6 research outputs found

    Samfélagslungnabólga meðal fullorðinna: Rannsóknir á völdum þáttum sem tengjast horfum og lifun

    Get PDF
    Inngangur. Þrátt fyrir að næstum öld sé liðin frá uppgötvun penisillíns og að langt sé liðið síðan bólusetningar hófust gegn Streptococcus pneumoniae (pneumokokkum), algengasta orsakavaldi lungnabólgu fullorðinna, er enn um algengan og alvarlegan sjúkdóm að ræða. Með hækkandi aldri verður greining lungnabólgu oft erfiðari; einkenni verða gjarnan ósértækari, erfiðara er að ná góðum myndum af lungum og lengri tíma getur tekið fyrir íferðir í lungum að verða sýnilegar á myndrannsókn. Þrátt fyrir þetta er skortur á rannsóknum sem bera saman þá sem eru með klínísk einkenni lungnabólgu en án greinilegra íferða á lungnamynd við hina sem eru með samfélagslungnabólgu (klínísk einkenni ásamt staðfestri íferð á lungnamynd). Sumar fyrri rannsóknir hafa bent til þess að gjöf asetýlsalicýlsýru (ASA) geti dregið úr dauðsföllum í kjölfar lungnabólgu en aðrar ekki. Meinvaldar lungnabólgu geta skyndilega breyst eins og gerðist í heimsfaraldri SARS-CoV-2 og mikilvægt að bregðast við og lýsa nýjum sjúkdómum, s.s. þeim sem meinvaldurinn veldur, áhættuþáttum og mögulegri meðferð. Upplýsingar skortir um tengsl kæfisvefns við tilurð alvarlegar COVID-19 lungnabólgu, þar sem margir áhættuþættir sjúkdómanna eru sameiginlegir er mikilvægt að leiðrétta fyrir þeim. Markmið. Í fyrsta lagi að bera saman tilfelli með klínísk einkenni lungnabólgu en án greinilegra íferða við tilfelli samfélagslungnabólgu með sérstaka áherslu á dánartíðni (Grein I). Í öðru lagi að kanna hvort ASA tengdist bættri lifun tilfella sem greindust með pneumokokkalungnabólgu (Grein II). Í þriðja lagi að kanna hvort kæfisvefn tengdist alvarlegri COVID-19 lungnabólgu (Grein III). Efni og aðferðir. Þrjú aðskilin gagnasöfn voru notuð. Í fyrsta lagi var gögnum safnað um tilfelli sem lögðust inn með grun um lungnabólgu á framskyggnan máta á eins árs tímabili 2018-2019 (grein 1). Í öðru lagi var notast við afturskyggnt gagnasafn allra staðfestra ífarandi pneumókokkasýkinga 1975-2019 á Íslandi. Í þriðja lagi var gagnasafn um öll tilfelli með COVID-19 á Íslandi árið 2020 notað og upplýsingar frá Landspítala um kæfisvefnstilfelli. Grein 1. Lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til að meta dánartíðni við 30 daga eftir leiðréttingu fyrir aldri, kyni, Charlson stigun á sjúkdómsbyrði og fyrir 1 árs dánartíðni var einnig leiðrétt fyrir reykingum, búsetu á hjúkrunarheimili og tilvist meðferðartakmarkana. Framkvæmdar voru endurteknar tilreiknanir á gagnaeyðum, í 8.5% tilfella vantaði upplýsingar um reykingar. Grein 2. Öll tilfelli 1975-2019 á Íslandi sem höfðu jákvæða blóðræktun með S. pneumoniae og staðfesta lungnabólgu samkvæmt myndrannsókn af lungum voru í rannsóknarhópnum. Aðalsamanburðurinn fólst í að bera saman lifun við 30-daga, 90-daga og 1-ár með því að notast við líkindaskorsvigtun, eftir því hvort sjúklingarnir voru að taka ASA við greiningu sýkingarinnar. Grein 3. Öll tilfelli sem greindust með COVID-19 á árinu 2020 voru í úrtakinu, tilfelli sem höfðu farið í svefnskimun og reyndust með ≥5 öndunarhlé á mínútu voru skilgreind sem kæfisvefnstilfelli. Endapunktur rannsóknarinnar var dauði eða sjúkrahúsinnlögn. Framkvæmdar voru lógistískar aðhvarfsgreiningar og líkindaskorsvigtun, fyllt var í gagnaeyður með endurteknum tilreikningum. Niðurstöður. Grein 1. Klínísk einkenni lungnabólgu en án greinilegra íferða var um helmingi óalgengari innlagnarástæða en samfélagslungnabólga. Tilfelli með samfélagslungnabólgu voru líklegri til að mælast með hækkaðan líkamshita, hærra CRP, greinast með S. pneumoniae og að fá sýklalyfjameðferð en ólíklegri til að greinast með sýkingu af völdum öndunarfæraveira. Leiðrétt líkindahlutfall