64 research outputs found

    Multiple melt plumes observed at the Breiðamerkurjökull ice face in the upper waters of Jökulsárlón lagoon, Iceland

    Get PDF
    Breiðamerkurjökull flows from the Vatnajökull ice cap and calves into the Jökulsárlón proglacial lagoon. The lagoon is connected to the North Atlantic Ocean through a 6 m deep narrow channel. Four hydrographic surveys in spring 2012, and a 2011 four-month long temperature and salinity time series of lagoon inflow show that the lake has significantly changed since 1976. Warm saline ocean water enters each tidal cycle and descends below the maximum sampled depths. The lagoon has a surface layer of ice melt, freshwater and Atlantic derived water. Beneath 10 m depth an advective diffusive balance is responsible for determining the temperature and salinity of the lagoon waters down to ~90 m. To maintain the observed hydrographic structure, we calculate an upwelling of deep water of ~0.2 m per day. A survey within 30 m of Breiðamerkurjökull showed that the warmest and most saline waters sampled within the lagoon below 10 m depth were adjacent to the glacier face, along with multiple interleaved warm and cold layers. A heat and salt balance model shows that submarine melting along the ice face generates multiple meltwater plumes that are mixed and diluted within 200 m of the ice face

    Outpatient orthognathic surgery in Iceland: Review of the first 72 cases

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Á Íslandi hafa bitréttandi kjálkaskurðaðgerðir (orthognathic surgeries) verið framkvæmdar á sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 2010 hafa þessar aðgerðir einnig verið gerðar utan sjúkrahúsa á einkastofu í Reykjavík. Tilgangur þessarar greinar er að skoða allar bitréttandi kjálkaskurðaðgerðir sem hafa verið gerðar utan sjúkrahúsa yfir fimm ára tímabil frá árinu 2010 til 2015. Efniviður og aðferðir: Skoðaðar voru sjúkraskrár og svæfingaskýrslur allra sjúklinga sem að gengust undir bitréttandi kjálkaskurðaðgerð á einkastofunni á fyrrnefndu tímabili. Meðal þess sem var skoðað var aldur, kyn, tegund aðgerðar, tímalengd svæfingar og skurðaðgerðar og hvort þörf hafi verið á innlögn á sjúkrahús vegna snemmkominna fylgikvilla svæfingar eða skurðaðgerðar í kjölfar aðgerðar. Niðurstöður: Á þessu fimm ára tímabili voru gerðar 72 bitréttandi kjálkaskurðaðgerðir á jafn mörgum sjúklingum. Meðalaldur þeirra var 24 ár (aldurshópur 16-57 ára), konur voru 48 talsins (67%) og karlar 24 (33%). Gerðar voru aðgerðir á neðri kjálka, bilateral sagittal split osteotomies (BSSO), og tvenns konar aðgerðir á efri kjálka; Le Fort I (LFI) og surgically assisted rapid palatal expansions (SARPE). Svæfingartími þessara þriggja mismunandi aðgerða var að meðaltali 30 mínútum lengri en meðal skurðaðgerðartíminn. Allir sjúklingarnir fóru heim samdægurs. Engir alvarlegir fylgikvillar komu upp sem kröfðust innlagnar á sjúkrahús. Ályktun: Árangur af því að senda sjúkling heim samdægurs í kjölfar bitréttandi kjálkaskurðaðgerðar er góður. Fjöldi aðgerða framkvæmdum utan sjúkrahúss hefur farið vaxandi síðan árið 2010.Introduction: This article reviews the first cases of outpatient orthognathic surgery in Iceland. The surgeries were performed in a five years period between 2010 and 2015 in a private clinic in Reykjavik. Material and methods: All data were collected from the medical records of patients from the clinic in Reykjavik. Among recorded data were age, sex, type of surgery, anesthesia time, surgery time, time of discharge and major complications. Results: A total of 72 patients had orthognathic surgery in an outpatient setting over these five years. Patient average age was 24 years (16-57), women 48 (66%) and men 24 (33%). Procedures included bilateral sagittal split osteotomies (BSSO), Le Fort I osteotomies (LFI) and surgically assisted rapid palatal expansion (SARPE). All the patients went home the day of surgery and there were no major complications that required an admission to a hospital. Conclusions: The number of orthognathic procedures increased over the study period. The results of the surgeries in outpatient setting was excellent

