12 research outputs found

    Health care needs and quality of life of elderly in home care in Reykjavik, 1997

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: It is increasingly emphasized that the elderly should be supported to live at home as long as possible. The purpose of this study was to describe the health and conditions of people in home care. Material and methods: Individuals who received home care in the Reykjavik area in autumn of 1997 were assessed with the Minimum Data Set-Resident Assessment Instrument for Home Care, MDS-RAI HC. Results: The study evaluated 257 individuals at four primary care health centers. The mean age was 82.7 years, women were 78.6%, living alone were 62.5%, and they had received home care on average of 2.4 years. Almost all were independent in primary activities of daily living, ADL, but about half needed help with instrumental activities of daily living (IADL). Impaired cognition was observed in 40% of individuals, depressive symptoms in 18%, daily pain was noted in 47% and 47% assessed their health as poor. Loneliness was expressed by 21%, 18% had not gone out doors in over 30 days and 27% were always alone during the day. The mean number of hours during two weeks was 3.5 hours in nursing care and 9.5 hours in home help. Thirty-four percent took 9 or more medications. Conclusion: Individuals in home care were independent in ADL but needed assistance with IADL. There are important quality of life issues that are of concern. Further research is needed in home care with particular emphasis on improvement of well being.Tilgangur: Vaxandi áhersla er lögð á að aldraðir geti búið heima sem lengst, en rannsóknir á högum aldraðra Íslendinga sem njóta þjónustu í heimahúsum eru takmarkaðar. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa heilsufari, líðan og aðstæðum fólks í heimaþjónustu. Aðferð: Einstaklingarnir sem nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar á Reykjavíkursvæðinu haustið 1997 voru metnir með MDS-RAI HC (Minimum Data Set-Resident Assessment Instrument for Home Care) mælitækinu. Niðurstöður: Metnir voru 257 einstaklingar á fjórum heilsugæslustöðvum. Meðalaldur var 82,7 ár, 62,5% bjuggu einir, og höfðu þeir notið heimaþjónustu að meðaltali í 2,4 ár. Konur voru 78,6%. Nær allir voru sjálfbjarga með persónulegar athafnir daglegs lífs (ADL), en 53% þurftu aðstoð við böðun. Um helmingur þurftu mikla aðstoð við almennar athafnir daglegs lífs (IADL). Skert minni var hjá tæplega 40% einstaklinganna en dapurt yfirbragð hjá 18%. Átján prósent höfðu aldrei farið út úr húsi á 30 daga tímabili, 27% voru alltaf einir yfir daginn, en 21% tjáði sig um einmanaleika. Daglegir verkir greindust hjá 47% einstaklinganna og 47% töldu heilsufar sitt vera lélegt. Á 14 dögum var meðalfjöldi klukkustunda á skjólstæðing í heimahjúkrun 3,5 klukkustundir og heimilishjálp 9,5 klukkustundir. Lyfjanotkun var mikil og voru 34% á níu lyfjum eða fleiri. Ályktun: Einstaklingar í heimahjúkrun eru sjálfbjarga með ADL en þeir þurfa aðstoð við almenn dagleg verk og böðun. Ýmis atriði sem snerta lífsgæði þyrfti að skoða nánar með hliðsjón af því hvort bæta megi líðan þeirra sem njóta þjónustunna

    Genetics and epidemiology of mutational barcode-defined clonal hematopoiesis

    Get PDF
    Publisher Copyright: © 2023, The Author(s).Clonal hematopoiesis (CH) arises when a substantial proportion of mature blood cells is derived from a single hematopoietic stem cell lineage. Using whole-genome sequencing of 45,510 Icelandic and 130,709 UK Biobank participants combined with a mutational barcode method, we identified 16,306 people with CH. Prevalence approaches 50% in elderly participants. Smoking demonstrates a dosage-dependent impact on risk of CH. CH associates with several smoking-related diseases. Contrary to published claims, we find no evidence that CH is associated with cardiovascular disease. We provide evidence that CH is driven by genes that are commonly mutated in myeloid neoplasia and implicate several new driver genes. The presence and nature of a driver mutation alters the risk profile for hematological disorders. Nevertheless, most CH cases have no known driver mutations. A CH genome-wide association study identified 25 loci, including 19 not implicated previously in CH. Splicing, protein and expression quantitative trait loci were identified for CD164 and TCL1A.Peer reviewe

    Eighty-eight variants highlight the role of T cell regulation and airway remodeling in asthma pathogenesis

