21 research outputs found

    Mesenchymal stem cells. A review

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe bone marrow contains various types of stem cells. Among them are hematopoietic stem cells, which are the precursors of all blood cells, and mesenchymal stem cells. Mesenchymal stem cells have recently received a lot of attention in biological research because of their capability to self renewal, to expand and transdifferentiate into many different cell types; bone cells, adipocytes, chondrocytes, tendocytes, neural cells and stromal cells of the bone marrow. Mesenchymal stem cells can be cultured in vitro although their differentiation potential is not yet fully understood. Several experiments have been conducted in animal models where mesenchymal stem cells have been transplanted in order to enhance hematopoiesis or to facilitate the repair of mesenchymal tissue. Similar experiments are being conducted in humans. Mesenchymal stem cells are believed to be able to enhance hematopoietic stem cells transplantation by rebuilding the bone marrow microenvironment which is damaged after radiation- and/or chemotherapy. Mesenchymal stem cells are promising as vehicles for gene transfer and therapy. It may prove possible to tranduce them with a gene coding for a defective protein i.e. collagen I in osteogenesis imperfecta. The cells could then be expanded ex vivo and transplanted to the patients where they home to the bone marrow, differentiate and produce the intact protein. Future medicine will probably involve mesenchymal stem cells in various treatment settings.Í beinmergnum er að finna ýmsar gerðir stofnfrumna. Meðal þeirra eru blóðmyndandi stofnfrumur (hematopoietic stem cells) og bandvefsstofnfrumur (mesenchymal stem cells). Rannsóknir á líffræði bandvefsstofnfrumna benda til að þær hafi hæfileika til að endurnýja sjálfar sig, fjölga sér og sérhæfast í margar mismunandi frumugerðir: beinfrumur, fitufrumur, brjóskfrumur, frumur sina, taugafrumur og stoðfrumur beinmergs (stromal cells). Mögulegt er að rækta þessar frumur in vitro þó ekki sé til fullnustu þekkt hvernig sérhæfing þeirra á sér stað. Í fjölmörgum dýratilraunum hafa bandvefsstofnfrumur verið græddar í dýrin með það fyrir augum að laga mismunandi tegundir bandvefs og/eða ýta undir blóðmyndun. Tilraunir í mönnum hafa verið gerðar í svipuðum tilgangi. Bandvefsstofnfrumur eru taldar geta eflt ígræðslur með blóðmyndandi stofnfrumum með því að byggja upp beinmergsumhverfið sem verður fyrir skemmdum við geisla- og/eða lyfjameðferð. Bandvefsstofnfrumur eru ákjósanlegar sem markfrumur í genameðferð. Hægt er að setja inn í þær gen sem skráir fyrir ákveðnu prótíni sem skortur er á, til dæmis kollageni I í beinbrotasýki (osteogenesis imperfecta). Síðan eru frumurnar látnar fjölga sér ex vivo og græddar í sjúkling þar sem þær rata sjálfkrafa í beinmerginn, sérhæfast og mynda það prótín sem vantar. Bandvefsstofnfrumur munu væntanlega nýtast við meðhöndlun ýmissa sjúkdóma í framtíðinni

