302 research outputs found

    Vettvangsteymi : nýtt úrræði á geðsviði LSH

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Vettvangsteymið er nýtt úrræði á geðsviði. Það var stofnað að tilhlutan stjórnvalda til að stýra og skipuleggja þjónustu fyrir geðsjúka, sem þurfa á langtíma meðferð að halda en geta ekki nýtt sér þá meðferð, sem er í boði innan geðdeilda. V ettvangsteymið var stofnað í þessum tilgangi ásamt því að koma betur til móts við þarfir þessa hóps sjúklinga úti í samfélaginu. Það hafði farið fram umræða í þjóðfélaginu um sjúklinga með langvinn veikindi, sem talið var að fengju ekki þá þjónustu, sem þeir þyrftu á að halda á geðdeildum L SH. Vettvangsteymið er þverfaglegt teymi, sem var stofnað í janúar 2005 og tók til starfa 1. mars 2005. V ettvangsteymið er staðsett á göngudeild geðdeildar L SH á Kleppi. Í teyminu eru nú geðlæknir, tveir geðhjúkrunarfræðingar, tveir félagsráðgjafar og einn sálfræðingur. Í tengslum við Vettvangsteymið var stofnuð sérhæfð geðdeild á Kleppsspítala fyrir sama markhóp og V ettvangshjúkrunarteymi þar sem starfa áðurnefndir geðhjúkrunarfræðingar og tveir sjúkraliðar. V ettvangshjúkrunarteymið sinnir lyfjaeftirliti, hjúkrun og stuðningi við þá, sem eru utan stofnunar

    Tóbaksvandi geðsjúkra og viðbrögð við honum : Reykleysismiðstöðin á Kleppi

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Það er alkunna að tóbaksreykingar eru mjög algengar meðal þeirra sem takast á við geðræn veikindi. Þó hefur lítið verið fjallað um tóbaksvanda geðsjúkra á Íslandi. Þessari grein er ætlað að bæta að einhverju leyti úr því og vekja upp umræðu um tóbaksvanda geðsjúkra og viðbrögð við honum. Í greininni er fjallað um áhrif tóbaksreykinga á líkamlegt heilsufar og því lýst hvernig reykingafaraldurinn hefur borist um samfélagið líkt og félagslegt smit. Þær forvarnir sem hafa dregið úr reykingum almennt í samfélaginu virðast ekki hafa náð til geðsjúkra reykingamanna. Nikótín er mjög ávanabindandi. Heilbrigðisstarfsmenn hafa sérstöku hlutverki að gegna við að aðstoða tóbaksfíkla til reykbindindis. Geðsjúkir reykingamenn þurfa sérstaklega á aðstoð að halda vegna þess hve reykingar eru almennar meðal þeirra. Einnig virðist þörf á róttækri breytingu á viðhorfum gagnvart tóbaksreykingum geðsjúkra. Það eru sjálfsögð mannréttindi þeirra að njóta reykleysismeðferðar og hvatningar til reykleysis sem sniðin er að þörfum þeirra. Reykleysismiðstöðinni á Kleppi er ætlað að mæta þessum þörfum geðsjúkra að einhverju marki. Í lok greinarinnar er greint frá starfsemi miðstöðvarinnar

    Comparison of Health Status, Function, Symptoms, and Advance Directives of Nursing Home Residents in Iceland According to Estimated Life Expectancy

