14 research outputs found

    Guerrilla art and the quest for equality: the contribution of men with intellectual disabilities to equality work.

    Get PDF
    Á undanförnum misserum hafa orðið breytingar í umræðunni um jafnrétti þar sem áhersla er lögð á jafnrétti allra í stað þess að beina sjónum fyrst og fremst að jafnrétti kynjanna. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur fatlað fólk, og þá sérstaklega fólk með þroskahömlun, áfram verið jaðarsett í íslenskri jafnréttis- og hagsmunabaráttu. Þar sem konur með þroskahömlun hafa verið meira áberandi í hagsmunabaráttu fatlaðs fólks er mikilvægt að beina sjónum að því hvernig hægt er að virkja karla með þroskahömlun til vitundar um jafnréttismál og þátttöku í jafnréttisstarfi. Í greininni verður fjallað um aðgerðir tveggja karla með þroskahömlun í þágu jafnréttis sem fóru fram í miðbæ Reykjavíkur sumarið 2016. Aðgerðirnar voru liður í verkefninu Jafnrétti fyrir alla sem styrkt var af Jafnréttissjóði og Rannsóknasjóði HÍ og hafði það að markmiði að skoða viðhorf karla með þroskahömlun til jafnréttismála og leita leiða til að virkja þá til þátttöku í jafnréttisstarfi. Aðgerðirnar voru í anda skærulistar (e. guerrilla art) sem sköpuð er í leyfisleysi þegar enginn sér til og felur í sér ádeilu á ríkjandi menningu og samfélagsskipan. Tilgangurinn er að vekja almenning til vitundar um samfélagsleg málefni. Í greininni er aðgerðunum lýst og hvernig þátttakendur sköpuðu sér rými í miðbænum þar sem þeir höfðu skilgreiningarvaldið og trufluðu gangandi vegfarendur sem stöldruðu við til að skoða veggspjöld, lásu falin skilaboð eða skrifuðu í ferðadagbækur. Aðgerðirnar voru liður í samvinnurannsókn þar sem karlar með þroskahömlun og ófatlaður háskólakennari unnu náið saman og allir aðilar voru virkir þátttakendur í rannsóknarferlinu. Samvinnurannsóknum er ætlað að vera valdeflandi og gefa fólki með þroskahömlun tækifæri til að hafa áhrif á það hvernig fjallað er um líf þess og reynslu. Það takmarkar hins vegar valdið að hafa ekki raunverulegan aðgang að fræðasamfélaginu. Ráðstefnur eru gjarnan haldnar í óaðgengilegu húsnæði, ráðstefnugjöldin eru há og fyrirlesarar nota óþarflega mörg og flókin orð, og hið sama á við um nefndarstörf. Það er því mikilvægt að leita annarra og óhefðbundinna leiða til að gera sig gildandi innan fræðasamfélagsins og jafnréttisbaráttunnar, en skærulistin var einmitt liður í því.People with intellectual disabilities have been marginalized within the disability movement and not had access to ideas on gender equality or equality work (Björnsdóttir and Traustadóttir, 2010). This has led to an overemphasis on traditional gender roles within the special education and support systems where gender/sexuality has been normalized in the lives of people with intellectual disabilities (Björnsdóttir, Stefánsdóttir and Stefánsdóttir, 2017). It has been recognized that disabled women are subject to multiple discrimination and are at greater risk of violence and abuse than non-disabled women or men (Snæfríðar- and Gunnarsdóttir, and Traustadóttir, 2015). Consequently, there has been more focus on the lived experiences of disabled women within the academic fields of disability studies and gender studies than on the lives of disabled men. However, research suggests that men with intellectual disabilities are denied opportunities equal to others to develop their gender and sexual identities and are often considered to be asexual eternal children or sexual predators who need to be managed and controlled (Björnsdóttir, Stefánsdóttir and Stefánsdóttir, 2017). In January 2016, two men with intellectual disabilities were hired by the University of Iceland’s School of Education to work on a research project which aims to explore the access of men with intellectual disabilities to ideas on gender equality and equality work. This article discusses the actions of two men with intellectual disabilities who performed guerrilla art, in downtown Reykjavík, in the summer of 2016, in their quest for equality. Guerrilla art is created anonymously, performed