16 research outputs found

    Connection between chronic pain and adjustment

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe aim of this study was to investigate the relationship between 1) coping strategies and adjustment to chronic pain; 2) pain intensity and adjustment; 3) coping strategies and perceived control over pain. A cross-sectional research design was employed and data was collected by a postal questionnaire. Adjustment was assessed by using the Short form-20 health survey (SF-20), measuring perceived general health, and physical and psychosocial health. Coping was assessed with the Pain Coping Stategies Questionnaire (CSQ). Eligable participants were all those who were on a waiting list (N = 72) to be admitted to a rehabilitation centre. Fourty five valid responses were returned (62.5%). Reinterpreting pain sensation and catastrophizing were the two coping strategies showing the strongest relationship with adjustment factors. Statistically significant relationship was identified between pain intensity and physical health (r=-0.387; p≤0.05); perceived general health (r=-0.444; p≤0.01) and perceived control over pain (r=-0.304; p≤0.05). These results indicate two coping strategies having strongest relation with adjustment factors. Intensity of pain tested statistically significantly related to perceived control over pain and adjustment factors, even though pain intensity is not statistically significantly related to coping strategies.Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða: 1) tengsl á milli mismunandi viðbragða við langvinnum verkjum og aðlögunar að verkjunum; 2) hvort tengsl væru á milli styrks verkja og aðlögunar; 3) viðbragða við verkjunum og tilfinninga fyrir að hafa stjórn á þeim. Notað var þverskurðarsnið og gögnum safnað með spurningalistum sem þátttakendum voru sendir í pósti. Aðlögun var metin með því að nota Short form-20 spurningalistann (SF-20) sem mælir mat sjúklinga á eigin heilsu, og líkamlega og sálfélagslega heilsu. Viðbrögð við verkjum voru skoðuð með því að nota Pain Coping Strategies Questionnaire (CSQ). Þátttakendur voru einstaklingar á biðlista eftir endurhæfingu vegna langvarandi verkja (N = 72). Svör bárust frá 45 einstaklingum (62,5%). Endurtúlkun sársaukatilfinningar (reinterpreting pain sensation) og hörmungahyggja (catastrophizing) voru þau viðbrögð sem sýndu sterkust tengsl á milli aðlögunarþátta. Marktæk tengsl voru milli styrks verkja að jafnaði og líkamlegrar heilsu (r=-0,387; p≤0,05); mats á almennri heilsu (r=-0,444; p≤0,01) og hversu mikla stjórn þátttakendur töldu sig hafa á verkjunum (r=-0,304; p≤0,05). Niðurstöður benda til að það séu einkum tvenns konar viðbrögð við langvinnum verkjum sem hafi sterkust tengsl við aðlögun að þeim. Styrkur verkja hefur að jafnaði tölfræðilega marktæk tengsl við það hversu mikla stjórn einstaklingar telja sig hafa á verkjunum og hversu mikið þeir telja sig geta dregið úr þeim. Ekki er þó um að ræða tölfræðilega marktæk tengsl milli styrks verkja og viðbragða við verkjum

    The lifeline. The experience of patients with serious psoriasis of receiving infliximab medication