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesTilgangur: Á síðustu árum hefur dvalartími íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum styst og því hafa margir þeirra þörf fyrir líknarmeðferð og umönnun við lífslok fljótlega eftir flutning þangað. Mikilvægt er að þekkja breytingar á heilsufari og einkennum sem verða þegar nær dregur lífslokum svo að íbúarnir fái viðeigandi umönnun og líði sem best. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á heilsufar, færni, einkenni og meðferðarmarkmið íbúa á hjúkrunarheimilum, sem hafa hálfs árs lífslíkur eða minni, og bera saman við aðra íbúa. Aðferð: Rannsóknin var lýsandi þversniðs- og samanburðarrannsókn byggð á fyrirliggjandi RAI-gögnum (e. Resident Assessment Instrument) frá íbúum allra hjúkrunarheimila á Íslandi. Kvarðar og breytur, sem lýsa heilsufari, færni, einkennum og meðferðarmarkmiðum, byggðust á síðasta mati ársins 2012 (N=2337). Lífslíkur íbúa voru áætlaðar í sama mati og flokkaðar í annars vegar hálft ár eða minna og hins vegar meira en hálft ár. Niðurstöður: Meðalaldur var 84,7 ár (sf=8,2; spönn=20–106 ár) og hlutfall kvenna var 65,6%. Heilsufaríbúa með minni lífslíkur var verra en annarra íbúa. Vitræn geta mæld á vitrænum kvarða (0–6) var að meðaltali 5,0 (sf=1,3) meðal íbúa með minni lífslíkur en hálft ár, en annarra 3,3 (sf=1,8), p<0,001. Færni þeirra var einnig verri, meðaltal á löngum ADL-kvarða (0-28) var 26,3 (sf=3,0) samanborið við 16,5 (sf=8,3), og byltur voru einnig algengari (27,9%) en meðal annarra íbúa (12,8%), p<0,001. Íbúar með minni lífslíkur voru með meiri verki og önnur erfið einkenni heldur en aðrir íbúar. Hlutfallslega helmingi fleiri voru með verki daglega (61,3%) og þeir voru einnig oftar með slæma eða óbærilega verki (42,7%) en aðrir (14,8%), p<0,001. Ályktanir: Niðurstöðurnar staðfesta mikla umönnunarþörf og erfið einkenni þeirra sem dvelja á hjúkrunarheimilum, einkum þeirra sem eru með skemmri lífslíkur. Leggja þarf áherslu á fræðslu og þjálfun starfsfólks, ásamt breyttu mönnunarfyrirkomulagi í samræmi við heilsufar og þarfir þessa hóps.Aim: As length of stay has shortened in Icelandic nursing homes, many residents are in need of palliative care. It is important to recognize changes in symptoms and health status as death approaches in order to provide adequate care. The aim of this study was to compare the health status, function, symptoms, and advanced directives in residents with estimated life expectancy of six months or less with other residents. Method: This was a descriptive, cross-sectional, comparison study, based on ResidentAssessment Instrument data (RAI)from all nursing home residentsin Iceland. Data on health status, function,symptoms, and advanced directives, from the latest assessment in the year 2012 were used (N=2337). Life expectancy was categorized during this data collection into six months or less (shorter) or longer. Results: The mean age of participants was 84.7 (SD=8.2; range=20- 106) and women were 65.6%. The health status of residents with shorter life expectancy was worse than in other residents. Mean score on the Cognitive Performing Scale (0–6) was 5.0 (SD=1.3) in those with shorter life expectancy compared to others (3.3, SD=1.8), p<0.001. Their functional status was also worse, mean score on the long-ADL scale (0–28) was 26.3 (SD=3.0) compared to 16.5 (SD=8.3) in other residents, and frequency of falls was higher (27.9%) than in other residents (12.8%), p<0.001. Pain and othersymptoms were more prevalent in residents with shorterthan longer life expectancy, more than half had daily pain (61.3%), and a higher proportion had severe or unbearable pain (42.7%) than residents with longer life expectancy (14.8%), p<0.001. Conclusion: Nursing home residents have many difficult symptoms and need substantial care-giving, particularly those with shorter life expectancy. There is a need for education and training of nursing staff, as well as changes in staffing, to meet the needs of Icelandic nursing home residents.Rannsóknin var styrkt af B-hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Öldrunarráði Íslands

