19 research outputs found

    Gildun á mælistikum : hvaða orðgildi er best að nota á svarmöguleika mælikvarða?

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenGildunarannsókn var gerð þar sem þátttakendur voru beðnir um að meta merkingu íslenskra orðagilda sem hægt er að nota á mælistiku matskvarða. Úrtak 598 Íslendinga var tekið úr 10.000 manna netpanel sem valinn var með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Alls tóku 398 þeirra þátt og var svarhlutfall því 65,9%. Þátttakendur, sem voru á aldrinum 17 til 73 ára, mátu 96 orð og orðasambönd. Erlendar rannsóknir á merkingu orðagilda voru hafðar til hliðsjónar þegar orðagildi voru valin en einnig var leitað fanga í íslenskum orðabókum. Á grundvelli niðurstaðna er hægt að velja orðagildi sem hafa nákvæma merkingu og spanna þá viðhorfavídd sem verið er að mæla með jöfnu millibili

    Opinions of clients on vocational rehabilitation organized by the State Social Security Institute of Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjectives: Evaluation of opinions of those evaluated by a multidisciplinary team on the evaluation, vocational rehabilitation they participated in and on the effect of the process on their self-confidence and self-reliance. Material and method: The Institute of Social Sciences carried out a telephone survey in October 2001, where it was attempted to contact the 109 individuals evaluated for rehabilitation potential by a multidisciplinary team in the year 2000. The data was analysed using descriptive statistics. Results: 83 (76.1%) replied. After the evaluation 40 individuals were referred to vocational rehabilitation for approximately 2 months in a rehabilitation clinic; 19 were referred to a 6 week personal computer training at a vocational rehabilitation centre and 15 to a longer (usually 18 months) rehabilitation program in the same centre. Approximately 80% were content with the vocational rehabilitation offered. 54% of those evaluated by the multidisciplinary team said that it had been useful for them to meet the members of the team and 59% said that the team had informed them on resources they had not been aware of. Approximately half of the participants said that their self-confidence and self-reliance had increased. Conclusion: Approximately 80% of the participants were content with the vocational rehabilitation offered and approximately 50% had gained more self-confidence and self-reliance.Tilgangur: Að kanna viðhorf matsþega til endurhæfingarmats og starfsendurhæfingarúrræða á vegum Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og áhrif þessa ferlis á sjálfstraust og sjálfsbjargarviðleitni þeirra. Efniviður og aðferðir: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kannaði viðhorf matsþega fyrir TR í október 2001. Reynt var að finna þá 109 einstaklinga sem metnir höfðu verið af matsteymi á árinu 2000 og tekið viðtal við þá í síma. Við úrvinnslu var notuð lýsandi tölfræði. Niðurstöður: Svör fengust frá 83 (76,1%) af matsþegum. Fjörutíu (48,2%) hafði að tillögu matsteymis verið vísað í atvinnulega endurhæfingu á Reykjalundi, 19 (22,9%) á tölvunámskeið í Hringsjá og 15 (18,1%) í fullt starfsnám í Hringsjá. Um fjórir af hverjum fimm reyndust ánægðir með þá starfsendurhæfingu sem TR hafði boðið þeim uppá á Reykjalundi eða í Hringsjá. Rúmlega helmingur þeirra sem metnir voru af matsteyminu töldu það hafa verið gagnlegt fyrir sig að hitta teymið og 59% matsþega töldu teymið hafa vísað á úrræði sem þeir vissu ekki um fyrir. Um helmingur þátttakenda sagði sjálfstraust sitt og sjálfsbjargarviðleitni hafa aukist frá því mat teymis fór fram. Ályktun: Um 80% þeirra sem vísað var í starfsendurhæfingu á vegum TR voru ánægðir með hana og um helmingur hafði öðlast aukið sjálfstraust og aukna sjálfsbjargarviðleitni við endurhæfinguna

