11 research outputs found

    Etið af skilningstrénu : verkir í fæðingu, upplifun kvenna og viðhorf ljósmæðra

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn í Additional LinksSumarið eftir fyrsta námsár mitt í hjúkrunarfræði, árið 2001, vann ég sem aðstoðarstúlka á fæðingagangi Land spítala-háskólasjúkrahúss. Þar að - stoðaði ég ljósmæður við fæðingar og varð vitni að rúmlega fimmtíu fæðingum. Síðan þá hefur setið í mér upplifun mín af verkjum fæðandi kvenna og viðbrögðum ljósmæðranna við þeim. Annars vegar veitti ég því athygli hve mikill munur virtist vera á upp- lifun kvenna. Sumar þeirra tókust á við kollhríðarnar af nær ofurmannlegri yfirvegun. Þótt andrúmsloftið væri magnþrungið var það umfram allt friðsamlegt og fallegt. Á meðan virtust aðrar konur staddar í hreinasta helvíti meðan þær fæddu barn sitt í heiminn. Óp þeirra voru örvæntingarfull og augnaráðið þrungið skelfingu. Hins vegar vöktu athygli mína viðbrögð ljósmæðra við því hvernig konur tjáðu sig um verki. Í flestum tilvikum komu ljósmæður fram við konur af virðingu en þegar konur upplifðu mikla verki fannst mér framkoma ljósmæðra stundum einkennast af takmarkaðri þolinmæði. Þá var jafnvel sussað hastarlega á konur og þær beðnar að stilla sig. Þetta óþol sumra ljósmæðra kom einnig í ljós í umræðum þeirra á milli þegar konurnar heyrðu ekki til. Þá var talað um að þessi eða hin konan væri nú alger óhemja, eða að það væri nú óþarfi að vera með svona dónaskap og læti þó maður væri að fæða barn. Þetta virðingarleysi gagnvart upplifun konunnar stakk mig. Ég man eftir að hafa hugsað með mér hvort þessar ljósmæður hefðu einhverja hugmynd um hvernig konu líður þegar hún hegðar sér svona. Er kannski alltaf hætta á því að við berum fæðandi konur saman við minningar okkar um eigin fæðingar og að skilningur okkar takmarkist af eigin reynsluheimi? Efni þessarar greinar er valið í þeirri viðleitni að auka hlutleysi mitt og víðsýni gagnvart verkjum og upplifun af þeim í þeirri von að ég verði hæfari til að mæta konum fordómalaust þar sem þær eru staddar. Vonandi get ég í leiðinni sagt starfandi ljósmæðrum eitthvað nýtt um verki í fæðingu. Í greininni mun ég leitast við að skoða heimildir um; áhrif verkja á konur, viðhorf til verkja fyrr og nú, áhrif erfða á endorfínframleiðslu, og hlutverk verkja í fæðingu

    Outcomes of freestanding midwifery units and alongside midwifery units. A systematic review.

