24 research outputs found

    Staðsetning háskóla og menntabil í háskólamenntun

    Get PDF
    Umtalsverður munur er á hlutfalli háskólamenntaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Þetta menntabil skýrist að hluta til af fjölbreyttari atvinnumöguleikum háskólamenntaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu en ýmsir aðrir efnahagslegir, félagslegir, menningarlegir og landfræðilegir þættir skipta þar einnig máli. Þannig hafa rannsóknir sýnt að staðsetning háskóla getur haft veruleg áhrif á búsetu brautskráðra háskólanema. Í þessari rannsókn eru áhrif íslenskra háskóla á menntunarstig og menntabil einstakra landsvæða metin á grundvelli manntals og spurningakannana meðal 25–64 ára íbúa landsins. Niðurstöður sýna að 28% íbúa höfuðborgarsvæðisins en 12–14% íbúa annarra landshluta hafa lokið prófi frá háskólum í Reykjavík. Mikill meirihluti háskólamenntaðra landsmanna hefur lokið prófi frá Háskóla Íslands. Hlutfallið er hæst á höfuðborgarsvæðinu en lægst á Akureyri, þar sem nánast jafn margir hafa lokið prófi frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum þéttbýliskjörnum í seilingarfjarlægð á Háskólinn í Reykjavík næstmesta hlutdeild í háskólamenntuðum íbúum en á norðursvæði landsins er hlutdeild Háskólans á Akureyri næstmest. Flestir brautskráðir nemendur háskólanna í Reykjavík og Háskólans á Bifröst eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en búseta nemenda annarra háskóla er dreifðari um landið. Brautskráðir nemendur Háskólans á Akureyri skiptast nokkuð jafnt milli höfuðborgarsvæðisins, Akureyrar og annarra landsvæða en rúmlega helmingur brautskráðra nemenda Landbúnaðarháskóla Íslands er að vonum búsettur utan þéttbýlustu svæða landsins. Landsbyggðaháskólarnir útskrifa þannig nemendur sem eru mun líklegri til að búa utan höfuðborgarsvæðisins en áhrif þeirra á menntunarstig einstakra landsvæða eru einkum bundin við áhrif Háskólans á Akureyri á Akureyri og annars staðar á norðanverðu landinu. Eigi að hækka menntunarstig í öllum landshlutum og draga úr menntabili milli Reykjavíkur og annarra landshluta þarf að skilgreina slík markmið með skýrum hætti og ákveða hvort það skuli vera hlutverk allra háskóla eða sérstakt verkefni þeirra sem eru utan Reykjavíkur.Peer reviewe