without permission and critiques the dominant culture and social order. The purpose is to raise public awareness about various social issues. The article describes the actions and explains how the men are both contributing to equality work and disability activism. In recent years equality work in Iceland has expanded from a strict focus on gender equality to broader notions of diversity and human rights (Þorvaldsdóttir, 2014). The guerrilla project was initially focused on gender equality but developed into a broader notion of equality where disability, gender, and other categories of oppression intersect. The men are, therefore, not in the role of self-advocates per se, but rather as activists demanding equality for all. The article describes how the men carved out space in Reykjavík’s city centre for their activism where they had the power to define intellectual disabilities in relation to equality. Their presence and their actions in the city centre were disrupting; pedestrians stopped and looked at their posters, read hidden messages in library books, wrote their thoughts in travel journals and shared their experience on social media. The French philosopher Michel De Certeau (1984) distinguishes between place and space. The dominant social groups strategically organize places of order and stability. An example of a place is the University of Iceland, the campus with buildings, offices, classrooms and laboratories, departments and programs managed by the staff, laws and regulations. Strict rules state who have access to university life, academics and activities. Another example of a place is downtown Reykjavik where the guerrilla art was performed. There are buildings, streets, sidewalks and walkways and we are supposed to walk along the sidewalks and cross streets on walkways. De Certeau (1984) called it “tactic” when people would use the place wrongly, for example by walking on the street. The guerrilla art was their tactic and the men used it to carve out space where they had the power to disrupt the existing social order. They are disrupting by asking pedestrians to stop and reflect on their society. Who are welcome? Who have access? What is equality? The disruption transformed the place into a space for equality work. The guerrilla art project is part of an ongoing inclusive research where men labelled as having intellectual disabilities collaborate on research with a non-disabled university teacher. In inclusive research, people with intellectual disabilities are not viewed as passive research subjects and they have opportunities to participate in the research process and often take on valued social roles as co-researchers. Inclusive research is supposed to be empowering for people with intellectual disabilities since they get an opportunity to contribute on the discussion of disability and acquire control over how people with intellectual disabilities are presented in research (Walmsley and Johnson (2003). However, barriers to full inclusion to academia, the place of research, are oppressive. Conferences are often held in inaccessible buildings, conference fees are expensive and speakers commonly use an excessive number of complex words and the same applies to committee meetings. It is, therefore, important to look for other non-traditional ways to make their presence felt within academia, and the guerrilla art event was part of that. By collaborating on this academic article we are also carving space within academia where people with intellectual disabilities are recognized for their contribution to the generation of knowledge about equality and disability. However, we also fear that this article has reduced the empowering experience of creating guerrilla art to something different, a traditional academic construction which is consequently inaccessible to most people with intellectual disabilities. We have been funded by research funds and are obligated to produce our research outcomes and hopefully we are also disrupting academia by sharing this collaborative knowledge production.Peer Reviewe