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadBakgrunnur: Ljósmæðrastýrðar einingar innan og utan sjúkrahúsa eru að ryðja sér til rúms, sérstaklega síðustu ár, sem valkostur fyrir heilbrigðar konur í eðlilegri meðgöngu. Ljósmæður eru í lykilhlutverki við að fræða konur um val á fæðingarstað en í mæðravernd er unnið eftir klínískum leiðbeiningum sem segja til um að konur eigi að fá faglegar upplýsingar þannig að þær geti tekið upplýsta ákvörðun um fæðingarstað. Til að geta sinnt fræðsluhlutverki sínu þurfa ljósmæður að hafa aðgang að áreiðanlegum upplýsingum um ávinning og áhættur ólíkra fæðingarstaða. Markmið: Að bera saman útkomu kvenna og barna og inngrip í fæðingar hjá heilbrigðum konum í eðlilegri meðgöngu sem ætla að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum innan eða utan sjúkrahúsa, við útkomu kvenna sem ætla að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa. Aðferð: Framkvæmd var kerfisbundin, fræðileg samantekt. Gerð var heimildaleit á leitarsíðunum Scopus, Cinahl, PubMed og Proquest. Notuð voru leitarorðin; ljósmæðrastýrð eining (e. midwifery unit), fæðingarheimili (e. birth center), fæðingarstaður (e. birthplace), útkoma (e. outcome) og Útkoma ljósmæðrastýrðra eininga innan og utan sjúkrahúsa Kerfisbundin fræðileg samantekt Outcomes of freestanding midwifery units and alongside midwifery units A systematic review Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, ljósmóðir, fæðingarvakt Landspítala, Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir og dósent við Háskóla Íslands, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir og prófessor við Háskóla Íslands Ritrýnd fræðigrein, tengiliður: [email protected] 23 ljósmóðurfræði (e. midwifery). Eftir mat á 459 rannsóknum stóðu eftir tíu rannsóknir sem uppfylltu inntökuskilyrði og stóðust gæðamat. Rannsóknirnar skoðuðu útkomu hjá yfir 102.000 konum sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum, innan og utan sjúkrahúsa og báru saman við útkomu um 820.000 kvenna sem ætluðu að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa. Niðurstöður: Rannsóknir benda til þess að betri útkoma sé hjá heilbrigðum konum í eðlilegri meðgöngu sem ætla að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum en þeim sem ætla að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa. Meiri líkur voru á sjálfkrafa, eðlilegri fæðingu og minni líkur á inngripum á borð við mænurótardeyfingu, hríðarörvun, áhaldafæðingu og keisaraskurði. Einnig voru almennt minni líkur á spangarklippingu og blæðingu eftir fæðingu á ljósmæðrastýrðum einingum. Flutningstíðnin var 14,8% – 33,9%, þar sem frumbyrjur voru frekar fluttar en fjölbyrjur. Ekki var marktækur munur á útkomu nýbura. Ályktun: Við val á fæðingarstað á meðgöngu ætti að upplýsa konur um ólíka útkomu fæðinga á ólíkum fæðingarstöðum, þar á meðal um lága inngripatíðni og jákvæða útkomu mæðra sem ætla að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum. Lykilorð: ljósmæðrastýrð eining, útkoma fæðinga, eðlileg fæðing, ljósmóðurfræði.Background: Midwifery units, both freestanding and alongside, are increasingly popular locations for birth amongst healthy women in low-risk pregnancies. Midwives have a leading role in antenatal education on choice in place of birth. Clinical guidelines for maternity care guide midwives to inform women in a professional manner such that women can make informed decisions on place of birth. In order to fulfil their informative roles, midwives must be able to access evidence based information about the benefits and risks associated with different birth places. Objective: To compare maternal and perinatal outcomes and obstetric interventions in low-risk women by planned place of birth in freestanding or alongside midwifery units to obstetric units in hospitals. Design: Scopus, Cinahl, PubMed and Proquest databases were used to identify studies in this systematic review. Search terms where: midwifery unit, birth center, birthplace, outcome and midwifery. After reviewing 459 articles, ten articles met inclusion criteria and evaluation of study quality. Participants were over 102,000 women who planned to give birth in midwifery units, compared to around 820,000 women who planned to give birth at obstetric units. Results: Studies point to a better outcome for healthy women in low-risk pregnancies who plan to give birth at midwifery units than for those who plan to give birth in obstetric units. They had an increased likelihood of spontaneous vaginal birth and were less likely to need interventions including; epidural analgesia, augmentation of labour, instrumental delivery, and caesarean section. Rates of maternal outcome including episiotomy and postpartum haemorrhage were generally lower in midwifery units. Transfer rates ranged from 14.8% to 33.9%, were nulliparous women had higher rates of transfer than multiparous women. There was not a significant difference in perinatal outcomes. Conclusions: When choosing their place of birth in pregnancy women should be informed on different birth outcomes in different birth places, including low intervention rates and positive maternal outcomes in planned midwifery unit births. Keywords: midwifery unit, birth outcome, low- -risk birth, midwifer

    Correction : variations in childbirth interventions in high-income countries : protocol for a multinational cross-sectional study

    Get PDF
    Original article can be fount at: https://www.um.edu.mt/library/oar/handle/123456789/58714Correction issued for the article Variations in childbirth interventions in highincome countries: protocol for a multinational cross-sectional study (10.1136/bmjopen-2017-017993)peer-reviewe