    Hyponatremia in very low birth weight infants

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAIM: Hyponatremia can potentially have serious effects in the premature infant, Therefore, it is important to recognize its causes and prevent it if possible. The aim of this study was to evaluate the causes of hyponatremia in very low birth weight (VLBW) infants cared for at the Neonatal Intensive Care Unit (NICU) of Children's Hospital Iceland. SUBJECTS AND METHODS: Retrospective descriptive study of 20 VLBW infants at the NICU of Children's Hospital Iceland, born after <30 weeks gestation with birth weight of < or =1250 g. Information was obtained on fluid administration, weight loss, sodium administration and serum sodium concentrations during their first ten days of life. RESULTS: The median gestational age was 27 weeks (24-29 weeks) and the median birth weight was 905 g (620-1250 g). A negative correlation was found between birth weight and the amount of fluids given (R2=-0.42; p=0.002). The median weight loss was 10.6% (3.1-29.5%). A positive correlation was found between weight loss and the amount of fluids the infants received (R2=0.76; p<0.001). The amount of sodium given was on the average 5.7+3.1 mmól/kg/24 hours. The median serum sodium concentration was 137 mmól/L (127-150 mmól/L). A negative correlation was found between the amount of sodium given and serum sodium concentrations (R2=-0.42; p<0.001). There was no correlation between the amount of fluids given and serum sodium concentrations (R2=0.006; p=0.7). A negative correlation was found between birth weight and serum sodium concentrations (R2=-0.24; p=0.027). CONCLUSION: High sodium requirements in VLBW infants at our hospital suggests that their hyponatremia is mainly due to the immaturity of their kidneys, which is known to result in excessive loss of sodium in the urine.Markmið: Lág þéttni natríums í sermi fyrirbura getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Því er mikilvægt að þekkja orsakir þessa vandamáls og fyrirbyggja það ef unnt er. Markmið rannsóknarinnar var að kanna orsakir lágrar þéttni natríums í sermi minnstu fyrirburanna á vökudeild Barnaspítala Hringsins. Tilfelli og aðferðir: Afturskyggn lýsandi rannsókn á 20 fyrirburum á vökudeild Barnaspítala Hringsins sem fæddust eftir <30 vikna meðgöngu og með fæðingarþyngd <1250g. Upplýsingum var safnað um vökvagjöf, þyngd, natríumgjöf og þéttni natríums í blóði þeirra fyrstu 10 dagana eftir fæðingu. Niðurstöður: Miðgildi meðgöngulengdar barnanna var 27 vikur (24-29 vikur) og miðgildi fæðingarþyngdar þeirra var 905g (620-1250g). Neikvæð fylgni var milli fæðingarþyngdar og vökvamagns sem gefið var (R2=-0,42; p=0,002). Miðgildi þyngdartaps var 10,6% (3,1-29,5%). Jákvæð fylgni var milli þyngdartaps og vökvagjafar barnanna (R2=0,76; p<0,001). Natríumgjöf var að meðaltali 5,7+3,1 mmól/kg/sólarhring. Miðgildi þéttni natríums í sermi allra barnanna var 137 mmól/L (127-150 mmól/L). Neikvæð fylgni var milli natríumgjafar og þéttni natríums í sermi (R2=-0,42; p<0,001). Ekki var marktæk fylgni milli vökvagjafar og þéttni natríums í sermi (R2=0,006; p=0,7). Neikvæð fylgni var milli fæðingarþyngdar og natríumgjafar (R2=-0,24; p=0,027). Ályktun: Mikil natríumþörf minnstu fyrirburanna bendir til þess að lág þéttni natríums í sermi þeirra sé einkum vegna vanþroska nýrna þeirra, sem þekkt er að valda auknu tapi á natríum með þvagi

    Science and spirituality. A crossing point in holistic health

    No full text
    Enginn útdráttu

    The School of Life: Alternative Practitioners View on Health, the Human Being and the Development of the Soul

