9 research outputs found

    Meningococcal carriage in children and young adults : a cross-sectional and longitudinal study, Iceland, 2019 to 2021

    Get PDF
    BackgroundNeisseria meningitidis is a commensal bacterium which can cause invasive disease. Colonisation studies are important to guide vaccination strategies.AimThe study's aim was to determine the prevalence of meningococcal colonisation, duration of carriage and distribution of genogroups in Iceland.MethodsWe collected samples from 1 to 6-year-old children, 15-16-year-old adolescents and 18-20-year-old young adults. Carriers were sampled at regular intervals until the first negative swab. Conventional culture methods and qPCR were applied to detect meningococci and determine the genogroup. Whole genome sequencing was done on groupable meningococci.ResultsNo meningococci were detected among 460 children, while one of 197 (0.5%) adolescents and 34 of 525 young adults (6.5 %) carried meningococci. Non-groupable meningococci were most common (62/77 isolates from 26/35 carriers), followed by genogroup B (MenB) (12/77 isolates from 6/35 carriers). Genogroup Y was detected in two individuals and genogroup W in one. None carried genogroup C (MenC). The longest duration of carriage was at least 21 months. Serial samples from persistent carriers were closely related in WGS.ConclusionsCarriage of pathogenic meningococci is rare in young Icelanders. Non-groupable meningococci were the most common colonising meningococci in Iceland, followed by MenB. No MenC were found. Whole genome sequencing suggests prolonged carriage of the same strains in persistent carriers.Peer reviewe

    Sjúkdómar sem fyrirbyggja má með bólusetningum hjá börnum, unglingum og ungu fólki á Íslandi – rótaveira, meningókokkar og inflúensa: Er þörf á umbótum?