    Accidents on Iceland's most dangerous roads

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textOBJECTIVE: The objective of this paper was to identify the most dangerous segments of the Icelandic road system in terms of the number of accidents pr km and the rate of accidents pr million km travelled. First to identify the segments where the number of accidents is highest and where the risk of the individual traveller is the greatest. Second to evaluate if the association between the number and the rate of accidents is positive or negative. Third to identify the road segments that are the most dangerous in the sense of many accidents and great risk to individual travellers. MATERIAL AND METHODS: Main roads outside urban centers were divided into 45 segments that were on average 78 km in length. Infrequently travelled roads and roads within urban centers were omitted. Information on the length of roads, traffic density and number of accidents was used to calculate the number of accidents per km and the rate of accidents per million km travelled. The correlation between the number and rate of accidents was calculated and the most dangerous road segments were identified by the average rank order on both dimensions. RESULTS: Most accidents pr km occurred on the main roads to and from the capital region, but also east towards Hvolsvöllur, north towards Akureyri and in the Mideast region of the country. The rate of accidents pr million km travelled was highest in the northeast region, in northern Snæfellsnes and in the Westfjords. The most dangerous roads on both dimensions were in Mideast, northern Westfjords, in the north between Blönduós and Akureyri and in northern Snæfellsnes. CONCLUSION: Most accidents pr km occurred on roads with a low accident rate pr million km travelled. It is therefore possible to reduce accidents the most by increasing road safety where it is already the greatest but that would however increase inequalities in road safety. Policy development in transportation is therefore in part a question of priorities in healthcare. Individual equality in safety and health are not always fully compatible with economic concerns and the interests of the majority.Inngangur: Markmið með rannsókninni var að finna hættulegustu þjóðvegi landsins með tilliti til fjölda slysa á hvern km vegar og tíðni umferðarslysa á milljón ekna km. Í fyrsta lagi að finna þá vegarkafla þar sem flest slys verða og þar sem áhætta vegfarenda er mest. Í öðru lagi að meta hvort fjöldi slysa og tíðni slysa fari saman. Í þriðja lagi finna vegarkafla sem eru hættulegastir í þeim skilningi að þar verði mörg slys og áhætta einstakra vegfarenda sé mikil. Efniviður og aðferðir: Helstu vegum utan þéttbýlis var skipt í 45 vegarkafla sem voru að meðaltali 78 km að lengd. Fáförnum vegum og vegum í þéttbýli var sleppt. Upplýsingar um lengd vega, umferðarþunga og fjölda slysa frá Umferðarstofu voru notaðar til að reikna fjölda slysa á hvern km og tíðni slysa á milljón ekinna km. Fylgni milli fjölda og tíðni slysa var reiknuð og hættulegustu vegarkaflarnir fundnir með því að reikna meðaltal af raðtölum fyrir hvern vegarkafla. Niðurstöður: Flest slys á hvern km urðu á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu, en einnig austur að Hvolsvelli, norður til Akureyrar og á Mið-Austurlandi. Slysatíðni á hverja milljón ekna km var hins vegar hæst á norðausturhorni landsins, norðanverðu Snæfellsnesi og á Vestfjörðum. Neikvæð fylgni fannst milli fjölda og tíðni slysa. Hættulegustu vegarkaflar landsins með tilliti til beggja þátta voru á Mið-Austurlandi, norðanverðum Vestfjörðum, frá Blönduósi til Akureyrar og á norðanverðu Snæfellsnesi. Ályktun: Flest umferðarslys á hvern km urðu á þeim vegum þar sem slysatíðni á hverja milljón ekna km er lág. Því er hægt að fækka slysum mest með því að auka umferðaröryggi þar sem það er nú þegar mest, en með því ykist misrétti í umferðaröryggi. Stefnumótun í samgöngumálum felur í sér forgangsröðun í heilbrigðismálum þar sem jafnrétti einstaklinga til öryggis og heilbrigðis fer ekki alltaf fyllilega saman við hagræðingarsjónarmið og hagsmuni meirihlutans

    Vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins frá öðrum byggðarlögum á Suðvesturlandi

    Get PDF
    Á undanförnum árum hafa landsbyggðir í seilingarfjarlægð frá borgarsvæði Reykjavíkur vaxið talsvert hraðar en höfuðborgarsvæðið sem slíkt. Í þessari rannsókn er vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins metin í samanburði við vinnusókn innan heimabyggðar og til annarra byggðarlaga í viðkomandi landshluta. Sérstaklega verður litið til áhrifa kyns, aldurs, menntunar og tegundar starfs á vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins eftir byggðarlögum. Rannsóknin byggir á gögnum um vinnusókn frá einstökum landshlutum til höfuðborgarsvæðisins sem Gallup safnaði fyrir Byggðastofnun í blandaðri net- og símakönnun árið 2017. Niðurstöður sýna að vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins er mikilvægur hluti vinnumarkaðar á suðvestursvæðinu, sérstaklega á svæðinu frá Vogum á Vatnsleysuströnd að Akranesi, Þorlákshöfn og Hveragerði. Vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins er mikilvægari fyrir karla en konur og meðal yngra fólks tengist háskólamenntun aukinni vinnusókn til borgarinnar. Vinnusóknin er mest meðal fólks í tækni og vísindum, stjórnsýslu, félags- og menningarstarfsemi en minnst meðal þeirra sem starfa við frumframleiðslu eða fræðslustarfsemi. Að Vogum á Vatnsleysuströnd undanskildum er þó langt frá því að vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins eða annarra byggðarlaga sé helsti atvinnuvegur íbúa suðvestursvæðisins. Flestir sækja vinnu í heimabyggð og víðast hvar sækja fleiri vinnu til annarra byggðarlaga á sama landsvæði en til höfuðborgarsvæðisins.Peer reviewe

    Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla

    Get PDF
    Peer reviewe

    Íslenskar landsbyggðir og byggðafélagsfræði

    Get PDF
    Peer reviewe

    Stefna íslenskra stjórnvalda og vöxtur ferðaþjónustu á jaðarsvæðum : Áhrif Héðinsfjarðarganga í Fjallabyggð

