19 research outputs found

    Musculoskeletal symptoms among female workers in fish-fillet plant who ceased or continued working

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: An earlier study of workers in fish-filleting plants in Iceland showed high prevalence of musculoskeletal symptoms. The prevalence of symptoms of the upper limbs is higher after introduction of the flow-line since the women have a longer duration with repetitive tasks. The overall aim of this study was to compare the prevalence of musculoskeletal symptoms among women working at the flow-line with symptoms among those who had ceased to work there and to throw some light on the selection process of workers from this industry. Material and methods: The standardised Nordic Questionnaire was used. Lists of names and addresses of the plant workers were obtained from plant management. Questionnaires were mailed to the home addresses of the workers. The overall participation rate was 71%. Two hundred eighty two women aged 16-54 answered where 28 women had left the plants after answering the questionnaires and 254 were still working there. The Mantel-Haenszel test was used and stratified by age and odds ratio and 95% confidence intervals (CI) calculated. Results: The prevalence of musculoskeletal symptoms during the previous 12 months was higher among former than current workers. The Mantel-Haenszel odds ratio for symptoms of the fingers, ankles and wrists hindering normal work during the previous 12 months prior to the study was 7.1 (95% CI 2.8-18.0), 5.3 (95% CI 1.3-21.5) and 3.4 (95% CI 1.3-8.8) respectively. Conclusions: The selection process of workers from the fish-processing plants may be determined by the high prevalence of musculoskeletal symptoms, a healthy worker selection. There may be a causal relationship between musculoskeletal symptoms and ceasing to work at fish-processing plants.Inngangur: Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi meðal fiskvinnslukvenna eru tíð. Óþægindin frá efri útlimum hafa orðið tíðari með tilkomu flæðilína enda verja konurnar lengri tíma við einhæf störf eftir þessa tæknibreytingu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi meðal kvenna sem hafa hætt að starfa í fiskvinnslu og bera saman við algengi óþæginda kvenna sem héldu áfram að vinna þar og varpa þannig nokkru ljósi á hugsanleg áhrif hraustra starfsmanna í þessari starfsgrein. Efniviður og aðferðir: Notaður var staðlaður norrænn spurningalisti um óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi. Nafnalisti og heimilisföng starfsmanna fengust hjá stjórnendum fiskvinnsluhúsanna og var listinn sendur heim til fólksins. Samtals svöruðu 282 konur á aldrinum 16-54 ára, sem er 71% svörun. Af þeim hættu 28 konur störfum stuttu eftir að þær svöruðu en 254 héldu áfram í starfi. Notuð var Mantel-Haenszel jafna þar sem efniviðnum var lagskipt eftir aldri til að reikna út hlutfallslega áhættu (odds ratio, OR) og 95% öryggismörk (confidence interval, CI). Niðurstöður: Algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi síðastliðna 12 mánuði var hærra meðal fyrrverandi fiskvinnslukvenna en meðal þeirra sem voru áfram í starfi. Hlutfallstala vegna óþæginda frá fingrum, ökklum og úlnliðum sem hindruðu dagleg störf síðastliðna 12 mánuði var 7,1 (95% CI 2,8-18,0); 5,3 (95% CI 1,3-21,5) og 3,4 (95% CI 1,3-8,8). Ályktanir: Þær konur sem hættu að vinna í fiskvinnslunni höfðu almennt tíðari óþægindi en hinar sem héldu áfram að vinna. Hugsanlegt er að hér gæti áhrifa hraustra starfsmanna. Þær konur sem hafa mikil óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi hætta en hinar halda áfram að vinna

    Increase in musculo-skeletal symptoms of upper limbs among women after the introduction of the flow-line in the fish-fillet plants

