12 research outputs found
Drugs, Icelandic society and new policy measures
FræðigreinFíkniefnavandinn er af mörgum álitinn einn helsti vandi sem vestræn ríki glíma við í dag. Viðhorfsmælingar á Íslandi sýna að flestir telja neyslu fíkniefna alvarlegasta vandamál afbrota en samneyslu áfengis og fíkniefna mikilvægustu ástæðu þess að sumir leiðast út í afbrot. Neysla algengasta fíkniefnisins, kannabis, hefur reglulega verið mæld meðal grunnskólabarna hér á landi en neysla fullorðinna hefur minna verið könnuð. Lítið er því vitað um hvernig neysla sem hefst í grunnskóla þróast þegar kemur fram á fullorðinsár, hvort hún aukist, standi í stað eða minnki. Ekki er heldur mikið vitað um félagsleg einkenni þeirra sem misnota hörð fíkniefni á Íslandi. Í greininni er útbreiðsla kannabis skoðuð eins og hún er meðal fullorðinna á Íslandi. Hversu margir hafa prófað efnið á lífsleiðinni, hversu margir hafa neytt þess oftar en tíu sinnum og hversu margir á síðustu sex mánuðum fyrir mælinguna? Staða sprautufíkla er sérstaklega greind og hvaða félagslegu áhættuþættir koma þar við sögu. Mat almennings á alvarleika brota er kannað og ástæður þess að fólk leiðist út í afbrot eru einnig kannaðar. Helstu niðurstöður eru þær að heildarfjöldi þeirra sem einhvern tíma hefur prófað kannabis hefur aukist á síðustu árum en fjöldi þeirra sem nota efnið reglulega er óverulegur. Sprautufíklar standa margir hverjir höllum fæti í samfélaginu og eiga við margvíslegan vanda að stríða. Brýnt er að stefnumótun í fíkniefnamálum taki mið af ólíkum hliðum neyslunnar í samfélaginu um leið og úrræði fyrir langt leidda fíkla verði efld í félags- og heilbrigðiskerfinu.The drug problem is believed by many to be one of the most serious social problems in western societies. Public attitude surveys show that most believe drug use to be the most serious crime problem in Iceland and alcohol and drug use the most important cause why some people end up in crime. Cannabis use, the most frequent drug, has regularly been measured among students but studies among adults have been examined to a lesser extent. As a result, not much is known about how consumption starting among youth develops into adulthood, if it increases, stays the same or decreases. Furthermore, not much is known about social characteristics of those who abuse hard drugs in Icelandic society. In this article, cannabis use among adults in Iceland is examined. How many have ever tried cannabis during their lifetime, how many have used it more than ten times, and how many during the last six months before the survey took place? The position of injecting drug users is examined and what risk factors are associated with this use. Public perceptions of which crime type is most serious in society and why some people commit crimes is explored. The main findings show that the number of those who have ever used cannabis in Iceland has increased in the past few years but regular use of cannabis among adults is insignificant. Those who use hard drugs are in a weak social position and face various problems. A social policy sensitive to different levels of drug use in society is urgent in addition to strengthening social and health care measures to tackle the problem of hard drug users in society
Fíkniefnavandinn á Íslandi. Þróun neyslu, neyslumynstur og kostir í stefnumótun
Fíkniefnavandinn er af mörgum álitinn einn helsti vandi sem vestræn ríki glíma
við í dag. Viðhorfsmælingar á Íslandi sýna að flestir telja neyslu fíkniefna
alvarlegasta vandamál afbrota hér á landi og að mikilvægasta ástæða þess að
sumir leiðist út í afbrot sé neysla áfengis- og fíkniefna. Neysla algengasta fíkni-
efnisins, kannabis, hefur reglulega verið mæld meðal grunnskólabarna hér á landi
en neysla fullorðinna hefur minna verið könnuð. Lítið er því vitað hvernig
neysla sem hefst í grunnskóla þróast þegar fram kemur á fullorðinsár, hvort hún
aukist, standi í stað eða minnki. Í erindinu verður farið í útbreiðslu kannabis
meðal fullorðinna á Íslandi út frá þremur mælingum í samvinnu við
Félagsvísindastofnun HÍ sem taka til áranna 1997, 2002 og 2013. Þróunin
verður metin, einkenni neyslunnar greind í ljósi félagslegra áhættuþátta og sér-
staklega hugað að stöðu sprautufíkla. Viðbrögð samfélagsins og ýmis úrræði til
að takast á við vandann verða einnig rædd og í lokin ályktað um líklega
stefnumótun í málaflokknum til framtíðar bæði hér og erlendis
Hverjir óttast mest afbrot á Íslandi?
Rannsóknir hafa sýnt að mun fleiri óttast afbrot en þeir sem brotið er á eða eiga eftir að verða fyrir brotum síðar á lífsleiðinni. Fleiri þættir en reynsla af afbrotum virðast því hafa áhrif á mat einstaklinga á eigin öryggi. Sökum þessa er ekki alltaf nóg að draga úr afbrotum til að minnka ótta við afbrot heldur verður að taka tillit til fleiri þátta. Þeir sem búa í þéttbýli virðast í þessu samhengi óttast afbrot meira en aðrir og sömuleiðis virðast konur og eldri borgarar óttast afbrot meira en karlar og yngri borgarar. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt að betri fjárhagsstaða og lengri skólaganga hafa tilhneigingu til að draga úr ótta borgaranna við afbrot. Í erindinu verður sjónum einkum beint að Íslandi og þeirri spurningu varpað fram hvort þessar almennu niðurstöður eigi einnig við hér á landi.Niðurstöðurnar byggjast á netmælingu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi í desember 2011 og janúar 2012. Þátttakendur voru á aldrinum 18-74 ára og komu frá öllu landinu. Fjöldi svara var um 1200 og svarhlutfallið um 53 prósent. Hlutfallsleg skipting svara eftir aldri og búsetu var í
samræmi við þýðið og má fastlega búast við að svörin endurspegli það á viðunandi hátt
Hefur kyn eða þjóðerni brotamanns áhrif á afstöðu Íslendinga til refsinga?
Afstaða borgaranna til dómstóla og réttarkerfisins er mikilvæg í lýðræðissamfélagi nútímans enda telja margir að dómar eigi að endurspegla réttartilfinningu borgaranna. Rannsóknir hafa sýnt að meirihluti Íslendinga álítur refsingar of vægar hér á landi og hertar refsingar eru ósjaldan réttlættar með vísun í almenningsálit. Dómar sem ganga í berhögg við siðferðis- og réttlætiskennd borgaranna geta grafið undan trausti á réttarríkinu og því er brýnt að rannsaka málefnið af kostgæfni.
Nýleg rannsókn sem Norræna sakfræðiráðið stóð fyrir sýndi að ekki er sjálfgefið að borgararnir vilji harðari refsingar en dómstólar kveða upp. Þátttakendur voru beðnir um að dæma í sex ólíkum brotamálum út frá atvikslýsingu þar sem fram komu upplýsingar um tildrög brotsins og lýsing á aðilum málsins. Fram kom að borgararnir hafa tilhneigingu til að vanmeta refsiþyngd dómstóla og lögðu til refsingar sem að jafnaði voru vægari en dómararnir höfðu áður ákveðið. Jafnframt kom í ljós að þeir þátttakendur sem vildu óskilorðsbundnar fangelsisrefsingar höfðu tilhneigingu til að leggja til styttri vistunartíma í fangelsi en dómararnir.
Við ákvörðun refsinga taka dómstólar fyrst og fremst mið af alvarleika brotsins og fyrri brotasögu geranda en kyn og þjóðerni eiga ekki að hafa áhrif á dómsniðurstöður. Ólíkum bakgrunnsupplýsingum um brotamanninn var skipulega dreift á svarendur í úrtakinu og var gerandinn ýmist karl eða kona, útlendingur eða Íslendingur. Spurningin sem leitað verður svara við í þessu erindi er hvort að kyn eða þjóðerni hafi haft áhrif á afstöðu þátttakenda til refsinga. Eru borgararnir vægari ef gerandi er kona eða Íslendingur
Réttartilfinning borgaranna: Vilja Íslendingar refsa fyrir vændi og neyslu fíkniefna?
Margir fræðimenn telja mikilvægt að refsilöggjöfin og dómar séu í samræmi við réttartilfinningu borgaranna. Dómar sem gangi í berhögg við siðferðis- og réttlætiskennd borgaranna geti smám saman grafið undan trausti á réttarríkinu. Mælingar á afstöðu borgaranna á afbrotum eru því brýnar til að varpa ljósi á hvernig þeir skynja og upplifa afbrot og vandamálin sem þau skapa. Hér á eftir verður afstaða til örfárra brota könnuð. Byggt er á netmælingu sem Félagsvísindastofnun framkvæmdi í apríl 2015. Tekið var 1176 manna lagskipt tilviljunarúrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Úrtakið var lagskipt eftir kyni, aldri og búsetu til þess að það endurspeglaði sem best samsetningu landsmanna. Alls svöruðu 711 könnuninni og svarhlutfallið því um 60 prósent. Eftirfarandi spurningum verður meðal annars svarað í erindinu? Á varsla og neysla fíkniefna eða sala og kaup á kynlífstengdri þjónustu eins og vændi að vera refsiverð? Er neysla kannabisefna að aukast í samfélaginu? Hvaða brot telja Íslendingar mesta vanda afbrota á Íslandi
Gengur afstaða Íslendinga í berhögg við ríkjandi refsipólitík?
Áhyggjur af afbrotum og hvernig bregðast skal við vandanum eru áberandi í samfélaginu. Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að víðtæk sátt ríki um réttarkerfið og löggjöfina. Mælingar á viðhorfum borgaranna eru því áhugaverðar fyrir margra hluta sakir. Mælingar á afstöðu Íslendinga til ýmissa álitaefna er tengjast afbrotum hafa reglulega verið framkvæmdar í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands á síðustu árum. Í erindinu verður greint frá niðurstöðum nýjustu mælingarinnar sem framkvæmd var á vordögum 2014.
Einkum verður lögð áhersla á að skoða afstöðu Íslendinga til nokkurra hitamála í íslensku samfélagi á síðustu misserum. Á að heimila lögreglu að bera skotvopn við skyldustörf sín? Á að rýmka heimildir lögreglu til að rannsaka alvarleg sakamál og er notkun tálbeita réttlætanleg? Eiga vændiskaup að vera refsiverð? Vilja Íslendingar lögleiða kannabis eða er stuðningur við að varsla á fíkniefnum til einkanota verði gerð refsilaus
Siðfár í íslensku samfélagi? Koma e-töflunnar til Íslands
FræðigreinarNeysla ólöglegra vímuefna hefur sýnt sig að vera einkar vel fallin til að skapa ótta og óöryggi í samfélaginu. Þegar ný efni koma fram á sjónarsviðið eykst oft umfjöllun fjölmiðla um notkun efnisins og þá hættu sem af neyslunni stafar. Skömmu eftir að e-taflan barst til landsins á tíunda áratug síðustu aldar fór neyslan að valda miklum usla og öryggisleysi hér á landi. Hér verður kenningunni um siðfár beitt til að kanna hvort koma e-töflunnar til landsins beri merki siðfárs. Greint verður frá umfjöllun fjölmiðla, viðbrögðum almennings, fagstétta og stjórnvalda við komu efnisins hingað til lands. Stuðst er við orðræðugreiningu á öllum fréttum um e-töfluna, sem birtust á tímabilinu 1985- 1997, til að meta hvort siðfár hafi skapast í íslensku samfélagi. Niðurstöðurnar benda til að viðbrögð hér á landi hafi sýnt ýmis merki siðfárs eins og lýst er í þekktum kenningum um fyrirbærið.The use of illegal drugs has often been shown to ignite fear and insecurity in society. When a new drug appears the media typically reports on this drug and the risk it poses. Soon after ecstasy appeared in Iceland in the 1990s its use created a major public uproar and insecurity in Icelandic society. In the article the theory of moral panic will be used to examine if the arrival of ecstasy to Iceland ignited a moral panic. Media reports on ecstasy, public reactions, interest groups and government institutions will be analysed. Discourse analysis is employed on newspaper reporting on ecstasy between 1985 and 1997 to detect signs of moral panic. The main conclusion is that evidence suggests that a moral panic existed in Iceland as described in well-known theories on the subject
Tíðni og tegundir netbrota á Íslandi
Undanfarin ár hafa brotamenn í ríkari mæli fært sig á netið í leit að hentugum fórnarlömbum. Framfarir í tækni hafa gert það auðveldara að nálgast fjölda einstaklinga á skömmum tíma með lítilli fyrirhöfn sem opnar nýjar leiðir til brota. Í rannsókninni er sjónum einkum beint að þolendum netbrota á Íslandi. Hvaða tegundir brota eru algengastar, og hvaða þættir geta einna helst ýtt undir hættu á brotum af þessu tagi? Þetta er í fyrsta skipti sem netbrot eru rannsökuð með þessum hætti hérlendis. Niðurstöðurnar byggja á gögnum úr spurningalistakönnun sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í mars á þessu ári. Úrtakið var 2000 einstaklingar skráðir í netpanel Félagsvísindastofnunar á aldrinum 18 – 71 árs. Svarhlutfallið var 61%. Niðurstöðurnar sýna að um 13 prósent Íslendinga greindu frá því að hafa orðið þolendur netbrota á síðastliðnum þremur árum. Svarendur á aldrinum 30 – 44 ára voru líklegastir til þess að hafa orðið fyrir broti á netinu. Algengast var að svarendur hefðu orðið fyrir meiðyrðum eða rógburði á netinu og svikum í viðskiptum