3 research outputs found

    Akureyri og Reykjanesbær. Samanburður á dreifingu á ríkisfjármagni milli sambærilegra svæða

    No full text
    Bakgrunnur rannsóknar: Norðurland eystra og Suðurnesin eru svæði á Íslandi sem eiga að baki ólíka sögu, staðsetningu og búa við breytilegar áskoranir. Akureyri og Reykjanesbær eru sveitarfélög sem eru í forsvari fyrir sín landsvæði sem langstærstu þjónustusveitarfélögin og eru því þungamiðjan í þjónustu ríkisins við landshlutann. Áhugavert var að kanna hvort og þá hvernig mismunur væri milli fjárveitinga frá ríkinu til stofnanna á svæðinu með sérstakri áherslu á hafnir, heilbrigðis- og menntamál. Tilgangur rannsóknar: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort munur væri á fjárveitingum ríkisins til mismunandi svæða landsins. Skoðað var Norðurland eystra með áherslu á Akureyri annars vegar og Suðurnesin með áherslu á Reykjanesbæ hinsvegar. Einnig var leitast við að finna af hverju þessi munur væri tilkominn. Rannsóknaraðferð: Stuðst var við aðferðafræði tilviksrannsókna. Rannsóknarspurningin: Er munur á fjárveitingum ríkisins til mismunandi svæða landsins? Helstu niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að það var talsverður munur á fjárveitingum milli Akureyrar og Reykjanesbæjar þar sem hallaði á Reykjanesbæ. Á Norðurlandi eystra hefur ýmist verið eðlileg fólksfjölgun eða fólksfækkun undanfarin ár meðan það hefur verið stökkbreyting í fjölda íbúa hjá Reykjanesbæ. Akureyri er stærsta þjónustusveitarfélag á Norðurlandi eystra og Reykjanesbær á Suðurnesjunum. Skuldamál sveitarfélaganna eru gjörólík auk nálægð þeirra við höfuðborgina. Allir forsvarsmenn stofnananna voru sammála um að fá ekki fjárlög í samræmi við þarfir. Flestir töluðu um lítið samband við viðeigandi ráðuneyti og Alþingi auk þess að flestir voru sammála um misræmi í fjárlögum milli svæða, en forsvarsmenn stofnanna á Suðurnesjum upplifðu það meira en forsvarsmenn stofnanna á Akureyri. Ályktun: Rannsóknin sýnir að munur er á fjárveitingum ríkisins til mismunandi svæða landsins. Ýmsar ástæður eru þar að baki en ber þó helst að nefna stærð svæðanna, áherslur þingmanna, vani við fjárveitingar, reiknilíkön sem eru ekki að endurspegla þarfir stofnanna og breyttar áherslur þeirra. Þar að auki virðist helsta áherslan vera á fjárveitingar til stofnanna á höfuðborgarsvæðinu. Styrkja þarf til muna ráðuneytin og samskipti stofnanna við sín ráðuneyti og þingmenn ásamt því að gera langtímaáætlanir fyrir hverja stofnun fyrir sig. Lykilhugtök: Fjárlög, dreifing fjármuna, svæðisbundinn ójöfnuður, Norðurland eystra, Suðurnes

