59 research outputs found

    Félagsleg einangrun og einmanaleiki aldraðra: Áhrif á lífsgæði og heilsu

    No full text
    Öldruðum um allan heim fer ört fjölgandi þar á meðal á Íslandi. Talið er að 20% mannfjöldans á íslandi verði aldraðir árið 2035. Í ljósi þessarar fjölgunar hefur umræðan í þjóðfélaginu og í fjölmiðlum um málefni aldraðra aukist. Einnig eru sífellt fleiri aldraðir sem búa einir og hafa stjórnvöld víðsvegar um heim verið í auknum mæli að kanna lífsgæði meðal aldraðra og koma fram með aðgerðir til þess að bæta þau. Hugtökin „félagsleg einangrun“ og „einmanaleiki“ meðal aldraðra eru oft á tíðum talin vera fylgifiskur þess að eldast en það ríkir ágreiningur hjá rannsakendum hvort það sé rétt eða ekki. Það eru þó allir sammála um að félagsleg einangrun og einamanaleiki getur haft alvarleg áhrif á heilsu og lífsgæði aldraðra. Einmanaleiki hefur fyrst og fremst áhrif á andlega vanlíðan aldraðra en getur einnig haft áhrif á líkamlega vanlíðan. Félagsleg einangrun hefur almennt ekki áhrif á andlega vanlíðan enda getur einstaklingur sem er félagslega einangraður verið ánægður með líf sitt og átt gott stuðningsnet þrátt fyrir að eiga fáa að. Rannsóknir hafa samt sem áður sýnt fylgni á milli félagslegrar einangrunar og líkamlegrar vanlíðunar sem má rekja til þess að þeir sem eru illa á sig komnir líkamlega eiga erfiðara með að fara út meðal fólks. Rannsóknir benda ótvírætt á að gott stuðningsnet og góð félagsleg tengsl hafa jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði aldraðra og stuðlar að langlífi. Efnisorð: aldraðir, félagsleg einangrun, einmanaleiki, áhættuþættir, úrræði

    Íslensk fyrirtæki og nýting þeirra á persónugögnum

    No full text
    Rannsóknin fjallar um persónugögn viðskiptavina og hvernig fyrirtæki nýta sér upplýsingar út frá þeim. Henni er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um hvernig íslensk þjónustufyrirtæki nýta sér persónugögn viðskiptavina sinna til þess að veita þeim betri þjónustu. Með því að greina persónugögn gefur það fyrirtækjum tækifæri að kynnast viðskiptavinum sínum og bjóða þeim upp á sérsniðnari þjónustu. Seinni hlutinn snýr að almenningi og hvernig þeir bregðast við þeim upplýsingum sem fyrirtæki eru að safna um þá. Þá má nefna að oft finnst viðskiptavinum óhugnanlegt þegar fyrirtæki nýta sér persónuupplýsingar þeirra og skilningur á því takmarkaður. Markmið rannsóknarinnar var að fá betri innsýn og þekkingu inn í heim gagnaöflunar og nýtingu fyrirtækja á þeim. Einnig var það til að fá frekari skilning á skoðunum viðskiptavina gagnvart gagnaöfluninni. Bæði var notast við eigindlega og megindlega rannsóknaraðferð. Í eigindlegu rannsókninni voru tekin viðtöl við sex forsvarsmenn þjónustufyrirtækja þar sem þeir voru spurðir hvernig fyrirtækin nýta persónugögn viðskiptavina sinna. Því næst var framkvæmd rafræn megindleg könnun sem var deilt á ýmsa samfélagsmiðla. Helstu niðurstöður eigindlegu rannsóknarinnar voru að fyrirtækin voru í auknum mæli byrjuð að safna persónugögnum viðskiptavina sinna til að veita þeim betri þjónustu. Einnig voru öll fyrirtækin byrjuð að nota CRM kerfi sem að gaf þeim tækifæri á að kynnast viðskiptavinum sínum betur og í kjölfarið veita þeim betri þjónustu. Hins vegar voru niðurstöður megindlegu rannsóknarinnar að viðskiptavinir voru frekar ósáttir með að fyrirtæki væru að safna persónugögnum þeirra og fundu þeir fyrir frekar miklum áhyggjum af friðhelgi einkalífs síns.Afritun er óheimil að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni

    Skyndibitinn sushi. Hvernig iðnbyltingin og auknar kröfur nútímasamfélagsins um hraða sköpuðu sushi nútímans

