24 research outputs found

    Akademískt frelsi, ábyrgð og hömlur : Sjónarmið háskólakennara á Íslandi

    Get PDF
    Akademískt frelsi er órjúfanlegur þáttur háskólastarfs. Í greininni er rakið inntak og mikilvægi akademísks frelsis og sagt frá niðurstöðum rannsókna á skilningi íslenskra háskólakennara á því og ógnum þess. Tilgreindir eru tveir inntaksþættir, (a) frjálst val viðfangsefna og aðferða í rannsóknum og kennslu og (b) þekkingar- og heilindakrafa. Greinin byggir á gögnum úr þremur gagnasöfnum sem safnað var í tveimur rannsóknarverkefnum, þ.e. gögnum úr spurningakönnun og viðtölum; hópviðtölum í fyrra rannsóknarverkefninu og einstaklingsviðtölum í því síðara. Spurningakönnunin var lögð fyrir árið 2011, hópviðtölin tekin árið 2014 og einstaklingsviðtölin árin 2019-2020. Alls var rætt við 48 akademíska starfsmenn úr þremur háskólum, 26 konur og 22 karla. Viðmælendur voru spurðir hvaða skilning þeir legðu í akademískt frelsi og hvernig það tengdist ólíkum þáttum starfs þeirra sem rannsakenda og háskólakennara. Niðurstöðurnar eru þær að íslenskir háskólakennarar meta akademískt frelsi mikils og tengja það helst við frjálst val viðfangsefna og aðferða í rannsóknum en einnig kennslu. Skilningur er á því að frelsinu fylgja kröfur um þekkingu og heilindi sem lúta jafningjamati, bæði í rannsóknum og kennslu. Viðmælendur finna fyrir því að á sumum sviðum er þrengt að akademísku frelsi þeirra, og kemur sá þrýstingur frá stjórnmálum og atvinnulífi, og sömuleiðis geta rannsóknasjóðir, matskerfi og þröngir útgáfukostir takmarkað frelsi rannsakenda. Hvorki komu fram áhyggjur af lausráðningu né þöggun. Svipuð viðhorf koma fram í öllum þremur gagnasöfnunum.Peer reviewe

    Dietary intake of young Icelanders with psychotic disorders and weight development over an 8-12 months period

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesTilgangur: Tíðni lífsstílssjúkdóma er hærri meðal einstaklinga með geðrofssjúkdóma en almennings. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna fæðuval ungs fólks með geðrofssjúkdóma, en fæðuval þessa hóps hefur aldrei verið kannað hérlendis áður. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru þjónustuþegar Laugarássins (n=48, 18-30 ára), sem sóttu þjónustu á því tímabili sem gagnaöflun fór fram (júlí- ágúst 2016). Fæðuval og næringargildi fæðu var metið með sólarhringsupprifjun á mataræði. Niðurstöður voru bornar saman við ráðleggingar Embættis landlæknis og niðurstöður landskönnunar á mataræði 2010-2011 fyrir sama aldurshóp (n=250). Þróun líkamsþyngdar síðastliðna 8-12 mánuði var metin út frá skráðum upplýsingum í sjúkraskrá (Sögu). Niðurstöður: Neysla á ávöxtum, fiski, mjólkurvörum, jurtaolíum og lýsi var marktækt lægri meðal þjónustuþega en hjá þátttakendum í landskönnun 2010-2011, en neysla á sælgæti og gosdrykkjum hærri (p5% af upphafsþyngd sinni á 8-12 mánaða tímabili. Ályktanir: Fæðuval ungs fólks með geðrofssjúkdóma samræmist ekki opinberum ráðleggingum um fæðuval og er lakara en fæðuval viðmiðunarhópsins. Mikilvægt er að þróa leiðir til að bæta fæðuval og þar með næringargildi fæðu hópsins.Introduction: The prevalence of lifestyle related diseases is higher among people with psychotic disorders than the general population. The aim was to assess dietary intake of young people with psychotic disorders for the first time in Iceland. Material and methods: Subjects were young people (n=48, age 18-30y) with psychotic disorders. Dietary intake was assessed by a 24-hour recall in July-August 2016, and compared with official recommendations and intake of the general public (n=250, age 18-30y). Body weight in the past eight to 12 months, was retrieved from medical records. Results: Consumption of fruits, fish, dairy products, vegetable and fish oil was significantly lower among subjects when compared with the general public, while their soft drink and sweets consumption was higher (p5% of their initial body weight in the past 8-2 months. Conclusion: Diet of young people with psychotic disorders is not consistent with recommendations and is worse than the diet of their peers in the general population. It is important to find ways to improve the diet and thereby nutrient intake of the group