    RAI-matstækið : útivera eykur vellíðan íbúa á hjúkrunarheimili

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Gæðavísar eru öflug tæki til þess að fylgjast með árangri meðferðar. Hér er lýst notkun þeirra við mat á gagnsemi útivistar fyrir íbúa á Sóltúni

    Hugar tvinnast-inngildandi listheimur : þróun listnáms á háskólastigi fyrir ófatlaða og fatlaða nemendur saman

    No full text
    Fólki með þroskahömlun stendur ekki til boða að stunda listnám á háskólastigi hér á landi. Það liggur því ljóst fyrir að það fær ekki tækifæri til að rækta listræna hæfileika sína til jafns við aðra. Verkefnið sem hér um ræðir er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða þróun og framkvæmd námskeiðsins Hugar tvinnast - inngildandi listheimur. Námskeiðið var unnið í samvinnu við þátttakendur til að skapa inngildandi vettvang fyrir ófatlað og fatlað fólk saman í listnámi á háskólastigi. Hins vegar var námskeiðinu fylgt eftir með rannsókn. Rannsóknin var unnin samkvæmt eigindlegri rannsóknaraðferð og aðferðum listrannsókna. Gagnasöfnun fólst í nótum sem skráðar voru í tímum og eftir hvern tíma, ljósmyndum af ferlinu, greiningu á verkum eftir þátttakendur og rýnihópsviðtali í lok námskeiðs. Til að greina gögnin var notast við aðferðir þemagreiningar. Þátttakendur í rannsókninni voru níu, fimm fatlaðir einstaklingar og fjórir ófatlaðir. Öll áttu þau það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á listum. Leitast var við að skapa rými fyrir raddir þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að vel sé hægt að þróa listnám á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. En til þess að það sé hægt þarf að líta á mannlegan margbreytileika sem styrk en ekki ógn við samfélagið. Viðvera þátttakenda í námskeiðinu og við þróun þess gerði það að verkum að hægt var að mæta þörfum hvers og eins. Eins stuðlaði hún að jákvæðum viðhorfsbreytingum og frelsi í sköpun. Samfélagslegar hindranir standa í vegi fyrir því að fólki með þroskahömlun sé gefið tækifæri til að stunda listnám á háskólastigi til jafns við aðra. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu að vera hvatning til að hefjast handa við að undirbúa farveginn og bjóða fólk með þroskahömlun velkomið í Listaháskóla Íslands.People with intellectual disabilities are not able to pursue art studies at the university level in Iceland. Thus, it is evident that these individuals do not have the opportunity to develop their artistic abilities on an equal footing with others, who are non-disabled. The project in question is twofold. On one hand, there is the development and implementation of the course Minds Intertwined – An Inclusive Art World. The course was developed in collaboration with participants to create an inclusive platform for non-disabled and disabled people in art studies at the university level. On the other hand, the course was followed by research. The study was framed within qulitative research tradition and arts-based research methods. The data collection consisted of notes, recorded during and after each class, photographs of the process, analysis of works by participants and a focus group interview with participants at the end of the course. Thematic analysis methods were used to analyze the data. The participants in the study were nine in total; five disabled people and four non-disabled people. What they all had in common was an immense interest in the arts. An effort was made to create a space for their voices. The results of the study indicate that it is possible to develop art studies at the university level for people with intellectual disabilities. But for that to happen, human diversity must be seen as a strength, not a threat to society. The presence of students during the developement of the course made it possible to meet the needs of each individual. Barriers in society prevent people with intellectual disabilities from being given the opportunity to pursue art studies at the university level on an equal footing. The course contributed to a positive change of views and freedom of creation among participants. The results of this research should be an encouragement to start paving the way and welcoming people with intellectual disabilities to the Iceland Academy of the Arts

    Vöruhönnun og fötlunarlist

    No full text
    Þessi ritgerð fjallar um fötlunarlist og vöruhönnun. Hún byggir á fræðilegri umfjöllun um fötlunarlist, húmor og vöruhönnun og auk þess voru tekin viðtöl við tvær konur sem hafa tekið þátt í fötlunarlist. Önnur þeirra er sjálf fötluð. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á hvort og með hvaða hætti tengja megi saman fötlunarlist og vöruhönnun. Tilgangur fötlunarlistar er að ögra og andæfa ríkjandi viðhorfum og staðalímyndum um fötlun og fatlað fólk. Húmor og kaldhæðni eru oft notuð sem verkfæri til að ögra þessum staðalímyndum um fatlað fólk. Á árunum 1991-1992 brutust út öflug mótmæli meðal fatlaðs fólks í Bretlandi gegn auglýsingaherferð þar sem fatlað fólk var sýnt sem vansæl fórnarlömb skerðinga sinna. Tilgangur mótmælanna var að sýna fram á að fötlun fólksins væri hvorki hindrun né fyrirstaða sem þyrfti að yfirstíga til þess að vera viðurkennd í heimi hins ófatlaða meirihluta. Í framhaldi af þessum mótmælum fór fötlunarlist á þróast í Bretlandi. Þegar talað er um hugtakið fötlunarlist tengir fólk hér á landi það eflaust við listsköpun fatlaðs fólks þar sem skilningur á fötlunarlist er stutt á veg komin. Tilgangur vöruhönnunar er oftast að bæta virkni, virði og útlit áþreyfanlegra hluta en að baki hennar liggur langt rannsóknar- og hugmyndaferli sem skiptir ekki síður máli en lokaniðurstaða hlutar. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til að vel megi tvinna saman fötlunarlist og vöruhönnun en til þess þarf skapandi hugsun og að vera tilbúinn til að stíga út fyrir rammann. Hjólastóll er gott dæmi um slíkt. Í raun getur hann fallið undir vöruhönnun. Aftur á móti er mikil togstreyta um táknræna merkingu hans hjá fötluðu fólki. Í fjölmiðlum á Íslandi hefur hjólastóllinn oft verið dreginn fram sem tákn ósjálfstæðis á meðan fatlað fólk sér hann sem tákn sjálfstæðis og frelsis. Til þess að hanna hjólastól í anda fötlunarlistar þyrfti hann að ögra hugmyndum samfélagsins á einhvern hátt. Sem dæmi mætti hanna slíkan stól fyrir ófatlað fólk og benda í leiðinni á að hjólastóll er í sjálfu sér bara hjálpartæki til þess að komast á milli staða en alls ekki tákn um ósjállfstæði