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textThe prevalence of chronic diseases is increasing with consequent increased demands on the healthcare system for efficient treatments. One of these diseases is psoriasis for which, in Iceland, seriously ill patients have been treated with bio­ pharmaceuticals for the past decade. The goal of this study was to describe the experience of patients with serious psoriasis currently receiving infliximab (Remicade®). The research question was: What is the experience of patients with serious psoriasis undergoing treatment with Remicade®? The research method was hermeneutic phenomenology. A purposeful sample was selected with four women and three men aged 27­45 years who were receiving regular treatment. Data were collected by interviewing each participant twice. The data were analysed according to van Manen’s method into the following fundamental lifeworld themes: Lived space: “Safety in isolation” and “Freedom that came with the treatment”. Lived time: “For a long time it was just the disease”, “Race against time” and “Worrying about the future”. Lived relation: “Shame and hiding”, “Troubles with making a connection” and “Communicating in the labyrinth”. Lived body: “The disease took all control” and “Incredible stress”. The essential theme was: “The treatment as a lifeline”. The severity of the disease over a number of years prior to infliximab treatment resulted in shame, incapacity and feelings of defeat and despair. Upon treatment however, participants reported drastic improvements in their quality of life but pinpointed that their initial concern over the long term effectiveness of infliximab was real. It is concluded that the participants would benefit from a continuous, family­oriented and comprehensive interdisciplinary healthcare service in order to increase the security and quality of life of these individuals.Langvinnum sjúkdómum fer fjölgandi hér á landi sem gera auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins um árangursrík og skilvirk meðferðarúrræði. Einn þessara sjúkdóma er húðsjúkdómurinn psoriasis en hér á landi hafa sjúklingar með alvarleg einkenni hans verið meðhöndlaðir með lífefnalyfjum í áratug. Tilgangur rannsóknarinnar er að lýsa reynslu fólks með alvarlegan psoriasis sjúkdóm af því að fá infliximab (Remicade®) meðferð. Rannsóknarspurningin var: Hver er reynsla fólks með alvarlegan psoriasis sem er í Remicade®­meðferð? Rannsóknaraðferðin var túlkandi fyrirbærafræði. Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki, fjórar konur og þrír karlar á aldrinum 27­45 ára sem voru í reglulegri lyfjameðferð. Gagnasöfnun fór fram í desember 2009 og janúar 2010 með tveimur viðtölum við hvern þátttakanda. Gögnin voru greind samkvæmt aðferð van Manen um reynsluheiminn. Eftirfarandi þemu voru greind: Rými í reynd fól í sér „Öryggið í einangruninni“ og „Frelsið kom með meðferðinni“. Tími í reynd vísar til: „Lengi vel var það bara sjúkdómurinn“, „Kapphlaup við tímann“ og „Áhyggjur af framtíð“. Tengsl í reynd fól í sér: „Skömm og feluleikur“, „Erfiðleikar við tengslamyndun“ og „Samskiptin í völundarhúsinu“. Líkami í reynd endurspeglaðist í: „Sjúkdómurinn tók alla stjórn“ og „ólýsanlegt álag“. Heildarþemað var „Meðferðin sem líflína“. Niðurstöðurnar lýsa upplifun þátttakenda með alvarlegan sjúkdóm til margra ára og einkennast af skömm, uppgjöf, hjálparleysi og vonleysi. Algjör viðsnúningur varð hjá þátttakendum þegar meðhöndlun hófst með lyfinu en aðlögun að hinu nýja lífi gat tekið nokkurn tíma. Langvarandi áhyggjur þátttakenda um að draga myndi úr virkni lyfsins urðu að veruleika hjá sumum. Álykta má að þróa þurfi samfellda, fjölskyldumiðaða og heildræna hjúkrunarþjónustu í þverfaglegri samvinnu, í þeim tilgangi að auka öryggi og bæta lífsgæði þessara einstaklinga

    Lyfjamistök og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked File

    Capacity to use inhaler devices in individuals with chronic obstructive pulmanary diseas and asthma: technical and breathing capability