    Get PDF
    Publisher's version (útgefin grein)Asthma is one of the most common chronic diseases affecting both children and adults. We report a genome-wide association meta-analysis of 69,189 cases and 702,199 controls from Iceland and UK biobank. We find 88 asthma risk variants at 56 loci, 19 previously unreported, and evaluate their effect on other asthma and allergic phenotypes. Of special interest are two low frequency variants associated with protection against asthma; a missense variant in TNFRSF8 and 3‘ UTR variant in TGFBR1. Functional studies show that the TNFRSF8 variant reduces TNFRSF8 expression both on cell surface and in soluble form, acting as loss of function. eQTL analysis suggests that the TGFBR1 variant acts through gain of function and together with an intronic variant in a downstream gene, SMAD3, points to defective TGFβR1 signaling as one of the biological perturbations increasing asthma risk. Our results increase the number of asthma variants and implicate genes with known role in T cell regulation, inflammation and airway remodeling in asthma pathogenesis.We thank the individuals who participated in this study and the staff at the Icelandic Patient Recruitment Center and the deCODE genetics core facilities. Further to all our colleagues who contributed to the data collection and phenotypic characterization of clinical samples as well as to the genotyping and analysis of the whole-genome association data. This research has been conducted using the UK biobank Resource under Application Number ‘24711’.Peer Reviewe

    Skuldsett hlutabréfakaup

    No full text
    Í ritgerð þessari er leitað svara við því hvaða áhrif skuldsett hlutabréfakaup hafi á fjárfesta, lánveitendur og hlutabréfamarkaðinn í heild sinni. Lagaumhverfi skuldsettra hlutabréfakaupa er kannað og afstaða tekin til þess hvort nauðsynlegt sé að takmarka skuldsett hlutabréfakaup. Í fyrri hluta ritgerðarinnar eru skuldsett hlutabréfakaup skilgreind og saga þeirra á íslenska hlutabréfamarkaðinum rakin. Grein er gerð fyrir þeim reglum sem gilda um skuldsett hlutabréfakaup hér á landi og íslenskur réttur borinn saman við danskan og bandarískan rétt. Í síðari hluta ritgerðarinnar er sjónum beint að áhrifum skuldsettra hlutabréfakaupa og afstaða tekin til þess hvort nauðsynlegt sé að takmarka slík viðskipti með einhverjum hætti. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að skuldsettum hlutabréfakaupum fylgi aukin fjártjónsáhætta fyrir fjárfesta, sem þó geti takmarkað áhættu sína með því að fjárfesta í gegnum félög með takmarkaða ábyrgð. Skuldsett hlutabréfakaup eru ekki síður áhættusöm fyrir lánveitendur. Gæði útlána sem tryggð eru með hlutabréfum geta rýrnað mjög hratt og duga veðköll ekki í öllum tilvikum til þess að tryggja hagsmuni lánveitenda. Ef seljanleiki hlutabréfa er lítill getur verið erfitt fyrir lánveitendur að losna við þá verðáhættu sem hlutabréfaeign fylgir, sem getur reynst mjög áhættusamt, sérstaklega þegar slíkar lánveitingar eru stór hluti útlánasafna. Þá sýna hagfræðirannsóknir fram á það að veðsetning hlutabréfa hafi áhrif á verðmyndun þeirra. Hún sé til þess fallin að valda verðbólum og á markaði þar sem veðsetning hlutabréfa sé mikil geti lítil verðlækkun komið af stað keðjuverkun sem valdið geti hröðum verðlækkunum, jafnvel hruni hlutabréfaverðs. Meginniðurstaða ritgerðarinnar er því sú að nauðsynlegt sé að draga úr þeim neikvæðu áhrifum sem skuldsett hlutabréfakaup eru til þess fallin að valda. Það megi gera með reglum sem kveða á um reglulega birtingu upplýsinga um veðsetningu hlutabréfa samhliða reglum sem fela í sér takmarkanir á heimildum til skuldsettra hlutabréfakaupa. Einkum reglum sem kveða á um hámarksveðsetningarhlutfall hlutabréfa.The object of this thesis is to explain what impact buying stock on margin has on investors, lenders and the stock market as a whole. Legislation regarding the subject is reviewed, and an opinion is derived on whether it is necessary to limit such transactions by any means. The former part of the thesis focuses on financial markets and their impact on the economy. Buying stock on margin is then defined and the history of such transactions on the Icelandic stock market traced. Thereafter Icelandic legislation regarding the matter is outlined and the legal environment in Iceland compared to the legal environment in Denmark and the United States. The latter part of the thesis focuses on the impact of buying stock on margin. The main conclusion of the thesis is that buying stock on margin amplifies loss risks for investors. They can, however, limit their risk by investing through companies with limited liability. Buying stock on margin is no less risky for lenders. The quality of loans secured by shares can decline rapidly and margin calls do not in all cases ensure creditors’ interests. Under certain circumstances it can be difficult for lenders to eliminate the price risk attached to shares, especially when such loans are a large part of their loan portfolio. Finally, economics have shown that leverage does affect the price of shares. It tends to boost asset prices, and create bubbles. In a market where leverage is high a little price drop can trigger certain chain reaction that can lead to rapid price declines and even collapse. In conclusion, it is necessary to reduce the negative effects of buying stock on margin. Regulations on regular disclosure of leveraged of shares could be introduced parallel to rules that include restrictions on buying on margin and margin requirements in particular