    No full text
    Vaccines are among the most important medical discoveries ever made and are the cornerstone of public health interventions. Public health authorities must be attentive to the local epidemiology of infectious diseases and the benefits of changing the immunisation schedule and introducing new vaccines into the national immunisation programmes. The aims of the thesis were to assess whether changes and improvements are needed to the Icelandic national immunisation programme regarding immunisations against rotavirus, Neisseria meningitidis and influenza. The thesis is comprised of four studies. In study I, the disease burden of rotavirus in young children in Iceland was assessed, as well as the cost-effectiveness of including rotavirus vaccinations in the national immunisation programme in Iceland. A two-year prospective study was conducted. Children under the age of six attending a paediatric emergency department with acute gastroenteritis were recruited. Stool samples were collected from participants, as well as information about the total duration of symptoms, the need for treatment in the emergency department and for hospital admissions, the number of days parents missed from work etc. Parents were also asked about their opinion on rotavirus vaccinations. Study I showed that rotavirus is the most common virus causing acute gastroenteritis leading to emergency department visits in young children in Iceland. Rotavirus causes a significant disease burden on young children, their parents, and the health care system. A substantial loss of productivity is attributable to rotavirus acute gastroenteritis, leading to considerable societal costs. The addition of a rotavirus vaccine to the national immunisation programme would be cost-effective and most parents are in favour of it. We conclude that rotavirus vaccines should be added to the national immunisation programme. Study II assessed the prevalence of asymptomatic meningococcal carriage in children, adolescents and young adults in Iceland, the prevalence of meningococcal capsular groups in colonisation and the duration of colonisation. Nasopharyngeal swabs were collected from 1–6-year-old children in daycare centres and oropharyngeal swabs from 15–16-year-old adolescents and 18–20-year-old young adults in the spring of 2019. Of 460 children, none carried meningococci. The colonisation prevalence was 0.5% among adolescents (1/197) and 6.5% among young adults (34/525). Non-groupable meningococci were most common in colonisation (26/35 carriers), followed by MenB (6/35 carriers). Two participants carried MenY and one carried MenW. No carriage of MenC, the group that is currently vaccinated against in Iceland, was detected. The longest duration of carriage was 21 months (from the first positive swab to the last positive swab). Meningococcal isolates from successive swabs from the same carrier were closely related, indicating a prolonged carriage with the same strain. Study II shows that meningococcal colonisation prevalence, especially of capsulated meningococci, is low in Iceland. Considering both the low colonisation prevalence and low incidence of invasive meningococcal disease, we conclude that changes in meningococcal vaccination strategies in the national immunisation programme are not currently needed. In study III, the humoral and cellular immune responses to influenza vaccinations were assessed in adolescents with obesity compared to adolescents with normal weight. Thirty adolescents with obesity and thirty adolescents with normal weight were recruited. The participants were vaccinated with a tetravalent influenza vaccine. Venous blood samples were collected before vaccination and again four weeks after vaccination. The results of study III show that both humoral and cellular immune responses to influenza vaccination are similar in adolescents with obesity and adolescents with normal weight. Therefore, changes are not needed to influenza vaccination methods for adolescents with obesity. Study IV assessed the influenza vaccine uptake in pregnant women in the ten influenza seasons 2010-2020, and the burden of influenza on pregnant women and their infants. The influenza vaccine uptake ranged from 6.2% in 2011-2012 to 37.5% in 2019-2020. Vaccinations against influenza in pregnancy protect pregnant women and their infants in the season of vaccination and provide probable protection for infants <6 months of age. The uptake of influenza vaccinations among pregnant women was suboptimal. Initiatives are needed to increase awareness about the safety and the benefits of influenza vaccinations, to increase influenza vaccine uptake and protect these vulnerable groups against influenza.Bólusetningar eru meðal merkustu uppgötvana í sögu læknavísindanna. Með þeim hefur fjölmörgum lífum verið bjargað og hafa áður skæðir smitsjúkdómar nánast horfið eftir tilkomu bólusetninga. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld séu vel vakandi fyrir tilkomu nýrra bóluefna, sem og breytingum á faraldsfræði smitsjúkdóma sem kallað gætu á breytingar á bólusetningarskema. Þar að auki er afar mikilvægt að almenn þátttaka í bólusetningum sé góð og að þeir hópar sem eru í mestri hættu á að veikjast alvarlega séu verndaðir eins og hægt er. Markmið doktorsverkefnisins var að meta hvort þörf sé á umbótum á bólusetningum á Íslandi, með tilliti til bólusetninga gegn rótaveiru, meningókokkum og inflúensu. Doktorsverkefnið samanstendur af fjórum rannsóknum. Rannsókn I fjallaði um sjúkdómsbyrði rótaveiru hjá ungum börnum á Íslandi og kostnaðarhagkvæmni þess að bæta rótaveirubólusetningum við íslenskt bólusetningarskema. Framskyggn, tveggja ára rannsókn var gerð á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins. Börnum undir sex ára aldri sem leituðu þangað vegna bráðra garnasýkinga var boðin þátttaka í rannsókninni. Saursýnum var safnað frá þátttakendum og upplýsingum safnað um heildarlengd veikinda, þörf á meðferð á bráðamóttöku barna og innlögn á sjúkrahús, dagafjölda sem foreldrar misstu frá vinnu og fleira. Foreldrar voru einnig spurðir um afstöðu sína til rótaveirubólusetninga. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að rótaveira er algengasta veiran í bráðum garnasýkingum hjá ungum börnum sem leiðir til komu á bráðamóttöku barna. Rótaveira veldur umtalsverðri sjúkdómsbyrði á ung börn, foreldra þeirra og heilbrigðiskerfið, sem leiðir til töluverðs vinnutaps foreldra. Vinnutapið er stærsti samfélagslegi kostnaðurinn sem hlýst af bráðum garnasýkingum af völdum rótaveiru. Meirihluti foreldra er hlynntur notkun rótaveirubóluefna, auk þess sem rótaveirubólusetningar á Íslandi væru kostnaðarhagkvæmar. Við ályktum sem svo að bæta ætti rótaveirubólusetningum í bólusetningarskema barna á Íslandi. Markmið rannsóknar II var að meta algengi einkennalausrar meningókokka-sýklunar í þremur aldurshópum (hjá leikskólabörnum, 10. bekkingum og menntaskólanemum á aldrinum 18-20 ára), kortleggja algengi mismunandi hjúpgerða meningókokka í einkennalausri sýklun og hve lengi iv sýklun meningókokka varir. Nefkoksstrokum var safnað frá leikskólabörnum og hálsstrokum frá 10. bekkingum og menntaskólanemum á vormánuðum 2019. Engir meningókokkar greindust í 460 sýnum frá leikskólabörnum. Af sýnum frá 10. bekkingum var eitt jákvætt fyrir meningókokkum (1/197, 0,5%) og 34 frá menntaskólanemum (34/525, 6,5%). Flestir meningókokkar sem greindust voru óhjúpaðir (hjá 26/35 berum). Af hjúpuðum meningókokkum voru meningókokkar B algengastir (hjá 6/35 berum). Tveir einstaklingar báru meningókokka Y og einn meningókokka W. Enginn greindist með meningókokka C, þá týpu sem bólusett er gegn á Íslandi. Lengsta tímalengd sýklunar í rannsókninni var 21 mánuður (frá fyrsta jákvæða sýni til síðasta jákvæða sýnis). Meningókokkar sem greindust við endurteknar sýnatökur í langvarandi sýklun voru náskyldir, sem bendir til viðvarandi sýklunar með sama stofni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að beratíðni meningókokka, sérstaklega hjúpaðra meningókokka, er lág á Íslandi. Í ljósi þess að nýgengi ífarandi meningókokkasýkinga er einnig lágt er ekki þörf á breytingum á bólusetningum gegn meningókokkum á Íslandi að svo stöddu. Í rannsókn III var vessabundið og frumubundið ónæmissvar við inflúensubólusetningu borið saman á milli unglinga með offitu og unglinga í kjörþyngd. Þrjátíu unglingar með offitu og þrjátíu unglingar í kjörþyngd tóku þátt í rannsókninni. Þátttakendur voru bólusettir með fjórgildu inflúensubóluefni. Blóðprufur voru teknar fyrir bólusetningu og aftur fjórum vikum eftir bólusetningu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að bæði vessabundin og frumubundin svörun við inflúensubólusetningu sé sambærileg á milli hópanna tveggja og því ekki þörf á breytingum á inflúensubólusetningum unglinga með offitu. Rannsókn IV fjallaði um inflúensubólusetningar barnshafandi kvenna yfir tíu inflúensu-tímabil og sjúkdómsbyrði inflúensu hjá barnshafandi konum og ungbörnum þeirra. Rannsóknin náði til inflúensu-tímabilanna 2010-2020. Bólusetningarhlutfallið var lægst 6,2% á inflúensu-tímabilinu 2011-2012 en hækkaði yfir tímabilið og var hæst 37,5% á tímabilinu 2019-2020. Inflúensubólusetning á meðgöngu er verndandi gegn inflúensu á viðkomandi inflúensu-tímabili en virkni bóluefnisins var 34-100% eftir tímabilum. Inflúensubólusetning á meðgöngu ver einnig ungbörn gegn inflúensu á því tímabili sem móðir er bólusett og veitir líklega vernd gegn inflúensu á fyrstu sex mánuðum lífs.RANNÍS, Vísindasjóður Landspítal