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjectives: An earlier study of workers in fish-fillet plants in Iceland showed higher prevalence of musculoskeletal symptoms as compared to a random sample of the Icelandic population. Since that study a new manufacturing process, the flow-line, has been introduced. The aim of this study was to evaluate whether this new work situation changed the prevalence of musculoskeletal symptoms among the workers of the fish-fillet plants. Material and methods: The same standardised Nordic Questionnaire was used in both surveys. Results: The monotony and the repetitiveness of the work increased with the new technique. The results showed that women had higher prevalence of symptoms of the upper limbs when working at the flow-line than before. The Mantel-Haenszel odds ratio for symptoms of elbows, fingers and wrists during the last seven days prior to the study was 2.1 (95% confidence interval (CI) 1.0-4.4), 1.9 (95% CI 1.1-3.2) and 1.7 (95% CI 1.0-2.7). The odds ratio for knees and ankles was less than one. Conclusions: The higher prevalence of symptoms of the upper limbs seems to be causally related to the increase of monotonous and repetitive work in the fish industry.Tilgangur: Fyrri rannsóknir á algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi sýndu að fiskvinnslufólk hefur tíðari óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi en gerðist í samanburðarhópnum sem var úrtak íslensku þjóðarinnar. Eftir rannsóknina 1987 hófust tæknilegar breytingar í fiskvinnsluhúsum með tilkomu flæðilína. Megintilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvort ný tækni hafi breytt algengi óþæginda meðal fiskvinnslufólks. Efniviður og aðferðir: Staðlaður norrænn spurningalisti var notaður í báðum tilvikum. Niðurstöður: Einhæfni og síendurteknar hreyfingar hafa aukist með tilkomu flæðilína. Algengi óþæginda er hærra meðal kvenna sem vinna við flæðilínur en þeirra sem vinna í fiskvinnslu án flæðilína. Hlutfallstala (odds ratio, OR) óþæginda var reiknuð með aðferðum Mantel-Haenszels og var 2,1 (95% öryggismörk (confidence interval, CI) 1,0-4,4) frá olnbogum, 1,9 (95% CI 1,1-3,2) frá fingrum og 1,7 (95% CI 1,0-2,7) frá úlnliðum þegar spurt var um óþægindi síðastliðna sjö daga. Hlutfallstalan var minni en einn vegna óþæginda frá ökklum og hnjám. Ályktanir: Það má því álykta að ástæða hærra algengis óþæginda frá efri útlimum meðal kvenna í fiskvinnslu sé tilkoma flæðilína sem hafa aukið einhæfni og lengt viðveru kvenna við síendurteknar hreyfingar

    Tónlistarframmistöðukvíði hjá íslenskum kór- og einsöngvurum

    No full text
    Þessi rannsókn tók fyrir tónlistarframmistöðukvíða eins og hann kom fram hjá kór- og einsöngvurum í hálf-atvinnumannakórum á Íslandi. Tónlistariðkendur af öllum gerðum geta upplifað einkenni frammistöðukvíða, sem eru stundum mjög bagaleg og geta haft áhrif á frammistöðu þeirra, atvinnumöguleika og lífsgæði. Þátttakendur voru 129 og svöruðu spurningum um upplifun sína af streitu fyrir tónleika, hvað hafði áhrif á hana, hvaða aðferðir og hugrænar staðhæfingar (SF-CSSSI) þeir nýttu sér áður en þeir kæmu fram og hvaða líkamlegu einkenni kvíða þeir upplifðu. Þeir svöruðu 40 atriða matslista um tónlistarframmistöðukvíða (K-MPAI). Upplifun einsöngvara og kórsöngvara af frammistöðukvíða var borin saman kannað hvaða þýðingu reynsla af kórsöng gæti haft. Niðurstöður bentu til að einsöngvarar væru talsvert kvíðnari en kórsöngvarar, en reynsla af kórsöng hafði neikvæða fylgni við K-MPAI. Gerðar voru meginásagreiningar (e. principal axis factor analysis) á öllum kvörðum og fylgni þáttanna reiknuð við þætti K-MPAI. Frammistöðukvíði hafði fylgni við almenn örvunareinkenni, íþyngjandi líkamleg einkenni kvíða, andlega áhættuþætti, tómlæti og áhyggjur, ytri- og innri áhrifaþætti og undirbúning. Niðurstöður samrýmdust kenningu Barlow (2000) og Kenny (2005) um uppruna frammistöðukvíða: aðstæður, verkefnið sjálft og næmisþætti. Þrátt fyrir að 16,5% söngvaranna mældust með mikinn frammistöðukvíða höfðu aðeins 5% leitað sér aðstoðar vegna hans. Kórstjórar, tónlistarkennarar og sálfræðingar ættu að afla sér þekkingar og vera meðvitaðir um þennan vanda svo þeir geti betur aðstoðað skjólstæðinga sína við að finna leiðir til að vinna úr honum