    Leyndarmálið hennar ömmu : byrjendalæsi

    No full text
    Lestur þróast hratt fyrstu tvö árin í grunnskóla. Hljóðkerfisvitund barna styrkist við það að tengja stafi og hljóð og að loknum tveimur árum eiga flestir nemendur að hafa náð fullu valdi á umskráningu og eiga að geta lesið á sæmilegum hraða tiltölulega fyrirhafnarlítið eða án umhugsunar. Eftir því sem minni orka fer í umskráningu verður hlutverk málskilnings í þróun lesskilnings mikilvægari. Börnin eru orðin færari í að skrifa og ritunarverkefni þeirra geta verið viðameiri og flóknari en áður. Byrjendalæsi er heillandi aðferð í lestrarkennslu barna á yngsta stigi grunnskólans. Aðferðin er fjölbreytt og skemmtileg og býður upp á sveigjanleika í kennsluumhverfinu. Aðferðin miðast við að rækta fjölbreytta vinnu með texta allt frá byrjun í fyrsta bekk. Valinn er gæðatexti til umfjöllunar í hverri lotu og orðin í honum lögð til grundvallar allri vinnu með hljóð, atkvæði, orð og lesskilning. Textinn hverju sinni þarf að vera vitsmunalega við hæfi barnanna og höfða til áhuga þeirra. Minna er lagt upp úr að sagan sé auðveld aflestrar fyrir þá sem eru stutt komnir í lestri, en hins vegar eru valin einföld orð til að vinna með, lesa, skrifa og greina. Kennsluverkefnið er hugsað fyrir nemendur í þriðja bekk í grunnskóla, nemendur sem nú þegar eru farnir að lesa. Tilgangur verkefnisins er því aðallega að þjálfa nemendur í lesskilningi og lesfimi þar sem þau hafa flest náð valdi á umskráningu og geta sjálf lesið texta sem höfða til vitsmuna þeirra og áhuga. Verkefnið leggur upp með að allir nemendur bekkjarins geti notið sín og tekið þátt, bæði í þeim verkefnum sem lúta að einstaklingnum og verkefnum sem reyna á hópastarf

    Healthy aging of women - approaches and impacts of social workers

    No full text
    Í þessari ritgerð er fjallað um hvað felst í heilbrigðri öldrun þar sem sérstök áhersla er lögð á konur. Greint er frá skilgreiningum sem tengjast heilbrigðri öldrun og aldri ásamt því að fjallað er um stöðu kvenna frá ýmsum sjónarhornum þar sem hallar á að konur njóti fullrar virðingar og mannréttinda. Farið er yfir kenningar og sjónarmið sem ná að lýsa sérstöðu kvenna út frá ævilöngu misrétti á vinnumarkaði og í einkalífi. Þær kenningar sem hér um ræðir eru kerfiskenningar, feminískar kenningar og lífssögusjónarmiðið. Sameinuðu þjóðirnar hafa blásið til áratugar heilbrigðrar öldrunar 2021 til 2030 og er hér greint frá helstu markmiðum og aðgerðarsviðum út frá aðgerðaráætlun Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinna um áratuginn. Sérstök áhersla er lögð á þau svið sem hafa meiri áhrif á konur en karla. Að lokum er fjallað um aðkomu og áhrif félagsráðgjafa en markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála, sporna við félagslegu ranglæti og vinna gegn mannréttindabrotum. Félagsráðgjafar eru því tilvaldir til þess að styðja konur til áhrifa í eigin lífi til að þær megi njóta heilbrigðar öldrunar og vera virkir þátttakendur í samfélaginu á sínum eigin forsendum. Lykilhugtök: aldur, heilbrigð öldrun, konur, félagsráðgjö