    Methicillin ónæmur Staphylococcus aureus: Faraldur á Vökudeild Barnaspítala Hringsins 2015

    No full text
    Inngangur: Methicillin ónæmur Staphylococcus aureus (MÓSA) hefur skipað sér sess sem meinvaldur á nýburagjörgæsludeildum og hefur nýgengi farið vaxandi víða um heim á undanförnum árum. Sjúklingar á nýburagjörgæslum eru oft fyrirburar, hafa lága fæðingarþyngd og eru með ýmsa íhluti. Þessir þættir hafa verið tengdir við auknar líkur á MÓSA-sýklun og -sýkingu. Þeir nýburar sem sýklast af MÓSA eru líklegri til að sýkjast og því er mikilvægt að koma í veg fyrir sýklun. MÓSA-faraldur kom upp á Vökudeild Barnaspítala Hringsins árið 2015 og miðar þessi rannsókn að því að varpa ljósi á upphaf faraldursins, hverjir sýkluðust/sýktust, skilgreina áhættuþætti og smitleiðir, sem og stofna bakteríunnar sem olli faraldrinum. Efni og aðferðir: Á sex mánaða tímabili, 1.3.2015-31.8.2015, lágu 192 sjúklingar inni á Vökudeild Barnaspítala Hringsins. Af þeim voru 97 skimaðir fyrir MÓSA og voru úrtak rannsóknarinnar. Niðurstöður úr MÓSA-leit voru skráðar. Næmispróf var framkvæmt á jákvæðum sýnum og þau spa-týpugreind. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám um undirliggjandi sjúkdóma, fæðingarþyngd, meðgöngulengd, íhluti og dagafjölda með hvern þeirra, sýklalyf/sveppalyf/barkstera og lengd meðferðar, hvort sjúklingar væru einburar eða fjölburar og hvort þeir hefðu verið teknir með keisaraskurði eða ekki. Einnig voru legustaðir á Vökudeild skráðir og lengd legu. Niðurstöður: Níu börn og sjö foreldrar voru sýkluð af MÓSA en enginn sýktist. Allir heilbrigðisstarfsmenn voru neikvæðir. Tvær spa-týpur greindust, t253 og t4845. Týpurnar höfðu ólíkt sýklalyfjanæmi. Átta börn og sex foreldrar höfðu spa-týpu t253 en eitt barn og annað foreldri þess spa-týpu t4845. MÓSA ræktaðist frá 12 umhverfissýnum á Vökudeild. Öll sýkluðu börnin fengu mupirocin upprætingarmeðferð, með eða án klórhexidín-þvotts. Upprætingarmeðferð bar árangur hjá 4/9 en 3/9 voru enn jákvæðir við síðustu sýnatöku. Börn sem sýkluðust fæddust léttari og eftir styttri meðgöngu en þau sem ekki sýkluðust. Þau lágu einnig lengur á Vökudeildinni. Tengsl voru á milli MÓSA-sýklunar og slagæðaleggs, barkarennu, „continuous positive airway pressure“ (CPAP) og Highflow súrefnismeðferðar. Af sýkluðum börnum voru 6/9 fyrirburar og 6/9 höfðu lága fæðingarþyngd (<2500 g). Andnauðarheilkennni nýbura og nýburagula voru algengustu undirliggjandi sjúkdómar þeirra sem sýkluðust. Ályktanir: Tvær mismunandi spa-týpur greindust á Vökudeildinni, hvorug þeirra hefur greinst áður á Íslandi. MÓSA-faraldurinn á Vökudeild Barnaspítala Hringsins 2015 er líklega stærsti faraldur sem lýst hefur verið af völdum spa-týpu t253 í heiminum. Regluleg MÓSA-skimun inniliggjandi sjúklinga er mikilvæg svo hægt sé að bera snemma kennsl á sýklaða sjúklinga og grípa til viðeigandi aðgerða. Upprætingarmeðferð í ungbörnum og fyrirburum er ekki vel stöðluð, kjörmeðferð er oft illfáanleg og árangurinn af meðferðinni því takmarkaður

    Vopnabúr hermannsins. Þróun alþjóðlegs refsiréttar með tilliti til kynbundins ofbeldis á átakatímum

