4 research outputs found

    Erfðamengisbreytingar í ættlægum B-eitilfrumumeinum

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnEinstofna mótefnahækkun (Monoclonal Gammopathy, MG) orsakast af afbrigðilegri fjölgun og þroskun eins stofns af B-eitilfrumum sem framleiða einstofna ónæmisglóbúlín. Mótefnahækkun án einkenna illkynja sjúkdóms (Monoclonal Gammopathy of Unknown Significance, MGUS) getur þróast í illkynja mergæxli (Multiple Myeloma, MM). Waldenström’s macróglóbúlínemía er illkynja B-eitilfrumusjúkdómur sem þróast út frá forstigs B-eitilfrumu. Lýst hefur verið ættlægri tilhneigingu til MG í yfir 130 fjölskyldum um allan heim. Ofursvarandi B-eitilfrumur hafa fundist í 12 heilbrigðum nánum ættingjum sjúklinga með MM eða MGUS. B-eitilfrumurnar framleiddu marktækt meira ónæmisglóbúlín en Beitilfrumur viðmiða eftir mítógenörvun in vitro. Þær lifðu einnig lengur í Poke-weed rækt en frumur viðmiða. Tilgangur verkefnisins var að framkvæma víðtæka samanburðargreiningu erfðamengja á örflögu (array-CGH) þar sem skimað yrði fyrir genamengisbreytingum í Beitilfrumum ofursvara og bera saman við skyld og óskyld heilbrigð viðmið. Efni og aðferðir: Array-CGH var gert á einangruðu DNA úr B-eitilfrumum og borið saman við DNA kornfrumna (granúlócýta) úr hverjum einstaklingi. Notaðar voru 12 sýna örflögur með 135.000 þreifurum sem dreifast um allt erfðamengi mannsins. Niðurstöður: Samanburðargreining á örflögu sýndi breytingar á svæðum ónæmisglóbúlína eins og við var að búast. Viðbætur og úrfellingar í B-eitilfrumum miðað við kornfrumur sáust dreift um allt erfðamengið. Marktækt færri viðbætur voru í ofursvörum miðað við viðmið á 8 litningum. Sá breytileiki sem greinist með samanburðargreiningu er að öllum líkindum tengdur erfðaefnisbreytingum vegna sækniþroskunar og flokkaskipta. Minni almennur breytileiki hjá ofursvörum getur mögulega verið tilkomin vegna þess að B-eitilfrumur ofursvara taki í minni mæli út þroska í kímstöð en eðlilegt er og hafi því minni tíma til punktstökkbreytinga

    Erfðamengisbreytingar í ættlægum B-eitilfrumumeinum

    No full text
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnEinstofna mótefnahækkun (Monoclonal Gammopathy, MG) orsakast af afbrigðilegri fjölgun og þroskun eins stofns af B-eitilfrumum sem framleiða einstofna ónæmisglóbúlín. Mótefnahækkun án einkenna illkynja sjúkdóms (Monoclonal Gammopathy of Unknown Significance, MGUS) getur þróast í illkynja mergæxli (Multiple Myeloma, MM). Waldenström’s macróglóbúlínemía er illkynja B-eitilfrumusjúkdómur sem þróast út frá forstigs B-eitilfrumu. Lýst hefur verið ættlægri tilhneigingu til MG í yfir 130 fjölskyldum um allan heim. Ofursvarandi B-eitilfrumur hafa fundist í 12 heilbrigðum nánum ættingjum sjúklinga með MM eða MGUS. B-eitilfrumurnar framleiddu marktækt meira ónæmisglóbúlín en Beitilfrumur viðmiða eftir mítógenörvun in vitro. Þær lifðu einnig lengur í Poke-weed rækt en frumur viðmiða. Tilgangur verkefnisins var að framkvæma víðtæka samanburðargreiningu erfðamengja á örflögu (array-CGH) þar sem skimað yrði fyrir genamengisbreytingum í Beitilfrumum ofursvara og bera saman við skyld og óskyld heilbrigð viðmið. Efni og aðferðir: Array-CGH var gert á einangruðu DNA úr B-eitilfrumum og borið saman við DNA kornfrumna (granúlócýta) úr hverjum einstaklingi. Notaðar voru 12 sýna örflögur með 135.000 þreifurum sem dreifast um allt erfðamengi mannsins. Niðurstöður: Samanburðargreining á örflögu sýndi breytingar á svæðum ónæmisglóbúlína eins og við var að búast. Viðbætur og úrfellingar í B-eitilfrumum miðað við kornfrumur sáust dreift um allt erfðamengið. Marktækt færri viðbætur voru í ofursvörum miðað við viðmið á 8 litningum. Sá breytileiki sem greinist með samanburðargreiningu er að öllum líkindum tengdur erfðaefnisbreytingum vegna sækniþroskunar og flokkaskipta. Minni almennur breytileiki hjá ofursvörum getur mögulega verið tilkomin vegna þess að B-eitilfrumur ofursvara taki í minni mæli út þroska í kímstöð en eðlilegt er og hafi því minni tíma til punktstökkbreytinga

