17 research outputs found

    Complications of cesarean deliveries

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: The objective of the study was to determine the rate of complications which accompany cesarean sections at Landspitali University Hospital (LSH). MATERIAL AND METHODS: All deliveries by cesarean section from July 1st 2001 to December 31st 2002 were examined in a retrospective manner. Information was collected from maternity records regarding the operation and its complications if they occurred, during or following the operation. RESULTS: During this period 761 women delivered by cesarean section at LSH. The overall complication rate was 35,5%. The most common complications were; blood loss > or =1000 ml (16.5%), post operative fever (12.2%), extension from the uterine incision (7.2%) and need for blood transfusion (4.3%). Blood transfusion was most common in women undergoing cesarean section after attempted instrumental vaginal delivery (20%). Fever and extension from the uterine incision were most common in women undergoing cesarean section after full cervical dilation without attempt of instrumental delivery (19,4%). These complications were least likely to occur if the patient underwent an elective cesarean section. CONCLUSION: Complications following cesarean section are common, especially if labor is advanced. Each indication for an operative delivery should be carefully weighed and the patient informed accordingly.Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni fylgikvilla við keisaraskurði á Landspítala og bera saman við tíðni erlendis. Skoðaðir voru fylgikvillar sem upp komu í aðgerð eða á fyrstu dögum eftir fæðingu. Efniviður og aðferðir: Þýði rannsóknarinnar var konur sem fæddu með keisaraskurði á Landspítala frá 1. júlí 2001 til 31. desember 2002. Upplýsingum um aðgerð og feril sjúklings í kjölfarið var safnað á afturvirkan hátt úr mæðraskrá og sjúkraskrám spítalans. Niðurstöður: Á tímabilinu var framkvæmdur 761 keisaraskurður. Heildartíðni fylgikvilla var 35,5%. Algengustu fylgikvillarnir voru blóðtap ≥1000 ml (16,5%), hiti í sængurlegu (12,2%), rifa niður frá legskurði (7,2%) og þörf fyrir blóðgjöf (4,3%). Blóðgjöf var oftast þörf eftir bráðakeisaraskurð á 2. stigi fæðingar eftir að áhaldafæðing hafði verið reynd (20%) og hiti í sængurlegu og rifa frá legskurði voru algengust eftir bráðakeisaraskurð á 2. stigi fæðingar án áhaldafæðingar (19,4%). Allir þessir fylgikvillar voru sjaldgæfastir við valkeisaraskurð. Ekki var tölfræðilega marktækur munur á öðrum fylgikvillum eftir því við hvaða aðstæður aðgerð var gerð. Ályktanir: Fylgikvillar í kjölfar fæðingar með keisaraskurði eru algengir, einkum ef fæðing er langt á veg komin. Mikilvægt er að vega og meta á einstaklingsgrunni ábendingu fyrir aðgerð og upplýsa sjúkling á viðeigandi hátt

    Vaginal birth after one previous cesarean section

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To evaluate the frequency of different modes of delivery after one previous cesarean section and those factors which may influence mode of delivery. Material and methods: During the study period (1.1.2001-31.12.2005) 925 women with a previous cesarean section and a following singleton pregnancy were identified and included. Information regarding mode of delivery, induction of labor, instrumental delivery, the urgency and indications for first and second cesarean section, birth weight and Apgar scores were collected retrospectively. Results: Trial of labor (TOL) was initiated for 564 women of which 61% were successful while 39% delivered by an emergent cesarean section. In total, 346 women delivered vaginally (37%), 341 women (37%) delivered with an elective cesarean section and 238 (26%) underwent an emergency cesarean section. The VBAC rate increased during the study period, from 35% to 46%. Women who underwent an elective cesarean section due to fetal malpresentation (most often breech) in their first pregnancy were significantly more likely to have a successful VBAC in their second pregnancy (53%) compared with women who had an elective cesarean section for any other indication (21%) (p4000 grams compared with 4000 grömm samanborið við fæðingarþyngd <4000 grömm (p<0,01). Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að fæðing um leggöng sé raunhæfur valkostur fyrir konur sem fætt hafa eitt barn með keisaraskurði svo fremi sem aðstaða er á fæðingarstað til að gera keisaraskurð án tafar

