4 research outputs found

    Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II : um hjúkrun sjúklinga á skurðdeildum [rafbók]

    Get PDF
    Titill á kápu á: Hjúkrun aðgerðasjúklinga IINeðst á síðunni er hægt að nálgast bókina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)- ÚR FORMÁLA - Bók þessi er önnur bóka í röðinni sem ber heitið: Aðgerðarsjúklingar liggja ekki aðgerðalausir og er innihald bókarinnar byggt á verkefnum hjúkrunarfræðinga sem stunduðu nám á meistarastigi í hjúkrun skurðsjúklinga við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Innihald bókarinnar verður hvati til umræðu og til þróunar á hjúkrunarmeðferðum aðgerðasjúklinga. Nokkrir hjúkrunarfræðingar sem starfa á handlækningadeildum Sjúkrahússins á Akureyri eru í hópi þeirra sem eiga verkefni í bókinni, en hjúkrunarfræðideildin hefur undanfarin ár skapað hjúkrunarfræðingum jafnræði óháð búsetu til framhaldsnáms í hjúkrun. Aukin þekking þessara hjúkrunarfræðinga í hjúkrun aðgerðasjúklinga verður ómetanlegur styrkur fyrir hjúkrunina á sjúkrahúsinu og stofnunina í heild sinni. Mikil þrýstingur hefur verið undanfarin ár á almenna hjúkrunarfræðinga og stjórnendur í hjúkrun innan íslenska heilbrigðiskerfisins að þróa meðferðarárangur í hjúkrun, auka afköst um leið og krafan hefur verið um að lækka kostnað. Í dag og næstu ár verður staðan í ríkisfjármálum þannig háttað að kröfur verða gerðar um meiri hagræðingu en með þeim formerkjum að aðgengi íbúa skerðist ekki né innihald þjónustunnar. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar taki ríkan þátt í þeim breytingum sem verða ákveðnar og hver og einn hjúkrunarfræðingur standi vörð um menntun og störf hjúkrunarfræðinga og það sem hefur áunnist í stöðu og þróun hjúkrunar sem fræðigreinar til heilla fyrir skjólstæðinga okkar.Í þágu sjúklingaFasta fyrir skurðaðgerð : „ekkert eftir miðnætti” er gömul klisjaEr þinn sjúklingur í hættu á vannæringu? Hlutverk hjúkrunarfræðinga í næringarmeðferð eldri sjúklinga sem fara í kransæðahjáveituaðgerðHlutverk næringar í sáragræðsluÁhættumat og varnir gegn myndun þrýstingssáraSárameðferð með sárasuguÁhrif fótanudds á svefn eldri skurðsjúklingaFóta- og handanudd sem viðbótarmeðferð við verkjum eftir hjáveituaðgerð á hjarta (CABG)Verkjameðferð við drentöku úr brjóstholi : bætir staðdeyfing á húð verkjameðferðina?Verkjamat aldraðra eftir skurðaðgerðBráðaverkjameðferð aldraðra á bæklunarskurðdeildVerkjamat hjá börnum eftir skurðaðgerðSamskipti og samvinna hjúkrunarfræðinga og læknaViðbrögð kvenna sem fara í endursköpun á brjóstum eftir brjóstnám vegna krabbameinsÚtskriftaráætlun eftir skurðaðgerð vegna brjóstakrabbameinsÚtskrift sjúklinga eftir mjaðmarbrotSjúklingafræðsla : símaeftirfylgd eftir hjartaskurðaðger

    Icelandic translation of the Burn Specific Health Scale – Brief, development of additional measures and pretest of the questionnaire

