9 research outputs found

    Taugasálfræðilegt mat aldraðra

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTaugasálfræði sem slík er frekar ungt fag, þó svo að langt sé síðan að menn fóru að staðsetja hina ýmsu virkni í ákveðnum stöðvum í heilanum. Gögn benda til þess að fyrir um 5000 árum hafi menn áttað sig á því að heilastöðvar hafi nokkra sérhæfingu. Síðan þá hafa menn velt fyrir sér virkni heilans og mismunandi heilastöðva. Vitneskja um sérhæfingu heilastöðva er aðallega tilkomin með rannsóknum á einstaklingum með afmarkaða heilaáverka sem leiddu af sér ákveðnar vitrænar truflanir t.d. á máli og minni. Út frá slíkum rannsóknum þróaðist svo taugasálfræðin, en vitneskja um virkni og sérhæfingu heilans hefur aukist mjög mikið í seinni tíð með hjálp nýrra mæli- og myndgreiningatækja

    Er systkinum Alzheimerssjúklinga hættara við minnistruflunum en öðrun

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenNú er í gangi rannsókn á erfðum minnissjúkdóma á vegum öldrunarlækna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og Íslenskrar erfðagreiningar. Rannsóknin er mjög viðamikil og beinist að því að finna það eða þau gen sem valda minnissjúkdómum eins og Alzheimerssjúkdómi. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur sem leggst á heilann og veldur ýmiskonar vitrænni skerðingu, þar sem minnistap er mest áberandi. Sjúkdómnum er gjarnan skipt upp í tvö megin form. Annarsvegar svokallaður snemmkominn Alzheimerssjúkdómur (early-onset) sem miðast við að byrji fyrir eða um 65 ára aldur og hinsvegar síðkominn Alzheimerssjúkdómur (late-onset) sem byrjar eftir 65 ára aldur (American Psychiatric Association, 1994). Snemmkominn Alzheimerssjúkdómur er mun sjaldgæfari eða u.þ.b. 10% tilfella og sum afbrigði hans finnast aðeins í afmörkuðum ættum í tengslum við ákveðin gen (u.þ.b. 1-2%; t.d. Swartz o.fl., 1999). Rannsókn þessi miðast aðallega við algengara form sjúkdómsins, síðkominn Alzheimerssjúkdóm, og er átt við hann þegar talað er um Alzheimerssjúkdóm hér eftir

    Taugasálfræðileg langtímarannsókn á systkinum Alzheimers-sjúklinga

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenFrá árinu 1998 til dagsins í dag hefur verið í gangi viðamikil rannsókn á erfðum heilabilunarsjúkdóma á vegum öldrunarlækna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og Íslenskrar erfðagreiningar. Hluti af þessari rannsókn hefur verið taugasálfræðileg athugun á þátttakendum. Á árunum 1997-1999 var megin áhersla á taugasálfræðilegt mat á nýgreindum sjúklingum með heilabilun og systkinum þeirra. Til samanburðar var prófaður hópur sem ekki hafði þekkta ættarsögu um heilabilun. Niðurstöður sýndu að um 12% systkina Alzheimerssjúklinga á aldrinum 60-85 ára var hættara við minnistruflunum og annarri vitrænni skerðingu samanborið við viðmið, sem líkist mjög því sem sést hjá nýgreindum Alzheimers-sjúklingum. Árið 2005 fór svo fram endurprófun á þessum hópum og niðurstöður voru á svipaðan veg og áður, þ.e.a.s. um 15% systkina sýndu marktækt lakari frammistöðu á sömu taugasálfræðilegu prófunum og áður. Hinsvegar samanstóð þessi hópur af öðrum einstaklingum því þeir sem sýnt höfðu skerta frammistöðu á taugasálfræðilegu prófunum um sex árum áður voru flestir komnir með heilabilunargreiningu og voru því ekki með í endurprófuninni. Árið 2000 voru þessi sömu taugasálfræðilegu próf lögð fyrir börn Alzheimerssjúklinga og hóp fólks sem ekki hafði ættarsögu um sjúkdóminn. Í dag er í gangi endurprófun á þessum hópum til að athuga hvort börn Alzheimers-sjúklinga sýni svipaðar niðurstöður og systkinahópurinn, en taka skal fram að þetta er mun yngri hópur