dauða þeirra sem voru með klínísk einkenni lungnabólgu en án íferða miðað við þá sem voru með samfélagslungnabólgu innan 30 daga var 0.86 (95% öryggisbil (ÖB) 0.40-1.85) en 1.25 (95% ÖB 0.81-1.95) við 1 ár. Grein 2. Tilfellin sem voru að taka ASA við innlögn voru ólík tilfellum sem voru ekki að taka lyfið þegar undirliggjandi sjúkdómar, reykingar, áfengisfíkn og aldur voru skoðuð. Ásættanleg leiðrétting náðist með líkindaskorsvigtun. ASA tilfelli höfðu betri lifun á tímabilinu 0-7 dögum eftir sýkingu (Hættuhlutfall (HH), 0.42, 95% CI 0.19-0.92), en ekki milli 7-30 daga eftir greiningu (HH 1.08, 95% CI 0.46-2.55). Meðal HH yfir 1 ár sýndi betri lifun ASA tilfella en þeirra sem ekki voru á lyfinu (HH 0.48, 9%CI 0.31-0.75). Grein 3. COVID-19 tilfelli sem höfðu kæfisvefn voru líklegri til að þurfa innlögn eða deyja en tilfelli sem voru með COVID-19 en ekki kæfisvefn í fullleiðréttu módeli (2.0 95% CI 1.2-3.2). Áhrifin voru sterkari í minna leiðréttum módelum. Næmisgreiningar sýndu svipuð áhrif. Ályktanir. Klínísk einkenni lungnabólgu án íferða er algeng ástæða innlagna og þrátt fyrir að íferð sjáist ekki við myndrannsókn var dánartíðnin ekki marktækt lægri. Notkun á ASA tengist lægri dánartíðni þeirra sem greinast með ífarandi pneumókokkalungnabólgu en þörf er á rannsóknum sem leiðrétta fyrir mögulegri skekkju heilbrigðari notenda. Kæfisvefn er áhættuþáttur fyrir sjúkrahúsinnlögn eða dauða meðal þeirra sem greinast með COVID-19 að teknu tilliti til bjögunarþátta.Abstract Introduction. Despite almost a century passing since the discovery of penicillin and many years since the initiation of vaccinations against Streptococcus pneumoniae, this principal cause of pneumonia among adults, pneumonia is still a common and serious disease. Increasing age often complicates the diagnosis of pneumonia with fewer specific symptoms, difficulty obtaining radiographs of sufficient quality and sometimes a lag in infiltrates becoming visible. Studies are lacking comparing cases that have symptoms of pneumonia without radiographic confirmation of an infiltrate (SPWI) with those that have symptoms of pneumonia with radiographic confirmation (community-acquired pneumonia, CAP). Some earlier studies indicated that acetylsalicylic acid (ASA) decreased mortality following pneumonia, but others did not. Pneumonia etiology can suddenly change, as observed recently in the SARS-CoV-2 pandemic, highlighting the importance of timely studies on new or re-emerging pathogens and diseases, risk factors and possible treatments. Information is lacking on the association of obstructive sleep apnea (OSA) with severe COVID-19. Goals. The first goal was to compare clinical characteristics and mortality of SPWI cases to CAP cases (Paper I). Secondly, to examine if ASA was associated with improved survival among those with invasive pneumococcal pneumonia (Paper II). Lastly, to assess if OSA was associated with severe COVID-19 pneumonia (Paper III). Methods. Three different datasets were used. In the first paper we performed a prospective study on cases hospitalized with suspected pneumonia over a one-year period (2018-2019). In the second paper we used a retrospective dataset on all invasive pneumocccal infections 1975-2019 in Iceland. In the third paper we used a dataset on all COVID-19 infections in Iceland in the year 2020 and information on cases from a sleep study from Landspitali- The National University Hospital of Iceland (LUH). Paper 1. For analysis of mortality at 30 days logistic regression was used adjusting for age, sex and Charlson comorbidity index (CCI); for the 1-year outcome analysis, do not resuscitate directive, smoking, and nursing home residence were added. Multiple imputations were performed on missing data. iv Paper 