    Snemmtæk íhlutun : Karlstadlíkanið

    No full text
    Í þessari lokaritgerg til B.A. prófs við Kennaraháskóla Íslands verður fjallað um hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar og hvernig málþjálfunarkerfi Iréne Johansson nýtist börnum með Downs-heilkenni. Við skoðum kenningar þeirra fræðimanna sem hún byggir líkanið á. Einnig fjöllum við fræðilega um almenna málþroskann og frávik tengt honum þar sem áhersla er lögð á málþroska barna með Downs-heilkenni. Áhugi okkar á þverfaglegri teymisvinnu varð til þess að við ákváðum að leggja spurningalista fyrir starfandi netverk í kringum barn með Downs-heilkenni sem er vinnulag sem Iréne Johansson, prófessor í hljóðfræði og sérkennslufræðum, hefur þróað til að styðja við frekari vinnu með einstaklingum með málörðugleika. Við skoðum hvað málþroskinn hefur að segja innan ólíkra félagslegra leiksviða með barninu og hvernig mismunandi félagsleg leiksvið mæta þörfum barns sem á við málörðugleika að stríða. Félagsleg leiksvið barnsins eru kringumstæður þar sem einstaklingar eiga samskipti við barnið á mismunandi stöðum í lífi þess og tengjast barninu á einn eða annan hátt, svo sem foreldrar annarsvegar og starfsfólk á leikskólum hins vegar. Helstu niðurstöður athugunarinnar sýndu fram á mikilvægi þess að hafa netverk, þar sem hægt er að samræma vinnubrögð og miðla þekkingu sín á milli til að hjálpa barni til aukins málþroska

    Musculoskeletal symptoms among supermarket workers

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjectives: The aim was to study the prevalence of musculoskeletal symptoms among supermarket workers in Iceland with special emphasis on the checkers. Material and methods: The sample was all workers in supermarkets in Reykjavik and Akureyri, which had at least three check-out stations. The sample comprised 653 persons, 448 females and 205 males. The Nordic Questionnaire was mailed to the participants' home addresses. Symptoms of female checkers were compared to symptoms among other workers by Mantel-Haenszel test (OR) and 95% confidence intervals (95% CI) were calculated. Results: Compared to other females symptoms among the checkers who worked 20 hours or more a week were high for neck (OR=4.0; 95% CI=1.5-10.7), shoulders (OR=4.5; 95% CI=1.4-14.4), upper back (OR=2.3; 95% CI=1.1-4.7) and wrists (OR=1.2; 95% CI=0.4-3.0) when adjusted for age. Taking years at work into account gives similar results. For hips OR was 0.3 (95% CI=0.1-0.9). Women who had jobs with different work tasks, including checker work, had substantially lower prevalence of symptoms compared to women who only did checker work. Conclusions: The high prevalence of symptoms from neck, shoulders and upper back among checkers with extended working hours could be related to the repetitive movements which the job demands. It is suggested that those working as checkers should have alternative work tasks and the time at the checkout-stations should be limited.Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi meðal starfsfólks matvöruverslana, einkum hvort óþægindi væru tíðari meðal þeirra sem vinna við afgreiðslukassa en annarra. Efniviður og aðferðir: Í markhópnum voru allir starfsmenn matvöruverslana í Reykjavik og á Akureyri sem höfðu þrjá afgreiðslukassa eða fleiri, alls 448 konur og 205 karlar. Norræni spurningalistinn um óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi var sendur heim til þátttakenda. Samanburður var gerður á óþægindum kvenna sem unnu við afgreiðslukassa og kvenna við önnur störf í matvöruverslunum. Mantel-Haenszel jafna var notuð til að reikna áhættuhlutfall (odds ratio, OR) með 95% öryggismörkum (confidence interval, CI), lagskipt var eftir lífaldri og starfsaldri. Niðurstöður: Borið saman við aðrar starfssystur höfðu konur sem unnu við afgreiðslukassa 20 klukkustundir eða lengur á viku mun tíðari óþægindi frá hálsi (OR=4,0; 95% CI=1,5-10,7), herðum (OR=4,5; 95% CI=1,4-14,4) og efri hluta baks (OR=2,3; 95% CI=1,1-4,7). Óþægindi í mjöðmum voru hins vegar fátíðari (OR=0,3; 95% CI=0,l-0,9). Konur sem unnu til skiptis við afgreiðslukassa, á lager, í kjötdeild og við búðarborð höfðu mun sjaldnar óþægindi en þær sem unnu eingöngu við kassa. Ályktanir: Algengi óþæginda í hálsi, herðum og efri hluta baks meðal kvenna sem hafa langan vinnudag við afgreiðslukassa gæti tengst einhæfum, síendurteknum hreyfingum sem starfið útheimtir. Mælt er með að starfsmenn við afgreiðslukassa hafi fjölbreytt verkefni og vinnutíminn við afgreiðslukassann verði styttur

