3 research outputs found

    Sleep disturbances among women in a Subarctic region: a nationwide study

    Get PDF
    Funding Information: Approval for the study was granted by the Icelandic Bioethics Committee (nr. VSNb2017110046/03.01) Publisher Copyright: © 2022 Sleep Research Society. Published by Oxford University Press on behalf of the Sleep Research Society.STUDY OBJECTIVES: To date, few studies have assessed sleep problems among women residing in Subarctic regions. Therefore, the aim of this large-scale population-based study was to assess the prevalence of severe sleep problems and associated factors among Icelandic women, living at 63-66°N. METHODS: Participants were 29 681 women (18-69 years old) who took part in the Icelandic Stress-And-Gene-Analysis study in 2018-2019. Background information, health-related behavior, and mental health symptoms were assessed with an online questionnaire. The Pittsburgh Sleep Quality Index (PSQI) was used to assess severe sleep problems during the past month. Adjusting for age, marital status, number of children, education, personal income, work schedule, region, and response period, we used modified Poisson log-linear models to obtain prevalence ratios (PRs) with 95% confidence intervals (CIs). RESULTS: Overall, 24.2% of women reported severe sleep problems (PSQI >10). Women responding in the winter presented with an overall higher prevalence of severe sleep problems, compared to those responding in the summer (PR 1.21; 95% CI, 1.15 to 1.28). Severe sleep problems were more prevalent among young and late-midlife women, those who were single, had children, socio-economic challenges, worked shifts, and flexible hours. Furthermore, obesity, suboptimal health behaviors, excessive screen time, and mental health problems were associated with severe sleep problems. CONCLUSION: Severe sleep problems are more common among women in Subarctic regions than elsewhere, particularly during winter. These findings motivate the development of preventive strategies and interventions for women in the Subarctic who suffer from sleep problems.Peer reviewe

    Kynferðisbrot gegn fötluðum og afleiðingar þeirra : rannsókn á íslenskum dómum

    No full text
    Markmið þessarar ritgerðar er að kanna umfang kynferðisbrota gegn fötluðum. Gerð var dómarannsókn þar sem þolendur voru fatlaðir. Skoðaðir voru dómar Hæstaréttar frá stofnun réttarins árið 1920 til ársloka 2012 þar sem ákært var fyrir brot gegn þágildandi 196. gr. auk gildandi 2. mgr. 194. gr. og 197. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Einnig var leitað dóma þar sem fram kom í dómsorði að þolandi ætti við fötlun að stríða og ákært var fyrir brot gegn öðrum ákvæðum XXII. kafla hegningarlaganna. Í ljósi þess hve fáir dómar fundust var ákveðið að skoða alla héraðsdóma á tímabilinu 1. janúar 1992 til ársloka 2012, sem ekki hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og vörðuðu sömu leitarskilyrði. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að í nærri 71% málanna var greint frá mjög alvarlegum kynferðisbrotum. Einnig kemur fram að fatlaðir drengir eru í meiri hættu á að verða fyrir kynferðisbroti en karlmenn almennt. Í ljós kom ákveðinn aldurshópur gerenda sem brjóta gegn andlega fötluðum stúlkum en karlmenn sextugir og eldri voru alls tæplega 20% af heildarfjölda gerenda í rannsókninni. Skoðaðar voru sambærilegar erlendar rannsóknir og leiddu þær í ljós svipaðar niðurstöður og dómarannsóknin bar með sér en þó ekki alltaf. Í erlendum rannsóknum kom fram mun hærra hlutfall þess að brotaþoli og gerandi þekktust en í dómarannsókninni. Hvað varðar tíðni brota kom í ljós að brotin eru mun oftar margendurtekin en kemur fram í niðurstöðum dómarannsóknar. Afleiðingar brotanna á þolendur voru skoðaðar út frá upplýsingum úr dómum og bornar saman við hliðstæðar erlendar rannsóknir. Niðustöður voru svipaðar. Niðurstöður rannsóknarinnar í heild sýna að kynferðisbrot gegn fötluðum eru mjög viðamikil og algeng. Svipta þarf hulunni af þessum brotum og taka til gagngerrar umræðu í samfélaginu

    Áhrif innkomu Costco á fyrirtæki sem starfa á heildsölu-, eldsneytis- og dagvörumarkaði á Íslandi

    No full text
    Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort íslensk fyrirtæki sem starfa á heildsölu-, eldsneytis- og dagvörumarkaði á Íslandi urðu fyrir rekstrar- og samkeppnislegum áhrifum með innkomu Costco til landsins. Við komu Costco var mikil umræða um bensínverð þar sem lítil samkeppni var milli olíufélaganna á Íslandi en flestar bensínstöðvarnar voru með svipað verðlag. Ljóst var að Costco hafði mögulega áhrif á fleiri geira en bara matvörugeirann þar sem fyrirtækið er einnig með apótek, hjólbarðaþjónustu og bensínstöð. Í þessari rannsókn voru valin nokkur fyrirtæki sem starfa á heildsölu-, eldsneytis- og dagvörumarkaði. Notast var við eigindlega aðferðafræði en rannsóknin byggist fyrst og fremst á viðtölum við fjóra stjórnendur sem starfa í þessum geirum. Til þess að greina viðtölin var greiningaraðferð fyrirbærafræðinnar notuð með það að markmiði að finna þema sem endurspeglar sameiginlega upplifun viðmælenda. Einnig var stuðst við blaðagreinar og skýrslur sem varpa ljósi á hver áhrifin voru á fyrirtækin. Reynt er að meta hvort fyrirtækin höfðu vanmetið eða ofmetið þau áhrif sem þau urðu fyrir með komu Costco til landsins og hvort áhrifin hafi verið tímabundin eða langvarandi. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós kjarnann: Áhrif Costco voru almennt tímabundin og nýju jafnvægi hefur verið náð. Niðurstöður gefa til kynna að bæði heildsölu- og dagvörumarkaðurinn hafi upplifað tímabundin áhrif á meðan eldsneytismarkaðurinn virðist upplifa langvarandi áhrif á þeim bensínstöðvum sem eru staðsettar næst Costco í Garðabæ. Nýja jafnvægið einkennist af auknu þjónustustigi og umhverfisvakningu. Flestir viðmælendur voru sammála um að góð þjónusta sé lykillinn að samkeppnisforskoti. Tveir viðmælendur nefndu að umhverfisvakning neytenda spili stóran þátt í hvernig íslenskum fyrirtækjum vegnar. Mikil samþjöppun fyrirtækja hefur átt sér stað og telja viðmælendur að það muni halda áfram næstu ár. Færri minni samkeppnisaðilar eru á heildsölumarkaðnum sem bendir til þess að erfitt sé að koma inn á markað vegna aukinnar samkeppni og verðsamkeppni. Mikil aukning í verðvitund neytenda hefur aukið verðsamkeppni og með tilkomu netverslana geta neytendur gert verðsamanburð með einföldum hætti og ýtt undir að fyrirtæki bjóði samkeppnishæft verð
    corecore