13 research outputs found

    Samanburður tveggja mismunandi þjálfunaraðferða fyrir sjúklinga með langvinna lungnateppu : slembuð samanburðarrannsókn með eins árs eftirfylgd

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenLangvinn lungnateppa (LLT) er ólæknandi sjúkdómur sem orsakast fyrst og fremst af reykingum. Öndunarvegir verða þrengri vegna slímhúðarbólgu og samdráttar berkjuvöðva. Teygjukraftur lungnanna minnkar og lungnavefurinn brotnar niður þannig að lungnablöðrur verða færri og stærri. Þetta minnkar getu lungnanna til súrefnismettunar blóðsins, einkum við áreynslu. Einnig leiðir þetta til óhagstæðrar vinnu öndunarvöðva því lungun tæmast verr við útöndun og brjóstkassinn og öndunarvöðvarnir ná ekki sinni eðlilegu hvíldarstöðu. Höfuðeinkenni LLT er óeðlileg mæði við áreynslu.2 Endurhæfing er einn mikilvægasti þáttur meðferðar við LLT og hefur meiri áhrif á bæði líkamlega getu og heilsutengd lífsgæði sjúklinga en þau lyf sem þeir taka.3,4 Meginþættir endurhæfingarinnar eru fræðsla, næringarráðgjöf og líkamsþjálfun. Líkamsþjálfun er sá þáttur endurhæfingarinnar sem virðist skipta mestu máli.

    Health care staff of regional nursing units: attitudes to administration and professional well-being.

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnRannsóknir sýna að stjórnunarhættir hafa áhrif á starfsánægju og þjónustuna sem veitt er á heilbrigðisstofnunum. Enn fremur hefur verið sýnt fram á að starfsánægja hafi áhrif á heilbrigði starfsfólks og að skipulagsbreytingar og sparnaðaraðgerðir geta haft neikvæð áhrif á starfsánægju og líðan. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna líðan starfsfólks hjúkrunardeilda meðalstórra heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og viðhorf þess til stjórnunar. Könnuð voru tengsl starfsánægju, líðanar starfsfólks og stjórnunarlegra þátta og athugað hvort munur væri á landshlutum og ólíkum starfsstéttum. Rannsóknin var lýsandi spurningakönnun meðal allra (410) hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðstoðarfólks í hjúkrun á 14 hjúkrunardeildum utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. Svarhlutfall var 74%. Spurt var um starfsánægju, líðan, samstarf og viðhorf til stjórnunar og yfirmanna. Líðan í starfi var metin með kulnunarkvarða Maslachs (MBI GS). Gagnaöflun fór fram frá nóvember 2009 til janúar 2010. Yfirgnæfandi meirihluti svarenda var ánægður í vinnunni (90%) og 69% hugðust vera á sama vinnustað næstu ár. Þrír af hverjum fjórum voru ánægðir með næsta yfirmann sinn og vinnuaðstöðu, en einungis 47% með æðstu yfirmenn stofnunar. Langflestir (74%) voru óánægðir með laun sín. Þriðjungur svarenda hafði orðið var við einelti á vinnustaðnum. Kulnun mældist lítil, þ.e. tilfinningaþrot 6,79 (±4,5), hlutgerving 5,71 (±4,7) og starfsárangur 22,77 (±5,2). Marktæk tengsl voru milli líðanar í starfi og viðhorfa til starfs og stjórnunar, einkum varðandi