    No full text
    Ritgerðin fjallar um hvernig nauðgun og kynbundið ofbeldi hefur verið notað í stríði og hvernig alþjóðlegur refsiréttur og alþjóðasamfélag hefur tekið á því vandamáli. Svo lengi sem elstu menn muna hafa stríð verið hluti af samfélagi manna. Afleiðingar stríðs koma misjafnlega við fólk og þær eru ekki þær sömu fyrir karla og konur. Rakin verður sú þróun sem hefur átt sér stað innan alþjóðlegs refsiréttar, allt frá því að Lieber Code leit dagsins ljós árið 1863 fram til dagsins í dag. Farið verður yfir alþjóðlegt lagaumhverfi fyrir síðari heimsstyrjöldina og hvaða sáttmálar og samningar voru í gildu á þeim tíma. Einnig verður fyrri heimsstyrjöldinni gerð stuttlega skil. Í ritgerðinni er farið yfir stríðsátök í tengslum við síðari heimsstyrjöldina og hvaða ofbeldi konur þurftu að þola í þeirri styrjöld. Síðari heimsstyrjöldin leiddi meðal annars til stofnunar Alþjóðaherdómstólanna í Nürnberg og Tókýó og verða réttarhöldunum gerð ítarleg skil. Eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk áttu sér stað miklar breytingar bæði í landsrétti og alþjóðlegum rétti sem snéru að réttindum kvenna. Sérstaklega varð mikil þróun á sviði mannréttinda en ein helsta framþróun í réttindabaráttunni um aukin mannréttindi er án efa stofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1945. Farið er yfir helstu samninga sem lúta að vernd kvenna á stríðstímum en þar ber helst að nefna Genfarsamningana frá 1949 og viðbótarbókanir við þá frá 1977 og samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum frá 1979. Þær breytingar sem urðu á alþjóðlegum rétti á tíunda áratug nýliðinnar aldar verður gefinn sérstakur gaumur og ber þar helst að nefna stofnun Alþjóða stríðsglæpadómstólanna fyrir fyrrum Júgóslavíu og Rúanda. Dómaframkvæmd þessara tveggja stríðsglæpadómstóla hefur breytt alþjóðlegum refsirétti þannig að menn sem nauðguðu konum eða gerðu konur að kynlífsþrælum hafa verið sakfelldir og fangelsaðir auk þess sem ábyrgð hernaðarlegra yfirvalda á glæpunum hefur verið viðurkennd af báðum þessum dómstólum. Að auki voru hugtökin nauðgun og kynferðisofbeldi skilgreind í fyrsta skipti af alþjóðlegum dómstól og hefur dómaframkvæmd dómstólanna lagt mikið til í baráttu kvenna um aukna vernd. Stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins árið 1998 var mikilvægt skref í þróun alþjóðlegs refsiréttar og verður Rómarsamþykktin skoðuð í því skyni að leggja mat á með hvaða hætti hún lýtur að vernd kvenna

    Ráðningar : samanburður á þekkingarfyrirtækjum og hefðbundnum fyrirtækjum

    No full text
    Verkefnið er lokað til 1.4.2040.Í þessu verkefni er fjallað um ráðningarferli fyrirtækja á fræðilegan hátt. Rannsóknarspurning þessa verkefnis sem leitast eftir var að svara er: Hver er helsti munurinn á ráðningarferli í hefðbundnum fyrirtækjum og þekkingarfyrirtækum ? Ráðningarferli er tímafrekt og kostnaðarsamt ferli sem nauðsynlegt er að huga vel að. Mistök í ráðningum eru dýrkeypt, því er hagur allra fyrirtækja að fjárfesta í skilvirku og árangursríku ráðningarferlinu. Ráðningarferlið er skipt upp í þrjú stig, öll stigin eru mismunandi en öll jafn mikilvæg. Fyrst er byrjað að gera starfsgreiningu sem er ítarleg greining á eðli starfsins, því næst er aflað umsækjenda. Til eru ýmsar aðferðir við öflun umsækjenda og mismunandi hvað hentar hverju fyrirtæki og hverju starfi. Á loka stigi ráðningarferilsins er lagt mat á umsækjendurna, mismunandi aðferðir eru notaðar að hverju sinni en í flestum tilfellum eru notaðar tvær eða fleiri. Niðurstöður rannsóknarinnar er að þekkingarfyrirtæki nota fleiri aðferðir í öflun umsækjenda og matsaðferðum heldur en hefðbundin fyrirtæki í almenn störf. Ráðningarferli í stjórnenda og sérfræðingastörf hjá hefðbundnum fyrirtækjum eru nokkuð lík ráðningarferlum þekkingarfyrirtækja. Í hefðbundnum fyrirtækjum eru oftar notaðar óformlega aðferðir við öflun umsækjenda heldur en í þekkingarfyrirtækjum. Í þekkingarfyrirtækjum og vegna ráðninga á stjórnenda eða sérfræðinga í hefðbundnum fyrirtækjum koma flestir umsækjendur í fleiri en tvö viðtöl og einnig eru oftar notuð próf í mati á umsækjendunum. Hafa ber í huga að ekki er hægt að alhæfa um niðurstöður þessara rannsóknar í ljósi þess að aðeins voru skoðuð 3 þekkingarfyrirtæki og 3 hefðbundin fyrirtæki. Lykilorð: Mannauðsstjórnun – starfsgreining - öflun umsækjenda – ráðningar – þekkingarfyrirtæk

