9 research outputs found

    The use of endobronchial stents in Iceland

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenDiseases that cause progressive obstruction of the larger airways are commonly encountered in pulmonary medicine. Even slight narrowing of the larger airways can cause intense symptoms and sometimes be life-threatening. In recent years progress has been made in endobronchial intervention procedures. A range of technologies has been developed to obtain and maintain patency of the bronchial lumen in disease. This article briefly describes the current use of these methods in Iceland and in some detail the use of stents in airways. The placement of a bronchial stent is a fairly simple procedure that can, if properly indicated, significantly relief symptoms.Sjúkdómar sem valda viðvarandi þrengingu á berkjum eru algengt viðfangsefni lungnalækna. Jafnvel minniháttar þrengsli í barka eða berkjum geta valdið verulegum einkennum og stundum lífsháska. Á undanförnum árum hefur orðið nokkur þróun í aðgerðum á berkjum gegnum berkjuspeglun. Ýmis tækni er nú notuð til að opna og varðveita hol berkju. Þessi grein lýsir stuttlega stöðu þessara mála á Íslandi og nokkru nánar útfærslu á einni þessara aðferða. Ísetning á stoðneti í berkju er tiltölulega einföld aðgerð sem getur við rétta ábendingu veitt verulega bót einkenna

    Bronchial artery embolization as a treatment for massive hemoptysis. A case report

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenA 47 year old male was admitted to the pulmonary medicine department in Landspítali University Hospital following a three day episode of massive hemoptysis but prior to admission he had been suffering from a dry cough for several weeks. Neither bronchoscopy nor a CT scan revealed the cause of bleeding and he was treated for bronchitis. Subsequently the bleeding stopped and he was discharged on Friday for a follow-up bronchoscopy to be performed three days later but only for that study to reveal continued bleeding and he was therefore readmitted. Two days later a selective bronchial arteriography was performed, showing vascular hyperemia and a bleeding site which was treated accordingly with endovascular embolization. Hemoptysis has not recurred on follow-up.Ágrip 47 ára karlmaður var lagður inn á lungnadeild Landspítala Fossvogi í kjölfar umtalsverðs blóð­hósta sem verið hafði til staðar í þrjá daga en hafði áður verið með þurran hósta í nokkrar vikur. Berkjuspeglun sýndi ekki fram á orsök blæð­ingar né tölvusneiðmynd og var hann því í fyrstu meðhöndlaður á grunni berkjubólgu. Við þetta stöðvaðist blæðingin og var hann útskrifaður á föstudegi og ráðgerð endurkoma þremur dög­um síðar í endurtekna berkjuspeglun. Í þeirri berkjuspeglun sást aftur blæðing og var hann því lagður inn á ný. Í framhaldinu var gerð sértæk æðamyndataka sem sýndi fram á æðabreytingar og blæðingarstað sem var lokað með æðainngripi og mun þetta vera í fyrsta skipti sem slík meðferð er reynd hér á landi við slíku tilfelli

    Computerized tomography guided percutaneous needle biopsies at Landspitali University Hospital. Indications, complications and results