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangur: Innöndunarlyf, gefin með innöndunartækjum, eru kjörmeðferð við langvinnri lungnateppu (LLT) og astma. Ófullnægjandi notkun innöndunartækja, sem innihalda þessi lyf, er hins vegar algengt vandamál. Tilgangur rannsóknarinnar er að lýsa færni einstaklinga með langvinna lungnateppu og astma við notkun innöndunartækja, einkum sjúklinga með langvinna lungnateppu. Aðferð: Í þessari þverskurðarrannsókn var skjólstæðingum með langvinna lungnateppu og astma á 8 heilsugæslu-stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og 6 stofum lungnalækna í Læknasetrinu boðin þátttaka. Nýtt mælitæki, Notkun innöndunartækja, var notað í rannsókninni. Mælitækið var útbúið og forprófað af höfundum, fjögurra gilda Likert-kvarði mælir tæknilega færni (5 atriði) og öndun (5 atriði), annars vegar fyrir dufttæki og hins vegar fyrir innúðatæki. Niðurstöður: Þátttakendur (N=125) voru 59 karlmenn og 66 konur. Meðalaldur var 59,5 ár. Alls 100 einstaklingar voru með LLT og 25 með astma. Meirihluti þátttakenda (n=91) notaði innöndunarlyf reglulega, 12 notuðu eftir þörfum og 21 notaði ekki innöndunarlyf. Tvenns konar innöndunartæki voru prófuð, 97 notuðu dufttæki og 31 notaði innúðatæki. Tæknileg færni var fullnægjandi hjá 63% til 100% þátttakenda. Mest var tæknilega færnin í að hrista innúðatæki. Lökust var færnin í að halda innúðatæki eða dufttæki uppréttu við notkun. Öndun var fullnægjandi við notkun hjá 39% til 100% þátttakenda. Allir þátttakendur sátu í æskilegri stöðu við notkun beggja tækjanna. Meira en helmingur þátttakenda tæmdi lungun ekki nægilega vel áður en þeir önduðu lyfi að sér og um helmingur hélt ekki niðri í sér andanum á fullnægjandi hátt eftir lyfjagjöf. Ekki reyndust tengsl á milli bakgrunnsbreyta og tæknilegrar færni og öndunar nema á milli alvarleika sjúkdóms og getu til að anda lyfi djúpt og rólega að sér úr innúðatæki. Ályktanir: Tæknilega færni við notkun innöndunartækja má bæta umtalsvert. Erfiðara er að álykta um möguleika til að bæta öndun þó vísbendingar séu þar um. Rannsóknir og kennslu í notkun innöndunartækja þarf að efla.Purpose: Inhaler medications is the optimal medical treatment in managing chronic obstructive pulmonary disease (COPD) and asthma. Correct usage of inhaler devices is paramount. However mishandling is common. The aim of the study is to evaluate the capacity of using inhalers among patients with COPD and asthma, focusing on patients with COPD. Method: In this cross-sectional study clients from 8 primary health care centres in the Reykjavik capital area and 6 offices of private lung physicians at Læknasetrið were invited to participate in the study. A new four point Likert scale instrument was developed and pre-tested by the authors. The instrument measures technical (5 items) and breathing capability (5 items), for both dry powder inhaler (DPI) and pressurized metered-dose inhaler (pMDI). Results: Participants were 59 males and 66 females (N=125) with mean age of 59.5 years. The majority (n=100) was diagnosed with COPD and one fifth with asthma (n=25). Most participants (n=91) used inhaler on a daily basis, 12 used inhaler when needed, 21 did not use inhaler. Of the participants 97 used DPI and 31 used pMDI. Full technical capacity was between 63% to 100% on pMDI and DPI. The best aspect of the technical capacity was shaking pMDI. The least technical capacity on both pMDI and DPI was to hold the device upright. Full breathing capability was between 39% and 100%. All of the patients were in optimal position while using pMDI and DPI. More than half did not exhale sufficiently before inhaling and about half of the patients did not hold their breath as prescribed after inhaling. No correlation was between demographic variables and technical and breathing capacity except for the severity of the disease and the capacity to inhale deeply and slowly from pMDI. Conclusions:Technical capacity to use inhaler devices was deficient but might be improved. Deficient breathing capacity was also demonstrated, but improvement might be more difficult to achieve. Further research, along with better patient instructions, are needed

    Partnership-based nursing practice framework for patients with advanced chronic obstructive pulmonary disease and their families—A discursive paper

    Get PDF
    Publisher Copyright: © 2023 The Authors. Journal of Advanced Nursing published by John Wiley & Sons Ltd.Aim: The increase in the number of people with chronic obstructive pulmonary disease (COPD) and the disease burden, has prompted concerted efforts to improve healthcare, particularly outpatient services. In line with these attempts the Partnership-Based Nursing Practice Theoretical Framework for People with COPD was developed to guide outpatient nursing care. The principal approach of the framework is a ‘Dialogue’ with the patients, which has four components: ‘Establishing family involvement’, ‘Assisting living with symptoms’ and ‘Facilitating access to healthcare’, with the primary goal being ‘Enhancement of the health experience’. With new knowledge, research on the framework, and extensive experience in using it, a need arose to modify the framework to maximize its clinical utility. Design: Discursive paper. Methods: A narrative review and critical reflection was conducted to revise the nursing practice framework via selected literature search from 2012 to 2022, research on the framework, and the authors' reflections on the clinical experience of using the framework. Results: The nursing practice framework highlights capacities and possibilities that lie in the nurse–patient relationship. The overarching dialogue in the revised framework includes both patients and families. The action-related component ‘Assisting living with the disease’ was added to the framework to underscore the significance of attempting to understand what may lie ahead for patients and families. The other action-related components are as follows: ‘Assisting living with symptoms’ and ‘Facilitating access to healthcare’. The primary goal remains unchanged: enhancing the ‘Health experience’. Conclusion: Using the revised nursing practice framework in outpatient care may help to enhance the lives of people with COPD and their families, particularly at advanced stages of the disease. It may have transferability to other groups of people living with progressive diseases dealing with complicated health problems, and to reduce the usage of costly healthcare resources such as hospital care. Implications for the Profession and/or Patient Care: The partnership-based nursing practice framework assumes an extension of conventional specialized respiratory service and embraces a comprehensive account for that which may influence the patient's health problems. This guidance, which holistically attends to patient-family needs of living with complicated and progressive health predicaments, is fundamental. It contributes to strengthening the disciplinary focus of nursing, interdisciplinary collaboration, person-family-centred quality nursing care and inspires research initiatives. Critical reflections and updates on nursing practice frameworks, such as this revision, are essential to advance nursing and healthcare. Patient or Public Contribution: There is no direct patient- or public contribution.Peer reviewe