    Fitness for work after vocational rehabilitation organized by the State Social Security Institute of Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The evaluation of a vocational rehabilitation programme initiated by the State Social Security Institute in Iceland (SSSI) in 1999 with the aim of reducing disability. Material and methods: New disability claimants who had been unable to work because of illness for a few months at least were referred by SSSI physicians to a multidisciplinary team for assessment of rehabilitation potentials and an advice on the appropriate type of rehabilitation. The study group included all the 109 individuals who were referred to the team in the year 2000. Data on marital status, number of children and level of education was compared with information about the Icelandic population obtained in a national survey. The outcome of the rehabilitation was assessed in a telephone survey, carried out by the Social Science Research Institute, University of Iceland, 1-2 years after the assessment and by information obtained from the disability register at SSSI. The effectiveness of the rehabilitation programme was evaluated by comparing the study group with a comparable group that had started to receive rehabilitation pension before the SSSI could offer vocational rehabilitation. Their progress was assessed a year and half after they had contacted the SSSI, the same length of time as the study group had been in the in the rehabilitation programme. Results: In the study group there were about twice as many women as men. The mean age was 35 years (range 18-57 years). The main medical reasons for referral to the team were musculosceletal and psychiatric disorders. Those evaluated were more likely to be unmarried or divorced, had more children and a lower educational level than the general Icelandic population. After evaluation 40 individuals were referred to vocational rehabilitation for approximately 2 months in a rehabilitation clinic; 19 were referred to a 6 week personal computer training at a vocational rehabilitation centre and 15 to a longer (usually 18 months) rehabilitation program in the same centre. In all, 46 individuals received other treatment or education. Almost three quarters (72%) of the participants in the telephone survey said that their fitness for work had increased after rehabilitation, but only 47% had returned to work. At the time of the reserach, 23% were students and it is likely that a part of them will return to work when their studies are completed. Between one and two years after the evaluation by the multidisciplinary team 44 out of 109 (40.4%) in the study group received disability pension and a equal number received no social insurance benefits at all. In the comparison group 97 out of 119 (81.5%) received disability pension and 21 (17.7%) received no social insurance benefits at all. Conclusions: This study shows that vocational rehabilitation organized by the SSSI is effective and can prevent