    No correlation between rates of caesarean section and perinatal mortality in Iceland

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenINTRODUCTION: Caesarean section rates have increased over the past decades without a concomitant decrease in perinatal mortality. In Iceland the same trend has been seen while at the same time perinatal mortality rate has remained low. Most caesarean sections are done at term. Crude perinatal mortality rates give limited information about whether the increase in section rates leads to a lower perinatal death rate among term non-malformed singleton infants. The relation between caesarean section and perinatal mortality rates in singleton, non-malformed infants of birthweight > or =2500 g in Iceland during 1989-2003 was studied. MATERIALS AND METHODS: Information about gestational length, birthweight, parity, onset of labour and previous caesarean section was collected on all singleton births > or =2500 g from the Icelandic Birth Registration and from maternity case records. The same data were obtained for all perinatal deaths > or =2500 g excluding malformed infants irrespective of mode of delivery. The caesarean section and perinatal mortality rates were calculated and the relation between these evaluated by Pearson s correlation coefficient. RESULTS: The total number of deliveries in the study period was 64514 and the mean perinatal mortality rate 6.4/1000 (range: 3.6-9.2/1000). A significant increase was found in the overall caesarean section rate, from 11.6% to 18.2% (p or =2500 g and 8332 were born by caesarean section. There were 111 perinatal deaths among this cohort giving a mean perinatal mortality rate (PNMR) of 1.8/1000 (range 0.8-4.1/1000). While for singleton non-malformed infants the caesarean section rate increased from 10.4% to 16.7% (p or =2500 g was found in this population with a prior low perinatal mortality, neither among primi- nor multiparous women.Ágrip Inngangur: Tíðni fæðinga með keisaraskurði hefur víða margfaldast undanfarna áratugi án þess að burðarmálsdauði (BMD) hafi lækkað á sama tíma. Á Íslandi hefur keisaraskurðum fjölgað verulega og burðarmálsdauði haldist lágur. Óvíst er um tengsl þar á milli. Flestir keisaraskurðir eru gerðir hjá konum við fulla meðgöngu. Börn sem deyja á burðarmálstíma eru einkum fyrirburar og heildartölur um BMD gefa takmarkaða mynd af því hvort fjölgun keisaraskurða skili sér í færri dauðsföllum barna sem hafa náð eðlilegri fæðingarþyngd. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta hugsanleg tengsl keisaraskurða við burðarmálsdauða hjá einburum sem vógu ≥2500 g við fæðingu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um meðgöngu­lengd, þyngd barns, fjölda barna, upphaf fæðingar og fyrri keisaraskurði kvenna sem fóru í keis­ara­skurð á rannsóknartímanum (1989-2003) voru fengn­ar úr Fæðingaskráningunni og sjúkraskrám. Af þeim voru allar konur með einbura ≥2500 g valdar í rannsóknarhópinn. Sömu upplýsingar voru fengnar um einbura 2≥2500 g án alvarlegra van­skapnaða sem dóu á burðarmálstíma, óháð fæð­ingarmáta. Breytingar á tíðni keisaraskurða og BMD voru metnar með Pearsons fylgnistuðli. Niðurstöður: Alls fæddu 64514 konur 65619 börn árin 1989-2003. Þar af dóu 419 börn á burð­ar­málstíma. BMD breyttist ekki marktækt á rannsóknartíma og var að meðaltali 6,4/1000 (bil: 3,6-9,2/1000). Heildartíðni keisaraskurða hækk­aði marktækt úr 11,6% í 18,2% (p2500 g. Tíðni keis­ara­skurða í rannsóknarhópnum jókst úr 10,4% í 16,7% (p<0,001). Ekki var marktæk fylgni við BMD í þessum hópi, en meðaltalstíðni BMD var 1,8/1000 (bil: 0,8-4,1/1000). Meðal frumbyrja jókst keisaratíðnin úr 12% í 18%, einnig án fylgni við BMD (meðaltal 0,6/1000). Ályktanir: Fjölgun keisaraskurða við fæðingu einbura með fæðingarþyngd ≥2500 g hefur ekki leitt til marktækrar fækkunar dauðsfalla hjá þess­um hópi barna á síðastliðnum 15 árum