    Chromosomal changes in familial paraproteinemia

    No full text
    Inngangur: Einstofna mótefnahækkun (MG) orsakast af óeðlilegri fjölgun og þroskun eins stofns af B-eitilfrumum. MG getur bæði verið án illkynja einkenna og kallast þá MGUS eða illkynja sem mergæxli (MM) eða Waldenström´s macroglobulinemia (WM). Mótefnið (Ig) getur verið af IgM, IgG eða IgA gerð. En það fer eftir því hvort mótefnahækkunin verður fyrir eða eftir flokkaskipti. Algengi MG eykst með aldri og líkurnar á því að MGUS þróist yfir í illkynja sjúkdóm er um 1-1,5% á ári. IgM-MGUS er líklegra til að þróast yfir í WM en IgG- og IgA-MGUS líklegra til að þróast í MM. Fjölskyldur með ættlæg MG falla í þessa tvo hópa sem bendir til ólíks erfðabakgrunns sjúkdómanna. Ýmsar erfðamengisbreytingar sem verða við illkynja þróun MGUS eru þekktar. Yfirfærslur þar sem þunga keðja ónæmisglóbúlína á litningi 14q32.3 tekur þátt og óstöðugleiki í erfðaefni t.d. tap á litningum er algengt í mergæxlum en ekki í WM. Erfðamengisbreytingar sem eiga sér stað við þróun MGUS eru lítið þekktar. Ættlægri tilhneigingu til einstofna mótefnahækkunar (þ.e. yfir tvö tilfelli MG) í yfir 130 fjölskyldum, um allan heim, hefur verið lýst í ritrýndum heimildum. Samkvæmt heimildum eru fyrsta stigs ættingjar MGUS sjúklinga í þrefaldri áhættu á að þróa með sér mergæxli og tvöfaldri áhættu á að þróa með sér WM. Íslenskri fjölskyldu með háa tíðni MG var fyrst lýst árið 1978. Kom þá í ljós að þriðjungur heilbrigðra einstaklinga innan fjölskyldunnar hafði ofursvarandi B-eitilfrumur. B-eitilfrumurnar framleiddu marktækt meira ónæmisglóbúlín en B-eitilfrumur viðmiða eftir mítógen örvun in vitro. Ofursvarandi B-eitilfrumur lifðu einnig lengur í rækt og var það tengt framlengdri tjáningu Bcl-2. Til viðbótar við þessa fjölskyldu hafa 7 aðrar með háa tíðni MG fundist á Íslandi. Í þremur þeirra hafa fundist einstaklingar með ofursvarandi B-eitilfrumur. Í þeim fjölskyldum þar sem ofursvarandi B-eitilfrumur hafa greinst, finnast bæði tilfelli mergæxla og IgM MGUS og/eða WM. Tilgangur þessa verkefnis var að skima fyrir litningayfirfærslum með þátttöku þungu keðju ónæmisglóbúlína og smærri erfðamengisbreytingum í B-eitilfrumum úr blóði ofursvara, skyldra viðmiða og óskyldra viðmiða. Efni og aðferðir: Hefðbundinni litningagreiningu var beitt á B-eitilfrumur eftir 7 eða 14 daga í rækt í kímstöðvarlíkani in vitro til að skima fyrir stórum fjölda- og/eða byggingarbreytingum litninga. Skimað var fyrir broti á litningi 14q32.3 með millifasa-flúrljómun litninga (FISH). Samanburðargreining erfðamengja á örflögu (array-CGH) var gerð á einangruðu DNA úr B-eitilfrumum og borið saman við kornfrumur úr hverjum einstaklingi. Notaðar voru 12 sýna örflögur með 135.000 þreifurum sem dreifast um allt erfðamengi mannsins. Niðurstöður: Hefðbundnar litningagreiningar og flúrljómun litninga sýndu engan marktækan mun á milli ofursvara og viðmiða. Samanburðargreining á örflögu sýndi breytingar á svæðum ónæmisglóbúlína eins og við var að búast. Viðbætur og úrfellingar í B-eitilfrumum miðað við kornfrumur sáust dreift um allt erfðamengið, væntanlega vegna punktstökkbreytinga í kímstöðvarhvarfi. Marktækt færri viðbætur voru í ofursvörum miðað við viðmið á 8 litningum. Ályktanir: þessar niðurstöður eru samhljóma þeirri tilhneigingu