1,257 research outputs found

    Sængurleguþjónusta á Íslandi samanborið við önnur OECD lönd: fyrirkomulag og kostnaður

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangurinn með þessari grein var að kanna sængurleguþjónustu OECD1 landa,kostnaðartengdar rannsóknir á henni og kostnaðaráhrif þess ef Ísland hefði fylgt þróun nágrannalanda sinna í þeirri þjónustu. Sængurlega hefur verið nefnd Öskubuska barneignarþjónustunnar þar sem hún hefur gjarnan verið hornreka í rannsóknarumhverfinu og heilbrigðiskerfinu. Þó er ljóst að stuðningur og eftirlit er afar mikilvægt fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Vegna krafna um hagkvæmari rekstur í heilbrigðisþjónustu hefur sængurlega á stofnunum stytst jafnt og þétt síðustu áratugina. Ekki er alltaf leit að hagkvæmustu leiða til að veita þjónustu á þessu tímabili en sjúkrahúslega er með dýrari kostum, sérstaklega í ljósi rannsóknarniðurstaðna um að hún uppfylli ekki þarfir nýrrar fjölskyldu um stuðning eftir fæðingu. Tilfærsla þjónustu í sængurlegu úr dýrari sjúkrahúsþjónustu yfir í ódýrari þjónustu utan sjúkrahúsa er skýrt dæmi umhvernig hagræða má í heilbrigðisþjónustu. Niðurstöður greinarinnar voru þær að rannsóknir benda til hagkvæmni heimavitjana í sængurlegu en fleiri rannsókna er þörf á kostnaðarábata mismunandi þjónustuforma í sængurlegu, enda eru skýrar vísbendingar um tækifæri til hagræðingar. Miðað við þróun sængurleguþjónustu í Noregi sem sambærilegu landi, benda niðurstöður greinarinnar til að hundruðir milljóna hafi sparast árlega vegna styttingar sængurlegu á Landspítala vegna heimaþjónustu ljósmæðra

    Work injuries of 13-17-year-old Icelanders: Causes and consequences.

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnSpurningalisti var lagður fyrir 2000 manna tilviljunarúrtak 13-17 ára ungmenna í Þjóðskrá 2008. Svarhlutfallið var 48,8%. Spurt var í lokaðri spurningu hvort ungmennin hefðu orðið fyrir vinnuslysi og um alvarleika slyssins í opinni spurningu um áverka og slysavalda. ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Introduction: The aim of the research is to investigate work injuries among 13-17-year-old teenagers in Iceland, their causes and seriousness. Firstly, the prevalence of work injuries among the age-group is examined, as is the length of their absence from work, as well as the gender and age differences of both factors. Secondly, the type and the cause of the injuries are investigated. Thirdly, the most serious injuries and their causes are studied further. Material and methods: A survey was carried out amongst 2000 teenagers, aged 13-17, randomly selected from the Registers Iceland. The response rate was 48.4%. The teenagers were asked in a closed question about whether they had had an accident at work, and in an open one about the type and cause of the injury. A Chi-square test was used to test statistical significance: 95% confidence interval (CI). Results: A fifth of the young people had had an accident at work, one quarter of the injured workers were absent from work because of the injury of which 5.9% for more than a week. The percentage of injured workers increases with age and has reached 30,7% among the 17-year-olds. Cuts and sprains were the most common injuries, whereas back injuries and bone fractures caused the longest absences. Sharp instruments were the most common cause of an injury, but lifting/carrying a (heavy) object as well as a fall of an object caused the longest absences. Conclusion: The prevalence of young workers' injuries and the seriousness of some of these injuries are of concern. In addition to education on occupational health and safety (OHS) and OHS training, future research must analyse if their labour market position threaten the young people's safety, and if it is the case, how to prevent it

    Guessing our colleagues’ gay and lesbian identities can be harmful

    Get PDF
    Problems can arise when identities and stereotypes are either matched or mismatched, writes Anna Einarsdótti

    When Unit Blocks Came to Gardaborg

    Get PDF
    Unit blocks have probably been used in some Icelandic preschools since 1950 or 1960, but a turning point occurred when one of the author\u27s teachers from the Iceland University of Education (Fosturskoli Islands), Jonina Tryggvadottir, returned from studying with Harriet Cuffaro at Bank Street College in New York City