tilfinningaþrot (R 2 = 0,23, p<0,001). Á Suður og Vesturlandi mældist almennt meiri óánægja og vanlíðan í vinnu en á Norður og Austurlandi. Munur á starfsstéttum var lítill en kom þó fram varðandi líðan og afstöðu til stjórnunar í nokkrum atriðum. Niðurstöðurnar sýna að starfsfólk hjúkrunardeilda á landsbyggðinni er almennt ánægt í vinnunni og kulnunar gætir lítið þrátt fyrir mikið vinnuálag, óánægju með laun og sparnaðartengdar breytingar undanfarin ár. Talsverður munur er á landshlutum en minni eftir starfsstéttum. Starfsánægja og líðan tengjast viðhorfum til stjórnunar og huga ber að markvissari stjórnun, ekki síst í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.Management in healthcare organizations can affect job satisfaction and the service provided. The literature also shows a relationship between job satisfaction and well being of healthcare workers and organizational changes and budget cuts can affect these factors in a negative way. The aims of this study were to investigate the attitudes towards management among healthcare workers in long term care wards in rural Iceland, as well as their well being. Possible relationships between job satisfaction, well being at work and management, along with regional and occupational differences, were explored. A cross sectional survey among nurses, licensed practical nurses and assisting nursing personnel (410) was conducted in 14 long term wards outside the capital area and Akureyri. Response rate was 74%. Questions were asked about job satisfaction, well being, and attitudes towards the organization and management. The Maslach’s burnout scale (MBI GS) was used to measure burnout. Data were collected between November 2009 and January 2010. A large majority of participants (90%) was quite satisfied at work and 69% planned to continue working at their current ward. Three out of four were satisfied with their supervisor next in line and working conditions, but only 47% were satisfied with the supreme management. Most participants (74%) were unsatisfied with their wages. One third of the participants had noticed workplace bullying. Burnout was low. Significant relationship between well being at work and attitudes towards management was found, especially regarding emotional exhaustion (R 2= 0.23, p<0.001). Participants working far away from the capital were more content at work than those living nearer to Reykjavík. Occupational differences were scarce. Study findings indicate that healthcare workers in long term care in rural Iceland show high work satisfaction and little signs of burnout, in spite of high work load, low salary and repeated organizational changes. Job satisfaction and well being is related to management. Prominent regional differences show that efficiency management is especially important in rural regions near the capital town area.Rannsóknarsjóður Hrafnistu, Félag íslenskra hjúkrunarfræðing

