3 research outputs found

    Public beliefs about cause and risk of depression in Iceland: a pilot study

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesAbstract The aim of this pilot study was to explore attitudes of the Icelandic public towards causes and risks of depression. A cross-sectional survey was conducted, employing a questionnaire and a vignette of a person with depression. A convenience sample of 100 people was used with a response rate of 85%. Data was analysed using descriptive statistics and nonparametric tests. Overall, the participants perceived both causes and risks to involve genetics, personality traits and lack of coping strategies. The belief in the importance of social stressors as a cause and risk factor of depression was predominant. Problems from childhood and day to day problems were considered to be the most likely causes of depression, but unemployment, being divorced and belonging to a low socioeconomic group the most likely risk. Factors that generally imply negative attitudes towards a person with depression were also seen as a likely cause. Public beliefs about mental health issues provide important information which can be used to promote mental health and develop services, in order to tackle depression as a public health issue. Keywords: Public beliefs, depression, causes, risks. Útdráttur Geðrænir sjúkdómar, líkt og þunglyndi, eru taldir ein stærsta lýðheilsuáskorun í Evrópu þar sem gera má ráð fyrir að einn af hverjum fjórum finni fyrir einkennum þunglyndis einhvern tíma á ævinni. Algengi örorku vegna geð- eða hegðunarröskunar fer vaxandi á Íslandi og að sama skapi notkun þunglyndislyfja. Rannsóknir á viðhorfum fólks til heilsu og sjúkdóma getur gefið mikilvægar upplýsingar um hvaða skilning almenningur leggur í ýmis heilsutengd málefni. Að sama skapi geta hugmyndir fólks um orsakir geðræns vanda gefið vísbendingar um hvort og þá einnig hvert fólk leitar eftir faglegri aðstoð og hvaða augum það lítur einstaklinga sem greinast með geðsjúkdóm. Í þessari grein er forrannsókn á viðhorfum Íslendinga til orsaka- og áhættuþátta þunglyndis lýst. Gögnum var safnað með spurningalista sem þátttakendur brugðust við eftir að hafa lesið stutta lýsingu á einstaklingi með þunglyndi. Notað var 100 manna hentugleikaúrtak og svarhlutfallið var 85%. Lýsandi tölfræði var beitt við greiningu gagna og óstikuð próf notuð til að bera saman breytur. Almennt töldu þátttakendur orsaka- og áhættuþætti vera margþætta og tengjast erfðum, skorti á bjargráðum og persónueinkennum. Félagslegir streituvaldar voru þó álitnir eiga stærstan þátt í þunglyndi en á ólíkan máta. Þannig voru streituvaldar eins og erfiðleikar í barnæsku og vandi í daglegu lífi, taldir líklegustu orsakaþættirnir, en það að vera atvinnulaus, hafa skilið eða slitið sambúð og tilheyra tekjulægsta samfélagshópnum líklegustu áhættuþættirnir. Atriði sem almennt fela í sér neikvæð viðhorf til þess sem er þunglyndur voru einnig metin sem líkleg orsök. Viðhorf almennings til orsaka- og áhættuþátta þunglyndis gefa mikilvægar vísbendingar sem geta nýst til að efla geðheilbrigði, þróa þjónustu við hæfi bregðast við þunglyndi sem lýðheilsuvanda. Lykilorð: Viðhorf almennings, þunglyndi, orsök, áhætta

    Making Europe health literate : Including older adults in sparsely populated Arctic areas