    Samstarf foreldra og kennara : læsi í leikskóla

    No full text
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf foreldra og kennara til samstarfs um málörvun og læsi leikskólabarna og skoða þörf foreldra fyrir fræðslu og stuðning á þessu sviði. Markmiðið var að safna gögnum sem hægt er að nýta til að efla samstarf um málþroska og læsi í leikskóla og koma betur til móts við foreldra varðandi stuðning og fræðslu. Niðurstöður benda til þess að foreldrar og kennarar hafi jákvætt viðhorf til samstarfs um eflingu málörvunar og læsis leikskólabarna. Hugmyndir foreldra og kennara um árangursríkt samstarf voru svipaðar. Bæði foreldrar og kennarar töldu leiðir sem stýrðar eru af leikskóla og kennurum árangursríkari en leiðir þar sem aðkoma foreldra og hlutdeild er meiri. Foreldrar báru mikið traust til leikskólakennara sem sérfræðinga í málþroska og læsi barna á leikskólaaldri og myndu helst leita til leikskólakennara ef upp kæmu áhyggjur af málþroska barns. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa einnig til kynna að foreldrar hafi þörf fyrir og áhuga á fræðslu um málörvun og læsi frá leikskólanum. Þeir sýna fjölbreyttum viðfangsefnum áhuga og má þar nefna málskilning, ritun, orðaforða, tjáningu, hlustun, máltilfinningu, samræður, hljóðkerfisvitund, bók- og tölustafanám barna. Í rannsókninni kom fram að foreldrar vilja helst fá fræðsluefni frá leikskólanum á rafrænu formi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa innsýn í viðhorf foreldra og kennara til samstarfs um læsi á fyrsta skólastiginu, einnig gefa þær hugmynd um stöðu samstarfsins eins og það er í dag. Svör þátttakenda ríma vel við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á málþroska leikskólabarna og á almennu samstarfi foreldra og kennara í leikskóla bæði hérlendis og erlendis. Lykilhugtök: Bernskulæsi, fjölskyldulæsi, læsi í leikskóla, samstarf heimila og skóla varðandi málþroska og læsi leikskólabarna, stuðningur við foreldra.The purpose of this study was to investigate parents´ and teachers´ attitudes towards collaboration on language and literacy with children in kindergarten and to examine the need for education and support for parents within this field. The aim was to collect data that can be used to enhance collaboration between schools and homes and to develop new ways to support parents. Results indicate that parents and teachers have a positive attitude towards collaboration regarding language and literacy. Parents´ and teachers´ ideas on effective collaboration were similar. Both parents and teachers considered methods lead by teacher and school more efficient than those where parental engagement is greater. Parents have great confidence in early education teachers as experts in language development and literacy of children and would preferably seek out a teacher if they had concerns about their child's language development. The findings of the study also indicate that parents are interested in learning more about language and literacy of young children. They show interest in a variety of topics regarding language comprehension, writing, vocabulary, listening, dialogue, phonological awareness and teaching children letters and numbers. The study showed that parents prefer to receive educational material from the schools through digital media. The result of the study gives insight into the opinions of parents and teachers regarding collaboration on language and literacy between schools and homes as well as giving an idea of how the cooperation is today. The findings are in line with previous studies about the language development of young children and the cooperation between parents and teachers in Iceland and abroad. Key concepts: Emergent literacy, family literacy, literacy in kindergarten, cooperation between schools and homes regarding language and literacy in kindergarten, support for parents