    Geðklofahópurinn : samstarfsverkefni geðhjúkrunarfræðinga og fólks með geðklofa

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Almennt er álitið að geðklofi sé einhver alvarlegasti geðsjúkdómurinn og jafnframt er hann tiltölulega algengur miðað við aðra geðsjúkdóma. Talið er að u.þ.b. 1% mannkyns þjáist af geðklofa. Margir þeirra sem eru öryrkjar vegna geðraskana eru það vegna geðklofa. Fyrir tæpum 5 árum ákváðu 2 notendur geðheilbrigðisþjónustunnar vegna geðklofa að reyna að koma á fót sjálfshjálpar- eða stuðningshópi fyrir fólk með þessa fötlun. Annað þeirra tók málið upp á aðalfundi Geðhjálpar. Fundurinn fól þáverandi sálfræðingi Geðhjálpar að hefja slíka starfsemi í samvinnu við málshefjandi. Síðan þá hefur sjálfshjálpar- og stuðningshópur fyrir fólk með geðklofa: Geðklofahópurinn verið starfandi í húsnæði Geðhjálpar á Túngötu 7. Fundir hópsins eru öllum opnir sem hafa fengið geðklofa. Fundað er einu sinni í viku kl. 13.30 til 14.30 á föstudögum. Hópnum til stuðnings eru 2 geðhjúkrunarfræðingar sem starfa við heimageðhjúkrun á vegum geðsviðs Landspítalans. Það sem sagt er á fundunum er trúnaðarmál. Fundarmenn ræða það ekki annarstaðar né heldur hverjir sækja fundina. Markmið fundanna er að auka samkennd og lífsgæði þátttakenda með því að skiptast á reynslusögum og þiggja ráð og stuðning hver hjá öðrum. Einnig að vinna gegn fordómum en eigin fordómar eru oft verstir af því að þeir hitta bæði viðkomandi sjálfan fyrir og þjáningarsystkini hans. Það er einfaldlega órökrétt að skammast sín fyrir eitthvað sem viðkomandi getur ekkert gert að og fær ekki breytt. Að koma á fund með lífsverkefni sín og veikindi og blanda geði við aðra með sömu reynslu bætir sjálfsmyndina og eflir heilsuna. Notendur og hjúkrunarfræðingar sem hafa starfað saman í Geðklofahópnum vilja með þessari grein miðla til annarra sem málið varðar af jákvæðri reynslu sinni af samstarfinu í hópnum. Í greininni eru færð rök fyrir og lýst notagildi og gagnsemi sjálfshjálpar- og stuðningshópa fyrir fólk með langvinna geðsjúkdóma. Umfjöllunin er byggð á því sem notendur hafa skrifað um málefnið og fræðilegum forsendum heilbrigðisvísinda. Þá er fjallað um hvernig stuðningur við slíka hópa fellur að starfssviði og hlutverki geðhjúkrunarfræðinga. Það er gert út frá reynslu hjúkrunarfræðinga og út frá fræðilegri þekkingu. Loks er fjallað sérstaklega um reynslu af starfi Geðklofahópsins og sagðar dæmisögur úr starfi hópsins

    Maternal health indicators during pregnancy and birth outcomes during times of great macroeconomic instability: the case of Iceland