    Þróun vitrænnar getu hjá börnum Alzheimers-sjúklinga

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenRannsóknir á einstaklingum með ættarsögu um Alzheimers-sjúkdóm hafa sýnt fram á aukna áhættu á að þeir þrói með sér heilabilunarsjúkdóm. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að undirliggjandi vitræn skerðing sé greinanleg með taugasálfræðilegum prófum nokkru áður en klínísk einkenni koma fram. Rannsóknir á börnum Alzheimers-sjúklinga eru af skornum skammti. Markmið rannsóknarinnar var að skoða þróun vitrænnar getu hjá miðaldra börnum Alzheimerssjúklinga, yfir 7 ára tímabil. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr íslenskri erfðarannsókn sem verið hefur í gangi frá árinu 1998. Þátttakendur voru 83 börn Alzheimerssjúklinga á aldrinum 47-73 ára og 30 einstaklingar í viðmiðunarhópi á aldrinum 48- 73 ára sem höfðu enga ættarsögu um heilabilunarsjúkdóm. Vitræn geta var metin tvisvar yfir 7 ára tímabil með taugasálfræðilegum prófum sem mæla áttun, yrt og óyrt minni, mál, einbeitingu, hugrænan hraða og sjónrænan hraða og úrvinnslu. Þátttakendur með þekktan mið- eða úttauga sjúkdóm voru útilokaðir frá rannsókninni. Niðurstöður gáfu ekki til kynna mun á frammistöðu hópanna tveggja á taugasálfræðilegu prófunum yfir 7 ára tímabil. Þessar niðurstöður gefa til kynna að undirliggjandi vitræn skerðing hefjist eftir 60 ára aldur hjá börnum Alzheimers-sjúklinga, ólíkt niðurstöðum margra annarra rannsókna

    The value of magnetic resonance cholangiopancreatography for the exclusion of choledocholithiasis.

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files. This article is open access.To investigate the ability of Magnetic resonance cholangiopancreatography (MRCP) to exclude choledocholithiasis (CDL) in symptomatic patients.Patients suspected of choledocholithiasis who underwent MRCP from 2008 through 2013 in a population based study at the National University Hospital of Iceland were retrospectively analysed, using ERCP and/or intraoperative cholangiography as a gold standard diagnosis for CDL.Overall 920 patients [66% women, mean age 55 years (SD 21)] underwent MRCP. A total of 392 patients had a normal MRCP of which 71 underwent an ERCP investigation demonstrating a CBD stone in 29 patients. A normal MRCP was found to have a 93% negative predictive value (NPV) and 89% probability of having no CBD stone demonstrated as well as no readmission due to gallstone disease within six months following MRCP. During a 6-month follow-up period of the 321 patients who did not undergo an ERCP nine (2.8%) patients were readmitted with right upper quadrant pain and elevated liver tests which later normalised with no CBD stone being demonstrated, three (0.9%) patients were readmitted with presumed gallstone pancreatitis, two (0.6%) patients were readmitted with cholecystitis and two (0.6%) patients were lost to follow-up. Seven patients of those 321 underwent an intraoperative cholangiography (IOC) and all were negative for CBD stones. For the sub-group requiring ERCP following a normal MRCP the NPV was 63%.Our results support the use of MRCP as a tool for exclusion of choledocholithiasis with the potential to reduce the amount of unnecessary ERCP procedures

    Clinical guidelines from Landspitali University Hospital on the diagnosis and treatment of acute asthma exacerbation

