35 research outputs found

    Hjúkrun og næring sjúklinga

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textVannæring sjúklinga er staðreynd en fimmti hver sjúklingur, sem leggst inn á sjúkrahús, er illa nærður. Ástæðurnar eru margar og mikilvægt að hjúkrunarfræðingar taki málið alvarlega því næring kemur hjúkrunarfræðingum við

    Klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjagjöf við tannlækningar til varnar gegn hjartaþelsbólgu

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÁ Landspítala-háskólasjúkrahúsi hafa verið við lýði í áratugi, vinnureglur um gjöf sýklalyfja til varnar gegn hjartaþelsbólgu. Jafnframt hafa tannlæknar unnið eftir svipuðum vinnureglum m.t.t. varnar gegn hjartaþelsbólgu1. Árið 2002 voru gefnar út ráðleggingar á LSH sem byggðu á leiðbeiningum bandarísku hjartasamtakanna (American Heart Association)2 með upplýsingum um lyfjaval og við hvaða aðstæður beita ætti sýklalyfjaforvörn. Var þem dreift til lækna, tannlækna og sjúklinga sem voru með aukna hættu á að fá hjartaþelsbólgu. Svipaðar vinnureglur hafa einnig verið gefnar út af European Cardiac Society og British Cardiac Society3. Þessi samtök hafa reglulega endurskoðað ráðleggingarnar og nýlega hefur vinnuhópur á vegum British Society for Antimicrobial Chemotherapy lokið slíkri endurskoðun og hefur verið byggt á þeim við endurgerð íslensku leiðbeininganna4. Vinnuhópurinn lagði mat á allar birtar rannsóknir (hjá mönnum og í dýralíkönum) sem tengdu ýmsar gerðir inngripa við hættu á hjartaþelsbólgu hjá einstaklingum í aukinni áhættu. Hafa ber í huga að þrátt fyrir „viðeigandi“ sýklalyfjaforvörn geta einstaklingar samt sem áður fengið hjartaþelsbólgu. Forvörn byggir ekki einungis á gjöf varnandi sýklalyfja. Lögð er áhersla á að menn haldi vöku sinni varðandi hættu á hjartaþelsbólgu hjá öllum sem njóta þjónustu heilbrigðiskerfisins. Má þar nefna viðeigandi meðferð sýkinga sem leitt geta til bakteríublóðsmits (bacteremia), tafarlaust brottnám sýktra æðaleggja og markvissa meðferð við aðstæður sem geta leitt til langvinnra eða endurtekinna sýkinga

