9 research outputs found

    Íslensk börn og unglingar með höfuðáverka : hve margir þurfa sérhæfða fræðslu, endurhæfingu eða eftirfylgd og hvers konar íhlutun er við hæfi?

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur rannsóknarinnar var að kanna fjölda barna og unglinga, sem lýsa eftirstöðvum fjórum árum eftir höfuðáverka, og skoða eðli þessara kvartana, og meta þannig þörf fyrir sérhæfða íhlutun af mismunandi toga. Gögnum var safnað á framvirkan hátt um alla sjúklinga 0-19 ára, sem greindir voru með höfuðáverka (ICD-9 850-854) á Borgarspítalanum á einu ári, 1992-1993 (n=405). Fjórum árum síðar var spurningalisti um eftirstöðvar áverka sendur til sjúklinga. Alvarleikastig byggt á eðli kvartana var metið samkvæmt viðmiðum Glasgow Outcome Scale (GOS), barnaútgáfu. Alls lýstu 39 sjúklingar lýstu eftirstöðvum höfuðáverka fjórum árum síðar. Samkvæmt viðmiðum GOS lýstu 19 þeirra góðri útkomu (e. good outcome), 14 lýstu miðlungs hömlun (e. moderate disability), 2 lýstu alvarlegri hömlun (severe disability) og 4 höfðu látist vegna heilaskaða. Nýleg athugun bendir til þess að ekki hafi orðið fækkun á börnum og unglingum sem hljóta alvarlegri höfuðáverka (ICD-9 851- 854) á ári hverju.Niðurstöður benda til þess að tugir íslenskra barna og unglinga þarfnist sérhæfðrar íhlutunar og eftirfylgdar á ári hverju vegna afleiðinga höfuðáverka. Íhlutunin getur verið mjög breytileg, allt frá fræðslu fyrir foreldra til endurhæfingar og eftirfylgdar til lengri tíma. Íhlutunin þarf að taka mið af vanda hvers og eins