    Etið af skilningstrénu : verkir í fæðingu, upplifun kvenna og viðhorf ljósmæðra

    No full text
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn í Additional LinksSumarið eftir fyrsta námsár mitt í hjúkrunarfræði, árið 2001, vann ég sem aðstoðarstúlka á fæðingagangi Land spítala-háskólasjúkrahúss. Þar að - stoðaði ég ljósmæður við fæðingar og varð vitni að rúmlega fimmtíu fæðingum. Síðan þá hefur setið í mér upplifun mín af verkjum fæðandi kvenna og viðbrögðum ljósmæðranna við þeim. Annars vegar veitti ég því athygli hve mikill munur virtist vera á upp- lifun kvenna. Sumar þeirra tókust á við kollhríðarnar af nær ofurmannlegri yfirvegun. Þótt andrúmsloftið væri magnþrungið var það umfram allt friðsamlegt og fallegt. Á meðan virtust aðrar konur staddar í hreinasta helvíti meðan þær fæddu barn sitt í heiminn. Óp þeirra voru örvæntingarfull og augnaráðið þrungið skelfingu. Hins vegar vöktu athygli mína viðbrögð ljósmæðra við því hvernig konur tjáðu sig um verki. Í flestum tilvikum komu ljósmæður fram við konur af virðingu en þegar konur upplifðu mikla verki fannst mér framkoma ljósmæðra stundum einkennast af takmarkaðri þolinmæði. Þá var jafnvel sussað hastarlega á konur og þær beðnar að stilla sig. Þetta óþol sumra ljósmæðra kom einnig í ljós í umræðum þeirra á milli þegar konurnar heyrðu ekki til. Þá var talað um að þessi eða hin konan væri nú alger óhemja, eða að það væri nú óþarfi að vera með svona dónaskap og læti þó maður væri að fæða barn. Þetta virðingarleysi gagnvart upplifun konunnar stakk mig. Ég man eftir að hafa hugsað með mér hvort þessar ljósmæður hefðu einhverja hugmynd um hvernig konu líður þegar hún hegðar sér svona. Er kannski alltaf hætta á því að við berum fæðandi konur saman við minningar okkar um eigin fæðingar og að skilningur okkar takmarkist af eigin reynsluheimi? Efni þessarar greinar er valið í þeirri viðleitni að auka hlutleysi mitt og víðsýni gagnvart verkjum og upplifun af þeim í þeirri von að ég verði hæfari til að mæta konum fordómalaust þar sem þær eru staddar. Vonandi get ég í leiðinni sagt starfandi ljósmæðrum eitthvað nýtt um verki í fæðingu. Í greininni mun ég leitast við að skoða heimildir um; áhrif verkja á konur, viðhorf til verkja fyrr og nú, áhrif erfða á endorfínframleiðslu, og hlutverk verkja í fæðingu

    Midwifery services and neonatal safety in home birth: an integrated review

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadBakgrunnur: Fæðingarþjónusta íslenskra ljósmæðra hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Tíðni heimafæðinga lækkaði hratt á síðari hluta 20. aldar en hefur hækkað aftur frá aldamótum. Vegna lágrar tíðni heilsufarsvandamála nýbura þegar mæður eiga eðlilega meðgöngu að baki og lítilla rannsóknarhópa í íslenskum rannsóknum á heimafæðingum er erfitt að draga af þeim ályktanir um útkomu nýbura. Markmið þessa yfirlits var að greina hvort samhengi væri milli skipulags þjónustu og slæmrar útkomu nýbura, svo sem burðarmáls- eða nýburadauða, heilsufarsvandamála, lágra Apgarstiga eða sérhæfðrar þjónustu. Tilgangurinn var að draga saman upplýsingar sem geta gagnast við þróun ljósmæðraþjónustu á Íslandi. Aðferðafræði: Gert var samþætt fræðilegt yfirlit yfir erlendar rannsóknir á útkomu nýbura í heimafæðingum og heimildir sem til eru um skipulag þjónustu við heimafæðingar á viðkomandi landsvæðum. Niðurstöður: Þar sem þjónusta hæfra og vel menntaðra ljósmæðra í heimafæðingum er vel samþætt öðrum þáttum fæðingarþjónustunnar og styðst við opinberar leiðbeiningar um ábendingar, frábendingar og innihald þjónustu er útkoma nýbura í fyrirfram ákveðnum heimafæðingum jafn góð eða betri en í fyrirframákveðnum sjúkrahúsfæðingum. Ályktanir: Þjónusta íslenskra ljósmæðra við heimafæðingar er að mörgu leyti sambærileg við það sem best gerist erlendis. Þó mætti huga að gerð klínískra leiðbeininga um fæðingarþjónustu á öllum þjónustustigum og skýra verklag við tilvísanir og flutning úr heimafæðingu á hærra þjónustustig.Background: Icelandic midwifery services have changed considerably through the years. Home birth rates declined rapidly in the latter half of the 20th century but have been rising in the new millennium. Due to low morbidity rates among the neonates of healthy low-risk women, and the small group size in Icelandic home birth research, drawing conclusions on neonatal outcomes is problematic. The aim of this review was to detect patterns in the provision of home birth services and adverse neonatal outcomes, such as neonatal mortality and morbidity, low Apgar scores, or specialised care. The purpose was to collect information that can be useful in the development of midwifery services in Iceland. Methods: An integrative review on research articles on neonatal outcomes in home birth and available literature on the way home birth services are organized in different settings. Findings: In countries where home birth services are regulated, integrated into the health care system, and provided by midwives with a standardized education, neonatal outcomes in planned home births are either equally good or better than planned hospital birth outcomes. Conclusions: The home birth services of Icelandic midwives are in many ways compatible with well-organized services in other countries. Improvements could be made by issuing national guidelines on intrapartum care in all levels of service, as well as guidelines on consultation and transfer of care