    No full text
    Ákveðin vakning hefur komið fram víðs vegar á vesturlöndum á síðustu árum og er heildræn hugmyndafræði óviðurkenndra heilsumeðferða (óhefðbundinna lækninga) miðpunktur hennar. Vakningin á rætur í nýaldarhreyfingunni og tengir hún saman ýmsar trúarhugmyndir og vísindakenningar og blandar þeim í póstmóderníska sýn á heiminn þar sem heildrænt samband anda og efnis er meginþemað. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hugmyndafræði óviðurkenndra heilsumeðferða eða „óhefðbundinna lækninga“ en fyrirbærið hefur fengið misjafnar undirtektir. Í ritgerðinni er skoðuð sýn hóps óviðurkenndra heilsumeðferðaraðila á Íslandi á heilsu, mannveruna og þroska sálarinnar. Þessi hópur lítur á mannveruna í heildrænu samhengi og tekur ýmsa andlega þætti inn í hugmyndafræði sína. Rannsóknin sem var gerð byggir á eigindlegri aðferðafræði (e. qualitative research) en slíkar rannsóknir skoða samfélagsþættina í samhengi og reyna að skýra merkingu (félagslegra) atburða og skilja sjónarhorn þeirra sem upplifa þá. Tekin voru viðtöl og þátttökuathuganir framkvæmdar samkvæmt þessari aðferðafræði. Það er álit höfundar að umræðan um óviðurkenndar heilsumeðferðir hafi gjarnan verið byggð á lítilli vitneskju um hvað fari raunverulega fram í meðferðunum og athyglinni hafi aðallega verið beint að „órökrænum“ þætti þeirra. Til að skilja meðferðirnar og hugmyndfræðina sem að baki liggur þarf að skoða grunnhugmyndirnar sem byggja á öðrum forsendum en viðurkenndum læknavísindum og vinna út frá þeim. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að hugmyndafræði óviðurkenndra heilsumeðferðaraðila er heilbrigð gagnrýni á ríkjandi hugmyndir okkar um heilsu, mannveruna, tilveruna og heiminn. Það er nauðsynlegt að hrista upp í rótgrónum stofnunum með einkaleyfi á skilgreiningum á svo veigamiklum þáttum tilverunnar eins og heilsu mannverunnar. Lykilorð: Heilsa, trú, vísindi, andleg ástundun, hugmyndafræði, óviðurkenndar heilsumeðferðir, óhefðbundnar lækningar, nýaldarhreyfingin, heilsumannfræði, mannfræði trúarbragða, mannfræði meðvitundar.A certain awakening has appeared in the west in the last few years with the holistic ideology of alternative and complimentary medicine as its centerpoint. This awakening with its roots in the new age movement connects various religious or spiritual ideas and scientific theories and mixes them into a postmodern view of the world where the holistic connection of spirit and matter is the main thing. The goal of the thesis is to shed light on the ideology of alternative and complimentary medicine but the phenomena has received various critiscism. In the thesis we look at a group of people who work with alternative and complimentary medicine in Iceland and their views on health, the human being and the development of the soul. This group looks at the human being in a holistic and spiritual perspective in its ideology. The research is based on a qualitative research but such methods are used to look at parts of society in a larger context with the attempt of explaining the meaning of social events and understanding the point of view of the people who experience them. Interviews and participant observations were done according to this methodology. According to the researcher the discussion about alternative and complimentary medicine is usually based on little knowledge about what really goes on in the therapies and that the attention has mainly been on what is considered their „illogical“ aspects. To understand the therapies and the ideology behind them it is necessary to look into their basic ideas that are built on different grounds than the official health system and start from there. The conclusions of the thesis show that alternative and complimentary medicines ideology is a healthy criticism on dominant ideas about health, the human being, the world and existence. It is necessary to shake up the ingrained institutions of society that have a monopoly on defining crucial parts of our lifes as the health of the human being. Keywords: Health, religion, science, spirituality, ideology, alternative and complementary medicine, the new age movement, medical anthropology, anthropology of religion, anthropology of conciousness

    Margur er máttur miðilsins : tækninotkun í tungumálakennslu

    No full text
    Með þessu riti er skoðað hvernig tæknin er nýtt innan veggja skólans og þá sér í lagi í tungumálakennslu. Reynt er að svara þeirri spurningu hvernig tæknin er nýtt í tungumálakennslu. Samfélagið hefur tæknivæðst hratt á síðustu áratugum og er því ástæða til að skoða hvort sú þróun hefur náð inn í skólasamfélagið. Farið var yfir rannsóknir sem snúa að tækninotkun í tungumálakennslu og hvernig kennarar í hinum vestræna heimi hafa nýtt sér tæknina í tungumálakennslu. Skoðaðar voru kenningar TTM (e.CALL), verkefni sem DIVIS hópurinn stóð fyrir og hvernig hægt er að nota vefleiðangra og rafræna myndbandsgerð í skólanum. Komist var að þeirri niðurstöðu að tæknin er vissulega notuð í tungumálakennslu og er sífellt verið að leita leiða til þess að nýta tæknina sem best í skólanum