2. All adult cases in Iceland 1975-2019 with a positive blood culture for S. pneumoniae along with symptoms and signs of pneumonia were included. The main outcome was survival at 30 and 90 days and at 1 year comparing those using ASA to those not using ASA, using Cox regression with inverse probability weighting for covariate adjustment. Paper 3. All cases with a COVID-19 diagnosis in 2020 were included, cases with an apnea-hypopnea index (AHI) ≥ 5 per minute were defined as OSA. A combined outcome of hospitalization or death was used as the main outcome. Logistic regression and propensity score weighting were used for adjustment, multiple imputations were performed on missing data. Results Paper I. The incidence of SPWI requiring hospital admission was one half of that of CAP. CAP cases more frequently had fever (≥38°C), higher CRP value, S. pneumoniae as microbial etiology and more frequently received antibiotic therapy, but cases in the CAP group less frequently had a respiratory virus identified. The adjusted odds of mortality for SPWI cases compared with CAP within 30 days was 0.86 (95% confidence interval (CI) 0.40-1.85) but1.25 (95% CI 0.81-1.95) at 1 year. Paper II. There were differences between the groups taking ASA or not in terms of underlying illnesses, smoking, alcoholism, and age. After propensity score weighting an accepatable balance was reached. After adjustment, ASA cases had a better survival 0-7 days after diagnosis (HR 0.42, 95% CI 0.19- 0.92), but not between 7-30 days (1.08 95% CI 0.46-2.55). Average HR over 1-year showed a better survival for the ASA cases compared to those not on ASA (HR 0.48, 9%CI 0.31-0.75). Paper III. COVID-19 cases with OSA were more likely to need hospitalization or die than cases that had COVID-19 but without a prior OSA diagnosis in a fully adjusted model (2.0 95% CI 1.2-3.2). The association was stronger in models which adjusted for fewer comorbidities. The effects held in sensitivity analyses. Conclusion. SPWI is a common reason for hospitalization and despite lacking radiographic infiltrates, mortality was not much lower than in CAP. The use of ASA is associated with lower mortality among those diagnosed with invasive pneumococcal pneumonia, but studies adjusting for healthy user bias are needed. OSA is a risk factor for hospitalization or death among those diagnosed with COVID-19.• The Icelandic Centre for Research (Rannís, grant number 217716-051) • The Doctoral Grants of The University of Iceland Research Fund • The Scientific Fund of Landspitali—The National University Hospital of Iceland • The Scandinavian Society for Antimicrobial Chemotherapy Foundation (SSAC Foundation) • The Foundation of St. Josef´s Hospital • The Geriatric council of Iceland (Öldrunarráð Íslands

    Adults with symptoms of pneumonia : a prospective comparison of patients with and without infiltrates on chest radiography

    Get PDF
    Funding Information: The authors thank the staff at the emergency wards of Landspitali–The National University Hospital of Iceland for assistance with patient recruitment and Salvör Rafnsdóttir for her contribution in terms of patient recruitment. Funding Information: This work was supported by The Icelandic Centre for Research (Rannís) (grant number 217716-051), The Doctoral Grants of The University of Iceland Research Fund, The Scientific fund of Landspitali- The National University Hospital of Iceland, The Scandinavian Society for Antimicrobial Chemotherapy Foundation, and the Foundation of St. Josef's Hospital. The funding sources had no role in the study's design, conduct or reporting. Publisher Copyright: © 2022 The Author(s)OBJECTIVE: Most studies on patients hospitalized with community-acquired pneumonia (CAP) require confirmation