    Þróun vitrænnar getu hjá börnum Alzheimers-sjúklinga

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenRannsóknir á einstaklingum með ættarsögu um Alzheimers-sjúkdóm hafa sýnt fram á aukna áhættu á að þeir þrói með sér heilabilunarsjúkdóm. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að undirliggjandi vitræn skerðing sé greinanleg með taugasálfræðilegum prófum nokkru áður en klínísk einkenni koma fram. Rannsóknir á börnum Alzheimers-sjúklinga eru af skornum skammti. Markmið rannsóknarinnar var að skoða þróun vitrænnar getu hjá miðaldra börnum Alzheimerssjúklinga, yfir 7 ára tímabil. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr íslenskri erfðarannsókn sem verið hefur í gangi frá árinu 1998. Þátttakendur voru 83 börn Alzheimerssjúklinga á aldrinum 47-73 ára og 30 einstaklingar í viðmiðunarhópi á aldrinum 48- 73 ára sem höfðu enga ættarsögu um heilabilunarsjúkdóm. Vitræn geta var metin tvisvar yfir 7 ára tímabil með taugasálfræðilegum prófum sem mæla áttun, yrt og óyrt minni, mál, einbeitingu, hugrænan hraða og sjónrænan hraða og úrvinnslu. Þátttakendur með þekktan mið- eða úttauga sjúkdóm voru útilokaðir frá rannsókninni. Niðurstöður gáfu ekki til kynna mun á frammistöðu hópanna tveggja á taugasálfræðilegu prófunum yfir 7 ára tímabil. Þessar niðurstöður gefa til kynna að undirliggjandi vitræn skerðing hefjist eftir 60 ára aldur hjá börnum Alzheimers-sjúklinga, ólíkt niðurstöðum margra annarra rannsókna

    Taugasálfræðileg langtímarannsókn á systkinum Alzheimers-sjúklinga

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenFrá árinu 1998 til dagsins í dag hefur verið í gangi viðamikil rannsókn á erfðum heilabilunarsjúkdóma á vegum öldrunarlækna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og Íslenskrar erfðagreiningar. Hluti af þessari rannsókn hefur verið taugasálfræðileg athugun á þátttakendum. Á árunum 1997-1999 var megin áhersla á taugasálfræðilegt mat á nýgreindum sjúklingum með heilabilun og systkinum þeirra. Til samanburðar var prófaður hópur sem ekki hafði þekkta ættarsögu um heilabilun. Niðurstöður sýndu að um 12% systkina Alzheimerssjúklinga á aldrinum 60-85 ára var hættara við minnistruflunum og annarri vitrænni skerðingu samanborið við viðmið, sem líkist mjög því sem sést hjá nýgreindum Alzheimers-sjúklingum. Árið 2005 fór svo fram endurprófun á þessum hópum og niðurstöður voru á svipaðan veg og áður, þ.e.a.s. um 15% systkina sýndu marktækt lakari frammistöðu á sömu taugasálfræðilegu prófunum og áður. Hinsvegar samanstóð þessi hópur af öðrum einstaklingum því þeir sem sýnt höfðu skerta frammistöðu á taugasálfræðilegu prófunum um sex árum áður voru flestir komnir með heilabilunargreiningu og voru því ekki með í endurprófuninni. Árið 2000 voru þessi sömu taugasálfræðilegu próf lögð fyrir börn Alzheimerssjúklinga og hóp fólks sem ekki hafði ættarsögu um sjúkdóminn. Í dag er í gangi endurprófun á þessum hópum til að athuga hvort börn Alzheimers-sjúklinga sýni svipaðar niðurstöður og systkinahópurinn, en taka skal fram að þetta er mun yngri hópur