    Áhrif Sogsvirkjana á náttúru og samfélag við Úlfljótsvatn

    No full text
    Í eldri virkjanaframkvæmdum var náttúran ekki höfð að leiðarljósi á sama hátt og reynt er að gera í dag með mati á umhverfisáhrifum. Því þótti sjálfsagt að breyta ásýnd svæða fyrir þarfir okkar mannanna. Það var gert í kjölfar byggingu Sogsvirkjanna er vatnsyfirborð Úlfljótsvatns var hækkað. Þótti það henta betur fyrir Reykvíkinga sem fengu rafmagn frá svæðinu leitt í gegnum nærsamfélag virkjananna án viðkomu bæjanna í kring. Dæmi er að bær við Þingvallavatn fékk ekki rafmagn fyrr en 43 árum eftir gangsetningu Ljósafossstöðvar. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvaða áhrif koma Sogsvirkjana hafði á nærumhverfi Úlfljótsvatns, með sérstakri áherslu á kortlagningu strandlínubreytinga sem urðu í kjölfar hækkunarinnar á vatnsyfirborðinu. Farið var í gegnum gömul gögn frá svæðinu og virkjanaframkvæmdum, áreiðanleiki þeirra kannaður og athugað hvernig söguleg gögn nýtast við rannsókn sem þessa. Niðurstöður kortlagningarinnar sýndu mun sem talinn var minni í fyrstu, en í ljós komu meiri áhrif á lífríki en gert var ráð fyrir, auk þess hvernig samfélagið varð ekki eins sterkt og vonir voru bundnar við.In past times, nature was not as significant a factor in the planning of power plant construction as it has become today. To alter the landscape in order to accommodate people‘s need for electricity seemed an obvious choice as was made apparent by the construction of Sogsvirkjanir. In constructing the first of three hydroelectric power plants present in Sogið, lake Úlfljótsvatn‘s water level was increased by a meter in order to satiate the growing population‘s electricity needs, sacrificing the surrounding landscape and nature in the process. Despite the surrounding community having a view of the lights and power lines that crossed their land, some of them did not begin receiving electricity from the power plants until 43 years later. The research present in this paper observes the effects of the power plants on the community and nature surrounding lake Úlfljótsvatn, with an emphasis on mapping the change of its shoreline in regard to its increasing water levels. The conclusion shows a change in the shoreline which, earlier on, were considered significantly less. The discussion, however, implies more impact on nature than expected at first and the changes in the local community