disability. The results of this study are similar to the results of two Swedish studies on the same topic.Tilgangur: Markmiðið með rannsókninni var að meta árangur starfsendurhæfingar á vegum Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og hvort hún geti komið í veg fyrir örorku. Efniviður og aðferðir: Læknar TR vísuðu einstaklingum sem verið höfðu óvinnufærir í nokkra mánuði vegna sjúkdóms til þverfaglegs teymis, til mats á möguleikum á endurhæfingu og væri mælt með henni, hvernig henni yrði þá best háttað. Aflað var upplýsinga úr skýrslum endurhæfingarmatsteymisins um sjúkdómsástand, kyn, aldur, hjúskaparstöðu, fjölda barna á framfæri og menntunarstig þeirra einstaklinga sem metnir voru á árinu 2000. Upplýsingarnar um hjúskaparstöðu, fjölda barna á framfæri og menntunarstig voru bornar saman við upplýsingar um þjóðina frá sama ári (svör við Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um hjúskaparstöðu og barnafjölda og upplýsingar frá Hagstofu Íslands um menntunarstig). Upplýsingar um starfshæfni og vinnu þátttakenda eftir endurhæfingu voru fengnar með símakönnun sem Félagsvísindastofnun framkvæmdi. Fengnar voru upplýsingar úr gagnasafni TR um hvort þeir sem metnir höfðu verið af endurhæfingarmatsteymi á árinu 2000 voru á bótum frá TR einu til tveimur árum eftir matið. Til samanburðar var skoðuð bótastaða einstaklinga sem fengið höfðu endurhæfingarlífeyri áður en starfsendurhæfing á vegum TR hófst. Niðurstöður: Af þeim 109 sem metnir voru af endurhæfingarmatsteymi á árinu 2000 voru konur í talsverðum meirihluta (um helmingi fleiri en karlar). Meðalaldur matsþega var 35 ár. Læknisfræðilegar forsendur tilvísana til matsteymis voru fyrst og fremst stoðkerfisraskanir og geðraskanir. Matsþegar voru í meiri mæli ógiftir eða fráskildir, höfðu fleiri börn á framfæri og lægra menntunarstig en Íslendingar almennt. Fjörutíu matsþegum var vísað í atvinnulega endurhæfingu á Reykjalundi, 19 á tölvunámskeið hjá Hringsjá (starfsþjálfun fatlaðra) og 15 í fullt starfsnám hjá Hringsjá, en 46 fóru í aðra meðferð eða nám. Tæplega þrír fjórðu þátttakenda í símakönnun Félagsvísindastofnunar töldu starfshæfni sína hafa aukist, en innan við helmingur þátttakenda taldi sig þó vinnufæran (43,6%) og hafði stundað einhverja vinnu (46,9%). Auk þess var nær fjórðungur (22,8%) þátttakenda í námi og er líklegt að hluti þeirra skili sér út á vinnumarkaðinn að því loknu. Einu til tæplega tveimur árum eftir að mati lauk fengu 44 af 109 (40,4%) örorkubætur (örorkulífeyri eða örorkustyrk) frá TR og jafnmargir fengu engar bætur frá TR, en í samanburðarhópi fólks sem fengið hafði endurhæfingarlífeyri áður en starfsendurhæfing á vegum TR hófst fengu 97 af 119 (81,5%) örorkubætur, en 21 (17,7%) engar bætur frá TR hálfu öðru ári eftir upphaf lífeyrisgreiðslu. Ályktanir: Árangur af starfsendurhæfingu á vegum TR er svipaður og af starfsendurhæfingu á vegum Tryggingastofnana í Svíþjóð. Árangurinn sýnir að væntingar um að starfsendurhæfing geti komið í veg fyrir örorku hafa staðist