    Musculoskeletal symptoms among supermarket workers

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjectives: The aim was to study the prevalence of musculoskeletal symptoms among supermarket workers in Iceland with special emphasis on the checkers. Material and methods: The sample was all workers in supermarkets in Reykjavik and Akureyri, which had at least three check-out stations. The sample comprised 653 persons, 448 females and 205 males. The Nordic Questionnaire was mailed to the participants' home addresses. Symptoms of female checkers were compared to symptoms among other workers by Mantel-Haenszel test (OR) and 95% confidence intervals (95% CI) were calculated. Results: Compared to other females symptoms among the checkers who worked 20 hours or more a week were high for neck (OR=4.0; 95% CI=1.5-10.7), shoulders (OR=4.5; 95% CI=1.4-14.4), upper back (OR=2.3; 95% CI=1.1-4.7) and wrists (OR=1.2; 95% CI=0.4-3.0) when adjusted for age. Taking years at work into account gives similar results. For hips OR was 0.3 (95% CI=0.1-0.9). Women who had jobs with different work tasks, including checker work, had substantially lower prevalence of symptoms compared to women who only did checker work. Conclusions: The high prevalence of symptoms from neck, shoulders and upper back among checkers with extended working hours could be related to the repetitive movements which the job demands. It is suggested that those working as checkers should have alternative work tasks and the time at the checkout-stations should be limited.Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi meðal starfsfólks matvöruverslana, einkum hvort óþægindi væru tíðari meðal þeirra sem vinna við afgreiðslukassa en annarra. Efniviður og aðferðir: Í markhópnum voru allir starfsmenn matvöruverslana í Reykjavik og á Akureyri sem höfðu þrjá afgreiðslukassa eða fleiri, alls 448 konur og 205 karlar. Norræni spurningalistinn um óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi var sendur heim til þátttakenda. Samanburður var gerður á óþægindum kvenna sem unnu við afgreiðslukassa og kvenna við önnur störf í matvöruverslunum. Mantel-Haenszel jafna var notuð til að reikna áhættuhlutfall (odds ratio, OR) með 95% öryggismörkum (confidence interval, CI), lagskipt var eftir lífaldri og starfsaldri. Niðurstöður: Borið saman við aðrar starfssystur höfðu konur sem unnu við afgreiðslukassa 20 klukkustundir eða lengur á viku mun tíðari óþægindi frá hálsi (OR=4,0; 95% CI=1,5-10,7), herðum (OR=4,5; 95% CI=1,4-14,4) og efri hluta baks (OR=2,3; 95% CI=1,1-4,7). Óþægindi í mjöðmum voru hins vegar fátíðari (OR=0,3; 95% CI=0,l-0,9). Konur sem unnu til skiptis við afgreiðslukassa, á lager, í kjötdeild og við búðarborð höfðu mun sjaldnar óþægindi en þær sem unnu eingöngu við kassa. Ályktanir: Algengi óþæginda í hálsi, herðum og efri hluta baks meðal kvenna sem hafa langan vinnudag við afgreiðslukassa gæti tengst einhæfum, síendurteknum hreyfingum sem starfið útheimtir. Mælt er með að starfsmenn við afgreiðslukassa hafi fjölbreytt verkefni og vinnutíminn við afgreiðslukassann verði styttur

    Lífsgæði einstaklinga með bólgusjúkdóma í meltingarvegi

    No full text
    Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar var að kanna þekkingu sem liggur fyrir um lífsgæði sjúklinga með bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Gagna var aflað í gagnagrunnunum Pubmed, Scopus og Chinal. Leit var takmörkuð við einstaklinga með sáraristilbólgu og svæðisgarnabólgu. Skoðað var hvort lífsgæði þessara einstaklinga eru skert og á hvaða sviðum líkamlegra, félagslegra og sálfræðilegra þátta skerðingin kemur fram. Niðurstöður sýndu að lífsgæði þessara hópa eru verulega skert þegar sjúkdómurinn er virkur og því virkari sem sjúkdómurinn er, því neikvæðari eru áhrifin. Þegar sjúkdómurinn er í dvala, virðast lífsgæðin hins vegar sambærileg og í samanburðarhópum. Þau svið lífsgæða sem virðast skerðast, eru tengd almennri heilsu, líkamlegum þáttum, getu til virkni og andlegri líðan. Mikilvægt er að þekkja áhrif þessara sjúkdóma á lífsgæði til að vera betur í stakk búinn til að veita meðferð sem dregið getur úr afleiðingunum
    corecore