    Stofnfrumur - tækifæri eða tálsýn? [myndefni]

    No full text
    Hægt er að horfa á fyrirlesturinn með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan - ATH, einungis er hægt að horfa á fyrirlesturinn úr tölvum tengdum spítalanetinu.Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans og Dr. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður stofnfrumuvinnslu Blóðbankans og lektor við H.R. fjalla um hvað stofnfrumur eru og hvernig má nota þær, klínískar tilraunir og samstarfsverkefni við Blóðlækningadeild LSH. Sveinn ræðir um hverning þetta málefni horfir við almenningi og hvaða vonir og væntingar gera vart við sig þegar málefni um stofnfrumur ber á góma. Heilbrigðisyfirvöld þurfa framtíðarsýn á þessu sviði. Stofnfrumumeðferð opnar leið fyrir aðra framþróun í framtíðinni. - Lengd: 62 mínútu

    Stofnfrumur - tækifæri eða tálsýn? [myndefni]

    No full text
    Hægt er að horfa á fyrirlesturinn með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan - ATH, einungis er hægt að horfa á fyrirlesturinn úr tölvum tengdum spítalanetinu.Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans og Dr. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður stofnfrumuvinnslu Blóðbankans og lektor við H.R. fjalla um hvað stofnfrumur eru og hvernig má nota þær, klínískar tilraunir og samstarfsverkefni við Blóðlækningadeild LSH. Sveinn ræðir um hverning þetta málefni horfir við almenningi og hvaða vonir og væntingar gera vart við sig þegar málefni um stofnfrumur ber á góma. Heilbrigðisyfirvöld þurfa framtíðarsýn á þessu sviði. Stofnfrumumeðferð opnar leið fyrir aðra framþróun í framtíðinni. - Lengd: 62 mínútu

    Mesenchymal stem cells. A review

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe bone marrow contains various types of stem cells. Among them are hematopoietic stem cells, which are the precursors of all blood cells, and mesenchymal stem cells. Mesenchymal stem cells have recently received a lot of attention in biological research because of their capability to self renewal, to expand and transdifferentiate into many different cell types; bone cells, adipocytes, chondrocytes, tendocytes, neural cells and stromal cells of the bone marrow. Mesenchymal stem cells can be cultured in vitro although their differentiation potential is not yet fully understood. Several experiments have been conducted in animal models where mesenchymal stem cells have been transplanted in order to enhance hematopoiesis or to facilitate the repair of mesenchymal tissue. Similar experiments are being conducted in humans. Mesenchymal stem cells are believed to be able to enhance hematopoietic stem cells transplantation by rebuilding the bone marrow microenvironment which is damaged after radiation- and/or chemotherapy. Mesenchymal stem cells are promising as vehicles for gene transfer and therapy. It may prove possible to tranduce them with a gene coding for a defective protein i.e. collagen I in osteogenesis imperfecta. The cells could then be expanded ex vivo and transplanted to the patients where they home to the bone marrow, differentiate and produce the intact protein. Future medicine will probably involve mesenchymal stem cells in various treatment settings.Í beinmergnum er að finna ýmsar gerðir stofnfrumna. Meðal þeirra eru blóðmyndandi stofnfrumur (hematopoietic stem cells) og bandvefsstofnfrumur (mesenchymal stem cells). Rannsóknir á líffræði bandvefsstofnfrumna benda til að þær hafi hæfileika til að endurnýja sjálfar sig, fjölga sér og sérhæfast í margar mismunandi frumugerðir: beinfrumur, fitufrumur, brjóskfrumur, frumur sina, taugafrumur og stoðfrumur beinmergs (stromal cells). Mögulegt er að rækta þessar frumur in vitro þó ekki sé til fullnustu þekkt hvernig sérhæfing þeirra á sér stað. Í fjölmörgum dýratilraunum hafa bandvefsstofnfrumur verið græddar í dýrin með það fyrir augum að laga mismunandi tegundir bandvefs og/eða ýta undir blóðmyndun. Tilraunir í mönnum hafa verið gerðar í svipuðum tilgangi. Bandvefsstofnfrumur eru taldar geta eflt ígræðslur með blóðmyndandi stofnfrumum með því að byggja upp beinmergsumhverfið sem verður fyrir skemmdum við geisla- og/eða lyfjameðferð. Bandvefsstofnfrumur eru ákjósanlegar sem markfrumur í genameðferð. Hægt er að setja inn í þær gen sem skráir fyrir ákveðnu prótíni sem skortur er á, til dæmis kollageni I í beinbrotasýki (osteogenesis imperfecta). Síðan eru frumurnar látnar fjölga sér ex vivo og græddar í sjúkling þar sem þær rata sjálfkrafa í beinmerginn, sérhæfast og mynda það prótín sem vantar. Bandvefsstofnfrumur munu væntanlega nýtast við meðhöndlun ýmissa sjúkdóma í framtíðinni