    Háskólar og lýðræði: Gagnrýnin greining á borgaralegu hlutverki háskóla í lýðræðisþjóðfélagi

    No full text
    The article provides an overview of the research project Universities and democracy: A critical analysis of the civic role of universities in a democratic society, which received a three-year grant from the Rannís Research Foundation in the spring of 2018. In the study, an interdisciplinary group of scholars sought answers to whether and what role universities play in a democratic society. Data was obtained through a philosophical analysis of the concepts of democracy and universities and the relationship between them, as well as through interviews with lecturers at three universities. Studies show that universities play a variety of important roles in promoting and strengthening democratic societies. The article gives several examples of different aspects of the research and their results

    We are caught up in our own world : conceptions of curriculum within three different disciplines at the University of Iceland

    No full text
    MenntunarfræðiThis study explores the conceptions that university teachers have of curriculum decision making and development within three different disciplines and the space and agency of teachers in the curriculum process. The study makes use of Basil Bernstein’s concepts of the classification and framing of the pedagogic discourse of higher education disciplines and applies them to the pedagogic discourse of three disciplines (i.e. mechanical and industrial engineering, anthropology and physics) to demonstrate how it appears in traditions, communication and planning of instruction. The three disciplines were explored as specific cases. Data were collected through interviews, observations and analysis of texts. Fifteen university teachers were interviewed, eight staff meetings observed and a variety of texts analysed. Mixed phenomenological methods of data analysis such as looking for common themes and discourse analysis were applied. The main findings of the study are the existence of a local pedagogic discourse of each discipline, characterised by different aims of the discipline, different conceptions of student identities and teacher roles, and specific instructional discourse. The local pedagogic discourse is created when a universal pedagogic discourse is recontextualised within a local socio-cultural context. The transformation creates spaces for different ideologies (personal, disciplinary, institutional and external). In the transformation process, the university teachers hold a significant and powerful role. The local pedagogic discourse is most strongly influenced by teacher conceptions acquired during their own time of studying the discipline and their experience of teaching. The discipline’s organisational culture and structure as well as its saga both mould the local pedagogic discourse and create its social context within which different contesting ideologies arise. Internal and external ideologies, such as the University’s research mission, influence the disciplinary ideologies in different ways, supporting some while weakening others. The study showed that curriculum decision making and development is not experienced as troublesome or problematic. Finally, the study demonstrated that the teachers in the study sense different authority and agency in curriculum decision making between as well as within the disciplinary curriculum. The findings have both theoretical and practical implications for the curriculum field of higher education

    Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

    No full text
    Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum á öðrum skólastigum er vald þeirra yfir námskránni, frelsið til að ráða því hvað skuli kennt, hvað nemendur skuli kljást við og hvernig. Þetta vald eða frelsi er kennurum þó sjaldan íhugunarefni enda fer yfirleitt lítið fyrir fræðilegri umræðu um námskrárgerð innan háskóla. Þá eiga háskólakennarar í fá hús að venda varðandi aðstoð við námskrárgerð. Frelsi háskólakennara til að taka ákvarðanir um nám og kennslu vekur upp spurningar: Hvernig taka kennara ákvarðanir um nám og kennslu og skipulag námskeiða? Hvaða þættir hafa helst áhrif á þær ákvarðanir? Í greininni verður gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á viðhorfum kennara í iðnaðar- og vélaverkfræðiskor innan Háskóla Íslands til námskárákvarðana. Með eigindlegum rannsóknaraðferðum, viðtölum og þátttökuathugunum er leitast við að skoða hvaða leiðir kennarar fara við ákvarðanir um skipulag náms og kennslu og hvað hefur einkum áhrif á þær hugmyndir

    „Maður gerir ekki rassgat einn.“ Rannsókn á samfélagslegum áhrifum tónlistarhátíðarinnar „Aldrei fór ég suður“