    No full text
    Bakgrunnur: Brunaslys geta haft mjög alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins líkamlegar heldur einnig andlegar og félagslegar. Rúmlega 30 einstaklingar leggjast árlega inn á Landspítala vegna brunaáverka. Enginn formlegur stuðningur stendur þeim eða aðstandendum þeirra til boða eftir útskrift og líðan þeirra og lífsgæði hafa ekki verið könnuð. Í tengslum við undirbúning rannsóknar á langtímaáhrifum brunaáverka á heilsu fullorðinna einstaklinga var þörf á að útbúa spurningalista. Markmið með þessu verkefni er þríþætt: 1) Að þýða mælitækið Burn Specific Health Scale – Brief (BSHS-B) yfir á íslensku, 2) Að þróa og velja viðbótar- og bakgrunnsspurningar í spurningalistann og 3) Að forprófa spurningalistann í heild sinni. Aðferð: Þýðing á mælitækinu var gerð samkvæmt leiðbeiningum MAPI-rannsóknarstofnunarinnar. Viðbótarspurningar sem voru þróaðar byggðu á fræðilegu efni og klínískri reynslu rannsakenda. Mælitækið ásamt viðbótar- og bakgrunnsspurningum var lagt fyrir rýnihóp sem samanstóð af fjórum heilbrigðisstarfsmönnum og tveimur fyrrum brunasjúklingum. Að lokum var spurningalistinn í heild sinni forprófaður af tíu einstaklingum sem hlotið höfðu brunaáverka. Gögnin voru innihaldsgreind. Niðurstöður: Við frumþýðingu og bakþýðingu mælitækisins BSHS-B komu í ljós fáar hindranir tengdar því að þýða sértækt efni milli tungumála. Samanburður á frumtexta við bakþýðingu kom að mestu vel út en þörf var á að breyta orðalagi nokkurra spurninga til að mæta tilgangi fyrirhugaðrar rannsóknar. Rýnihópurinn kom með hugmyndir um mikilvægar spurningar er vörðuðu m.a. líkamsímynd og var þeim bætt við spurningalistann. Forprófun leiddi í ljós að spurningalistinn var hæfilega langur, auðvelt var að svara honum og flestar athugasemdir þátttakenda sneru að orðalagi og svarmöguleikum spurninganna. Ályktun: Íslensk útgáfa BSHS-B mælitækisins, Líðan og lífsgæði einstaklinga með brunaáverka ásamt viðbótar- og bakgrunnspurningum er tilbúin til prófunar í stærra úrtaki. Lykilorð: Bruni, BSHS-B, forprófun, lífsgæði, mælitæki, rýnihópur, spurningalistiBackground: Burn injuries can have grave consequences, not only physical but also mental and social. More than 30 individuals are admitted to the Landspítali National University Hospital each year with burn injuries. No formal support is available to them or their families after discharge, and their wellbeing and quality of life have not been studied. In the preparation of a study of long-term effects of burn injuries on adults, it was necessary to prepare a questionnaire. The objective of the project is threefold: 1) To translate the Burn Specific Health Scale – Brief (BSHS-B) into Icelandic, 2) To develop and select additional and background questions for the questionnaire and 3) To make a pre-test of the questionnaire as a whole. Method: The translation of the tool was made according to the guidelines of the MAPI Research Trust. Additional questions were created, based on literature review and clinical experience. The BSHS-B was submitted, together with additional questions, to a focus group comprising four health professionals and two patients. Finally, the questionnaire was pre-tested on ten burn survivors. The resulting data were then content analysed. Findings: The translation and back-translation of the tool BSHS-B revealed few obstacles relating to translation of specialised material between languages. A comparison of the back-translation with the original text was mainly favourable, but it proved necessary to alter the wording of some questions in order to meet the requirements of the planned study. The focus group suggested important questions regarding e.g. body image, and these were added to the questionnaire. The pre-test revealed that the length of the questionnaire was appropriate, and that it was easy to answer; most of the comments from participants referred to the wording of questions and the response options. Conclusions: The Icelandic-language version of the BSHS-B, with additional and background questions is ready for testing in a larger sample. Keywords: Burn, BSHS-B, instruments, focus group, questionnaire, pre-test, quality of life

    Long term effects of burn injury on health-related quality of life of adult burn survivors in Iceland: a descriptive cross-sectional study and validation of the Icelandic version of the Burn Specific Health Scale-Brief (BSHS-B)