    Democracy, care and competences in National Curriculum Guidelines for Preschools

    Get PDF
    Í rannsókninni sem kynnt er í þessari grein er sjónum beint að þeim gildum og því gildismati sem fram kemur í stefnu leikskóla á Íslandi. Gildin lýðræði, umhyggja og hæfni voru einkum til skoðunar og voru þau valin þar sem þau mynda rauðan þráð í Norrænum leikskólanámskrám. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á þeim gildum sem sett eru fram í Aðalnámskrá leikskóla (2011) og starfsfólki íslenskra leikskóla er ætlað að miðla til leikskólabarna. Rannsóknin er hluti af norrænu rannsóknarverkefni, Values education in Nordic preschools: Basis of education for tomorrow, sem styrkt var af NordForsk. Verkefnið hafði það að markmiði að rannsaka þau gildi sem norrænir leikskólar byggja starf sitt á og skoða og greina hvernig þeim gildum er miðlað til leikskólabarna. Í þeim hluta rannsóknarinnar sem hér er kynnt var þemagreining notuð til að leita uppi og greina mynstur í námskránni og málfarsleg greining var jafnframt gerð á textanum. Niðurstöðurnar varpa ljósi á það hvernig gildin lýðræði, umhyggja og hæfni birtast í aðalnámskránni.In the study presented in this article, the focus is on the values identified in Icelandic preschool policy. The aim of the study is to explore how the Icelandic national curriculum guidelines for preschools frame values education and how Icelandic preschool educators are expected to communicate them to preschool children (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). A particular focus is placed on the values of democracy, caring, and competence. These values were chosen because they have been found to form a leitmotif running throughout Nordic curricula for preschools (Einarsdottir, Puroila, Johansson, Broström, & Emilson, 2015). The following research questions guided the study: • What does the national curriculum say about participation and responsibilities of children in the preschool community? • How is the concept of care presented in the national curriculum? • What competencies does the national curriculum emphasize? The study is part of a larger Nordic project, Values education in Nordic preschools: Basis of education for tomorrow, the aim of which is to explore values education from various perspectives, including policy levels, institutional levels, and personal levels. Values are defined as principles that guide human actions and by which actions are judged to be good or desirable (Halsted & Taylor, 2010). Values education as a concept refers to educational practices through which children are assumed to learn societal values, as well as the norms and skills grounded in those values (Halstead & Taylor, 2000; Thornberg, 2008). The Nordic study applied Habermas’s (1987 theoretical ideas of communicative actions, the life-world, and the system. While the life-world is related to an inside perspective; that is, the participant’s point of view, the system relates to an outside perspective; that is, the spectator’s point of view. Here, the focus is on the system level, namely, the values embedded in Icelandic national curriculum guidelines for preschools. Thematic research analysis described by Braun and Clarke (2006) inspired the analysis of the curriculum guide. Thematic analysis is characterized by flexibility and involves searching across a data set to identify, analyze, and report patterns. A theme captures important aspects of the data in relation to the research questions and represents some level of meaning within the data set. An inductive analysis was also performed; that is, the themes identified were strongly linked to the data and the coding. In addition to a thematic analysis of the documents, a language-based approach was applied to the study. Key words related to democratic, caring, and competence values were selected, counted and categorized. The findings of the study provide knowledge about the values of democracy, caring, and competency in the Icelandic national curriculum guidelines for preschools. The findings shed light on how these values are presented in the curriculum and reveal different dimensions and meanings of the three value fields. Democracy is a prominent value in the document. Emphasis is placed on the importance of children not only learning about democracy but also having opportunities to understand and exercise democracy in the preschool setting. Democratic values are, on the one hand, pointed toward the individual and, on the other hand, toward the group. Care is widely discussed in the document and presented both as the fulfillment of basic needs and as an ethical relationship. Emphasis is placed on children learning to show other children respect and empathy as well as their right to experience sympathy and support from others. Concepts connected to competence values are highly prioritized in the curriculum. The competence values concern both a “how” aspect and a “what” aspect of children’s learning and development; that is, what children should learn and the methods the preschools should use to support their learning. Competence values concern both sociality and academic skills. Social competence is in the forefront in the curriculum and means interacting with other people, participating in society, and understanding social circumstances. Socio-emotional factors related to the individual, such as the development of self-esteem, self-image, and self-confidence, are also mentioned. Learning areas or content areas of the preschool curriculum are described in the curricular texts, and emphasis is placed on their integration and on meeting the interests of individual children.Peer Reviewe