    Hematopoietic stem cell grafts

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: The number of stem cell transplantations have greatly increased in the treatment of primary bone marrow disorders and as a rescue therapy following highdose chemoradiofherapy for various malignancies. Hematopoietic stem cells can be mobilized from bone marrow by hematopoietic growth factors enabling their sampling from peripheral blood. Peripheral blood stem cell transplantation is gradually replacing autologous bone marrow transplantation and is increasingly used in allogeneic settings. Transplantation using umbilical cord blood derived stem cells are also well described. Objective: To standardize the in vitro methods necessary for the evaluation of stem cell grafts using umbilical cord blood mononuclear cells. Material and methods: Mononuclear cells (MNC) were isolated from 57 umbilical cord blood samples. The proportion of hematopoietic stem cells (CD34+) was determined by flow cytometry. The number of clonogenic cells (BFU-E, CFU-GM) was determined by culturing MNC in methylcellulose and agar. The number of clonogenic cells was compared before and after freezing in liquid nitrogen. Results: The mean volume of collected cord blood was 43.8 ml and the number of MNC's was 102.7x10" cells of which 0.93% were CD34+. The number of CFU-GM was 23 8/105 MNC and BFU-E 506/105 MNC. After freezing and thawing the MNC, the viability was 94.9% and the number of clonogenic cells was slightly decreased when compared to prefreezing values, the difference being not statistically significant. The purity of CD34+ cells after selection with magnetic beads was over 95%. Conclusion: In vitro methods, neccessary for evaluation of hematopoietic stem cell grafts, have been standardized using umbilical cord blood derived stem cells.Inngangur: Mögulegt er að auka fjölda blóðmyndandi stofnfrumna í blóðrás og einangra þær þaðan. Notkun þeirra í ígræðslum hefur aukist mikið undanfarin ár sem þáttur í meðferð illkynja blóðsjúkdóma og fastra æxla. Ígræðslur stofnfrumna úr blóðrás hafa að mestu leyti komið í stað samgena (autologous) beinmergsígræðslna en eru einnig að ryðja sér til rúms í stað ósamgena (allogeneic) beinmergsígræðslna. Blóðmyndandi stofnfrumur er hægt að einangra úr naflastrengsblóði og nota til ígræðslu. Markmið: Að staðla in vitro aðferðir sem eru nauðsynlegar við ígræðslur blóðmyndandi vefs og nota til þess einkjarna hvítfrumur úr naflastrengsblóði. Efniviður og aðferðir: Einkjarna hvítfrumur (mononuclear cells, MNC) voru einangraðar úr blóði 57 naflastrengja. Hlutfall CD34+ frumna var mælt með frumuflæðisjárgreiningu. Mat á fjölda kólóníumyndandi frumna (CFU-GM, BFU-E) var ákvarðað með ræktun einkjarna hvítfrumna í metýlsellulósa- og agaræti. Kólóníuvöxtur var borinn saman fyrir og eftir frystingu í fljótandi köfnunarefni. Niðurstöður: Meðalrúmmál naflastrengsblóðs sem safnaðist var 43,8 ml. Fjöldi einkjarna hvítfrumna var að meðaltali 102,7xl06. Meðalhlutfall CD34+ frumna var 0,93%. Fjöldi CFU-GM var 238/105 frumur og BFU-E 506/105 frumur. Af einkjarna hvítfrumum lifðu 94,9% af frystingu. Fjöldi frumna sem myndaði kólóníur eftir frystingu og þíðingu var lægri en fyrir frystingu en ekki tölfræðilega marktækt. Hreinleiki CD34+ frumna eftir einangrun með segulkúlum var yfir 95%. Ályktun: In vitro aðferðir sem þurfa að vera tiltækar við ígræðslur stofnfrumugræðlinga hafa verið staðlaðar með notkun stofnfrumna úr naflastrengsblóði

