbúning útskriftar af sjúkrahúsi og í heilsugæslu. Þannig væri hægt að átta sig á styrk einstaklinganna og erfiðleikum sem þeir standa frammi fyrir. Ef einstaklingarnir merkja sjálfir inn á kvarðann getur skapast umræðugrundvöllur sem byði upp á bætta innsýn í aðstæður þeirra
    corecore