14 research outputs found

    Mat á hegðun og líðan heilla bekkjardeilda

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenRannsóknir á hegðun og líðan barna gefa til kynna tvær víddir: erfiða hegðun og vanlíðan. Þáttagreining á spurningum um hegðun innan bekkjardeilda í 7. bekk grunnskóla gaf til kynna að þessar víddir ættu einnig við þegar litið væri til heilla bekkjardeilda. Athugun á réttmæti gaf til kynna að bæði erfið hegðun og vanlíðan metin á stigi bekkjardeilda tengdist skorti á aga eins og hann var metinn af nemendum. Auk þess lækkaði mat á erfiðri hegðun með auknum aldri kennara. Vísbending var um að vanlíðan bekkjardeilda minnkaði með auknum neikvæðum tilfinningum svo sem reiði, skömm og pirringi

    The vality of Talnalykill in first grade of elementary school

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnVið könnuðum réttmæti tveggja prófþátta Talnalykils, Talna og Reiknings og aðgerða, gagnvart námshluta Íslenska þroskalistans í úrtaki 100 nemenda í 1. bekk grunnskóla að vori. Við notuðum sérstaka einstaklingsútgáfu af Reikningi og aðgerðum og auk foreldraútgáfunnar var gerð sérstök kennaraútgáfa af námshluta Íslenska þroskalistans. Innri samkvæmni var um og yfir 0,90 metin með Cronbachs alfa, nema fyrir Reikning og aðgerðir þar sem alfa var um 0,60. Fylgni Talna við Reikning og aðgerðir og bæði foreldra- og kennaraútgáfu námshluta Íslenska þroskalistans var um og yfir 0,60. Reikningur og aðgerðir höfðu hins vegar fylgni upp á aðeins um 0,50 við námshluta Íslenska þroskalistans. Kennaraútgáfa námshluta Íslenska þroskalistans hafði háa fylgni (0,75) við foreldrahluta sama kvarða. Þessar niðurstöður benda til að Tölur og Reikningur og aðgerðir séu réttmæt við mat á kunnáttu í 1. bekk grunnskóla og að kennaraútgáfa námshluta þroskalistans sé réttmæt fyrir sömu notkun. Reikningur og aðgerðir höfðu litla innri samkvæmni vegna of þungra verkefna. Mikilvægt er að fjölga verkefnum í Reikningi og aðgerðum, sérstaklega verkefnum sem hentar börnum á þessu kunnáttustigi.We studied the validity of the Tölur (Numbers) subtest and an individualized version of the Reikningur og aðgerðir (Elementary Arithmetics) subtest of the Talnalykill (an Icelandic mathematical achievement test) against the achievement subtest of the Preschool Child Development Inventory (PCDI) in a sample of 100 students in the spring of first grade of elementary school. A specially adapted teacher version of the achievement subtest of the PCDI was also validated against the official parental versions as well as the above measures. Internal consistency, estimated by Cronbachs alpha, was about and above .90 for all measures except Reikningur and aðgerðir where it was about .60. Pearson correlations of Tölur with Reikningur og aðgerðir and both parental and teacher version of the achievement subtest of PCDI was about and above .60 In contrast, Reikningur and aðgerðir had a correlation of only about .50 with the achievement subtest of the PCDI. The teacher version of the achievement subtest of PCDI had a correlation of .75 with the parental version. These results suggest that Tölur as well as Reikningur og aðgerðir are valid as measures of achievement in mathematics in first grade of elementary school and that the teacher adaptation of the achievement subtest of PCDI is valid for the same purpose. Reikningur og aðgerðir has low internal consistency due to items that are too difficult. It is important to add items to Reikningur og aðgerðir, especially items suitable for children at early stages of mathematical achievement

    Íslensk börn og unglingar með höfuðáverka : hve margir þurfa sérhæfða fræðslu, endurhæfingu eða eftirfylgd og hvers konar íhlutun er við hæfi?

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur rannsóknarinnar var að kanna fjölda barna og unglinga, sem lýsa eftirstöðvum fjórum árum eftir höfuðáverka, og skoða eðli þessara kvartana, og meta þannig þörf fyrir sérhæfða íhlutun af mismunandi toga. Gögnum var safnað á framvirkan hátt um alla sjúklinga 0-19 ára, sem greindir voru með höfuðáverka (ICD-9 850-854) á Borgarspítalanum á einu ári, 1992-1993 (n=405). Fjórum árum síðar var spurningalisti um eftirstöðvar áverka sendur til sjúklinga. Alvarleikastig byggt á eðli kvartana var metið samkvæmt viðmiðum Glasgow Outcome Scale (GOS), barnaútgáfu. Alls lýstu 39 sjúklingar lýstu eftirstöðvum höfuðáverka fjórum árum síðar. Samkvæmt viðmiðum GOS lýstu 19 þeirra góðri útkomu (e. good outcome), 14 lýstu miðlungs hömlun (e. moderate disability), 2 lýstu alvarlegri hömlun (severe disability) og 4 höfðu látist vegna heilaskaða. Nýleg athugun bendir til þess að ekki hafi orðið fækkun á börnum og unglingum sem hljóta alvarlegri höfuðáverka (ICD-9 851- 854) á ári hverju.Niðurstöður benda til þess að tugir íslenskra barna og unglinga þarfnist sérhæfðrar íhlutunar og eftirfylgdar á ári hverju vegna afleiðinga höfuðáverka. Íhlutunin getur verið mjög breytileg, allt frá fræðslu fyrir foreldra til endurhæfingar og eftirfylgdar til lengri tíma. Íhlutunin þarf að taka mið af vanda hvers og eins