    Get PDF
    Peer reviewe

    Adolescent health survey: Sexual orientation and perceived life-satisfaction

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textThe main purpose of this study was to compare self-assessed life-satisfaction of homosexual and heterosexual adolescents. We used data from the Icelandic part of an international study on health and behaviour of school-aged children that started as an initiative of the World Health Organization. Half of all 10th grade students in Iceland answered a questionnaire where sexual orientation was identified. Student’s life-satisfaction was measured using a visual analogue scale. Around 2% of both girls and boys reported romantic feelings for someone of the same sex and 2% of boys and 1% of girls reported same-sex experience (intercourse). Girls that reported same sex romantic feelings were significantly less satisfied with their life. Both boys and girls that reported same sex experience had lower life-satisfaction scores. Our results indicate that homosexual adolescents have lower life-satisfaction than their heterosexual counterparts. Lesbian girls seem especially affected.Megin markmið rannsóknarinnar var að bera saman mat samkynhneigðra og gagnkynhneigðra unglinga á eigin lífsánægju. Notuð voru gögn úr íslenskum hluta alþjóðlegrar könnunnar á heilsu og lífskjörum skólanema (Health Behaviour in School-Aged Children) sem unnin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Helmingur allra nemenda í 10. bekk, alls 1.984 einstaklingar, svöruðu spurningalista þar sem sérstaklega var spurt um samkynhneigð. Lífsánægja nemanna var metin á sjónhendingakvarða. Um 2% bæði stelpna og stráka sögðust hafa verið skotin í einhverjum af sama kyni en 2% stráka og 1% stelpna höfðu sofið hjá einhverjum af sama kyni. Stelpur sem höfðu verið skotnar í öðrum stelpum reyndust marktækt óánægðari með lífið en aðrir hópar. Strákar sem höfðu sofið hjá strákum og stelpur sem hafa sofið hjá stelpum komu einnig marktækt verr út úr lífsánægjumælingunni. Niðurstöður okkar benda til þess að samkynhneigðir unglingar meti lífsánægju sína mun lakari en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra gera og er lífsánægja samkynhneigðra stelpna síst

    The role of alcohol consumption in adolescent emergency room visits at Landspitali University Hospital, Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: The records of the emergency room of Landspitali University Hospital in Iceland provide important information on the prevalence and incidence of various problems. The objective of this research is to evaluate the reliability of data concerning the visits of adolescents under the influence of alcohol. Data AND METHODS: Records of visits to the Emergency Room of Landspitali University Hospital by 14-16 year old capital region adolescents are compared with the results of a survey in early 2003. The correspondence between hospital records and adolescent self-reports is compared to the correspondence between records and self-reports of the presence of alcohol in visits. RESULTS: In all cases students report more emergency room visits than are recorded by Landspitali University Hospital. The difference is 4.2% (+/- 0.6%) in accident visits and 2.2% (+/- 0.2%) in violence visits. In the case of the presence of alcohol in visits the difference is 9.3% (+/- 0.4%) between hospital records (0.2%) and adolescent self-reports (9.5%). CONCLUSION: The records of Landspitali University Hospital are not a valid source of information on alcohol-related problems among adolescents. About one in ten adolescents in the capital region of Iceland claim to have visited an emergency room because of their own alcohol consumption but hospital records of the presence of alcohol only include about 1/60 of that number.Tilgangur: Skráning á slysa- og bráðadeild Land-spítala Fossvogi veitir mikilvægar upplýsingar um algengi og tíðni margvíslegra vandamála. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta hversu áreiðanleg þessi skráning er þegar kemur að komum unglinga undir áhrifum áfengis á slysa- og bráðadeild. Aðferðir og gögn: Skráning á komum 14-16 ára unglinga á höfuðborgarsvæðinu á slysa- og bráðadeild Landspítala á árinu 2002 er borin saman við svör sama hóps við spurningalistakönnun í upphafi árs 2003. Borið er saman samræmi í skráningu sjúkrahússins og svörum nemendanna varðandi komur vegna slysa og ofbeldis annars vegar og hins vegar samræmi í skráningu og svörum hvað varðar komur þar sem áfengi kom við sögu. Niðurstöður: Nemendur segja í öllum tilvikum frá fleiri komum á slysa- og bráðamóttöku en skráðar eru hjá slysa- og bráðadeild Landspítala. Þessi munur er 4,2% (± 0,6%) í komum vegna slysa og 2,2% (± 0,2%) í komum vegna ofbeldis. Hvað varðar hlut áfengis í komum á slysa- og bráðadeild munar hins vegar 9,3% (± 0,4%) á skráningu sjúkrahússins (0,2%) og svörum nemenda (9,5%). Ályktun: Skráning slysa- og bráðadeildar Land-spítala veitir ekki áreiðanlegar upplýsingar um áfengisvandamál unglinga sem þangað leita. Liðlega tíundi hver unglingur á höfuðborgarsvæðinu segist hafa komið á slysa- og bráðamóttöku vegna áfengisneyslu sinnar en skráning sjúkrahússins á komum þar sem áfengi kom við sögu er aðeins um 1/60 af þeim fjölda