    Mónóhýdrat kalsíumoxalat kristallar í þvagi

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAð kvöldi konudagsins, sunnudaginn 18. febrúar, barst til rannsóknar á Blóðmeinafræðideild LSH í Fossvogi þvagsýni frá Slysaog bráðadeild G2 í almennar efnamælingar, smásjárskoðun og lyfjaleit. Þvagsýnið var neikvætt með Multistix 8SG strimilsprófi fyrir utan vott af próteinum svo enginn átti von á því að smásjárskoðun leiddi eitthvað sérstakt í ljós. Við smásjárskoðun sást að botnfall þvagsýnisins var laust við allar frumur og afsteypur en var þakið einkennilegum kristöllum sem við höfðum aldrei séð áður. Við flettum upp í þeim bókum sem til eru á rannsóknarstofunni, bæði gömlum og nýjum, og fundum þar upplýsingar og myndir sem bentu til þess að þessir kristallar væru hippuricsýrukristallar. Við lásum okkur til um þá og fundum meðal annars að þeir væru leysanlegir í alkóhóli og óleysanlegir í ediksýru, hafi enga klíníska þýðingu og myndist eftir meltingu á ávöxtum og grænmeti sem innihalda mikið af benzoicsýru [1]. Við athuguðum síðan leysanleika þessara óþekktu kristalla og komumst að því að þeir leystust hvorki upp í alkóhóli né ediksýru og tókum þá ákvörðun að svara smásjárskoðuninni með athugasemd á þá leið að hér væri um að ræða kristalla í þvagi sem líktust hippuricsýrukristöllum í útliti

    Warfarin anticoagulation intensity in specialist-based and in computer-assisted dosing practice

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBackground: The efficacy and safety of oral anticoagulation (OA) with vitamin K antagonists depends on maintaining anticoagulation intensity, measured as international normalized ratio (INR), within defined target ranges. Study aim and methods: We assessed the quality of our current software-assisted warfarin dosing in the year 2006 in 941 unselected consecutive patients on stable OA with atrial fibrillation (AF), venous throm- boembolism (VTE) and prosthetic heart valves (PHV) by comparing it to our previous cardiologist based dosing practice in 1992 when a study was done on 241 comparable patients. Results: Over 14 years, the proportion of INR’s that measured within target range increased in all three groups, i.e. in AF patients (target range INR 2.0 – 3.0), from 43% in 1992 to 65% in 2006 (increase of 49%, p<0,0001), in VTE patients (target range INR 2.0 – 3.0) from 35% in 1992 to 65% in 2006 (increase of 86%, p< 0,0001) and in patients with PHV (target range INR 2.5 – 3.5) from 30% to 51% (increase of 70%, p< 0,01). Conclusion: The current software-assisted dosing practice improves anticoagulation controlInngangur: Segavarnarmeðferð felst í því að sjúklingur fær kúmarínlyf sem eru K-vítamínhemlar (KVH). Lyfin hindra myndun eðlilegra K-vítamínháðra storkuþátta í lifur og eiga með því að hindra myndun blóðsega. Próthrombín - próconvertín próf (PP) er mælt á plasma sjúklings og reiknað er út hlutfall sem kallast international normalized ratio (INR) sem lyfjaskammturinn ræðst af. Tilgangur: Að bera saman blóðþynningu sjúklinga sem voru í segavarnarmeðferð á Landspítalanum árið 1992 og á Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) árið 2006. Sjúklingarn- ir voru með þrenns konar ábendingar fyrir segavörn: gáttatif (AF, atrial fibrillation), bláæðasega með eða án segareks til lungna (VTE, venous thromboembolism) og gervihjartalokur (MHV, mechanical heart valves). Efniviður og aðferðir: Úrtakið í rannsókninni frá árinu 1992 var 241 sjúklingur, 151 karl og 90 konur, meðalaldur 63,8 ár. Hópur hjartalækna skammtaði segavarnarlyfin samkvæmt INR. Í rannsókninni árið 2006 var úrtakið 941 sjúklingur, 626 karlar og 315 konur, meðalaldur 72,6 ár. Lyf voru skömmtuð eftir INR af sérhæfðu starfsfólki Blóðmeinafræðideildar LSH með hjálp breska tölvuforritsins DAWN AC sem gerir tillögu um lyfjaskammt. Með síðustu INR mælingu hjá hverjum sjúklingi á ákveðnu tímabili voru sambærilegir ábendingarhópar úr rannsóknunum árið 1992 og árið 2006 bornir saman. Niðurstöður: Sjúklingar með AF voru innan markgilda INR 2,0 - 3,0 í 43% tilvika árið 1992 og 65% tilvika árið 2006 (49% aukning, p< 0,0001) og sjúklingar með VTE í 35% tilvika og 65% tilvika (86% aukning, p< 0,0001). Sjúklingar með MHV voru innan markgilda INR 2,5 - 3,5 í 30% tilvika og 51% tilvika (70% aukning, p<0,01). Ef markgildi INR eru víkkuð um +/- 0,2 eru, í sömu röð árið 1992, 61%, 56% og 48% sjúklinga með INR innan marka. Ef markgildi INR eru víkkuð um +/- 0,2 eru, í sömu röð árið 2006, 83%, 78% og 66% sjúklinga með INR innan marka. Tölvuskammtar voru ýmist auknir eða minnkaðir miðað við það sem tölvuforritið kom með tillögur um í 21% tilvika við markgildin INR 2,0 - 3,0 en í 36% tilvika þegar markgildi INR voru 2,5 - 3,5. Ályktun: Árangur segavarna mældur sem INR sem er innan markgilda hefur batnað verulega á þessum 14 árum en árangur mætti þó vera betri hjá sjúklingum með MHV. Líklegt er að tölvuforritið eigi þátt í þessum árangri en trúlega hafa fleiri samverkandi þættir áhrif