    Frammistaða 10 ára barna á greindarprófi Wechslers fyrir börn

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenGreindarpróf Wechslers fyrir börn var lagt fyrir 26 venjuleg 10 ára börn. Niðurstöður gáfu til kynna að prófið ofmæti bæði yrta og óyrta greindarvisitölu á þessum aldri. Óyrt greindarvísitala var mun hærri en yrt greindarvísitala og tindarit gaf til kynna skekkjur í niðurstöðum einstakra undirprófa. Fjallað er um þessar niðurstöður með tilliti til túlkunar prófsins og takmarkana rannsóknarinnar sjálfrar.The Icelandic version of the Wecshler's Intelligence Scale for Children (WISC) was administered to 26 Icelandic 10 year old children. Results suggest that the test overestimates both verbal and performance intelligence as well as indicating a lower estimate of verbal than performance intelligence. Profile of subtests indicated systematic error for individual subtests. The results are discussed as they pertain to the interpretation of the results of the tests as well as pointing out limitation of the study itself

    Frammistaða 10 ára barna á greindarprófi Wechslers fyrir börn

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenGreindarpróf Wechslers fyrir börn var lagt fyrir 26 venjuleg 10 ára börn. Niðurstöður gáfu til kynna að prófið ofmæti bæði yrta og óyrta greindarvisitölu á þessum aldri. Óyrt greindarvísitala var mun hærri en yrt greindarvísitala og tindarit gaf til kynna skekkjur í niðurstöðum einstakra undirprófa. Fjallað er um þessar niðurstöður með tilliti til túlkunar prófsins og takmarkana rannsóknarinnar sjálfrar.The Icelandic version of the Wecshler's Intelligence Scale for Children (WISC) was administered to 26 Icelandic 10 year old children. Results suggest that the test overestimates both verbal and performance intelligence as well as indicating a lower estimate of verbal than performance intelligence. Profile of subtests indicated systematic error for individual subtests. The results are discussed as they pertain to the interpretation of the results of the tests as well as pointing out limitation of the study itself

    Fylgisbreytingar í aðdraganda borgarstjórnarkosninga vorið 2002

    No full text
    FræðigreinLýst er annmörkum þess að álykta um fylgi og fylgisþróun á grundvelli niðurstaðna einstakra fylgiskannana. Gerð er grein fyrir almennri umræðu í aðdraganda borgarstjórnarkosninga vorið 2002 og helstu annmarka þeirrar umræðu. Grein er gerð fyrir þeim eiginleikum sem samhæft mat á fylgisþróun sem nær niðurstöður margra kannana þarf að hafa. Staðbundin aðfallsgreining (local regression) er notuð til að fá yfirlit yfir fylgisþróun síðustu fimm vikur fyrir kosningar, kosningaspá og mat á óvissu. Í ljós kom að fylgisbreytingar voru mjög hægar, yfirburðir R-lista minnkuðu fram að 14. maí en jukust síðan fram að kjördegi. Minnstur var fylgismunurinn tæp sex prósentustig og sigur R-lista því aldrei verulega í hættu. Með hliðsjón af mikilli óvissu í niðurstöðum einstakra kannana, sáust fá merki um umtalsverðan kerfisbundinn mun eftir könnunaraðilum. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika mikilvægi þess að rannsaka fylgisþróun og hagnýta vitneskju um hana til að búa til líkön sem gera kleift að spá fyrir um niðurstöður kosninga og lágmarka óvissu í slíkri spá