    Feminismi: Leið að jafnrétti eða hugmyndafræði á villigötum

    No full text
    Mörgum finnst hugtakið feminismi forvitnilegt og hafa velt því fyrir sér um hvað hugmyndafræðin snýst og hverju hún hefur áorkað í gegnum árin? Til þess að skilja feminisma og þær breytingar sem stefnan vill sjá á högum kynjanna verðum við að skoða hvað feminsiminn stendur fyrir og hver hvatinn er fyrir konurnar sem aðhyllast þessa tilteknu hugmyndafræði. Við þurfum einnig að skoða hvar aðal gagnrýni fólks á virkni feminimanns liggur, hvað þeim finnst að betur mætti fara og hvers vegna þeir telja að jafnrétti sé ennþá fjarlægur draumur, á meðan sumir segja að jafnrétti sé komið á. Hægt er að spyrja hvort feminisminn sé að leggja áherslu á rétta hluti eða fer hugmyndarfræðin villu vegar í baráttu sinni fyrir jöfnum kjörum kynjanna? Hverjar eru ástæður þess að margir forðast í lengstu lög að láta kenna sig við feminisma? Sumir segja að hugmyndafræðin sé gölluð frá rótum þar sem ekki sé hægt að berjast fyrir hag milljóna kvenna sem eiga fátt annað sameiginlegt en að vera konur. Á meðan aðrir segja að konur alls staðar séu að standa í svipuðum baráttumálum, þar sem jafnrétti á við karlmenn sé krafist. Það er svo sannarlega í mörg horn að líta þegar kemur að því að mynda hreyfingu sem á að bera hag svo margra fyrir brjósti og sitt sýnist hverjum. Í þessari ritgerð ætla ég að kynna mér feminisma, hvað stefnan stendur fyrir og upp úr hverskonar jarðvegi hún hefur sprottið. Hver eru áhrif þessarar hugmyndafræði innan mannfræðinnar og hver er staða kvenna á atvinnumarkaðnum í dag. Síðast en ekki síðst ætla ég að skoða hvað það er sem gagnrýnendur feminismanns segja að betur megi fara og hvers vegna þeir halda því fram að jafnréttið sem mögum finnst við nálgast óðfluga sé tálsýn

    Chronic Pain, Health-Related Quality of Life, Chronic Pain-Related Health Care Utilization and Patient-Provider Communication in the Icelandic Population

