6 research outputs found

    Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

    No full text
    Ráðstefnurit NetluKynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska, mál og læsi fjögra til átta ára barna. Rannsóknin í heild sinni spannar þrjú ár en gagnasöfnun fyrir fyrstu tvö árin er nú lokið. Athyglin í þessari grein beinist einkum að því hvernig læsi þróast á því tímabili. Þátttakendur voru 222 börn í næstelsta árgangi í leikskóla og í fyrsta bekk grunnskóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verða miklar framfarir á öllum sviðum læsis fyrstu tvö skólaárin. Einstaklingsmunur er þó mikill en and-stætt væntingum tóku börnin sem áttu erfiðast með lestrarnám í fyrsta bekk meiri framförum á milli ára en börnin sem stóðu sig best. Þessar niðurstöður vekja upp spurningar um hversu vel er hlúð að áframhaldandi lestrarnámi þeirra barna sem eru fljót að ná tökum á fyrstu stigum lestrarnámsins. Einnig gefa þær tilefni til bjartsýni fyrir hönd seinfærustu nemendanna en þó er mikilvægt að taka fram að þrátt fyrir miklar framfarir í lestri var geta slakasta hópsins í öðrum bekk mun lakari en annarra nemenda á sama aldri.This paper reports the findings of a three-year longitudinal study on the acquisition of language and literacy among young children. Data collection for the first two years is now completed but this paper focuses on how children’s literacy skills develop from the age of four to seven years. According to the results there is much progress on all aspects of literacy during the first two years of schooling. However, as early as first grade, marked individual differences start to appear. Against expectations, the greatest improvements in reading and spelling were made by the children who scored the lowest in literacy in first grade. The reading skills of the highest scoring group, on the other hand, improved the least. These are encouraging results for children with poor initial reading skills, but they also pose questions on whether children who do well in reading during their first year at school are given appropriate literacy training

    Hlutverk orðhlutavitundar í lestrarnámi : niðurstöður úr langtímarannsókn á þroska, máli og læsi grunnskólabarna

    No full text
    Í þessari grein verða kynntar niðurstöður úr langtímarannsókn á þroska, máli og læsi fjögra til átta ára barna. Rannsóknin öll spannar þrjú ár og er ætlað að draga upp heildarmynd af stöðu leik- og grunnskólabarna á nokkrum lykilsviðum þroska og kanna tengsl þeirra við þróun læsis og gengi í námi almennt. Í þessum hluta rannsóknarinnar mun athyglin beinast að þróun orðhlutavitundar á fyrstu árum grunnskólans og hvernig færni nemenda á því sviði tengist lestrarnámi þeirra. Einkum er spurt hvenær börn fara að ná tökum á þessari hlið málvitundar og hvernig hún tengist ólíkum þáttum lestrarferlisins eins og umskráningarfærni, lesskilningi og stafsetningu. Þátttakendur voru 111 börn úr fjórum skólum í Reykjavík. Orðhlutavitund var metin í öðrum og þriðja bekk en auk þess voru mælingar á hljóðkerfisvitund, umskráningu, lesskilningi og stafsetningu lagðar fyrir á sama tíma. Helstu niðurstöður voru að nemendurnir áttu almennt í nokkrum erfiðleikum með að leysa orðhlutavitundarverkefnið í öðrum bekk en meðalhlutfall réttra svara var 50%. Frammistaða í prófinu gaf sterka vísbendingu um gengi nemandanna í lestri ári síðar, sérstaklega í lesskilningi. Talsverðar framfarir urðu á getu nemendanna við að leysa prófið á milli annars og þriðja bekkjar en í þriðja bekk svöruðu börnin að meðaltali 68% atriða rétt. Niðurstöðurnar benda til þess að næmi barna fyrir orðhlutum hafi áhrif á lestrarnám þeirra og því sé mikilvægt að gera þeim þætti góð skil í lestrarkennslu.The purpose of this longitudinal study was to explore the development of morphological awareness among young primary school children and investigate how this skill is related to their subsequent acquisition of literacy. Participants were 111 Icelandic speaking children in second grade who were administered a test of morphological awareness in which they had to manipulate inflectional endings of present and past tense verbs. Their performance was then related to their reading achievement a year later. In second grade, the mean percentage of correct responses was 50%, which means that most of the children had difficulties solving this test. Their performance, however, improved significanly across the next school year and their mean score rose to 68%. There was a high correlation between the children’s morphological awareness score in second grade and their reading comprehension, spelling and decoding skills in third grade. However, once the effects of IQ and phonological awareness were removed, only the relationship with reading comprehension remained significant. These results indicate that morphological awareness develops quickly during the first few years of school and plays an important role in Icelandic children’s acquisition of literacy, especially reading comprehension