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)janúar 2003 voru gefnar út á vegum Scottish Intercollegiate Guidelines (SIGN) og The British Thoracic Society vandaðar leiðbeiningar um grein-ingu og meðferð bráðrar versnunar á astma. Birt-ust leiðbeiningarnar í Thorax 2003; 58 (Suppl 1) og eru aðgengilegar á pdf-formi á slóðinni: www.sign.ac.uk/guidelines/fulltext/63/index.html Ástæða þess að talið var æskilegt að þýða og staðfæra hluta leiðbeininganna hér á landi var að um algengt bráðavandamál er að ræða sem læknar þurfa að vera færir um að bregðast við. Því er til mikilla bóta ef hægt er að nálgast einfaldar og skýrar leiðbeiningar um greiningu og meðferð þessara sjúklinga. Rétt er að benda á að heildarleiðbeiningarnar frá SIGN eru mjög ítarlegar og taka meðal annars til astma í börnum, astma á meðgöngu auk almenns fróðleiks um greiningu og meðferð sjúkdómsins. Vinnuhópurinn sem tók að sér að þýða og staðfæra þessar leiðbeiningar um bráðaversnun á astma var skipaður eftirtöldum: Hjalti Már Björnsson, deildarlæknir Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir Jón Steinar Jónsson, heilsugæslulæknir Unnur Steina Björnsdóttir, ofnæmislæknir Inga Sif Ólafsdóttir, deildarlæknir Ari J. Jóhannesson, formaður nefndar um klínískar leiðbeiningar á Landspítala. Þar sem um er að ræða gagnreynda (evidence based) ferla voru óverulegar breytingar gerðar á þeim við þýðingu. Nánari sundurliðun á öllum breytingum sem gerðar voru má finna á vefsvæði kínískra leiðbeininga á www.landspitali.is Uppsetning ferlanna miðast við að auðvelt sé að prenta þá út og hafa á veggspjöldum þar sem þeirra er þörf

    Erosion and soft drinks

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Acidic soft drinks are well-known causes of dental erosion. This study aimed to determine differences in the in-vitro erosive effect of a selection of drinks on the Icelandic market. Materials and methods: 20 different brands of soft drinks were investigated. 13 freshly extracted human teeth were sawn in 2 pieces. The erosive effect of drinks was determined as the percentage weight loss of tooth pieces after immersion in the drinks. Drink samples were renewed daily, and the weight of the teeth was recorded. Results: Drinks containing citric acid had an average of 12.5% greater erosive effect than drinks containing phosphoric acid. Sugared soft drinks and energy drinks had a considerably higher erosive potential than water-based drinks. Flavored water containing citric acid showed similar erosive potential to cola drinks that contain phosphoric acid. Flavored and non-flavored water not containing acidic additives showed similar erosive effect to the control drinks water and milk. Overall, energy and sports drinks showed the most erosive effect, with sugary citric acid drinks close behind. Discussion: Advice to patients on consumption of soft drinks should recognize their erosive effects especially regarding flavored waters. Citric acid in drinks appears to be more erosive than phosphoric acid, particularly where sugar is also an ingredient, perhaps balancing sweetness and acidity.Þekkt er að gosdrykkir geta valdið glerungseyðingu. Með rannsókninni var ætlað að mæla glerungseyðandi mátt mismunandi gosdrykkja á tilraunastofu. Efniviður / Aðferð: 13 nýúrdregnar tennur voru sagaðar í tvennt og lagðar í 20 mismunandi gosdrykkjaböð og glerungseyðingarmáttur var metin út frá prósentu-þyngdartapi tannhlutanna. Daglega voru drykkirnir endurnýjaðir og tennurnar vigtaðar. Niðurstöður: Drykkir sem innihalda sítrónusýru hafa meiri glerungseyðandi mátt en þeir sem innihalda fosfórsýru. Sykraðir gosdrykkir og orkudrykkir eru meira glerungseyðandi en vatnsdrykkir. Bragðbætt vatn með sítrónusýru er jafn glerungseyðandi og þeir drykkir sem innihalda fosfórsýru. Bæði sýrulaust bragðbætt og óbragðbætt vatn var ekki glerungseyðandi líkt og samanburðardrykkirnir vatn og mjólk. Orku og íþróttadrykkir voru mest glerungseyðandi en sykur- og sítrónusýrudrykkir lágu mjög nálægt. Ályktun: Í leiðbeiningum ætti að leggja áherslu á mismunandi glerungseyðingamátt vatns/íþrótta- og orkudrykkja. Drykkir sem innihalda sítrónusýru eru meira glerungseyðandi en drykkir með fosfórsýru