    Leadership and performance in nursing: staff perception of servant leadership, job satisfaction, job related factors and service quality at Akureyri hospital

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBakgrunnur: Stjórnendur hafa áhrif á vinnuumhverfi, líðan starfsmanna og öryggi í heilbrigðisþjónustunni. Þjónandi forysta byggist á þeirri hugmyndafræði að leiðtogi sé fyrst og fremst þjónn sem virðir forn gildi um mannúð og siðgæði og setur velferð annarra framar eigin völdum og vegsauka. Slíkt samrýmist vel hugmyndafræði hjúkrunar. Nýlegar rannsóknir gefa vísbendingar um góð áhrif þjónandi forystu í fyrirtækjum og stofnunum, einnig innan heilbrigðisþjónustunnar. Markmið: Að kanna hvort stjórnunarhættir með áherslu á þjónandi forystu væru til staðar á hjúkrunarsviðum Sjúkrahússins á Akureyri (SAk), hver afstaða hjúkrunarstarfsfólks væri til starfsánægju, starfstengdra þátta og gæða þjónustu og hvort tengsl væru milli þessara þátta. Aðferð: Rannsóknin var lýsandi þversniðskönnun. Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á SAk haustið 2011. Lagður var fyrir spurningalisti um þjónandi forystu, Servant Leadership Survey (SLS), ásamt almennum spurningum um starfsánægju, starfstengda þætti og gæði þjónustunnar, alls 54 spurningar. SLS mælir heildartölu og átta undirþætti þjónandi forystu. Niðurstöður: Svörun var 57,5% (149 svör). Heildartala SLS var 4,3 (± 0,62) og undirþættirnir mældust á bilinu 3,99 til 4,6 (staðalfrávik 0,78 til 1,04), en hæsta mögulega gildi SLS er 6. Undirþátturinn samfélagsleg ábyrgð mældist hæstur (4,6 ± 0,81). Langflestir þátttakendur voru ánægðir í starfi (96%) og 95,3% töldu veitta þjónustu góða. Starfsánægja hafði sterkustu fylgni við undirþáttinn eflingu (r = 0,48; p<0,01). Fylgni var milli eflingar og allra starfstengdra þátta (r = 0,18-0,44; p<0,05). Nokkur fylgni var á milli þjónandi forystu og öryggis skjólstæðinga. Þrír starfstengdir þættir (hlutdeild í ákvörðunartöku, fær viðurkenningu/hrós og upplýsingaflæði er gott) útskýrðu 54% af heildargildi þjónandi forystu (p<0,001). Ályktanir: Stjórnunarhættir þjónandi forystu eru til staðar á hjúkrunarsviðum SAk að mati þátttakenda. Starfsfólk er almennt ánægt í vinnunni og telur þjónustu við skjólstæðinga góða. Þetta styður niðurstöður fyrri rannsókna um að aðferðir þjónandi forystu tengist sameiginlegri ákvarðanatöku, góðu vinnuumhverfi og upplýsingaflæði en það getur tengst starfsánægju, gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustunni.Background: Leadership is linked to working environment, wellbeing of staff, quality and safety in health care. The servant leader is first and foremost a servant who puts other people's well-being before his own benefit. Such principles align well with the philosophy of nursing care. Recent studies underline the benefits of servant leadership in different organizations and in health care. Aims: To explore if servant leadership is practised at Akureyri Hospital and measure work-satisfaction, nursing staff attitudes towards work-related factors and the quality of care, and to explore whether servant leadership correlated with these factors. Methods: A cross-sectional survey among all nurses and nurse assistants employed at Akureyri Hospital in the autumn of 2011. The questionnaire included the Servant Leadership Survey (SLS), questions about work-satisfaction, work-related factors and quality of care, totally 54 questions. The SLS yields a total score and eight sub-factor scores. Findings: Response rate was 57.5% (n=149). The SLS total score was 4.3 (± 0.62) and sub-factor scores ranged from 3.99 to 4.6 (± 0.78 to 1.04), maximum possible score for SLS is 6. The sub-factor stewardship scored highest (4.6 ± 0.81). Most participants (96%) were satisfied at work and pleased with the quality of care (95.3%). Work-satisfaction correlated strongly with the sub-factor empowerment (r=0.48; p<0.01). All work-related factors correlated also with empowerment (r=0.8 to 0.44; p<0.05). Some correlation emerged between SLS-scores and patients safety. Three work-related factors (participation in decision making, acknowledgement for job well done and efficient flow of information) explained 54% of the total variation in SLS-score (p<0.001). Conclusions: Servant leadership exists at Akureyri Hospital according to staff estimation, the staff is satisfied at work and believe they provide good healthcare. The results support previous findings in that practices of servant leadership is linked to staff support, joint decision-making, good working environment and efficient information-flow, thus enhancing work-satisfaction, quality and safety in health car

    MRI for diagnosis of low back pain: Usability, association with symptoms and influence on treatment

