19 research outputs found

    Leikur samfélag list

    No full text
    Í öllum samfélögum myndast svokallað félagslegt taumhald. Þetta taumhald er einhverskonar ósýnilegt afl sem beinir okkur eftir viðurkenndum brautum þjóðfélagsins. Listin er helsta aflið sem berst á móti þessu og stuðlar að einhverskonar þróun eða allavega breytingu. Hún reynir að sýna okkur nýjar leiðir til þess að skoða og hugsa um umhverfi okkar og rétt eins og tæknilegar framfarir hafa áhrif á þróun samfélagsins, hafa listaverk og listastefnur haft áhrif á þróun mannsandans. Listamenn og annað skapandi fólk reynir þannig að finna nýjar leiðir til þess að takast á við umhverfi sitt. En listamaðurinn vill líka skemmta sér og fátt þykir honum betra en að komast í skapandi ástand og leika sér með heiminn og þannig verður listin einmit til. Leikurinn fer fram á svæði sem er einhverskonar huglægt rými milli einstaklings og hlutarins; að hluta til fyrir utan einstaklinginn og „leikföngin“ og að hluta til innan í huga hans. Ástandið losar um hömlur hugans og dregur hlutina inn í annan veruleika. Í þessu ástandi bjagar, einangrar eða endurraðar listamaðurinn þeim upplýsingum sem umhverfi okkar er búið til úr og leyfir okkur þannig að skynja það á nýjan hátt

    Mörk 1. og 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

    No full text
    Markmið þessarar ritgerðar er að varpa nánara ljósi á mörk 1. og 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Í henni eru könnuð ýmis atriði sem hafa áhrif á heimfærsluna til þessara ákvæða og leitast við að staðfesta tilvist leiðbeinandi reglna hvað þetta varðar, þ.e. svokallaðra vísireglna sem taka tillit til félags- og siðferðislegra atriða hverju sinni. Litið er til dómaframkvæmdar síðustu ára og lögð áhersla á að draga fram það sem gæti talist óljóst í lagaframkvæmd. Niðurstaða þessarar skoðunar er sú að mörk 1. og 2. mgr. 218. gr. hgl. eru tiltölulega skýr og endurspegla viðhorf í samfélaginu hverju sinni eins og aðrar vísireglur. Vegna þessa, og í samræmi við dómaframkvæmd undanfarinna ára, má því búast við að þær haldi áfram að taka breytingum

    Recording of police interviews in the perspective of criminal procedure principles

    No full text
    Segja má að skýrslutökur, einnig nefndar yfirheyrslur í þessari ritgerð, séu mest notaða rannsóknaraðgerð lögreglunnar og jafnframt sú mikilvægasta. Um árabil var lögregluskýrsla að öllu jöfnu eina gagnið er innihélt upplýsingar um framburð sakborninga og vitna við skýrslutökur hjá lögreglu. Við gildistöku laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála varð hins vegar veruleg breyting þar á þegar lögreglu var samkvæmt 2. mgr. 66. gr. þeirra laga gert skylt, ef því verður við komið, að hljóðrita, taka upp á myndband eða mynddisk, það sem fram kemur við skýrslutöku. Þrátt fyrir að þetta kallaði á breytt verklag hjá lögreglu var lítið fjallað um þessar breytingar í greinargerð með frumvarpi því sem varð að sakamálalögum. Þar að auki ríkir þögn í sömu löggjöf um meðferð og notkun á slíkum upptökum eftir að mál hefur verið höfðað og ekki síður hvert vægi þessara gagna er við sönnunarfærslu fyrir dómi. Þó er ljóst að slíkar upptökur hljóta að hafa áhrif á hana með einum eða öðrum hætti, sér í lagi þegar sakborningur fellur frá fyrri framburði sínum hjá lögreglu, þótt ekki sé augljóst við fyrstu sýn hversu mikil þau áhrif eru. Í ritgerðinni er framangreind lagaskylda til að taka upp skýrslutökur lögreglu skoðuð í ljósi meginreglna sakamálaréttarfars, þó sérstaklega hvort og þá hvaða áhrif meginreglan um milliliðalausa sönnunarfærslu getur haft í þeim efnum. Með þessu verður leitast við að svara tveimur spurningum er snerta sérstaklega upptökur lögregluyfirheyrslna. Annars vegar hvort upptökur hafi með einum eða öðrum hætti aukið vægi lögregluskýrslna, sem innihalda framburð sakborninga og vitna, við sönnunarfærslu frá því sem áður var. Hins vegar hvort upptökur af yfirheyrslum hjá lögreglu séu einungis til stuðnings því sem fram kemur í skýrslum lögreglu er innihalda framburð, þ.e. nokkurs konar viðbót við þær, eða hvort upptökurnar hafi í raun sjálfstætt gildi við sönnunarfærslu fyrir dómi. Í stuttu máli má svara fyrri spurningunni játandi, þ.e. upptökur lögregluyfirheyrslna hafi að öllu jöfnu aukið vægi lögregluskýrslna við sönnunarfærslu frá því sem áður var. Hvað varðar svar við seinni spurningunni virðast slíkar upptökur ekki einungis vera til stuðnings því sem fram kemur í lögregluskýrslum um skýrslugjöf vitna og sakborninga, heldur virðast þær einnig hafa meira og rýmra gildi en lögregluskýrslurnar

