3 research outputs found

    Health and well-being of kidney transplant recipients in Iceland.

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnAð kanna líðan, heilsu og lífsgæði nýraígræðslu­ þega. Stuðningur og upplýsingagjöf til nýraþega voru könnuð sérstaklega og hvort munur væri á líðan nýraþega sem fengu nýra frá lifandi eða látnum gjafa. Þátttakendur og aðferð: Rannsóknin var megindleg og var spurningalisti sendur til allra nýraþega sem fengið hafa grætt í sig nýra frá lifandi eða látnum gjafa á Íslandi, voru eldri en 18 ára á tíma rannsóknar og gátu tjáð sig á íslenskri tungu (N=96). Annars vegar var í spurningalistanum að finna spurningar um bakgrunn, sjúkdómsferlið og líðan nýraþegans og hins vegar lífsgæðaspurningalistann SF 36v² ™. Alls svöruðu 73 einstaklingar spurningalistanum (76%). Þátttakendur voru á aldrinum 23 til 78 ára og 70% höfðu þegið nýra frá lifandi gjafa. Nýraþegar, sem fengu nýra frá látnum gjafa, höfðu verið lengur í skilun fyrir ígræðslu (p<0,001). Andleg heilsa nýraþega (samkvæmt SF 36v²) var sambærileg meðaltali samanburðarþýðis (47,28). Líkamleg líðan mældist undir meðaltali samanburðarþýðis (43,56). Ekki var marktækur munur á líðan, heilsu eða lífsgæðum nýraþega eftir því hvort þeir höfðu fengið nýra frá látnum eða lifandi gjafa. Nýraþegar, sem fengu nýra frá lifandi gjafa, höfðu fengið meiri stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki. Átján prósent nýraþega, sem fengu nýra frá lifandi gjafa, og 46% nýraþega, sem fengu nýra frá látnum gjafa, töldu að sig hefði vantað fræðsluefni fyrir ígræðslu frá hjúkrunarfræðing. Álykta má að verri líkamleg líðan skýrist meðal annars af því að skilunarmeðferð, sem flestir nýraþegar þurfa fyrir aðgerð, er erfið og getur skert athafnafrelsi, og ónæmisbælandi lyfjameðferð eftir aðgerð getur haft áhrif á heilsu og líðan nýraþeganna. Auka þarf fræðslu og stuðning til nýraþega og þá sérlega þeirra sem fá nýra frá látnum gjafa.To investigate well being, health and quality of life of kidney transplant recipients (KTRs). Furthermore, we investigated the need for support and education for the KTR. Participants and methods: A questionnaire was sent to all Icelandic KTRs above 18 years of age and able to communicate in Icelandic (N=96). The questionnaire included questions about social background and also support and education that the KTRs received before transplantation. A separate questionnaire measured quality of life (SF 36v² ™). A total of 73 individuals responded to the questionnaire (76%). Participants were 23 78 years old and 70% received a kidney from a living donor (LDR). Eighty six percent of LDR was offered a kidney without having to ask for it. Recipients of deceased donor (DDR) kidneys were longer on dialysis before transplantation (p <0.001). Results showed that the mental health was comparable to the average US population (US: 47 52, our study: 47.28) but physical health was below the average (43.56). A comparison of LDR and DDR showed no difference in well being, health and quality of life. Eighteen percent of LDR and 46% of DDR stated that they lacked information or education from nurses before the transplantation. Physical health was estimated to be worse than mental health which may be explained by illness related to the kidney failure, dialysis treatment before transplantation,complications related to immunosuppressive drugs and co-morbidities after transplantation. Our findings further indicate that information and education from health care professionals, in particular to patients on a waiting list for a deceased donor kidney, needs to be improved.Félag íslenkra hjúkrunarfræðinga, Vísindasjóður Landspítalan