    Waiting and longing for a child: People´s experience of infertility and adoption

    No full text
    Læst til 7.5.2015Bakgrunnur rannsóknar: Ófrjósemi hefur áhrif á milljónir manna um heim allan. Það teljast mannréttindi fyrir barn að alast upp hjá fjölskyldu en á sama tíma eru það ekki talin mannréttindi að verða foreldri. Einungis eitt ættleiðingarfélag er til á Íslandi og hefur það í tímans rás fengið takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera miðað við umfang starfseminnar. Tilgangur rannsóknar: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu fólks af ófrjósemi og ættleiðingu. Rannsóknaraðferð: Stuðst var við fyrirbærafræðilega rannsóknaraðferð. Viðtölin voru 13 í heildina, en þátttakendur voru 10 hjón eða einstaklingar, samtals 13 manns, á aldrinum 29-53 ára. Allir þátttakendur áttu það sameiginlegt að hafa upplifað ófrjósemi og ættleiðingu eða vera í ferli að bíða eftir barni til ættleiðingar. Rannsóknarspurningin var: Hver er reynsla fólks af ófrjósemi og ættleiðingu? Helstu niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknar voru að ófrjósemi er átakanlegt og erfitt ástand andlega, líkamlega og fjárhagslega. Ófrjósemismeðferðir reyndust þátttakendum mjög erfiðar og jafnvel erfiðari en ættleiðingin og biðin eftir barninu. Depurð var þekkt hjá mörgum þátttakendum bæði vegna ófrjósemi og barnleysis. Forsamþykkisferlið á Íslandi er of langt, of dýrt og oft á tíðum ósanngjarnt. Biðtími eftir barni til ættleiðingar erlendis frá er mjög langur og stóru ættleiðingarlöndin eru að draga úr ættleiðingum úr landi. Flestir þátttakendur treystu sér ekki til að ættleiða íslenskt barn þar sem að þær ættleiðingar eru opnar. Þátttakendum fannst stuðning vanta eftir að heim var komið bæði frá Félagi Íslenskrar ættleiðingar og frá heilbrigðisþjónustunni. Ályktun: Rannsóknin sýnir að reynsla af ófrjósemi og ættleiðingu getur tekið mjög á þá sem við á. Mikill kostnaður og margra ára bið einkennir það ferli sem bíður þeirra sem ættleiða barn í dag. Væntanlegir kjörforeldrar þurfa aukinn stuðning og efla þarf þekkingu í samfélaginu varðandi ófrjósemi og ættleiðingar. Styrkja þarf þátt heilbrigðisþjónustunnar varðandi þjónustu við ættleidd börn. Lykilhugtök: Ófrjósemi, ættleiðingar, biðtími, kjörforeldrar, kjörbarn.Background to the study: Infertility affects millions of people worldwide. It is considered to be a human right for a child to grow up with a family but at the same time it is not considered a human right to be a parent. There is only one adoption agency in Iceland and their funding in the past has been quite low. Objective: The objective of this study was to explore the participant´s experience of infertility and adoption. Method: Phenomenology was chosen as a research approach to the study. The participants were 10 couples or single individuals aged 29 to 53 years old, who had already adopted a child or were waiting to adopt, in all 13 interviews. The main research question was: What is people´s perception of the lived experience of infertility and adoption? Findings: The main conclusions were that infertility is difficult to come to terms with and the participants thought it was demanding, physically, mentally and financially. The participants thought that the infertility treatments were difficult, even more difficult than the adoption and the waiting time for the child. Many of the participants experienced sadness because of childlessness and infertility. The process for adoption in Iceland is too long, too expensive and often unreasonable. The waiting time for adopted children from other countries is very long and the largest adoption countries are adopting fewer children out of the country. Most of the participants did not want to adopt a child from Iceland because those adoptions are open and the biological parents can still be involved in the child´s life. The participants found that support was lacking after they returned home with the child, from the adoption agency and from their healthcare. Conclusion: It is the researcher´s conclusion that the experience from infertility and adoption can be very difficult for those involved. Adoption in Iceland comes with high expenses and a long wait for the child. Adoptive parents need more support and there is a need for more knowledge in the community about infertility and adoption. The healthcare needs to be more involved regarding services with adopted children. Key concepts: Infertility, adoption, waiting time, adoptive parents and adoptees

    ,,Ég vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga": áhrif geðrænna raskana á lífsstíl einstaklinga

    No full text
    Verkefnið er lokað til jan. 2010Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif geðrænna raskana á lífsstíl einstaklinga. Rannsóknin var unnin eftir eigindlegri aðferðarfræði og stuðst var við aðferðir Vancouver-skólans sem leggur fyrirbærafræði til grundvallar. Tekin voru viðtöl við 12 einstaklinga til að skilja upplifun þeirra á geðrænum röskunum og lífsstílsbreytingum sem þeim fylgja. Í rannsókninni var stuðst við eftirfarandi skilgreiningu á lífsstíl: Lífsstíll er samansafn eiginleika sem einstaklingar tileinka sér og þróa með tímanum. Talið er að erfðir, gáfur, skapgerð, fjölskylda, jafningjar og félagsleg staða hafi áhrif á lífsstíl, sem og umhverfislegir þættir líkt og samskipti. Með hugtakinu er reynt a ð útskýra einkennandi hegðun og þær reglur sem stjórna henni. Reglurnar fara oft eftir þeim gildum og venjum sem eru ríkjandi hverju sinni. Helstu niðurstöður voru þær að við upphaf veikindanna fór að bera á aukinni félagslegri einangrun hjá einstaklingum og samfara því dró verulega úr samskiptum og félagslegri færni. Eftir því sem einangrunin ágerðist hurfu sérkenni einstaklingsins og eiginleikar hans. Niðurstöðurnar benda einnig eindregið til þess að endurhæfing geti unnið gegn áhrifum sjúkdómsins og meðal annars komið í veg fyrir félagslega einangrun. Aðrar niðurstöður beinast að áhrifum geðrænna raskana á aðstandendur og aðstæður þeirra. Þar voru afleiðingarnar að fjölskyldutengsl efldust, samstarf jókst og samheldnin varð meiri. Ályktanir rannsakenda eru þær að málefni einstaklinga með geðrænar raskanir eru mjög mikilvæg og þurfa athygli samfélagsins í heild. Einstaklingar sem greinast með geðrænar raskanir, hafa allar forsendur til að geta náð árangri í lífinu og mikilvægt er að stuðla að aukinni vitundarvakningu í samfélaginu. Fordómar gagnvart geðrænum röskunum eru algengir og því er mikilvægt að mati rannsakenda, að efla vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um geðrænar raskanir. Þeir einstaklingar sem greinast með geðrænar raskanir þurfa að gera sér grein fyrir að lífsstíll er breytilegur og þótt þeir hafi misst tökin á lífinu um tíma, eru forsendur fyrir því að hægt sé að byggja upp lífsstílin að nýju og ná þannig tökum á tilverunni
    corecore