    Samverkandi eindalíkan tengt kvikum orkubúskap: Greining þess og notkun

    No full text
    An interacting particle model is described and applied to the Icelandic capelin stock (\emph{Mallotus villosus}). Using available temperature data and approximated currents, and without using artificial forcing terms or a homing instinct, the model was able to reproduce the observed spawning migration routes for three different years, successfully predicting the route for 2008. By means of a sensitivity analysis the oceanic temperature and the balance between the influence of interaction among particles and the particles' response to temperature are identified as the control parameters most significant in determining the migration route. One significant contribution of the simulations is the inclusion of orders of magnitude more particles than similar models, which affects the global behavior of the model by propagating information about surrounding temperature through the school more efficiently. In order to maintain the same dynamics between different simulations, we argue a linear relationship between the time step, radii of interactions, and the spatial resolution, and we argue that these scale as N1/2N^{-1/2}, where NN is the number of particles. In order to investigate this argument, several measures are presented and in turn analyzed, e.g.~global and local order parameters, average number of neighbors and relaxation times to equilibrium. Simulations are performed on a torus without environmental factors in order to examine the behavior of these measures. The scaling arguments are shown to maintain the average number of neighbors. Another interesting result is that the local relaxation time of the system is much shorter than the global relaxation time, t_{r}\<, and that the ratio nˉE/nˉU\bar{n}_{E}/\bar{n}_{U} remains constant for a spectrum of simulations. The temporal resolution of the system is discussed, as well as its effect on the behavior of the system. In order to capture the inner dynamics of capelin such as roe production and fat content, a Dynamic Energy Budget (DEB) model is developed for the Icelandic capelin. A new state variable is introduced to the DEB model to capture the roe production of individual fish. Species-specific coefficients are found for the capelin such as the shape coefficient and the Arrhenius temperature. Shown is how to link the DEB model to measurable quantities such as weight, length, fat, and roe content. Data on measured three year old female capelin from the 1999-2000 season from the Marine Research Institute of Iceland (MRI) and Matis, an Icelandic Food and Biotech R\&D, is used. Plausible parameter values for the DEB model are found by fitting the output of the model to these data. %Should we mention the anchovies Good fits are obtained between theory and observations, and the DEB model successfully reproduces weight, length, fat percentage and roe percentage of capelin. The effect of maturity on the spawning route of capelin is then emphasized; temperature preference and speed of individual fish are known to