    No full text
    Fyrstu heimildir um matarmenningu Japans ná allt aftur til 14000-300 fyrir Krist, Þar kemur fram að í Japan hafi verið ræktuð hrísgrjón og fiskur og dýr hafi verið veidd til matar. Einnig hafa fundist þar leirker frá því 1400 fyrir Krist sem eru einhver þau elstu sem varðveist hafa í heiminum. Í japönskum leirkerum frá um 400 fyrir Krist hafa fundist leifar af hrísgrjónakjörnum sem má rekja til Kína. Fyrstu heimildir í Japan um frumgerð sushi, sem kallast nare-sushi, eru frá 718 eftir Krist. Talið er að þessi frumgerð sushi eigi rætur að rekja til Kína eða Indónesíu. Allt frá 718 til 1700 voru framleiðsluaðferðir á sushi svo til óbreyttar. Á Tokugawa-tímabilinu sem einkenndist af friði þróaðist Japan mjög ört. Borgirnar Edo og Osaka uxu hratt og urðu að einskonar miðstöðvum verslunar í Japan. Borgarmyndun með nýjum stéttum, breyttri samfélagsgerð og iðnbyltingu leiddu til aukins hraða í samfélaginu. Á sama tíma varð fækkun í landbúnaði með minnkandi framleiðslu. Lagður var skattur á landbúnað, þar með talið hrísgrjónarækt, til að fæða ört vaxandi fjölda borgarbúa. Þessi þróun kallaði á bætta nýtingu matvæla og styttra framleiðsluferli. Fyrst í stað styttist ferlið við sushigerð úr nokkrum mánuðum í nokkrar vikur. Helsta breytingin var sú að hrísgrjónin voru ekki látin fullgerjast og því var hægt að neyta þeirra sem var nýbreyttni í sushigerð. Næsta stóra framfaraskref í framleiðslu sushi var þegar Matsumoto Yoshiichi bætti við hrísgrjónaediki í hrísgjónin sem stytti gerjunarferlið niður í sólarhring. Það var svo á fyrri hluta 19. aldar að maður að nafni Yohei Hanaya kom með þá bráðsnjöllu hugmynd að setja hráan ferskan fisk á hrísgrjónakodda með hrísgrjónaediki í. Kallaði hann þetta nigiri-sushi og bjó þar með til það sem þekkt er sem nútímasushi. Útbreiðsla nútímasushi hófst fyrir alvöru utan Japans árið 1972 með stofnum sushiveitingastaðar í New York. Í dag má réttilega kalla sushi sendiherra japanskrar matargerðar þar sem sushi staði er að finna í öllum stærstu þéttbýlisstöðum hins vestræna heims.The oldest sources of Japanese food culture can be traced as far back as 1400-300 BC and reveal that cultivation of rice and the hunting of fish and other animals for food was customary in Japan. Some of the worlds oldest pottery that has been preserved, dating all the way back to 1400 BC, was also discovered there. In Japanese pottery dating back to the fourth century BC evidence of rice kernels that can be traced to China have been discovered. The oldest Japanese sources relating to the ancestor of sushi, called nare-sushi, can be traced back to 718 AD. It is thought that this ancestral sushi has its roots in China or Indonesia. Between 718 and 1700 the preparation methods of sushi remained virtually unchanged. During the Tokugawa-period, which is well known for how peaceful and prosperous it was, Japan was evolving quickly. The cities of Edo and Osaka grew exponentially and became Japan’s centers of commerce. The formation of cities and the new classes, social structures and industrial revolutions that came with them led to an increas in the speed of society. At the same time there was a reduction of agriculture that led to decreased productivity. To feed the growing populations of the cities agriculture, including the cultivation of rice, was taxed. These developments called for improvements in the utilization of food products and shorter production processes. At first the sushi making process shortened from a few months to a few weeks. The biggest change was that the rice wasn’t allowed to fully ferment and as such it could be safely consumed unlike in older versions of sushi. Further progress was made in the art of sushi making came when Matsumoto Yoshiichi added rice vinegar to the rice, shortening the fermentation process down to twenty-four hours. During the first half of the nineteenth century a man named Yohei Hanaya had the brilliant idea of putting fresh raw fish on rice vinegar infused mounds of rice. He dubbed his creation nigiri-sushi and thus originated what is known as modern sushi. Outside of Japan the popularity of sushi started to gain momentum in 1972 following the opening of a sushi restaurant in New York City. Today sushi can truly be seen as the worldwide ambassador of Japanese cuisine since sushi restaurants can be found in all major urban areas in the western world

    The viewpoint of professionals towards the reception of and service for unaccompanied children in Iceland