    Hvert á að leita? : upplýsingarit fyrir foreldra fatlaðra barna á Vestfjörðum

    No full text
    ÞroskaþjálfabrautMegintilgangur þessa verkefnis er að draga fram lykilþætti í þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra á Vestfjörðum. Skoðaðar eru skilgreiningar á hlutverkum þeirra sem veita þjónustu í ljósi gildandi laga og þeirra hugmyndafræðilegu gilda sem þau grundvallast á. Sérstök áhersla var lögð á að skoða þjónustuna út frá almennum mannréttindum og þróun velferðakerfisins. Fjallað er um sögulega þróun í málefnum fatlaðra á Vestfjörðum í tengslum við þróun hugmyndafræðinnar og breytingar á lögum um málefni fatlaðra. Skoðuð er framtíðarstefna stjórnvalda varðandi málaflokkinn og þjónustu sveitarfélaganna á svæðinu. Í verkefninu er gerð könnun á viðhorfum foreldra fatlaðra barna til þeirrar þjónustu sem í boði er. Tilgangurinn var að fá þeirra sýn á félagslega þjónustu við fötluð börn til þess að niðurstöður mætti nýta til þess að styðja við umbætur. Var megindleg aðferðarfræði notuð við úrvinnslu á gögnum. Niðurstöður könnunarinnar sýndu fram á að foreldrar eru almennt ánægðir með þá þjónustu sem er í boði á svæðinu. Aftur á móti fannst mörgum þeirra upplýsingar um réttindi og þjónustuúrræði ekki aðgengilegar. Verkefninu fylgir upplýsingarit sem ætlað er að vera leiðarljós foreldra barna sem grunur leikur á að séu með þroskafrávik. Ritinu er ætlað að verða þeim til aukinna þæginda og veita upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er á Vestfjörðum og á landsvísu. Lykilorð: Upplýsingarit, foreldrar, Vestfirðir, Fötlun