    Interest in breast cancer genetic testing among Icelandic women

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: It is estimated that 6-10% of all breast cancers in Iceland can be attributed to inherited mutations in newly identified breast cancer susceptibility genes (BRCA1 and BRCA2). Before genetic testing becomes widely available in Iceland it is important to understand what motivates women s interest in undergoing testing as that will provide the data necessary for designing effective counseling interventions. Therefore, the aim of this population-based study was to examine interest in and predictors of interest in genetic testing among Icelandic women. Material and methods: A randomly selected sample of 534 Icelandic women, who had not been previously diagnosed with breast cancer, completed questionnaires assessing, demographic/medical variables, interest in genetic testing, perceived risk of carrying mutations in BRCA1/2 genes, cancer-specific distress and perceived benefits and barriers of genetic testing. The mean age was 53.8 years and 197 of the women had at least one first degree-relative that had been diagnosed with breast cancer. Results: Interest in testing was high with 74% of the women indicating that they were interested in testing. Family history of breast cancer was unrelated to interest in testing whereas perceived risk of being a mutation carrier was significantly and positively related to interest in testing. Interest in testing was also significantly higher among younger women and among women with higher levels of cancer-specific distress. The most commonly cited reasons for wanting to be tested were to increase use of mammography screening and to learn if one s children were at risk for developing cancer. The most commonly citied reasons against being tested were fear of being mutation carrier and worry that test results would not stay confidential. Conclusions: These results suggest that demand for genetic testing, once it becomes commercially available, among Icelandic women may be high even among women without family history of breast cancer. The results also suggest that genetic counseling needs to address women s breast cancer worries as that may increase the probability that the decision to undergo testing is based on knowledge rather than driven by breast cancer fear and distress.Tilgangur: Áætlað er að um 6-10% brjóstakrabbameinstilfella á Íslandi megi rekja til arfgengra stökkbreytinga á tveimur erfðaefnum sem nýlega hafa verið einangruð (BRCA1 og BRCA2). Greina má tilvist þeirra með erfðaprófum. Mikilvægt er að greina hvað ýtir undir áhuga kvenna á að fara í slíkt próf til að tryggja að erfðaráðgjöf beri tilætlaðan árangur. Þess vegna var markmið þessarar þýðisbundnu rannsóknar að kanna áhuga á og kanna forspárþætti fyrir áhuga íslenskra kvenna á að mæta í erfðapróf. Efniviður og aðferðir: Handahófsúrtak 534 íslenskra kvenna, sem ekki höfðu greinst með brjóstakrabbamein, svaraði spurningalista með lýðfræðilegum þáttum/fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein, áhuga á að mæta í erfðapróf, mati á líkum á að vera með brjóstakrabbameinserfðaefni, sértækum krabbameinsótta og mælikvarða á hindranir og hvatningu fyrir mætingu í erfðapróf. Meðalaldur var 53,8 ár og 197 konur áttu að minnsta kosti einn ættingja sem fengið hafði brjóstakrabbamein. Niðurstöður: Áhugi á erfðaprófi var mikill þar sem um 74% kvenna höfðu áhuga á að mæta í slíkt próf. Fjölskyldusaga um brjóstakrabbamein tengdist ekki áhuga á erfðaprófi, en mat á líkum á að hafa brjóstakrabbameinserfðaefni tengdist marktækt og jákvætt áhuga á prófinu. Áhugi á erfðaprófi var einnig meiri hjá yngri konum og hjá konum sem óttuðust brjóstakrabbamein. Helstu kostir erfðaprófa voru taldir að þau gæfu vísbendingu um hvort fara ætti oftar í brjóstamyndatöku og til að vita hvort börn þátttakenda væru í aukinni áhættu fyrir brjóstakrabbameini. Helstu ókostir erfðaprófa voru ótti við að greinast með stökkbreytingar og áhyggjur af ónógri persónuvernd. Ályktanir: Þessar niðurstöður gefa til kynna að kröfur íslenskra kvenna um að fá að fara í erfðapróf, þegar þau eru orðin almenn hér á landi verði miklar, jafnvel hjá konum sem ekki hafa ættarsögu um brjóstakrabbamein. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa einnig til kynna að erfðaráðgjöf þurfi að taka mið af ótta kvenna við brjóstakrabbamein því það gæt