    Extremely Low Birthweight Infants in Iceland. Health and development

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Survival of extremely low birthweight infants (BW<1000g) in Iceland has increased in recent years, especially since the availability of surfactant therapy for Respiratory Distress Syndrome of Prematurity. This study was part of a geographically defined national study on survival, health, development and longterm outcome of extremely low birthweight (ELBW) infants in Iceland focusing on health, development and disabilities with reference to a control group. Material and methods: Information from the National Birth Registry on births in Iceland of ELBW infants weighing 500-999g was collected in two periods 1982-90 and 1991-95, before and after surfactant therapy became available. Information on pregnancy, birth, diseases in the newborn period and later health problems was collected from hospital records. The ELBW infants born in 1991-95 and matched control children were enrolled to a prospective study on longterm health and development. The children undervent medical examinations and developmental testing at 5 years of age in 1996-2001. Comparison was made between the two groups of ELBW infants and between ELBW infants and control children born in 1991-95. Results: In 1982-90 the longterm survival of ELBW infants at 5 years of age was 22% and 52% in 1991-95. In both periods 1982-90 and 1991-95 similar data was found on ELBW infants regarding mothers health, pregnancy, birth and neonatal period. Difference was found in maternal age being significantly higher (p=0.02) and significally more deliveries by cesarian section (p=0.02) in the latter period. The two groups of ELBW infants were similar regarding sex, birthweight and diseases in the newborn period. Comparison between 35 ELBW infants and 55 control children born 1991-95 showed that significantly more mothers of ELBW children smoked during pregnancy (p=0.003) and suffered from various diseases (p=0.001). More ELBW children were born by cesarian section (p=0.001) than control children and their parents reported more longterm health problems regarding astma (p=0.001), convulsions (p=0.001), difficulties in swallowing (p=0.001) and weight gaining (p=0.005). At five years of age significantly more ELBW children born in 1991-95 compared to control children had abnormal general physical examination (p=<0.001), neurological examination (p=<0.001) and motor skills (p=<0.001). Scores on developmental testing were significantly lower (p=0.002). The proportion of ELBW children with disabilities was 16% in 1982-90 and 14% in 1991-95. Conclusions: The two groups of ELBW infants born in 1982-90 and 1991-95 are similar regarding problems during pregnancy, birth and newborn period. The proportion of children with disabilities is similar in both periods although survival was significantly increased. When compared to matched control children, ELBW children born in 1991-95 suffer significantly more longterm health and developmental problems.Inngangur: Lífslíkur lítilla fyrirbura með fæðingarþyngd <1000 g hafa aukist verulega hin síðari ár einkum eftir að notkun lungnablöðruseytis (surfactants) við glærhimnusjúkdómi (Hyalin Membrane Disease/ HMD) varð almenn. Hluti þessara barna glímir við langvinn og alvarleg heilsuvandamál. Tilgangur rannsóknarinnar ,,Fyrirburar - langtímaeftirlit með heilsu og þroska" var að varpa ljósi á lífslíkur, heilsufar, þroska og langtímahorfur lítilla fyrirbura á Íslandi í samanburði við fullburða jafnaldra og fjallar þessi hluti hennar um heilsufar, þroska og fötlun. Efniviður og aðferðir: Aflað var upplýsinga úr tölvuskrá Fæðingarskráningar Ríkisspítala um fæðingar lítilla fyrirbura sem vógu 500-999 g og fæddust á tveimur tímabilum, 1982-90 og 1991-95, fyrir og eftir að notkun lungnablöðruseytis varð almenn. Leitað var að upplýsingum varðandi meðgöngu, fæðingu, sjúkdóma á nýburatíma og síðari heilsufarsvandamál í sjúkraskrám. Fyrirburar áranna 1991-95 og jafnaldra samanburðarbörn tóku þátt í framskyggnri rannsókn á heilsu og þroska. Börnin komu til skoðunar við rúmlega fimm ára aldur á árunum 1996-2001 og gengust undir þroskamælingar. Við úrvinnslu var annars vegar gerður samanburður á fyrirburahópunum tveimur og hins vegar samanburður á fyrirburum og samanburðarbörnum áranna 1991-95. Niðurstöður: Á árunum 1982-90 lifðu 22% af lifandi fæddum litlum fyrirburum við 5 ára aldur og 52% á seinna tímabilinu 1991-95. Á báðum tímabilum fengust svipaðar upplýsingar um fyrirburamæður, meðgöngu og fæðingu lítilla fyrirbura. Marktækur munur var hvað varðar hærri aldur mæðra (p=0,02) og fjölda fæðinga með keisaraskurði á seinna tímabilinu (p=0,02). Ekki var marktækur munur milli fyrirburahópanna hvað varðar kyn, fæðingarþyngd eða sjúkdóma á nýburatíma. Samanburður milli 35 fyrirbura og 55 samanburðarbarna áranna 1991-95 leiddi í ljós að fleiri mæður fyrirbura reyktu (p=0,003) og glímdu við sjúkdóma á meðgöngu (p=<0,001) og að fleiri fyrirburar fæddust með keisarskurði (p=0,001). Marktækur munur var á heilsufari fyrirbura og samanburðarbarna hvað varðar asma (p=<0,001), krampa (p=<0,001), kyngingarerfiðleika (p=0,001) og erfiðleika með að þyngjast (p=0,005). Athugun við fimm ára aldur leiddi í ljós að miðað við samanburðarbörn voru marktækt fleiri fyrirburar áranna 1991-95 með frávik við almenna skoðun (p=<0,001), taugalæknisfræðilega skoðun (p=<0,001) og við mat á hreyfifærni (p=<0,001). Niðurstöður þroskamælinga voru marktækt lægri (p=0,002). Svipað hlutfall fyrirbura var með fötlun á báðum tímabilum, 16% árin 1982-90 og 14% árin 1991-95. Ályktun: Fyrirburahópar áranna 1982-90 og 1991-95 voru svipaðir hvað varðar heilsufar á meðgöngu, fæðingu og sjúkdóma eftir fæðingu. Hlutfall barna með fötlun var svipað á báðum tímabilum þrátt fyrir marktækt aukna lifun. Samanburður lítilla fyrirbura áranna 1991-95 við jafnaldra samanburðarbörn sýndi að litlir fyrirburar voru með marktækt meiri heilsufarsvandamál og þroskafrávik