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files.Tilgangur: Að rannsaka notkun segulómunar við greiningu verkja frá lendahrygg, hvort samband sé á milli niðurstaðna segulómunar og klínískra einkenna og hvort niðurstöður segulómunar hafi áhrif á meðferð. Efniviður og aðferðir: Lýsandi, afturskyggn rannsókn þar sem unnið var með upplýsingar úr sjúkraskrám. Þátttökuskilyrði voru að vera 18 ára eða eldri, eiga lögheimili á Akureyri og hafa farið í segulómskoðun á lendahrygg á Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2009. Niðurstöður: Alls fóru 159 manns (82 konur) í segulómrannsókn vegna lendahryggjarvandamála árið 2009. Meðalaldur var 51 ár (18-88 ára). Algengustu greiningar úr segul-ómun tengdust hryggþófanum (brjósklos og/eða brjóskútbungun, n=104), þar af 61 (38%) með brjósklos. Flest brjósklos (77%) voru á liðbili L4-L5 eða L5-S1. Lítil fylgni var milli klínískra einkenna og niðurstaðna segulómunar. Ekki var stuðst við stöðluð form við úrlestur segulómmynda. Algengustu meðferðarúrræði við brjósklosi voru lyfjagjöf (70%), tilvísun til sjúkraþjálfara (67%) og bæklunarlæknis (61%). Níu manns fóru í skurðaðgerð. Af þeim 41 sem vísað var í sjúkraþjálfun fóru 49% fyrst í segulómun og fengu því sjúkraþjálfunartilvísun mun seinna en hinir, eða eftir 14,4 ± 11,7 vikur í stað 4,6 ± 7,6 vikna (p=0,008). Ári eftir segulómun sýndi um helmingur óskorinna brjósklossjúklinga batamerki, 62% þeirra sem fengu sjúkraþjálfun en aðeins 27% hinna (p=0,024). Ályktanir: Notkun segulómunar virðist almenn við greiningu lendahryggjar-vandamála, en lítil fylgni milli einkenna og segulómunar krefst samþætts mats læknis við sjúkdóms-greiningu. Hryggþófavandamál eru algengustu segulómgreiningar í lendahrygg. Batahorfur einstaklinga með brjósklos virðast betri ef þeir fá sjúkraþjálfun, en nokkurrar tilhneigingar gætir til að fresta virkum meðferðarúrræðum þar til eftir segulómun. Background: Non-specific low-back pain is a worldwide problem. More specific diagnosis could improve prognosis. Magnetic resonance imaging (MRI) became available in Akureyri Hospital in 2004 but its utilisation in diagnosing low-back pain has not been investigated. Objective: To study the use of MRI in diagnosing low-back pain, correlation of the MRI outcomes with other clinical findings and its possible effects on treatment. Methods: Retrospective, descriptive analysis of patients' journals. Included were all adult (18 years and older) residents of Akureyri who underwent low-back MRI in Akureyri Hospital in 2009. Results: During 2009, 159 patients (82 women) underwent low-back MRI, mean age 51 years (18-88). The most common pathological findings were connected to the lumbar disk. Disk herniation was diagnosed in 38% of the patients, 77% at the L4-L5 or L5-S1 level. MRI results correlated poorly with symptoms and clinical findings. Treatment options for disk herniation were prescription of medications (70%), referrals to physiotherapy (67%) and orthopaedic surgeons (61%). Nine patients were operated. Among patients referred to physiotherapy, 49% were first examined with MRI and thus waited longer for referral than those referred directly to physiotherapy (p=0.008). One year after the MRI, recovery rate was 51%. Prognosis was better for patients referred to physiotherapy (p=0.024). Conclusions: MRI seems to be used for general diagnosis of low-back pain. Symptoms and MRI results correlate poorly, emphasizing the need for the doctor´s thorough weighing of clinical and MRI findings when diagnosing low-back pain. Recovery rate of patients with lumbar disk herniation improves by physiotherapy. The general use of MRI might delay treatment. 1Reykjavik Physical Therapy, 2Orthopedic Unit, Akureyri Hospital, Iceland, 3Faculty of Medicine, Landspítali University Hospital, 4School of Health Sciences, University of Akureyri, 5Rehabilitation Unit, Akureyri Hospital, Iceland, 6Department of Medical Sciences, Lung- Allergy- and Sleep Research, Uppsala University, Swede