    Listin að vera kona. Um Karitasarbækur Kristínar Marju Baldursdóttur

    No full text
    Í ritgerðinni verður fjallað um bækur rithöfundarins Kristínar Marju Baldursdóttur, Karitas án titils, sem kom út árið 2004, og Óreiðu á striga, sem kom út árið 2007. Sjónum verður beint að aðalpersónu bókanna, Karitas Jónsdóttur, sem tekst illa að finna hamingjuna. Hún glímir við það verkefni að reyna að samþætta skyldu sína sem kona og móðir annars vegar og listræna hæfileika sína hins vegar. Samfélagið sem hún býr í býður ekki upp á það að konur helgi sig algjörlega listsköpun og láti börn og bú sitja á hakanum. Karitas passar illa inn í hefðbundin kvenhlutverk þar sem hún vill sinna list sinni og þráir einhverskonar óskilgreint frelsi. Hún tekst á við þunglyndi í kjölfar missis og áfalla sem hún verður fyrir í lífinu. En hún finnur rödd sinni farveg í list sinni. Hún getur ekki tjáð tilfinningar sínar með tungumálinu en með litum á striga finnur hún þeim útgönguleið. Í þessari ritgerð verður aðalmarkmiðið að skoða hvað standi á milli Karitasar og hamingju hennar. Í fyrri hluta hennar verður allt sem tengist ást hennar, bæði á börnum sínum, öðrum ættingjum og eiginmanninum skoðað með áherslu á andlega heilsu Karitasar. Í síðari hlutanum verður meginviðfangsefnið listin og allt sem að henni snýr. Listaverk Karitasar sýna yfirborðsmyndir úr lífi hennar, þau varpa ljósi á listasögu 20. aldar, kvennabaráttu 20. aldar og síðast en ekki síst innri óreiðu Karitasar, tilfinningar hennar sem þekkja ekkert annað tjáningarform en listarinnar

    Influencing components in open-plan offices on knowledge worker perceived productivity and welfare: A systematic review

    No full text
    Markmið rannsóknar var að bera kennsl á helstu áhrifaþætti í opnum eða verkefnamiðuðum vinnurýmum á skynjaða framleiðni eða velferð þekkingarstarfsmanna ásamt því að skilja orsakasamhengi skynjaðrar framleiðni, velferðar og opinna eða verkefnamiðaðra vinnurýma. Kerfisbundin skoðun var framkvæmd þar sem áhrifaþættir og orsakasamhengi 26 fræðigreina voru greind með kerfisgreiningu og niðurstöðurnar sameinaðar í víðara samhengi. Útkoman var sameinað og einfaldað orsaka- og afleiðingarit sem sýnir orsakasamhengi opinna eða verkefnamiðaðra vinnurýma, skynjaðrar framleiðni og velferðar þekkingarstarfsmanna. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að áhrifaþættir opinna og verkefnamiðaðra vinnurýma hafa áhrif á hvor aðra innbyrðis en ekki eingöngu á skynjaða framleiðni eða velferð. Ef auka á framleiðni þekkingarstarfsmanna skal hafa velferð þeirra í huga þar sem áhrifaþættir skynjaðrar framleiðni og velferðar haldast í hendur. Þekkingarstarfsmenn afkasta mestu í vinnu þegar þeim líður vel og velferð þeirra er í fyrirrúmi. Að auki voru fiskbeinarit notuð til frekari greiningar á áhrifaþáttunum. Opin og verkefnamiðuð vinnurými hafa ýmsa ókosti en eru að mati höfundar komin til að vera. Hefðbundnar lokaðar skrifstofur henta ekki starfi þekkingarstarfsmanna þar sem samvinna, upplýsingagjöf og þekkingarfærsla er hluti af daglegu starfi. Vanda skal hönnun opinna og verkefnamiðaðra vinnurýma og huga vel að helstu áhrifaþáttum skynjaðrar framleiðni og velferðar við uppsetningu.The research objective was to identify the main components in open-plan or activity-based offices affecting perceived productivity and welfare of knowledge workers. The causal relationship between perceived productivity, welfare and open-plan or activity-based offices was also analysed. A systematic review of 26 articles was performed where influencing components and causal relationships were analysed with system analysis and the results were combined in a wider context. The result was a single causal loop diagram (CLD) that shows the causal relationship between open-plan or activity-based offices as well as perceived productivity and the welfare of knowledge workers. The results of the research showed that the components of open-plan and activity-based offices have influence on perceived productivity and welfare, as well as each other. If productivity is to be increased, knowledge workers welfare should be kept in mind, as the components influencing perceived productivity and welfare go hand in hand. Knowledge workers are most productive at work when they are feeling well, and their well-being is paramount. In addition, fishbone diagrams were used for further analysis of the influencing components. Collaboration, information sharing and knowledge transfer are daily tasks for the knowledge worker. Hence, open-plan and activity-based offices will be used in the near future, despite their various disadvantages. The design of open-plan and activity-based offices should be elaborate, and the main influencing components on perceived productivity and welfare should be carefully considered