    The Integration of Immigrants in Iceland : Subjective indicators of integration based on language, media use, and creative practice

    Get PDF
    This PhD project investigates aspects of immigrants’ integration in Iceland based on language use, media use, and creative practice. Traditionally, studies present integration as a linear process focussing on objective measures. Less attention has been paid to the immigrants’ subjective perceptions of integration, which provide insights into immigrants’ personal evaluations of integration processes. Integration, in this thesis, is understood as a multifaceted process covering social, economic, and political factors and subjective perceptions (life satisfaction and immigrants’ trust in the receiving society.) This thesis aims to answer the research question of how immigrants in Iceland experience integration. Statistical analysis of quantitative data conducted amongst immigrants (N=2139) and Icelanders (N=3395) was combined with qualitative analysis of interviews (N=15). In addition, this thesis incorporates a cross analysis of the research conducted and studies conducted by the article co-authors in Iceland, a comparative approach combining research conducted in Iceland and in the Faroe Islands by a co-author of an article, and an analysis of an artistic event at the Reykjavík City Library. Immigrants’ embeddedness in the receiving society was most relevant for their life satisfaction in the receiving society. The immigrants’ linguistic profile was less pertinent, challenging the common notion of language as being key to integration. Immigrants were generally motivated to learn Icelandic, but immigrants also recognized limitations to linguistic integration considering prevailing language attitudes and a lack of quality courses that are accessible. Immigrants simultaneously participate in multiple online and offline communities. Those who are frequently in contact with their countries of origin through media and social media were less involved in their receiving communities offline but more involved online. Findings show that integration is a highly contextual, individual experience conditioned by the immigrants’ aspirations and capabilities and the framework provided by the receiving society. Immigrants can further experience feelings of belonging and integration in multiple communities simultaneously

    Rannsóknir á hassneyslu Reykjavíkuræskunnar

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÁ síðustu tveimur áratugum hefur hassneysla meðal íslenskra ungmenna talsvert verið rannsökuð. Niðurstöður margra helstu rannsókna á þessu sviði hafa enn ekki verið birtar, og ýmsum erfiðleikum er bundið að bera saman niðurstöður annarra rannsókna. Í þessari grein eru rakin aðferðafræðileg vandamál sem tengjast túlkun og samanburði á niðurstöðum fíkniefnarannsókna. Jafnframt eru raktar og útfærðar leiðir við að nota vikmörk hlutfalla við að leggja mat á þróun lágra stika í litlu þýði. Gefið er yfirlit yfir helstu rannsóknir, og þær bornar saman eftir því sem hægt er. Árgangagreining á rannsóknaniðurstöðum um útbreiðslu hass meðal 16, 18 og 20 ára skólanema í Reykjavik leiðir í ljós að hassneysla jókst frá fyrri hluta áttunda áratugarins til fyrri hluta þess níunda. Undir lok níunda áratugarins dró verulega úr neyslunni í öllum aldurshópum, en hún virðist vera að aukast á ný meðal framhaldsskólanema.In the last two decades considerable research has been conducted on the use of cannabis among Icelandic youth. Findings of many of the largest research projects in this field have to date not been published, and comparison of other research results is problematic. In this paper some of the methodo-logical problems of interpretation and comparison of drug use research are raised. Ways of using confidence intervals to evaluate low parameters in small populations are presented and elaborated. An over-view of the research projects is presented and results compared where possible. A cohort analysis of cannabis prevalence among \6i 18 and 20 year old students in Reykjavik shows that use of cannabis increased from the early seventies to the early eighties. By the late eighties cannabis use decreased in all three age groups, but may be increasing again among older students
    corecore