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Transthoracic needle aspiration biopsies (TNAB) are ideal for diagnosis of peripheral lung nodules. The purpose of the study is to investigate computerized tomography (CT) guided TNAB at Landspitali University Hospital (LUH) in regard to indications, complications, results and evaluate the diagnoses that were obtained with the biopsies. MATERIAL AND METHODS: Retrospective study where information was obtained from clinical charts at LUH. A list of TNAB done over an 18 month period in 2003 to 2004 was obtained from the Department of Medical Imaging. Indications for biopsy, pathology diagnosis, complications and treatment were studied. Further studies and final diagnosis were also studied. RESULTS: There were total of 93 patients that had TNAB. Records were available on 82 patients (46 males og 36 females). Most often the study was done because of cancer suspicion. Nodules were commonly 2-3 cm large. Most commonly there was one nodule that was peripheral. 25/82 (30%) patients developed pneumothorax after the procedure and four patients needed a chest tube. The most common diagnosis was cancer in 36/82 (44%), unspecific changes in 15/82, normal tissue in 12/82, inflammation in 9/82 and other benign causes in 10/82. The sensitivity to diagnose cancer was 61% and specificity 100%. The final diagnosis was cancer in 59/82 (72%) of the cases and benign causes in 23/82. CONCLUSIONS: The diagnostic yield of TNAB is lower in our study than in many previous studies. The rate of complications is similar. It it necessary to do followup studies in benign diagnoses because many of them have cancer when studied further.Tilgangur: Ástunga gegnum brjóstvegg með nál er heppileg þegar um er að ræða hnúða í lungum sem liggja að eða nálægt brjóstvegg. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ábendingar, árangur og fylgikvilla af ástungum í tölvusneiðmyndatæki á Landspítala (LSH) og kanna lokagreiningu. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn þar sem upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám LSH. Frá myndgreiningardeild LSH var fenginn listi yfir ástungur gegnum brjóstvegg sem framkvæmdar voru á 18 mánuðum árin 2003-2004. Kannaðar voru ábendingar fyrir ástungu, niðurstaða vefjagreiningar, fylgikvillar og meðferð þeirra. Frekari rannsóknir sem gerðar voru og lokagreining voru athugaðar. Niðurstöður: Alls var um að ræða 93 sjúklinga. Upplýsingar fengust um 82 sjúklinga (46 karlar og 36 konur). Langflestir komu vegna gruns um krabbamein. Algengast var að hnúðarnir væru 2-3 cm að stærð. Oftast var um einn hnúð að ræða sem lá nálægt brjóstvegg. 25/82 (30%) sjúklingar fengu loftbrjóst eftir aðgerðina og þurftu fjórir brjóstholskera. Algengasta greining var krabbamein hjá 36/82 (44%), ósértækar breytingar 15/82, eðlilegur vefur hjá 12/82, bólga hjá 9/82 og aðrar góðkynja orsakir hjá 10/82. Næmi rannsóknarinnar gagnvart krabbameini er 61% og sértæki 100%. Lokagreining var krabbamein hjá 59/82 (72%) einstaklingum og góðkynja orsakir hjá 23/82 þeirra. Ályktanir: Árangur af þessum ástungum er lakari en í erlendum rannsóknum. Tíðni fylgikvilla er svipuð. Nauðsynlegt er að fylgja eftir góðkynja greiningum því stór hluti þeirra reynist vera krabbamein við nánari skoðun

