3 research outputs found

    Repeated non-epileptic seizures in a previously healthy young woman – a case report

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn18 ára hraust stúlka kom endurtekið á slysadeild á 6 vikna tímabili vegna krampakasta. Engin fyrri saga var um flogaveiki og hún tók engin lyf. Myndrannsóknir og heilalínurit bentu ekki til flogaveiki. Hún mældist með lækkaðan blóðsykur í tvígang á slysadeild, 1,3 mmól/L og 1,7 mmól/L (4,0-6,0 mmól/L). Vaknaði þá grunur um insúlínmyndandi æxli. Gerð var víðtæk leit að æxlisvexti sem bar engan árangur. Var hún því send erlendis í frekari uppvinnslu, meðal annars í jáeindaskanna og sérhæfða æðamyndatöku. Hún var að lokum greind með nesidioblastosis. Hér verður fjallað um sjúkratilfellið auk yfirferðar um þennan sjaldgæfa sjúkdóm og uppvinnslu á honum.A previously healthy 18 year old female has repeated admissions over a six week period to the emergency department because of seizures. She has no previous history of epilepsy and denies any drug use. Imaging and electroencephalogram do not indicate epilepsy. Blood sugar levels are low on two occasions, 1.3 mmol / L and 1.7mmól / L (4.0 - 6.0 mmol / L). After further investigations the suspicion of an insulin-producing tumor arises. Extensive research and imaging is conducted to look for tumor growth without any findings. Subsequently she was sent abroad for further evaluation with a 11C-5HTP-PET scan, selective angiography with celiacography and an intra-arterial calcium stimulation test. She was diagnosed with nesidioblastosis. Here we will discuss the presentation and work-up of the medical case and review this rare causative diseas

    Þættir sem hafa áhrif á meðferðarheldni hjá sjúklingum með átröskun

    No full text
    Tilgangur: Lítið er vitað um meðferðarheldni sjúklinga með átröskun á Íslandi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis þar sem brottfall úr átröskunarmeðferð er skoðað. Markmið rannsóknarinnar var að finna forspárgildi fyrir meðferðarheldni sjúklinga sem var vísað í meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans (LSH) á tímabilinu 1.9.2008 - 31.12.2011. Ályktanir: Brottfall úr meðferð hjá átröskunarteymi LSH er algengt og virðist helst tengjast virkum fíknisjúkdómi. Þrátt fyrir mikið brottfall þá er hún sambærileg hérlendis og í vestrænum löndum. Á óvart kom hve margir sjúklingar greindust með samhliða geðröskun og er þetta merki um að þessi hópur sjúklinga glími við margháttaðan heilsuvanda. Einnig var athyglisvert að spurningalistar sýndu engan marktækan mun í sambandi við brottfall og mætti íhuga að bæta við faglegu mati meðferðaraðila um stig veikinda. Mat sjúklinga á meðferðinni og sértækur stuðningur fyrir áhættuhóp er þörf viðbót til að vinna bug á hárri tíðni brottfalls

    Eating Disorder Treatment in Iceland – Treatment adherence, psychiatric co-morbidities and factors influencing drop-out

    No full text
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Meðferðarheldni sjúklinga í átröskunarmeðferð hér á landi er óþekkt. Markmið rannsóknar var að kanna brottfallstíðni og finna forspárþætti fyrir meðferðarheldni hjá sjúklingum í átröskunarmeðferð á Landspítala tímabilið 1.9.2008-1.5.2012. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn raunlýsing. Skoð- aðar voru sjúkraskrár sjúklinga sem höfðu fengið tilvísun í meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans og fengið ICD-10 greiningu: lystarstol (F50.0, F50.1), lotugræðgi (F50.2, F50.3) og átröskun ekki nánar skilgreind (ÁENS) (F50.9). Tilvísanir voru 260, 7% mættu ekki í greiningarviðtal og endanlegt úrtak var 182. Brottfall úr meðferð var skilgreint sem ótímabær stöðvun meðferðar án formlegrar útskriftar meðferðaraðila sem mat bata og átröskunarhegðun. Niðurstöður: Úrtakið skiptist í 176 konur og 6 karla, meðalaldur 26,3 ár. Lotugræðgi greindist hjá 52,7% sjúklinga, ÁENS hjá 36,8% og lystarstol hjá 10,4%. Aðra samhliða geðröskun höfðu 74,7% sjúklinga. Kvíða- eða þunglyndisröskun greindist hjá 72,5%, athyglisbrestur og/eða ofvirkni hjá 15,4% og persónuleikaröskun hjá 8,2%. Lífsalgengi fíkniraskana var 30,8%. Brottfall úr meðferð var 54,4% (um 1/3 kom aftur í meðferð á rannsóknartímabilinu), 27,5% sjúklinga luku meðferð og 18,1% sjúklinga voru enn í meðferð þegar eftirfylgnitíma lauk. Meðferðarheldni mældist marktækt betri hjá þeim sjúklingum sem höfðu lokið háskólagráðu, höfðu sjálfir frumkvæði að komu og höfðu meiri kvíða eða þráhyggjueinkenni í greiningarviðtali. Sjúklingar með lystarstol héldust best í meðferð en sjúklingar með fíknigreiningu sýndu meiri tilhneigingu til brottfalls (p=0,079). Ályktun: Heildarbrottfall úr meðferð var svipað og í öðrum rannsóknum en eftirfylgdartími var lengri og sjúklingar með lystarstol héldust betur í meðferð en aðrir sjúklingar með átröskun, öfugt við það sem hefur sést í öðrum vestrænum löndum. Hærra menntunarstig, eigið frumkvæði að meðferð og hærra kvíðaskor á spurningalistum voru verndandi þættir.Objective: Treatment adherence in patients with eating disorders (ED) in Iceland is unknown. The aim of the study was to investigate treatment drop-out and explore factors that influence premature termination of treatment in a specialized ED treatment unit, at the University Hospital of Iceland, during the period of September 1, 2008 - May 1, 2012. Material and Methods: The study is retrospective and naturalistic. Hospital records of referred patients were examined. Those meeting the ICD 10 criteria of anorexia nervosa (AN) (F50.0, F50.1), bulimia nervosa (BN) (F50.2, F50.3) and eating disorder not otherwise specified (EDNOS) (F50.9) were included. The total sample was 260 and 182 patients met inclusion criteria. No-shows were 7%. Drop-out was defined as premature termination of treatment without formal discharge. Results: The sample consisted of 176 women and 6 men, mean age 26.3 years. BN was diagnosed in 52.7% of patients, EDNOS in 36.8% AN in 10.4%. 74.7% had one or more co-morbid psychiatric diagnosis. Anxiety- and/or depression were diagnosed in 72.5%, Attention hyperactivity deficiency disorder in 15.4% and personality disorders in 8.2%. Lifetime prevalence of substance use disorders (SUDs) was 30.8%. Drop-out from treatment occurred in 54.4% of cases (with approximately 1/3 returning to treatment), 27.5% finished treatment and 18.1% were still in treatment at the end of the follow up period. Treatment adherence was significantly higher in patients who had a university degree, in those who had themselves taken the initiative to seek ED treatment and in those with higher anxiety scores at assessment. AN patients did better than other ED patients while patients with SUDs showed a tendency for higher drop-out (p=0.079). Conclusion: The drop-out rates were similar to what has been reported from other western countries. Follow-up time was longer and AN patient did better than expected. Higher education, initiative in seeking treatment and higher anxiety scores on questionnaires were protective
    corecore