    No full text
    Patients with chronic pain are among the most frequent users of health care. Relationships between chronic pain and health-related quality of life (HRQoL), as well as chronic pain and health care utilization, are complex and multifaceted and not all individuals with chronic pain consult health care providers. Chronic pain-related health care utilization as well as patients’ perception of communication with health care providers about their chronic pain can be related to different socio-demographic, economic and pain-related factors. The overall purpose of this thesis was to: 1) contribute to knowledge of the prevalence and characteristics of chronic pain in the general population of Iceland; 2) explore how chronic pain affects daily life and HRQoL; 3) study the relationship between socio-demographic, socioeconomic, pain-related variables, chronic pain-related health care utilization and perceived communication with health care providers. Method: This thesis is based on two interdependent studies. Study I was a methodological study to develop an instrument to measure health care utilization and to translate and evaluate psychometric properties of an instrument to measure patient-provider pain-related communication. The Health Care Utilization questionnaire (HCU) was developed from a collection of questions based on previous research. Questions were then discussed in a focus group of eight individuals with chronic pain and a group of ten health care professionals, specialized in chronic pain were asked for comments and advice. The Modified Patients’ Perceived Involvement in Care Scale (M-PICS) was translated into Icelandic, by the research team, to form the Icelandic Perceived Involvement in Care Scale (I-PICS). The two instruments were evaluated by distributing them two samples of individuals experiencing pain, 1) 300 patients experiencing chronic pain and waiting for specialized treatment for pain in three rehabilitation clinics in Iceland and 2) 175 individuals working physically demanding jobs often associated with physical pain. Study II was a quantitative population based cross-sectional postal survey. The two instruments developed in Study I were used along with two other instruments, the Brief Pain Inventory (BPI) and the Short Form 36 health survey (SF-36) to collect data on chronic pain, pain impact on daily life and HRQoL, chronic pain-related health care utilization and patient-provider communication. The study population consisted of adults aged 20-70 years living in Iceland in April and May 2011. A sample of 4,500 individuals was randomly drawn from the Icelandic National Registry. Results: The response rate was 36.9% and 47.5% of participants reported pain lasting for ≥3 months. Among participants reporting chronic pain, 53.2% had consulted a health care provider for the pain during the previous six months. The results show that pain pattern and severity are the most important factors in the relationship between chronic pain and how chronic pain affects daily life and HRQoL. This accounts for both physical and mental domains of HRQoL, even when controlled for gender, age and education. These influences are stronger the more frequent and more severe the pain is. This study also shows that negative impact on daily life, pattern of pain and the physical domains of HRQoL, as well as perceived easy access to care, are important predictors for health care utilization for chronic pain. An important finding is that even though there was not a significant gender difference in chronic pain-related health care utilization; there were gender differences in pain-related predictors for health care utilization, indicating that men tend to postpone seeking health care for chronic pain longer than women. When it comes to patients’ perception of patient-provider communication this study shows that this is related to both socio-demographic and pain-related factors. However, these relationships differ with regard to patients’ perception of health care providers’ behaviour, in the communication scenario, on the one hand, and one’s own control and behaviour, on the other. Patients’ perception of own behaviour in patient-provider communication is mostly explained by socio-demographic factors. Patients’ perception of the providers’ behaviour in the communication scenario is on the other hand explained by the physical components of HRQoL and with patients’ satisfaction with health care provider. Conclusions: Emphasis should be placed on encouraging people with chronic pain to seek health care early enough i.e., before the pain has managed to cause major interference with daily life and even physical disability. It is important to not only consider pain symptoms and severity when people seek care for pain but also the person with chronic pain. It is important to assess pain in a broad spectrum and consider different pain characteristics and their impact on daily life and HRQoLas well as the individual’s understandiEinstaklingar með langvinna verki