    Interval training compared with continuous training in patients with COPD

    Get PDF
    SummaryThe aim of this study was to compare the effects of interval training (3-min intervals) with continuous training on peak exercise capacity (W peak), physiological response, functional capacity, dyspnoea, mental health and health-related quality of life (HRQoL) in patients with moderate or severe COPD.Sixty patients exercised twice weekly for 16 weeks after randomisation to interval- or continuous training. Target intensity was ⩾80% of baseline W peak in the interval group (I-group) and ⩾65% in the continuous group (C-group). Patients were tested by spirometry, ergometer cycle test, cardiopulmonary test and a 12min walk test. Dyspnoea was measured by the dyspnoea scale from Chronic Obstructive Disease Questionnaire (CRDQ), mental health by Hospital Anxiety and Depression scale (HAD) and HRQoL by the Medical Outcomes Survey Short Form 36 (SF-36).After training, W peak, peak oxygen uptake (VO2 peak) and exhaled carbon dioxide (VCO2 peak) increased significantly in both groups, no significant differences between the groups. Minute ventilation (VE peak) increased only in the C-group. At identical work rates (isotime) VO2, VCO2 and VE were significantly more decreased in the I-group than in the C-group (p<0.05). Functional capacity, dyspnoea, mental health, and HRQoL improved significantly in both groups, no difference between the groups.Interval training and continuous training were equally potent in improving peak exercise capacity, functional exercise capacity, dyspnoea, mental health and HRQoL in patients with moderate or severe COPD. At isotime, the physiological response to training differed between the groups, in favour of the interval training

    Heilsa og lifun íbúa fyrir og eftir setningu strangari skilyrða fyrir flutningi á hjúkrunarheimili 2007

    Get PDF
    INNGANGUR Fjölmargir þættir hafa áhrif á þjónustuþörf og lifun íbúa hjúkrunarheimila, meðal annars inntökuskilyrði fyrir flutningi á hjúkrunarheimili. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort munur væri á heilsufari, lifun og forspárgildi mismunandi heilsufars- og færnivísa fyrir eins og tveggja ára lifun þeirra sem fluttu inn á íslensk hjúkrunarheimili á árunum 2003-2007 annars vegar og 2008-2014 hins vegar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Lýsandi, afturskyggn samanburðarrannsókn. Gögnin fengust úr gagnagrunni á vegum Embættis landlæknis yfir allar interRAI-matsgerðir á íslenskum hjúkrunarheimilum frá 1. janúar 2003 til og með 31. desember 2014 (N=8.487). NIÐURSTÖÐUR Marktækur munur var á heilsu og lifun nýrra íbúa hjúkrunarheimila fyrir og eftir 31. desember 2007. Á seinna tímabilinu var meðalaldur 82,7 ár, en 82,1 ár á hinu fyrra og tíðni Alzheimer-sjúkdóms, blóðþurrðarsjúkdóms í hjarta, hjartabilunar, sykursýki og langvinnrar lungnateppu jókst. Eins árs lifun lækkaði úr 73,4% í 66,5% eftir 1. janúar 2008 og tveggja ára lifun úr 56,9% í 49,1%. Sterkustu áhættuþættirnir fyrir dauðsfalli innan eins og tveggja ára frá komu á báðum tímabilum voru sjúkdómsgreiningarnar hjartabilun og langvinn lungnateppa, auk fleiri stiga á lífskvarðanum og langa ADL-kvarðanum. ÁLYKTUN Í kjölfar reglugerðarbreytingar 2007 voru þeir sem fluttu á hjúkrunarheimili eldri og veikari við komu og lifðu skemur eftir vistaskiptin en þeir sem fluttu inn fyrir breytingu. Niðurstöðurnar benda til að markmið reglugerðarbreytingarinnar, að forgangsraða þeim sem voru veikastir, hafi því náðst. Því má telja líklegt að umönnunarþörf íbúa sé önnur og meiri en áður.Introduction: Many factors influence the nursing needs and survival of nursing home residents, including the admission criteria. The aim of the study was to compare health, survival and predictors for one- and two-year survival of people entering Icelandic nursing homes between 2003–2007 and 2008–2014. Material and methods: Retrospective, descriptive, comparative study. The data was obtained from a Directorate of Health database for all interRAI assessments of Icelandic nursing homes from January 1, 2003, to December 31, 2014 (N = 8487). Results: There was a significant difference in the health and survival of new nursing home residents before and after December 31, 2007. In the latter period, the mean age was 82.7 years. In the previous period, it was 82.1 years, and the prevalence of Alzheimer‘s disease, ischemic heart disease, heart failure, diabetes and COPD increased between the periods. One-year survival decreased from 73.4% to 66.5%, and two-year survival decreased from 56.9% to 49.1%. The strongest mortality risk factors were heart failure and chronic obstructive pulmonary disease, as well as high scores on the CHESS scale and ADL long scale. Conclusion: After 2007, new residents were older, in poorer health, and their life expectancy was shorter than for those moving to nursing homes before that. The results suggest that the aim of the regulatory change was achieved, i.e., to prioritise those in worst health. Their care needs may therefore be different and greater than before.Rannsakendur vilja þakka styrk til rannsóknarinnar frá vísindasjóði Landspítala og vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Peer reviewe

