research

Gildun á mælistikum : hvaða orðgildi er best að nota á svarmöguleika mælikvarða?

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenGildunarannsókn var gerð þar sem þátttakendur voru beðnir um að meta merkingu íslenskra orðagilda sem hægt er að nota á mælistiku matskvarða. Úrtak 598 Íslendinga var tekið úr 10.000 manna netpanel sem valinn var með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Alls tóku 398 þeirra þátt og var svarhlutfall því 65,9%. Þátttakendur, sem voru á aldrinum 17 til 73 ára, mátu 96 orð og orðasambönd. Erlendar rannsóknir á merkingu orðagilda voru hafðar til hliðsjónar þegar orðagildi voru valin en einnig var leitað fanga í íslenskum orðabókum. Á grundvelli niðurstaðna er hægt að velja orðagildi sem hafa nákvæma merkingu og spanna þá viðhorfavídd sem verið er að mæla með jöfnu millibili

    Similar works