eru meðal þeirra sem nota heilbrigðisþjónustu mest. Tengsl milli langvinnra verkja, heilsutengdra lífsgæða og notkunar á heilbrigðisþjónustu eru flókin og margþætt og aðeins hluti þeirra sem þjást af langvinnum verkjum nýta sér heilbrigðisþjónustu. Verkjatengd notkun á heilbrigðisþjónustu sem og reynsla einstaklinga af því að eiga samskipti við heilbrigðisstarfsmenn vegna langvinnra verkja getur tengst ýmsum félags- og lýðfræðilegum þáttum sem og eðli og alvarleika verkjanna. Megintilgangur þessarar rannsóknar var að : 1 ) auka þekkingu á algengi og eðli langvinnra verkja meðal almennings á Íslandi ; 2 ) skoða hvernig langvinnir verkir hafa áhrif á daglegt líf og heilsutengd lífsgæði ; 3 ) kanna tengsl milli félags- og lýðfræðilegra breyta, verkjatengdra þátta, notkunar á heilbrigðisþjónustu vegna langvinnra verkja og reynslu einstaklinga með langvinna verki af samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn. Aðferð: Ritgerðin byggir á tveimur sjálfstæðum en tengdum rannsóknum. Rannsókn I var bæði eigindleg og megindleg, gerð til að þróa nýtt mælitæki til að meta aðgengi og notkun á heilbrigðisþjónustu (The Health Care Utilization questionnaire (HCU)) og til að þýða og meta próffræðilega eiginleika mælitækis sem mælir reynslu af samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn (The Modified Patients’ Perceived Involvement in Care Scale (M-PICS)). HCU mælitækið var þróað með því að setja saman lista af spurningum sem byggðu á fræðigreinum um efnið. Spurningar voru ræddar í rýnihóp átta einstaklinga með langvinna verki. Spurningalistinn var síðan sendur til tíu sérfræðinga í verkjameðferð sem gáfu ábendingar og álit. M-PICS mælitækið var þýtt úr ensku og íslensk útgáfa þess nefnd the Icelandic Perceived Involvement in Care Scale (I-PICS). Mælitækin tvö voru prófuð með því að leggja þau fyrir tvo hópa einstaklinga með langvinna verki, 1) 300 einstaklinga, á biðlista eftir því að fá sérhæfða endurhæfingu vegna langvinnra verkja og 2) 175 einstaklingar sem unnu líkamlega krefjandi störf sem algengt er að leiði til verkja. Rannsókn II var megindleg þverskurðarrannsókn gerð á landsvísu þar sem þátttakendum voru sendir spurningalistar í pósti. Mælitækin tvö sem þróuð voru og prófuð í rannsókn I, auk tveggja annarra mælitækja the Brief Pain Inventory (BPI) og the Short Form 36 health survey (SF-36) voru notuð til að afla gagna um langvinna verki, áhrif verkja á daglegt líf og heilsutengd lífsgæði, notkun á heilbrigðisþjónustu vegna langvinnra verkja og reynslu einstaklinga af samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn. Úrtakið var slembiúrtak úr Þjóðskrá, 4500 einstaklingar á aldrinum 20-70 ára sem búsettir voru á Íslandi í apríl og maí 2011. Niðurstöður: Svarhlutfall var 36,9% og 47,5 % þátttakenda voru með verki sem varað höfðu í 3 mánuði eða lengur. Rúmlega helmingur (53,2%) þeirra sem voru með langvinna verki höfðu leitað eftir heilbrigðisþjónustu vegna þeirra síðastliðna sex mánuði. Niðurstöður benda til þess að mynstur og styrkur langvinnra verkja séu þeir þættir sem mestu ráða um það hversu mikil áhrif þeir hafa á daglegt líf og heilsutengd lífsgæði. Því tíðari og sárari sem verkirnir voru, því meiri áhrif höfðu þeir á daglegt líf og bæði líkamlega og sálræna þætti heilsutengdra lífsgæða, óháð kyni, aldri eða menntun. Niðurstöður sýna einnig að mynstur langvinnra verkja (stöðugir /daglegir) ásamt truflun þeirra á daglegu lífi og lífsgæðum eru þeir þættir sem hafa mest forspárgildi um það hvort einstaklingurinn nýti sér heilbrigðisþjónustu vegna þeirra eða ekki. Aðrar mikilvægar niðurstöður eru að þó að ekki væri tölfræðilega marktækur munur milli kynja á notkun heilbrigðisþjónustu vegna langvinnra verkja þá voru verkjatengdir áhrifaþættir mismunandi hjá konum og körlum sem gáfu vísbendigar um að karlar fresti því lengur en konur að leita eftir heilbrigðisþjónustu vegna langvinnra verkja. Þegar litið er til reynslu af því að eiga samskipti við heilbrigðisstarfsmenn vegna langvinnra verkja sýna niðurstöður að hún tengist bæði lýðfræðilegum og verkjatengdum þáttum. Þessi tengsl eru þó mismunandi eftir því hvort litið er til reynslu einstaklingsins af hegðun heilbrigðisstarfsmannsins í samskiptunum eða mati hans á eigin hegðun. Mat einstaklingsins á eigin þátttöku í samskiptunum skýrðist aðallega lýðfræðilegum þáttum á meðan mat á viðmóti heilbrigðisstarfsmannsins tengdist líkamlegum þáttum heilsutengdra lífsgæða og ánægju hans með þjónustuna. Ályktanir: Mikilvægt er að leggja áherslu á að hvetja fólk með langvinna verki til að nýta sér heilbrigðisþjónustu tímanlega, áður en verkirnir eru farnir að valda meiri háttar truflun daglegu lífi eða jafnvel líkamlegri fötlun. Þegar einstaklingur leitar til heilbrigðisþjónustunnar vegna verkja er mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn horfi ekki aðeins á verkina sjálfa, heldur á einstaklinginn með langvinna verki. Mikilvægt er að skoða hvernig langvinnir verkir hafa áhrif á líf einstaklingsins ásamt því að skoða hugmyndir hans um verkina og það hvernig hann tekst á vi