    Þróun læsis frá fjögra til átta ára aldurs

    No full text
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að draga upp heildarmynd af þróun stafaþekkingar, umskráningarhæfni og lesskilnings íslenskra barna frá fjögra til átta ára aldurs. Fylgst var með tveimur hópum 111 barna um þriggja ára skeið en þau voru fjögra og sex ára við upphaf rannsóknarinnar. Greinin er í beinu framhaldi af fyrri umfjöllun (Freyja Birgisdóttir, 2010) þar sem athyglinni var beint að þróun læsis fyrstu tvö ár verkefnisins. Í greininni verður fjallað um niðurstöður fyrir öll þrjú ár gagnasöfnunarinnar og leitast við að draga upp nákvæma heildarmynd af því hvernig íslensk börn ná tökum á grunnþáttum læsis á því tímabili sem rannsóknin í heild sinni spannar. Helstu niðurstöður voru þær að stafaþekking yngri aldurs-hópsins var komin vel á veg áður en formleg lestrarkennsla hófst. Færni eldri hópsins í umskráningu og lesskilningi jókst marktækt á milli fyrsta, annars og þriðja bekkjar, þó heldur hægðist á framförum eftir því sem leið á skólagönguna. Einstaklingsmunur var mikill öll árin en um það bil tveimur árum munaði á lestrarfærni þeirra barna sem stóðu verst að vígi í lestri og þeirra sem stóðu sig best. Þessar niðurstöður undirstrika nauðsyn þess að fylgjast vel með þeim börnum sem eiga í erfiðleikum með lestur strax í fyrsta bekk

    Sjálfstjórn : forsenda farsældar á fyrstu skólaárunum

    No full text
    Ráðstefnurit NetluSjálfstjórn hegðunar vísar til hæfni barna til að stýra athygli sinni og vinnsluminni og getu þeirra til að halda aftur af hegðun. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi sjálfstjórnar fyrir velgengni í skóla. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tengsl sjálfstjórnar og læsis meðal íslenskra barna á fyrstu grunnskólaárunum. Þátttakendur voru 111 börn (58,6% drengir) sem voru að meðaltali 6,6 ára á fyrra ári rannsóknarinnar og 7,5 ára á því síðara. Tvær mælingar á sjálfstjórn voru notaðar. Önnur byggir á beinni mælingu rannsakenda á hegðun barnanna en hin á matslista fyrir kennara. Hæfni barna til sjálfstjórnar samkvæmt báðum mælingum í fyrsta bekk spáði fyrir um gengi þeirra í læsi. Stúlkur skoruðu hærra en drengir á báðum sjálfstjórnarmælingunum. Þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi þess að börn hafi góða sjálfstjórnarhæfni við upphaf skólagöngu. Þýðing niðurstaðnanna fyrir starf í leik- og grunnskóla er rædd.Behavioral self-regulation includes children's abilities to control their attention and short-term memory, and to inhibit a response. These skills are critical for school success. The goal of the present longitudinal study is to examine the relation between self-regulation among Icelandic children in first grade and reading in second grade. There have been no previous studies of self-regulation among children in Iceland. 111 children participated (58.6% boys; mean age in 1st grade = 6.6 years; mean age in 2nd grade = 7.5 years). Two measures of self-regulation were used; a behavioral measure and an assessment tool for teachers. Higher scores on both self-regulatory measures were positively related to measures of reading. Girls scored higher than boys on both self-regulation measures, i.e., the behavioral measure and according to teachers’ assessment. The findings underscore the importance of self-regulatory abilities for early school success. Implications for education are discussed