    Samanburður tveggja mismunandi þjálfunaraðferða fyrir sjúklinga með langvinna lungnateppu : slembuð samanburðarrannsókn með eins árs eftirfylgd

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenLangvinn lungnateppa (LLT) er ólæknandi sjúkdómur sem orsakast fyrst og fremst af reykingum. Öndunarvegir verða þrengri vegna slímhúðarbólgu og samdráttar berkjuvöðva. Teygjukraftur lungnanna minnkar og lungnavefurinn brotnar niður þannig að lungnablöðrur verða færri og stærri. Þetta minnkar getu lungnanna til súrefnismettunar blóðsins, einkum við áreynslu. Einnig leiðir þetta til óhagstæðrar vinnu öndunarvöðva því lungun tæmast verr við útöndun og brjóstkassinn og öndunarvöðvarnir ná ekki sinni eðlilegu hvíldarstöðu. Höfuðeinkenni LLT er óeðlileg mæði við áreynslu.2 Endurhæfing er einn mikilvægasti þáttur meðferðar við LLT og hefur meiri áhrif á bæði líkamlega getu og heilsutengd lífsgæði sjúklinga en þau lyf sem þeir taka.3,4 Meginþættir endurhæfingarinnar eru fræðsla, næringarráðgjöf og líkamsþjálfun. Líkamsþjálfun er sá þáttur endurhæfingarinnar sem virðist skipta mestu máli.

    Physical Training and Testing in Patients with Chronic Obstructive Pulmonary Disease (COPD)

    No full text
    The overall aims of the studies were to investigate the effects of different training modalities on exercise capacity and health-related quality of life (HRQoL) in patients with moderate or severe COPD and, further, to explore two of the physical tests used in pulmonary rehabilitation. In study I, the 12-minute walking distance (12MWD) did not increase on retesting in patients with exercise-induced hypoxemia (EIH) whereas 12MWD increased significantly on retesting in the non-EIH patients. In study II, we found that the incremental shuttle walking test was as good a predictor of peak exercise capacity (W peak) as peak oxygen uptake (VO2 peak) is. In study III, we investigated the effects of two different combination training programmes when training twice a week for eight weeks. One programme was mainly based on endurance training (group A) and the other on resistance training and callisthenics (group B). W peak and 12MWD increased in group A but not in group B. HRQoL, anxiety and depression were unchanged in both groups. Ratings of perceived exertion at rest were significantly lower in group A than in group B after training and during 12 months of follow-up. Twelve months post-training, 12MWD was back to baseline in group A, but significantly shorter than at baseline in group B. Thus, a short endurance training intervention delayed decline in 12MWD for at least one year. Patients with moderate and severe COPD responded to training in the same way. In study IV, both interval and continuous endurance training increased W peak, VO2 peak, peak exhaled carbon dioxide (VCO2 peak) and 12MWD. Likewise, HRQoL, dyspnoea during activities of daily life, anxiety and depression improved similarly in both groups. At a fixed, submaximal workload (isotime), the interval training reduced oxygen cost and ventilatory demand significantly more than the continuous training did