be affected by the state of maturity of the individual fish. Described is how the DEB model can be integrated with the interacting particle model, by letting the speed and preferred temperature range depend on the roe content of individuals.Eindalíkani er lýst og því beitt á hinn íslenska loðnustofn (Mallotus villosus). Líkanið notast við tiltæk gögn um sjávarhitastig og nálgun á straumum og tekst þannig að framkalla hrygningargöngu loðnunnar fyrir þrjár mismunandi vertíðir. Sér í lagi spáði líkanið rétt fyrir um hrygningargöngu ársins 2008. Líkanið notast ekki við neina utanaðkomandi krafta til að stýra eindum að hrygningarslóðum. Framkvæmd var næmnigreining sem sýnir fram á að sjávarhitastig ásamt samspili samskipta milli einda og næmni þeirra gagnvart hitastigi eru þeir stikar sem ráði að mestu leyti leið hrygningargöngunnar. Í hermununum er fjöldi einda mun meiri en áður hefur tíðkast í sambærilegum líkönum. Hinn mikli fjöldi hefur áhrif á víðfeðma hegðun kerfisins og sökum samskipta milli einda berast upplýsingar um hitastig mun skilvirkar og hraðar. Við höldum því fram að til þess að viðhalda hegðun kerfisins milli hermana þurfi línulega skölun milli tímaskrefs og samskiptageisla. Sett er fram skölunin N1/2N^{-1/2}, þar sem NN er fjöldi einda. Til þess að rannsaka hegðun kerfisins með tilliti til þessarar skölunar eru settar fram nokkrar kennistærðir og þær rannsakaðar. Kennistærðirnar eru meðal annars víðfeðmur og staðbundinn reglustiki, meðalfjöldi nágranna og tími sem tekur kerfið að ná jafnvægi. Hermanir eru gerðar á kleinuhring án umhverfisþátta til þess að rannsaka hegðan kerfisins með tilliti til kennistærðanna. Sýnt er fram á að skölun milli stika viðheldur meðalfjölda nágranna. Einnig er áhugavert að í öllum hermununum nær kerfið staðbundnu jafnvægi mun fyrr heldur en það nær víðfeðmu jafnvægi, t_{r}\<. Einnig kemur í ljós að meðalfjöldi nágranna í jafnvægisástandi er hærri en búist er við og er hlutfallið nˉE/nˉU\bar{n}_{E}/\bar{n}_{U} fast í hermununum. Við ræðum hlutverk tímaskrefs og áhrif þess á hegðun kerfisins. Til þess að lýsa innri breytistærðum loðnu, eins og hrognafyllingu og fituhlutfalli, er líkan kviks orkubúskaps (DEB) þróað fyrir íslensku loðnuna. Innleidd er ný breytistærð fyrir hrognamyndun einstakra fiska. Fundnir eru stikar, sem eru háðir lífverunni, eins og stærðarstuðull og Arrheniusarhitastig. Sýnt er hvernig fá má út frá DEB líkninu mælanlegar stærðir eins og þyngd, lengd, fitu- og hrognahlutfall. Notast er við gögn frá þriggja ára gamalli kvenkyns loðnu frá 1999-2000 vertíðinni frá Hafrannsóknarstofnuninni og Matís. Fundnir eru trúverðug stikagildi með því að fella líkanið að mælingum. Gott samræmi fæst milli DEB líkansins og mælinga á þyngd, lengd, fitu- og hrognahlutfalli loðnunnar. Bent er á mikilvæg áhrif þroska á hrygningargönguna; þekkt er að kjörhitastig og hraði einstakra fiska taka mið af þroskastigi. Lýst er hvernig DEB líkanið verður tengt við hreyfilíkanið þannig að hraði og kjörhitastig einda muni ráðast af hrognahlutfalli einstaklingsins.Hafrannsóknastofnun Íslands, Rannsóknasjóður Háskóla Ísland