    The incidence and mortality of ARDS in Icelandic intensive care units 1988-1997

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: A retrospective analysis of the epidemiology and intensive care treatment of ARDS in Iceland during the 10 year period, 1988-1997 with observation of trends within the period. MATERIAL AND METHODS: All ICU admissions in Iceland 1988-1997 were reviewed according to the American-European consensus conference criteria on ARDS to select patients with the diagnosis of ARDS i.e. bilateral pulmonary infiltrates, PaO(2)/FiO(2) 18 mmHg. Data were collected on age, gender, length of stay, ventilator treatment and ventilatory modes, causes of ARDS and mortality. RESULTS: A total of 220 patients with severe respiratory failure were found and 155 of them were diagnosed as having ARDS or an annual incidence of 15.5 cases/year or 5.9 cases/100.000/year. If reference population >15 years of age is used for calculation the incidence is 7.8 cases/100.000/year. Hospital mortality was 40%, mean length of ICU stay was 21 days, mean hospital length of stay 39 days. The incidence of ARDS increased during the period with a tendency to lower mortality rates. Mortality was significantly lower when pressure controlled ventilation was used, compared to volume controlled ventilation. CONCLUSION: The incidence of ARDS in a well defined population of Iceland is lower than recent studies in USA and Europe have shown or 5.9 cases/100.00/year but is increasing. The mortality is 40% and shows a slight downward trend, which may be due to the use of lung protective ventilation.Tilgangur: Að kanna nýgengi, orsakir, dánarhlutfall og öndunarvélarmeðferð sjúklinga með brátt and­nauðarheilkenni (BAH) á gjörgæsludeildum á Íslandi á 10 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir allar inn­lagn­ir á gjörgæsludeildir á Íslandi 1988-1997 og sjúk­lingar með alvarlega öndunarbilun skoðaðir sérstaklega. Safnað var upplýsingum um aldurs- og kynjadreifingu, orsakir, legutíma, gjör­gæslumeðferð og af­drif þeirra sjúklinga sem féllu undir alþjóðlega skilgreiningu á BAH, það er bráður sjúkdómur með dreifðar íferðir í báðum lungum án merkja um hjartabilun og PaO2/FiO2 hlutfall <200. Borin voru saman árabilin 1988-1992 og 1993-1997. Niðurstöður: Alls reyndust 220 sjúklingar vera með alvarlega öndunarbilun. Af þeim reynd­ust 155 sjúklingar falla undir alþjóðlegu skil­grein­inguna á BAH, 82 konur og 73 karlar, og var meðalaldur 52,3 ár. Nýgengi var 15,5 tilfelli á ári, eða 5,9 tilfelli/100.000 íbúa/ár. Ef miðað er við mannfjölda eldri en 15 ára var nýgengi 7,8 tilfelli 100.000/ár. Alls létust 62 sjúklingar, eða 40%. Meðallegutími á gjörgæsludeild var 21 dagur en legutími á sjúkrahúsi 39 dagar. Meðaltími frá áfalli að staðfestum BAH var 3,2 dagar. Til­fell­um á hverja 100.000 íbúa fjölgaði seinni hluta tímabilsins, úr 4,8 tilfellum/100.000 íbúa/ár 1988-1992 í 6,9 tilfelli/100.000 íbúa/ár 1993-1997. Dánar­hlutfall lækkaði úr 46,9% í 40,2% en ekki töl­fræði­lega marktækt. Ef notuð var þrýstingsstýrð öndunarvélarmeðferð var dánarhlutfall 38,7% en var 45,7% ef rúmmálstýrð meðferð var notuð. Ályktun: Tilfellum af BAH virðist fara fjölgandi á gjörgæsludeildum á Íslandi. Um er að ræða fremur ungt fólk og dánarhlutfall er hátt en hefur lækkað svipað og í nágrannalöndunum og bendir flest til þess að framfarir í gjörgæslumeðferð svo sem lungnaverndandi öndunarvélameðferð séu að skila árangri

    Spontaneous retroperitoneal hemorrhage

    Get PDF
    Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved.Fimmtíu ára karlmaður kom með sjúkrabíl á bráðamóttökuna út af skyndilegum kviðverk. Við komu var hann kaldsveittur, fölur og með hraðan hjartslátt. Framkvæmd var tölvusneiðmynd sem sýndi stóra aftanskinublæðingu og grun um æxli í vinstri nýrnahettu. Ástand hans varð fljótt stöðugt eftir vökva- og blóðgjöf, en endurblæðing átti sér stað rúmlega viku eftir útskrift og sýndi þá ný tölvusneiðmynd sýndargúlp í iðrum frá vinstri mið-nýrnahettuslagæð. Í æðaþræðingu tókst að loka sýndargúlpnum með slagæðastíflun. Sjúklingurinn útskrifaðist í kjölfarið við góða líðan, en framkvæmd var segulómskoðun í eftirfylgd eftir frásog blæðingar sem hins vegar hrakti gruninn um æxli í nýrnahettu og er orsök fyrri blæðingar því enn óþekkt. A 50-year old male presented to our emergency department with sudden abdominal pain. Upon arrival he was diaphoretic, pale and tachycardic. A CT showed retroperitoneal hemorrhage with suspected tumor at the left adrenal gland. He was quickly stabilized with intravenous fluids and blood transfusion. Rebleed occurs roughly a week after discharge and a new CT showed a visceral pseudoaneurysm from the left middle adrenal artery. The pseudoaneurysm was embolized and the patient discharged in good condition. Follow-up MRI depicted reabsorption of the hematoma and no adrenal tumor. Thus, the etiology of the previous retroperitonal hemorrhage is considered spontaneous.Peer reviewe

    Bronchial artery embolization as a treatment for massive hemoptysis. A case report