    Get PDF
    Background and aims: Macroeconomic fluctuations have shown various effects on population health, but the evidence base for their influence on maternal health and birth outcomes is scarce and inconclusive. The overall aim of this thesis was to examine the potential effect of the 2008 economic collapse in Iceland on maternal diseases and health behaviors during pregnancy as well as on adverse birth outcomes. Furthermore, we aimed to explore the effect of the surrounding economic climate in Iceland on potential changes in the health of the pregnant women and birth outcomes. Material and methods: In study I we used a random sample of 1329 births occurring between 2001, and 2010. Information on maternal smoking status, body mass index and demographic characteristics were retrieved from the Icelandic Medical Birth Registry and maternity records. Trends in continued smoking into the second trimester of pregnancy, obesity, and body mass index were assessed using logistic and linear regression analyses. Logistic regression analysis was used to calculate the annual odds of smoking and obesity, both overall and by maternal demographic characteristics. In studies II-IV, the Icelandic Medical Birth Registry was used to identify all women giving birth to live-born singletons between the years 2002 and 2012 (2006- 2009 for study III). Information on pregnancy-induced hypertensive disorders, birth outcomes, and parental demographic characteristics were retrieved from the Birth Registry and use of antihypertensive drugs during pregnancy, including β-blockers and calcium channel blockers, from the Icelandic Medicines Registry. Information on the aggregate economic climate was retrieved from Statistics Iceland. With the pre-recession period as a reference, we used logistic regression analyses to assess changes in pregnancy-induced hypertensive disorders, prescription fills for antihypertensive drugs and adverse birth outcomes during the recession years. Results: There was an annual decrease in continued smoking (odds ratio (OR) 0.94, 95% confidence interval (CI) 0.88-1.00) among pregnant women in Iceland giving birth during the first decade of the 21st century, whereas no significant changes in obesity were observed (OR 1.02, 95% CI 0.96-1.07). The highest prevalence of maternal smoking and obesity was observed in the years leading up to the economic collapse or in 2005 to 2006. vi With regard to maternal diseases and using the pre-recession period as a reference, we observed an increase in gestational hypertension during the first recession year (OR 1.47, 95% CI 1.13-1.91) with a concurring increase in prescription fills for β-blockers during the same year (OR 1.43, 95% CI 1.07-1.90). The increase was confined to the first recession year and was not observed in the subsequent recession years. Furthermore, the increase disappeared when adjusting for aggregate unemployment rate, indicating that the economic conditions, as proxied by aggregate unemplyment, is the reason for the observed effects. No changes were observed for preeclampsia or in prescription fills for calcium channel blockers between the pre-recession and recession periods. With regard to adverse birth outcomes and using the pre-recession period as a reference, we observed an increase in low birth weight during the first recession year (OR 1.35, 95% CI 1.12-1.63) but not during the subsequent recession years. Furthermore, we noted an increase in small for gestational age births, both during the first recession year (OR 1.11, 95% CI 1.00-1.23) and the subsequent three recession years (OR 1.08, 95% CI 1.01-1.16). The observed increase of low birth weight and small for gestational age births were attenuated when adjusting for aggregate economic indicators. Moreover, the findings indicated infants born to young women, those not cohabitating and parents not working paid labor-market jobs, were at higher risk for these adverse birth outcomes during the recession years compared with their peers during the pre-recession years. No significant change was observed for preterm births between pre-recession and recession periods. Conclusions: The findings of this thesis lend support to the notion that the 2008 economic collapse in Iceland had adverse effects on the health of pregnant women and their offspring in Iceland during the first four years of the economic recession. More specifically, the findings indicate a transient increase in gestational hypertension and in the use of β-blockers during the first and most severe year of the economic recession, as well as a negative influence on fetal growth, which was particularly observed among the most vulnerable groups of the society, resulting in widening disparities in birth outcomes in Iceland during the recession.Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að sveiflur á efnahagsástandi þjóða geta haft áhrif á lýðheilsu. Hinsvegar er ekki mikið vitað um áhrif slíkra sveiflna á heilsu mæðra og fæðingarútkomur. Niðurstöður þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið hafa verið misvísandi. Meginmarkmið þessa doktorsverkefnis var að rannsaka möguleg áhrif íslenska efnahagshrunsins, haustið 2008, á heilsu barnshafandi kvenna og fæðingarútkomur. Ennfremur að kanna að hversu miklu leyti efnahagsástandið á Íslandi skýrði mögulegar heilsufarsbreytingar hjá ofangreindum konum og afkvæmum þeirra. Efni og aðferðir: Í rannsókn I var notað slembiúrtak úr Fæðingaskrá Íslands sem samanstóð af 1329 konum sem eignuðust börn á tímabilinu 2001 til 2010. Upplýsingum um reykingavenjur á meðgöngu, líkamsþyngdarstuðul og lýðfræðilegar upplýsingar um móður voru fengnar úr Fæðingaskrá og úr mæðraskrám. Notuð var lógistísk og línuleg aðhvarfsgreining til að reikna breytingar á reykingum á meðgöngu, líkamsþyngdarstuðli og offitu eftir árum og eftir lýðfræðilegum bakgrunnsþáttum móður. Í rannsóknum II-IV var Fæðingaskráin notuð til að bera kennsl á allar konur sem fæddu lifandi einbura á árunum 2002 til 2012 (2006-2009 fyrir rannsókn III). Upplýsingum um meðgöngutengda háþrýstingssjúkdóma (meðgönguháþrýstingur, meðgöngueitrun) og óhagstæðar fæðingarútkomur (léttburafæðingar, fyrirburafæðingar, vaxtarskerðing í móðurkviði), auk lýðfræðilegra upplýsinga um móður og föður voru fengnar úr Fæðingaskrá en upplýsingar um notkun háþrýstingslækkandi lyfja (β-blokkar, kalsíumgangalokar) fengust úr Lyfjagagnagrunni. Efnahagsvísar Íslands voru fengnir frá Hagstofu Íslands. Lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til að meta breytingar á meðgöngutengdum háþrýstingssjúkdómum og notkun á háþrýstingslækkandi lyfjum, auk breytinga á óhagstæðum fæðingarútkomum á árunum eftir efnahagshrunið, samanborið við árin fyrir hrun. Niðurstöður: Niðurstöðurnar gefa til kynna að árlega hafi dregið úr reykingum (gagnlíkindahlutfall (GLH) 0.94, 95% öryggismörk (ÖM) 0.88-1.00) á meðal ófrískra kvenna á Íslandi á fyrsta áratug aldarinnar. Á sama tíma virðist ekki hafa orðið marktæk breyting á tíðni offitu hjá ófrískum konum (GLH 1.02, 95% ÖM 0.96-1.07). Hæsta tíðni reykinga á meðgöngu og offitu virðist hafa verið í aðdraganda efnahagshrunsins, eða á árunum 2005 til 2006. Niðurstöður er varða heilsu barnhafandi kvenna gefa til kynna að konur sem voru ófrískar á fyrsta árinu eftir hrun voru í aukinni áhættu fyrir iv meðgönguháþrýstingi (GLH 1.47, 95% ÖM 1.13-1.91) samanborið við konur sem voru ófrískar fyrir hrun, með samsvarandi aukningu í notkun β-blokka á þessu sama tímabili (GLH 1.43, 95% ÖM 1.07-1.90). Þessi aukning virðist hafa verið bundin við fyrsta árið eftir hrun og sást ekki þegar lengra dró frá hruni. Ennfremur, þegar leiðrétt var fyrir atvinnuleysisstigi þá hvarf þessi aukning sem gefur til kynna að dýpt kreppunnar, mæld með atvinnuleysisstigi í landinu, sé skýringin á þeim tengslum sem fundust. Engin breyting varð á tíðni meðgöngueitrunar eftir efnahagshrunið, samanborið við árin fyrir hrun. Niðurstöður er varða fæðingaútkomur gefa til kynna aukna áhættu á fæðingum léttbura á fyrsta árinu eftir efnahagshrunið (GLH 1.35, 95% ÖM 1.12-1.63), samanborið við árin fyrir hrun. Þessi aukning virtist vera bundin við fyrsta árið eftir hrun og sást ekki þegar lengra dró frá hruni. Sú aukning sem varð á léttburum eftir hrun virðist að einhverju leyti vera tilkomin vegna vaxtarskerðingar í móðurkviði. Á fyrsta ári eftir hrun varð aukning á vaxtarskertum nýburum (GLH 1.11, 95% ÖM 1.00-1.23) sem virtist vera viðvarandi út rannsóknartímabilið (GLH 1.08, 95% ÖM 1.01-1.16). Þegar leiðrétt var fyrir efnahagsvísum þá hvarf þessi aukning á fæðingum léttbura og vaxtarskertra barna, sem gefur til kynna miðlunaráhrif af efnahagsástandi í landinu. Ennfremur gefa niðurstöðurnar til kynna að börn ungra kvenna, þeirra sem ekki voru í sambúð og foreldra þar sem báðir voru án launaðrar atvinnu, voru í aukinni áhættu á að fæðast of létt eða vaxtarskert í kjölfar efnahagshrunsins samanborið við sömu hópa fyrir hrun. Engar marktækar breytingar urðu á tíðni fyrirburafæðinga eftir hrun, samanborið við fyrir hrun. Ályktun: Niðurstöðurnar gefa til kynna að efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 hafi haft neikvæð áhrif á heilsu barnshafandi kvenna og á fæðingaútkomur þeirra. Nánar tiltekið þá virðist efnahagshrunið hafa valdið aukningu á meðgönguháþrýstingi og notkun háþrýstingslækkandi lyfja á fyrsta og alvarlegasta ári efnahagsþrenginganna, auk þess að hafa haft neikvæð áhrif á vöxt barna í móðurkviði. Neikvæð áhrif efnahagshrunsins á fósturvöxt virðist hafa verið mest hjá viðkvæmustu hópum þjóðfélagsins sem ýtir undir ójöfnuð í fæðingaútkomum eftir þjóðfélagshópum á tímum efnahagsþrenginga. Ólíklegt verður að teljast að neikvæð áhrif efnahagshrunsins á heilsu barnshafandi kvenna og fæðingaútkomur hafi verið miðlað í gegnum verri heilsuhegðun hjá barnshafandi konum.Icelandic Research Fun