    Kvörðun rauðkornarofsvísis á Vitros 5.1 FS efnagreini

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenRauðkornarof í sermissýnum hefur verið notað sem ábending um gæði forgreiningarfasa í heildarrannsóknarferli lífefnarannsókna, bæði vegna þess að það er algengasti skekkjuvaldur í ferlinu en einnig vegna þess að nýjar rannsóknir benda til þess að með tilkomu sjálfvirkra efnagreina sem mæla rauðkornarof sé með áreiðanlegum hætti hægt að nýta tíðni þess sem gæðavísi fyrir forgreiningarfasa. Sermissýni með rauðkornarofi hafa alltaf verið vandamál klínískra rannsóknarstofa og rannsóknir hafa sýnt fram á að jafnvel sermissýni sem eru með mjög litlu rauðkornarofi eru óhæf til mælinga á ýmsum lífefnum. Efni og aðferðir: Öll sermissýni með rauðkornarofi sem bárust rannsóknarkjarna, blóðmeina- og klínískri lífefnafræði, á rannsóknarsviði Landspítala (RK) í Fossvogi frá 7.–11. janúar 2012 voru mæld með þremur greiningaraðferðum. Mældur var rauðkornarofsvísir (RV) (hemolysis index) á Vitros 5.1 FS efnagreini og magnmælingar á fríum blóðrauða (hemoglobin) gerðar á Plasma/LowHb efnagreini og með aðlagaðri Drabkins-aðferð. Niðurstöður: Greiningaraðferðir RK eru sambærilegar og tengslum þeirra má lýsa með eftirfarandi jöfnu: y=0,0139x-0,0181 þar sem x er niðurstaða RV og y er niðurstaða mælingar með Plasma/LowHb-aðferð í g/L. Frír blóðrauði 1,0 g/L samsvarar því RV 73 á Vitros 5.1 FS efnagreini. Ályktun: Þar sem niðurstöður þessarar rannsóknar eru frábrugðnar öðrum rannsóknum sem birtar hafa verið um kvörðun RV Vitros 5.1 FS þarf sérhver klínísk rannsóknarstofa að sannprófa efnagreina og setja fram eigin verklagsreglur og leiðbeiningar til starfsmanna um hvernig meðhöndla skuli sermissýni með rauðkornarofi miðað við þá efnagreina sem eru í notkun

    Prevalence and diversity of emotional abuse and neglect in childhood in Iceland.