    No full text
    Í þessari ritgerð verður fjallað um páskatímann á Ísafirði og þá aðallega tónlistarhátíðina „Aldrei fór ég suður“ sem fer fram yfir páskahelgi ár hvert á Ísafirði. Hátíðin hóf göngu sína árið 2004 og hefur allt umfang hennar farið ört stækkandi og er hún í dag einn stærsti viðburðurinn sem á sér stað á Vestfjörðum. Tekin voru fimm viðtöl í þessari rannsókn við einstaklinga sem tengjast hátíðinni allir á sinn hátt. Þá verður hugmyndin um samfélag og samfélagsvitund tekin fyrir út frá þeirri stemningu sem skapast hefur á páskum á Ísafirði í marga áratugi eða allt frá stofnun Skíðaviku þar árið 1935. Skíðavikan á Ísafirði var stofnuð til að fá til Ísafjarðar fólk á skíði og til að efla skíðamenningu Ísafjarðar. Í fyrsta kafla rannsóknarinar verða helstu hugtökin sem verða notuð í rannsókninni kynnt til sögunnar. Í öðrum kafla er stuttlega rætt um tónlistarlíf á Ísafirði. Í þriðja kafla er fjallað um páska og Skíðaviku og rætt um hlutverk þess á Ísafirði í gegnum árin. Í fjórða kafla mun ég beina sjónum að „Aldrei fór ég suður“ hátíðinni, upphaf hennar, virkni og ímynd í kringum hátíðina. Einnig verður sjálfboðavinnan sem fer fram í kringum hátíðina skoðuð og hvernig hátíðin kemur þeim Ísfirðingum sem ég tók viðtal við, fyrir sjónir

    Að njóta eða neyta: Menningarnám í valdaskiptu samfélagi

    No full text
    Markmið þessa verkefnis er að gera grein fyrir menningarnámi og þeim skaða sem kann að verða af því. Í kenningalegum kafla ritgerðarinnar er fjallað um hlutverk og túlkanir menningar hugtaksins innan mannfræðinnar. Einnig er snert á femíniskum nálgunum og kenningum um vald og valdasamspil. Því næst er farið yfir sögulegar forsendur menningarnáms og stoðir þess í kynþáttahyggju, með tilliti til heimsvalda- og nýlendustefnu Evrópu. Í umfjöllun um menningarnám er einnig fjallað um hugtök því tengdu; menningardám og menningaraðlögun. Hvort tveggja eru þetta hugtök sem mikilvægt er að gera grein fyrir svo hægt sé að fjalla um menningarnám á heildrænan hátt. Í kjölfar þeirrar umfjöllunar kemur til nýlegt hugtak, menningarstuldur sem gæti mögulega leyst hugtökin menningarnám og -dám af hólmi. Að endingu er rætt um mikilvægi þess að horfast í augu við það kerfi sem menningarnám þrífst innan, svo hægt sé að virða allar menningar að verðleikum

    Myndlistar notið undir berum himni. Samantekt á útisamsýningum hér á landi, og sýning sem sjálfstæður aðili stendur að borin saman við sýningu á vegum opinbers aðila

    No full text
    Í ritgerðinni, sem er meistaraverkefni í hagnýtri menningarmiðlun, er í upphafi gerð grein fyrir afrakstri rannsóknar sem hafði það að markmiði að skásetja allar myndlistarsýningar sem haldnar voru hér á landi þar sem hægt var að njóta allra verkanna eða meiri hluta þeirra utandyra á árunum 1967 til 2013. Á þessu 46 ára tímabili voru haldnar 36 sýningar. Einnig fólst meistaraverkefnið í því að standa að sýningu, UNDIR BERUM HIMNI – list í Þingholtunum, sem opnaði á Listahátíð 2013 og stóð fram að Menningarnótt það sama ár. Rúmlega 100 listamenn tóku þátt í sýningunni, og er gerð ítarleg grein fyrir undirbúning hennar og framkvæmd í ritgerðinni. Önnur sýning var einnig sérstaklega rannsökuð, DYGGÐIRNAR 7 AÐ FORNU OG NÝJU, útisýning á vegum Kristnihátíðarnefndar sem haldin var á Þingvöllum árið 2000, og var hluti verkefnisins að bera sýningarnar tvær saman, með það í huga að önnur var á vegum opinbers aðila en hin einstaklingsframtak

    Sjálfbær ferðaþjónusta: Tækifæri til uppbyggingar?

