Íslensk fyrirtæki og nýting þeirra á persónugögnum

Abstract

Rannsóknin fjallar um persónugögn viðskiptavina og hvernig fyrirtæki nýta sér upplýsingar út frá þeim. Henni er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um hvernig íslensk þjónustufyrirtæki nýta sér persónugögn viðskiptavina sinna til þess að veita þeim betri þjónustu. Með því að greina persónugögn gefur það fyrirtækjum tækifæri að kynnast viðskiptavinum sínum og bjóða þeim upp á sérsniðnari þjónustu. Seinni hlutinn snýr að almenningi og hvernig þeir bregðast við þeim upplýsingum sem fyrirtæki eru að safna um þá. Þá má nefna að oft finnst viðskiptavinum óhugnanlegt þegar fyrirtæki nýta sér persónuupplýsingar þeirra og skilningur á því takmarkaður. Markmið rannsóknarinnar var að fá betri innsýn og þekkingu inn í heim gagnaöflunar og nýtingu fyrirtækja á þeim. Einnig var það til að fá frekari skilning á skoðunum viðskiptavina gagnvart gagnaöfluninni. Bæði var notast við eigindlega og megindlega rannsóknaraðferð. Í eigindlegu rannsókninni voru tekin viðtöl við sex forsvarsmenn þjónustufyrirtækja þar sem þeir voru spurðir hvernig fyrirtækin nýta persónugögn viðskiptavina sinna. Því næst var framkvæmd rafræn megindleg könnun sem var deilt á ýmsa samfélagsmiðla. Helstu niðurstöður eigindlegu rannsóknarinnar voru að fyrirtækin voru í auknum mæli byrjuð að safna persónugögnum viðskiptavina sinna til að veita þeim betri þjónustu. Einnig voru öll fyrirtækin byrjuð að nota CRM kerfi sem að gaf þeim tækifæri á að kynnast viðskiptavinum sínum betur og í kjölfarið veita þeim betri þjónustu. Hins vegar voru niðurstöður megindlegu rannsóknarinnar að viðskiptavinir voru frekar ósáttir með að fyrirtæki væru að safna persónugögnum þeirra og fundu þeir fyrir frekar miklum áhyggjum af friðhelgi einkalífs síns.Afritun er óheimil að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions