18 research outputs found

    Is there an unexplored possibility to reduce tax evasion?Concentrating on moral and personality

    Get PDF
    Umfang skattsvika er umtalsvert hér á landi. Sé dregið úr slíkum efnahags­glæpum er hægt að auka tekjur hins opinbera töluvert. Markmið rannsóknar­innar var annars vegar að varpa ljósi á hvað kunni að skýra það að sumir sam­félagsþegnar eru líklegri en aðrir til að svíkja undan skatti. Í því skyni var bæði einblínt á skattasiðferði og persónuleikaeinkenni einstaklinga. Hins vegar var markmiðið að greina hvaða hópa skattgreiðenda sé fýsilegt að miða aðgerðir að með það að leiðarljósi að draga úr skattsvikum. Í gegnum rafrænt hentug­leikaúrtak fengust svör frá 593 einstaklingum sem svöruðu spurningalista þar sem áform um skattsvik, skattasiðferði og persónuleiki var mældur. Niðurstöð­urnar sýndu að skattasiðferði hefur veigamesta forspárgildið um það hvort fólk sé líklegt til að svíkja undan skatti. Jafnframt reyndust persónuleikaeinkennin heiðarleiki og auðmýkt annars vegar og siðblinda hins vegar skipta töluverðu máli í þessu sambandi. Niðurstöður klasagreiningar leiddu í ljós að ákjósanlegt sé að skipta skattgreiðendum í þrjá hópa sem nefndir voru heiðvirðu sam­félagsþegnarnir, hverfulu samfélagsþegnarnir og refjóttu samfélagsþegnarnir. Hinir heiðvirðu eru mjög ólíklegir til að svíkja undan skatti og hafa hátt skatta­siðferði. Það væri því ekki skilvirk nýting á fjármagni að einblína á einstaklinga í þeim hópi. Hinir tveir hóparnir, hinir hverfulu og refjóttu, eru hópar sem ætti markvisst að miða á til að draga úr skattsvikum. Fýsilegast er líklega að setja í forgang aðgerðir sem miða að hinum hverfulu þó jafnframt þurfi að huga að hinum refjóttu. Beita þarf ólíkum aðgerðum til að ná til þessara hópa, líkt og farið er yfir í greininni.The scope of tax evasion is significant in Iceland. By reducing such economic crime, it is possible to increase public income considerably. The aim of the study was twofold. Firstly, to shed light on what might explain why some mem bers of society are more likely to evade taxes than others. In that regard, a focus was put on both tax morale and personality traits. Secondly, the study seeks to answer which groups of taxpayers should be targeted to reduce tax evasion. With an electronic convenience sample, responses were obtained from 593 in dividuals who answered a questionnaire measuring tax evasion, tax morale, and personality. The results revealed that tax morale has the strongest predictive value on whether people are likely to evade taxes. Furthermore, the personality traits of humility and honesty along with psychopathy are of considerable im portance in this regard. The results of a cluster analysis showed that it is most optimal to divide taxpayers into three groups which were named the honorable citizens, the fickle citizens, and the cunning citizens. The honorable citizens are very unlikely to evade taxes and have high tax morale. It would therefore not be an efficient use of resources to focus on that group. The other two groups, the fickle and the cunning citizens, are groups that should be targeted. It is probably most feasible to prioritize strategies aimed at the fickle citizens, although the cunning citizens must also be considered. Different measures need to be used to target these groups, as is discussed in the paper.Peer reviewe

    Markaðshneigðar aðferðir við lagfærslu þjónustufalls á íslenskum hótelum

    No full text
    Í greininni er fjallað um með hvaða hætti er hægt að auka þjónustugæði fyrirtækja og í kjölfarið árangur þeirra með því að beita aðferðum markaðshneigðar við lagfærslu þjónustufalls. Leitað var svara við því hversu markvisst sé unnið í samræmi við áherslur markaðshneigðar við lagfærslu þjónustufalls á íslenskum hótelum. 54 stjórnendur hótela svöruðu spurningalista þar sem þeir tóku afstöðu til ýmissa fullyrðinga varðandi lagfærslu þjónustufalls. Niðurstöður benda til þess að stjórnendur, sér í lagi á stærri hótelum sem eru hluti af keðju, leggi áherslu á lagfærslu þjónustufalls þó almennt sé ekki unnið á markvissan hátt í samræmi við áherslur markaðshneigðar. Þar vantar fyrst og fremst upp á víðtæka söfnun upplýsinga, sem er safnað á markvissan hátt í þeim tilgangi að bæta þjónustuferlið. Því má segja að á íslenskum hótelum sé að mörgu leiti staðið vel að lagfærslu þjónustufalls en á flestum stöðum er hægt að gera betur með því að tileinka sér í ríkara mæli aðferðir markaðshneigðar við söfnun, miðlun og viðbrögð við upplýsingum

    Viðhorf tónlistarmanna gagnvart vörumerkjum í lagatextum : samanburður við fræðilegar hugmyndir um vöruinnsetningar og viðhorf til vörumerkja

    No full text
    Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka viðhorf tónlistarmanna gagnvart vörumerkjum í lagatextum og hvort þeir teldu vöruinnsetningar hafa áhrif á ímynd sína og trúverðugleika. Við verðum fyrir áreiti af markaðsskilaboðum í hinum ýmsu formum á hverjum einasta degi bæði meðvitað og ómeðvitað. Algengt er að heyra vörumerki nefnd í lagatextum og þá sérstaklega í hipp hoppi og rapptónlist og má sjá aukningu í sölu á lúxus tískuvörumerkjum sem þar eru nefnd. Rekstrarumhverfi tónlistarmanna hefur breyst gífurlega á síðustu árum með miklum samdrætti í plötusölu vegna tilkomu streymisveita og gæti því vöruinnsetning af þessu tagi verið ný tekjuleið fyrir þá. Tekin voru djúpviðtöl við sex íslenska tónlistarmenn með það markmið að finna út hvert viðhorf þeirra væri gagnvart vörumerkjum í lagatextum. Flestir viðmælenda sögðust myndu nefna vörumerki í lagatexta gegn greiðslu og nefndu allt frá 150.000 krónum upp í 1 milljón króna með mismunandi greiðslufyrirkomulagi. Þeir sögðust þurfa að meta hvert tilvik fyrir sig og það færi eftir því hvaða vörumerki ætti í hlut og hvort það passaði þeirra ímynd. Leitast var eftir því að tengja þessar hugmyndir tónlistarmannanna við fræðilegar hugmyndir um vöruinnsetningar og viðhorf til vörumerkja

    Samband markaðshneigðar og frammistöðu fyrirtækja á íslenskum auglýsingamarkaði

    No full text
    Markaðshneigð er ákveðin tegund fyrirtækjamenningar sem einkennist af ætlun fyrirtækis til að færa viðskiptavinum sínum framúrskarandi gæði með það að markmiði að hámarka hagnað. Í fyrirtæki með hátt stig markaðshneigðar er áhersla á viðskiptavininn því grundvöllur í allri starfseminni og allir innan fyrirtækisins vinna að þessu sama marki. Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á markaðshneigð fyrirtækja á íslenskum auglýsingamarkaði og kanna samband markaðshneigðar þeirra og frammistöðu. Þátttakendur í rannsókninni voru starfsmenn á þremur stórum auglýsingastofum sem svöruðu MARKOR matskvarða sem er þekkt mælitæki við mat á markaðshneigð. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að jákvætt samband sé á milli markaðshneigðar og frammistöðu fyrirtækja á markaðnum. Þrátt fyrir að stig markaðshneigðar á markaðnum hafi mælst nokkuð yfir meðallagi er töluvert svigrúm fyrir fyrirtæki til að auka hana. Þá má sér í lagi benda á að bæta mætti miðlun upplýsinga innan fyrirtækjanna um markaðinn, en slík miðlun er einn af grundvallarþáttum þess að fyrirtæki geti náð mikilli markaðshneigð

    Skynjað siðferði vörumerkja og kaupáform neytenda

    No full text
    Mat neytenda á siðferði fyrirtækja og vörumerkja er tengt ímynd þeirra en ímyndin hefur svo aftur áhrif á samkeppnishæfni. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að fólk vilji almennt huga að siðferðilegum málum þegar kemur að innkaupum, hins vegar hafa niðurstöður fyrri rannsókna ekki sýnt fram á ótvíræð tengsl milli siðferðis og kauphegðunar. Siðferðisskynjun neytenda er fremur nýlegt hugtak sem er skilgreint sem samanlögð heildarskynjun neytenda á siðferði viðfangsefnis. Siðferðisskynjun neytenda er ætlað að segja til um hvers konar viðskiptahættir vekja einhvers konar siðferðistengda ímynd vörumerkja. Þegar siðferðisskynjun neytenda er mæld er fólk beðið að leggja mat á fjóra þætti; hversu löghlýðið vörumerkið er, hversu vel það virðir siðferðisviðmið, hversu einlægt og velviljað það er, og hversu samfélagslega ábyrgt það er. Markmið rannsóknarinnar er að skoða skynjað siðferði gagnvart fjórum íslenskum vörumerkjum á dagvörumarkaði og tengsl þess við kaupáform. Vörumerkin sem voru til skoðunar voru Kaffitár, MS, Góa og Brúnegg. Með rafrænu hentugleikaúrtaki fengust svör frá 262 einstaklingum. Niðurstöðurnar sýndu að í tilfelli allra vörumerkjanna sem voru til skoðunar reyndust vera jákvæð tengsl á milli skynjaðs siðferðis og kaupáforma. Niðurstöðurnar bentu þó til þess að siðferðisskynjun skýri aðeins lítinn hluta í kaupáformum, og því ekki líklegt að siðferðisskynjun sé ráðandi þáttur þegar neytendur taka ákvörðun um kaup

    Viðhorf neytenda til styrkja til rokkhljómsveita

    No full text
    Mat neytenda á styrkjum er m.a. talið byggja á hvort styrkveitandinn sé einkaaðili eða opinber aðili. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf neytenda til styrkja til íslenskra rokkhljómsveita. Annars vegar var markmiðið að kanna hvort viðhorfið sé almennt ólíkt eftir því hvort styrkveitandinn er einkarekið fyrirtæki, ráðuneyti eða opinber stofnun og hins vegar var ætlunin að kanna hvaða áhrif styrkveiting geti haft á rokkhljómsveitir að mati neytenda. Þátttakendur í rannsókninni voru valdir með hentugleikaúrtaki þeirra háskólanemenda sem uppfylltu það að teljast hluti af neytendum, en neytendur voru skilgreindir sem þeir einstaklingar sem keypt höfðu hljómplötu og/eða sótt tónleika með íslenskri rokkhljómsveit 12 mánuði áður en spurningalistinn var lagður fyrir. Niðurstöðurnar sýna að neytendur eru almennt jákvæðara í garð frá einkareknum fyrirtækjum heldur en opinberri stofnun eða ráðuneyti. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að neytendur telja áhrif slíkra styrkveitinga geta haft mikilvæg áhrif á rokkhljómsveitir, sér í lagi varðandi velgengni þeirra

    Samband markaðshneigðar og viðskiptavinamiðaðra gilda hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum

    No full text
    Markaðshneigð er ákveðin tegund fyrirtækjamenningar sem byggist á því að þarfir viðskiptavina eru hafðar að leiðarljósi í allri starfseminni. Rétt eins og aðrar tegundir fyrirtækjamenningar kristallast markaðshneigð meðal annars í sameiginlegum gildum sem hafa áhrif á ákvarðanir og aðgerðir innan fyrirtækisins. Innan viðskiptavinamiðaðs fyrirtækis er lögð áhersla á að skilja og uppfylla þarfir einstakra viðskiptavina, fremur en að áherslan sé á hóp viðskiptavina. Fyrirtæki sem tileinkar sér viðskiptavinamiðuð gildi leggur mikla áherslu á þarfir viðskiptavinarins, vandaða þjónustu og einstaklingsmiðaðar lausnir. Ýmsar tegundir gilda hafa verið skilgreindar, en lýsandi gildi eru talin endurspegla hugarfar og áherslur æðstu stjórnenda og talin endurspegla raunverulega menningu fyrirtækja. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru á milli lýsandi viðskiptavinamiðaðra gilda og markaðshneigðar íslenskra fjármálafyrirtækja. Sex fjármálafyrirtæki tóku þátt í rannsókninni. Við mat á markaðshneigð var notast við mælitækið MARKOR en við mat á því hversu viðskiptavinamiðuð lýsandi gildi fyrirtækjanna voru var beitt innihaldsgreiningu á opinberum gögnum frá fyrirtækjunum. Niðurstöðurnar benda til þess að tengsl séu á milli viðskiptavinamiðaðra gilda og markaðshneigaðar fyrirtækja á íslenskum fjármálamarkaði. Jafnframt benda niðurstöðurnar til þess að samband sé á milli markaðshneigðar og árangurs. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja við fyrri rannsóknir um mikilvægi markaðshneigðar þegar kemur að árangri. Jafnframt veitir rannsóknin gagnlegar upplýsingar fyrir stjórnendur um mikilvægi þess að leggja áherslu á viðskiptavinamiðuð gildi