    Brotthvarf og aftur í nám

    No full text
    Íslenskar brotthvarfsrannsóknir sýna flestar að skólakerfið þurfi að sníða betur að þörfum hvers og eins. Í ritgerðinni er skoðað hvaða augum endurkomunemendur líta á fyrra brotthvarf, hvernig aðstæður og líf þeirra var á þeim tíma og hvernig þeim gengur að glíma við námið eftir 25 ára aldur í annarri tilraun, samanborið við fyrstu tilraun. Nálgun ritgerðar er byggð á kenningum Thomas Ziehe um, menningarlega leysingu (e. cultural liberation), sem skýrir menningar- og félagslega umgjörð. Einnig kenning Pierre Bourdieu um habítus sem beinir sjónum sínum að félagslegri hlið uppeldisþátta og hvernig hún mótar væntingar til menntunar. Kenningar Ulrichs Becks og fleiri um lífssögu vals (e. choice biography) beinir sjónum að samspili hugmynda um frjálst val og félagslegra skilyrðinga í námsvali. Hagnýtt gildi ritgerðar er að styðja við aðgerðir gegn brotthvarfi og við mótun og framkvæmd námsleiða fyrir endurkomunemendur, með bættri sýn á félagslegar og persónulegar hindranir og á samspil hins félagslega og persónulega í námsvali, með sjónarhorn nemandans í forgrunni. Rannsóknarspurningin er í þremur liðum. Hvers vegna ákveða einstaklingar að snúa aftur í nám eftir brotthvarf, hvaða hvati býr að baki þeirri ákvörðun og hvaða áhrif hefur fyrra brotthvarf haft á nám þeirra í dag? Rannsóknaraðferðin er eigindleg og notuð einstaklings-og rýnihópaviðtöl. Þátttakendur eru þrettán, 7 konur og 6 karlar á aldrinum 27 til 37 ára. Viðmælendur upplifa fordóma gagnvart verkmenntun í samfélaginu og hjá þeim sjálfum. Val námsleiða í framhaldsskóla reyndist oft byggt á áhrifum frá foreldrum, vinum, skóla og almennri orðræðu í samfélaginu og hæfði í reynd hvorki getu þeirra né áhuga. Á sínum tíma var brotthvarfið útskýrt með rökum sem viðmælendur telja nú vafasöm. Endurkoma tengist breytingum á lífshlaupi og skertum atvinnumöguleikum, samhliða hvatningu frá fjölskyldu og vinum. Þeir sem tókust á við náms-, félags- eða andlega erfiðleika fyrir brotthvarf, eru oft enn að glíma við gamla ,,drauga.“The research done about dropouts in Iceland show that the school system needs to serve better the individual needs of each student. This thesis illuminates how returning students look back at their earlier dropout and at their life conditions at that time, as well as their ability to deal with their renewed studies after the age of 25. The approach is mainly based on Thomas Ziehe´s theory of cultural liberation as the cultural and social frame, on Pierre Bordieu´s concept of habitus, as a sociological approach to the effects of upbringing on expectations for education, and on Ulrich Beck´s concept of choice biography, which illuminates the interplay of free choices and social restrictions. The practical value of the study is to aid measures against dropout and programs for returners through some insight into social and individual obstacles and choices, with the student perspective in the foreground. The research question is in three parts. For what reason have certain individuals decided to return to their studies, what motivation lies behind that decision and what impact has their previous drop out had on their studies today? This research is based on qualitative approaches involving personal observations and focus groups. There are thirteen participants, 7 women and 6 men at the age of 27 to 37. The research indicates that the interviewees believe that society, and they as well, have prejudices against vocational education. The original choices of educational path were often heavily influenced by parents, friends and the general discourse in society, and did not suit the abilities or interest of the students themselves. Looking back they find the reasons they originally gave for dropping out as partly false. The return to school relates to changes in their life course and to the lack of job opportunities, due to the recession since 2008, and has been supported by friends and family. Those who were faced with educational, social and emotional difficulties before dropping out still struggle with old “ghosts” as returners

    Áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð

    No full text
    Markmið verkefnisins er að skoða áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hvernig áhrif gæðastjórnunar eru á verkkaupa og þá sérstaklega hvort marktækur munur sé á ánægju verkkaupa með framkvæmd verka hjá verktökum sem starfa eftir gæðastjórnunarkerfi miðað við verktaka sem starfa ekki eftir gæðastjórnunarkerfi. Einnig er kannað hvort marktækur munur sé á vinnubrögðum verktaka sem kveðast vinna eftir gæðastjórnunarkerfi miðað við þá sem starfa ekki eftir slíku og að lokum er staða gæðastjórnunar í mannvirkjagerð á Íslandi könnuð. Leitast var við að svara þessum spurningum með því að hanna og leggja spurningalista fyrir verkkaupa og verktaka. Spurningalisti var lagður símleiðis fyrir verkkaupa og voru þeir beðnir um að hafa þann verktaka í huga sem kom mest að framkvæmdinni. Spurningalisti var svo lagður fyrir verktaka og svör verkkaupa tengd við svör viðkomandi verktaka. Þannig var fylgni mæld milli ánægju verkkaupa með framkvæmd verks hjá verktaka við þætti úr könnun verktaka, eins og hvort hann starfar eftir gæðastjórnunarkerfi eða ekki. Gögn kannananna voru einnig greind sér í lagi og niðurstöður túlkaðar frá þeim auk þess sem fyrri rannsóknir voru skoðaðar og auka innsýn nýtt sem skýrsluhöfundur fékk með viðtölum við fagaðila og á ráðstefnu og fundi tengdu málefninu. Helstu niðurstöður eru að marktækur munur og sterk fylgni er milli ánægju verkkaupa með framkvæmd verks sem verktaki vann og hvort verktaki starfar eftir gæðastjórnunarkerfi eða ekki. Einnig sýna niðurstöður að þeir verktakar sem kveðast starfa eftir gæðastjórnunarkerfi starfa eftir mun markvissari og skilvirkari vinnubrögðum en þeir sem starfa ekki eftir slíku kerfi, en marktæk fylgni mældist milli margra þátta tengdum verklagi verktaka og hvort þeir starfa eftir gæðastjórnunarkerfi eða ekki. Að lokum leiðir rannsóknin í ljós að staða gæðastjórnunar í mannvirkjagerð á Íslandi er sérstaklega slök meðal smárra verktakafyrirtækja og telur skýrsluhöfundur að brýn þörf sé fyrir aðgengilegt og notendavænt gæðastjórnunarkerfi fyrir slík fyrirtæki. Staðan er allt önnur meðal stærstu verktakafyrirtækjanna en þekking og verklag innan þeirra er töluvert betra.The objective of this thesis is to examine the effect of quality management in the construction industry in Iceland. Particular emphasis is placed on examining how quality management affects the contractee and notably whether discernable differences exist in contractee satisfaction with regard to project execution depending on whether the project involved is completed by contractors that work in accordance with a quality management system as opposed to contractors that do not. Moreover, to examine whether there is a discernable difference in the working methods of those contractors who claim to work in accordance with a quality management system compared to those who do not. Finally, the status of quality management in the construction industry in Iceland is examined. In an effort to answer these questions a questionnaire was designed and circulated among contractees and contractors. A questionnaire was placed by telephone before contractees wherein they were asked to refer to the principal contractor involved in the project concerned. A questionnaire was then placed before the contractor and the answers from the contractee compared to the answers from the contractor(s) involved. Thus correlation was gauged between the contracture’s satisfaction with the contractor’s completion of a project and certain aspects related to the examination of the contractor such as whether or not he conducted his operations in accordance with a quality management system. Other findings of the surveys were also analyzed separately and conclusion deducted there from, in addition to which previously conducted studies were examined and additional insight utilized which the author obtained through interviews with professionals at a conference and a meeting relating to the subject matter. The main conclusions were that there is a significant difference and a strong correlation between contractee satisfaction with a project’s execution depending on whether or not the contractor conducts his operations in accordance with a quality management system. The findings also show that those contractors who claim to conduct their operations in accordance with a quality management system employ much better aimed and effective working methods compared to those contractors who do not but discernable differences could be gauged between many aspects of the working methods employed by individual contractors and whether or not they conducted their operations in accordance with a quality management system. Finally the findings show that the status of quality management in the construction industry in Iceland is particularly poor within the smaller construction companies. The situation is completely different with regard to large construction companies, where the knowledge and the working methods appear to be of a considerably higher standard.Samtök Iðnaðarin