    No full text
    Á síðastliðnum árum hefur ferðaþjónustugreinin séð stórfelldar breytingar á Íslandi með auknum fjölda ferðamanna. Samhliða því hafa hér á landi sem og annars staðar sprottið upp umræður um þær áskoranir sem aðilar í ferðaþjónustu standa frammi fyrir. Hugtakið sjálfbærni hefur þar ítrekað borið á góma enda þykir það ákjósanlegur og um margt nauðsynlegur stimpill fyrirtækja í dag. Þessi rannsókn byggir á eigindlegum viðtölum við átta ferðaþjónustuaðila sem leggja áherslu á sjálfbærni. Lagt var upp með að kynnast þeirra umhverfisstefnu, hvatann að baki henni og hvernig hún lýsir sér. Ýmsir hvatar lágu að baki þess að fyrirtækin tóku þessa stefnu en flest fyrirtækin eiga það sameiginlegt að stofnun þeirra tengist beint áhuga stofnendanna sjálfra á náttúru og nærumhverfi sínu, þ.e. bæði umhverfislegri og félagslegri sjálfbærni. Viðmælendum var skipt í tvo flokka eftir áhuga þeirra á málaflokknum og hversu djúpt var farið í að framfylgja sjálfbærnistefnu þeirra. Í ástríðuflokk röðuðust þeir sem störfuðu út frá ástríðu á nátturúnni og töldu sig hafa sjálfbærni í blóðinu, ef svo má að orði komast. Í almennan flokk röðuðust þeir sem töldu sjálfbærni skipta máli, en litu þó ekki á hana sem kjarnann í starfseminni. Niðurstöður gáfu jafnframt til kynna að sjálfbærni og umhverfisvernd eru stór hluti af þeirri heildarhugmynd sem fyrirtækin bjóða upp á, bæði hvað varðar upplifun og þjónustu. Þrátt fyrir það virðist vera lítill áhugi hjá neytandanum/ferðamanninum á umhverfismálum. Fyrirtækin töldu ferðamenn ekki umhugað um umhverfisstefnu almennt og neysla þeirra endurspeglar þar með ekki aukinn áhuga á sjálfbærri ferðaþjónustu á Íslandi. Þá sýndu niðurstöður að regluverki í kringum sjálfbær fyrirtæk hvað varðar umhverfi og þróun fyrirtækja sem vilja fara þessa leið, er að einhverju leyti ábótavant. Þá sé vöntun á betra utanumhaldi við sjálfbær fyrirtæki frá opinberum reglugjöfum svo sem sveitarfélögum. Meirihluti viðmælenda hafði tekið þátt í Vakanum, íslenska gæðakerfi ferðaþjónustunnar. Þá var almennt talið að gæðastaðlar geti reynst fyrirtækjum sem velja að fara þessa leið gagnlegir og hvetjandi. Þó sé ávinningur af slíku gæðastarfi enn óljós og því nauðsyn á að auglýsa og styrkja gæðastaðla á við Vakann ennfrekar þar sem vægi hans er lítið sem ekkert hjá erlendum ferðamönnum.The purpose of this study was to gain insight into strategies and motives of Icelandic tourism companies that maintain a sustainable policy. The study was based on eight in-depth interviews with a representative from each respective sustainable company. The companies were divided into two groups based on their interest and passion of their policy. The main results suggested that sustainability had different meanings for the companies in each group. The passion-group had strong opinions of sustainability and what it meant to be sustainable in tourism, they had for the most part followed their own path of sustainability. This group had mostly not participated in the Icelandic tourism quality system, Vakinn. The basic-group displayed less interest in their policy, but had participated in quality systems. It was also concluded that the tourism sector lacks overall vision for sustainable tourism companies. There was also lacking a more obvious benefit for tourism companies for adopting a more sustainable policy. Despite that, this study concludes that the consumer/tourist is not yet interested in sustainability or environmental issues in Iceland, and is therefore not yet pressuring the tourism market in Iceland further in that direction

    Þrástef, þagnir og mótsagnir um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla

    No full text
    Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á orðræðu um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla með greiningu á ráðandi stefnumótunarskjölum um háskóla. Þær spurningar sem leitast verður við að svara eru hvort og hvernig orðræða í opinberum stefnuskjölum um háskóla endurspeglar a) lýðræðislegt hlutverk háskóla og b) hvernig háskólum er ætlað að búa nemendur undir ábyrga þátttöku í lýðræðissamfélagi. Valin voru til greiningar lykilskjöl þar sem lagaumgjörð og stefna íslenskra háskóla birtist. Skipta má úrtakinu í þrennt, þar sem skjölin draga fram stefnu háskóla á þremur ólíkum stigum; frá heildarstefnu hins opinbera, til þeirra hugmynda og áhersluatriða sem háskólarnir velja að draga fram í stefnum sínum, og til ætlaðrar framkvæmdar eins og hún er sett fram í ársskýrslum skólanna. Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að hugmyndir um lýðræðislegt hlutverk háskóla í opinberum stefnuskjölum séu óljósar og ómótaðar. Stefnur og ársskýrslur háskólanna endurspegla þó ákveðna lýðræðisáherslu, en þrástefið um gæði og samkeppnishæfni skyggir á þá áherslu.Peer reviewe
    corecore