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Uppeldisaðferðir foreldra sem fela í sér ofbeldi geta haft skaðleg áhrif á heilaþroska barna og heilsu þeirra og hegðun til lengri eða skemmri tíma. Umfang og margbreytileiki ofbeldisins er mikilvægur áhrifaþáttur og vanræksla er ein alvarlegasta birtingarmynd þess. Markmið rannsóknarinnar er að skoða algengi og umfang andlegs ofbeldis og vanrækslu sem fullorðnir Íslendingar segja að þeir hafi reynslu af í æsku og hvernig hún hefði áhrif á mat þeirra á uppeldi sínu. Efniviður og aðferðir: Slembiúrtak einstaklinga 18 ára og eldri úr Þjóðskrá Íslands. Viðmælendur voru beðnir um að meta uppeldi sitt og svara spurningum um reynslu af 8 mismunandi formum andlegs ofbeldis og reynslu af vanrækslu í æsku. Niðurstöður: Af 966 viðmælendum svöruðu 663 (69%) að þeir hefðu reynslu af einu eða fleiri af 8 formum andlegs ofbeldis. Þeir sem voru yngri en 30 ára voru 2,9 sinnum líklegri til að segja frá slíkri reynslu borið saman við þá sem voru eldri (95% CI 1,9-4,3). Meiri líkur voru á því að viðkomandi teldi uppeldi sitt slæmt eða ásættanlegt borið saman við gott eftir því sem svör um reynslu af andlegu ofbeldi voru fjölbreyttari (p<0,0001) og umfangsmeiri (p<0,0001). Samtals 105 (11%) töldu sig hafa verið van-ræktir í æsku. Marktækt fleiri karlar en konur höfðu reynslu af andlegu ofbeldi (p=0,0020) en konur af vanrækslu (p=0,0440). Ályktun: Rúmlega 2/3 af fullorðnum Íslendingum segja frá reynslu af einu eða fleiri af 8 formum andlegs ofbeldis í æsku og rúmlega 1/10 af vanrækslu. Uppeldisaðferðum má breyta, meðal annars með fræðslu, félagslegum stuðningi og lagasetningu.Introduction: Parenting styles that include abuse can harm the development of the child's brain with a long or short-term impact on his/her health and behaviour. The scope and diversity of abuse are important determinants, and neglect is one of its most serious manifestations. The aim of the study is to examine the prevalence and diversity of emotional abuse and neglect reported by adult Icelanders in their childhood, and how such experience had influenced their evaluation of their upbringing. Materials and methods: Icelanders 18 years and older were randomly selected from the national population register. They were invited to express their perception of their upbringing, and answer questions regarding their experience of 8 specific forms of emotional abuse in childhood, and neglect. Results: Of 966 interviewees, 663 (69%) had experienced one or more of the 8 forms of emotional abuse. Those younger than 30 years were 2.9 times more likely to have such an experience compared to those who were older (95% CI 1.9 to 4.3). The perception of upbringing as bad or acceptable compared to good was significantly related to the number of forms of emotional abuse applied (p <0.0001) and the scope of its application (p<0.0001). In total 105 (11%) considered that they had experienced neglect in childhood. Significantly more men than women had experienced emotional abuse (p= 0.0020), whereas women reported neglect (p=0.0440). Conclusion: More than 2/3 of adult Icelanders report experience of one or more out of 8 different forms of emotional abuse and 1/10 report neglect. Parenting styles can be changed, e.g. with education, social support, and legislation

    Klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjagjöf við tannlækningar til varnar gegn hjartaþelsbólgu

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÁ Landspítala-háskólasjúkrahúsi hafa verið við lýði í áratugi, vinnureglur um gjöf sýklalyfja til varnar gegn hjartaþelsbólgu. Jafnframt hafa tannlæknar unnið eftir svipuðum vinnureglum m.t.t. varnar gegn hjartaþelsbólgu1. Árið 2002 voru gefnar út ráðleggingar á LSH sem byggðu á leiðbeiningum bandarísku hjartasamtakanna (American Heart Association)2 með upplýsingum um lyfjaval og við hvaða aðstæður beita ætti sýklalyfjaforvörn. Var þem dreift til lækna, tannlækna og sjúklinga sem voru með aukna hættu á að fá hjartaþelsbólgu. Svipaðar vinnureglur hafa einnig verið gefnar út af European Cardiac Society og British Cardiac Society3. Þessi samtök hafa reglulega endurskoðað ráðleggingarnar og nýlega hefur vinnuhópur á vegum British Society for Antimicrobial Chemotherapy lokið slíkri endurskoðun og hefur verið byggt á þeim við endurgerð íslensku leiðbeininganna4. Vinnuhópurinn lagði mat á allar birtar rannsóknir (hjá mönnum og í dýralíkönum) sem tengdu ýmsar gerðir inngripa við hættu á hjartaþelsbólgu hjá einstaklingum í aukinni áhættu. Hafa ber í huga að þrátt fyrir „viðeigandi“ sýklalyfjaforvörn geta einstaklingar samt sem áður fengið hjartaþelsbólgu. Forvörn byggir ekki einungis á gjöf varnandi sýklalyfja. Lögð er áhersla á að menn haldi vöku sinni varðandi hættu á hjartaþelsbólgu hjá öllum sem njóta þjónustu heilbrigðiskerfisins. Má þar nefna viðeigandi meðferð sýkinga sem leitt geta til bakteríublóðsmits (bacteremia), tafarlaust brottnám sýktra æðaleggja og markvissa meðferð við aðstæður sem geta leitt til langvinnra eða endurtekinna sýkinga
    corecore