    No full text
    Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur koma barna án fylgdar til Evrópu aukist gífurlega síðastliðin ár. Fylgdarlaus börn eru einstaklega viðkvæmur hópur sem þarf á sérstakri vernd og þjónustu að halda og er þessi hópur tiltölulega nýr hérlendis. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf og reynslu fagfólks varðandi móttöku og þjónustu við fylgdarlaus börn sem koma til Íslands. Leitað var svara við tveimur rannsóknarspurningum: 1. Hvernig er móttöku og þjónustu fyrir fylgdarlaus börn háttað hérlendis? 2. Hvað má betur fara í móttöku og þjónustu við fylgdarlaus börn hér á landi? Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru átta hálfstöðluð viðtöl við fagfólk sem á það sameiginlegt að koma að málefnum fylgdarlausra barna í starfi sínu. Greining á niðurstöðum rannsóknarinnar sýndi að það er lítil reynsla hérlendis af að taka á móti og veita fylgdarlausum börnum þjónustu sem kemur til af því hve nýr málaflokkurinn er að mati viðmælenda. Verklag og samstarf í móttöku og þjónustu er í sífelldri þróun. Fylgdarlaus börn hérlendis skortir betri aðbúnað að mati viðmælenda meðan umsókn þeirra um alþjóðlega vernd er í vinnslu og einnig skortir þau daglegan félagslegan stuðning. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að viðmælendur voru almennt sammála um þörf á skýrara verklagi og hlutverkaskiptingu í móttöku og þjónustu við fylgdarlaus börn og að það myndi bæta samstarf á milli stofnana og auka gæði þjónustunnar.According to the United Nations High Commissioner for Refugees, the arrival of unaccompanied children has increased tremendously in the last few years. Unaccompanied children are a particularly vulnerable group that needs special protection and services, and their arrival is quite recent here. The objective of this research is to investigate the viewpoints and experience of professionals with regard to the reception of and service for unaccompanied children arriving in Iceland. The aim was to find answers to two research questions: 1. How is the reception of and service for unaccompanied children organised in Iceland? 2. What could be improved in terms of the reception of and service for unaccompanied children in Iceland? The research was carried out with a qualitative research method, based on eight half-standardised interviews with professionals that all work in fields connected to the issues of unaccompanied children. The analysis of the research outcome revealed that we have little experience of receiving and providing service to unaccompanied children, because this policy area is a very recent one. Therefore, work methods are still being elaborated for this field. Unaccompanied children in Iceland need better conditions while their application for international protection is being examined. The interviewees also felt that this group needed more support. The results show that the interviewees generally agreed on the need for clearer procedures and roles when it comes to the reception of and service for unaccompanied children, and that this would improve relations between institutions and increase the quality of the service

    Illa drottningin afbyggð: Hlutverk kyngervis í póstmódernísku fantasíuseríunni Krúnuleikarnir

    No full text
    Í þessari ritgerð mun ég fjalla um birtingarmynd kyngervis í Krúnuleikunum eftir George R.R. Martin og hvernig staða kvenpersóna innan fantasíuheimsins hefur tekið breytingum með innkomu póstmódernisma. Ég mun styðja mig við skilgreiningu Jean-François Lyotard á póstmódernisma með sérstakri áherslu á þá breytingu er hefur orðið í formgerð skáldsagna í nútímasamfélagi. Samfara skilgreiningu hans á póstmódernisma mun ég greina frá túlkun Judith Butler á kyngervi sem athöfn er hlýtur gildi sitt í gegnum endurtekningu og hugmyndum Joan Riviere á leiknu hlutverki kyngervis. Með þeirri sundrun er hefur orðið í frásagnamáta fantasíubókmennta sökum afbyggingar leiðarfrásagnarinnar, eða ‚meta-narrative‘ eins og hún er kölluð í enskri þýðingu, trúi ég að hafi skapast möguleiki fyrir því að afbyggja viðtekið kyngervi og mun ég rannsaka birtingarmynd þess í gegnum drottninguna Cersei Lannister. Sökum þess að lesandinn er aðeins kynntur fyrir Cersei í gegnum aðrar persónur verksins í fyrstu þremur bókum seríunnar eru henni tileinkaðir eiginleikar hinnar viðteknu illu drottningar vegna stöðu hennar innan valdaskipunarinnar. Það er ekki fyrr en í fjórðu bókinni A Feast for Crows sem að Cersei er sjálf sett í forgrunninn og gjörðir hennar eru útskýrðar út frá hennar eigin sjónarhorni. Sú sundurleitni sem einkennir sjálfsmynd hennar er því sköpuð í gegnum fyrirfram ákveðna staðla samfélagsins á kyngervi kvenna, sem afneitar löngun þeirra til að gegna valdamikilli stöðu