einstaklinga fjölskyldnanna til að þróa með sér WM fremur en mergæxli, þ.e. aukin tíðni yfirfærslna með þátttöku þungu keðju ónæmisglóbúlína er ekki til staðar og lítil virkni kímstöðvar kemur fram sem færri punktstökkbreytingar.Background: Monoclonal Gammopathy (MG) is caused by expansion of a single clone of B-lymphocytes. MG can be pre-malignant (MGUS) or malignant (multiple myeloma (MM), Waldenström’s macroglobulinemia (WM)). The immunoglobulin produced can be of IgM, IgG or IgA type, depending on whether the clonal expansion has taken place after class switching. The incidence of MG increases with age and the probability of progression from MGUS to malignancy is about 1-1.5% each year. IgM-MGUS is more likely to become WM but IgG- or IgA-MGUS can lead to MM. Families with multiple MG cases fall into these two categories, indicating different genetic backgrounds. Some genomic changes in the progression from MGUS to malignancy have been identified. Translocations involving the IgH locus on chromosome 14q32.3 and genomic instability, including chromosome losses are prevalent in MM but not WM. Little is known about genomic changes that lead to MGUS. More than 130 families worldwide with multiple cases of MGUS, with or without MM or WM have been reported. Based on published information, first degree relatives of MGUS patients have a three-fold risk of developing MM and a two-fold risk of developing WM. An Icelandic family with high prevalence of MG was first reported in 1978. One third of healthy individuals in this family had hyper-responsive B-cells, producing significantly more Ig than B-cells from controls following mitogen-stimulation in vitro. The hyper-responsive B-cells survived over longer time in culture and showed prolonged expression of Bcl-2. Seven more families have been found in Iceland with high prevalence of MG and in three of these hyper- responders (HR) were identified. All four families with HR contain cases of both MM and IgM-MGUS and/or WM. The aim of this study was to screen for chromosomal translocations and smaller genetic changes in peripheral blood B-cells from HR, related and unrelated controls. Methods: Conventional cytogenetic analysis was done on metaphases after culture for 7 or 14 days in an in vitro model of the germinal centre reaction. Breaks on chromosome 14q32.3 were detected by interphase-FISH (Fluoricence in situ hybridization). Array-CGH (Comparative Genome Hybridization) was performed on isolated DNA from each person, screening for loss or gain in B-cells DNA vs. granulocytes by using 135.000 probes throughout the genome. Results: Conventional cytogenetic and FISH analysis did not show any significant differences between HR and controls. CGH analysis detected changes in Ig-genes in B-cells as expected. In addition, all B-cell samples showed marked gains and losses throughout the genome, presumably reflecting random effects of hypermutations during the germinal centre reaction. Significantly fewer gains were detected in HR vs. controls on 8 chromosomes. Conclusions: These results are consistent with a tendency in the families towards developing WM rather than MM, with no evidence of excess IgH translocations but indications of relatively low germinal centre activity.RANNÍ