    Þróun textaritunar í fyrstu bekkjum grunnskóla : frásagnir og upplýsingatextar barna í 2.–4. bekk

    Get PDF
    Meðal þess sem börn þurfa að ná tökum á í ritunarnámi er að læra að skrifa samfelldan texta af margvíslegum toga. Stórstígar framfarir verða á þessu sviði á grunnskólaárunum, enda eru börn á grunnskólaaldri að kynnast og ná tökum á ritmálinu auk þess sem færni þeirra í að beita tungumálinu á fjölbreyttan hátt til samskipta og miðlunar eykst jafn og þétt. Hvort tveggja hefur óhjákvæmilega áhrif á það hve góðan texta einstaklingur getur skrifað. Rannsóknir sýna að frammistaða barna í textagerð er mjög háð þeirri kennslu og þjálfun sem þau fá í skóla og leiða má líkum að því að ólíkar hefðir í kennsluháttum hafi áhrif á þróun ritunar hjá ungum börnum. Nær engar rannsóknir hafa verið gerðar á þróun ritaðrar textagerðar íslenskra barna í fyrstu bekkjum grunnskóla. Megintilgangur þessarar rannsóknar var því að afla upplýsinga um færni íslenskra barna í 2.–4. bekk í textaritun en jafnframt að bera saman frammistöðu barnanna í tveimur algengum en ólíkum textagerðum, frásögnum og upplýsingatexta. Hópi barna (45 börn) var fylgt eftir frá því þau voru í 2. bekk og upp í 4. bekk. Á hverju ári skrifuðu börnin tvo texta, frásögn og upplýsingatexta. Niðurstöðurnar sýna að á þeim tíma sem rannsóknin náði yfir urðu ágætar framfarir í báðum texta-tegundunum. Textarnir lengdust, samloðun varð meiri og börnin náðu betri tökum á textagerð. Nokkur munur var hins vegar á textategundunum tveimur og þróun þeirra. Börnin réðu allt frá upphafi betur við að skrifa frásögn en upplýsingatexta og heldur meiri framfarir urðu í ritun þeirra en upplýsingatexta. Þessar niðurstöður koma heim og saman við niðurstöður erlendra rannsókna sem sýna að börn eiga almennt auðveldara með að rita frásagnir en upplýsingatexa, en vekja einnig spurningar um það hvernig staðið er að ritunarkennslu í íslenskum skólum og hvað megi gera betur í þeim efnum.Learning to compose meaningful texts of different kinds constitutes an important part of writing acquisition. Skilled writers are able to produce a variety of texts that show genre specific features and use varied conjunctions to create cohesion. During the first years of elementary school, children’s proficiency in text writing is relatively poor. Their texts tend to be short, lack both coherence and cohesion and do not follow a genre specific structure. However, with increasing encoding abilities, linguistic skills and knowledge about text genres, children’s ability in text writing increases steadily across the elementary grades. Research indicates that children’s performance in text writing is strongly influenced by various aspects of their learning environment. These include the degree of emphasis that is placed on writing instruction in their school, the nature of the writing instruction itself and even culture-specific views to writing and the teaching of writing. Thus, in order to get a better understanding of the processes involved in the acquisition of writing, research based on children from a variety of cultures and learning contexts are of great importance. Very few studies have focused on the development of writing among Icelandic-speaking children. Consequently, we have limited knowledge of how Icelandic students acquire this important aspect of literacy and what characterises their production of different genres at different ages. The main purpose of this longitudinal study was to explore Icelandic children’s writing ability in grades 2 to 4 and compare their performance in producing two common text genres, narrative and information texts. A group of 45 Icelandic children from two schools was followed up through second, third and fourth grade. Their mean age was 7 years and 9 months at the first data collection. Each year the children were asked to compose two texts – one narrative and one information text. Text samples were analysed according to text length, structure and cohesion. The results showed that on all three testing occasions the children performed significantly better when producing narratives than information texts. The narratives were more cohesive than the information texts and also showed stronger text genre characteristic features. The children also made greater improvement over time on all indicators of proficiency (text length, structure, cohesion) in their productions of narratives than of information texts. These findings are in line with results obtained in other studies of young children’s text writing skills. Narrative writing seems to be the text genre that young children are most familiar with and first become able to compose in writing. However, the results also raise questions about the quality of writing instruction in Icelandic elementary schools. Progress in writing seems to be quite slow, especially in the ability to produce information text. In this study, no difference was found between the quality of the children’s productions in this kind of genre in grades three and four. This may suggest that Icelandic children do not get sufficient instruction in text writing and about different text genres in the first grades of elementary school