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenA 47 year old male was admitted to the pulmonary medicine department in Landspítali University Hospital following a three day episode of massive hemoptysis but prior to admission he had been suffering from a dry cough for several weeks. Neither bronchoscopy nor a CT scan revealed the cause of bleeding and he was treated for bronchitis. Subsequently the bleeding stopped and he was discharged on Friday for a follow-up bronchoscopy to be performed three days later but only for that study to reveal continued bleeding and he was therefore readmitted. Two days later a selective bronchial arteriography was performed, showing vascular hyperemia and a bleeding site which was treated accordingly with endovascular embolization. Hemoptysis has not recurred on follow-up.Ágrip 47 ára karlmaður var lagður inn á lungnadeild Landspítala Fossvogi í kjölfar umtalsverðs blóð­hósta sem verið hafði til staðar í þrjá daga en hafði áður verið með þurran hósta í nokkrar vikur. Berkjuspeglun sýndi ekki fram á orsök blæð­ingar né tölvusneiðmynd og var hann því í fyrstu meðhöndlaður á grunni berkjubólgu. Við þetta stöðvaðist blæðingin og var hann útskrifaður á föstudegi og ráðgerð endurkoma þremur dög­um síðar í endurtekna berkjuspeglun. Í þeirri berkjuspeglun sást aftur blæðing og var hann því lagður inn á ný. Í framhaldinu var gerð sértæk æðamyndataka sem sýndi fram á æðabreytingar og blæðingarstað sem var lokað með æðainngripi og mun þetta vera í fyrsta skipti sem slík meðferð er reynd hér á landi við slíku tilfelli

    Computerized tomography guided percutaneous needle biopsies at Landspitali University Hospital. Indications, complications and results

    No full text
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Transthoracic needle aspiration biopsies (TNAB) are ideal for diagnosis of peripheral lung nodules. The purpose of the study is to investigate computerized tomography (CT) guided TNAB at Landspitali University Hospital (LUH) in regard to indications, complications, results and evaluate the diagnoses that were obtained with the biopsies. MATERIAL AND METHODS: Retrospective study where information was obtained from clinical charts at LUH. A list of TNAB done over an 18 month period in 2003 to 2004 was obtained from the Department of Medical Imaging. Indications for biopsy, pathology diagnosis, complications and treatment were studied. Further studies and final diagnosis were also studied. RESULTS: There were total of 93 patients that had TNAB. Records were available on 82 patients (46 males og 36 females). Most often the study was done because of cancer suspicion. Nodules were commonly 2-3 cm large. Most commonly there was one nodule that was peripheral. 25/82 (30%) patients developed pneumothorax after the procedure and four patients needed a chest tube. The most common diagnosis was cancer in 36/82 (44%), unspecific changes in 15/82, normal tissue in 12/82, inflammation in 9/82 and other benign causes in 10/82. The sensitivity to diagnose cancer was 61% and specificity 100%. The final diagnosis was cancer in 59/82 (72%) of the cases and benign causes in 23/82. CONCLUSIONS: The diagnostic yield of TNAB is lower in our study than in many previous studies. The rate of complications is similar. It it necessary to do followup studies in benign diagnoses because many of them have cancer when studied further.Tilgangur: Ástunga gegnum brjóstvegg með nál er heppileg þegar um er að ræða hnúða í lungum sem liggja að eða nálægt brjóstvegg. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ábendingar, árangur og fylgikvilla af ástungum í tölvusneiðmyndatæki á Landspítala (LSH) og kanna lokagreiningu. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn þar sem upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám LSH. Frá myndgreiningardeild LSH var fenginn listi yfir ástungur gegnum brjóstvegg sem framkvæmdar voru á 18 mánuðum árin 2003-2004. Kannaðar voru ábendingar fyrir ástungu, niðurstaða vefjagreiningar, fylgikvillar og meðferð þeirra. Frekari rannsóknir sem gerðar voru og lokagreining voru athugaðar. Niðurstöður: Alls var um að ræða 93 sjúklinga. Upplýsingar fengust um 82 sjúklinga (46 karlar og 36 konur). Langflestir komu vegna gruns um krabbamein. Algengast var að hnúðarnir væru 2-3 cm að stærð. Oftast var um einn hnúð að ræða sem lá nálægt brjóstvegg. 25/82 (30%) sjúklingar fengu loftbrjóst eftir aðgerðina og þurftu fjórir brjóstholskera. Algengasta greining var krabbamein hjá 36/82 (44%), ósértækar breytingar 15/82, eðlilegur vefur hjá 12/82, bólga hjá 9/82 og aðrar góðkynja orsakir hjá 10/82. Næmi rannsóknarinnar gagnvart krabbameini er 61% og sértæki 100%. Lokagreining var krabbamein hjá 59/82 (72%) einstaklingum og góðkynja orsakir hjá 23/82 þeirra. Ályktanir: Árangur af þessum ástungum er lakari en í erlendum rannsóknum. Tíðni fylgikvilla er svipuð. Nauðsynlegt er að fylgja eftir góðkynja greiningum því stór hluti þeirra reynist vera krabbamein við nánari skoðun