    Lentiveiruhindrun og varnir veira gegn hindrun: Vif gen mæði-visnuveiru

    No full text
    Mæði-visnuveira (MVV) er lentiveira af flokki retróveira (Retroviridae). Veiran sýkir kindur og veldur lungnabólgu (mæði) og heilabólgu (visnu). Dæmi um aðrar lentiveirur eru eyðniveirurnar í mönnum (HIV-1 og HIV-2) og köttum (FIV), smitandi liða- og heilabólga í geitum (CAEV) og smitandi blóðleysi í hestum (EIAV). Á síðustu árum hefur komið sífellt betur í ljós að stöðugt vopnakapphlaup er á milli lífvera og veira. Lífverur hafa komið sér upp ýmis konar vörnum gegn veirum og veirur hafa svarað með þróun fjölbreyttra aðferða til að komast fram hjá vörnum hýsilfrumna sinna. Lentiveirur hafa próteinið Vif (virion infectivity factor) sem hefur það velþekkta hlutverk að leiða til niðurbrots APOBEC3 (A3) próteina hýsilfrumna, en þau eru cytósín afamínasar sem valda miklum fjölda G-A stökkbreytinga í +DNA veirunnar ef Vif prótein er ekki virkt. HIV-1 Vif binst við Cullin 5 (Cul5) sem er hýsilprótein og kallar að önnur prótein sem tilheyra Cul5 E3 úbíkítín lígasaflóka. Þessi flóki fjölúbíkínierar A3 prótein sem leiðir til þess að þau eru brotin niður í próteasómi frumunnar. MVV bindur Cullin 2 (Cul2) vel en Cul5 verr, auk þess að vera ekki með varðveitt Cul5 set. Við fundum hugsanlegt Cul2 bindiset í MVV Vif og gerðum stökkbreytingar á því bæði í klónaðri veiru og einnig í táknabestuðu vif plasmíði til tjáningar í spendýrafrumum í eins hrings sýkingarkerfi með kinda A3. Niðurstöður leiddu í ljós að veira með stökkbreytinguna vex hægar og verr en villigerð veiru. Þegar niðurbrot á A3 var skoðað kom í ljós að A3 var aðeins brotið niður að hluta til með Vif sem hafði stökkbreytingar í þessu hugsanlega Cul2 seti. Þetta bendir til að ætlaða Cul2 setið sé ekki notað einvörðungu, og ef til vill sé Cul5 notað til að mynda E3 ubikítín lígasaflóka þegar Cul2 binding er eyðilögð. Niðurstöðurnar benda til þess að Vif prótein lentiveira hafi að nokkru leyti þróast óháð til að nota mismunandi leiðir við niðurbrot A3 próteina. Niðurstöður úr rannsóknum á Keldum benda til þess að Vif próteinið í MVV gegni fleiri hlutverkum en að hindra A3. CA-Vif veira er mæði-visnuveira með tvær stökkbreytingar, L120R í hylkispróteini (CA) og P205S í Vif sem valda því að veiran vex illa í fósturliðþelsfrumum (FOS) og átfrumum. Veiran vex hinsvegar ágætlega í kindaæðaflækjufrumum (SCP). Ef veirur með aðra hvora stökkbreytinguna en ekki báðar voru ræktaðar í FOS eða átfrumum kom þessi svipgerð ekki fram. Þetta bendir til þess að einhver tengsl séu á milli hylkis og Vif próteins. Til að kanna hvort þessi hindrun á veirufjölgun í FOS frumum væri í víxlritun, voru gerðar sýkingartilraunir með CA-Vif veirur með uppruna úr annað hvort kindaæðaflækjufrumum eða FOS frumum og sýni tekin á fyrstu klukkustundunum eftir sýkingu. Niðurstöður sýndu að aðalmunur á CA-Vif og villigerð af MVV kom fram eftir 24 tíma sýkingu , þ.e.a.s. eftir að víxlritun er lokið. Þetta bendir til þess að hindrun verði ekki við víxlritastig veirunar, en gæti einnig bent til að í FOS frumum væri hindri sem hefur áhrif á hylkið á einhverju stigi eftir víxlritun, og að Vif verji veiruna fyrir þessum hindra.Maedi-visna virus (MVV) belongs to the lentivirus subgroup of retroviruses (Retroviridae). MVV infects sheep and causes slowly progressive pneumonia (maedi) and encephalomyelitis (visna). Examples of other lentiviruses are the immunodeficiency viruses of humans (HIV-1 and HIV-2) and cats (FIV), caprine arthritis encephalitis virus (CAEV) and equine infectious anemia virus (EIAV). Recently a constant arms race between host organisms and viruses has become apparent. Organisms have evolved a variety of mechanisms to fight viral infections while the viruses have developed means of counteracting those defenses in various ways. Lentiviruses have the protein Vif (virion infectivity factor) whose well known role is to lead to degradation of the host cell APOBEC3 (A3) proteins, but they are cytosine deaminases that deaminate cyrosine in the viral –DNA strand, thus causing G-A hypermutations in the viral +strand DNA if the Vif protein is defective or missing. HIV-1 Vif binds to Cullin 5 (Cul5), a host protein, and recruits other host proteins to form a Cul5 E3 ubiquitin ligase complex. This complex polyubiquitinates A3 proteins, leading to their degradation by the cellular proteasome. MVV Vif binds Cullin 2 (Cul2) more strongly than Cul5, and does not have a conserved Cul5 binding site. We found a putative Cul2 binding site in MVV Vif and mutated it both in a molecularly cloned virus and in a vif plasmid codonoptimized for expression in mammalian cells. The cloned Vif was tested in single-cycle infectivity assays with ovine A3. The results show that a virus with mutations grows slower than a wild type MVV. When A3 degradation was analyzed we saw that A3 is only partially degraded if Vif has the mutation in the putative Cul2 binding site. This indicates that the putative Cul2 site is not used solely, and possibly Cul5 is used to form an E3 ubiquitin ligase complex when Cul2 binding is disrupted. The results indicate that the lentiviral Vif proteins have evolved diverse ways to degrade A3 proteins. Results from research done at Keldur implies that the MVV Vif protein has other roles than counteracting A3. CA-Vif virus has two mutations, L120R in CA and P205S in Vif that cause the virus to replicate poorly in fetal ovine synovial (FOS) cells and macrophages while replication in sheep choroid plexus (SCP) cells is not inhibited. This phenotype is not seen in a virus with either mutation alone. This implies that some connection exists between capsid and the Vif protein of MVV. To test whether the CA-Vif mutant had a block before or after reverse transcription, CA-Vif virus obtained from either SCP or FOS cells was compared to a wild type virus in FOS or SPC cells for the first hours after infection. The results show that the main difference between CA-Vif and the wild type virus was seen after 24 hour infection, i.e. after reverse transcription is completed. This implies that the block is not at the reverse transcription stage, but could also imply that FOS cells have a host restriction factor that affects the capsid at some stage after reverse transcription and that Vif protects the virus from this restriction factor