    Maternal age and risk of cesarean section in women with induced labor at term - a Nordic register-based study

    Get PDF
    Abstract Introduction Over the last decades, induction of labor has increased in many countries along with increasing maternal age. We assessed the effects of maternal age and labor induction on cesarean section at term among nulliparous and multiparous women without previous cesarean section. Material and methods We performed a retrospective national registry-based study from Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden including 3 398 586 deliveries between 2000 and 2011. We investigated the impact of age on cesarean section among 196 220 nulliparous and 188 158 multiparous women whose labor was induced, had single cephalic presentation at term and no previous cesarean section. Confounders comprised country, time-period and gestational age. Results In nulliparous women with induced labor the rate of cesarean section increased from 14.0% in women less than 20 years of age to 39.9% in women 40 years and older. Compared to women aged 25-29 years, the corresponding relative risk were 0.60 (95% confidence interval (CI); 0.57 to 0.64) and 1.72 (95% CI; 1.66 to 1.79). In multiparous induced women the risk of cesarean section was 3.9% in women less than 20 years rising to 9.1% in women 40 years and older. Compared to women aged 25-29 years, the relative risk were 0.86 (95% CI; 0.54 to 1.37) and 1.98 (95% CI; 1.84 to 2.12), respectively. There were minimal confounding effects of country, time-period and gestational age on risk for cesarean section. Conclusions Advanced maternal age is associated with increased risk of cesarean section in women undergoing labor induction with a single cephalic presentation at term without a previous cesarean section. The absolute risk of cesarean section is 3-5 times higher across 5-year age groups in nulliparous relative to multiparous women having induced labor.Peer reviewe

    Laparoscopic cholecystectomies. First 100 attempted cases at Reykjavik City Hospital

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAn account is given of the first 100 attempted laparoscopic cholecystectomies at Borgarspitalinn, Reykjavik City Hospital. The mean age of the patients was 48.7 years with a range of 17-86 years. Seventy seven of the patients were women and 23 men. Ten patients (10%) had acute cholecystitis but others had uncomplicated cholelithiasis. In 10 patients the operation was converted to conventional open cholecystectomy, in most cases because of acute inflammation or adhesions from previous surgery but in one case because of haemorrhage. Five patients had complications, all of which can be considered minor. There was no common bile duct injury and no mortality. No patient required reoperation. The mean operative time for the laparoscopic cholecystectomies was 102 minutes (range 50-222 minutes) and 75% of the operations were completed within two hours. The mean operative time for the first 30 laparoscopic cholecystectomies was 109.7 minutes and dropped to 94.3 minutes for the last 30. The operative time has continued to decrease with further experience. Fifty four percent of the patients who underwent laparoscopic cholecystectomies were discharged from hospital on the first postoperative day and a further 32% on the 2nd day after surgery. The hospital stay was on average four days shorter than after the conventional open cholecystectomies performed in the last months prior to commencing laparoscopic surgery. Eighty three percent of the patients were back to work or previous activity within two weeks of surgery compared to only 11.4% of patients who had undergone open cholecystectomies. Laparoscopic cholecystectomy is felt to be a safe procedure and highly cost-effectiveÁtjánda nóvember 1991 var fyrsta gallblaðran tekin um kviðsjá á Borgarspítalanum. Tæpu ári síðar hafði verið byrjað á 100 gallblöðrutökum með þessari aðferð sem var um 80% allra gallblöðrubrottnáma á sama tíma. Athugað hefur verið hvernig þessum fyrstu 100 sjúklingum reiddi af. Konur voru í meirihluta, það er 77 konur á móti 23 körlum. Meðalaldur sjúklinganna var 48,7 ár en aldursmörk voru 17-86 ár. Sjötíu og fimm sjúklingar voru kallaðir inn af biðlista en 25 fóru í gallblöðrutöku í beinu framhaldi af bráðainnlögn. Hjá 10 sjúklingum af 100 var um bráða gallblöðrubólgu að ræða og varð að breyta yfir í opna aðgerð hjá helmingi þeirra, en alls varð að breyta yfir í opna aðgerð hjá 10 sjúklingum (10%), oftast vegna bólgu og samvaxta umhverfis gailblöðruna. Aðgerðartími hjá þeim sem fóru í gallblöðrutöku um kviðsjá var 50-222 mínútur, meðaltími 102 mínútur, og var 75% aðgerðanna lokið innan tveggja klukkustunda. Aðgerðartími styttist eftir því sem leið á tímabilið. Hjá 15 sjúklingum af 90 var tekin gallvegamynd. Meðallegutími eftir aðgerð var 1,8 dagur en sjúklingar lágu inni í einn til 10 daga. Rúmlega helmingur sjúklinganna (54,4%) útskrifaðist daginn eftir aögerð og þriðjungur (32,5%) til viðbótar þar næsta dag. Fimm sjúklingar urðu fyrir skakkaföllum í tengslum við aðgerð en enginn hlaut varanlegan skaða. Einn sjúklingur fékk blæðingu í aðgerð, sem ekki tókst að stöðva í gegnum kviðsjá og kallaði það á opna aðgerð. Einn sjúklingur fékk sýkingu í gallblöðrubeð sem stungið var á undir ómskyggni. Þrír áttu við lungnavandamál að stríða sem lengdu legutíma um nokkra daga. Enginn þurfti enduraðgerðar við. Upplýsingar liggja fyrir um vinnufærni hjá 59 sjúklingum (65%) af 90 sem gengust undir gallblöðrutöku um kviðsjá. Þeir voru að meðaltali komnir til vinnu eða fyrri færni eftir 12,7 daga. Niðurstaðan er sú að vel hafi tekist til með fyrstu gallblöðrutökurnar um kviðsjá á Borgarspítala. Legutími er margfalt styttri en við opna aðgerð og sjúklingarnir komast miklu fyrr til vinnu eða fyrri færni. Aðgerðartími er lengri í byrjun en samkvæmt reynslu okkar og annarra styttist hann mjög með aukinni reynslu. Heildarsparnaður er mikill

