63 research outputs found

    Bilið brúað milli bráðadeildar og hefðbundinnar göngudeildar þjónust: reynslan af sérhæfðri endurhæfingardeild (D28)

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Endurhæfing einstaklinga með alvarlega geðfötlun er flókið og margbreytilegt ferli sem tekur á öllum þáttum meðferðar. Hún krefst þolinmæði og fagmennsku margra meðferðaraðila. Frá upphafi verður að gera ráð fyrir löngu bataferli (1) Ýmis áföll og sjúkdómar geta orðið til þess að skjólstæðingur getur ekki nýtt hæfileika sína og getu til þess að sjá sér farborða og staðist kröfur samfélagsins. Heilsa og heilsuleysi er oft sett fram sem andstæður en í raun er heilsuleysi oft einskonar ferli, veikleiki á einhverju sviði sem birtist og þróast við vissar aðstæður og á þetta ekki síst við um marga geðsjúkdóma (1). Í þessum tilvikum er sjúkdómurinn hluti af lífi þessa fólks. Ljóst er að þegar sjúkdómurinn hindrar virka þátttöku einstaklinga í samfélaginu, er árangursrík meðferð og endurhæfing ásamt eftirfylgni forsenda þess að þeir geti aðlagast samfélaginu að nýju. Þannig má segja að endurhæfing feli í sér tvo megin þætti. Annars vegar meðferð sjúkdómsins sem hindrar sjúklinginn í þátttöku í eðlilegu lífi og hins vegar vinnu sjúklingsins að eigin aðlögun að samfélaginu og ábyrgð á eigin lífi. Einnig er mikilvægt að tekið sé tillit til þjóðfélagslegra aðstæðna. Áríðandi er að læknismeðferð og vinna þverfaglegra hópa meðferðaraðila sé stunduð samhliða, í nánu samstarfi við skjólstæðinginn og aukin áhersla sé lögð á reglulega eftirfylgni (2). Nú í dag eru til fjölmargar aðferðir og áætlanir fyrir endurhæfingu. Margar grundvallarreglur og einstakir þættir þeirra eru hluti af flestum áætlunum og hér á eftir eru settar fram nokkrar grunnreglur og hugtök úr ólíkum meðferðaráætlunum sem hafa mótað starfið á deild 28 (3). Allt fólk hefur getu til að þroskast og þeir sem búa við hindranir vegna sjúkdómseinkenna, geta bætt líkamlega og tilfinningalega hæfni sína

    The Wicked Problem of Regional Development Policy in Iceland

    Get PDF
    This paper forms a part of a larger project sponsored by the European Union ́s Hori-zon 2020 research and innovation programme, which goes by the acronym ArcticHubs: Global drivers, local consequences: Tools for global adaption and sustainable develop-ment of industrial and cultural Arctic “hubs”, (https://projects.luke.fi/arctichubs/), under the grant agreement No. 869580. We would like to thank our anonymous reviewers for valuable comments and suggestions which have led to significant improvement of this paperWith increasing globalization, the influence of global drivers on local livelihood and prosperity is becoming more apparent at the local level. Global drivers are for the most part driven by economic incentives and often disregard sustainable rural development. This paper uses a political economy perspective to investigate how global impacts are affecting regional development policy. This is accomplished via content analysis and literary study of regional development policy documents post-2000 in Iceland, recognized as a predominately rural island nation. Contributing to the literature on public administration and policy in Iceland and elsewhere, the paper argues that regional development and sustainability in rural regions is a wicked problem and emphasises the importance of a holistic perspective in sustainable regional and rural development. Conclusions suggest that place-specific, nuanced approach needs to be taken to meet the demands of sustainable development. As influenced by the new regionalism, places, and the communities within them, differ in environmental, economic, social, and cultural ways. The uniqueness of places underpins the vital importance of inhabitants ́ participation in decision making. Moreover, addressing wicked problems at the community level is an easier and a more transparent way to diagnose and manage issues of concern.Peer reviewe

    Meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Innan heilbrigðiskerfisins er sífellt verið að leita leiða til að tryggja sem best gæði þeirra þjónustu sem er veitt. Í mörgum nágrannalöndum okkar hefur verið lögð áhersla á að veita öndvegisþjónustu við lok lífs bæði á líknarheimilum (e. hospice) og á líknardeildum (e. palliative care units) og hefur Bretland verið þar fremst í flokki. Hins vegar deyr þar á landi einungis lítill hluti sjúklinga á líknarheimilum eða líknardeildum (4% árið 2003) en um 56% á sjúkrahúsum (Murphy o.fl., 2007). Til samanburðar áttu 53% andláta sér stað á sjúkrahúsum á Íslandi árið 2008 og um 8% allra andláta á landinu voru á líknardeildunum tveimur á Landspítala (LSH). Í Bretlandi þótti mikilvægt að koma hugmyndafræði og skipulagi umönnunar og meðferðar, sem veitt er á líknarheimilum, yfir á aðrar stofnanir þar sem sjúklingar deyja. Liverpool Care Pathway for the dying, sem þýtt hefur verið á íslensku meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga, var þróað sem samstarfsverkefni milli Marie Curie Cancer Care stofnunarinnar í Liverpool og Háskólans í Liverpool. Markmið þess var að færa hugmyndafræði líknar um umönnun og meðferð sjúklinga síðustu klukkustundir eða daga lífsins frá líknarheimilum yfir á aðrar stofnanir, svo sem sjúkrahús og öldrunarstofnanir. Með meðferðarferlinu er reynt að tryggja deyjandi sjúklingum ákveðin gæði í umönnun og meðferð við lok lífs, sama hvar þeir liggja, sem og að tryggja stuðning við aðstandendur bæði fyrir og eftir andlát ástvinar þeirra. Á sama tíma er stefnt að því að auka þekkingu og færni heilbrigðisstarfsfólks varðandi umönnun og meðferð á síðustu dögum lífs (Ellershaw og Wilkinson, 2003; Jack o.fl., 2003; Gambles o.fl., 2006)

    Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II : um hjúkrun sjúklinga á skurðdeildum [rafbók]

