2 research outputs found
Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð í Fjarðabyggð
Verkefnið er lokaverkefni í byggingafræði BSc. Í því er farið yfir feril frá frumhönnun að útboði. Innifalið í verkefninu eru forhönnunarfasi, aðaluppdrættir, verkteikningar, útboðsgögn og verklýsingar ásamt upplýsingum um vinnu nemanda á tímabilinu svo sem áætlanir og tímaskráning.
Byggingin sem nemandi tók fyrir er samkeppnistillaga um hönnun hjúkrunarheimilis á Eskifirði frá 2010 sem Helgi Mar Hallgrímsson og Guðrún Ingvarsdóttir unnu. Er byggingin um 1600 fermetrar á einni hæð
Miðhús 50
Verkefnið byggist á því að hanna og teikna staðsteypt einbýlishús með nýtilegri rishæð ásamt stakstæðum bílskúr úr timbri með flötu
þaki. Miðhús 50 í Rvk. var haft til hliðsjónar varðandi staðsetningu og stærð.
Teiknisett verkefnis samanstendur af aðal-, byggingar-, burðarvirkis-, deili- og lagnauppdráttum, ásamt uppdráttaskrá og skráningartöflu húss og bílskúrs.
Skýrsla verkefnis greinir frá verklýsingum á þeim liðum sem framkvæma þarf við reisingu mannvirkisins ásamt kostnaðar- og framkvæmdaáætlun, burðarþols-, varmataps-, lagna-, þakrennu- og þakloftunarútreikningum.
Umsókn um byggingarleyfi var fyllt út ásamt gátlista frá byggingarfulltrúanum í Reykjavík.
Verkefnið er unnið í samræmi við Byggingarreglugerð 112/2012 og lög nr.
160/2010, Lög um mannvirki