    Er systkinum Alzheimerssjúklinga hættara við minnistruflunum en öðrun

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenNú er í gangi rannsókn á erfðum minnissjúkdóma á vegum öldrunarlækna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og Íslenskrar erfðagreiningar. Rannsóknin er mjög viðamikil og beinist að því að finna það eða þau gen sem valda minnissjúkdómum eins og Alzheimerssjúkdómi. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur sem leggst á heilann og veldur ýmiskonar vitrænni skerðingu, þar sem minnistap er mest áberandi. Sjúkdómnum er gjarnan skipt upp í tvö megin form. Annarsvegar svokallaður snemmkominn Alzheimerssjúkdómur (early-onset) sem miðast við að byrji fyrir eða um 65 ára aldur og hinsvegar síðkominn Alzheimerssjúkdómur (late-onset) sem byrjar eftir 65 ára aldur (American Psychiatric Association, 1994). Snemmkominn Alzheimerssjúkdómur er mun sjaldgæfari eða u.þ.b. 10% tilfella og sum afbrigði hans finnast aðeins í afmörkuðum ættum í tengslum við ákveðin gen (u.þ.b. 1-2%; t.d. Swartz o.fl., 1999). Rannsókn þessi miðast aðallega við algengara form sjúkdómsins, síðkominn Alzheimerssjúkdóm, og er átt við hann þegar talað er um Alzheimerssjúkdóm hér eftir

    Accounting for time when estimating financed greenhouse gas emissions from investment and lending portfolios

    No full text
    Because of legislation and rising public pressure, financial institutions have begun to estimate and publish their financed greenhouse gas emissions. Such emissions are indirect from financial institutions' own greenhouse gas emissions and result from those companies' financial institutions invest in or lend capital to. The current convention to allocate indirect carbon emissions of investments and loans does not reflect the duration of such loans or investment holdings, nor the variability of carbon emissions from the underlying investments. Instead, the convention is to use an outstanding loan or investment at year-end against an enterprise value including cash to estimate the portion of emissions from the investment to be allocated to the investor or a financial institution. Using such methods can result in faulty conclusions, as investment portfolios can change dynamically, where some investments may be omitted from a portfolio while others enter a portfolio later in a year. Additionally, company emissions may vary greatly throughout the year, be it because of seasonality or other factors. This pitfall results in moderately skewed financed emissions from financial institutions at best, outright wrong at worst, and opens the possibility for greenwashing. In this paper, we provide a novel way to address this, which we demonstrate through a case study

    Þróun vitrænnar getu hjá börnum Alzheimers-sjúklinga

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenRannsóknir á einstaklingum með ættarsögu um Alzheimers-sjúkdóm hafa sýnt fram á aukna áhættu á að þeir þrói með sér heilabilunarsjúkdóm. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að undirliggjandi vitræn skerðing sé greinanleg með taugasálfræðilegum prófum nokkru áður en klínísk einkenni koma fram. Rannsóknir á börnum Alzheimers-sjúklinga eru af skornum skammti. Markmið rannsóknarinnar var að skoða þróun vitrænnar getu hjá miðaldra börnum Alzheimerssjúklinga, yfir 7 ára tímabil. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr íslenskri erfðarannsókn sem verið hefur í gangi frá árinu 1998. Þátttakendur voru 83 börn Alzheimerssjúklinga á aldrinum 47-73 ára og 30 einstaklingar í viðmiðunarhópi á aldrinum 48- 73 ára sem höfðu enga ættarsögu um heilabilunarsjúkdóm. Vitræn geta var metin tvisvar yfir 7 ára tímabil með taugasálfræðilegum prófum sem mæla áttun, yrt og óyrt minni, mál, einbeitingu, hugrænan hraða og sjónrænan hraða og úrvinnslu. Þátttakendur með þekktan mið- eða úttauga sjúkdóm voru útilokaðir frá rannsókninni. Niðurstöður gáfu ekki til kynna mun á frammistöðu hópanna tveggja á taugasálfræðilegu prófunum yfir 7 ára tímabil. Þessar niðurstöður gefa til kynna að undirliggjandi vitræn skerðing hefjist eftir 60 ára aldur hjá börnum Alzheimers-sjúklinga, ólíkt niðurstöðum margra annarra rannsókna

    Talbankinn

    No full text
    Talbankinn is a final project at the School of Computer Science at University of Reykjavik. The project was made in cooperation with Landsbankinn. The project's goal was to implement a private banking service, controlled by vocal commands. Along with the project, extensive researches were performed to find out how a service could be accomplished to support Icelandic language. The researches and their results are also part of the final project report
    corecore