    The incidence and mortality of ARDS at Landspítali - The National University Hospital of Iceland 2004-2008.

    No full text
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnAð kanna nýgengi, orsakir, dánarhlutfall og öndunarvéla-meðferð sjúklinga með brátt andnauðarheilkenni á gjörgæsludeildum Landspítala á fimm ára tímabili og bera saman við eldri íslenska rannsókn. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn þar sem farið var yfir allar innlagnir á gjörgæsludeildir Landspítala árin 2004-2008 og upplýsingum safnað um aldurs- og kynjadreifingu, orsakir, legutíma, gjörgæslumeðferð og afdrif þeirra sjúklinga sem féllu undir alþjóðlega skilgreiningu á bráðu andnauðarheilkenni. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður eldri rannsóknar fyrir tímabilið 1988-1997 til að kanna hvort breytingar hafi orðið á nýgengi og horfum sjúklinga. Niðurstöður: Alls lögðust 6413 sjúklingar inn á gjörgæsludeildir Landspítala á tímabilinu. Af 224 sjúklingum með alvarlega öndunarbilun reyndust 120 sjúklingar vera með brátt andnauðarheilkenni. Meðalaldur var 55 ár, 55% voru karlar og miðgildi legutíma á gjörgæsludeild var 13 dagar en miðgildi legutíma á sjúkrahúsi 24 dagar. Miðgildi daga frá áfalli að staðfestu bráðu andnauðarheilkenni var þrír dagar. Nýgengi reyndist vera 7,9 tilfelli á 100.000 íbúa/ári. Alls létust 36 sjúklingar vegna heilkennisins, eða 30% sjúklinga. Ályktun: Nokkur aukning virðist hafa orðið á nýgengi bráðs andnauðarheilkennis en dánarhlutfall hefur hins vegar lækkað marktækt, eða úr 40% í 30%. Bættar horfur sjúklinga með brátt andnauðarheilkenni má sennilega rekja til framfara í gjörgæslumeðferð, svo sem notkunar á lungnaverndandi öndunarvélameðferð, hátíðniöndunarvél, grúfulegu og hjarta- og lungnavél.-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------A retrospective study of the incidence, causes, mortality and treatment of patients with ARDS at Landspítali- The National University Hospital of in Iceland during the five year period 2004-2008 and, comparing the results with an earlier study for the period 1988-1997. Materials and methods: All ICU admissions during the period 2004-2008 were reviewed, selecting patients according to the American-European consensus criteria for ARDS. Data were collected on age, gender, causes, length of stay, ventilator treatment and survival. Results: A total of 6413 patients were admitted to the ICU´s at Landspítali during the study period and 120 patients were found to have ARDS giving an incidence of 7,9/100.000 inhabitants. Average age was 55 years, 55% were males, length of stay was 13 days and hospital stay 24 days. ICU mortality was 30% and 90 day mortality was 39%. Conclusion: The incidence of ARDS seems to have increased somewhat during from the period 1988-1997. Mortality has decreased significantly probably due to improvements in intensive care treatment, especially ventilator treament with the use of lung protective ventilation, high frequency oscillation, prone position and ECMO