    Health and well-being of kidney transplant recipients

    No full text
    Ritgerðin er lokuð fram í júlí 2012 vegna birtingar greinarTilgangur: Að kanna líðan, heilsu og lífsgæði nýraígræðsluþega. Kannað var sérstaklega stuðningur og upplýsingagjöf til nýraþega og hvort munur væri á líðan nýraþega sem fengu nýra frá lifandi eða látnum gjafa. Þátttakendur/aðferð: Spurningalisti var sendur til allra nýraþega sem fengið höfðu ígrætt nýra frá lifandi eða látnum gjafa á Íslandi, voru eldri en 18 ára og gátu tjáð sig á íslenskri tungu (N=96). Annars vegar innihélt spurningalistinn spurningar um bakgrunn, sjúkdómsferlið og upplifun nýraþega og hins vegar lífsgæðaspurningalistann SF-36v²™ þar sem meðaltal var reiknað út frá bandarísku þýði. Niðurstöður: Alls svöruðu 73 einstaklingar spurningalista (76%). Þátttakendur voru á aldrinum 23 til 78 ára, 70% höfðu þegið nýra frá lifandi gjafa. Tæplega 86% nýraþega sem fengu nýra frá lifandi gjafa hafði verið boðið nýra til ígræðslu að fyrra bragði. Nýraþegar sem fengu nýra frá látnum gjafa höfðu verið lengur í skilun fyrir ígræðslu (p<0,001). Andleg heilsa nýraþega (samkvæmt SF-36v²) var sambærileg meðaltali þýðis (47,28), en líkamleg líðan mældist hinsvegar undir meðaltali samanburðarþýðis (43,56). Ekki var marktækur munur á líðan, heilsu eða lífsgæðum nýraþega eftir því hvort þeir fengu nýra frá látnum eða lifandi gjafa. Nýraþegar sem fengu nýra frá lifandi gjafa fengu meiri stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki. Rúmlega 29% nýraþega sem fengu nýra frá lifandi gjafa og rúmlega 36% nýraþega sem fengu nýra frá látnum gjafa vantaði fræðsluefni fyrir ígræðslu. Ályktanir: Andleg heilsa nýraþega er sambærileg við samanburðarþýði, hins vegar er líkamleg heilsa verri eða undir meðaltali. Álykta má, að verri líkamleg líðan skýrist m.a. af því að skilunarmeðferð, sem flestir nýraþegar þurfa fyrir aðgerð er erfið og getur skert athafnafrelsi og ónæmisbælandi lyfjameðferð eftir aðgerð, getur haft áhrif á heilsu og líðan nýraþeganna. Nýraþegar fengu stuðning og fræðslu frá heilbrigðisstarfsfólki, en töldu sig hafa þurft meiri fræðslu og stuðning. Sérstaklega þarf að huga að nýraþegum sem fá ígrætt nýra frá látnum gjafa. Lykilorð: Nýraþegar, nýraígræðsla, lífsgæði, heilsa, nýragjafar.Abstract Objective: To evaluate well-being, health and quality of life of kidney transplant recipients. Furthermore, we evaluated the need for support and information for the kidney transplant recipients. Participants / methods: A questionnaire was sent to all kidney transplant recipients who had received a kidney transplant from living or deceased donors in Iceland, who were older than 18 years and were able to communicate in Icelandic (N = 96). One part of the questionnaire was designed by the authors and included questions about social background, support and information received and transplantation related questions. The other part was the quality of life questionnaire SF-36v ² ™. Results: A total of 73 individuals responded to the questionnaire (76%). Participants were 23 to 78 years old and 70% had received a kidney from a living donor. Eighty-six percent of kidney transplant recipients who received kidneys from living donors were offered kidney for transplantation without having to ask for it. Recipients who received kidney from a cadaveric donor had experienced a longer period on dialysis before transplantation than those receiving kidney from a living donor (p <0.001). Mental health of the kidney transplant recipients (as measured by the mental health subscale in SF-36v²) was comparable to the average population (U.S. population control) (47.28), physical health was, however, below the average (43.56). No difference in well-being, health and quality of life was observed when comparing kidney transplant recipients who had received kidneys from cadaveric or living donor. Kidney transplant recipients who had received kidney from a living donor got more support from health care professionals before the transplantation. Twenty-nine percent of kidney transplant recipients who received kidneys from a living donor and 36% of kidney transplant recipients who received kidneys from a cadaveric donor stated that they lacked information or education before the transplantation. Conclusions: Mental health of kidney transplant recipients seems to be similar to the general population; however, physical health is estimated as worse. This may be explained by the fact that before the transplantation the recipients require complicated dialysis treatment and after having kidney transplant, patients often have to deal with complications related to immunosuppressive drugs and to their disease. Transplant recipients got support and information from health care professionals, but stated that they needed more support and education before the transplantation. Therefore, more emphasis should be placed on pre-transplant support and information for the potential kidney transplant recipient, especially for the group receiving kidney from a cadaveric donor. Key words: kidney recipients, kidney transplantation, quality of life, health, kidney donor