    Severe adverse effects of quinine: Report of seven cases

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Quinine is a drug which is mainly used for prevention of nocturnal leg cramps. Serious side effects of this drug have been described in recent years, including cytopenias and the hemolytic-uremic syndrome. We report seven cases of severe adverse effects of quinine. Material and methods: Seven patients who were hospitalized with adverse effects of quinine during the period 1978-2000 are described. Medical records were reviewed with respect to clinical and laboratory features. Serum samples from three patients were tested for quinine-dependent antibodies against platelets and/or granulocytes by flow cytometry. Results: All patients were females aged 52 to 79 years, who were taking quinine for nocturnal leg cramps. Five of the patients experienced recurrent episodes of fever, chills, nausea and vomiting, and three had abdominal pain as well. Two of these patients had pancytopenia, one of whom had evidence for disseminated intravascular coagulation. One had leukopenia and thrombocytopenia. Two patients developed hemolytic-uremic syndrome associated with disseminated intravascular coagulation. One of them suffered irreversible renal failure requiring maintenance hemodialysis. One year later she underwent successful kidney transplantation. All patients had taken quinine several hours prior to the onset of symptoms. In two cases the clinical findings were reproduced by the administration of quinine. Quinine-dependent IgG antibodies against platelets were detected in two patients and against granulocytes in one patient. Conclusions: These cases illustrate the severe adverse effects that can be caused by quinine. Five patients had solid evidence for side effects of quinine being the cause of their illness and strong suggestions of association with the drug were present in two patients. In view of potentially life-threatening side effects, it appears prudent to prohibit the availability of quinine over the counter. Furthermore, it is important that physicians thoroughly consider the indication for each prescription of quinine and remain vigilant toward its side effects.Inngangur: Kínín er lyf sem nú er einkum notað til að fyrirbyggja vöðvakrampa í ganglimum að næturlagi. Á síðustu árum hefur verið lýst svæsnum aukaverkunum af völdum lyfsins, svo sem blóðkornafæð og blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni. Við greinum frá sjö tilfellum alvarlegra aukaverkana kíníns. Efniviður og aðferðir: Lýst er sjö sjúklingum sem voru lagðir inn á sjúkrahús vegna aukaverkana kíníns á árunum 1978-2000. Aflað var upplýsinga úr sjúkraskrám um klínísk einkenni og niðurstöður rannsókna. Hjá þremur sjúklingum var gerð leit að kínínháðum mótefnum gegn blóðflögum og/eða kleyfkyrningum í sermi með flæðisfrumugreiningu. Niðurstöður: Allir sjúklingarnir voru konur á aldrinum 52-79 ára sem tóku kínín vegna vöðvakrampa í ganglimum. Fimm kvennanna fengu endurtekin skammvinn köst að næturlagi með hita, hrolli, ógleði og uppköstum og voru þrjár einnig með kviðverki. Tvær höfðu enn fremur blóðkornafæð og hafði önnur þeirra merki um blóðstorkusótt. Þá var ein kvennanna með fækkun á blóðflögum og hvítum blóðkornum. Tvær kvennanna fengu blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni ásamt blóðstorkusótt. Svæsin nýrnabilun annarrar konunnar var óafturkræf og fékk hún blóðskilunarmeðferð um tíma en gekkst síðar undir nýrnaígræðslu með góðum árangri. Allir sjúklingarnir reyndust hafa tekið kínín fáeinum klukkustundum fyrir upphaf einkenna. Hjá tveimur sjúklingum voru klínísk einkenni framkölluð með gjöf kíníns. Þá fundust kínínháð IgG mótefni gegn blóðflögum hjá tveimur sjúklingum og gegn kleyfkyrningum hjá einum. Ályktanir: Þau tilfelli sem hér er lýst endurspegla vel þær alvarlegu aukaverkanir sem kínín getur valdið. Hjá fimm sjúklingum var sýnt fram á aukaverkun kíníns með traustum rökum og hjá tveimur voru sterkar vísbendingar um tengsl við lyfið. Með hliðsjón af lífshættulegum aukaverkunum lyfsins verður það að teljast skynsamleg ráðstöfun að heimila ekki sölu þess án ávísunar læknis. Mikilvægt er að læknar ígrundi vel hverja ábendingu fyrir ávísun kíníns og séu á varðbergi gegn hættulegum aukaverkunum þess

    Gásir in Eyjafjörđur: International Exchange and Local Economy in Medieval Iceland

    Get PDF
    The site of Gásir in Eyjafjörður in northeast Iceland was excavated from 2001–2006, revealing details of one of the larger seasonal trading centers of medieval Iceland. Interdisciplinary investigations of the site have shed light upon the organization of the site and provided confirmation of documentary accounts of both prestige items (gyrfalcons, walrus ivory) and bulk goods (sulphur) concentrated for export. Gásir was a major point of cultural contact as well as economic exchange between Icelanders and the world of medieval Europe, and the zooarchaeological analyses indicated a mix of foodways and the presence of exotic animals and a well-developed provisioning system, which supplied high-quality meat and fresh fish to the traders. The excavations demonstrated an unexpected regional-level economic impact of the seasonally occupied site on the surrounding rural countryside, and contribute to ongoing investigations of the extent and impact of overseas trade in medieval Iceland

    Smitsjúkdómar og sýkingavandamál : hvað er á döfinni? : hvers er að vænta? [ritstjórnargrein]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAllmörg læknatímarit hafa ákveðið aö helga nokkur eintök á árinu 1996 sama viðfangsefni. Það er við hæfi að sýkingar og sýkingavandamál hafi orðið fyrir valinu til að hleypa þessu samstarfi af stokkunum því að á síðustu árum hefur öllum orðið ljóst að á þessu sviði eru mörg óleyst verkefni bæði gömul og ný. Lyfjaónæmi sýkla er líklega það vandamál sem vekur mestan ugg meðal lækna. Hérlendis hefur mest verið fjallað um penicillin ónæma pneumókokka. Rannsóknir Karls G. Kristinssonar og félaga hafa vakið heimsathygli. Ekki sér fyrir endanlega lausn á þeim vanda en líklegt er þó að lykilinn sé að finna í skynsamlegri notkun sýklalyfja. Það verður eitt af höfuðviðfangsefnum smitsjúkdómalækna og annarra sem málið varða að stuðla að beinskeyttari notkun sýklalyfja bæði innan jafnt sem utan sjúkrahúsa