    Grenndarkennsla í leikskólum

    No full text
    Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á AkureyriRannsókn þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefnið er grenndarkennsla í leikskólum. Grenndarkennsla er tiltölulega nýtt hugtak í kennslufræðum, aðferðin á rætur að rekja til umhverfismenntar en nær yfir breiðara svið. Þegar grenndarkennsla er notuð sem kennsluaðferð eru staðarauðlindir náttúru og menningar notaðar sem útgangspunktur í öllu námi með það að markmiði að gera börn læs á nánasta umhverfi sitt, landfræðilegt, náttúrulegt og menningarlegt. Í hnotskurn gengur aðferðin út á að fara frá hinu nálæga til hins fjarlæga, frá hinu þekkta til hins óþekkta og frá hinu hlutbundna til hins óhlutbundna. Tilgangur rannsóknarinnar er að komast að hvernig grenndarkennsla er nýtt í leikskólum og hvert viðhorf leikskólakennara til hennar er. Rannsóknin byggir á spurningalistakönnun sem send var tuttugu og tveimur leikskólum á Norðurlandi. Alls voru útsendir listar fimmtíu og þrír og var gert ráð fyrir að einn listi færi inn á hverja deild. Heildarsvarhlutfall var 85%. Rannsóknin leiðir í ljós að grenndarkennsla er töluvert notuð í þeim leikskólum er hún nær til. Í þeim er mest áhersla lögð á þætti er snúa að náttúru, umhverfi, menningu og samfélagi. Algengt er að umhverfið sé nýtt til hvers konar náttúruskoðana og þangað sóttur efniviður, auk þess sem heimsóknir í þjónustu- og menningarstofnanir eru algengar. Færri leita til nánasta umhverfis þegar kemur að verkefnum tengdum tónlist, hreyfingu og málrækt. Áhugavert er að sjá að algengara er að þjóðlegt efni sé notað fremur en efni sem tengist heimabyggðinni í leikskólunum en álykta má að slíkt efni sé aðgengilegra. Starfsfólkið í leikskólum sem tóku þátt er almennt áhugasamt gagnvart grenndarkennslu og telur sig hafa ágæta þekkingu á grenndarfræðum. Allflestir telja einnig mikilvægt að nýta nærumhverfi barna í starfinu