    Get PDF
    Funding Information: This work was supported by the University of Akureyri, Iceland, under Grant R1803 and R2018, The Icelandic Regional Development Institute, under Grant 102022 and the Icelandic Council on Ageing, under Grant R2019. Publisher Copyright: © 2022, The Author(s).Background Older people have been identified as having lower health literacy (HL) than the general population average. Living in sparsely populated Arctic regions involves unique health challenges that may influence HL. The research aim was to explore the level of HL, its problematic dimensions, and its association with the selection of contextual factors among older adults living in sparsely populated areas in Northern Iceland. Method This was a cross-sectional study based on a stratified random sample from the national register of one urban town and two rural areas. The study included 175 participants (57.9% participation rate) who were community-dwelling (40% rural) and aged 65–92 years (M 74.2 ± SD 6.3), 43% of whom were women. Data were collected in 2017-2018 via face-to-face interviews, which included the standardised European Health Literacy Survey Questionnaire-short version (HLS-EU-Q16) with a score range from 0 to 16 (low-high HL). Results The level of HL ranged from 6–16 (M 13.25, SD ± 2.41) with 65% having sufficient HL (score 13–16), 31.3% problematic HL (score 9–12) and 3.7% inadequate HL (score 0–8). Most problematic dimension of HL was within the domains of disease prevention and health promotion related to information in the media. Univariate linear regression revealed that better HL was associated with more education (p=0.001), more resiliency (p=0.001), driving a car (p=0.006), good access to health care- (p=0.005) and medical service (p=0.027), younger age (p=0.005), adequate income (p=0.044) and less depression (p=0.006). Multivariable analysis showed that more education (p=0.014) and driving a car (p=0.017) were independent predictors of better HL. Conclusion Difficulties in HL concern information in the media. HL was strongly associated with education and driving a car however, not with urban-rural residency. Mobility and access should be considered for improving HL of older people.Background: Older people have been identified as having lower health literacy (HL) than the general population average. Living in sparsely populated Arctic regions involves unique health challenges that may influence HL. The research aim was to explore the level of HL, its problematic dimensions, and its association with the selection of contextual factors among older adults living in sparsely populated areas in Northern Iceland. Method: This was a cross-sectional study based on a stratified random sample from the national register of one urban town and two rural areas. The study included 175 participants (57.9% participation rate) who were community-dwelling (40% rural) and aged 65–92 years (M 74.2 ± SD 6.3), 43% of whom were women. Data were collected in 2017-2018 via face-to-face interviews, which included the standardised European Health Literacy Survey Questionnaire-short version (HLS-EU-Q16) with a score range from 0 to 16 (low-high HL). Results: The level of HL ranged from 6–16 (M 13.25, SD ± 2.41) with 65% having sufficient HL (score 13–16), 31.3% problematic HL (score 9–12) and 3.7% inadequate HL (score 0–8). Most problematic dimension of HL was within the domains of disease prevention and health promotion related to information in the media. Univariate linear regression revealed that better HL was associated with more education (p=0.001), more resiliency (p=0.001), driving a car (p=0.006), good access to health care- (p=0.005) and medical service (p=0.027), younger age (p=0.005), adequate income (p=0.044) and less depression (p=0.006). Multivariable analysis showed that more education (p=0.014) and driving a car (p=0.017) were independent predictors of better HL. Conclusion: Difficulties in HL concern information in the media. HL was strongly associated with education and driving a car however, not with urban-rural residency. Mobility and access should be considered for improving HL of older people.Peer reviewe

    Dagleg iðja einstaklinga sem gengið hafa í gegnum áfengis- og/eða vímuefnameðferð

    No full text
    Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á AkureyriAð mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Organisation, WHO) er áfengisvandi eitt helsta heilbrigðisvandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Samkvæmt heimildum verður oft röskun á daglegri iðju einstaklinga sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Það leiðir af sér að þeir missa trúna á sjálfa sig og að þeir geti haft stjórn á eigin lífi og heilsu, auk þess sem röskunin hefur víðtæk áhrif á aðstandendur þeirra og samfélagið í heild. Árangur af áfengismeðferð er ekki nógu góður og margir sem fara í slíka meðferð hafa farið áður. Iðja er allt það sem fólk tekur sér fyrir hendur til að annast sjálft sig, vera nýtir þjóðfélagsþegnar og njóta lífsins. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka í iðju sé mikilvæg og hafi jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan. Markmið verkefnisins var að kanna, með fyrirlögn spurningalista, daglega iðju einstaklinga sem gengið hafa í gegnum áfengis- og/eða vímuefnameðferð. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á iðju þessa hóps svo vitað sé. Könnuninni var ætlað að gefa vísbendingu um hvaða daglega iðju einstaklingarnir stunda, hversu mikilvæg hún sé þeim og hversu ánægðir þeir séu með frammistöðu sína. Rannsakendur sömdu spurningalista sem beinist að daglegri iðju út frá hugmyndafræði „Líkansins um iðju mannsins”. Sextíu einstaklingar 18 ára og eldri voru valdir með þægindaúrtaki á göngudeild Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) í Reykjavík. Þrjátíu og níu listar fengust tilbaka og svarhlutfallið var því 65%. Notuð var megindleg rannsóknaraðferð og var lýsandi tölfræði beitt við úrvinnslu listanna. Niðurstöður sýndu að meirihluti þátttakenda stundar daglega iðju, þó sumir vildu gera betur. Flestum þátttakendum fannst mikilvægt að stunda daglega iðju en ekki virðast allir stunda þá iðju sem þeim þykir mikilvæg. Þrátt fyrir að flestir væru ánægðir með frammistöðu sína við iðju taldi meiri hlutinn þörf á að bæta hana að einhverju leyti. Þegar á heildina er litið styðja niðurstöður þá ályktun að um iðjuvanda sé að ræða hjá þessum hópi. Það gefur vísbendingu um að þörf sé fyrir iðjuþjálfun og getur verið hvatning til að byggja upp þjónustu á þessum vettvangi. Lykilhugtök: Áfengis- og vímuefnameðferð, áfengis- og vímuefnaneytendur, iðja, Líkanið um iðju mannsins og þjónusta iðjuþjálfa
    corecore