of an infiltrate by chest radiography, but in practice admissions are common among patients with symptoms of pneumonia without an infiltrate (SPWI). The aim of this research was to compare clinical characteristics, microbial etiology, and outcomes among patients with CAP and SPWI. METHODS: Adults suspected of CAP were prospectively recruited at Landspitali University Hospital over a 1-year period, 2018 to 2019. The study was population based. Those admitted with two or more of the following symptoms were invited to participate: temperature ≥38°C or ≤36°C, sweating, shaking/chills, chest pain, a new cough, or new onset of dyspnea. Primary outcome was mortality at 30 days and one year. RESULTS: Six hundred twenty-five cases were included, 409 with CAP and 216 with SPWI; median age was 75 (interquartile range [IQR] 64-84) and 315 (50.4%) were females. Patients with CAP were more likely to have fever (≥38.0°C) (66.9% [273/408]) vs. 49.3% (106/215), p < 0.001), a higher CRP (median 103 [IQR 34-205] vs. 55 (IQR 17-103), p < 0.001), identification of Streptococcus pneumoniae (18.0% [64/355]) vs. 6.3% (10/159) of tested, p = 0.002) and to receive antibacterial treatment (99.5% [407/409]) vs. 87.5% (189/216), p < 0.001) but less likely to have a respiratory virus detected (25.4% [33/130]) vs. 51.2% (43/84) of tested, p < 0.001). The adjusted odds ratios for 30-day and 1 year mortality of SPWI compared to CAP were 0.86 (95% CI 0.40-1.86) and 1.46 (95% CI 0.92-2.32), respectively. DISCUSSION: SPWI is a common cause of hospitalization and despite having fever less frequently, lower inflammatory markers, and lower detection rate of pneumococci than patients with CAP, mortality is not significantly different.Peer reviewe

    Viðbrögð lungnaþekjufruma í rækt við togálagi sem líkir eftir öndunarvélarmeðferð

    No full text
    Tilgangur Öndunarvélarmeðferð með yfirþrýstingi veldur álagi á þekjuvef lungna og getur leitt til vefjaskemmda. Skemmdirnar geta orsakað viðvarandi bólguviðbragð og bólgumiðlar og örverur átt greiða leið í blóðrásina og í kjölfarið valdið fjöllíffærabilun. Markmið verkefnisins var að setja upp og þróa líkan til að framkalla áhrif öndunarvélarmeðferðar á lungnaþekjufrumur og rannsaka afleiðingar slíkrar meðferðar fyrir frumurnar. Efniviður og aðferðir Rannsökuð voru viðbrögð tveggja lungnaþekjufrumulína við togálagi, A549 (lungnablöðrufrumur) og VA10 (berkjufrumur). Notast var við Flexcell frumutogara til að framkalla síendurteknar 2 sekúnda lotur af togi og hvíld eftir kassalaga munstri í 12 klst. Til viðmiðunar voru frumur staðsettar í sama hitaskáp í 12 klst án togs. Svipgerðarbreytingar á frumum voru kannaðar með flúrljómandi mótefnalitun og Western blettun á þekktum kennimörkum frumanna og borið saman við viðmið. Bólgusvörun var könnuð með því að mæla seytun IL-8 og LL-37 (bakteríudrepandi peptíð). Niðurstöður Svipgerðarbreytingar sáust í tjáningu stoðgrindarpróteina A549 og VA10 eftir tog með aukinni myndun stressþráða f-aktíns örþráða en keratin 14 hélt að mestu óbreyttu tjáningarmynstri. Mótefnalitun á kennimörkum togálags gaf vísbendingar um að fleiri A549 og VA10 frumur tjáðu EGF viðtaka og β-4 integrin eftir tog. Mat á bólgusvörun með Western blettun fyrir LL-37 eftir tog sýndi hneigð til minnkunar á seytun hjá A549 en óbreytta seytun hjá VA10 frumum. A549 og VA10 seyta IL-8 bólgumiðlinum í mælanlegu magni og seytun virðist aukast við tog. Ályktanir Meginviðfangsefni verkefnisins var að setja upp og staðla aðferðafræði við togálagstilraunir á lungnaþekjufrumum þar sem þetta er í fyrsta sinn sem Flexcell tæknin er notuð hér á landi. A549 hefur áður verið notuð sem líkan fyrir öndunarvélarálag in vitro og tókst að framkalla þekkt viðbrögð hennar við togálagi. Við sýndum að VA10 sýnir einnig slík viðbrögð. Frekari rannsókna er þörf en þegar hafa komið fram áhugaverðir þættir varðandi mun milli frumulínanna í tjáningu kennimarka togálags og seytun bólgumiðla. Slík þekking gæti leitt til aukins skilnings á og þróun varna gegn áverkum á lungnavef af völdum öndunarvélarmeðferðar