    Anxiety and depression among surgical patients

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Iðulega er meiri áhersla lögð á líkamlega umönnun en sálræna þegar hjúkrunarþjónusta er veitt á skurðdeildum. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa sálrænni líðan skurðsjúklinga með því að meta kvíða- og þunglyndiseinkenni þeirra á spítala og heima fjórum vikum síðar og athuga tengsl við verki, almenn einkenni, þætti tengda heilsu og spítalalegu og bakgrunn. Gagna var aflað með spurningalistum og voru einkenni kvíða og þunglyndis metin með HADS-kvarðanum. Fleiri stig á kvarðanum benda til að einstaklingur hafi mörg einkenni um kvíða eða þunglyndi. Úrtakið var 733 innkallaðir sjúklingar sem fóru í aðgerð 15. janúar til 15. júlí 2007 og var svörun 56,8%. Niðurstöður sýna sterk tengsl á milli einkenna kvíða og þunglyndis á spítala (r=0,76) og heima (r=0,78). Á spítalanum voru 25 sjúklingar með einkenni hugsanlegs eða líklegs kvíða og þunglyndis, 21 sjúklingur heima og sjö sjúklingar bæði á spítalanum og heima. Almennt voru veik til miðlungssterk tengsl á milli almennra einkenna og kvíða- og þunglyndiseinkenna. Sterkust voru tengslin við minnisskerðingu, erfiðleika með hreyfingu, erfiðleika í kynlífi og mæði. Miðlungssterk tengsl voru á milli þess að vera með mörg almenn einkenni á spítala og einkenni kvíða og þunglyndis á spítala. Sambærileg tengsl komu fram heima. Sjúklingarnir voru ánægðari með umönnunina sem þeir fengu á spítalanum aðspurðir þar heldur en heima. Hærri aldur og meiri ánægja með umönnun hafði veika neikvæða tengingu við kvíða og þunglyndi, bæði á spítala og heima. Konur, sjúklingar með börn á heimilinu, sjúklingar þar sem heimilismeðlimur átti við veikindi að stríða eða þurfti aðstoð við daglegt atferli ásamt þeim sem töldu bata sinn og árangur aðgerðar ekki í samræmi við væntingar fengu að jafnaði fleiri stig á kvíða- og þunglyndiskvörðum HADS. Lagt er til að á Landspítala verði útbúin aðferð til að greina sálræna vanlíðan skurðsjúklinga og benda á íhlutun. Eftirfylgni í síma, þar sem leitað er eftir ákveðnum einkennum, er einföld leið til að finna sjúklinga sem gætu talist í áhættuhópi.Perioperative nursing care is mainly focused on physical care with psychological needs less addressed. The objective of this study was to describe surgical patients psychological well-being by assessing symptoms of anxiety and depression, pain, general symptoms and care among surgical patients at Landspitali- University Hospital (LUH). Higher scores on HADS indicate more symptoms of anxiety and depression. Data were collected with a questionnaire, at the hospital and at home four weeks later. Symptoms of anxiety and depression were measured by HADS. The sample was 733 patients who had surgery from January 15 until July 15, 2007 and response rate was 56.8%. Findings revealed a correlation between symptoms of anxiety and depression at the hospital (r=0.76) and at home (r=0.78). Twenty five patients were diagnosed with “doubtful” or definite symptoms of anxiety and depression at the hospital, 21 patients at home and seven patients at both hospital and home. In general, weak or medium significant correlations were found between general symptoms and symptoms of anxiety and depression. The correlation was strongest with memory impairment, sexual difficulties, difficulties with movement and dyspnoea. Medium correlation was also found between having a number of general symptoms and symptoms of anxiety and depression. Patients’ satisfaction with care was significantly higher when asked at the hospital than at home. Satisfaction with care and age had a weak significant negative correlation with anxiety and depression at both time points. Female patients, patients with children at home, those living with sick relatives, with relatives needing assistance with daily activities and those who found their recovery and the success of the operation not as expected experienced significantly more symptoms of anxiety and depression. The perioperative wards at LUH should develop an intervention to detect psychological distress in surgical patients and provide resources. Furthermore, a follow-up telephone call consisting of symptom specified questions can be effective to detect patients at risk

    Hereditary hearing impairment. Mutation analysis of connexin 26 and POU3F4 genes in Icelanders with nonsyndromic hearing impairment