    Forspá og framheili

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenVerkefni, sem rannsóknir benda til að meti fyrstu merki um starfsemi framheilans, eru borin saman við ungbarnapróf, sem talin eru spá vel fyrir um þróun vitsmunastarfs. Sú tilgáta er sett fram að forspárgildi ungbarnaprófa fari eftir því að hvaða marki þau meta starfsemi framheilans. Lýst er dæmi þar sem mat á starfsemi framheila hafði forspá um möguleika fatlaðs unglings til að njóta góðs af starfsþjálfun.This review compares attempts to assess early signs of prefrontal functioning and the search for infant tests with good predictive validity. It is pointed out that these two lines of research have in fact used the same tasks (object search and object retrieval) to assess similar behavioral manifestations and the same underlying prefrontal traits and processes of the developing central nervous system. The thesis of the paper is that the predictive power of the early developmental scales is essentially dependent on their ability to assess prefrontal functioning. Re¬search is needed to study more closely the relation¬ship between prefrontal functioning and predictive validity in infancy and childhood. An example is provided regarding the role of prefrontal assessment in the counselling of adolescents with congenital handicaps

    Áreiðanleiki og réttmæti Luria-Nebraska taugasálfræðiprófsins fyrir skólabörn

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAthugaður var innri áreiðanleiki íslenskrar útgáfu Luria-Nebraska taugasálfræðiprófsins í hópi 111 barna með námserfiðleika á aldrinum 7-15 ára. Innri áreiðanleiki prófsins reyndist mjög breytilegur eftir undirprófum og aldursflokkum. Alfa áreiðanleikastuðlar undirprófa voru hæstir hjá 8-10 ára börnum og þar voru þeir viðundandi tíl klíniskra nota. Þáttagreining leiddi í ljós þrjá þætti: Greindarþátt, Námsþátt og Skynhreyfiþátt. Niðurstöður þáttagreiningar og innri áreiðanleiki prófsins voru í samræmi við niðurstöður sambærilegra rannsókna á prófinu vestanhafs. Rætt er um notagildi LNT-B við íslenskar aðstæður með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna.Internal consistency, of the Icelandic version of the Luria-Nebraska Neuropsychological Battery - Children's Revision, was investigated in a sample of 111 learning disabled children aged 7-15 years. Subscales' internal consistency prooved to be highest for ages 8-10 years. In this age range subscales' alpha coefficients were acceptable for clinical use. Factor analysis indicated three factors: A general intellectual factor, a school achievement factor, and a sensory-motor factor. The results of the study are consistent with comparable studies in the USA

    Early traumatic brain injury in Iceland. Incidence, prevalence, long-term sequelae and prognostic factors

    No full text
    Markmið: Meginmarkmið Íslenska rannsóknarverkefnisins um heilaáverka á ungu fólki voru: (1) að meta nýgengi og algengi heilaáverka og afleiðinga heilaáverka á ungum aldri í þjóðarúrtökum; (2) að meta forspárgildi þátta sem tengjast heilaáverka og þátta sem ekki eru tengdir heilaáverka fyrir síðbúnar afleiðingar; og (3) að leggja grunninn að og styðja við uppbyggingu skipulagðra fyrirbyggjandi aðgerða og þjónustu fyrir ungt fólk sem tekst á við afleiðingar heilaskaða á Íslandi og fjölskyldur þeirra.Main objectives: The main objectives of the Icelandic research project on early traumatic brain injury (TBI), the ICTBI research project, were: (1) to estimate the nationwide incidence and prevalence of early TBI and TBI-related long-term consequences; (2) to assess the prognostic value of injury-related and non-injury-related factors for late outcome; and (3) to serve as a foundation for the development of goal-oriented prevention and intervention in Iceland