    Malaria in Iceland, a rare but looming threat for travelers

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files. This article is open access.Inngangur: Malaría er sníkjudýrasýking og ein algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla í þróunarlöndum, einkum meðal barna. Sjúkdómurinn greinist af og til á Íslandi í einstaklingum sem hafa dvalist á malaríusvæð- um. Í rannsókn sem gerð var á sjúkdómnum hérlendis 1980-1997 fundust 15 staðfest tilfelli. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að rannsaka faraldsfræði malaríu 1998-2014 á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Sjúkragögn þeirra sem greindust með malaríu hér á landi samkvæmt blóðstroki eða blóðdropa voru yfirfarin. Einnig var aflað gagna um sölu malaríulyfja og um utanlandsferðir Íslendinga á tímabilinu. Niðurstöður: Staðfestar malaríusýkingar reyndust vera 31. Í heild voru að meðaltali 1,8 tilfelli á ári, greiningartíðni um 0,6 tilfelli/100 þúsund íbúa/ ári. Á tímabilinu 1980-1997 var greiningartíðni 0,3/100 þúsund/ári. Ekki reyndist marktækur munur á tíðni milli tímabila (p=0,056). Plasmodium falciparum greindist í 71% tilfella, P. vivax í 16%, P. ovale og P. malariae hvor um sig í 7%. Einungis tveir sjúklingar (7%) höfðu tekið fyrirbyggjandi lyf. Einn sjúklingur fékk sýkingarbakslag. Tveir lögðust inn á gjörgæslu en enginn lést. Algengasta lyfjameðferð var atóvakón með prógúaníl. Sala þess sem fyrirbyggjandi lyfs stóð í stað árin 2010-2014 en á sama tíma varð aukning í utanlandsferðum Íslendinga. Ályktun: Á Íslandi hefur greiningum á malaríu fjölgað lítillega en á sama tímabili hefur tilfellum í nágrannaríkjunum fækkað. Fylgjast þarf með tíðni sjúkdómsins og afdrifum sjúklinga á Íslandi næstu ár. Mikilvægt er að efla forvarnir meðal ferðamanna á malaríusvæðum, þar með talið töku fyrirbyggjandi lyfjaIntroduction: Malaria is one of the most common causes of preventable deaths in the developing countries, especially among children. A previous study of imported malaria in Iceland during 1980-1997 identified 15 confirmed cases. The objective of this retrospective study was to update epidemiological data on malaria in Iceland, 1998-2014. Materials and methods: The inclusion criteria were a positive thick or thin blood smear for malaria parasites at the Dept. of Microbiology at Landspitali University Hospital, which serves as a referral laboratory for malaria diagnosis in the country. Medical records of confirmed cases, nationwide sales data for antimalarial agents and international travel of Icelanders were reviewed. Results: Thirty-one cases of malaria were confirmed in Iceland during 1998-2014, 1.8 cases/year on average, a rate of 0.6 cases/100.000 inhabitants/year. The rate was 0.3/100.000 inhabitants/year in the previous study 1980-1997 (p=0.056). Plasmodium falciparum was identified in 71% of cases, P. vivax in 16%, P. ovale and P. malariae in 7% each. Only 2 patients (7%) had used chemoprophylaxis prior to diagnosis. Two patients needed intensive care, but no fatalities were documented. One patient had a relapse. The most common agent used for treatment was atovaquone with proguanil, however annual sales figures plateaued during 2010-2014 despite a significant increase in foreign travel by Icelanders during the same period. Conclusion: The detection rate for malaria in Iceland showed a tendency for increase between study periods while a slight decrease was noted in the neighbouring countries at the same time. The importance of antimalarial chemoprophylaxis and other preventive measures among Icelandic travellers to endemic areas needs to be emphasized