    Áhrif ADHD á aðlögunarfærni hjá börnum með röskun á einhverfurófi

    No full text
    Núverandi útgáfur helstu greiningarkerfa geðraskana leyfa ekki greiningu athyglisbrests með ofvirkni (Attention Deficit Hyperactivity Disorder, ADHD) ef einhverfurófsröskun er til staðar. Þessi útilokunarregla er umdeild og í eftirfarandi rannsókn var reynt að leggja mat á réttmæti hennar. Þátttakendur voru öll þau 95 börn á aldrinum 7-17 ára sem greindust með einhverfurófsröskun á Greiningar- og Ráðgjafarstöð Ríkisins árið 2010. Algengi ADHD meðal barna með einhverfurófsraskanir var metið sem 67,4% sem er í samræmi við fyrri rannsóknir. Áhrif ADHD á aðlögunarfærni voru metin með margbreytusamdreifigreiningu (multiple analysis of covariance, MANCOVA) þar sem stjórnað var fyrir áhrifum greindar, aldurs og einhverfueinkenna mældum með Autism Diagnostic Observation Schedule (ADOS). Niðurstöður voru þær að börn með ADHD samhliða einhverfurófsröskun mældust með marktækt lægri aðlögunarfærni samkvæmt boðskiptahluta Vineland Adaptive Behavior Scales (VABS) en þau sem einungis höfðu einhverfurófsröskun, auk þess sem tilhneiging var í sömu átt í úrtakinu fyrir bæði félagslegt samspil og athafnir daglegs lífs hluta prófsins. Þessar niðurstöður benda til þess að ADHD einkenni hjá börnum með einhverfurófsraskanir séu ekki aðeins birtingarmynd einhverfueinkenna heldur sé um að ræða raunverulegt samhliða ADHD sem skipti máli fyrir daglegt líf barnanna og því beri að greina það sem slíkt

    Þýðing og forprófun á Children's Yale-Brown Obsessive Compulsive Scale (CY-BOCS)

    No full text
    Mikilvægt er að mat á alvarleika áráttu- þráhyggjuröskunar (ÁÞR) í byrjun meðferðar og í rannsóknum sé bæði áreiðanlegt og réttmætt. Gullstaðallinn í mati á alvarleika ÁÞR, bæði í klínísku starfi og rannsóknum, er hálfstaðlaða viðtalið Children‘s Yale-Brown Obsessive Compulsive Scale (CY-BOCS). Þörf er á nýrri þýðingu á viðtalinu á íslensku meðal annars til þess að fylgja þróun erlendis og grípa sem flest einkenni. Markmið þessarar rannsóknar var að þýða og staðfæra viðtalið ásamt því að athuga próffræðilega eiginleika í litlu klínísku úrtaki (n=5). Enn fremur var ætlunin að draga saman grunnlínu í erlendum slembivalsrannsóknum og bera saman við íslenska úrtakið. Niðurstöður voru þær að meðaltal CY-BOCS var 22,2 (sf=5,26) en 11,0 (sf=2,92) og 11,2 (sf=2,59) fyrir þráhyggju og áráttu. Matsmannaáreiðanleiki var góður fyrir heildartölu (r=0,85), viðunandi fyrir þráhyggju (r=0,74) og mjög góður fyrir áráttu (r=0,94). Samantekt á 33 slembivalsrannsóknum gaf M=24,45 (sf=5,05). Samleitniréttmæti var slakt fyrir foreldraútgáfu ÁÞR kvarða Revised Children's Anxiety and Depression Scale (RCADS; r=-0,88), sjálfsmatsútgáfu ÁÞR kvarða RCADS (r=-0,30), ÁÞR kvarða Child Behavior Checklist (CBCL; -0,30), ÁÞR kvarða Youth Self-Report (YSR; r=-0,43) og Short Obsessive Compulsive Questionnaire (SOC; r=0,18). Samleitniréttmæti var sterkara fyrir Clinical Global Impression Severity Scale (CGI-S; r=0,77). Taka ber niðurstöðum með fyrirvara vegna fárra þátttakenda. Þörf er á frekari rannsóknum á áreiðanleika og réttmæti CY-BOCS í stærra úrtaki íslenskra barna
    corecore