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAims: Mutations in the connexin 26 (Cx26) gene have recently been shown to be a major cause of hereditary nonsyndromic sensorineural hearing impairment in Caucasians. Studies indicate that approximately 10-30% of all childhood deafness are due to Cx26 mutations and the most frequently observed mutation is Cx26 35delG. Mutations in the POU3F4 are the most common cause of X-linked nonsyndromic hereditary hearing impairment. The aim of our study was to determine presence and type of Cx26 and POU3F4 mutations in an Icelandic cohort with nonsyndromic hearing impairment. Material and methods: All 15 individuals participating in the study, fulfilled the criteria of severe congenital nonsyndromic hearing impairment of unknown cause and the hearing loss was documented by audiologic testing in a clinical facility. Eleven had a family history and four were sporadic cases. All exons of the Cx26 and POU3F4 genes were amplified using PCR and six pairs of primers. The amplified DNA fragments were screened for sequence variations using enzymatic mutation detection and the nucleotide sequence of fragments showing signs of variation was determined. Results and conclusions: Using the methods described above four distinct sequence variations were detected in the Cx26 gene. The 35delG allele causing hereditary recessive hearing impairment was identified in one homozygous and one heterozygous individual. The heterozygous 35delG individual was also shown to carry the recessive allele 358-360delGAG (E). A missense mutation, 101Teth C (M34T), supposed to cause autosomal dominant form of hearing impairment with variable penetrance, was detected in one heterozygous individual. A novel sequence variation without known clinical significance, -63Teth G, was found in the 5'-noncoding sequence in one control sample. No mutations were detected in the POU3F4 gene.Markmið: Nýlegar erlendar rannsóknir hafa sýnt að um 10-30% af alvarlegri heyrnarskerðingu hjá nýburum eru vegna erfðabreytileika í geni konnexíns 26 (Cx26) og er Cx26 35delG langalgengastur. Erfðabreytileikar í geni POU3F4 eru algengasta orsök arfgengrar heyrnarskerðingar, sem erfist kynbundið. Markmið þessarar rannsóknar var að ákvarða hvort og hvaða erfðabreytileikar í genum Cx26 og POU3F4 valdi meðfæddri heyrnarskerðingu án tengsla við heilkenni hjá íslenskum einstaklingum. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 15 einstaklingar, sem uppfylltu þau skilyrði að hafa verulega meðfædda heyrnarskerðingu af óþekktum toga, og að heyrnarskerðingin hafði verið staðfest með heyrnarmælingu. Ellefu einstaklingar höfðu fjölskyldusögu, en fjögur voru stök tilfelli. Allar útraðir Cx26 og POU3F4 gena voru magnaðar upp með fjölliðunarhvarfi og leitað var að erfðabreytileikum í þeim með svokallaðri EMD tækni. Niturbasaraðir þeirra útraða, sem sýndu merki um erfðabreytileika, voru síðan ákvarðaðar. Niðurstöður og ályktun: Með ofangreindum aðferðum greindust fjórir erfðabreytileikar í geni Cx26. Víkjandi samsætan Cx26 35delG fannst hjá einum arfhreinum og öðrum arfblendnum einstaklingi. Hjá arfblendna 35delG einstaklingnum fannst einnig þriggja basa brottfall 358-360delGAG (Δ119E), en sú samsæta er einnig víkjandi. Hjá einum arfblendum einstaklingi fundust niturbasaskipti, T verður C í stöðu 101 (M34T) og er talið að sá erfðabreytileiki valdi ríkjandi heyrnarskerðingu með breytilegri sýnd. Þá greindist áður óþekktur erfðabreytileiki í 5'-enda Cx26 gensins hjá einum einstaklingi með fulla heyrn, T verður G í stöðu -63, og er klínískt vægi hans óvisst. Engir erfðabreytileikar greindust í POU3F4 gen

    Cascading effect of upper secondary education policy reform : the experiences and perspectives of university teachers

    Get PDF
    In 2014 the Icelandic government implemented a reform that reduced the time of all academic programs of upper secondary education from an average of four years in duration to three, aiming to increase efficiency in the education system. Drawing on critical policy analysis, this study explores wider consequences of the reform’s enactment for higher education, with reference to the strong connection between the two school levels. Teachers at the University of Iceland were interviewed about perceived changes, if any, in students’ preparation for university studies in the wake of the reform and whether any measures were needed to adapt to such changes. The findings highlight the importance of policy makers considering the interconnectedness of different school levels and the wide-reaching effects of education reforms. They indicate that the policy reform has had consequences in higher education that vary between different academic subjects and disciplines and that there is considerable tension within the University in how to adapt to them. The findings call for further exploration into the content of the academic programs in upper secondary education which may provide valuable information on the interplay between policies that aim for decentralised curriculum-making and efficiency in education systems.Peer reviewe

    Reynsla kvenna af tvíburameðgöngu með áherslu á andlega líðan og stuðning ljósmæðra

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Downloa
    corecore