    Harðgerðar hendur : karlar í hjúkrunarfræði

    No full text
    Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Ritgerðin er uppbyggð sem rannsóknaráætlun. Bakgrunnur: Mikill skortur er á karlmönnum í hjúkrunarstéttinni á Íslandi en þeir eru um 2% af heildarfjölda hjúkrunarfræðinga sem er með lægsta hlutfalli sem sést í hinum vestræna heimi. Höfundar munu fjalla um áskoranir karla í hjúkrun, sögu þeirra, staðalímynd hjúkrunarfræðinnar og stöðu karla í hjúkrun. Markmið: Megintilgangur rannsóknarinnar verður að afla þekkingar um það hvernig megi auka hlut karlmanna á Íslandi í hjúkrun. Höfundar völdu sér þetta tiltekna efni vegna reynslu sinnar af hjúkrun og áhuga á því að beina fleiri karlmönnum inn á þessa braut. Rannsóknaraðferð: Með eigindlegum rannsóknaraðferðum byggðum á Vancouver skólanum verða tekin einstaklingsviðtöl við þrjá hópa; karlkyns hjúkrunarfræðinga, kvenkyns hjúkrunarfræðinga og notendur spítalaþjónustunnar. Miðað er við að taka viðtöl við um 10 einstaklinga úr hverjum hóp en þeir verða fundnir með tilgangsúrtaki. Ályktun: Margir þættir hafa stuðlað að útskúfun karla frá stéttinni; hvernig saga hjúkrunar hefur verið rituð, mikill meirihluti kvenna í starfinu, staðalímynd hjúkrunarfræðingsins sem kvenmaður og tenging hjúkrunarstarfsins við störf kvenna. Enn í dag fylgja ýmsar áskoranir því að vera karlmaður í hjúkrun en margar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga karlmönnum í greininni. Til þess að fjölga karlmönnum í hjúkrunarfræði á Íslandi þarf að stuðla að breytingum á fleiri en einum stað. Átök til þess að fjölga karlmönnum í hjúkrunarfræði hljóta að þurfa að styðjast við fræðilegan grunn. Þessi rannsókn væri skref í áttina að byggja fræðilegan grunn sem hægt væri að nýta til að leiða fram breytingar. Lykilhugtök: hjúkrunarfræði, karlar, staðalímyndir, kvennastétt.This paper is a research proposal. Background: Currently Iceland has one of the lowest ratio of male nurses in the western world, but male nurses are around 2% of the nursing staff in Iceland. In this paper we will present a dialogue about the challenges men face in nursing, the stereotype of the nursing profession and men’s status in the corresponding occupation. Aim: The authors would like to determine ways to increase the numbers of men in nursing through organized and systematic qualitative research. The goal of this suggested study is to provide a foundation for future actions to increase the low proportion of male nurses in Iceland. Methods: Data will be collected using half open questionnaires gathered with one on one interviews. Three different groups of people will be surveyed; male nurses, female nurses and patients. About 10 individuals from each group will be interviewed. Conclusions: A lot of issues have kept men from entering the nursing occupation ranging from how the story of nursing has been written, the fact that a large proportion of nurses are female, stereotypical attitudes regarding nursing and the prevalent view of nursing as primarily a female role. This paper suggests that to increase the number of men in nursing in Iceland we need to contribute to changes on different levels. Before we can address the problem we need to analyse it. We need to create a research foundation to build on. The study proposed here could help add to that much needed foundation. Keywords: Nursing, men, stereotypes, women's occupation

    Effects of the COVID-19 pandemic and associated non-pharmaceutical interventions on diagnosis of myocardial infarction and selected infections in Iceland 2020

    No full text