    Textaritun byrjenda : frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla

    Get PDF
    Allt frá upphafi ritunarnáms reyna börn að skrifa texta sem hefur ákveðna merkingu og gera mismunandi textategundum skil á ólíkan hátt. Framan af er kunnátta þeirra á þessu sviði takmörkuð en samhliða aukinni færni í umskráningu, auknum mál- og vitþroska og vaxandi þekkingu á textagerð eykst geta þeirra jafnt og þétt. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á ritaðri textagerð yngstu grunnskólabarna á Íslandi, en rannsóknir á ritun íslenskra barna á mið- og unglingastigi benda til þess að framfarir í textagerð séu fremur hægar hjá íslenskum börnum, sem vekur spurningar um það hvort nægileg rækt sé lögð við textagerð í íslenskum skólum. Frekari rannsóknir á textagerð íslenskra barna eru nauðsynlegar til að afla upplýsinga um stöðu mála og var meginmarkmið þessarar rannsóknar að afla grunnupplýsinga um færni íslenskra fyrstubekkinga í að rita samfelldan texta. Tvö ritunarverkefni, frásögn og upplýsingatexti voru lögð fyrir 44 börn. Lengd, bygging og samloðun í textunum var metin og þær niðurstöður notaðar til að draga fram helstu einkenni textanna og meta frammistöðu barnanna í ritun textategundanna tveggja. Niðurstöðurnar sýndu að við lok 1. bekkjar gátu flest barnanna skrifað texta sem báru einkenni frásagna og upplýsingatexta. Textar þeirra voru engu að síður stuttir og einfaldir og nokkuð vantaði upp á byggingu þeirra og samloðun. Frásagnirnar reyndust börnunum heldur auðveldari viðureignar og þeim tókst betur til við að skrifa þær sem samfelldan texta en upplýsingatextana. Niðurstöðurnar koma heim og saman við niðurstöður erlendra rannsókna á textagerð ungra barna og benda til þess að íslensk börn í 1. bekk standi fyllilega jafnfætis erlendum jafnöldrum sínum.Writing is a complex task for beginners. However, research shows that right from the beginning, children try to compose meaningful texts and differentiate between text genres in various ways. At the first year of elementary school children’s writing ability is relatively poor, but with increasing encoding abilities, linguistic skills and knowledge about text genres their writing ability increases steadily. Hardly any research has been done on the writing skills of young Icelandic-speaking children. However, recent research on older children suggests that Icelandic students make limited improvement in writing during their secondary school education, which prompts questions about the emphasis that is placed on the teaching of writing in the Icelandic school system. In this article we present results from a study of 44 Icelandic first graders’ writing. The children composed two texts; a narrative and an information text. Text samples were analyzed according to length, structure and cohesion. The results indicated that at the end of first grade most children had acquired basic encoding skills and made a clear distinction between different kinds of genre in their writing. Most texts, however, tended to be short and lacked both coherence and cohesion. The children generally performed better with narratives than information texts, with narratives showing stronger characteristic features of that genre and also better cohesion than the information texts. The findings are in line with results from other studies on young children’s writing and suggest that Icelandic children’s writing performance in the first grade is similar to that of children in other countries
    corecore