    WHODAS 2.0 — Translation into Icelandic and testing of its psychometric properties

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadInngangur Í hugmyndafræði alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (ICF) er áhersla lögð á færni fólks við þær aðstæður sem það býr. WHODAS 2.0 spurningalistinn, WHO Disability Assessment Schedule 2.0, var saminn til að mæla færni og fötlun í takt við ICF, óháð mál- og menningarsvæðum eða þeim heilsufarsvanda sem að baki býr. Markmið rannsóknarinnar voru að þýða WHODAS 2.0 og staðfesta próffræðilega eiginleika íslensku þýðingarinnar. Aðferð WHODAS 2.0 var þýtt úr ensku. Þá var það lagt fyrir og rætt í rýnihópi fólks í endurhæfingu og leiddi það til minniháttar breytinga. Bakþýðing staðfesti samhljóm íslensku útgáfunnar við upprunalegu ensku útgáfuna. Þýðingin var þá lögð fyrir tvo hópa. Fyrri hópurinn (n = 81) var fólk sem var að hefja endurhæfingu en það svaraði WHODAS einu sinni auk þess að svara SF-36v2-spurningalistanum. Í síðari hópnum (n = 67) var fólk í viðhaldsþjálfun sem glímdi við hjarta- eða lungnasjúkdóma. Það svaraði WHODAS 2.0 tvisvar með 2 vikna millibili. Innri áreiðanleiki var prófaður með Cronbachs-alfa, áreiðanleiki endurtekinna mælinga með innanflokksfylgnistuðli og samtímaréttmæti við SF-36v2 var prófað með fylgnistuðli Spearmans. Niðurstöður Innri áreiðanleiki var á bilinu 0,83–0,98 fyrir mælitækið í heild og alla undirkvarða þess. Áreiðanleiki endurtekinna mælinga reyndist 0,77–0,94. Fylgni milli WHODAS 2.0 og SF-36v2 var marktæk fyrir alla undirkvarða sem snúa að skyldum heilsutengdum þáttum (r = –0,25 til –0,7, p < 0,05) eða í 36 af 48 tilfellum. Ályktanir Próffræðilegir eiginleikar íslensku þýðingarinnar á WHODAS 2.0 eru góðir. Íslenska þýðingin er framlag til heilbrigðisþjónustu og rannsókna á Íslandi og auk þess opnast möguleikar á þátttöku Íslands í alþjóðlegum rannsóknum á færni og fötlun. Lykilorð WHODAS 2.0, íslenska, réttmæti, áreiðanleiki, SF-36v2Aim: The International Classification of Function, Disability and Health (ICF) accentuates the functioning of the individual in his ordinary surroundings. The WHODAS 2.0 questionnaire (WHO Disability Assessment Schedule 2.0), was developed to assess health status and disability across different cultures and settings in accordance with the ICF. The aim of this study was to translate WHODAS 2.0 into Icelandic and validate its psychometric properties. Methods: WHODAS 2.0 was translated into Icelandic and then tested and discussed in a focus group with patients in rehabilitation resulting in minor changes. Translation back into English confirmed the accuracy of the Icelandic translation. The Icelandic version was tested in two groups. One group (n = 81) consisted of patients at admittance to rehabilitation, who answered WHODAS 2.0 once and filled in the SF-36 questionnaire. The second group (n = 67) comprised chronic heart- and lung patients receiving maintainance training. They answered WHODAS 2.0 twice with rthe interval of two weeks. Internal reliability and test-retest reliability were tested using Cronbach’s alpha and intra class correlation (ICC) analysis, respectively. Concurrent validity with the SF-36 was tested using the Spearman’s rho correlation. Results: Cronbach’s alpha was 0.83–0.98 for the total score and the subscales of WHODAS 2.0. Similarly, ICC was 0.77–0.94. Significant correlation emerged in 36 of 48 comparisons, i.e. between all relevant subscales of the two instruments (r = –0.25 to –0.7; p < 0.05). Conclusions: The Icelandic translation of WHODAS 2.0 is reliable and valid. It can now be used in assessment of health and disability status of people who speak Icelandic, both in clinical situations and for research purposes. Keywords: WHODAS 2.0, Icelandic translation, validity, reliability, SF-36v2Vísindasjóður Sjúkrahússins á Akureyr