    Langtímaafleiðingar eineltis. Úrræði grunnskóla og aðkoma skólafélagsráðgjafa

    No full text
    Í ritgerð þessari er leitast við að varpa ljósi á langtímaáhrif eineltis á þolendur og fjalla um þau úrræði sem grunnskólar landsins styðjast við. Ritgerðin mun fjalla um einelti frá sjónarhorni grunnskólabarna. Byrjað er á að skilgreina einelti, fjallað um birtingamyndir þess, einkenni þolenda og afleiðingar þess á þolendur. Sérstök áhersla er lögð á langtímaafleiðingar fyrir þolendur eineltis. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þolendur eineltis geta upplifað langtímaafleiðingar á borð við þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun, lélegt sjálfsmat og í verstu tilfellum, framið sjálfsvíg. Að auki er umfjöllun um þær eineltisáætlanir sem grunnskólar landsins styðjast við. Slíkar áætlanir eru forvarnar- og viðbragsáætlanir sem eiga að stuðla að því að einelti eigi sér ekki stað og viðgangist ekki í grunnskólum. Einstaka rannsóknir hafa þó bent á að tíðni eineltis á Íslandi standi í stað burt séð frá því hvort grunnskólar styðjist við eineltisáætlun af einhverju tagi eða ekki, en þörf er á að rannsaka það betur. Að lokum verður fjallað um starf skólafélagsráðgjafa og aðkomu hans í eineltismálum

    Afbrotamenn með alvarlegar geðraskanir: Tengsl geðraskana við afbrotahegðun

    No full text
    Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort að tengsl séu á milli geðraskana og afbrota en einnig til að skoða vinnu félagsráðgjafa innan réttarkerfisins og hvaða geðheilbrigðisþjónusta er í boði fyrir einstaklinga með alvarlegar geðraskanir. Til þess að komast að niðurstöðu eru líffræðilegir, sálfræðilegir og félagsfræðilegir þættir skoðaðir og hvernig þessir þættir geta tengst geðröskunum og afbrotahegðun. Einnig verður fjallað um mismunandi geðraskanir og áhrif sem þessar raskanir geta haft á afbrotahegðun. Komið verður inn á tvíþættan vanda, sem þýðir að einstaklingur er bæði með vímuefnaröskun og aðra geðröskun. Fjallað verður um starf félagsráðgjafa innan réttarkerfisins og vinnu þeirra, bæði með afbrotamönnum og fórnarlömbum þeirra. Þar vinna þeir meðal annars út frá heildarsýn og kerfiskenningunni. Farið verður yfir þá þjónustu sem í boði er fyrir fanga með alvarlegar geðraskanir í Englandi, Wales, Bandaríkjunum og á Íslandi. Niðurstöður ritgerðarinnar sýndu fram á að tengsl eru á milli geðraskana og afbrotahegðunnar. Einnig sýndu þær fram á að ákveðnir þættir spila inn í, svo sem tvíþættur vandi, sem var algengasta skýring á afbrotahegðun einstaklinga með alvarlegar geðraskanir. Félagsráðgjafar sinna mikilvægu hlutverki innan réttarkerfisins og þrátt fyrir að geðheilbrigðisþjónusta innan fangelsanna eigi langt í land er hún alltaf að verða betri og er í stöðugri þróun