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadTILGANGUR Tilgangur rannsóknarinnar var að meta langtímaáhrif brunaáverka á heilsu og heilsutengd lífsgæði fullorðinna og meta próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu matstækisins Burn Specific Health Scale-Brief (BSHS-B). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Í þessari lýsandi þversniðsrannsókn var öllum 18 ára og eldri sem brenndust á húð á barns- eða fullorðinsaldri, og dvöldu á Landspítala í sólarhring eða lengur, á 15 ára tímabili, boðin þátttaka (N=196). Þátttakendur svöruðu spurningalista um heilsu (BSHS-B), um heilsutengd lífsgæði (EQ-5D-5), spurningum um brunatengd einkenni og um reynslu sína af sjúkrahúsdvölinni. NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur voru 66 (svarhlutfall 34%), karlar voru 77%, meðalaldur var 45,7 ár (sf=18,3, spönn 18-82 ár) og meðalaldur við bruna 34,0 (sf=20,1, spönn 1-75) ár. Miðgildi tíma frá bruna var 11,5 ár (spönn 1-44) og voru 32% þátttakenda yngri en 18 ára þegar þeir brenndust. Áhrif bruna á heilsu samkvæmt kvörðum BSHS-B listans mældist á bilinu 4,4- 5,0 (miðgildi) og mældist heilsa (EQ-5Dvas) þeirra 80 (miðgildi, spönn 10-100). Þeir sem höfðu misst líkamshluta eða fengið húðágræðslu höfðu neikvæðari líkamsímynd og þurftu að sinna meiri sjálfsumönnun en hinir (p<0,05). Hópur brunasjúklinga glímir við íþyngjandi áhrif brunaslyssins, svo sem kláða (48%), verki (37%), kvíða/þunglyndi (29%) og neikvæða líkamsímynd (37%). Af þeim sem svöruðu spurningunni um hvað var erfiðast að glíma við eftir útskrift, nefndu 67% þeirra skort á upplýsingum, eftirliti og stuðningi. Íslensk þýðing BSHS-B spurningalistans reyndist áreiðanleg en gera þarf frekari rannsóknir á réttmæti hans. ÁLYKTUN Meirihluti þátttakenda taldi sig hafa náð góðri heilsu eftir brunaslysið og áleit lífsgæði sín ásættanleg. Þó glímir hluti hópsins við langvinnar líkamlegar og sálfélagslegar afleiðingar brunans. Huga þarf að vönduðum undirbúningi fyrir útskrift af sjúkrahúsi og byggja þarf upp heildræna og þverfaglega heilbrigðisþjónustu sem felur í sér langtímaeftirlit, ráðgjöf og stuðningOBJECTIVES: The aim of the study was to assess the long-term effects of burn injury on the healthrelated quality of life of adult burn survivors in Iceland and to validate the translated Icelandic version of the Burn Specific Health Scale-Brief (BSHS-B). MATERIALS AND METHODS: The participants of this descriptive cross-sectional study were all burn survivors, 18 years or older, admitted to hospital for 24 hours or more because of skin burn during a 15 years period (N=196). They completed questionnaire about their health (BSHS-B), health related quality of life (EQ-5D-5) and additional questions on burn-related symptoms and their burn experience. RESULTS: Response rate was 34% (N=66). Men were 77%, mean age 45.7 years (sf=18.3 and range 18-82 years), mean age when burned was 34.0 (sf=20,1, range 1-75), median time from burn accident was 11.5 years (range 1-44 years) and 32% had been burned when under 18 years of age. Burnspecific health was 4.4-4.0 (median) and health on the EQ5D-5vas scale was 80 (median, range 10-100). Those who lost a body part or had skin transplantation had more negative body image and needed more selfcare than others (p<0.05). A significant proportion of participants reported physical and psychosocial symptoms such as itch (48%), persistent pain (37%), anxiety/depression (29%) and negative self-image (37%). Majority (67%) believed they did not get enough information, follow-up, or support after discharge from hospital. The Icelandic version of the Burn Specific Health Scale-Brief (BSHS-B) was reliable, but more research is needed to establish its validity. CONCLUSION: These findings suggest that most Icelandic burn survivors report acceptable health and health-related quality of life. The study identified a subgroup of survivors that experience persistent physical and psychosocial symptoms. Team approach with holistic support after discharge, for a prolonged period of time aiming at preventing physical and psychiatric morbidity, is recommendedRannsóknarsjóður Háskóla Ísland

    Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II : um hjúkrun sjúklinga á skurðdeildum [rafbók]

    No full text
    Titill á kápu á: Hjúkrun aðgerðasjúklinga IINeðst á síðunni er hægt að nálgast bókina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)- ÚR FORMÁLA - Bók þessi er önnur bóka í röðinni sem ber heitið: Aðgerðarsjúklingar liggja ekki aðgerðalausir og er innihald bókarinnar byggt á verkefnum hjúkrunarfræðinga sem stunduðu nám á meistarastigi í hjúkrun skurðsjúklinga við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Innihald bókarinnar verður hvati til umræðu og til þróunar á hjúkrunarmeðferðum aðgerðasjúklinga. Nokkrir hjúkrunarfræðingar sem starfa á handlækningadeildum Sjúkrahússins á Akureyri eru í hópi þeirra sem eiga verkefni í bókinni, en hjúkrunarfræðideildin hefur undanfarin ár skapað hjúkrunarfræðingum jafnræði óháð búsetu til framhaldsnáms í hjúkrun. Aukin þekking þessara hjúkrunarfræðinga í hjúkrun aðgerðasjúklinga verður ómetanlegur styrkur fyrir hjúkrunina á sjúkrahúsinu og stofnunina í heild sinni. Mikil þrýstingur hefur verið undanfarin ár á almenna hjúkrunarfræðinga og stjórnendur í hjúkrun innan íslenska heilbrigðiskerfisins að þróa meðferðarárangur í hjúkrun, auka afköst um leið og krafan hefur verið um að lækka kostnað. Í dag og næstu ár verður staðan í ríkisfjármálum þannig háttað að kröfur verða gerðar um meiri hagræðingu en með þeim formerkjum að aðgengi íbúa skerðist ekki né innihald þjónustunnar. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar taki ríkan þátt í þeim breytingum sem verða ákveðnar og hver og einn hjúkrunarfræðingur standi vörð um menntun og störf hjúkrunarfræðinga og það sem hefur áunnist í stöðu og þróun hjúkrunar sem fræðigreinar til heilla fyrir skjólstæðinga okkar.Í þágu sjúklingaFasta fyrir skurðaðgerð : „ekkert eftir miðnætti” er gömul klisjaEr þinn sjúklingur í hættu á vannæringu? Hlutverk hjúkrunarfræðinga í næringarmeðferð eldri sjúklinga sem fara í kransæðahjáveituaðgerðHlutverk næringar í sáragræðsluÁhættumat og varnir gegn myndun þrýstingssáraSárameðferð með sárasuguÁhrif fótanudds á svefn eldri skurðsjúklingaFóta- og handanudd sem viðbótarmeðferð við verkjum eftir hjáveituaðgerð á hjarta (CABG)Verkjameðferð við drentöku úr brjóstholi : bætir staðdeyfing á húð verkjameðferðina?Verkjamat aldraðra eftir skurðaðgerðBráðaverkjameðferð aldraðra á bæklunarskurðdeildVerkjamat hjá börnum eftir skurðaðgerðSamskipti og samvinna hjúkrunarfræðinga og læknaViðbrögð kvenna sem fara í endursköpun á brjóstum eftir brjóstnám vegna krabbameinsÚtskriftaráætlun eftir skurðaðgerð vegna brjóstakrabbameinsÚtskrift sjúklinga eftir mjaðmarbrotSjúklingafræðsla : símaeftirfylgd eftir hjartaskurðaðger
    corecore