    Gæðastjórnun í mannvirkjagerð: Kvik kerfisnálgun

    No full text
    In this thesis, system dynamics are applied to evaluate aspects of quality management in the construction industry. The outline of the thesis is centred round interlinked papers and questions in order to develop an understanding of the need and potential for improvement. This thesis builds progressively on an understanding of the causes of the problems identified, which have set the objectives for the research. The main research questions were the following: 1) What variables are necessary to form a dynamics model of quality management in the construction industry? 2) How can the concept of an active quality management system be defined in relation to the construction industry? 3) What is the value of a stakeholder group model building approach to form causal loop diagrams in a messy non-corporative problem? 4) Can a system dynamics model be used to assist policy making for investments in a quality management system? The results presented in the papers published in relation to the Ph.D. project were reached with a four layered study, i.e. 1) with a quantitative background study in the Icelandic construction industry, 2) with stakeholder group model building sessions with highly influential stakeholders, 3) with interviews and data analyses based on the grounded theory to study group model building, and 4) with a case study of a construction project in Iceland. The core model was created in the second layer, in the group model building sessions. It was then adapted and illustrated with a case study of a construction work in Iceland. The model was used to assess the benefits of processes related to the quality management system which was implemented in the project. Upon completion, the project results were analysed and systematized in a management learning system. Among the unique contributions from this research are that the model structure can be used to adapt to other construction projects and the results can be used to minimize total quality cost.Kvik kerfislíkön eru notuð til þess að meta ýmsar hliðar á gæðastjórnun í mannvirkjagerð. Ritgerðin er tvinnuð í kringum birtar greinar og ramma af innbyrgðis tengdum rannsóknarspurningum sem hafa það sameiginlega markmið að auka skilning á gæðastjórnun i mannvirkjagerð og hóplíkanagerð. Helstu rannsóknarspurningar sem leitast er við að svara eru eftirfarandi: 1) Hvaða breytur eru nauðsynlegar til þess að búa til kvikt kerfislíkan af gæðastjórnun í mannvirkjagerð. 2) Hvernig má skilgreina virkt gæðastjórnunarkerfi í mannvirkjagerð? 3) Hvert er gildi hóplíkanagerðar með hagsmunaaðilum til þess að útbúa orsaka- og afleiðingarit fyrir viðfangsefni sem i vandamáli sem er utan ákveðins fyrirtækis? 4) Er hægt að nota kvikt kerfislíkan sem stoðtæki við stefnumótandi ákvarðanir um fjárfestingu í gæðastjórnunarkerfum? Niðurstöðurnar sem birtar eru í greinum tengdum verkefninu fengust með fjögra þrepa rannsókn, þ.e. 1) með eigindlegri rannsókn á íslenska mannvirkjaiðnaðinum, 2) með hagsmuna aðila hóplíkanagerð, 3) með viðtölum og gagna greiningu byggt á grunduðu kenningunni til að rannsaka hóplíkanagerð og 4) með tilfella rannsókn á framkvæmdaverkefni á Íslandi. Grunnmódelið varð til á stigi 2 með hóplíkanagerð sem var síðan aðlagað að sérstöku tilfelli og niðurstöður greindar. Niðurstöðurnar voru notaðar til þess að meta kosti ferla sem tengjast gæðastjórnun sem voru notaðar í verkefninu. Hluti af sérstöku framlagi sem rannsóknin leiðir af sér er að uppbyggingu líkansins má nota til að aðlaga að öðrum byggingarverkefnum og nota mætti niðurstöður til þess að lágmarka heildar gæðakostnað.Rannsóknin er styrkt af Stjórnvísindastofu í verkfræði við Verkfræðistofnun Háskóla Íslands

    Musculoskeletal symptoms among female workers in fish-fillet plant who ceased or continued working