    INNGANGUR Sóttvarnaaðgerðir og breytingar á venjum almennings drógu úr útbreiðslu COVID-19 smita á árinu 2020 en áhrif aðgerðanna á tilurð og greiningu annarra sjúkdóma eru óþekkt. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif heimsfaraldurs COVID-19 og viðbragða vegna hans á tíðni greininga bráðs hjartadreps og ákveðinna sýkinga með mismunandi smitleiðir árið 2020 samanborið við árin 2016-2019. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Kennitölur einstaklinga 18 ára og eldri sem lögðust inn á Landspítala 2016-2020 með lungnabólgu eða brátt hjartadrep voru fengnar úr sjúkraskrárkerfum. Fengin voru gögn um Chlamydia trachomatis sýni, inflúensugreiningar, HIV-próf og jákvæðar Enterobacterales-blóðsýkingar frá rannsóknastofum. Staðlað nýgengishlutfall (standardised incidence ratio, SIR) ásamt 95% öryggisbili (95% confidence interval, 95%CI) var reiknað fyrir þessa sjúkdóma árið 2020 borið saman við árin 2016-2019. NIÐURSTÖÐUR Fjöldi útskriftargreininga vegna lungnabólgu sem var ekki vegna COVID-19 dróst saman um 31% árið 2020 (SIR 0,69 (95%CI 0,64-0,75)). Útskriftargreiningum vegna bráðs hjartadreps fækkaði um 18% (SIR 0,82 (95%CI 0,75-0,90)) og bráðum hjartaþræðingum vegna bráðs kransæðaheilkennis um 23% (SIR 0,77 (95%CI 0,71-0,83)), en 15% aukning varð á blóðsýkingum með Enterobacterales-tegundum (SIR 1,15 (95%CI 1,04-1,28)). Sýnum þar sem leitað var að Chlamydia trachomatis fækkaði um 14,8% (p<0,001) og 16,3% fækkun (p<0,001) varð í heildarfjölda jákvæðra sýna. Fjöldi HIV-prófa dróst saman um 10,9% og 23,6% samdráttur varð á staðfestum inflúensutilfellum árið 2020 þrátt fyrir að sýnataka tvöfaldaðist. ÁLYKTANIR Sjúkrahúsinnlögnum vegna lungnabólgu af öðrum orsökum en COVID-19 fækkaði um ríflega fjórðung árið 2020. Greiningum á bráðu hjartadrepi, klamydíu og inflúensu fækkaði. Margt bendir til að um raunfækkun sé að ræða vegna breyttrar hegðunar á farsóttartímum. INTRODUCTON: Nonpharmaceutical interventions to contain the spread of COVID-19 infections in Iceland in 2020 were successful, but the effects of these measures on incidence and diagnosis of other diseases is unknown. The aim of this study was to evaluate the impact of the COVID-19 pandemic on the diagnosis of myocardial infarction (MI) and selected infections with different transmission routes. MATERIALS AND METHODS: Health records of individuals 18 years or older who were admitted to Landspitali University Hospital (LUH) in 2016-2020 with pneumonia or MI were extracted from the hospital registry. We acquired data from the clinical laboratories regarding diagnostic testing for Chlamydia trachomatis, influenza, HIV and blood cultures positive for Enterobacterales species. Standardized incidence ratio (SIR) for 2020 was calculated with 95% confidence intervals (95%CI) and compared to 2016-2019. RESULTS: Discharge diagnoses due to pneumonia decreased by 31% in 2020, excluding COVID-19 pneumonia (SIR 0.69 (95%CI 0.64-0.75)). Discharge diagnoses of MI decreased by 18% (SIR 0.82 (95%CI 0.75-0.90)), and emergency cardiac catheterizations due to acute coronary syndrome by 23% (SIR 0.77 (95%CI 0.71-0.83)), while there was a 15% increase in blood stream infections for Enterobacterales species (SIR 1.15 (95%CI 1.04-1.28)). Testing for Chlamydia trachomatis decreased by 14.8% and positive tests decreased by 16.3%. Tests for HIV were reduced by 10.9%, while samples positive for influenza decreased by 23.6% despite doubling of tests being performed. CONCLUSION: The number of pneumonia cases of other causes than COVID-19 requiring admission dropped by a quarter in 2020. MI, chlamydia and influensa diagnoses decreased notably. These results likely reflect a true decrease, probably due to altered behaviour during the pandemic.Peer reviewe
    corecore