    Trends in party support preceding the municipal election in May 2002

    No full text
    Abstract in English is unavailable

    Skilvirkni skimunar með Talnalykli : leit að slökum nemendum í stærðfræði

    No full text
    To access publisher full text version of this article. Please click on the hyperlink in Additional Links fieldGagnsemi og kostnaður við skimun stærðfræðierfiðleika í 1.-7. bekk grunnskóla með prófþáttunum Reikningi og aðgerðum og Tölum voru athuguð í staðalbindingarúrtökum Talnalykils (N = 1.914) . Beitt var merkjagreiningu (signal detection analysis) og miðað við að finna slaka nemendur, þá sem voru einu staðalfráviki eða meira undir meðaltalinu á heildartölu Talnalykils, út frá frammistöðu á prófþáttunum tveimur. Forspárhæfni Reiknings og aðgerða var lítil í 1. bekk en umtalsverð í 2. til 7. bekk. í 2. - 7. bekk var hægt að finna um 90% slakra nemenda með því að leggja Talnalykil allan fyrir þá sem fengu 9 eða lægra á Reikningi og aðgerðum. Með þeirri vísunarreglu spöruðust tæp 60% fyrirlagna samanborið við það að allt prófið væri lagt fyrir alla nemendur. Í tveggja þrepa skimun, þar sem bæði Reikningur og aðgerðir og Tölur eru notuð, er hægt að finna 90% slakra nemenda (84 eða lægra á heildartölu Talnalykils) með því að leggja prófþáttinn Reikning og aðgerðir fyrir alla nemendur, Tölur fyrir 43% þeirra og Talnalykil allan fyrir 33% nemendahópsins. Finna má 80% slakra nemenda með því að leggja prófþáttinn Reikning og aðgerðir fyrir alla nemendur, Tölur fyrir 31% þeirra og prófið allt fyrir 21% þeirra. Ef aðeins á að finna verst settu nemendurna þannig að ásættanlegt er að þriðjungur slakra nemenda finnist ekki, næst sá árangur með því að leggja Tölur fyrir 20% nemenda og prófið allt fyrir 15% nemenda. Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta að hægt er að finna slaka nemendur í stærðfræði með Talnalykli á hagkvæman hátt. Skimunin skilar verulegri gagnsemi án umtalsverðs kostnaðar. Aðferð við skimunina er sveigjanleg, þar sem hægt er að stilla vísunarviðmið með hliðsjón af gagnsemi og kostnaði skimunarinnar. Verulegur ávinningur getur verið af því fyrir skólakerfið að hagnýta niðurstöður rannsóknarinnar.The utility of screening for mathematical difficulties was studied in the normative sample (7V=1914) of Talnalykill, a criterion- and norm-referenced standardized test of mathematics achievement. The aim was to use one or two subtests to find students that were one standard deviation or more below the mean on the test as a whole. The subtest Arithmetic had little accuracy in first grade. However, about 90% of low-achieving students (one standard deviation or more below the mean) could be found in grades 2 to 7 when using a criterion of 9 or below (M=10, sd=3) on the subtest. This would result in 60% reduction in the number of assessments with the test as a whole. Two step screening with both Arithmetic and Numbers with 90% of the low-achieving students found, resulted in assessment of all students with Arithmetic, 43% with Numbers and 33% of the students with the test as a whole. If 80% discovery rate for low-achieving students is adequate, this could be achieved by assessment of 100%, 31% and 21% of the students with Arithmetic, Numbers and the test as a whole, respectively. A discovery rate of 67%, by comparison, required assessments of 100%, 20% and 15% of the students respectively with the two subtests and the test as a whole. The results confirm that low-achieving students in mathematics can be found cost-effectively by using Talnalykill. Screening for the total score by one or two subtests has high utility and reasonable cost. The screening method is also very flexible, since the information provided enables the fine-tuning of the screening criterion in order to optimize the trade-off between discovery rate and cost. This flexibility enhances the value of the results for use within individual schools or school systems