    Samanburður á útkomu fyrirfram ákveðinna heimafæðinga og sjúkrahúsfæðinga á Íslandi 2005-2009. Afturvirk forrannsókn með tilfella-viðmiðasniði

    No full text
    Tíðni heimafæðinga á Íslandi hefur aukist hratt á síðustu árum, úr 0,7% árið 2000 í 1,8% árið 2009, í kjölfar sögulegrar lægðar í lok síðustu aldar. Ekki hefur verið gerð fræðileg rannsókn á útkomu heimafæðinga á Íslandi. Tilgangur meistaraverkefnisins var að þróa rannsóknaráætlun fyrir samanburð á útkomu fyrirfram ákveðinna heimafæðinga og sjúkrahúsfæðinga hjá sambærilegum hópi hraustra kvenna og forprófa áætlunina með forrannsókn. Samkvæmt hugmyndafræði ljósmæðra um fæðingu sem lífeðlislegt ferli, sem liggur rannsókninni til grundvallar, ætti heimafæðing að vera valkostur fyrir heilbrigðar konur með eðlilega meðgöngu að baki. Niðurstöður nýlegra, erlendra rannsókna hafa gefið til kynna að útkoma fyrirfram ákveðinna heimafæðinga sé betri en útkoma sjúkrahúsfæðinga hvað varðar inngrip og heilsufar móður og barns en ekki sé marktækur munur á tíðni burðarmálsdauða. Rannsóknin var megindleg með afturvirku tilfella-viðmiðasniði. Í tilfellahópi var hentugleikaúrtak 39 heimafæðinga úr þýði allra heimafæðinga á Íslandi á árunum 2005-2009. Í viðmiðahópi var markmiðsúrtak 39 sjúkrahúsfæðinga sem pöruðust við heimafæðingar og voru úr þýði án frábendinga fyrir heimafæðingu. Unnið var úr gögnum með lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, Kí-kvaðratprófum, Wilcoxon-prófum og Fisher’s-prófum. Niðurstöður forrannsóknar leiddu í ljós góða útkomu móður og barns í báðum rannsóknarhópum. Tíðni inngripa var marktækt lægri hjá heimafæðingarhópi þótt til þeirra teldust fæðingar sem lauk á sjúkrahúsi. Apgarstig 5 mínútum eftir fæðingu voru marktækt betri hjá börnum sem fæddust heima. Niðurstöður íslensku forrannsóknarinnar samræmast niðurstöðum nýlegra, erlendra rannsókna á útkomu heimafæðinga. Þörf er á frekari rannsóknum sem ná til stærri rannsóknarhópa og skoða þætti sem geta haft áhrif á útkomu heimafæðinga, eins og búsetu, flutning og starfsreynslu ljósmóður. Lykilorð: Útkoma, fyrirfram ákveðin heimafæðing, fyrirfram ákveðin sjúkrahúsfæðing, ljósmóðir

    Home birth constructed as a safe choice in Iceland: A content analysis on Icelandic media

    No full text
    To access publisher's full text version of this article click on the hyperlink at the bottom of the pageBackground: The rate of home birth in Iceland increased from 0.1% in the 90's, to 2.2% in 2012. As the media contributes to the development and public perceptions, engagement and use of health care, it is of interest to explore the media representation of planned home birth in Iceland. Objectives: The aim of this study was to explore the way in which the constructions of planned home birth are represented in the Icelandic media; the frequency with which planned home birth was discussed and by whom it was discussed; whether the discourse was congruent with practice development in the country; and if so, how such congruency was effected. Methods: Data from the main newspapers in Iceland published from the beginning of 1990 until the end of 2011 were explored using content analysis. Results: In total, 127 items were summarized and we identified five themes: approach to safety, having a choice, the medicalization of childbirth, the relationship between women and midwives, and the reaction of the pregnant woman's local community. Central in the analysis were the importance of being able to choose a safe place of birth and the need for woman-centred care. Conclusion: Overall planned home birth was not discussed with much intensity or frequency, but in general the discussion was shaped by a positive attitude. There was a distinction in the public media discourse among midwives and physicians or obstetricians who do not argue against planned home birth but who nevertheless speak with caution. The pregnant women who chose home birth found their own home to be safe and similar views were identified among women and midwives