    Greining á samskiptum við notendur - samanburður á tveimur hugbúnaðarhúsum

    No full text
    Við þróun á notendahugbúnaði er að mörgu að hyggja. Hugbúnaðurinn þarf oftast að henta stórum hóp notenda með mismunandi þarfir. Tryggja þarf að forritið sé auðvelt í notkun, en einnig meðal annars að það sé villulaust, öruggt, skalanlegt og hraðvirkt. Við þetta vaknar spurningin um mikilvægi notenda í þessum ferli og hversu mikið þeir taki þátt í hugbúnaðarþróuninni. Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvernig samskiptum við notendur er háttað hjá tveimur íslenskum hugbúnaðarhúsum og hvernig sjónarmið þeirra er nýtt við þróun hugbúnaðar. Framkvæmd: Rannsóknin byggir á viðtölum við 11 starfsmenn tveggja hugbúnaðarfyrirtækja, 6 hjá einu fyrirtækinu og 5 hjá hinu. Í viðtölunum var notast við sama spurningalistann til að gæta samræmis. Viðtölin voru hálf-opin (e. semi-structured) sem veitti sveigjanleika til að aðlaga spurningarnar í samræmi við svör. Gögnin voru greind með þemagreiningu (e. thematic analysis) af báðum rannsakendum í sameiningu til að tryggja sem mest gæði á greiningunni. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að aðkoma notenda að þróunarferlinu er lítil sem engin, ef ekki er verið að breyta eða hanna lausn sérstaklega fyrir stakan viðskiptavin. Viðmælendur voru almennt jákvæðir í garð innkomu notenda í þróunarferilinn og þá sérstaklega í upphafi ferilsins. Viðmælendur telja aðkomu notenda geti leitt til aukinna gæða í hönnunarferli, og að sú aukning vegi vel upp á móti auknu flækjustigi, sem kann að myndast með aðkomu notenda. Vanda þarf vel aðkomu notanda í ferilinn og að réttir notendur séu fengnir í verkið. Viðmælendur telja notendur ekki vera skipta sér að óþarfa hlutum. Engin sérstök skjölun var á samskiptum við notendur og höfðu viðmælendur misjafnar skoðanir á mikilvægi hennar. Viðmælendur voru sammála um að halda ætti samskiptum milli forritara og notenda í lágmarki, en þau samskipti ættu frekar að fara í gegnum þjónusturáðgjafa eða stjórnendur
    corecore