    Smitsjúkdómar og sýkingavandamál : hvað er á döfinni? : hvers er að vænta? [ritstjórnargrein]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAllmörg læknatímarit hafa ákveðið aö helga nokkur eintök á árinu 1996 sama viðfangsefni. Það er við hæfi að sýkingar og sýkingavandamál hafi orðið fyrir valinu til að hleypa þessu samstarfi af stokkunum því að á síðustu árum hefur öllum orðið ljóst að á þessu sviði eru mörg óleyst verkefni bæði gömul og ný. Lyfjaónæmi sýkla er líklega það vandamál sem vekur mestan ugg meðal lækna. Hérlendis hefur mest verið fjallað um penicillin ónæma pneumókokka. Rannsóknir Karls G. Kristinssonar og félaga hafa vakið heimsathygli. Ekki sér fyrir endanlega lausn á þeim vanda en líklegt er þó að lykilinn sé að finna í skynsamlegri notkun sýklalyfja. Það verður eitt af höfuðviðfangsefnum smitsjúkdómalækna og annarra sem málið varða að stuðla að beinskeyttari notkun sýklalyfja bæði innan jafnt sem utan sjúkrahúsa

    Útrýming algengustu kynsjúkdómanna : órar eða raunhæfur möguleiki? [ritstjórnargrein]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenFundurinn var haldinn í lok áttunda áratugarins og var dæmigerður fyrir norrænt samstarf. Fulltrúar Norðurlandanna stóðu upp hver af öðrum og skýrðu hvers vegna tíðni lekanda hafði minnkað verulega seinustu tvö til þrjú árin, eða allt aö 40 til 50%. Daninn taldi árangurinn tvímælalaust vera því að þakka að leit að rekkjunautum hafi verið efld, Finninn tók í sama streng og minntist einnig á eflingu kynsjúkdómadeilda í stærstu borgum Finnlands. Norðmaðurinn benti hróðugur á að við þjóðvegina í kringum Osló hefðu verið sett upp vegaskilti (í landi þar sem slíkt er annars harðbannað, samanber málverkið af Gro Harlem á fjósveggnum), þar sem lesa mátti uggvænlegar staðreyndir eins og „19 Norðmenn fá lekanda í kvöld". Á öðrum skiltum var áróður fyrir smokkanotkun. Svíar voru djarfari enda var þetta á þeim tíma sem alheiminum var talin trú um ótrúlegt frjálslyndi þeirra í ástamálum sem líklega var mýta ættuð frá meistara Bergmann. Þeir sýndu auglýsingar sem höfðu verið sýndar í sjónvarpi og í kvikmyndahúsum. Ein var um þau skötuhjú, Rómeó og Júlíu, þar sem Júlía hvíslar í eyra riddarans að hér verði ekki gert do-do nema verja sé með í för og Rómeó sést síðan klifra niður af svölunum sneyptur á svip. Landinn hafði stórbætt greiningaraðferðir og hafið skimun hjá ófrískum konum