    Use of pain management in childbirth among migrant women in Iceland : A population-based cohort study

    No full text
    Funding Information: The Icelandic Research Fund, Grant number: 2019 ‐ 196218‐051 Publisher Copyright: © 2022 The Authors. Birth published by Wiley Periodicals LLC.Background: Immigration is rapidly increasing in Iceland with 13.6% of the population holding foreign citizenship in 2020. Earlier findings identified inequities in childbirth care for some women in Iceland. To gain insight into the quality of intrapartum midwifery care, migrant women's use of pain management methods during birth in Iceland was explored. Methods: A population-based cohort study including all women with a singleton birth in Iceland between 2007 and 2018, in total 48 173 births. Logistic regression analyses with odds ratios (ORs) and 95% confidence intervals (CIs) were used to investigate the relationship between migrant backgrounds defined as holding foreign citizenship and the use of pain management during birth. The main outcome measures were use of nonpharmacological and pharmacological pain management methods. Results: Data from 6097 migrant women were included. Migrant women had higher adjusted OR (aORs) for no use of pain management (aOR = 1.23 95% CI [1.12, 1.34]), when compared to Icelandic women. Migrant women also had lower aORs for the use of acupuncture (0.73 [0.64, 0.83]), transcutaneous electrical nerve stimulation (TENS) (0.92 [0.01, 0.67]), shower/bath (0.73 [0.66, 0.82]), aromatherapy (0.59 [0.44, 0.78]), and nitrous oxide inhalation (0.89 [0.83, 0.96]). Human Development Index (HDI) scores of countries of citizenship <0.900 were associated with lower aORs for the use of various pain management methods. Conclusions: Our results suggest that being a migrant in Iceland is an important factor that limits the use of nonpharmacological pain management, especially for migrant women with citizenship from countries with HDI score <0.900.Peer reviewe

    Challenges in migrant women’s maternity care in a high-income country: a population-based cohort study of maternal and perinatal outcomes

    No full text
    Introduction This study aims to explore maternal and perinatal outcomes of migrant women in Iceland. Material and methods This prospective population-based cohort study included women who gave birth to a singleton in Iceland between 1997 and 2018, comprising a total of 92 403 births. Migrant women were defined as women with citizenship other than Icelandic, including refugees and asylum seekers, and categorized into three groups, based on their country of citizenship Human Development Index score. The effect of country of citizenship was estimated. The main outcome measures were onset of labor, augmentation, epidural, perineum support, episiotomy, mode of birth, obstetric anal sphincter injury, postpartum hemorrhage, preterm birth, a 5-minute Apgar <7, neonatal intensive care unit admission and perinatal mortality. Odds ratios (ORs) and 95% confidence intervals (CIs) for maternal and perinatal outcomes were calculated using logistic regression models. Results A total of 8158 migrant women gave birth during the study period: 4401 primiparous and 3757 multiparous. Overall, migrant women had higher adjusted ORs (aORs) for episiotomy (primiparas: aOR 1.43, 95% CI 1.26–1.61; multiparas: 1.39, 95% CI 1.21–1.60) and instrumental births (primiparas: 1.14, 95% CI 1.02–1.27, multiparas: 1.41, 95% CI 1.16–1.72) and lower aORs of induction of labor (primiparas: 0.88, 95% CI 0.79–0.98; multiparas: 0.74, 95% CI 0.66–0.83), compared with Icelandic women. Migrant women from countries with a high Human Development Index score (≥0.900) had similar or better outcomes compared with Icelandic women, whereas migrant women from countries with a lower Human Development Index score than that of Iceland (<0.900) had additionally increased odds of maternal and perinatal complications and interventions, such as emergency cesarean and postpartum hemorrhage. Conclusions Women’s citizenship and country of citizenship Human Development Index scores are significantly associated with a range of maternal and perinatal complications and interventions, such as episiotomy and instrumental birth. The results indicate the need for further exploration of whether Icelandic perinatal healthcare services meet the care needs of migrant women
    corecore