    Áhrif COVID-19 á störf þroskaþjálfa á heimilum fatlaðs fólks : „Þú stimplar þig ekkert út sem þroskaþjálfi, þú bara ert það“

    No full text
    Óhætt er að segja að heimsfaraldur COVID-19 hafi haft áhrif á líf flestra ef ekki allra. Markmið mitt með þessari ritgerð er að varpa ljósi á þær breytingar sem urðu á starfi þroskaþjálfa á heimilum fatlaðs fólks í kjölfar heimsfaraldursins. Ritgerðin er í tveimur hlutum, í fyrri hlutanum fer ég yfir fræðilegar heimildir og sögulega þróun bæði í málefnum fatlaðs fólks og á störfum þroskaþjálfa og greini frá hlutverkum þroskaþjálfa á heimilum fólks. Í seinni hluta ritgerðinnar segi ég frá COVID-19 og þeim afleiðingum sem heimsfaraldurinn hafði í för með sér og mun ég greina frá viðtölum sem ég tók við tvo þroskaþjálfa sem störfuðu sem forstöðumenn á heimilum fatlaðs fólks í mars árið 2020 þegar heimsfaraldurinn gerði fyrst vart við sig hér á landi. Frá því að þroskaþjálfar byrjuðu að starfa á heimilum fatlaðs fólks hefur aðaláhersla starfsins verið að efla sjálfstæði og samfélagsþátttöku og tryggja mannréttindi. Með tilkomu COVID-19 umturnaðist starfið og þeirra helsta markmið varð að halda fólki sem mest heima. Það er vandmeðfarið að útskýra fyrir fólkinu hvers vegna er verið að stöðva einfaldar athafnir daglegs lífs sem þau eru vön að fá hvatningu og stuðning við, eins og að mæta til vinnu eða fara út í búð. Það þarf að nálgast þessar breytingar á nærgætinn hátt en þrátt fyrir erfiða tíma eru báðir þroskaþjálfarnir sammála um að starfið hafi gengið vonum framar og margt gott hafi komið út úr heimsfaraldrinum. Lítið hefur verið skrifað um áhrif COVID-19 á störf þroskaþjálfa þar sem viðfangsefnið er tiltölulega nýtilkomið. Mikilvægt er að deila þeirri reynslu sem þroskaþjálfar hafa öðlast á þessum fordæmalausu tímum. Þannig er hægt að byggja á henni ef svipaðir tímar eiga sér stað aftur og læra margt af þeim neikvæðu og jákvæðu áhrifum sem heimsfaraldurinn hafði í för með sér og nýta áfram í störfum þroskaþjálfa

    Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt : leikskólinn og geðtengsl

    No full text
    Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyr

    Áhrif ríkmannlegra og fátæklegra eigna á persónumat. Efnislegar staðalmyndir í kjölfar efnahagshrunsins

    No full text
    Athuguð voru áhrif efnislegra eigna við mat á öðrum. Þátttakendur voru 180 talsins á aldrinum 13-65 ára. Þátttakendur voru beðnir um að horfa á myndband af leikara í ríkmannlegum eða fátæklegum aðstæðum og í kjölfarið svara spurningalista um hann. Niðurstöður leiddu í ljós að fátækir voru taldir hafa betra viðmót og vera áreiðanlegri en ríkir, en ríkir voru taldir njóta meiri velgengni. Þetta bendir til að þátttakendur hafi tileinkað sér efnislegar staðalmyndir um ríka og fátæka, sem hafi haft áhrif á hvernig leikarar voru metnir. Leikurum í ríkmannlegu aðstæðunum var alltaf eignuð meiri velgengni óháð því hvort heimilisaðstæður þátttakenda væru líkar eða ólíkar heimilisaðstæðum leikaranna. Þátttakendur töldu leikara hafa betra viðmót ef hann bjó við heimilisaðstæður sem voru líkar þeirra eigin, óháð heimilisaðstæðum leikarans. Heimilisaðstæður þátttakenda höfðu engin áhrif á mat þeirra á áreiðanleika leikara
    corecore