    Cardiac transplantation and donation in Icelandic patients - indications and outcome

    No full text
    INNGANGUR Upplýsingar skortir um fjölda, ábendingar og árangur hjartaígræðsluaðgerða á Íslendingum en einnig fjölda þeirra hjartna sem gefin hafa verið héðan til líffæraígræðslu erlendis. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn á öllum sem gengust undir hjartaígræðslu frá fyrstu aðgerðinni 1988 til 1. mars 2019. Klínískar upplýsingar fengust frá ígræðslugöngudeild Landspítala og rafrænni sjúkraskrá, en upplýsingar um hjartagjafir á Íslandi úr líffæragjafaskrá gjörgæsludeildar Landspítala. Reiknað var út aldursstaðlað nýgengi aðgerðarinnar og lifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Meðaleftirfylgd var 10,3 ár. NIÐURSTÖÐUR Alls gengust 24 Íslendingar (19 karlar) undir hjartaígræðslu á tímabilinu, þar af einn undir endurígræðslu, þrír fengu hjarta- og lungnaígræði samtímis og tveir aðrir fengu hjarta- og nýraígræði samtímis. Miðgildi aldurs var 38 ár (bil 4 - 65 ár) og voru 20 aðgerðanna framkvæmdar í Gautaborg, þrjár í London og tvær í Kaupmannahöfn. Algengustu ábendingar voru ofþenslu- hjartavöðvakvilli (n=10), meðfæddir hjartagallar (n=4) og hjartavöðvabólga eftir vírussýkingu (n=3). Fimm sjúklingar fengu tímabundið hjálparhjarta sem brú að ígræðslu. Eins árs og 5 ára lifun eftir hjartaígræðslu var 91% og 86% en meðallifun 24 ár. Nýgengi hjartaígræðslu reyndist 2,7 á milljón íbúa/ári, og jókst í 4,6 ígræðslur/milljón íbúa á ári eftir 2008 (p=0,01). Á sama tímabili voru gefin 42 hjörtu frá Íslandi til ígræðslu, það fyrsta 2002, og fjölgaði þeim úr 0,8 hjörtum/ári á fyrri hluta tímabilsins í 3,0 á síðari hluta tímabilsins. ÁLYKTANIR Lifun Íslendinga eftir hjartaígræðslu er ágæt og sambærileg við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Hjartagjöfum hefur fjölgað á síðustu tveimur áratugum og Íslendingar gefa nú næstum tvöfalt fleiri hjörtu en þeir þiggja. INTRODUCTION: Information on the number, indications and outcome of cardiac transplantations in Icelandic patients is scarce, as is information on the number of hearts donated from Iceland for cardiac transplantation. MATERIAL AND METHODS: A retrospective study on patients receiving heart transplantation from the first procedure in 1988 until March 2019. Clinical information was gathered from Landspitali Transplantation Clinic, patient charts, and information on donated hearts from the Icelandic Donation Registry. Age-standardized incidence of the procedure was calculated, and overall survival (Kaplan-Meier) estimated. Mean follow-up was 10.3 years. RESULTS: Altogether 24 patients (19 males, median age 38 years, range: 4-65 years) underwent cardiac transplantation; that included one re-transplantation, three simultaneous heart- and lung transplants and two heart- and kidney transplants. The transplantations were performed in Gothenburg (n=20), London (n=3) and Copenhagen (n=2). Most common indications were dilated cardiomyopathy (n=10), congenital heart disease (n=4), and viral myocarditis (n=3). Five patients were bridged left ventricular-assist device preoperatively. Overall survival at 1 and 5 years was 91% and 86%, respectively; median survival being 24 years. The incidence of cardiac transplantation was 2.7 heart-TX pmp/year but increased to 4.6 heart-TX pmp/year after 2008 (p=0.01). During the same period 42 hearts were donated from Iceland for transplantation abroad, the first in 2002 and increasing from 0.8 to 3.0 hearts/year during the first and second half of the study-period, respectively. CONCLUSION: Survival of Icelandic cardiac transplant recipients is good and comparable to larger transplant centers overseas. Number of hearts donated from Iceland have increased and currently Iceland donates twice as many hearts at it receives.Peer reviewe
    corecore