    Ofbeldi gegn börnum : einkenni, afleiðingar, viðbrögð

    No full text
    Það er bláköld staðreynd að ofbeldi á börnum á sér ekki bara stað í sjónvarpi eða útlöndum heldur á það sér stað hér á Íslandi, jafnvel í næsta nágrenni eða í næsta húsi. Fullorðnu fólki er skylt að hlúa að börnum og vernda þau, en börn eru skilgreind sem einstaklingar frá 0-18 ára aldurs. Afleiðingar þess að barn sé beitt ofbeldi í æsku eru skelfilegar og geta skaðað sálartetur einstaklings fyrir lífstíð. Sem dæmi um afleiðingar ofbeldis má nefna brotna sjálfsmynd, sjálfsvígshugleiðingar, erfiðleikar með myndun félagslegra tengsla, fíkniefnaneyslu, andfélagsleg hegðun og fleira. Í þeim tilvikum sem uppeldisskilyrðum barna er ábótavant ber yfirvöldum að grípa inní og tryggja velferð þeirra. Starfsfólk leik- og grunnskóla tekur mikinn þátt í lífi barnanna þar sem flest börn dvelja stóran part úr deginum hjá þeim. Því er sérstaklega mikilvægt að kennarar séu meðvitaðir og í stakk búnir til þess að takast á við barnaverndarmál. Þeim sem vinna með börnum og reyndar öllum þegnum samfélagsins ber lagaleg skylda til þess að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef þeir hafa hinn minnsta grun um að barn sé beitt ofbeldi. Starfsfólk innan kennarastéttarinnar þarf að geta gert sér grein fyrir því hverjir séu í mestri hættu á að verða þolendur. Til að geta greint einkenni og afleiðingar ofbeldis gegn börnum þarf starfsfólk innan skólakerfisins að búa yfir grunnþekkingu á því sviði. Mjög mikilvægt er að brugðist sé rétt við þegar grunur vaknar um að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði og jafnframt er mikilvægt að sýnd séu rétt viðbrögð ef barn ákveður að segja frá því að það sé beitt ofbeldi. Í grunnnámi leikskólakennara er þessum efnisflokki, þ.e. ofbeldi gegn börnum, einkennum þess, afleiðingum og úrræðum ætlaður lítill sem enginn tími. Skólayfirvöld þyrftu að endurskoða námskrána sína með tilliti til þessa, því sá fjöldi tilkynninga sem er að berast til barnaverndaryfirvalda árlega, kallar á að starfsfólk sem vinnur með börnum sé starfi sínu vaxið og geti tekist á við vandmeðfarin málefni vanræktra barna. Ástæða efnisvals þessarar ritgerðar er sú að mér finnst bæði að mér og samstarfsfólki mínu skorti þekkingu á þessu sviði. Ráðist var í að afla heimilda um þetta efni í þeirri von að ráða mætti bót á og auka þekkingu á málaflokknum

    Lýsing á stefnumótunarferli

    No full text
    Stefna og stefnumótun er eitt af grundvallarverkefnum í rekstri skipuheilda. Aðferðin lýsir því markmiði sem stefnt er að í framtíðinni og þeim leiðum sem farnar eru til að brúa bilið á milli núverandi stöðu og framtíðarsýnar. Stefnumótun er leið til að rýna inn á við og taka á þáttum í umhverfinu. Með aðferðinni er markmiðið að draga úr óvissu og áhættu og taka um leið afstöðu gagnvart framtíðinni. Fræðimenn nálgast viðfangsefnið úr mismunandi áttum og því eru til fjölmargar kenningar, skilgreiningar og aðferðir um stefnu og stefnumótunarferli. Til einföldunar þá hafa helstu hugmyndir, líkön, aðferðir og verkfæri verið flokkuð. Þannig gætir ákveðins meginþema í aðferðafræði stefnumótunar. Til að stefna nái árangri er mælt með að skipuheild fylgi aðferðafræði bæði við mótun stefnu og innleiðingu hennar. Þverfagleg nálgun fræðimanna á viðfangsefninu veitir skipuheildum svigrúm til að styðjast við aðferðir sem henta starfsemi þess. Innleiðing stefnu hefur þótt vandasamasti hluti stefnumótunarferlis. Í því samhengi er mikilvægt að stýra ferlinu markvisst, halda yfirsýn á hverjum tíma, gera áætlanir um alla þætti ferlisins og ekki síst að fá alla hluteigandi aðila með í ferlið. Meginviðfangsefni rannsóknarinnar er að athuga hvernig þrjú sveitarfélög nálgast stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks. Þetta eru sveitarfélögin Reykjavík, Garðabær og Mosfellsbær. Stuðst er við viðmiðunarlíkan til að meta hvort sveitarfélögin beiti kerfisbundum aðferðum við stefnumótunarferli og jafnframt er athugað hvernig þau nálgast hvern viðmiðunarþátt í stefnumótunarlíkani. Um er að ræða tilviksrannsókn sem miðar að því að ná djúpri sýn á viðfangsefni með notkun á fjölþættum gögnum og aðferðum. Stuðst er við heimildaöflun, gagnagreiningu og hálf opin viðtöl til að greina tilvikið. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að sveitarfélögin notast öll við kerfisbundnar aðferðir stefnumótunar, en nálgast ferlið þó á ólíkan hátt. Reykjavík og Garðabær vinna formlega og opið að heildrænni stefnu í málefnum fatlaðs fólks, en stefna Mosfellsbæjar virðist mótast í smáskrefum og er enn sem komið er óformleg. Þrátt fyrir að sveitarfélögin nálgist stefnumótunarferlið á ólíkan hátt, þá virðast grundvallaráherslur í umgjörð þjónustunnar vera svipaðar. Þau beita öguðum vinnubrögðum þegar kemur að áætlanagerð, verklagi, verkferlum og verkefnum og lögð er áhersla á framkvæmd og eftirfylgni. Ennfremur er notendasamráð grundvallaratriði í öllu starfi
    corecore