    Greining og flokkun landslags í Austur-Skaftafellssýslu

    No full text
    Markmið verkefnisins var að greina og flokka landslag í Austur-Skaftafellsýslu eftir sjónrænum eiginleikum landsins. Byggt var á nálgun og aðferðum Íslenska landslagsverkefnisins (ÍLV) en það var þróað fyrir samanburð á landsvísu. Hér var nálguninni í fyrsta skipti beitt á héraðsvísu, þ.e. innan einnar sýslu og með þéttara net skráningarstaða. Verkefnið skiptist í eftirfarandi meginþætti: 1.a) Flokka landslag í Austur-Skaftafellssýslu með svæðum í gagnagrunni ÍLV; b) Sjá hvernig sýslan flokkast miðað við landið allt og hvernig hún fellur að þeim ellefu meginflokkum landslags sem þegar hafa verið skilgreindir; 2. Meta sérkenni og sérstöðu landslags í sýslunni og fjölbreytni landslagsins þar miðað við landið í heild; 3. Meta hvort í sýslunni séu svæði sem teljast vera einstök á landsvísu eða skera sig verulega frá öðrum svæðum; 4. Flokka landslag í sýslunni með náttúruperlunum úr ÍLV. Beitt var kláðugreiningu (Cluster Analysis) til að fá fram stigskipt flokkunartré, 1) fyrir Austur-Skaftafellssýslu (37 staðir í úrtaki) og fyrir kerfisbundið úrtak ÍLV (136 staðir alls, 11 flokkar) og 2) fyrir Austur-Skaftafellssýslu, úrtak ÍLV og valdar náttúruperlur á landinu öllu, þ.m.t. í Austur-Skaftafellssýslu (198 staðir). Í seinna flokkunartrénu (2) dreifðist Austur-Skaftafellssýsla á fimm af 16 landslagsflokkum en langflestir staðir (23) féllu í flokkinn fjölbreytt jöklalandslag. Meginþáttagreining (Principal Components Analysis) var notuð til að draga fram þá sjónrænu þætti sem helst einkenndu hvern flokk. Niðurstöðurnar gefa til kynna að mikil sjónræn fjölbreytni einkenni Austur-Skaftafellssýslu. Sérkenni landslagsins eru sléttur með sjó á aðra hönd og há fjöll og skriðjökla á hina. Slíkt landslag er fágætt annars staðar á landinu. Almennt héldu upphaflegu ÍLV flokkarnir sér vel saman á milli þessara ólíku greininga en nokkuð var um að svæði færðu sig um flokka í báðum flokkunartrjám frá upphaflegri ÍLV flokkun.The aim of the project was to analyse and classify the landscape of the county of Austur-Skaftafellssýsla, southeast Iceland, based on physical and visual characteristics. I adopted the approach of the Icelandic Landscape Project (ILP). This was developed for a comparison and classification across the whole of Iceland. Here, the methods are applied for the first time on a regional scale and with a finer-grained sampling design. I used cluster analysis to produce a hierarchical dendrogram of landscape classes for 1) a systematic sample of 37 sites in Austur Skaftafellssýsla and for the systematic sample from the ILP (136 sites, 11 landscape classes) and 2) by adding acknowledged scenic sites to the sample, including both sites from across Iceland and an additional sample from Austur-Skaftafellssýsla (198 sites in all, 16 landscape classes). In the last dendrogram (3), sites in Austur-Skaftafellssýsla fell into five of the 16 classes but the over half (23 sites) were in the class diverse glacial landscapes. Principal Components Analysis was applied to discern the visual features characteristic for each class. The landscapes of Austur-Skaftafellssýsla are characterized by great visual diversity. Its distinguishing features are vegetated lowlands and outwash plains bound on one side by the sandy coast of the Atlantic ocean and on the other by high mountains and steep outlet glaciers of Vatnajökull. In Iceland, such landscapes are very rare outside the southeast region

    Haltu því gamla en þekktu það nýja: Hefðbundnar kínverskar lækningar á nýjum tímum

    No full text
    Markmið ritgerðarinnar er að skoða hefðbundnar kínverskar lækningar og stöðu þeirra í kínversku samfélagi. Hefðbundnar kínverskar lækningar eru hluti af heilsumannfræði og verður því fyrst farið í helstu kenningar á því sviði. Þriðji kafli fjallar um grunnhugmyndir hefðbundinna kínverskra lækninga og sögu þeirra. Fjórði kafli er um menningarlegan fjölbreytileika, kínverska menningu og hvernig hefðbundnar kínverskar lækningar eru tengdar henni sem og viðhorf og notkun Kínverja á hefðbundnum kínverskum lækningum. Fimmti kafli fjallar um hefðbundnar kínverskar lækningar og vestrænar lækningar. Þar er skoðað samstarf þeirra og samruna í eitt heilbrigðiskerfi. Að lokum verða rannsóknir á hefðbundnum kínverskum lækningum skoðaðar. Niðurstaða ritgerðarinnar er að hefðbundnar kínverskar lækningar séu nátengdar menningu Kínverja og heimspeki þeirra. Kínverjar eru hlynntir þeirri þróun sem hefur orðið í Kína í heilbrigðisþjónustu um samstarf milli hefðbundinna kínverskra lækninga og vestrænna lækninga. Rannsóknir á þeim þurfa að vera öflugari til að auka virðingu þeirra, útbreiðslu og bæta þarf samstarf á milli hefðbundinna kínverskra lækninga og vestrænna lækninga