    Job design and job related attitudes among biomedical scientists

    No full text
    Lífeindafræðingar stunda rannsóknir og greiningar á lífsýnum og eru nokkuð falin stétt innan heilbrigðiskerfisins. Lítið er til af rannsóknum um starfshönnun og upplifun hjá lífeindafræðingum og þessi rannsókn er liður í að bæta úr því. Markmiðið er að auka þekkingu á þáttum sem lúta að starfshönnun og viðhorfi til starfsins meðal lífeindafræðinga og bera þær niðurstöður saman við svör hjúkrunarfræðinga á sömu þáttum. Hönnun starfa tekur m.a. á verkefnum, þekkingu, ábyrgð, samskiptum og tækni auk tímaramma og samþættingu við önnur störf. Sýnt hefur verið fram á að starfshönnun hefur mikil áhrif á upplifun og hegðun starfsmanna. Viðurkenndir og áreiðanlegir spurningalistar um starfshönnun, starfsánægju, kulnun og áform um starfslok sem áður höfðu verið notaðir hér á landi í alþjóðlegri rannsókn voru lagðir fyrir lífeindafræðinga snemma árs 2023. Þetta er megindleg samanburðarrannsókn þar sem svör 65 lífeindafræðinga voru rýnd og borin saman við svör 82 hjúkrunarfræðinga úr alþjóðlegu rannsókninni frá árinu 2018. Helstu styrkleikar í starfshönnun, að mati lífeindafræðinga í þessari rannsókn, eru að störfin eru mikilvæg, sérhæfð, fjölbreytt og flókin þar sem þekking lífeindafræðinga nýtist og þeir hafi góðan félagslegan stuðning. Hjúkrunarfræðingar og lífeindafræðingar álíta sig vinna ámóta flókin störf og hafa álíka mikla þekkingu og félagslegan stuðning til þess að sinna þeim. Helstu veikleikar eru að lífeindafræðingar fá takmarkaða endurgjöf bæði frá starfinu sjálfu sem og frá samstarfsfólki. Þá hafa þeir takmörkuð áhrif á hvernig þeir vinna vinnu sína. Líkamlegt álag virðist vera helsti veikleiki hjá hjúkrunarfræðingum en notkun flókinna tækja hjá lífeindafræðingum. Starfsánægja þessara stétta er nokkuð mikil en hjúkrunarfræðingar finna aðeins oftar fyrir kulnunareinkennum og eru marktækt líklegri en lífeindafræðingar til að áforma starfslok.Biomedical scientists research and analyze biological specimen and are a somewhat hidden part of the medical profession. Research of the job design and overall job satisfaction for biomedical scientists is scarce and this study will be a part of remedying this. The goal of this study is to increase the amount of data on job design and job satisfaction within the field of biomedical science and to compare the results with the answers of nurses to the same questions. Job design addresses factors such as tasks, knowledge, responsibility, communication, and technology in addition to time frame and interdependence with other jobs. Job design has been proved to have great influence on employees’ job satisfaction and behaviour. The questionnaire lists used here are approved and reliable about job design, job satisfaction, burnout and turnover intention, that had previously been used in Iceland as part of an international study, were administered to biomdedical scientists in early 2023. This is a comparative study in which the answers of 65 biomedical scientists were referenced and compared with the answers of 82 nurses from the international study conducted in 2018. The main strengths are, according to biomedical scientists in this study, that their jobs as important, specialized, diverse, and complex; where their specialty is in active practice, and they have good social support. Nurses and biomedical scientists feel that their jobs are equal in importance and social support. The main weaknesses are that biomedical scientists receive a limited amount of feedback from their co-workers as well as from the job itself. They also have a limited impact on how they execute their work. Physical demands seem to be the main strain on nurses but the use of complex equipment the biggest strain on biomedical scientists. Job satisfaction among both groups is rather high although nurses tend to show symptoms of burnout more frequently than biomedical scientists and are considerably more likely to show turnover intention.Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni
    corecore