    Perinatal mortality in Iceland 1988-2017

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesInngangur Með burðarmálsdauða er átt við fæðingu andvana barns eða dauða þess á fyrstu 7 dögunum eftir fæðingu. Tíðni burðarmálsdauða á Íslandi hefur verið ein sú allra lægsta í heiminum undanfarin ár. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig tíðni og orsakir burðarmálsdauða hafa breyst á síðastliðnum 30 árum, einkum til að meta hvort hugsanlega sé hægt að lækka tíðnina enn frekar. Efniviður og aðferðir Gerð var afturskyggn rannsókn og var rannsóknartímabilið 1988-2017. Upplýsingar um þau börn sem dóu á burðarmálsskeiði voru fengnar úr Fæðingaskrá og þau flokkuð samkvæmt NBPDC-flokkunarkerfi, sem byggist á að skilgreina þá flokka burðarmálsdauða sem hugsanlega væri hægt að fyrirbyggja. Breyting á burðarmálsdauða var reiknuð út sem árleg prósentubreyting með Poisson-aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður Tíðni burðarmálsdauða lækkaði að meðaltali um 3,3% (p<0,001) á ári á tímabilinu miðað við ≥28+0 vikna meðgöngu. Börnum sem létust vegna meðfæddra galla fækkaði um 4,8% (p=0,001) á ári. Andvana fæðingum vaxtarskertra einbura eftir ≥28+0 vikna meðgöngu fækkaði um 3,1% (p=0,029) á ári. Andvana fæðingum einbura eftir ≥28+0 vikna meðgöngu sem voru ekki vaxtarskertir fækkaði ekki marktækt. Ályktun Tíðni burðarmálsdauða hefur lækkað umtalsvert síðastliðin 30 ár. Dauðsföllum vegna meðfæddra galla fækkaði mikið vegna framfara í fósturgreiningu. Andvana fæðingum vaxtarskertra barna hefur fækkað og hefur árvökul mæðravernd skipt þar miklu máli. Erfiðast hefur reynst að fækka andvana fæddum einburum án áhættuþátta eins og vaxtarskerðingar. Mikilvægt að fræða konur um þýðingu minnkaðra hreyfinga fósturs á meðgöngu, hlusta á þær og rannsaka þegar ástæða þykir til.Introduction Perinatal mortality refers to stillbirth and neonatal death during the first week of life. Recently perinatal mortality rate in Iceland has been among the lowest in the world. The aim of the study was to evaluate how perinatal mortality rate and its causes have changed in Iceland during the last 30 years, particularly to see if it is possible to lower the perinatal mortality rate even more. Cases and methods The study was retrospective and included all infants that were stillborn or died during the first week of life in 1988-2017. Information was obtained from the Icelandic Medical Birth Registry, the annual reports on births in Iceland. A classification focusing on identifying groups of perinatal death that are potentially avoidable was used. An annual percent change was calculated with Poisson regression. Results The perinatal mortality rate declined on average by 3,3% per year in the period based on ≥28+0 weeks gestation. The number of infants that died because of congenital anomalies decreased on average by 4,8% per year. The number of growth restricted stillborn singletons after ≥28+0 weeks of gestation decreased on average by 3,1% per year. The number of non growth restricted stillborn singletons after ≥28+0 weeks of gestation did not decrease significantly. Conclusion Perinatal mortality rate has declined substantially in Iceland during 30 years. Deaths because of congenital anomalies have decreased considerably due to improvement in prenatal diagnosis. Stillbirths associated with growth restriction have decreased but stillbirths that are not associated with growth restriction have not. Thus it is important to emphasize that women seek medical attention when they experience decreased fetal movements