    Fjölskylduhjúkrun á barnadeildum og barnageðdeildum: Fræðileg samantekt

    No full text
    Fjölskyldustuðningur er þáttur í hjúkrunarmeðferð sem á heima í nær öllum sérgreinum hjúkrunar. Fjölskylduhjúkrun er sérstaklega mikilvæg þegar kemur að hjúkrun barna, þar sem börn eru í flestum tilfellum í fylgd foreldra eða forráðamanna. Á barnageðdeild er stór hluti af meðferð að veita fjölskyldu stuðning og bjargráð til að takast á við geðræn veikindi barns. Upplifun foreldra af veittum stuðningi á barnadeildum er mismunandi eftir eðli veikinda barnsins og getu fjölskyldu til að takast á við álagsþætti. Tilgangur: Að skoða og gera samanburð á stuðningi við fjölskyldur á barnadeildum og barna-geðdeildum. Aðferð: Kerfisbundin leit fór fram í gagnagrunnum PubMed og Web Of Science. Leitað var að rannsóknum sem birtar voru á árunum 2017-2021. Leitin var afmörkuð með inntöku- og útilokunarskilyrðum. Helstu skilyrði voru að rannsóknir væru meðal fjölskyldna barna sem leggjast inn á spítala, væru á ensku og aldur barna á bilinu 5-17 ára. Notast var við PRISMA flæðirit til þess að greina og gefa mynd af heimildaleit og PICOTS til þess að setja fram rannsóknarspurningar. Niðurstöður: Níu rannsóknir sem stóðust inntökuskilyrði voru valdar. Úrtak þeirra var samtals 18.529. Megin niðurstöður sýndu voru að almennt voru foreldrar ánægðir með veittan fjölskyldustuðning á barnadeildum og barnageðdeildum. Ánægja foreldra á barnadeildum fólst meðal annars í að upplifa sig sem hluta af teymi barns og fá stuðning til þess að takast á við erfiðleika á borð við veikindi. Marktækt minni ánægja var meðal foreldra barna á barnageðdeildum en þar fannst foreldrum skorta upplýsingar um meðferð og veikindi barns og stuðning við foreldra á meðan á innlögn stóð. Ályktun: Upplifun foreldra af veittum stuðningi á spítala er háð því hvort og þá hvernig fjölskylduhjúkrun þeir fá, hversu vel er tekið tillit til þarfa þeirra, hvort þeir fái þær upplýsingar sem þeir telja sig þurfa og spurningum þeirra sé svarað á fullnægjandi hátt. Samskipti við hjúkrunarfræðinga spilar stórt hlutverk og vilja foreldrar sjá að samskipti starfsfólks við barn sitt séu góð. Lykilorð: Fjölskyldustuðningur, fjölskylduhjúkrun, barnadeild, barnageðdeild, upplifun foreldraFamily-centered care is part of nursing interventions in most specialties of nursing. Family nursing has a significance to pediatric care since children, in most cases, are accompanied by parents or another family member. In pediatric psychiatry units a great part of treatment is providing the family support and tools to cope with their child’s mental illness. Parents’ perceived support in pediatric units varies depending on the nature of the child’s illness and the family’s ability to cope with stress factors. Purpose: To examine and compare family support within pediatric units and pediatric psychiatric mental health units. Method: A systematic search was conducted by using PubMed and Web of Science databases. The search was limited using admission and exclusion criteria. Conditions for the search were that studies were amongst families of children admitted to a hospital, were written in English and the children varied between the ages 5-17 years. PRISMA flow charts were used to analyze the search and the PICOTS method was used to construct research questions. Results: Nine studies were chosen that met the inclusion criteria. The sample was a total of 18.529 participants. The main findings were that parents were in general satisfied with the support they received in pediatric units and pediatric psychiatry units. Parents’ satisfaction consisted of them being valued as a member of the health care team and them receiving support to deal with difficulties, including illness. There was significantly less satisfaction among parents in pediatric psychiatry units, where parents felt a lack of information regarding their child’s treatment and progress during hospitalization. Conclusion: Parents’ perceived support during their child’s hospitalization depends on whether they receive family-centered care and how it is provided, how well their needs are met, whether they get the information they need and adequate answers to their questions. Communication between parents and nurses plays an important role, as does believing their child is well cared for. Keywords: Family support, family-centered care, pediatric, pediatric psychiatry, parents’ perceived suppor

    Uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga : öll hegðun hefur tilgang

    No full text
    Þetta verkefni fjallar um uppeldisstefnuna Uppeldi til ábyrgðar - uppbyggingu sjálfsaga. Með stefnunni er lögð áhersla á að nemdendur læri sjálfsaga og að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ritgerðin er lokaverkefni til B.Ed prófs við kennaradeild Háskóla Íslands. Auk uppbyggingarstefnunnar verður fjallað um viðtöl sem tekin voru við þrjá starfsmenn í einum grunnskóla á suðvestur horni landsins sem að tileinkar sér hugmyndafræði stefnunnar, skoðað verður viðhorf þeirra til uppbyggingarstefnunnar. Markmið verkefnisins er að skoða vel hugmyndafræði stefnunnar Uppeldi til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga, hvernig stefnan virkar og hvernig henni er beitt. Verkefnið var unnið út frá bókum, greinum, vefsíðum og viðtölum og voru helstu niðurstöður er varðar uppbyggingarstefnuna þær að stefnan felur það í sér að nemendum er kenndur sjálfsagi og þeim er gefin aðstoð við að ræða um tilfinningar sínar og að átta sig á grunnþörfum sínum. Einnig ýtir stefnan undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn hjá einstaklingum. Helstu niðurstöður viðtalana er að viðmælendur eru allir sammála því að uppbyggingarstefnan hafi haft jákvæð áhrif á skólabrag skólans. Nemendur takast betur á við sín vandamál og starfsfólkið vinnur allt saman að sameiginlegu markmiði
    corecore