    Health and survival in Icelandic nursing homes 2003 – 2014, before and after the setting of stricter criteria for nursing home admission in December 2007

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadINNGANGUR Fjölmargir þættir hafa áhrif á þjónustuþörf og lifun íbúa hjúkrunarheimila, meðal annars inntökuskilyrði fyrir flutningi á hjúkrunarheimili. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort munur væri á heilsufari, lifun og forspárgildi mismunandi heilsufars- og færnivísa fyrir eins og tveggja ára lifun þeirra sem fluttu inn á íslensk hjúkrunarheimili á árunum 2003-2007 annars vegar og 2008-2014 hins vegar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Lýsandi, afturskyggn samanburðarrannsókn. Gögnin fengust úr gagnagrunni á vegum Embættis landlæknis yfir allar interRAI-matsgerðir á íslenskum hjúkrunarheimilum frá 1. janúar 2003 til og með 31. desember 2014 (N=8487). NIÐURSTÖÐUR Marktækur munur var á heilsu og lifun nýrra íbúa hjúkrunarheimila fyrir og eftir 31. desember 2007. Á seinna tímabilinu var meðalaldur 82,7 ár, en 82,1 ár á hinu fyrra og tíðni Alzheimer-sjúkdóms, blóðþurrðarsjúkdóms í hjarta, hjartabilunar, sykursýki og langvinnrar lungnateppu jókst. Eins árs lifun lækkaði úr 73,4% í 66,5% eftir 1. janúar 2008 og tveggja ára lifun úr 56,9% í 49,1%. Sterkustu áhættuþættirnir fyrir dauðsfalli innan eins og tveggja ára frá komu á báðum tímabilum voru sjúkdómsgreiningarnar hjartabilun og langvinn lungnateppa, auk fleiri stiga á lífskvarðanum og langa ADL-kvarðanum. ÁLYKTUN Í kjölfar reglugerðarbreytingar 2007 voru þeir sem fluttu á hjúkrunarheimili eldri og veikari við komu og lifðu skemur eftir vistaskiptin en þeir sem fluttu inn fyrir breytingu. Niðurstöðurnar benda til að markmið reglugerðarbreytingarinnar, að forgangsraða þeim sem voru veikastir, hafi því náðst. Því má telja líklegt að umönnunarþörf íbúa sé önnur og meiri en áður.Introduction: Many factors influence the nursing needs and survival of nursing home residents, including the admission criteria. The aim of the study was to compare health, survival and predictors for one- and two-year survival of people entering Icelandic nursing homes between 2003–2007 and 2008–2014. Material and methods: Retrospective, descriptive, comparative study. The data was obtained from a Directorate of Health database for all interRAI assessments of Icelandic nursing homes from January 1, 2003, to December 31, 2014 (N = 8487). Results: There was a significant difference in the health and survival of new nursing home residents before and after December 31, 2007. In the latter period, the mean age was 82.7 years. In the previous period, it was 82.1 years, and the prevalence of Alzheimer‘s disease, ischemic heart disease, heart failure, diabetes and COPD increased between the periods. One-year survival decreased from 73.4% to 66.5%, and two-year survival decreased from 56.9% to 49.1%. The strongest mortality risk factors were heart failure and chronic obstructive pulmonary disease, as well as high scores on the CHESS scale and ADL long scale. Conclusion: After 2007, new residents were older, in poorer health, and their life expectancy was shorter than for those moving to nursing homes before that. The results suggest that the aim of the regulatory change was achieved, i.e., to prioritise those in worst health. Their care needs may therefore be different and greater than before.Vísindasjóður Landspítala og Vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
    corecore