    Predictors of mammography adherence among Icelandic women

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: In Iceland, breast cancer is a second only to lung cancer as a cause of women s cancer related deaths. Despite the widely-recognized utility of mammography for detecting breast cancer at early stages when it is most curable, many Icelandic women do not adhere to mammography screening recommendations. The aim of the present population-based study was to identify factors that facilitate and hinder women s adherence to mammography screening in Iceland. Material and methods: A randomly selected sample of Icelandic women between the ages of 40-69 years, not previously diagnosed with breast cancer (n=1000), were recruited to the study by mail. Participants (n=619) completed questionnaires assessing: demopgraphic variables, knowledge of screening guidelines, possible facilitators (e.g., physician recommendation) and barriers (e.g. concern about radiation) to adherence, as well as stages of mammography screening adoption (precontemplation, contemplation, action and maintenance). Results: Women in the precontemplation stage were more afraid of radiation than women on other stages. They as well as women on contemplation stage were more afraid that mammography would be painful, and less satisfied with previous service at the mammography screening center. Doctors recommendations, as well as women s knowledge about mammography screening guidelines, were positively related to mammography adherence. Conclusions: These findings suggest that physicians may have an important role in motivating women to follow mammography screening recommendations. Educating women about mammography screening guidelines and addressing their concern about radiation and pain may increase mammography adherence further. Service at the mammography screening center may also improve adherence.Tilgangur: Brjóstakrabbamein, ásamt lungnakrabbameini, er langalgengasta dánarorsök íslenskra kvenna á miðjum aldri. Þrátt fyrir alþjóðlegan árangur reglubundinnar brjóstamyndatöku við að finna brjóstakrabbamein á for- eða byrjunarstigi, þegar mestar líkur eru á lækningu, mæta íslenskra konur ekki nægilega vel í myndatöku. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvaða þættir hvetja eða letja íslenskar konur til að mæta í myndatöku. Efniviður og aðferðir: Konur á Stór-Reykjavíkursvæðinu, 40-69 ára, sem ekki höfðu greinst með brjóstakrabbamein, voru valdar af handahófi (n=1000) og var þeim sendur spurningalisti í pósti. Þátttakendur (n=619) fengur spurningalista um: lýðfræðilegar breytur, þekkingu á brjóstamyndatöku, mögulega hvetjandi þætti (til dæmis hvatningu frá lækni) og hindranir (til dæmis ótta við geislun) sem tengdust mætingu, ásamt aðlögunarstigum að mætingu í brjóstamyndatöku, það er foríhugun (precontemplation), íhugun (contemplation), framkvæmd (action) og viðhald (maintenance). Niðurstöður: Konur á foríhugunarstigi voru hræddari við geislun en konur á öðrun stigum. Þær ásamt konum á íhugunarstigi óttuðust meira sársauka frá myndavél og voru óánægðari með þjónustu leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Hvatning frá einkalækni og þekking á því hvenær fara á í myndatöku tengdust einnig jákvætt mætingu. Ályktanir: Þessar niðurstöður gefa til kynna að læknar geti gegnt mikilvægu hlutverki í að hvetja konur til að mæta í brjóstamyndatöku. Með því að upplýsa konur um gildi myndatökunnar og að ræða við þær um áhyggjur þeirra af geislun og sársauka væri hugsanlega hægt að auka þátttöku. Þjónusta á leitarstöðinni virðist einnig geta haft áhrif á það hvort konur halda áfram að mæta í myndatöku

    Personality profiles of cultures: aggregate personality traits

    Get PDF
    Personality profiles of cultures can be operationalized as the mean trait levels of culture members. College students from 51 cultures rated an individual from their country whom they knew well (N = 12, 156). Aggregate scores on Revised NEO Personality Inventory scales generalized across age and gender groups, approximated the individual-level Five-Factor Model, and correlated with aggregate self-report personality scores and other culture-level variables. Results were not attributable to national differences in economic development or to acquiescence. Geographical differences in scale variances and mean levels were replicated, with Europeans and Americans generally scoring higher in Extraversion than Asians and Africans. Findings support the rough scalar equivalence of NEO-PI-R factors and facets across cultures, and suggest that aggregate personality profiles provide insight into cultural differences

    Fyrstu niðurstöður úr stöðlun NEO-PI-R á Íslandi

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenGreint er frá fyrstu niðurstöðum úr yfirgripsmikilli rannsókn á íslenskri þýðingu á NEO-PI-R persónuleikaprófinu. Valdir voru 1500 Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára af handahófi úr þjóðskrá. Þátttakendur fengu persónuleikaprófið sent heim til sin í pósti. Alls svöruðu 655 (44%) manns. Rannsóknin staðfesti niðurstööur fyrri rannsókna um að þáttauppbygging íslenskrar þýðingar er í mjög góðu samræmi við frumútgáfu prófsins. Mælingar á áreiðanleika sýna að áreiðanleiki meginþáttanna fimm er mjög góður og betri en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna. Niðurstöður sýna einnig að áreiðanleiki nokkurra undirþátta þyrfti að vera betri. Tilgáta um að háskólanemar skori hærra á taugaveiklun, úthverfu og víðsýni og lægra á samvinnuþýði og samviskusemi en eldra folk er staðfest. Loks sýna niðurstöður að þegar á heildina er litið þá koma Íslendingar, Bandaríkjamenn og Eistlendingar svipað út á meginþáttum NEO-PI-R en nokkur munur er milli þjóðanna á einstaka undirþáttum prófsins
    corecore