    Skyn- og hreyfiþroski 90 íslenskra ungbarna mældur með þroskaprófi Bayleys

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÞessi rannsókn er frumathugun á þroskaprófi Bayleys á Íslandi og veitir auk þess upplýsingar um skynhreyfiþroska hjá íslenskum börnum á aldrinum 6-10 mánaða. Prófuð voru 90 heilbrigð börn í þremur aldurshópum, 6, 8 og 10 mánaða. Þrjátíu einstaklingar voru í hverjum aldurshópi og jafnt af báðum kynjum. Úrtak var valið af handahófi úr hópi þeirra barna, sem fæddust á Fæðingardeild Landsspítalans frá miðjum apríl fram í miðjan júlí 1987. Notuð var 1969 útgáfan af þroskaprófi Bayleys og tveir af þremur mælikvörðum lagðir fyrir þ.e. vitsmunakvarði og hreyfikvarði. Íslensk börn á ofangreindum aldri mælast hærra en bandaríska stöðlunarúrtakið á vitsmunakvarða (p <.001). Hins vegar víkja íslensk börn ekki marktækt frá bandarískum stöðlum á hreyfikvarða. Prófið greindi vel á milli aldurshópa á báðum kvörðum (p <.001). Niðurstöðurnar undirstrika þörf fyrir að rannsaka þroskapróf sem flutt eru á milli menningarsvæða. Á meðan ekki hafa farið fram frekari rannsóknir á þroskaprófi Bayleys á Íslandi, er ástæða fyrir prófendur að túlka niðurstöður með varúð og nota prófið ekki eitt sér til greiningar á þroskafrávikumThis project is a preliminary study in Iceland on the Bayley Scales of Infant Development, which also provides information regarding the sensori-motor development of Icelandic children aged 6-10 months. Ninety healthy children in three age groups, 6, 8 and 10 months, were tested. Each group consisted of 30 individuals, 15 boys and 15 girls. The study group was chosen at random from children born at the National University Hospital of Iceland from mid-April to mid-July 1987. The 1969 version of the Bayley Scale was used, and two of the three scales applied, i.e. the mental scale and the motor scale. The Icelandic study group scored significantly higher than the US standardization sample on the mental scale (p < 0.001), while the difference was only marginal and not significant for the motor scale. Both scales differentiated well between the age groups (p <0.001). The results of this study stress the need to do research on developmental tests, when they are moved from one cultural environment to another

    Höfuðáverkum barna hefur fækkað

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenKönnuð var tíðni höfuðáverka barna 14 ára og yngri um fimm ára skeið, 1987-1991. Á tímabilinu voru 297 börn lögð inn á deildir Borgarspítalans vegna höfuðáverka (ICD 850-854). Niðurstöður benda til þess að dregið hafi úr nýgengi innlagðra heilaáverka og nýgengi alvarlegs heilaskaða meðal barna frá því sem var á áttunda áratugnum. Innlögnum fækkaði mest meðal fimm til níu ára barna, en minnst meðal barna undir fimm ára aldri. Í ljós kom tiltölulega hátt hlutfall alvarlegra höfuðáverka í yngri aldurshópunum. Á tímabilinu voru 62 börn með heilaáverka lögð inn á barnadeildir Landakots og Landspítala. Meirihluti þessara barna var undir fimm ára aldri. Að meðaltali hlutu eitt til tvö heilasköðuð börn þjálfun eða endurhæíingu á ári

    Íslensk börn og unglingar með höfuðáverka : hve margir þurfa sérhæfða fræðslu, endurhæfingu eða eftirfylgd og hvers konar íhlutun er við hæfi?

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur rannsóknarinnar var að kanna fjölda barna og unglinga, sem lýsa eftirstöðvum fjórum árum eftir höfuðáverka, og skoða eðli þessara kvartana, og meta þannig þörf fyrir sérhæfða íhlutun af mismunandi toga. Gögnum var safnað á framvirkan hátt um alla sjúklinga 0-19 ára, sem greindir voru með höfuðáverka (ICD-9 850-854) á Borgarspítalanum á einu ári, 1992-1993 (n=405). Fjórum árum síðar var spurningalisti um eftirstöðvar áverka sendur til sjúklinga. Alvarleikastig byggt á eðli kvartana var metið samkvæmt viðmiðum Glasgow Outcome Scale (GOS), barnaútgáfu. Alls lýstu 39 sjúklingar lýstu eftirstöðvum höfuðáverka fjórum árum síðar. Samkvæmt viðmiðum GOS lýstu 19 þeirra góðri útkomu (e. good outcome), 14 lýstu miðlungs hömlun (e. moderate disability), 2 lýstu alvarlegri hömlun (severe disability) og 4 höfðu látist vegna heilaskaða. Nýleg athugun bendir til þess að ekki hafi orðið fækkun á börnum og unglingum sem hljóta alvarlegri höfuðáverka (ICD-9 851- 854) á ári hverju.Niðurstöður benda til þess að tugir íslenskra barna og unglinga þarfnist sérhæfðrar íhlutunar og eftirfylgdar á ári hverju vegna afleiðinga höfuðáverka. Íhlutunin getur verið mjög breytileg, allt frá fræðslu fyrir foreldra til endurhæfingar og eftirfylgdar til lengri tíma. Íhlutunin þarf að taka mið af vanda hvers og eins

    Petrology and geochemistry of the 2014–2015 Holuhraun eruption, central Iceland: compositional and mineralogical characteristics, temporal variability and magma storage

    No full text
    corecore