    Efnismarkaðssetning á bloggsíðum. „Ég deili ekki hverju sem er“

    No full text
    Árangursríkt markaðsstarf snýr ekki síst að því að sérsníða skilaboð að heppilegum markhópi og auka líkurnar á því að hann sjái þau á réttum tíma í réttu samhengi. Snertifletirnir við þann sem móttekur skilaboðin geta verið margvíslegir en markaðssetning á netinu er ein skilvirkasta leiðin í þessu sambandi, með tilkomu samfélagsmiðla og bættu aðgengi að gögnum um notendur. Fyrirtæki og vörumerki hafa undanfarin ár nýtt sér bloggara í auknum mæli til að koma upplýsingum um vörur og þjónustu á framfæri til síns markhóps. Viðfangsefni rannsóknarinnar var að auka skilning á því hvað knýr lesendur íslenskra blogga áfram til þess að deila vörumerkjatengdu efni áfram á netinu. Framkvæmd var eigindleg rannsókn í formi djúpviðtala við sjö konur. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að til þess að viðmælendur hefðu áhuga á að deila efni sem innihélt skilaboð vörumerkja eða öðru efni, yrði það að vera áhugavert og innihaldsríkt fyrir þá sjálfa. Almennt töldu viðmælendur mestar líkur á að þeir deildu efni sem skipti þá persónulega miklu máli. Tilfinningarík skilaboð voru talin líklegust til árangurs og þá sögðust viðmælendur frekar deila fyndnum eða hneykslanlegum skilaboðum. Viðmælendur upplifðu markaðssetningu á íslenskum bloggsíðum sem mikið áreiti og höfðu neikvætt viðhorf til hennar. Flestir töldu slíka umfjöllun einkennast af gagnrýnislausum lofræðum um vörur eða þjónustu og voru allir sem einn sammála um að slík efnistök skertu trúverðugleika þess sem setti efnið fram. Niðurstöðurnar kallast á við rannsóknir á sviði efnismarkaðssetningar sem leggja áherslu á að sköpun efnis sem er viðeigandi, áhugavert og einstakt fyrir viðskiptavini sé lykillinn að árangursríkri markaðsfærslu á netinu

    Samband frumkvöðlahneigðar og árangurs íslenskra fyrirtækja

    No full text
    Frumkvöðlastarfsemi er virðisskapandi ferli, þar sem komið er auga á tækifæri og meðvitað er tekin áhætta við að skapa eitthvað nýtt. Innan fyrirtækja þar sem frumkvöðlastarfsemi er stunduð er sögð ríkja frumkvöðlahneigð. Frumkvöðla- hneigð samanstendur af nýsköpun, frumkvæði og áhættusækni, auk þess sem ýmsir hafa viljað bæta við víddunum sjálfstæði einstaklinga annars vegar og samkeppnislegri ágengni hins vegar. Rannsóknir hafa sýnt, ýmist bein eða óbein, tengsl frumkvöðlahneigðar og árangurs fyrirtækja. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl frumkvöðlahneigðar og einstaka víddar hennar við ýmsa árangursmælikvarða. Spurningalisti, sem mæla átti bæði frumkvöðlahneigð og árangur, var sendur á ráðandi aðila innan íslenskra fyrirtækja og bárust svör frá 167 fyrirtækjum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tengsl séu á milli frumkvöðlahneigðar og árangurs. Sér í lagi benda niðurstöðurnar til tengsla á milli sjálfstæði einstaklinga og vaxtar annars vegar og nýsköpunar og vaxtar hins vegar. Niðurstöðurnar eru gagnlegar stjórnendum í fyrirtækum af öllum stærðargráðum, enda er frumkvöðlahneigð ekki bundin við fyrirtæki af ákveðinni stærð, þó umfjöllun og rannsóknir á viðfangsefninu hafi óneytanlega beinst meira að minni fyrirtækjum. Miðað við niðurstöður rannsóknarinnar leggja árangursrík fyrirtæki áherslu á sjálfstæði starfsmanna við að hrinda hug- myndum í framkvæmd ásamt því að ýta undir sköpunargáfu, þróun og nýjungar
    corecore