    The incidence and mortality of ARDS in Icelandic intensive care units 1988-1997

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: A retrospective analysis of the epidemiology and intensive care treatment of ARDS in Iceland during the 10 year period, 1988-1997 with observation of trends within the period. MATERIAL AND METHODS: All ICU admissions in Iceland 1988-1997 were reviewed according to the American-European consensus conference criteria on ARDS to select patients with the diagnosis of ARDS i.e. bilateral pulmonary infiltrates, PaO(2)/FiO(2) 18 mmHg. Data were collected on age, gender, length of stay, ventilator treatment and ventilatory modes, causes of ARDS and mortality. RESULTS: A total of 220 patients with severe respiratory failure were found and 155 of them were diagnosed as having ARDS or an annual incidence of 15.5 cases/year or 5.9 cases/100.000/year. If reference population >15 years of age is used for calculation the incidence is 7.8 cases/100.000/year. Hospital mortality was 40%, mean length of ICU stay was 21 days, mean hospital length of stay 39 days. The incidence of ARDS increased during the period with a tendency to lower mortality rates. Mortality was significantly lower when pressure controlled ventilation was used, compared to volume controlled ventilation. CONCLUSION: The incidence of ARDS in a well defined population of Iceland is lower than recent studies in USA and Europe have shown or 5.9 cases/100.00/year but is increasing. The mortality is 40% and shows a slight downward trend, which may be due to the use of lung protective ventilation.Tilgangur: Að kanna nýgengi, orsakir, dánarhlutfall og öndunarvélarmeðferð sjúklinga með brátt and­nauðarheilkenni (BAH) á gjörgæsludeildum á Íslandi á 10 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir allar inn­lagn­ir á gjörgæsludeildir á Íslandi 1988-1997 og sjúk­lingar með alvarlega öndunarbilun skoðaðir sérstaklega. Safnað var upplýsingum um aldurs- og kynjadreifingu, orsakir, legutíma, gjör­gæslumeðferð og af­drif þeirra sjúklinga sem féllu undir alþjóðlega skilgreiningu á BAH, það er bráður sjúkdómur með dreifðar íferðir í báðum lungum án merkja um hjartabilun og PaO2/FiO2 hlutfall <200. Borin voru saman árabilin 1988-1992 og 1993-1997. Niðurstöður: Alls reyndust 220 sjúklingar vera með alvarlega öndunarbilun. Af þeim reynd­ust 155 sjúklingar falla undir alþjóðlegu skil­grein­inguna á BAH, 82 konur og 73 karlar, og var meðalaldur 52,3 ár. Nýgengi var 15,5 tilfelli á ári, eða 5,9 tilfelli/100.000 íbúa/ár. Ef miðað er við mannfjölda eldri en 15 ára var nýgengi 7,8 tilfelli 100.000/ár. Alls létust 62 sjúklingar, eða 40%. Meðallegutími á gjörgæsludeild var 21 dagur en legutími á sjúkrahúsi 39 dagar. Meðaltími frá áfalli að staðfestum BAH var 3,2 dagar. Til­fell­um á hverja 100.000 íbúa fjölgaði seinni hluta tímabilsins, úr 4,8 tilfellum/100.000 íbúa/ár 1988-1992 í 6,9 tilfelli/100.000 íbúa/ár 1993-1997. Dánar­hlutfall lækkaði úr 46,9% í 40,2% en ekki töl­fræði­lega marktækt. Ef notuð var þrýstingsstýrð öndunarvélarmeðferð var dánarhlutfall 38,7% en var 45,7% ef rúmmálstýrð meðferð var notuð. Ályktun: Tilfellum af BAH virðist fara fjölgandi á gjörgæsludeildum á Íslandi. Um er að ræða fremur ungt fólk og dánarhlutfall er hátt en hefur lækkað svipað og í nágrannalöndunum og bendir flest til þess að framfarir í gjörgæslumeðferð svo sem lungnaverndandi öndunarvélameðferð séu að skila árangri
    corecore