    No correlation between rates of caesarean section and perinatal mortality in Iceland

    No full text
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenINTRODUCTION: Caesarean section rates have increased over the past decades without a concomitant decrease in perinatal mortality. In Iceland the same trend has been seen while at the same time perinatal mortality rate has remained low. Most caesarean sections are done at term. Crude perinatal mortality rates give limited information about whether the increase in section rates leads to a lower perinatal death rate among term non-malformed singleton infants. The relation between caesarean section and perinatal mortality rates in singleton, non-malformed infants of birthweight > or =2500 g in Iceland during 1989-2003 was studied. MATERIALS AND METHODS: Information about gestational length, birthweight, parity, onset of labour and previous caesarean section was collected on all singleton births > or =2500 g from the Icelandic Birth Registration and from maternity case records. The same data were obtained for all perinatal deaths > or =2500 g excluding malformed infants irrespective of mode of delivery. The caesarean section and perinatal mortality rates were calculated and the relation between these evaluated by Pearson s correlation coefficient. RESULTS: The total number of deliveries in the study period was 64514 and the mean perinatal mortality rate 6.4/1000 (range: 3.6-9.2/1000). A significant increase was found in the overall caesarean section rate, from 11.6% to 18.2% (p or =2500 g and 8332 were born by caesarean section. There were 111 perinatal deaths among this cohort giving a mean perinatal mortality rate (PNMR) of 1.8/1000 (range 0.8-4.1/1000). While for singleton non-malformed infants the caesarean section rate increased from 10.4% to 16.7% (p or =2500 g was found in this population with a prior low perinatal mortality, neither among primi- nor multiparous women.Ágrip Inngangur: Tíðni fæðinga með keisaraskurði hefur víða margfaldast undanfarna áratugi án þess að burðarmálsdauði (BMD) hafi lækkað á sama tíma. Á Íslandi hefur keisaraskurðum fjölgað verulega og burðarmálsdauði haldist lágur. Óvíst er um tengsl þar á milli. Flestir keisaraskurðir eru gerðir hjá konum við fulla meðgöngu. Börn sem deyja á burðarmálstíma eru einkum fyrirburar og heildartölur um BMD gefa takmarkaða mynd af því hvort fjölgun keisaraskurða skili sér í færri dauðsföllum barna sem hafa náð eðlilegri fæðingarþyngd. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta hugsanleg tengsl keisaraskurða við burðarmálsdauða hjá einburum sem vógu ≥2500 g við fæðingu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um meðgöngu­lengd, þyngd barns, fjölda barna, upphaf fæðingar og fyrri keisaraskurði kvenna sem fóru í keis­ara­skurð á rannsóknartímanum (1989-2003) voru fengn­ar úr Fæðingaskráningunni og sjúkraskrám. Af þeim voru allar konur með einbura ≥2500 g valdar í rannsóknarhópinn. Sömu upplýsingar voru fengnar um einbura 2≥2500 g án alvarlegra van­skapnaða sem dóu á burðarmálstíma, óháð fæð­ingarmáta. Breytingar á tíðni keisaraskurða og BMD voru metnar með Pearsons fylgnistuðli. Niðurstöður: Alls fæddu 64514 konur 65619 börn árin 1989-2003. Þar af dóu 419 börn á burð­ar­málstíma. BMD breyttist ekki marktækt á rannsóknartíma og var að meðaltali 6,4/1000 (bil: 3,6-9,2/1000). Heildartíðni keisaraskurða hækk­aði marktækt úr 11,6% í 18,2% (p2500 g. Tíðni keis­ara­skurða í rannsóknarhópnum jókst úr 10,4% í 16,7% (p<0,001). Ekki var marktæk fylgni við BMD í þessum hópi, en meðaltalstíðni BMD var 1,8/1000 (bil: 0,8-4,1/1000). Meðal frumbyrja jókst keisaratíðnin úr 12% í 18%, einnig án fylgni við BMD (meðaltal 0,6/1000). Ályktanir: Fjölgun keisaraskurða við fæðingu einbura með fæðingarþyngd ≥2500 g hefur ekki leitt til marktækrar fækkunar dauðsfalla hjá þess­um hópi barna á síðastliðnum 15 árum