    Get PDF
    Titill á kápu á: Hjúkrun aðgerðasjúklinga IINeðst á síðunni er hægt að nálgast bókina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)- ÚR FORMÁLA - Bók þessi er önnur bóka í röðinni sem ber heitið: Aðgerðarsjúklingar liggja ekki aðgerðalausir og er innihald bókarinnar byggt á verkefnum hjúkrunarfræðinga sem stunduðu nám á meistarastigi í hjúkrun skurðsjúklinga við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Innihald bókarinnar verður hvati til umræðu og til þróunar á hjúkrunarmeðferðum aðgerðasjúklinga. Nokkrir hjúkrunarfræðingar sem starfa á handlækningadeildum Sjúkrahússins á Akureyri eru í hópi þeirra sem eiga verkefni í bókinni, en hjúkrunarfræðideildin hefur undanfarin ár skapað hjúkrunarfræðingum jafnræði óháð búsetu til framhaldsnáms í hjúkrun. Aukin þekking þessara hjúkrunarfræðinga í hjúkrun aðgerðasjúklinga verður ómetanlegur styrkur fyrir hjúkrunina á sjúkrahúsinu og stofnunina í heild sinni. Mikil þrýstingur hefur verið undanfarin ár á almenna hjúkrunarfræðinga og stjórnendur í hjúkrun innan íslenska heilbrigðiskerfisins að þróa meðferðarárangur í hjúkrun, auka afköst um leið og krafan hefur verið um að lækka kostnað. Í dag og næstu ár verður staðan í ríkisfjármálum þannig háttað að kröfur verða gerðar um meiri hagræðingu en með þeim formerkjum að aðgengi íbúa skerðist ekki né innihald þjónustunnar. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar taki ríkan þátt í þeim breytingum sem verða ákveðnar og hver og einn hjúkrunarfræðingur standi vörð um menntun og störf hjúkrunarfræðinga og það sem hefur áunnist í stöðu og þróun hjúkrunar sem fræðigreinar til heilla fyrir skjólstæðinga okkar.Í þágu sjúklingaFasta fyrir skurðaðgerð : „ekkert eftir miðnætti” er gömul klisjaEr þinn sjúklingur í hættu á vannæringu? Hlutverk hjúkrunarfræðinga í næringarmeðferð eldri sjúklinga sem fara í kransæðahjáveituaðgerðHlutverk næringar í sáragræðsluÁhættumat og varnir gegn myndun þrýstingssáraSárameðferð með sárasuguÁhrif fótanudds á svefn eldri skurðsjúklingaFóta- og handanudd sem viðbótarmeðferð við verkjum eftir hjáveituaðgerð á hjarta (CABG)Verkjameðferð við drentöku úr brjóstholi : bætir staðdeyfing á húð verkjameðferðina?Verkjamat aldraðra eftir skurðaðgerðBráðaverkjameðferð aldraðra á bæklunarskurðdeildVerkjamat hjá börnum eftir skurðaðgerðSamskipti og samvinna hjúkrunarfræðinga og læknaViðbrögð kvenna sem fara í endursköpun á brjóstum eftir brjóstnám vegna krabbameinsÚtskriftaráætlun eftir skurðaðgerð vegna brjóstakrabbameinsÚtskrift sjúklinga eftir mjaðmarbrotSjúklingafræðsla : símaeftirfylgd eftir hjartaskurðaðger

    Networking in Fisheries Research

    No full text
    A Network in Fisheries Research was launched at the TAFT 2003 conference in Reykjavik. This was the first joint Trans Atlantic Fisheries Technologists conference of the Western European Fisheries Technologists´ Association (WEFTA) and the Atlantic Fisheries Technology Conference (AFTC)

    Heilsuvernd á vinnustað: Áhættuþættir í skrifstofurými

    No full text
    Verkefnið er lokað til júlí 2008Gott vinnuumhverfi hefur áhrif á heilsu, öryggi og afköst vinnandi einstaklinga. Á Íslandi hafa verið sett lög um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (nr. 46/1980) til að tryggja gott vinnuumhverfi fyrir alla. Þessum lögum er ætlað að tryggja starfsumhverfi sem er öruggt og heilsusamlegt og í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu. Vinnueftirlit ríkisins er sú stofnun sem á að sjá til þess að fyrirtæki fari eftir þessum lögum. Því er ætlað að stuðla að öruggu og heilsusamlegu starfsumhverfi og markvissu forvarnarstarfi með vinnustaðaeftirliti, sérhæfðri þjónustu, rannsóknum og fræðslu. Til þess að tryggja það þarf að huga að mörgum þáttum t.d. staðsetningu verkstöðva, uppröðun búnaðar, vinnustól vinnuborði, innilofti og birtu. Markmið verkefnisins var að draga fram þá þætti sem geta valdið heilsutjóni í vinnuumhverfi 12 einstaklinga sem vinna saman í skrifstofurými. Til að leiða verkefnið var sett fram rannsóknarspurning. Hvaða áhættuþættir leynast í starfsumhverfi 12 einstaklinga sem vinna saman í skrifstofurými? Með því að þekkja áhættuþætti starfsins er hægt að bæta starfsumhverfið, veita starfsmönnum fræðslu um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og þar með fyrirbyggja hugsanlegt heilsutjón af völdum vinnuumhverfis. Beitt var tilviksathugun þar sem margar mismunandi aðferðir voru notaðar við gagnaöflun og lýsandi tölfræði við gagnagreiningu. Niðurstöður sýndu að ýmislegt væri gott í umhverfinu og enginn starfsmaður í mikilli áhættu gagnvart vinnutengdum álagsmeiðslum. Þó voru þættir sem ekki voru samkvæmt stöðlum um heilsusamlegt umhverfi þar ber helst að nefna að mengandi vélar eins og ljósritunarvél og prentari voru ekki í sérrými og engin staðbundin loftræsting var fyrir tækin