    Útrýming algengustu kynsjúkdómanna : órar eða raunhæfur möguleiki? [ritstjórnargrein]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenFundurinn var haldinn í lok áttunda áratugarins og var dæmigerður fyrir norrænt samstarf. Fulltrúar Norðurlandanna stóðu upp hver af öðrum og skýrðu hvers vegna tíðni lekanda hafði minnkað verulega seinustu tvö til þrjú árin, eða allt aö 40 til 50%. Daninn taldi árangurinn tvímælalaust vera því að þakka að leit að rekkjunautum hafi verið efld, Finninn tók í sama streng og minntist einnig á eflingu kynsjúkdómadeilda í stærstu borgum Finnlands. Norðmaðurinn benti hróðugur á að við þjóðvegina í kringum Osló hefðu verið sett upp vegaskilti (í landi þar sem slíkt er annars harðbannað, samanber málverkið af Gro Harlem á fjósveggnum), þar sem lesa mátti uggvænlegar staðreyndir eins og „19 Norðmenn fá lekanda í kvöld". Á öðrum skiltum var áróður fyrir smokkanotkun. Svíar voru djarfari enda var þetta á þeim tíma sem alheiminum var talin trú um ótrúlegt frjálslyndi þeirra í ástamálum sem líklega var mýta ættuð frá meistara Bergmann. Þeir sýndu auglýsingar sem höfðu verið sýndar í sjónvarpi og í kvikmyndahúsum. Ein var um þau skötuhjú, Rómeó og Júlíu, þar sem Júlía hvíslar í eyra riddarans að hér verði ekki gert do-do nema verja sé með í för og Rómeó sést síðan klifra niður af svölunum sneyptur á svip. Landinn hafði stórbætt greiningaraðferðir og hafið skimun hjá ófrískum konum

    Hjúkrun og næring sjúklinga

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textVannæring sjúklinga er staðreynd en fimmti hver sjúklingur, sem leggst inn á sjúkrahús, er illa nærður. Ástæðurnar eru margar og mikilvægt að hjúkrunarfræðingar taki málið alvarlega því næring kemur hjúkrunarfræðingum við

    Hjúkrun og næring. Könnun á FSA – viðhorf og þekking hjúkrunarfræðinga og skimun fyrir vannæringu

    No full text
    Næring er ein af grunnþörfum líkamans. Algengt er að tíðni vannæringar á almennum legudeildum sjúkrahúsa sé í kringum 20% og jafnvel hærri meðal einstakra sjúklingahópa. Rannsóknir hafa sýnt að vannæring leiðir til aukinnar áhættu á fylgikvillum, lengir legutíma, skerðir lífsgæði og getur leitt til aukins sjúkrahúskostnaðar. Þekking á næringartengdum viðfangsefnum og jákvæð viðhorf í þeirra garð eru mikilvæg undirstaða árangursríkrar meðferðar sjúklinga á sjúkrahúsum. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki varðandi næringu sjúkra vegna nálægðar við sjúklinga á sjúkradeildum. Markmið verkefnisins var að kanna viðhorf og þekkingu hjúkrunarfræðinga á næringartengdum þáttum og að meta næringarástand sjúklinga við innlögn á skurð- og lyflækningardeildir á Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA). Notuð var tvíþætt lýsandi þversniðskönnun: (1) Þýddur og staðfærður spurningalisti sem kannar þekkingu og viðhorf til næringar sem hjúkrunarmeðferðar var lagður fyrir hjúkrunarfræðinga á legudeildum (N=90) á FSA. (2) Á fjórum legudeildum FSA voru sjúklingar (n=102) skimaðir fyrir áhættu á vannæringu með gildu (íslensku) skimunartæki. Svörun í fyrri hluta rannsóknarinnar var 63,3%. Viðhorf til næringar sem hjúkrunarmeðferðar var jákvætt hjá 46% þátttakenda. Tæplega 60% töldu aðgengi að næringarfræðingum of lítið þegar þörf er á. Rannsóknin gefur vísbendingar um að þekking hjúkrunarfræðinga á næringartengdum þáttum takmörkuð og að jafnaði voru 62% þátttakenda óörugg í svörum sínum við almennum þekkingarspurningum. Skimun sjúklinga við innlögn benti til þess að 21% sjúklinga væru vannærð. Líkamsþyngdarstuðull yfir 25 kg/m2 sást meðal 58% sjúklinga við innlögn. Rannsóknin sýndi að tíðni vannærðra sjúklinga á FSA var svipuð og hjá sambærilegum sjúklingahópi sem rannsakaður var á Landspítala. Niðurstöðurnar gefa til kynna að hjúkrunarfræðingar þurfi að verða jákvæðari til næringar sjúkra, hafa meira aðgengi að næringarfræðingum og verða öruggari um eigin þekkingu á næringu sjúkra. Efla þarf jákvæð viðhorf og gera hjúkrunarfræðinga öruggari í þverfaglegu samstarfi um næringartengda þætti en ætla má að það muni leiða til betri næringar sjúklinga á sjúkrahúsum
    corecore