4 research outputs found

    Eðli u-hljóðvarpsvíxla í íslenskri málsögu

    No full text
    Eðli u-hljóðvarpsvíxla hefur lengi verið umdeilt mál. Til eru þeir sem álíta að víxlin a~ö í nútímamáli stafi af virkri hljóðkerfisreglu, en aðrir telja víxlin vera skilyrt af virkum víxlamynstrum sem einkenna ákveðna beygingarflokka. Þessi ritgerð er framlag til þeirrar umræðu sem hefur einkum verið lífleg síðustu árin. Ekki er ágreiningur um að u-hljóðvarp hafi verið hljóðbreyting sem fólst í kringingu rótarsérhljóðs sem stóð í næsta atkvæði á undan áherslulausu /u/ á frumnorrænum tíma, sbr. físl. no. vǫrðr (< *warðuR), nf./þf.ft. bǫrn (< *barnu). Það hljóðumhverfi sem skilyrti breytinguna er í sumum orðmyndum gagnsætt í nútímamáli, sbr. 3.p.ft.þt.fh. kölluðu, þar sem u fer á eftir rótarsérhljóðinu ö og a kemur annars staðar fyrir í beygingu þessarar sagnar. Hér er því haldið fram að það sé einmitt þetta gagnsæi sem fær suma til að líta þannig á að a~ö-víxl í nútímaíslensku stafi af virku hljóðferli, þ.e. að áherslulaust /u/ kringi /a/ í næsta atkvæði á undan. Hins vegar verða færð rök fyrir því að hljóðbreytingin hafi verið orðin óvirk fyrir tíma elstu ritaðra heimilda íslenskra en rökin felast í því að hljóðbrigðin sem urðu til við u-hljóðvarp gengu ekki til baka þótt hljóðvarpsvaldurinn félli brott. Virkni u-hljóðvarps í íslensku má einnig draga í efa á grundvelli ýmissa hljóðbreytinga sem hafa átt sér stað síðan undir lok 12. aldar. T.d. frammæltist ǫ í ö en hinn forni hljóðvarpsvaldur u var áfram uppmæltur öldum saman. Einnig er hægt að benda á að ekki verða öll /u/ til þess að a í næsta atkvæði á undan verði kringt, sbr. nísl. no. dagur sem er komið úr físl. dagr eftir u-innskot. Þótt málkunnáttufræðingar hafi leitast við að skýra u-hljóðvarpsleysið í slíkum orðmyndum með því að raða virkum hljóðkerfisreglum í áfleiðsluferli út frá baklægri mynd með #a# verður sýnt fram á að í rauninni er það söguleg þróun sem skýrir best u-hljóðvarpsleysi í slíkum myndum. Málsöguleg rök benda til þess að u-hljóðvarp hafi þegar verið úr sögunni á þeim tíma er u-innskot átti sér stað. Í ljósi þess að u-hljóðvarp virðist dautt sem samtímalegt hljóðferli þarf að skýra hin víðtæku víxl a~ö á öðrum forsendum. Hér verður bent á dæmi þess að beygingarmynstur með a~ö-víxlum hafi valdið áhrifsbreytingum sem hafa gert það að verkum að nýyrði taka víxlin upp og erfð orð fara að sýna víxlin til að falla betur að ákveðnu beygingarmynstri. Á þessum grundvelli er hægt að sýna fram á að víxlin a~ö eru beygingarhljóðkerfislega skilyrt og hafa verið það lengi

    On languages on islands

    No full text
    Islands as specific research sites in their own right have been given little direct attention by linguists. The physical segregation, distinctness, and isolation of islands from mainland and continental environments may provide scholars of language with distinct and robust sets of singular and combined case studies for examining the role of islandness in any appreciation of language. Whether distinct and particular sociolinguistic and typological phenomena can be attributable to islands and their islandness and vice versa remains unexplored. This position article considers the possibility of there being anything particular and peculiar about languages spoken on islands as compared to languages spoken on mainlands and continents. It arose out of a workshop titled 'Exploring island languages' held at Aarhus University, Denmark on 30 April 2018. The main question posed was: Is there anything special socially, linguistically, grammatically, and typologically about the languages of islands? If so, is it possible to talk about such a thing as an island language
    corecore