    Einstofna mótefna nýrnasjúkdómar: Birtingarmynd og umfang

    No full text
    Inngangur: Góðkynja einstofna mótefnahækkun (monoclonal gammopathy of undetermined significance, MGUS) er til staðar í um 4.2% einstaklinga yfir fimmtugt. MGUS er forstig mergæxlis og skyldra illkynja eitilfrumusjúkdóma. Einstaklingar með einstofna mótefnahækkun geta þróað með sér langvinnan nýrnasjúkdóm (LNS) vegna áhrifa einstofna mótefna á nýru. Slíkir nýrnasjúkómar tilheyra sérstökum sjúkdómsflokki og kallast einu nafni einstofna mótefna nýrnasjúkdómar (monoclonal gammopathy of renal significance, MGRS). Vísbendingar eru um að MGUS eitt og sér geti orsakað MGRS en umfang þess og áhætta er ekki þekkt. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl milli MGUS og LNS og sérstaklega MGRS til að meta tíðni þess og áhættu hjá einstaklingum með MGUS. Efni og aðferðir: Rannsóknin byggir á gögnum rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar sem er fyrsta lýðgrundaða skimunarransóknin á MGUS sem gerð hefur verið á heilli þjóð. Í rannsóknarþýðinu voru allir þátttakendur sem höfðu verið skimaðir fram að 24. júní 2020, samtals 62.378 manns. Skimunarniðurstöður voru samkeyrðar við miðlægan rannsóknarstofugagnagrunn (FlexLab) sem inniheldur allar kreatínínmælingar og próteinmælingar í þvagi í íslensku heilbrigðiskerfi. Auk þess voru vefjafræðigreiningar á nýrnasýnum samkeyrðar við gögnin, yfirfarnar og skráðar inn í staðlað skráningarform. Kannað var hvort MGUS tengdist LNS og hvort MGUS tengdist próteinmigu eða sérlega skertri nýrnastarfsemi (gaukulsíunarhraði < 30ml/mín/1,73m2) hjá einstaklingum með LNS með tvíkosta aðhvarfsgreiningu þar sem leiðrétt var fyrir aldri og kyni. Auk þess var tíðni MGRS og ólíkra vefjagreininga reiknuð og borin saman eftir því hvort einstaklingar höfðu MGUS eða ekki. Niðurstöður: Rannsóknarþýðið samanstóð af 62.378 manns og af þeim höfðu 3.885 (6,23%) einstaklingar MGUS. Stærsti hluti þeirra eða 51,5% var með léttkeðju MGUS. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt samband milli MGUS og langvinns nýrnasjúkdóms. Ekki reyndust heldur marktæk tengsl milli MGUS og próteinmigu eða sérlega skertrar nýrnastarfsemi í LNS. Af öllum þeim sem höfðu farið í nýrnasýnatöku var tíðni MGRS 9,7% hjá þeim sem höfðu MGUS en aðeins 0,8% hjá þeim höfðu ekki MGUS. Ályktanir: MGUS virðist ekki stór orsakaþáttur LNS í almennu þýði eða í þýði einstaklinga með MGUS. Forstigið virðist heldur ekki tengjast próteinmigu eða sérlega skertri nýrnastarfsemi, þeim tveim sjúkdómsþáttum LNS sem skoðaðir voru í rannsókninni. Einnig benda niðurstöður til þess að MGRS sé ekki eins algengt og áður hefur verið talið
    corecore