    Prescribing physical activity after labour, for women diagnosed with gestational diabetes mellitus

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadTILGANGUR Algengi meðgöngusykursýki fer hratt vaxandi og tæplega 19% kvenna sem fæddu á Landspítala á árinu 2018 höfðu þessa greiningu. Þær konur sem fá meðgöngusykursýki eru í aukinni hættu að fá hana aftur á síðari meðgöngum og einnig í aukinni áhættu á að þróa sykursýki tegund 2 síðar á ævinni. Ofþyngd og hreyfingarleysi eru sterkir áhættuþættir. Hreyfiseðill er meðferðarúrræði sem stendur til boða á öllum heilbrigðisstofnunum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif meðferðar með hreyfiseðli eftir fæðingu hjá konum sem höfðu meðgöngusykursýki, á virkni þeirra, líðan og þætti sem tengjast efnaskiptavillu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Konur sem fæddu börn frá 1. janúar 2016 til 30. júní 2017, voru í mæðravernd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og greindust með meðgöngusykursýki var boðin þátttaka. Þátttakendum var skipt tilviljanakennt í tvo hópa þar sem annar hópurinn fékk meðferð með hreyfiseðli í 5 mánuði en viðmiðunarhópurinn hefðbundna meðferð. Mælingar á blóðgildum, hæð, þyngd, virkni og líðan voru gerðar þremur mánuðum og 8 mánuðum eftir fæðingu. NIÐURSTÖÐUR Áttatíu og fjórar konur tóku þátt, 45 í íhlutunarhópi og 39 í viðmiðunarhópi. Virkni jókst marktækt í íhlutunarhópi en ekki urðu marktækar breytingar á blóðmælingum. Viss áhrif en ekki marktæk mældust á þyngd, líkamsþyngdarstuðli og lífsgæðum. Þær konur sem voru með barn sitt á brjósti voru með marktækt lægra insúlín en þær konur sem ekki voru með barn sitt á brjósti. Sterkari fylgni var á milli þyngdar og insúlíns en á milli fastandi blóðsykurs og insúlíns. ÁLYKTUN Meðferð með hreyfiseðli eftir fæðingu jók marktækt virkni kvenna sem höfðu meðgöngusykursýki. Brjóstagjöf hefur mögulega áhrif til lækkunar insúlíns
    corecore