    Metachronous Colorectal Cancer in Icelandic MSH6 and PMS2 Lynch Syndrome Carriers in 1955-2017 : A Population-based Study

    Get PDF
    Funding Information: Funding The study was partially funded by the Research Fund at Landspitali University Hospital. The funder had no role in the design of the study, collection, analysis, and interpretation of the data or in writing the manuscript.Peer reviewe

    Er þörf á sérstakri heilbrigðismóttöku fyrir háskólanemendur?

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangur: Víða erlendis hafa háskólanemendur aðgang að heilbrigðisþjónustu sem er sérstaklega ætluð þeim. Tilgangur þessarar könnunar meðal nemenda við Háskóla Íslands var að skoða þörf þeirra fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku. Aðferð: Rafræn könnun var lögð fyrir 9744 nemendur við háskólann vorið 2011 sem voru á póstlista. Spurningalistinn var saminn af vinnuhópi sem í voru fulltrúar frá öllum deildum Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Stuðst var við lýsandi tölfræði við gagnagreiningu. Niðurstöður: Alls bárust svör frá 1487 þátttakendum, 1427 íslenskumælandi og 60 enskumælandi, og gefa svörin því mynd af viðhorfum 15,2% nemenda við skólann. Úrtakið endurspeglar einkum viðhorf kvenstúdenta og nema í grunnnámi. Tæplega 40% íslensku nemanna og um 70% þeirra erlendu höfðu ekki heimilislækni á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður sýndu að meirihluti þeirra þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda á árinu fyrir könnunina en rúmlega helmingur beið með að leita eftir heilbrigðisþjónustu og var meginástæða þess kostnaður. Um þriðjungur íslensku nemanna og fimmtungur þeirra erlendu sögðust eiga í fjárhagsvanda. Um 92% þeirra íslensku og allir erlendu nemarnir sögðust mundu leita á móttöku þar sem þjónustan væri veitt af nemendum skólans undir leiðsögn kennara. Báðir hóparnir vildu hafa aðgang að fjölbreyttri heilbrigðisþjónustu. Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að þeir háskólanemendur, sem þátt tóku í könnuninni, hafi mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku. Kostnaður hefur hvað mest hindrað þá í að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Jafnframt er stór hópur án heimilislæknis, einkum sá erlendi, og hefur því ekki greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum.Purpose: In many neighbouring countries university students have access to health services which are specially geared to their needs. The purpose of this survey among university students at the University of Iceland was to explore their need for a special health service. Method: The online survey was administered to 9744 students at the university in the spring of 2011 who were registered e-mail recipients, both Icelandic and English-speaking. The questionnaire was developed by a working group which consisted of representatives from all the faculties at the School of Health Sciences. Data were analysed by descriptive statistical methods. Results: There were 1487 participants who responded, 1427 Icelandic and 60 English-speaking representing 15,2% of the university student population. The sample represents especially the attitudes of undergraduate and female students. Almost 40% of the Icelandic students and nearly 70% of the English-speaking students did not have a family practitioner in the capital area. The results showed that the great majority of respondents had needed health services in the year before the study took place. More than half of them reported that they had postponed seeking health services citing cost as the main reason. About 92% of the Icelandic students and all of the foreign students reported that they would attend a health clinic which was provided by university students under supervision. Both groups would like to have access to various health care services. Conclusions: The results indicate that university students who answered the questionnaire had a great need for special health clinic. Costs of service had mainly prevented them from seeking health care services. Additionally, the proportion of students without a family practitioner is high, especially among the foreign students, which is a further hindrance regarding access to primary health care services.Heilbrigðisvísindasvið Landspítal
    corecore