    Inclusion in education : the importance of belonging in one's school community

    No full text
    Allar manneskjur eiga það sameiginlegt að hafa ríka þörf fyrir að tilheyra og finna að þær skipta máli. Það getur verið að tilheyra fjölskyldu, vinahópi, skólasamfélagi, tómstundastarfi eða því samfélagi sem manneskjan býr í. Samfélagið á Íslandi er stöðugt að verða margbreytilegra og fjölmenning að aukast. Fjölbreytileiki nemendahópa í íslenskum skólum er því sífellt að verða meiri, hvort sem horft er til menningarlegs eða félagslegs bakgrunns nemenda. Eitt meginhlutverk grunnskóla er að búa nemendur undir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi og mikilvægt er að skólakerfið stuðli að jafnrétti og lýðræði þannig að allir geti orðið viðurkenndir og virkir samfélagsþegnar óháð bakgrunni eða samfélagstöðu. Rannsóknin sem hér er sagt frá var starfendarannsókn þar sem ég var bæði rannsakandinn og viðfangsefnið ásamt nemendum mínum og samstarfsfólki. Megintilgangurinn var að stuðla að velferð og vellíðan nemenda. Markmiðið var að skoða eigin starfshætti við að vinna að vellíðan nemenda og rýna í áhrif þeirrar vinnu á mig sem kennara. Ég safnaði fjölbreyttum gögnum um kennsluna mína og skólastarfið, upplýsingum um samsetningu skólahópsins og ljósmyndum af verkefnum nemenda. Ég hélt rannsóknardagbók, tók viðtöl við nemendur og sendi samkennurum og stjórnendum spurningar. Við greiningu gagna studdist ég við viðmið um starfendarannsóknir og þemagreiningu. Helstu niðurstöður eru þær að ég greindi að mikilvægt er að allt skólastarf einkennist af umhyggju og stuðli að vellíðan allra nemenda í skólanum og fagni fjölbreytileika þeirra. Í vinnu minni sem sérkennari skiptir miklu máli að ég sýni nemendum mínum persónulegan áhuga, jákvæðni, hlýju, þolinmæði og umburðarlyndi og að ég horfi á ólíkan félags- og menningarheim þeirra sem auðlind. Til þess að efla vitund nemenda um eigin áhrif í skólastarfinu og fá fram sjónarhorn þeirra þarf ég fyrst að tryggja að nemendur finni að þeir séu öruggir og tilheyri hópnum. Með velferð allra nemenda að leiðarljósi og ígrundun eigin starfshátta verðum við sem skólafólk og samfélag betur í stakk búin til að þróa skóla sem er fyrir alla.All human beings have in common a rich need to belong and feel that they matter. It may be belonging to a family, a group of friends, a school community, a leisure group or the community in which the person lives. Icelandic society is constantly becoming more diverse and multiculturalism is increasing. The diversity of student groups in Icelandic schools is therefore becoming greater, whether student's cultural or social background is considered. One of the main functions of compulsory schools is to prepare students for active participation in a democratic society, and it is important that the school system promotes equality and democracy so that everyone can become recognized and active members of society regardless of background or community status. The research presented here was an action research. I was both the researcher and the subject of the research, along with my students and colleagues. The main purpose was to promote the welfare and well-being of students. The aim was to examine my own practices in working towards students' wellbeing and scrutinise the impact of that work on me as a teacher. I collected a wide range of data of my teaching practices and other school activities, information about the student and teacher group and photographs of my students’ projects. I kept a research journal, interviewed students and sent questions to fellow teachers and the school administrators. In analysing data, I was supported by criteria for action research and thematic analysis. The main findings show that I realised that it is important that all school activities are characterised by caring and contributing to the well-being of all students in the school and celebrating their diversity. In my work as a special education need teacher it is important that I show personal interest to my students, positivity, warmth, patience and tolerance, and that I see their different social and cultural backgrounds as a resource. To induce and strengthen students' awareness of their own influence on the school activities and to get their perspective, I first need to make sure that students feel safe and that they belong to the group. With the welfare of all students as a guiding principle and reflection of our own practices, we educators and as a society will be better equipped to develop a school that is suited for everyone
    corecore