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: An earlier study of workers in fish-filleting plants in Iceland showed high prevalence of musculoskeletal symptoms. The prevalence of symptoms of the upper limbs is higher after introduction of the flow-line since the women have a longer duration with repetitive tasks. The overall aim of this study was to compare the prevalence of musculoskeletal symptoms among women working at the flow-line with symptoms among those who had ceased to work there and to throw some light on the selection process of workers from this industry. Material and methods: The standardised Nordic Questionnaire was used. Lists of names and addresses of the plant workers were obtained from plant management. Questionnaires were mailed to the home addresses of the workers. The overall participation rate was 71%. Two hundred eighty two women aged 16-54 answered where 28 women had left the plants after answering the questionnaires and 254 were still working there. The Mantel-Haenszel test was used and stratified by age and odds ratio and 95% confidence intervals (CI) calculated. Results: The prevalence of musculoskeletal symptoms during the previous 12 months was higher among former than current workers. The Mantel-Haenszel odds ratio for symptoms of the fingers, ankles and wrists hindering normal work during the previous 12 months prior to the study was 7.1 (95% CI 2.8-18.0), 5.3 (95% CI 1.3-21.5) and 3.4 (95% CI 1.3-8.8) respectively. Conclusions: The selection process of workers from the fish-processing plants may be determined by the high prevalence of musculoskeletal symptoms, a healthy worker selection. There may be a causal relationship between musculoskeletal symptoms and ceasing to work at fish-processing plants.Inngangur: Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi meðal fiskvinnslukvenna eru tíð. Óþægindin frá efri útlimum hafa orðið tíðari með tilkomu flæðilína enda verja konurnar lengri tíma við einhæf störf eftir þessa tæknibreytingu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi meðal kvenna sem hafa hætt að starfa í fiskvinnslu og bera saman við algengi óþæginda kvenna sem héldu áfram að vinna þar og varpa þannig nokkru ljósi á hugsanleg áhrif hraustra starfsmanna í þessari starfsgrein. Efniviður og aðferðir: Notaður var staðlaður norrænn spurningalisti um óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi. Nafnalisti og heimilisföng starfsmanna fengust hjá stjórnendum fiskvinnsluhúsanna og var listinn sendur heim til fólksins. Samtals svöruðu 282 konur á aldrinum 16-54 ára, sem er 71% svörun. Af þeim hættu 28 konur störfum stuttu eftir að þær svöruðu en 254 héldu áfram í starfi. Notuð var Mantel-Haenszel jafna þar sem efniviðnum var lagskipt eftir aldri til að reikna út hlutfallslega áhættu (odds ratio, OR) og 95% öryggismörk (confidence interval, CI). Niðurstöður: Algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi síðastliðna 12 mánuði var hærra meðal fyrrverandi fiskvinnslukvenna en meðal þeirra sem voru áfram í starfi. Hlutfallstala vegna óþæginda frá fingrum, ökklum og úlnliðum sem hindruðu dagleg störf síðastliðna 12 mánuði var 7,1 (95% CI 2,8-18,0); 5,3 (95% CI 1,3-21,5) og 3,4 (95% CI 1,3-8,8). Ályktanir: Þær konur sem hættu að vinna í fiskvinnslunni höfðu almennt tíðari óþægindi en hinar sem héldu áfram að vinna. Hugsanlegt er að hér gæti áhrifa hraustra starfsmanna. Þær konur sem hafa mikil óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi hætta en hinar halda áfram að vinna

    Modelling aspects of the dynamics of the industrial vanadium cycle in a sustainability perspective using the WORLD7 Integrated Assessment Model

    No full text
    This is an open access article under the CC BY license (http://creativecommons.org/licenses/by/4.0/).The industrial dynamics of vanadium was simulated using the integrated assessment model WORLD7. The vanadium market may see strongly increased demand in the near future, and a pertinent question is if the new demands can be met. The WORLD7 model was used to assess the risk for future supply shortages. The global presence of vanadium in geological deposits was found to be about 710 million ton of vanadium. The extractable part was estimated to be about 60–70 million ton of vanadium, the rest being technically or economically inaccessible. Vanadium extraction is dominated by secondary extraction from primary metal production. The simulations suggests that there will be physical scarcity under business-as-usual for vanadium in after 2040. The vanadium price increases after 2030 according to the simulations, as a response to the scarcity. The introduction of a large-scale use of vanadium in battery technologies in the near future would aggravate future scarcity, even with more efficient recycling. Large scale use of vanadium for batteries, may keep vanadium prices high and require enhanced recycling to counter the threat of physical shortage after 2030.Modelling aspects of the dynamics of the industrial vanadium cycle in a sustainability perspective using the WORLD7 Integrated Assessment ModelpublishedVersio
    corecore