    Skilvirkni skimunar með Talnalykli : leit að slökum nemendum í stærðfræði

    No full text
    To access publisher full text version of this article. Please click on the hyperlink in Additional Links fieldGagnsemi og kostnaður við skimun stærðfræðierfiðleika í 1.-7. bekk grunnskóla með prófþáttunum Reikningi og aðgerðum og Tölum voru athuguð í staðalbindingarúrtökum Talnalykils (N = 1.914) . Beitt var merkjagreiningu (signal detection analysis) og miðað við að finna slaka nemendur, þá sem voru einu staðalfráviki eða meira undir meðaltalinu á heildartölu Talnalykils, út frá frammistöðu á prófþáttunum tveimur. Forspárhæfni Reiknings og aðgerða var lítil í 1. bekk en umtalsverð í 2. til 7. bekk. í 2. - 7. bekk var hægt að finna um 90% slakra nemenda með því að leggja Talnalykil allan fyrir þá sem fengu 9 eða lægra á Reikningi og aðgerðum. Með þeirri vísunarreglu spöruðust tæp 60% fyrirlagna samanborið við það að allt prófið væri lagt fyrir alla nemendur. Í tveggja þrepa skimun, þar sem bæði Reikningur og aðgerðir og Tölur eru notuð, er hægt að finna 90% slakra nemenda (84 eða lægra á heildartölu Talnalykils) með því að leggja prófþáttinn Reikning og aðgerðir fyrir alla nemendur, Tölur fyrir 43% þeirra og Talnalykil allan fyrir 33% nemendahópsins. Finna má 80% slakra nemenda með því að leggja prófþáttinn Reikning og aðgerðir fyrir alla nemendur, Tölur fyrir 31% þeirra og prófið allt fyrir 21% þeirra. Ef aðeins á að finna verst settu nemendurna þannig að ásættanlegt er að þriðjungur slakra nemenda finnist ekki, næst sá árangur með því að leggja Tölur fyrir 20% nemenda og prófið allt fyrir 15% nemenda. Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta að hægt er að finna slaka nemendur í stærðfræði með Talnalykli á hagkvæman hátt. Skimunin skilar verulegri gagnsemi án umtalsverðs kostnaðar. Aðferð við skimunina er sveigjanleg, þar sem hægt er að stilla vísunarviðmið með hliðsjón af gagnsemi og kostnaði skimunarinnar. Verulegur ávinningur getur verið af því fyrir skólakerfið að hagnýta niðurstöður rannsóknarinnar.The utility of screening for mathematical difficulties was studied in the normative sample (7V=1914) of Talnalykill, a criterion- and norm-referenced standardized test of mathematics achievement. The aim was to use one or two subtests to find students that were one standard deviation or more below the mean on the test as a whole. The subtest Arithmetic had little accuracy in first grade. However, about 90% of low-achieving students (one standard deviation or more below the mean) could be found in grades 2 to 7 when using a criterion of 9 or below (M=10, sd=3) on the subtest. This would result in 60% reduction in the number of assessments with the test as a whole. Two step screening with both Arithmetic and Numbers with 90% of the low-achieving students found, resulted in assessment of all students with Arithmetic, 43% with Numbers and 33% of the students with the test as a whole. If 80% discovery rate for low-achieving students is adequate, this could be achieved by assessment of 100%, 31% and 21% of the students with Arithmetic, Numbers and the test as a whole, respectively. A discovery rate of 67%, by comparison, required assessments of 100%, 20% and 15% of the students respectively with the two subtests and the test as a whole. The results confirm that low-achieving students in mathematics can be found cost-effectively by using Talnalykill. Screening for the total score by one or two subtests has high utility and reasonable cost. The screening method is also very flexible, since the information provided enables the fine-tuning of the screening criterion in order to optimize the trade-off between discovery rate and cost. This flexibility enhances the value of the results for use within individual schools or school systems

    Réttmæti samræmdra prófa til að álykta um námsframfarir nemenda milli 4. og 7. bekkjar grunnskóla

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMarkmið rannsóknarinnar er að meta þá forsendu við túlkun námsframfara á samræmdum prófum milli 4. og 7. bekkjar grunnskóla að sömu kunnáttusvið séu mæld með prófunum í báðum bekkjum þrátt fyrir að prófspurningar séu ekki þær sömu. Samræmdar einkunnir 4003 nemenda í 4. og 7. bekk voru þáttagreindar með aðferð mestu líkinda (maximum likelihood) og promax snúningi. Nemendurnir voru allir fæddir árið 1988 og tóku samræmd próf í íslensku og stærðfræði í 4. bekk 1997 og 7. bekk 2000. Þrír þættir komu fram í þáttagreiningunni: (a) stærðfræði, (b) stafsetning og ritun, (c) lestur og málnotkun. Aðrar aðferðir við þáttagreiningu gagnanna (principal components, principal axis factoring, alpha) gáfu hliðstæðar niðurstöður og greining byggð á aðferð mestu líkinda. Samtals er skýrð dreifing einstakra breyta (communalities) eftir snúning að meðaltali 0,41 og liggur á bilinu frá 0,13 til 0,86 fyrir einstakar breytur. Almennt renna niðurstöðurnar stoðum undir réttmæti þess að nota samræmd próf til að álykta um námsframfarir nemenda yfir þriggja ára tímabil.In the study one of two main asumptions underlaying reports of students progress between grade four (9 year olds) and seven (12 year olds) on the Icelandic Nationwide examinations was investigated. The Nationwide examinations are administered to cohorts of students in grade four and seven in mathematics and mother tongue. In this study the validity of the assumption that the same knowledge domains are tested on both occasions on different tests was investigated. Scores from the fourth and seventh grade tests of 4003 students born in 1988 were factor analysed with a maximum-likelihood procedure and a promax rotation. Three factors emerged from the factor analysis: (a) mathematics, (b) spelling and writing, and (c) reading comprehension and language usage. Communalities for individual variables after rotation ranged from 0,13 to 0,86 (mean 0,41). The results support the validity of using scores from the Nationwide Examinations in Iceland to report on students' progress in mathematics and mother tongue over a three year period
    corecore